Við mið rafræn big

Page 1

Samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og listfræði í Háskóla Íslands í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Collaborative Project of the National Gallery of Iceland, Iceland University of the Arts and Art History at The University of Iceland at the Sigurjón Ólafsson Museum

13.- 22. 04 / 2018


13.- 22. 04 / 2018 Titill / Title: við mið // at present Sýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 13.04 - 22.04 2018 Sýningarstjórn / Curators: Ásgerður Júníusdóttir, Ragnheiður K. Sigurðardóttir, Sunna Ástþórsdóttir og Þorgerður Þórhallsdóttir Ritstjórn, hönnun og umbrot / Editors, design and layout: Sýningarstjórar / Curators Textar, þýðing og yfirlestur / Texts, proofreading and translation: Sýningarstjórar og listamenn / Curators and artists Ágrip listamanna og ljósmyndir af verkum / Artist bios and photos of works: Listamenn / Artists Prentvinnsla / Print: Svansprent Útgefandi / Publisher: Samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og listfræði í Háskóla Íslands í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar / Collaborative Project of the National Gallery of Iceland, Iceland University of the Arts and Art History at The University of Iceland at the Sigurjón Ólafsson Museum ISBN 978-9935-24-351-5

Sýningin er afrakstur samstarfs milli Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Verkefnisstjórar: Bryndís H. Snæbjörnsdóttir, fagstjóri meistaranáms í myndlist við Listaháskóla Íslands og Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við Háskóla Íslands. Collaborative Project of the National Gallery of Iceland, Iceland University of the Arts and The University of Iceland at the Sigurjón Ólafsson Museum. Project managers: Bryndís H. Snæbjörnsdóttir, Professor of Fine Art and MA programme director at Iceland University of the Arts and Æsa Sigurjónsdóttir, associate professor in art history at The University of Iceland.


Efnisyfirlit / Contents Aðfaraorð / Foreword 00/ Sigurjón Ólafsson 01/ Guðríður Skugga Guðlaugsdóttir 02/ Katrina Jane Perry 03/ Kirill Lorech 04/ Kimi Tayler 05/ Margrét Helga Sesseljudóttir 06/ Marie Lebrun 07/ María Hrönn Gunnarsdóttir 08/ Pier-Yves Larouche 09/ Ragnheiður Guðmundsdóttir 10/ Sihan Yang Grunnplan sýningar / Floor plan Myndverkaskrá / List of artworks

4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 26 28 30


Aðfaraorð Á sýningunni við mið stendur ekkert í stað. Tími og rúm takast á. Verkin tengjast handan tungumálsins og við bjóðum gestum að skyggnast inn í þá sköpun og tjáningu sem á sér stað í hinu efnislega. Hér er samvinnan og hið óljósa samtal í forgrunni sem saman teygir anga sína bæði aftur í tímann og fram á við. Skúlptúrverk Sigurjóns Ólafssonar, safnið sem ekkja hans Birgitta Spur kom á fót eftir að hann lést, saga staðarins þar sem byggingin stendur, og umhverfi hennar, eru hér uppspretta nýrrar sköpunar. Meistaranemar við Listaháskóla Íslands sýna ný verk sem mæta verkum Sigurjóns í margradda samtali sem ómar út fyrir mörk módernismans og inn í núið. Byggingin sem í dag hýsir Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hefur í gegnum árin tekið breytingum í samræmi við hvaða athafnir eiga sér stað innan veggja hennar. Sem rými verkanna sem hér eru til sýnis fær hún einnig á sig annað yfirbragð. Þegar við erum stödd á sýningunni við mið erum við hluti af síbreytilegu menginu. Titill sýningarinnar ávarpar þrjú stef í senn - Við: Heildina sem við öll erum hluti af, hrærumst í og snertum. Mið: Grósku fundarstaðarins og samtalið sem skapast við það að leita á ný mið. Viðmið: Fortíðina sem lifir áfram og núið sem er stöðugt að verða til. Stefin þrjú mætast í verkum sýningarinnar. Fortíðin er lifandi og á sér stað í okkar tíma. Á meðan skapar nútíminn nýjar leiðir. Verkin eru áþreifanleg og bergmála inn í framtíðina. Sýningarstjórar


Foreword In the exhibition at present nothing stands still. There is a friction between time and space. The works connect beyond the realm of language and we invite the viewer a glimpse into the creation and expression that resides within the materials. Collaboration and diffuse dialogue takes center stage as the past becomes present. The sculptural works of Sigurjón Ólafsson, the museum his widow Birgitta Spur established after his death, the history of the place it is built on, as well as the surrounding environment serve as the sources for new creation. A polyvocal dialogue between new works by the MA students of the Iceland University of the Arts and the artworks of Sigurjón Ólafsson takes place and resonates beyond the ambit of modernism and into the present. The building, which today houses the Sigurjón Ólafsson Museum, has over the years been shaped by the different activities that have taken place within it. As the framework for the pieces exhibited here it is also transforming. When we visit the exhibition at present we become a part of this ever-changing set. The title of the exhibition could be interpreted in different ways. at present references the presence of beings and objects as well as what the dialectic energy and tactility of the act of being present entails. What is near our body we can touch and interact with. When one is at present one is always part of a specific time. But in order to take part in that whole, the past and the future must be acknowledged. at present represents a meeting point where everything is in the process of becoming due to encounters with the surrounding world. The works exhibited here bring these different aspects of presence together. The past is alive and has a place in our time. Meanwhile, the here and now creates new paths for what is yet to come. By means of their tactility the artworks echo into the future. Curators

5


Sól, tungl og stjörnur setti hann sjálfur á festing skæra, líka svo fuglinn léttfæran,

00 /

um loftin kann sig að hræra,

SIGURJÓN ÓLAFSSON (1908-1982, IS) svo segir í sálmi um Sköpunarverkið eftir Hallgrím Pétursson (1614-1674) eins af uppáhaldsskáldum Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara. Í þessum texta má finna fyrir víðfeðmi, rými og náttúrufegurð, í honum má finna viðmið sem flestir listamenn kannast við og þá ekki síst Sigurjón Ólafsson.

This psalm by Hallgrímur Pétursson (1614-1674) does not easily translate but it addresses the beautiful nature that surrounds us all. It also highlights the importance of approaching space as an elastic material that stretches its walls outwards in order to make room for every object and every being. In those four short lines the guidelines of most artists can be found.


Sköpunargleði og frumleiki einkenna verk Sigurjóns. Hann var óhræddur við að vinna í ný efni og stundum virðist sem náttúra og maður renni í eitt. Allt frá barnæsku var Sigurjón vakandi fyrir því ógnarafli sem finna má í sköpunarverkinu. Hann fæddist á Eyrarbakka árið 1908 og í þorpinu litla á ströndinni er náttúran bæði ógnvekjandi og yndisblíð. Ólgandi haf og endalaus himinn, fuglalíf er óvenju fjölskrúðugt og á ströndinni má finna bæði ilmandi blóðberg og harðgert fjörukál. Sigurjón lærði fyrst myndlist hjá Einari Jónssyni og sveitunga sínum Ásgrími Jónssyni og var síðar í framhaldsnámi í Kaupmannahöfn og Róm. Sigurjón var meðal þeirra er ruddi brautina fyrir abstraktlist á Íslandi og hann var alla tíð óhræddur við að finna nýjar leiðir í list sinni. Eftir hann liggja fjölbreytt verk unnin í ólík efni. Sigurjón lést í Reykjavík árið 1982 eftir gjöfult lífsstarf. Í Sigurjónssafni má finna fyrir þeim eiginleikum er tengjast Sigurjóni og list hans. Í húsinu má finna fögur og ólík rými sem umlykja verk listamannsins og úti fyrir ólgar endalaust hafið. Náttúran er aldrei langt undan. Á vorin fyllir fuglasöngur loftið og á veturna blika á himni stjörnur og tungl.

