2 minute read

Innkaupa- og birgðadeild

Eins og sjá má á n eðangreindri töflu hefur heildarverðmæti innfluttra vara minnkað nokkuð undanfarin ár . Innlend innkaup hafa aukist en starfsemin í birgðageymslum verið nokkuð stöðug . Ein af ástæðum minni erlendra innkaupa og aukningu innlendra innkaupa er að í vaxandi mæli hefur verið samið við birgja um innflutning og birgðahald hérlendis og er það fyrirkomulag nú viðhaft í öllum útboðum á vegum innkaupastjórahóps Samorku .

Á árinu voru einungis auglýst tvö verkútboð, þ .e . útboð á endurnýjun kaldavatnslagna í Njarðarbraut í Reykjanesbæ og á lagningu 12kV háspennustrengs frá Vatnsskarðsnámum til Krísuvíkur í Hafnarfirði .

Birgðageymslur fyrirtækisins eru sem áður fjórar þ .e . í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og Árborg . Birgðaverðir í fullu starfi eru fjórir og tveir í hlutastarfi auk birgðastjóra sem starfar við hlið innkaupastjóra . Þrír birgðaverðir starfa í Reykjanesbæ auk birgðastjóra og sjá þeir einnig um geymslur HS Orku við Reykjanesvirkjun og á Ásbrú í Reykjanesbæ og leysa af eftir þörfum í Hafnarfirði og hjá HS Orku í Svartsengi .

Heildarvirði birgða HS Veitna í upphafi árs var um 242 m .kr . og um 244 m .kr . í árslok . Birgðatalningar voru framkvæmdar reglulega á árinu eins og undanfarin ár .

Á árinu var unnið við að fara í gegnum ýmsar óskráðar vörur sem komið hafa inn á lager og þeim ýmist fargað eða þær skráðar inn á lager á vörunúmer . Jafnframt var í samvinnu við svæðis- og verkstjóra farið í gegnum nokkra vöruflokka, aðallega mæla, og úreltum vörum fargað . Þá voru gerðir verkferlar og eyðublöð sem lýsa og styðja við þessa vinnu .

Starfsemi innkaupastjórahóps Samorku, sem HS Veitur eiga fulltrúa í, var með sama sniði og undanfarin ár . Hópurinn hefur á liðnum árum haft samvinnu um útboð á kaupum á jarðstrengjum, götuljósum, götuljósastaurum og perum með góðum árangri . Almennt hefur gildistími samninga verið mest fimm ár . Í desember 2012 voru boðin út innkaup á natríum-götuljósum . Tilboð voru opnuð í febrúar og bárust alls 21 tilboð . Lægsta tilboðið sem uppfyllti alla skilmála útboðsins var frá Jóhann Rönning í samvinnu við Thorn Lighting AB í Svíþjóð og var því tilboði tekið og samningur undirritaður í maí 2013 . Með gerð þessa samnings miðast allir samningar sem innkaupastjórahópurinn stendur að við að birgjar annist innkaup og birgðahald á Íslandi . Í desember var auglýst útboð á götuljósastaurum og verða tilboð opnuð í febrúar 2014 .

Innkaup

Ár Erlend innkaup Innlend innkaup Birgðageymslur

Fjöldi Fob-verð Aðfl .gjöld Flutn .kostn . Tryggingar Samtals Fjöldi Fjöldi Afgreiðslur pantana m .kr . m .kr . m .kr . m .kr . m .kr . pantana afgreiðslna pr . mán .

2009 . . . . . . . . . . . 11 37,4 0,7 2,0 0,1 40,2 470 4 .529 377 2010 . . . . . . . . . . . 16 20,9 1,4 1,6 0,1 24,0 600 4 .651 388 2011 . . . . . . . . . . . 13 50,3 0,2 3,2 0,2 53,9 630 4 .653 388 2012 . . . . . . . . . . . 11 33,4 0,6 2,3 0,1 36,4 630 5 .009 417 2013 . . . . . . . . . . . 12 28,6 0,5 1,5 0,1 30,7 710 4 .956 413

This article is from: