ROTÞRÆR Mismunandi er hvar best er að koma rotþró fyrir og fer það eftir staðháttum á hverjum stað en þó skal aldrei staðsetja rotþró nær íbúðarhúsi en í 10 m fjarlægð. Aðgengi fyrir dælubíl eða dráttarvél með haugsugu til tæmingar og eftirlits skal vera eins og best verður á kosið. Rétt er að vekja athygli á að heilbrigðis- og byggingafulltrúi á hverjum stað þurfa að samþykkja staðsetningu og frágang rotþróa og siturlagna, svo og förgun úrgangs (seyru). Val á staðsetningu rotþróa frárennsli frá salernum, þvottahúsum og eldhúsum má veita í rotþró. Þakvatn og hitaveituvatn ætti ekki að leiða í rotþróna heldur fram hjá henni. Einnig ber að forðast að setja ólífrænt sorp og sterk hreinsiefni í rotþróna.
Ensím með örverum fyrir rotþrær (Bio clear)
Rotþró
Er ætlað í rotþrær, niðurföll og fitugildrur. Með lífrænum aðferðum vinnur efnið á og brýtur niður uppsafnaða fitu, matarleifar og olíu. Efnið eyðir einnig ólykt. Inniheldur engin hættuleg ætiefni eða sótthreinsiefni með sýru sem hindra lífrænt niðurbrot. Eyðileggur hvorki frárennsliskerfið né umhverfið Vnr. 9022292
2600 ltr, þvermál 130 cm, lengd 220 cm Vnr. 8120012
Inntaksloki sem lokar fyrir og tappar af í sömu aðgerðinni. Gjarnan notaður sem inntaksloki við sumarhús. Á þennan loka er fáanlegt ryðfrítt skaft til framlengingar upp úr jörð. Vnr. 8952495
Garðkrani VSH Frostfrír krani Vnr. 8952695
Pallurinn 21