3 minute read

Fréttaveitan

Ekki voru gefin út nema þrjú blöð af Fréttaveitunni á árinu 2008 . Það eru færri blöð en efni stóðu til . Reyna á að hafa útgáfu á u .þ .b . tveggja mánaða fresti eða um sex blöð á ári . Ástæða þessa var sú að nóg var að gera í öðrum verkefnum hjá ritstjóra blaðsins . Engu að síður verður að segja að miður sé og ekki það sem var lagt upp með eftir að hafa haldið upp á 20 ára afmæli blaðsins í desember 2007, að gefa svo ekki út blað fyrr en í ágúst 2008 . Ritstjórn var óbreytt en hana skipa auk undirritaðs Harpa Sævarsdóttir aðstoðarritstjóri, Júlíus Jónsson og Albert Albertsson .

Markmið blaðsins er að endurspegla starf og starfssemi fyrirtækisins og einnig starfsmanna . Til að það markmið náist verða allir starfsmenn að taka þátt í útgáfu blaðsins með greinum, fréttum og viðtölum . Það er skoðun mín að það markmið náist ágætlega . Margir starfsmenn eru duglegir við að senda inn fréttir og efni þó vissulega mættu fleiri koma að því . Ritstjóri hefur hamrað á því að margt fréttnæmt gerist hjá stóru og dreifðu fyrirtæki á hverjum degi, eitthvað sem sannarlega á að segja frá, hvort heldur sem er í blaðinu eða á heimasíðu fyrirtækisins .

Fastir dagskrárliðir í blaðinu eru fréttir úr stjórnarherberginu, hugleiðingar forstjóra, aðstoðarforstjóri er duglegur við að skrifa fræðigreinar sem og jarðfræðingar fyrirtækisins, fréttir frá starfsstöðvum og fleira tengt starfssemi fyrirtækisins . Öryggisfulltrúi hefur skrifað um öryggismál, sagt frá framvindu mála varðandi stækkun Reykjanesvirkjunar, vinnu við uppskiptingu á fyrirtækinu á síðasta ári og fleira . Yfirheyrsla á tveimur starfsmönnum hefur verið fastur dagskrárliður í hverju blaði og byrjað var á nýjum dagskrárlið þar sem starfsmenn segja frá sínu áhugamáli . Tölvupósturinn hefur verið sendur á nokkra aðila í hverju blaði og svara starfsmenn sem aðrir spurningu í gegnum tölvupóst og einn aðili hefur svarað samviskuspurningu í hverju blaði . Hönnun blaðsins hefur verið í höndum Jóhanns Friðrikssonar hjá Intro .

Fréttaveitan er komin til að vera í starfssemi fyrirtækjanna áfram . Eina breytingin er að nú mun hún þjóna tveimur fyrirtækjum . Það er von mín að starfsmenn verði áfram duglegir við að senda inn efni og greinar . Aðeins þannig verður hægt að endurspegla þróttmikið starf sem sannarlega er unnið hjá fyrirtækjunum og halda áfram að gefa út skemmtilegt og athyglisvert blað .

ÍBÚAFJÖLDI Á ORKUVEITUSVÆÐI HS 31.12.2008

Hitaveita Hitaveita

Reykjanesbær . . . . . . . . . . . . . . 14 .172 55,39% Grindavík . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 .850 11,14% Sandgerði . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 .754 6,86% Garður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 .550 6,06% Vogar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 .218 4,76%

21 .544 84,21%

Hafnarfjörður . . . . . . . . . . . . . . . 0 0,00% Garðabær (hluti) . . . . . . . . . . . . . 0 0,00% Álftanes . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 0 0,00%

0 0,00%

Vestmannaeyjar . . . . . . . . . . . . . 4 .086 15,79% Árborg . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 0 0,00%

Alls . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25 .630 100,00%

* Í Grindavík og Sandgerði sér HS eingöngu um vatnsöflunina . Rafmagn Rafmagn Vatnsveita* Vatnsveita*

14 .172 22,02% 2 .850 4,43% 1 .754 2,72% 1 .550 2,41% 1 .218 1,89% 14 .172 55,29% 2 .850 11,12% 1 .754 6,84% 1 .550 6,05% 1 .218 4,75%

21 .544 33,47%

25 .850 40,16% 2 .453 3,81% 2 .518 3,91%

30 .821 47,88% 21 .544 84,06%

0 0,00% 0 0,00% 0 0,00%

0 0,00%

4 .086 6,35% 7 .922 12,31% 4 .086 15,94% 0 0,00%

64 .373 100,00% 25 .630 100,00%

This article is from: