Hjálmar tímarit hagfræðinema 2017

Page 1

Febrúar 2017

TÍMARIT HAGFRÆÐINEMA

Dreifstýrðir dómstólar David Friedman skrifar um hagfræðina á bak við deilur.

Eru uppboð markaðslausn? Ragnar Árnason hrekur öfugmæli umræðunnar.

Hagfræðingar verða að tala fyrir markaðsfrelsi Viðtal við Ásgeir Jónsson.

Íslenska krónan þjónar embættismönnum Heiðar Guðjónsson segir að það borgi sig að vera bjartsýnn.


2 Hjálmar

Febrúar 2017

Gunnar Smári Eggertsson Claessen

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Markaðsmál

Ritstjóri

Friðrik Þór Gunnarsson

Aðstoðarritstjóri

Hvimleiðar krókaleiðir Leiðari

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Þ

að er vel þekkt að skoðanir hagfræðinga eigi til að vera á skjön við skoðanir almennings og má segja að lítt brúanleg gjá sé þar á milli. Hæst ber afstöðu til tekjuskatts á fyrirtæki, fríverslunar og fólksflutninga. Rannsókn hagfræðinga hjá Chicago-háskólanum leiddi í ljós að skoðanamunurinn í Bandaríkjunum væri að jafnaði 37 prósentustig þegar spurt var um stuðning eða andstöðu við ýmsar fullyrðingar og hann minnkaði ekki marktækt þegar aðspurðum var greint frá afstöðu hagfræðinga fyrirfram. Þessi gjá, sem er risagljúfur í sumum tilvikum, er ekki vandamál í sjálfri sér þegar stefnt er að ólíkum markmiðum, til að mynda þegar eiginhagsmunir víkja fyrir fórnfýsi eða þegar gildismat fólks fellur almennt illa að einföldum kenningum og líkönum. Öllu hvimleiðara er þegar leiðarendinn er óumdeildur en beina brautin hverfur innan um alls konar krókaleiðir.

Febrúar 2017 Ritstjóri

Á síðasta ári söfnuðust ríflega 86 þúsund undirskriftir fyrir því að auka útgjöld til heilbrigðismála upp í ellefu prósent af landsframleiðslu. Líklega hefði fjöldinn verið nokkuð minni ef tillagan hefði kveðið á um að fylgja í fótspor Singapúr sem eyðir tæplega helmingi minna til heilbrigðismála, samkvæmt tölum frá árinu 2014, en fær að minnsta kosti jafnmikið fyrir peninginn, ef ekki meira. Þar af var hlutur ríkisins í heilbrigðisútgjöldum aðeins 1,6% af landsframleiðslu. Kerfið í Singapúr byggir á skyldusparnaði þar sem hlutfall af launum er sett á læstan reikning og eyrnamerkt heilbrigðisútgjöldum viðkomandi. Álíka markmið en misgóðar leiðir. Hagfræðingurinn Bryan Caplan rekur misræmið milli skoðana almennings og hagfræðinga til fjögurra gerða af hugsanabjögunum. Sú fyrsta er tilhneiging til að vanmeta ábatann af viðskiptum og samskiptum við aðrar þjóðir. Önnur er svartsýni, það er að ofmeta vandamálin og vanmeta

ástand efnahagsins á hverjum tímapunkti. Þriðja er að vanmeta ábatann af markaðsskipulagi og sú fjórða felur í sér að vanmeta ábatann af því að störf leggist af vegna framleiðniaukningar. Eflaust er eitthvað til í kenningum Caplans og þá vakna spurningar um hvernig hægt sé að rétta kúrsinn. Beinast liggur við að kenna einföld en veigamikil hagfræðihugtök snemma á skólagöngu, að fá nemendur til að skilja hvers vegna vatn er ódýrara en demantar og að fanga hugmyndina um fórnarkostnað til fulls. Það er fjarlæg sýn og í millitíðinni er því brýnt að setja djarfar hugmyndir fram á opinberum vettvangi. Frá því að Hjálmar fór fyrst í dreifingu með Viðskiptablaðinu fyrir nokkrum árum hafa sumar greinar ratað í fleiri fjölmiðla og vakið ýmis viðbrögð, allt frá furðu til reiði. Það er von ritstjórnar Hjálmars að blaðið í ár nái inn á jafnbreitt tilfinningaróf, það sé í senn uppfræðandi, skemmtilegt og stuðandi eins og áður hefur tíðkast.

Eru uppboð á aflaheimildum markaðslausn?