Creativity and originality distinguish Ólafsson’s works. He was unafraid to work in new materials and merge what some would call contrasting elements of man and nature. From childhood and throughout his life he observed the incredible natural forces of his surroundings. He was born in a fishing village on the south coast of Iceland where nature’s most delicate and rough surfaces oscillate. Wavy ocean and endless skies greet you on the beach, as well as the fragrant creeping thyme and the robust sea rocket. Ólafsson started studying art with his neighbour and painter Ásgrímur Jónsson and sculptor Einar Jónsson before travelling to Copenhagen for further education in the sculpture department of The Royal Academy. During his time abroad he also journeyed to Rome as sculptors often do. After completing his studies Ólafsson travelled back home to Iceland where he helped pave the way for abstract art into the Icelandic art scene. Ólafsson passed away in Reykjavík in 1982 leaving behind an enormous number of various sculptural works. At the Sigurjón Ólafsson Museum one can encounter the core of Sigurjóns work: Tactility, movement and narrative. The building houses his works as well as open up to the ever present nature. During springtime one can hear the birds sing and at winter the moon and the stars twinkle in the sky.

7


01 /

GUÐRÍÐUR SKUGGA GUÐLAUGSDÓTTIR (1985, IS) not what it was Guðríður Skugga Guðlaugsdóttir útskrifaðist með diplómagráðu frá Kunsthochschule Berlin Weißensee árið 2010. Árið 2011 var hún mastersnemi hjá prófessor Berndt Wilde við Kunsthochschule Berlin Weißensee. Skugga er nú meistaranemi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

Guðríður Skugga Guðlaugsdóttir completed her diploma in Fine Arts at the Kunsthochschule Berlin Weißensee in 2010. In 2011 she was a Master pupil of Prof. Berndt Wilde at the Kunsthochschule Berlin Weißensee. She is currently studying Fine Arts at the MA programme at the Iceland University of the Arts.


Verk Skuggu snúast um gjörninga með skúlptúrísku ívafi - sjónrænar rannsóknir sem byggja á þessum forsendum. Mörg verka hennar snúast um leifarnar, eða það sem eftir verður og byggja á hugmyndinni um að vera til staðar án þess að vera til staðar; að hverfa, rotna eða vera fjarverandi (e. absent). Hún rannsakar umbreytingu efna, viðbrögð þeirra, afkastagetu og leifarnar sem eftir verða í ferlinu sjálfu. Í gegnum efnislega eiginleika verkanna er nærvera athafnarinnar gefin í skyn, þrátt fyrir að athöfnin sjálf sé fjarverandi.

Skugga’s practice evolves around performative acts with sculptural elements and her visual researches build on these criteria. Many of her works focus on the traces these acts leave behind and are often based on the idea of being present without being present; disappearance, decay or absence. She researches the performativity of materials, their transformation, responsiveness, capacity and the general leftovers of those processes. All these sculptural aspects refer to an act and indicate absence.

9


02 /

KATRINA JANE PERRY (1983, US) Placed Katrina Jane Perry nemur myndlist á meistarastigi við Listaháskóla Íslands. Áhugasvið hennar beinist að jarðeðlisfræðilegum og málvísindalegum birtingarmyndum landslagsins í tengslum við formfræði og merkingu.

Katrina Jane Perry is a MA Fine Arts candidate at the Iceland University of the Arts. Perry’s work revolves around interest in geophysical and linguistic topographies in relation to morphology and meaning.


Tvíhyggja náttúrunnar og ástand mannkynsins leiða rannsóknir hennar á mið samskiptamáta, varnarleysis, einangrunar og aðgengis. Í verki sínu fyrir sýninguna við mið horfir Katrina á rekavið sem vistfræðilega og menningarlega heimild - sagnfræðilegan arkitektúr sem aðlagar sig í sífellu að umhverfi sínu.

Dualities in nature and the human condition encourage her investigations into themes of communication, vulnerability, isolation and accessibility. Perry’s work in at present looks to driftwood as an ecological and cultural informant - a historical architecture in a perpetual state of environmental adaptation.

11


03 /

KIRILL LORECH (1975, FI) Untitled Kirill Lorech lauk BA gráðu í myndlist frá Listaháskólanum í Helsinki og stundar nú mastersnám við Listaháskóla Íslands.

Kirill Lorech holds a BA degree in Fine Arts from University of Arts Helsinki and currently pursues MA of Fine Arts at the Iceland University of the Arts.


Hans helstu áhugasvið takmarkast við örsmá augnablik sem skapast milli öryggis og óvissu. Í forgrunninn snúast verk hans um aðstæður fyrir hlutbundna tengslamyndun, rými og kerfi sem byggja á skynjun okkar í tíma og reynsluháttum. Kirill er með bakgrunn í hljóðvinnslu, ljósmyndun og gjörningalist.

His primary interests lie in tiny moments between certainty and uncertainty. The preliminary mode of his work is creating relational situations of objects, spaces and systems that explore perception in time-based situations and constructions of mode of experience. His background is in sound, photography and performance.

13


04 /

KIMI TAYLER (1986, UK) Conversation with a Girl Kimi Tayler útskrifaðist með BA gráðu í myndlist árið 2009 frá University of Hertfordshire. Árið 2015 var hún valin til þáttöku í Drawing Intensive Programme í Royal Drawing School í London.

Kimi Tayler received a BA in Fine Arts from the University of Hertfordshire in 2009 and was selected for the Drawing Intensive programme at the Royal Drawing School in London, in 2015.


Kimi hefur sýnt víða í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Hún hefur einnig dvalið í listamannabústöðum í Noregi og á Íslandi. Um þessar Tayler has exhibited across the UK, USA and mundir er hún nemandi í meistaranámi í mynd- Iceland, as well as undertaken residencies in list við Listaháskóla Íslands. Norway and Iceland. She is currently studying at the MA Fine Art programme at the Iceland Verk Kimi eru ýmist teikningar, hlutir eða heim- University of the Arts. ildir um gjörninga. Þau snúast um haldreipi okkar við ákveðinn stað. Þar af leiðandi hverfast Thematically, Tayler is dealing with what rannsóknir hennar um sköpun tengsla, tilfinning- anchors us to a specific place and time as a una sem felst í því að tilheyra, eða vera á skjön, means of exploring connection/disconnection, sem og tilfærsluna, það er þegar eitt er sett displacement and belonging, through drawing, í annars stað. objects, and documentation of performance.

15


05 /

MARGRÉT HELGA SESSELJUDÓTTIR (1988, IS) I was celestial Margrét Sesseljudóttir útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010. Hún býr og starfar í Reykjavík. Margrét vinnur með skúlptúra og gjörninga.

Margrét Sesseljudóttir graduated with a BA in Fine Arts from the Iceland University of the Arts in 2010 and lives and works in Reykjavík. She makes sculptures and performances.


Verkið er inngangur og útgangur að tímalausri staðleysu. Það er gervihlið og himneskur rauður dregill. Þegar manneskjan gengur í gegnum hliðið breytist tilvist hennar.

I was celestial is both an entrance and an exit to a heterotopic location outside of time; an artificial portal that is a heavenly red carpet. As bodies pass through this portal everything changes.

17


06 /

MARIE LEBRUN (1994, FR) Beside the Point Marie Lebrun lærði kvikmyndaklippingu við Réne Cassin skólann í Biarritz og lauk þaðan námi árið 2014. Árið 2017 útskrifaðist hún með BA gráðu í myndlist frá EBABX í Bordeaux. Marie stundar nú mastersnám við sama skóla. Á vorönn 2018 er hún skiptinemi við Listaháskóla Íslands.

