
2 minute read
Hitaveita Suðurnesja hf - HS Orka hf - HS Veitur hf
from Ársskýrsla 2008
Ársins 2008 verður aðallega minnst fyrir það að Hitaveita Suðurnesja hf var sem slík lögð niður en við hlutverki hennar tóku tvö sjálfstæð fyrirtæki, HS Orka hf og HS Veitur hf . Þetta var gert í kjölfar samþykkta laga nr . 58 frá 7 . júní 2008 þar sem m .a . er kveðið á um aðskilnað samkeppnis- og sérleyfisstarfsemi í tvö aðskilin og sjálfstæð fyrirtæki sem hafi sjálfstæðar stjórnir fyrir 1 . júlí 2009 . Þegar þessi lagasetning lá fyrir hófst umfangsmikil undirbúningsvinna fyrir uppskiptinguna sem síðan lauk með hluthafafundi þann 1 . desember þar sem nafni Hitaveitu Suðurnesja hf var breytt í HS Orku hf og síðan haldinn stofnfundur fyrir nýtt félag, HS Veitur hf . Voru báðum félögunum þá kosnar nýjar stjórnir en allir starfsmenn eru enn um sinn starfsmenn HS Orku hf sem síðan með verktakasamningi annast alla þjónustu fyrir HS Veitur hf . HS Orka hf sér nú um rekstur orkuvera fyrirtækisins, framleiðslu á raforku, heitu vatni og ferskvatnsvinnslu og síðan raforkusöluna en HS Veitur hf um veitustarfsemina þ .e . dreifingu raforku auk dreifingar og sölu á heitu og köldu vatni .
Hinn hefðbundni hita- og vatnsveiturekstur á Suðurnesjum er því nú kominn í tvö fyrirtæki og því var nauðsynlegt að gera ítarlegan langtímasamning milli félaganna til að tryggja öryggi þjónustu við íbúa og fyrirtæki á svæðinu til framtíðar . Við mat Capacent á fyrirtækinu varð niðurstaðan sú að virði HS Orku hf væri um 73% af heildarvirði Hitaveitu Suðurnesja hf og HS Veitna hf þá um 27% . Það síðasta sem nú hefur frést varðandi þessa lagasetningu er að frestur til uppskiptingar verði að beiðni OR framlengdur til ársloka 2009 en sá frestur nýtist Hitaveitu Suðurnesja hf ekki héðan af . Stjórnir og starfsfólk vinna nú að endanlegu skipulagi og fyrirkomulagi í breyttu rekstrarfyrirkomulagi og eitt af því sem ljúka þarf er að ná samkomulagi við þá banka, sem höfðu lánað félaginu til framkvæmda síðustu árin, vegna þess að staða félagsins hefur óhjákvæmilega breyst . Slíkt samkomulag er í raun forsenda þess að HS Orka hf geti haldið áfram uppbyggingu virkjana til að svara eftirspurn frá álveri í Helguvík og annarri starfsemi sem byggir á mikilli raforkunotkun .
Fjárfestingar á árinu 2008 voru ívið minni en árin á undan . Þær voru samt umtalsverðar eða um 5,5 milljarðar, þar af um 1,5 vegna undirbúnings stækkunar Reykjanesvirkjunar, 1,2 vegna borana og annarra verkefna í Svartsengi, 700 milljónir vegna landakaupa og 2,2 milljarðar í veitukerfum og skyldum verkefnum . Af þessum 2,2 milljörðum var um 1 milljarður vegna neðansjávarlagnar til Vestmannaeyja en ríkissjóður veitti síðan Vestmannaeyjabæ 700 m .kr . styrk vegna vatnslagnarinnar . HS Veitur hf gerðu síðan samning við Vestmannaeyjabæ um að bærinn keypti vatnslögnina og greiddi fyrir hana 700 m .kr . en mismunurinn á heildarkostnaði og framlaginu, um 600 m .kr ., væri umsamið leigugjald fyrir lögnina í 35 ár .
Upptekt úr jarðhitasvæðinu í Svartsengi jókst nokkuð með tilkomu Orkuvers 6 og var 13,819 milljón tonna á móti 10,548 milljónum tonna 2007 . Niðurdæling jókst enn eða úr 4,716 milljónum tonna í 6,075 milljón tonna (28,8% aukning) og jókst þá upptektin nettó um 32,8% . Upptekt úr jarðhitakerfinu á Reykjanesi minnkaði úr 23,2 milljónum tonna í 19,4 milljónir tonna eða 16,6% .
Orkan er mér allt, þegar úti er kalt. Dríf ég mig í bað, því alltaf nóg af heitu vatni í það.
A.Þ.