Stiklað á tímalínu hagfræðinnar

6-7

22-23

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Aðstoðarritstjóri

Friðrik Þór Gunnarsson

Markaðsmál

Gunnar Smári Eggertsson Claessen

Sérstakar þakkir

Arnar Þór Sigurlaugar-Kristjánsson Arnþór Freyr Sigþórsson Ásgrímur Gunnarsson Kristófer Már Maronsson Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir Jón Ingi Stefánsson Júlía Guðrún Ingólfsdóttir

Hafa námslán áhrif á námsval? 20

Hvaða kröfu getum við gert til fasteignarinnar? 30



4 Hjálmar

Febrúar 2017

„Hagfræðingar verða alltaf að vera boðberar markaðsfrelsis“ Ásgeir Jónsson tók við stöðu deildarforseta hagfræðideildar Háskóla Íslands fyrir rétt rúmu ári af Tór Einarssyni. Eftir að hafa lokið doktorsprófi í hagfræði við Indíanaháskólann í Bandaríkjunum hefur hann komið víða við; unnið hjá verkalýðsfélagi, í fjármálageiranum og akademíunni. Ásgeir vill sjá hagfræðina teygja sig inn í aðrar deildir háskólans og sér kynslóðaskipti í hagfræðideildinni þegar litið er fram á veginn. T EXT I : F RI ÐRI K ÞÓ R GU NNAR SSO N

Þ

egar þú ákvaðst á sínum tíma að leggja stund á hagfræði, hvað var það sem heillaði þig við greinina? „Ég hafði alltaf talsverðan áhuga á þjóðfélagsmálum en í sjálfu sér vissi ég reyndar ekki mikið um hagfræði þegar ég tók ákvörðunina. Ég hafði nýklárað stærðfræðibraut við Menntaskólann á Akureyri. Eftir það byrjaði ég í líffræði við HÍ, en ákvað eftir eina önn að endurskoða málin og fór í millitíðinni á sjó. Á einhverjum tímapunkti

MYND: HAG

þegar ég var á sjó datt ég inn á það að fara í hagfræði. Það voru í raun ekkert djúpar pælingar sem lágu að baki. Það tók mig alveg 1 til 2 ár að kunna að meta greinina almennilega en ég hafði það þó mjög gaman í náminu, þetta var góður félagsskapur og mjög skemmtileg reynsla yfirhöfuð.“ Hvernig var upplifun þín af grunnnáminu, sem slíku, á þeim tíma? „Það eru og hafa alltaf verið talsverðar tæknilegar kröfur í þessu námi en eftir stærð-

fræðina í MA komu þær mér ekki á óvart. Á þessum tíma var fannst mér ég ekki fá að læra hagfræði nægileg fljótt – tæknin var að miklu leyti allsráðandi. Tæknileg kunnátta er þó mjög mikilvægur grunnur til þess að skilja hlutina almennilega og einnig fyrir framhaldsnám.“ Finnst þér eitthvað hafa breyst í þessum efnum? Hvernig lítur grunnnámið út í dag miðað við þína upplifun af því á þeim tíma? „Það er í rauninni nokkuð svip-

að uppsett. Þetta nám dugði mér mjög vel og mér fannst ég vera mjög vel undirbúinn fyrir framhaldsnám. Ég held í sjálfu sér að markmið námsins hafi upphaflega verið að búa til góða undirstöðu fyrir því að fara í framhaldsnám frekar en undirbúningur fyrir atvinnulífið. Fólki, sem hefur útskrifast úr hagfræðideild, hefur þó alla jafna gengið vel í atvinnulífinu. Í grundvallaratriðum er þetta í raun sama nám og ég fór í og að miklu leyti sömu kennarar líka.“ Ef við breytum nú aðeins

um stefnu, þá er það oft haft á orði að hagfræðin þurfi meira en aðrar fræðigreinar að fást við misskilning almennings, einkum og sér í lagi hvað varðar hlutverk og takmörk fræðigreinarinnar. Ertu sammála þessu? „Að miklu leyti, já. Efnahagsmál eru að sjálfsögðu eitthvað sem kemur við líf allra. Fólk hefur hins vegar oft ranghugmyndir um efnahagsmál; efnahagslögmálin, gang viðskipta og hvað þú getur gert til


Hjálmar 5

Febrúar 2017

þess að pína fram aðrar útkomur en þær sem markaðurinn gefur. Svo held ég líka að fólk ofmeti oft hvað er hægt að gera við hagfræði yfirhöfuð. Það er t.d. gríðarlega erfitt að spá fram í tímann um þjóðhagfræðilega þætti, en það er þó oft búist við því af hagfræðingum. Almennt séð hefur hagfræðin, a.m.k. eins og hún er stunduð í hinum engilsaxneska heimi, ekki náð að leggja nægilega mikla rækt við það að fræða almenning.“ Heldur þú að það sé hægt að gera eitthvað til þess að sporna við þessari þróun? „Ég tel að það eigi að kenna þetta strax í grunnskólum. Ég held að þetta eigi alveg heima þar þó það væri ekki nema almenn fræðsla um hvernig á að reikna út lánin sín, sparnað og þess háttar. Hagfræðingar mættu síðan aðeins hugsa um hvernig þeir beita sér því greinin hefur að einhverju leyti á síðustu árum lokað sig af. Hagfræðingar þurfa að vera óhræddir við að taka afstöðu út frá því sem þeir trúa. Það er það sem ég hef reynt að gera sjálfur þegar ég hef tekið þátt í þjóðfélagsumræðu. Greinin hefur mjög skýr svör við mjög mörgum hlutum og það er algjört