Marie Lebrun graduated from video editing from Réne Cassin School in Biarritz in 2014. In 2017 she completed a BA degree in Fine Arts at EBABX in Bordeaux where she is now enrolled in the MA programme. Currently (spring 2018) she is doing an Erasmus exchange at the Iceland University of the Arts.


Útgangspunktur Marie er hreyfanleiki rýmis, bæði sem miðill og umfjöllunarefni. Verk hennar snúast aðallega um að rannsaka yfirborð, leiðarkerfi og hverfanleika. Verk Marie eiga rætur sínar í skrifum er byggjast á persónulegum vangaveltum er varða skynjun en leikur barna hefur einnig áhrif á verk hennar. Í sköpun sinni tekst hún á við þunga tilfinninga með einfaldleika hreyfingarinnar að vopni. Marie gefur tímanum form og staðsetur hann í rými. Þessi rannsókn tengist ekki trega og eftirsjá, heldur staðreyndum er varða tíma. Marie leitast við að finna jafnvægi á milli nákvæms regluverks og ljóða. Samtalið sem getur sprottið upp úr kynnum verks og áhorfanda er efniviður hennar. Þrátt fyrir að verk hennar geti við fyrstu sýn virkað kaldhæðin þá býr í þeim einlægni aðferðarinnar.

Bringing together spatial shift as a subject and a medium, Lebrun’s practice is mostly involved in the study of surfaces, trajectories and disappearance. Her work is rooted in the writing of intimate perceptions and is often inspired by children’s games. She tries to confront the weight of feelings with the simplicity of a gesture. By giving shape to time and situating it in space, this research is more a study of temporal data itself than a nostalgic way to deal with it. Lebrun looks for the balance between strictness and poetry. She composes with the dialogue that can appear from the relationship with the audience. Often ironic, this work stays tender.

19


07 /

MARÍA HRÖNN GUNNARSDÓTTIR (1963, IS) Atbeininn; Tilverknaður kvenna / The agency of women María Hrönn Gunnarsdóttir lauk BA prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2005. Árið 2016 lauk hún diplómagráðu í mótun og keramiki frá Myndlistarskólanum í Reykjavík. Áður en hún sneri sér að myndlist lauk hún kandídatsprófi í lyfjafræði og diplóma í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.

María Hrönn Gunnarsdóttir completed her BA degree in Fine Arts from the Iceland University of the Arts in the spring of 2005. In 2016 she finished a diploma in Ceramics from The Reykjavik School of Visual Art. Before she turned to fine arts she completed a Cand. Mag in pharmacology as well as a diploma in Practical Media and Communication from The University of Iceland.


María vinnur á sjálfsævisögulegum nótum og hefur áhuga á hinu hversdagslega, tregafulla og glaðlega í lífinu. Verk hennar skírskota til aðstæðna sem allir finna sig í einhvern tímann á ævinni. María hefur áhuga á hindrunum sem lífið leggur í götu fólks og hvernig það tekst á við þær með því að umbreyta reynslu sinni í sögur eða hluti. Hún heldur dagbók og skrifar í kompur, ýmist með skriffærum, myndavél eða öðrum miðli. Færslurnar geta verið sannar en líka samsuða hugsana, drauma og ímyndunarafls. Efniviðurinn sem María vinnur með hverju sinni fer eftir samhengi; hann getur verið ljósmynd, teikning, textílefni, snæri eða það sem ratar inn í sjónsviðið, fyrir framan augað eða innan.

María works autobiographically and is interested in the mundane, the melancholic and the cheerful in life. Her work generally references situations that everyone will find themselves in at one point in their lives. She is interested in the obstacles that people will experience in life and how they tackle them and give them meaning by transforming their experience into stories or objects. She keeps a diary and writes in notebooks, either with writing instruments, photos or other medium. They are sometimes truthful but can also be a combination of her thoughts, dreams and imagination.

The material that María uses depends on the context. It can be a photograph, a drawing, a bit of textile, thread or that which comes into the visual field in front of the eye or within.

21


08 /

PIER-YVES LAROUCHE (1988, CAN) the power I afford you is the one I wish I had over you Rannsóknarvinna Pier-Yves Larouche tekur mið af áhuga hans á samruna hugsunar og sjónar. Hann býr til umhverfi þar sem klippimyndin verður annað og meira en miðill, hún verður leið til endurstillingar á skynjun sjálfs og viðmiðs í tíma og rúmi.

Pier-Yves Larouche’s studio research is oriented towards his interests in the morphology of thought and vision. He creates an environment where collage is more than a medium, but a way of encoding/recoding the sense of self-awareness and perspective in time and space.


Með öðrum orðum, ferli klippimyndarinnar verður að möguleika sem kallast á við sameiginlega reynslu okkar sem lifandi veru og hlutar. Hann nýtir sér sem sagt aðferð klippimyndarinnar sem leið til ákveðinnar hugsunar. Innsetningar hans nálgast því nokkurs konar samansafn. Verk Pier ögra rýminu og ögra skilningi okkar á eigin tilvist. Hann skapar verk sem fanga jafnvægi á sama tíma og þau ögra jafnvægi áhorfandans.

In other words, the collage process becomes the creation of an alternate equivalent of the experience that one as of being, beings and objects. Hence, Larouche approaches collage as a way of thinking and sees his work as interfering with spaces, They challenge our relationship with “Being-in-the-world”. He creates pieces that reach balance within their own holistic system and, at the same time, disrupt equilibrium with the viewer.

23


09 /

RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR (1966, IS) Heimur holds / World of flesh Ragnheiður útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2000 og á að baki þriggja ára nám í heildrænum lækningum. Maður, náttúra og skynjun á tilverunni hefur verið hennar áhugasvið í gegnum tíðina og hvernig allt í hinni lífrænu keðju er samofið.

Ragnheiður graduated with a BA from the Iceland University of the Arts in the year 2000. Before that she studied for 3 years in the fields of Naturopathy. Man, nature and perception of the world have been her interests for many years and how everything in the organic chain is connected.


Verk hennar hafa iðulega tengst mannslíkamanum, hinu efnislega og þá jafnvel húðinn sjálfri. Ragnheiður hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Fyrir verkið Heimur holds skoðaði hún sögu Laugarnessins, og komst að því að þar var reistur Holdsveikraspítali árið 1898 sem brann til ösku árið 1943. Verkið hverfist um óttann við veikina sem barst til Íslands á 13. öld, og afleiðingar hans: samfélagslega útskúfun og einangrun. Holdsveikin og sú afskræming sem henni gat fylgt er nátengd húðinni og er það yrkisefni Ragnheiðar í verki hennar.

Her works have often been related to the human body. Ragnheiður has taken part in several group exhibitions in Iceland and abroad. For the piece World of flesh, Ragnheiður looked at the local history and found out that in 1989 a Leprosy Hospital was built in Laugarnes which burned down in 1943. The disease arrived in Iceland in the 13th century, and the work revolves around the fear of it, as well as the cause of that fear: Social outcast and isolation. Leprosy and disfiguration is connected to the skin. That is the subject matter of this work.

25


10/

SIHAN YANG (1994, CN) From the pureness and the chaos Sihan Yang lauk BA gráðu í myndlist við Lingnan University í Hong Kong. Hún nemur nú myndlist við myndlistardeild Listaháskóla Íslands á meistarastigi.

Sihan Yang received her BA in Visual Studies from Lingnan University in Hong Kong and is currently pursuing her MA in Fine Art at the Iceland University of the Arts.


Sihan vinnur með teikningar, málverk, vídeó og hljóðinnsetningar. Hún hefur áhuga á sköpun og eyðileggingu, frásögnum og mismunandi aðstæðum. Verk hennar snúast um rýmiskenndina og upplifunum henni tengdum: rof og myndun tengsla, spennu og gagnvirkni, raunveruleikanum og uppbroti raunveruleikans.

She works with drawing, painting, video and sound installation. She is interested in constructing and deconstructing moments and narratives. Her work revolves around perceptual spaces, connection and disconnection, tensions and interactions, reality and altered realities.

27


10 09

1. hæð / 1. floor kaffistofa / café

02

1. hæð / floor kaffi / coffee

09

2. hæð / 2. floor 2. hæð / floor sýningarsalur / gallery sýningarsalur / gallery

06

02

06

st

10

útisvæði / outdoor útisvæði area / outdoor area

02

stigi / stairs

02

01

01

Færa skúlptúr SÓ úr m

Breiða yfir flygil - færa hann örlítið

03

03

1. hæð / 1. floor 1. hæð / floor sýningarsalur / gallery sýningarsalur / gallery

færa Snót hingað?

04

04

07


Grunnplan sýningar / Exhibition floor plan Ný verk meistaranema í myndlist við Listaháskóla Íslands og skúlptúrar Sigurjóns Ólafssonar mætast í margradda samtali undir sýningarstjórn meistaranema í listfræði við Háskóla Íslands. Sýningin er afrakstur samstarfs milli Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands.

New works by MA fine art students from the Iceland University of the Arts engage in a meeting with the sculptures of Sigurjón Ólafsson in a multi-voiced dialogue. The curatorial team consists of MA students from The University of Iceland. The exhibition is a result of a collaboration of the National Gallery of Iceland, Iceland University of the Arts and The University of Iceland.

05 05 inngangur / entrance

Sköpun

08

inngangur / entrance?

inngangur / entrance

08

29


Myndverkaskrá / List of artworks 01/ Guðríður Skugga Guðlaugsdóttir not what it was, 2018. Photos and text, 60 x 60 cm. 02/ Katrina Jane Perry Placed, 2018. Inside: Driftwood cast in ice, 50 cm. Outside: Driftwood and driftwood cast in ice, 1,5 x 0,5 m. 03/ Kirill Lorech Untitled, 2018. Canvas, ink, spray, foam, oil, paint, glitter, tape and wood, size of a grand piano. 04/ Kimi Tayler Conversation with a Girl, 2018. Metal frame and tissue paper rubbings, 164 x 49 x 40 cm. 05/ Margrét Helga Sesseljudóttir I was celestial, 2018. Mixed media, 4 x 2 m. 06/ Marie Lebrun Beside the point, 2018. Installation with postcards and stickers. 07/ María Hrönn Gunnarsdóttir Atbeininn; Tilverknaður kvenna / The agency of women, 2018. 100% wool, curtain rod, approximately 4,14 m2. 08/ Pier-Yves Larouche the power I afford you is the one I wish I had over you, 2018. Marble and balloons, 100 x 100 x 51 cm, installation in dialogue with the piece Sköpun by Sigurjón Ólafsson. 09/ Ragnheiður Guðmundsdóttir Heimur holds / World of flesh, 2018. Gauze, rabbit glue, 250 x 70 cm. 10/ Sihan Yang From the pureness and the chaos, 2018. Acrylic on canvas, 70 x 300 cm.


Þakkir / Thanks: Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Birgitta Spur, Geirfinnur Jónsson, Bryndís H. Snæbjörnsdóttir, Æsa Sigurjónsdóttir, Listasafn Íslands, Listaháskóli Íslands, Háskóli Íslands.

Sérstakar þakkir fyrir veittan stuðning / Special thanks: Allegrini fyrir veitingar Svansprenti fyrir prentvinnsluIssuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.