Vörumerkjaúttekt

Page 3

Fyrir neytendur

Fyrir framleiðendur

Gefur til kynna uppruna vörunnar/þjónustunnar

Leið til aðgreiningar sem auðveldar meðhöndlun vara.

Ábyrgð fellur á hendur framleiðanda.

Veitir lagalegan rétt.

Loforð, samband eða samningur við framleiðanda.

Gefur ánægðum viðskiptavinum ákveðin merki um gæði.

Kostnaður við leit á vöru minnkar.

Leiðir af sér hagnað.

Áhættan við kaup minnkar.

Gefur samkeppnisforskot.

Táknræn hjálpartæki (fólk getur miðlað ákveðinni sjálfsímynd).

Vörur eru gæddar ákveðnum tengingum (e.Unique associations).

Merki um gæði.

VÖRUMERKJAEIGNIR (E. BRAND EQUITY)

Vörumerkjaeignir fela í sér þær eignir (og skuldir) tengdar nafni og merkjum vörumerkisins sem eykur (eða minnkar) virði vörunnar fyrir fyrirtækið eða viðskiptavini þess. Helstu vörumerkjaeignirnar eru:     

Vörumerkjavitund (e. Brand awareness). Tryggð við vörumerkið (e. Brand loyalty). Skynjuð gæði (e. Perceived quality). Tengingar vörumerkis (e. Brand associations). Aðrar einkaeignir vörumerkis (t.d. einkaleyfi) (e. Proprietary brand assets).

Til eru margar ólíkar kenningar um það hvað felist í vörumerkjaeignum. Flestir eru þó sammála þeirri staðreynd að betri árangur hljótist af markaðsfærslu vöru vegna hennar eigin vörumerkis heldur en ef þessi sama vara hefði ekki haft tengsl við ákveðið vörumerki. FERLI STEFNUMIÐAÐAR VÖRUMERKJASTJÓRNUNAR

Vörumerkjastjórnun felur í sér hönnun og útfærslu á markaðsaðgerðum og aðgerðum til að byggja, mæla og stjórna vörumerkjaeignum. Ferli stefnumiðaðar vörumerkjastjórnunar felur í sér fjögur meginskref sem eru eftirfarandi: 1. Skilgreina og ákvarða virði vörumerkis og staðfærslu þess: Ferlið hefst með því að skilgreina fyrir hvað vörumerkið stendur og hvernig eigi að staðsetja það gagnvart samkeppninni. Markmiðið er að staðsetja vörumerkið í huga neytandans þannig að mögulegur hagnaður fyrirtækis sé hámarkaður. Við framkvæmdina á þessu skrefi getur verið gagnlegt að nota vörumerkjaúttekt.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.