skilyrði, ef þú ert hagfræðingur, að þú sért tilbúinn að leggja þessi svör fram þó það sé ekki alltaf vinsælt. Hagfræðin leggur áherslu á markaðinn og markaðsfrelsi: Þú átt að nota markaðslausnir. Hagfræðingar verða alltaf að vera boðberar markaðsfrelsis. Jafnvel þó að það sé stundum óvinsælt.“ Á seinustu misserum hafa verið blikur á lofti í hinum vestræna heimi. Vantraust á sérfræðingum hefur verið að koma upp á yfirborðið í vaxandi mæli í kosningum og popúlismi á upp á pallborðið enn á ný. Fólk kennir ýmist alþjóðavæðingu eða örri tækniþróun um það sem virðist vera vaxandi misskipting auðs og vandamál sem því kunna að fylgja. Sem hagfræðingur, hvernig horfir þessi þróun við þér? „Já, ég tel að þetta sé í raun mjög mikið áhyggjuefni. Sjálfsagt ekkert ósvipað því sem gerðist á fyrri hluta 20. aldar. Af hverju ekki? Þegar popúlisminn tekur yfir og styður lausnir sem ganga út á „authoritarian“ valdbeitingu, þá koma stefnur eins og fasismi og nasismi til sögunnar. Vandamálið er það að í hinum vestræna heimi eru hópar fólks sem hafa ekki notið góðs af alþjóðavæðingu. Iðnaður hefur verið að hverfa frá mörgum vestrænum ríkjum, t.d. til Asíu og annarra landa. Önnur störf hafa skapast, en þau hafa gjarnan fallið sérfræðingum í skaut. Það er gríðarlegur fjöldi fólks sem hefur ekki séð tekjur sínar aukast eða upplifað batnandi lífskjör í nokkra áratugi og þetta er stundum orðað þannig að millistéttin hafi látið verulega á sjá. Þú getur í rauninni ekki verið með skilvirkt lýðræði nema að þú sért með almennilega millistétt.“ Stundum er talað um að hagfræðin, þá sérstaklega þjóðhagfræði, hafi staðnað sem fræðigrein á seinustu áratugum. Ertu sammála þessu? „Ég er alveg sammála því. Það var gríðarleg umræða í kringum 1970–1980 þar sem lögð voru fram ákveðin prinsipp, svo sem með sjálfstæða seðlabanka og akkeri í peningastjórn o.s.frv. Þetta leiddi m.a. til verðbólgumarkmiðs. En það hafa svo ekki orðið neinar alvöru framfarir í þjóðhagfræði í nokkra áratugi. Allt sem hefur verið gert síðan þá er mestmegnis einhverjar endurtekningar eða reikniæfingar út frá því sem menn hafa verið með. Þú sérð það að fjármálakrísan kom mönnum svolítið á óvart. Í kjölfarið á henni hefur verið beitt svokölluðum óhefðbundnum peningamálaaðgerðum. Hagfræðistéttin hafði í raun engin skýr svör við hvað myndi nákvæmlega gerast eða hvaða áhrif þetta hefði. Það voru allir að miklu leyti fastir í einhverjum líkönum sem höfðu eiginlega engin svör. Það kæmi mér ekki á óvart þó að næstu ár yrðu miklir umbyltingartímar í þjóðhagfræði.“ Heldurðu þá að við séum í einhverjum „flöskuhálsi“ núna hvað þetta varðar, eða er eitthvert grundvallaratriði sem vantar til þess að við komumst lengra?

„Ég held að það vanti að einhverju leyti nýja hugsun. Það má segja að það sé talsverð hjarðhegðun í akademíunni. Það er oft erfitt að fá birtingar ef þú ert ekki að skrifa einmitt inn í það þema sem er í gangi hverju sinni. Akademísk vinna gengur oft voðalega mikið út á það að vera að bæta einhverju litlu við það sem er þegar til staðar. Að einhverju leyti þurfum við nýja nálgun, en það hefur ekki gerst enn.“ Á seinni árum hefur vinna fræðimanna á borð við Daniel Kahneman, Richard Thaler o.fl. varpað ljósi á gríðarlega mikilvæga forsendu í hagfræði og mögulega vankanta hennar: Forsenduna um röksýna manninn. Heldur þú að svarið við mögulegum vandamálum hagfræðinnar gætu legið í atferlisfræðunum? „Já og nei. Forsendan um hagsýna manninn, hámörkun nytja o.s.frv. gefur ákveðinn skýrleika sem hægt er að vinna með. En það er samt mikilvægt að gera sér grein fyrir hvaða takmarkanir þetta hefur. Heimurinn er flókinn. Vísindi ganga í raun út á að einfalda hlutina til þess að skilja þá betur. Atferlisfræðin gefur að einhverju leyti til kynna hegðun á mörkuðum en ég get ekki í fljótu bragði séð að það hafi mikil áhrif á þjóðhagfræði þannig lagað. Það snertir kannski meira míkróákvarðanir og rekstrarhagfræði. Þó má benda á að kenningar Keynes sem komu í kreppunni miklu voru að einhverju leyti atferlispælingar um t.d. hvaða hlutverk peningar hafa og hvernig fólk tekur fjárfestingarákvarðanir; „animal spirits“ o.s.frv. Þannig að það er að einhverju leyti ófyrirséð hvert þessar pælingar gætu leitt okkur, en ég nefni sem dæmi að þegar ég var í námi þá átti leikjafræði að vera framtíðin. En svo hefur í rauninni eiginlega ekkert komið út úr því.“ Væri vit í því að hafa meiri samþættingu milli námsgreina? T.d. milli hagfræði, sálfræði og jafnvel sagnfræði? „Já, algjörlega. Ég tel að það sé skaðlegt að þessar greinar loki sig af. Hagfræðingar hafa í einhverjum mæli verið að leita til annarra greina, t.d. sálfræði, og framfarirnar hafa oft átt sér stað þegar það gerist. Sálfræði og hagfræði eru þær greinar sem eru hvað skyldastar að mörgu leyti – þ.e.a.s. hvernig þær eru. Þetta eru svona afmarkaðir hugmyndaheimar sem tekur nokkur ár að skilja út á hvað gengur. Sagnfræði er hinsvegar opnara svið. En já, ég tel samþættingu vera mjög sniðuga.“ Sérð þú einhverjar sérstakar ókannaðar slóðir í hagfræðinni? Hvaða hindranir gætu mögulega verið í vegi okkar? „Það sem ég held að muni gerast á komandi árum er að fókusinn mun að miklu leyti vera á stórtæka gagnasöfnun (e. big data). Nútímatækni leyfir okkur að búa til svakalega öflug gagnasett. Stórtæk gagnasöfnun gerir okkur kleift að fylgjast nánar, á míkróstigi, með hegðun fólks og draga ályktanir út frá því. Stór hluti hagfræðipappíra í dag eru tölfræðirannsóknir

