2 minute read

Starfsmannahald

Að venju þegar litið er yfir nýliðið ár þá eru alltaf einhverjar breytingar á starfsmannahaldi og síðastliðið ár var óvenjumikið um breytingar . Ellefu fastráðnir starfsmenn létu af störfum og hættu fimm þeirra vegna aldurs . Eins og oft hefur komið fram þá þjónusta starfsmenn HS Orku HS Veitur og er frekari skipting sýnd í meðfylgjandi töflu .

Á þjónustusviði rafmagnsdreifingar létu tveir starfsmenn af störfum í Hafnarfirði, þeir Páll G . Valdimarsson, í lok febrúar, og Helgi Kristinsson, í lok ágúst . Nýr starfsmaður, Guðmundur Bjarni Karlsson, hóf störf í maí . Í Vestmannaeyjum lét af störfum vegna aldurs Þorsteinn Þorsteinsson og í hans stað var ráðinn Ágúst Einarsson .

Á þjónustusviði vatnsdeildar í Njarðvík lét af störfum Rúnar Þór Sverrisson í ágúst . Framlengd var tímabundinn ráðning við tvo sumarmenn, Brynjar Gunnlaugsson og Guðmund Salbergsson .

Á skrifstofunni urðu nokkrar breytingar á árinu . Silja Dögg Gunnarsdóttir, skjalastjóri, lét af störfum í apríl og í hennar stað var ráðinn Eygló H . Valdimarsdóttir . Ráðið var í nýja stöðu verkefnisstjóra gæðamála og hóf Kristín Birna Ingadóttir störf í mars . Anna Jónsdóttir, umsjón orkureikninga, lét af störfum í maí vegna aldurs og tók samstarfskona hennar Guðrún Axelsdóttir við hennar stöðu . Sigríður Svandóttir, þjónustufulltrúi, fór úr þjónustufulltrúastarfinu á orkureikningasvið og í hennar stað á þjónustuborð var ráðinn Sólveig Björgvinsdóttir . Í Vestmannaeyjum lét af störfum vegna aldurs Bára Guðmundsdóttir . Í Hafnarfirði var ráðinn á þjónustuborð Hrefna Gunnarsdóttir og Bjarni Garðarsson, álesari, lét af störfum vegna aldurs en í hans stað var ráðinn Kristín Kolbeinsdóttir . Harpa Sævarsdóttir skrifstofustjóri fór til annarra starfa í september og voru gerðar talsverðar breytingar á stjórnskipulagi í kjölfarið þar sem aðrir starfsmenn innan sviðsins fengu aukna ábyrgð . Páll M . Egonsson var ráðinn í stað Þórhildar Jónsdóttir sem fór í fæðingarorlof . Gréta Þórðardóttir launafulltrúi lét af störfum vegna aldurs í september . Stóru breytingarnar í lok árs urðu þær að Júlíus Jónsson, sem gengt hefur starfi forstjóra bæði HS Orku og HS Veitna lét af störfum sem forstjóri HS Orku og gegnir nú alfarið starfi forstjóra HS Veitna .

Fjöldi fastra starfa HS Orku eru 134 í 133,1 stöðugildum . Fjöldi þeirra starfsmanna sem starfaði að öllu eða einhverju leyti fyrir HS Veitur hf voru í lok ársins 98 í 96,4 stöðugildum á fjórum starfsstöðum .

Eins og fyrr voru nokkrir lausráðnir starfsmenn vegna framkvæmda og við afleysingar og fengu, að meðtöldum stjórnarmönnum, alls 169 manns greidd laun á árinu .

This article is from: