
2 minute read
Viðhaldsdeild
from Ársskýrsla 2008
Eins og áður voru starfsmenn viðhaldsdeildar þrír, viðhaldsstjóri og tveir trésmiðir og starfsemin mjög fjölbreytt og með svipuðu sniði og áður . Starfsmenn deildarinnar annast allt viðhald og umhirðu húseigna HS hf á Suðurnesjum og að mestu einnig í Hafnarfirði og í Árborg . Helstu húseignir á Suðurnesjum, auk aðveitu- og dreifistöðva, eru skrifstofur og tækjageymsla við Brekkustíg og Bakkastíg, lagerhúsnæði við Fitjabraut og dælustöð á Fitjum í Reykjanesbæ ásamt miðlunargeymum á Fitjum og flugvallarsvæði (Vallarheiði) . Í Hafnarfirði er um að ræða skrifstofuhúsnæði og tækjageymslu . Aðveitustöðvar á Suðurnesjum, í Hafnarfirði og Árborg eru 17 talsins . Dreifistöðvar á Suðurnesjum eru 213, 164 í Hafnarfirði og 47 í Árborg . Viðhaldsstjóri annast öll samskipti við samningsbundna verktaka í helstu iðngreinum sem, eins og undanfarin ár, hafa séð um hluta af viðhaldinu, ýmsar breytingar og smærri nýframkvæmdir . Hann sá einnig um eftirlit með framkvæmdum við dælustöð í Vogum og vegna viðgerða á þökum miðlunargeyma .
Verkefni viðhaldsdeildar voru margvísleg að venju . Deildin annast reglubundin þrif og viðhald í aðveitu- og dreifistöðvum á Suðurnesjum skv . ákveðinni fastri áætlun og er það eitt af meginverkefnum deildarinnar . Farið er árlega í allar stöðvar á svæðinu og gerð úttektarskýrsla fyrir hverja stöð . Skýrslur þessar eru m .a . notaðar við gerð viðhaldsáætlana .
Á árinu voru settar upp þrettán nýjar dreifistöðvar á Suðurnesjum, þar af átta á Vallarheiði þar sem unnið var að endurbótum og breytingum á dreifikerfi rafmagns . Viðhaldsdeildin sá um að koma fyrir forsteyptum undirstöðum, koma stöðvunum fyrir á þeim og um allan frágang . Þá var unnið við viðgerðir og viðhald á dreifistöðvum í Hafnarfirði, á Eyrarbakka og á Stokkseyri . Yfir sumarmánuðina var í samvinnu við verktaka unnið að frágangi og umhirðu lóða við nýjar dreifistöðvar og eldri sem og umhirðu annarra lóða .
Í byrjun ársins skemmdust þakklæðningar á miðlunargeymum umtalsvert sem og á tveimur dælustöðvum í slæmu tíðarfari og hvassviðrum . Starfsmenn viðhaldsdeildar unnu að því með aðstoð hjálparsveita að bjarga því sem bjargað varð og sáu síðan á sumarmánuðum um fullnaðarviðgerðir ásamt verktökum .
Af öðrum verkefnum má nefna viðhald og breytingar á birgðageymslum í Njarðvík og í Svartsengi, viðhald og umsjón með skrifstofubyggingu við Brekkustíg í Njarðvík, bæði innanhúss og utan, breytingar á riðbreytistöð á Vallarheiði, en hluta hennar var breytt í aðveitustöð fyrir svæðið, endurbætur á götuskápum fyrir heimtaugar rafmagns og merkingar bygginga og útisvæða á Reykjanesi .
Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi þau verk sem starfsmenn viðhaldsdeildar hafa unnið að á árinu enda erfitt að gefa tæmandi yfirlit en enginn skortur er á verkefnum .
Norðanátt með nístings byl næðir inn í kofann. Finn ég fljótt samt aftur yl frá HS-Veitu kom´ann.
Sunnan átt og sudda bleyta sullast inn á gaflinn minn. Þá mér hjálpar HS-Veita hitar vel upp kúnnann sinn.
Hann elskar hana afar heitt hún veit hvað hann er heitur. Þau aldrei þurfa að kynda neitt þar tapa HS-Veitur.
S.Ö.S