„Hagfræðin leggur áherslu á markaðinn og markaðsfrelsi: Þú átt að nota markaðslausnir. Hagfræðingar verða alltaf að vera boðberar markaðsfrelsis. Jafnvel þó að það sé stundum óvinsælt.“ með risastór gagnasett. En hvað varðar ókannaðar slóðir snýst þetta allt um nálgun. Að geta hugsað hlutina á nýjan hátt.“ Hagfræðin hefur haft talsvert sterka rödd í stjórnmálum á alþjóðavísu, jafnvel sterkari en hér heima. Af hverju heldur þú að það sé? „Hagfræði er í raun kennd með almennari hætti úti. Ef þú ferð í stjórnmálafræði þá lærirðu heilmikla hagfræði. Það sama á við um lögfræði og önnur félagsvísindi. Hér hefur það ekki verið. Ef þú ferð í stjórnmálafræði á Íslandi þá lærirðu ekki mikla hagfræði. Ekki í lögfræðinni heldur sem er nokkuð skrítið miðað við hvað lögfræðingar eru oft að vinna við mál tengd hagfræði. Hagfræðingar hafa þannig haft minni áhrif í gegnum tíðina á Ísland, íslenska lagasetningu og þjóðfélag. Það hefur að vísu breyst töluvert á síðari árum en áður fyrr voru hagfræðingar mjög fáir.“ Nýlega var kynntur nýr kúrs við HÍ: Inngangur að réttarhagfræði. Réttarhagfræðifélag Íslands var svo stofnað rétt fyrir áramót. Er þetta þróun sem á að stuðla að einhvers konar sterkari rödd hagfræðinnar á þessu sviði? „Já, það held ég. Það er löng hefð fyrir þessu í t.d. Bandaríkjunum. Ég held að það sé mjög gagnlegt, t.d. með lagasetningar, að það sé svona hagfræðilegur vinkill sem hafður er í huga; hvaða efnahagslegu áhrif lagasetningar hafa. Það er mjög mikilvægt. Mjög oft á Íslandi þegar verið er að ræða einhverjar lagasetningar eða stjórnvaldsaðgerðir þá er endalaust talað um markmið. Síðan er það einhvern veginn aukaatriði hvernig þú ætlar að framkvæma þetta og hvort þú sért raunverulega að ná þessum markmiðum sem þú leggur fram.“ Stundum er einmitt talað um að Íslendingar hafi hrökklast í gegnum hagstjórn á 20. öldinni. Dagar pólitískra ítaka í efnahagsmálum á Íslandi virðast þó fjarri því taldir. Þegar þú lítur yfir söguna, hvernig finnst þér staða hagfræðinnar hafa þróast? „Það er dálítið sláandi ef maður les efnahagsumræður í byrjun 20. aldar. Það er bara mjög mikil skynsemi oft á tíðum, enda var menntunarstig á þingi miklu hærra en það

