Page 12

Pallaolía Jotun Treolje

Pallaolía á gagnvarið efni. Fáanleg gullbrún, græn og einnig í sömu litum og Trebitt hálfþekjandi. 7049123

MIKILVÆGT AÐ BERA REGLULEGA Á PALLINN „Viðurinn í pallinum kallar á viðhald svo að hann upplitist ekki eða skemmist. Sólpall­ur sem fær reglulegt og gott viðhald lítur ekki aðeins betur út, heldur endist líka mun lengur“, segir Guðmundur Ragnarsson vörustjóri málningar hjá Húsasmiðjunni. „Ef um nýjan pall er að ræða mælum við hjá Húsasmiðjunni með Jotun Trebitt Terrassebeis, sem er sérlega góð vörn fyrir íslenska veðráttu. Þetta efni er góður kostur því aðeins þarf að bera á pallinn þriðja hvert ár. Ef um eldri pall er að ræða sem þegar hefur verið olíuborinn, mælum við með Jotun Treolje. Æskilegt er að bera Jotun Treolje á pallinn á hverju ári.“ En þarf að þvo pallinn áður en borið er á hann? „Mjög mikilvægt er að þvo pallinn áður en viðarvörn er borin á. Það tryggir betri endingu og virkni viðarvarnarefna sem borin eru á. Hreinsiefni fyrir palla hjálpa til við hreinsun á óhreinindum, blettum frá nöglum eða skrúfum, örverugróðri, sveppagróðri og sólargráma. Ef pallurinn er ekki nýr ætti að nota pallahreinsi, til dæmis Jotun Terrassebeisfjerner, áður en viðarvörn er borin á.“ Hversu oft þarf að bera á palla og skjólveggi? „Það reynir mun meira á pallinn en skjólvegg­ina svo almennt þarf að viðhalda honum ­betur og oftar. Vatnspróf er auðveldasta leiðin til að finna út hvort það þarf að viðarverja pallinn. Þetta er gert með því að sprauta vatni á pallinn. Ef yfirborðið drekkur vatnið strax í sig, þarf að bera á pallinn. Ef vatnið perlar eða flýtur ofan á pallinum er ekki þörf á nýrri viðarvörn. Það gæti hins vegar verið í góðu lagi að bera á eina umferð af pallaolíu eða álíka efni til að fríska upp á útlitið.“

Pallaolía Trebitt Terrasebeis 3 ára ending! Pallaolía sem hefur þann eiginleika að aðeins þarf að bera á þriðja hvert ár. 15 fallegir litir. Vnr. 7049308

Guðmundur Ragnarsson Vörustjóri

12

Pallahreinsir Trebitt Terrassebeisfjerner Fjarlægir sveppagróður, grillolíu og sót. Vnr. 7158014

Sælureitur 2015  

80 síður af heilræðum og hugmyndum fyrir pallinn, garðinn og heimilið.

Sælureitur 2015  

80 síður af heilræðum og hugmyndum fyrir pallinn, garðinn og heimilið.