er í dag, þegar allir á þinginu voru menntaðir úti. Síðan svona upp úr 1930–1940 er eins og öll hagfræðileg skynsemi bara hverfi. Ólafur Björnsson prófessor talaði gjarnan um að menn hefðu verið að nota brjóstvitið. Það er í raun mjög auðvelt að nota Ísland sem skólabókardæmi um lélega hagstjórn, hvernig menn tóku á hlutum lengi vel. Þetta er hins vegar alltaf að breytast. Nú er að koma önnur kynslóðaskipting í pólitík og hagstjórn virðist tekin miklu alvarlegar í dag. Því var alltaf haldið fram hér áður fyrr að erlend hagfræði ætti ekki við á Íslandi og menn voru alltaf að reyna að gera hluti með handafli. Það hefur orðið veruleg breyting þar á.“ Hver er þín sýn á framtíð hagfræðinámsins til lengri tíma? Hvað þarf að breytast? „Tilgangur námsins er að sjálfsögðu að veita fólki góða menntun, að skila af okkur topp hagfræðingum og við höfum að miklu leyti verið að gera það í langan tíma. Ef þú mælir hluti eins og t.d. atvinnumöguleika, framamöguleika, laun o.s.frv. hjá fólki sem er útskrifað, þá hefur okkur gengið alveg frábærlega. Á sama tíma held ég að ég myndi vilja sjá hagfræðikennslu dreifast víðar – þ.e. að við förum að kenna hagfræði í fleiri deildum en bara hér, t.d. í stjórnmála- og lögfræðideild. Ég væri líka til í að sjá meiri áherslu á þjóðfélagsmál. Hagfræðideildin hefur mjög lengi verið í miklu samstarfi við viðskiptafræðideild, sem hefur verið mjög gott og ánægjulegt samstarf, en það hefur líka þýtt að það hefur verið hér talsvert mikil áhersla á viðskiptahliðina. Ég sé fyrir mér að það verði meiri áhersla á þjóðfélagsmál í framtíðinni.“ Sem núverandi deildarforseti, ertu með einhver áform um breytingar? Er eitthvað sem ber helst að nefna? „Það er náttúrulega þegar búið að framkvæma töluverðar breytingar. Við erum búin að opna ný kjörsvið: fjármálahagfræði og viðskiptahagfræði. Við erum líka gagngert að breyta grunnnáminu. Þetta verða einhverjar mestu breytingar sem hafa orðið frá upphafi, eða í það minnsta síðustu 20–30 ár. Eins og ég hef komið inn á verður meira samstarf við aðrar deildir ásamt því að gera grunnnámið almennt sveigjanlegra. Næsta skref er síðan meistaranámið. Við erum þegar í samstarfi við viðskiptafræðideild með M.Phil. en það er ljóst að gamla MSc-meistaranámið gekk ekki alveg upp eins og við hefðum viljað. Við ætlum því að loka því í bili. Við gætum farið í einhvers konar MA-nám þar sem fólk sem er að útskrifast úr öðrum sviðum í háskólanum getur farið í meistaranám í hagfræði. Við ætlum síðan að hætta með inntökupróf. Inntökuprófin hafa ekki skilað tilætluðum árangri og það má í raun segja að fyrsta önnin sé hvort eð er eins konar inntökupróf í sjálfu sér. Það má því segja að það hafi orðið töluvert miklar breytingar frá því að ég varð deildarforseti. Það eru líka að einhverju leyti fyrirsjáanleg kynslóðaskipti í deildinni, þegar litið er fram á veginn.“


6 Hjálmar

Febrúar 2017

Eru uppboð á aflaheimildum markaðslausn? T Ragnar Árnason skrifar

alsmenn þess að hið opinbera bjóði upp aflaheimildir halda því iðulega fram að slík uppboð séu „markaðslausn“ 1. Af samhengi umræðunnar má ráða að þetta sé talinn æskilegur eiginleiki sem ásamt öðru réttlæti að slíkum uppboðum sé komið á með lögum. Þessir sömu talsmenn hafa hins vegar látið hjá líða að útskýra í hvaða skilningi uppboð á aflaheimildum séu markaðslausn eða meiri markaðslausn en venjuleg viðskipti með aflaheimildir. Í þessari grein er leitast við að varpa ljósi á þetta málefni. Byrjað er á að fjalla um markaði og markaðslausnir. Það er gert vegna þess að af umræðunni má ráða að þessi fyrirbæri liggi síður en svo ljós fyrir í hugum allra. Því næst er stuttlega fjallað um núverandi markaði fyrir aflaheimildir sem eru bæði þroskaðir og skilvirkir. Þá er vikið að uppboðum og færð fyrir því rök að þau séu að jafnaði lakari viðskiptaform en venjulegir markaðir. Í lokakafla

eru niðurstöður dregnar saman og spurningunni í greinartitli svarað.

Markaðir, markaðslausnir

Markaðir eru vettvangur þar sem kaupendur og seljendur koma saman og freista þess að efna til viðskipta2. Öðru hverju nást samningar og á því andartaki má segja að til sé verð. Þetta verð og samsvarandi magn má kalla markaðslausn. Mikilvægt er að átta sig á því að á milli markaðsviðskipta er ekki til markaðsverð. Það geta hins vegar verið til staðar mismunandi bindandi kaupog sölutilboð. Það er sömuleiðis mikilvægt að átta sig á því að á flestum mörkuðum, sérstaklega eignamörkuðum, eru verð breytileg frá einum viðskiptum til annarra3. Að þessu leyti er villandi að tala um eitt markaðsverð. Það er grundvallaratriði að viðskipti eru ætíð skipti á eignarrétti. Seljendur láta af hendi eignarrétt að einhverju fyrir eignarrétt að einhverju öðru. Forsenda fyrir tilveru

markaða og þar með markaðsviðskipta og markaðslausna er því eignarréttur. Án eignarréttar eru engin markaðsviðskipti, engir markaðir og engar markaðslausnir. Flestir markaðir eru sjálfsprottnir. Þeir verða til sem afleiðing af viðleitni kaupenda og seljenda til að bæta hag sinn með því að finna viðskiptavini. Reynist tilteknir markaðir gagnlegir er algengt að í framhaldinu sé leitað leiða til að efla þá og bæta aðstæður til viðskipta. Verða þá markaðirnir gjarnan skipulagðari og meira áberandi. Markaðir eru sagðir frjálsir ef viðskipti aðila geta átt sér stað án ytri takmarkana. Takmarkanir á verð, magn, eðli samninga, leyfilegan viðskiptatíma o.s.frv. skerða frelsi viðkomandi markaða. Markaðir eru sagðir fullkomnir (e. perfect), ef einstakir markaðsaðilar geta ekki haft áhrif á markaðsverðið og líta því á það sem gefið utanfrá (Debreu 1959, Arrow og Hahn 1971, Varian 1992).

Núverandi markaður fyrir aflaheimildir

Aflaheimildir, bæði aflamark og varanlegar aflahlutdeildir, eru framseljanlegar og hafa verið frá upphafi þó með verulegum takmörkunum fram til 1990 en fremur litlum síðan (Skúli Magnússon 1997. Sbr. lög nr. 82/1983, lög nr. 38/1990 og síðari lög um stjórn fiskveiða). Markaðir fyrir þessar heimildir hafa sprottið upp. Á þeim starfa m.a. nokkrir sérhæfðir miðlarar sem sjá um að tengja saman áhugasama seljendur og kaupendur. Þessi markaður fyrir aflaheimildir er ávallt opinn. Viðskipti geta því átt sér stað hvenær sem er sólarhringsins og á öllum dögum ársins. Viðskiptakostnaður er mjög lágur og markaðurinn, að því er best verður séð, afar skilvirkur. Því til staðfestingar má geta þess að tilraun var gerð til að reka opinberan miðlunarmarkað fyrir aflaheimildir á árunum 1998-2001. Sú tilraun rann út í sandinn m.a. vegna mun hærri

1) Þeirra á meðal má nefna Þorkel Helgason og Jón Steinsson 2010 og Benedikt Jóhannesson 2016. 2) Markaðir og markaðslausnir eru eitt meginviðfangsefni hagfræðinnar. Um grundvallaratriði þessara fræða má lesa í Smith 1776, Arrow and Debreu 1951, Debreu 1959, Arrow and Hahn 1971 og Arrow 1977. 3) Undantekning frá síbreytilegum verðum er þegar annaðhvort seljandi eða kaupandi býðst til að selja/kaupa á föstu verði. Þetta fyrirkomulag er t.d. algengt í smásölu, þótt það tímabil sem hið fasta verð nær yfir sé yfirleitt stutt.


Hjálmar 7

Febrúar 2017

viðskiptakostnaðar en á hinum óformlega markaði og óþjállar miðl­ unar. Því var kvótaþing lagt niður árið 2001 (Birgir Runólfsson 2000, sbr. lög nr. 34 2001). Þess má jafnframt geta að mikill fjöldi aflamarkskerfa í líkingu við það sem hér er á Íslandi er til staðar í heiminum4. Í þessum kerfum fara viðskipti með aflaheimildir jafnan fram með svipuðum hætti og hér á landi, þ.e. á óformlegum mörkuð­ um, iðulega fyrir milligöngu miðlara. Verð aflaheimildanna eru einnig svipuð (fyrir áþekkar tegundir) og virðast fylgja sömu lögmálum.

Uppboðsmarkaður

Mörg verðmæti eru ekki á markaði. Yfirleitt er það vegna þess að yfir þeim er enginn eignarréttur5. Þar sem ekki eru markaðir eru heldur ekki markaðsverð og því er leiðsögn þeirra ekki til staðar. Til að ráða bót á þessu hafa hagfræðingar þróað uppboðsfræði6. Í þessum fræðum er leitast við að hanna og útfæra form á uppboðum sem geta líkt eftir niðurstöðu (þ.e. markaðslausnum) fullkominna markaða. Uppboð geta hins vegar aldrei orðið eins skilvirk og fullkomnir markaðir. Því er óþarft og sennilega skaðlegt að freista þess að beita þeim þar sem sæmilega skilvirkir markaðir eru þegar fyrir hendi. Sú staðreynd að handhafar aflaheimilda og miðlarar á mörkuð­ um hafa ekki kosið að nota uppboð

í viðskiptum með aflaheimildir er sterk vísbending um að þau séu ekki heppilegur viðskiptamáti með aflaheimildir. Í því sem á eftir fer verður miðað við uppboð á aflaheimildum í lík­ ingu við það sem lagt hefur verið til hér á landi. Sæmilega skýra lýsingu á þessu fyrirkomulagi er t.a.m. að finna hjá Þorkeli Helgasyni og Jóni Steinssyni (2010). Kjarni þessa fyrir­ komulags er sem hér segir: 1. Hluti aflaheimilda er árlega fluttur frá handhöfum þeirra og færður til hin opinbera. 2. Þessi hluti er boðinn til sölu á uppboði. 3. Þar leggja bjóðendur fram skrif­ legt tilboð í lokuðu umslagi sem tilgreinir magn og verð. 4. Hæstu tilboðum upp að því magni sem er til sölu er tekið á verði lægsta tilboðsins sem tekið er. 5. Að öðru leyti virðist ekki ætlun­ in að takmarka viðskipti með aflaheimildir. Ljóst er að í þessu fyrirkomulagi felst skerðing á eignarhaldi/umráða­ rétti núverandi handhafa aflaheim­ ilda. Hið opinbera tekur af þeim viðkomandi hluta aflaheimildanna. Á þessu stigi málsins er um ein­ hverskonar þjóðnýtingu á þessum aflaheimildum að ræða. Slíkt er auðvitað hrein andstæða markaðar og frjálsra viðskipta. Síðan, eftir að þessari upptöku er lokið, þ.e. aflaheimildirnar hafa ver­ ið teknar af handhöfum og þar með af markaði, eru þær boðnar til sölu á umræddum uppboðum. Þar með setur hið opinbera þær á markað á nýjan leik. Það er hins vegar rétt að hafa í huga að formið á þessari sölu er takmarkað og ósveigjanlegt. Óskað er formlegra tilboða. Á einhverri tiltekinni stundu, að því er virðist einu sinni á ári, er tilboðum tekið eða hafnað. Seljandi er aðeins einn. Hann hefur því einokunarstöðu að minnsta kosti að vissu marki. Kaupendur geta ekki samið við hann um kaupin og það sem þeim við­ kemur eins og t.d. greiðsluskilmála. Viðskipti geta aðeins átt sér stað þegar uppboðin eru haldin. Þetta uppboðsfyrirkomulag er því miklu takmarkaðra og í ýmsu óhagfelldara fyrir kaupendur og í rauninni selj­ andann líka en óhindruð viðskipti. Þessi uppboð geta því tæplega talist jafngildi frjáls markaðar. Jafnframt er ástæða til að hafa í huga að í þessu uppboðsfyrirkomu­ lagi er óhjákvæmilegt að einhver tími líði frá því kaupandi afræður að leggja fram tilboð þar til niðurstaða um hvort hann fær umbeðið magn liggur fyrir. Hversu langur sá tími er fer eftir útfærslu uppboðskerfis­ ins. Hann gæti hæglega numið nokkrum vikum og ólíklegt að hann geti verið styttri en fáir dagar. Með tilliti til þess að hið opinbera heldur uppboðin má ætla að þessi tími verði lengri fremur en skemmri. Á meðan er tilbjóðandi væntanlega bundinn af sínu tilboði. Svigrúm hans til að stunda viðskipti með aflaheimildir á meðan er því skert að sama skapi. Hann getur væntan­ lega ekki heldur dregið tilboð sitt til baka, þótt aðstæður hans breytist á þessu tímabili. Að þessu leyti eru kaup á aflaheimildum á uppboðum mun óþjálli en venjuleg viðskipti á kvótamarkaði. Auðvitað má gera ráð fyrir að markaður fyrir aðrar aflaheimildir

verði eftir sem áður til staðar og kaupendur og seljendur geti þar átt viðskipti. Hins vegar er sá markaður skertur sem nemur þeirri hlutdeild aflamarks sem upptækt er gert og tekið til sölu á uppboðinu, a.m.k þar til sala þess hefur átt sér stað. Að þessu leyti vinnur tilvera uppboðs­ ins einnig gegn frjálsum markaðs­ viðskiptum með aflaheimildir. M.a. vegna þess að uppboðin byggjast á aflaheimildum sem tekn­ ar eru af útgerðum, þess tíma sem líður frá því að tilboð er lagt fram þar til í ljós kemur hvort viðskipti takast og vegna þess að tilvera uppboða skerðir og truflar hinn venjulega (frjálsa) markað með aflaheimildir hefur tilvera uppboða í för með sér aukna áhættu fyrir útgerðir. Sú aukna áhætta getur ekki annað en valdið viðbótarkostnaði og dregið úr hagkvæmni í útgerð. Þessu til viðbótar er ástæða til að nefna að kostnaður við uppboðs­ viðskipti með aflaheimildir verður sennilega umtalsverður og miklu hærri en við þau frjálsu viðskipti sem nú tíðkast. Kemur þar ýmis­ legt til. Í fyrsta lagi ber að nefna að eðli uppboða setur tilbjóðendur í leikjafræðilega (e. game-theoretic) stöðu. Hvort þeir ná kaupum fer eftir tilboði þeirra. Þeir geta haft áhrif á markaðsverð með tilboðum sínum og tilboð annarra geta haft áhrif á það sem þeir bera úr býtum á uppboðinu. Þeir þurfa því að haga tilboði sínu í samræmi við þessar aðstæður. Þetta krefst augljóslega talsvert meiri vinnu og fyrirhafnar en venjuleg viðskipti með aflaheim­ ildir. Seljandinn verður jafnframt að hugsa með svipuðum hætti. Hann á það á hættu að kaupendur samræmi tilboð sín, upplýsingar um tilboð leki út, uppboðsreglur reynist ófullnægj­ andi og/eða kaupendum takist að sniðganga þær reglur. Hann þarf því ekki síður en kaupendur að verja fé og tíma í að hanna og undirbúa uppboðin. Opinberir aðilar verða sömuleiðis að gæta að þeim sérstöku kröfum sem gerðar eru til þeirra hvað varðar hlutlægni og gegnsæi. Það veldur einnig kostnaði. Má í þessu samhengi nefna að fyrir liggur í uppboðsfræðum að kostnaður við hönnun og framkvæmd upp­ boða getur verið mjög hár (sjá t.d. Klemperer 2000, 2004 og Milgrom 2004).

Niðurstaða

Í ljósi þess sem að ofan er rakið virð­ ist það jaðra við öfugmæli að kalla opinber uppboð á aflaheimildum markaðslausn. Slík uppboð krefjast þess í fyrsta lagi að aflaheimildirnar séu teknar af handhöfum þeirra. Sú aðgerð skerðir augljóslega eignareða umráðarétt þessara heimilda og veikir að sama skapi markaðinn. Í öðru lagi ber að hafa í huga að þótt þessar aflaheimildir séu síðan boðn­ ar til sölu á uppboði er sá sölumáti bæði afar ósveigjanlegur og stirð­ busalegur miðað við venjuleg við­ skipti með aflaheimildir á markaðn­ um og talsvert kostnaðarsamari. Að þessu leyti jafngilda opinber uppboð á hluta aflaheimilda samsvarandi skerðingu og veikingu á núverandi markaði með aflaheimildir. Til að komast að þeirri niður­ stöðu að uppboð á aflaheimildum sé markaðslausn virðist vera nauðsyn­ legt að gefa sér að aflaheimildirnar hafi einhvern veginn þegar verið gerðar upptækar og viðfangsefnið sé að koma þeim aftur út til sjávarút­

vegsfyrirtækja. Á grundvelli þessarar sérkennilegu forsendu má rökstyðja að sala þeirra með uppboðum væri meiri markaðslausn en úthlutun þeirra með ýmsum öðrum hætti, t.d. með hlutkesti, eða einfaldlega til aðila sem stjórnvöldum finnast þóknanlegir. Það virðist hins vegar hæpið að halda því fram að sala þessara aflaheimilda á uppboðum sé meiri markaðslausn en sala í gegn um það markaðskerfi sem nú þegar liggur fyrir. Niðurstaðan af þessari greiningu er því sú að það sé afar langsótt, svo ekki sé meira sagt, að halda því fram að uppboð aflaheimilda sé markaðs­ lausn.

Tilvísanir

Arnason, R. 2012. Property Rights in Fisheries: How Much Can ITQs Accomplish? Review of Environmental Economics and Policy. 6:217-36. Arrow, K. and G. Debreu. 1954. Existence of equilibrium for a competitive economy. Econometrica 22:265-90. Arrow, K.J. 1977. Toward an theory of price adjustment. In Abramovitz et al. (eds.) The allocation of economic resources. Stanford University Press. Stanford. Arrow, K.J. and F.H. Hahn. 1971. General Competitive Analysis. Holden-Day. San Franscisco. Benedikt Jóhannesson. 2016. Viðreisn vill markaðslausn í sjávarútvegi – Hluti kvóta árlega á markað. Kjarninn (15. júlí 2016) Birgir Þór Runólfsson. 2000. Kvótaþing, Verðlagsstofa skiptaverðs og takmörkun á flutningi aflamarks. Skýrsla til sjávarútvegsráðherra. Sjávarútvegsráðuneytið. Reykjavík. Debreu, G. 1959. Theory of Value. Cowles Foundation. Monograph 17. Yale University Press, New Haven. Klemperer, P. 2000. Why every economist should learn some auction theory. In Dewatripont, M., L. Hansen, and S. Turnovsky (eds.) Advances in Economics and Econometrics: Theory and Applications. Eight World Congress. Econometric Society. Klemperer, P. 2004. Auctions: Theory and Practice. Princeton University Press. Princeton. Lög nr. 34/2001. Alþingi lagasafn. Lög nr. 38/1990. Alþingi lagasafn. Lög nr. 82/1983. Alþingi lagasafn. Milgrom, Paul. 2004. Putting Auction Theory to Work. New York: Cambridge University Press. Myerson, R. 1981. Optimal auction design. Mathematics of Operations Research, 6(1), 58–73. Skúli Magnússon. 1997. Um stjórnskipulega eignarréttarvernd aflaheimilda. Úlfljótur 3. tbl. bls. 587-618. Smith, A. 1776 [1981]. An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations. R.H. Cambell og A.J. Skinner (eds.). Liberty Fund. Indianapolis US. Varian, H.R. 1992. Microeconomic Analysis (3rd edition). Norton and Company. New York. Vickrey, W. 1961. Counterspeculation, auctions and competitive sealed tenders. Journal of Finance 16.8-37. Þorkell Helgason og Jón Steinsson 2010. Tilboðsleið: Ráðstöfun aflahlutdeilda með samþættingu endurúthlutunar og tilboðsmarkaðar. Skýrsla starfhóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða Álitamál, greiningar, skýrslur og valkostir við breytingar á stjórn fiskveiða (september 2010). Viðauki 8. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Reykjavík.

4) Fjöldi framseljanlegra aflmarkskerfa í heiminum skiptir hundruðum. Nálægt 25% heimsaflans eru tekin með slíkum kerfum (Arnason 2012). 5) Þetta á t.d. við um ýmis umhverfisgæði. 6) Á meðal brautryðjenda í þessum fræðum má nefna Vickrey (1961), Myerson (1981) og Klemperer (2001, 2004).


8 Hjálmar

Febrúar 2017

Levíaþan Í orðræðunni um markaðsbrest er stundum eins og hann sé einn og sér talinn nægileg ástæða fyrir inngripum af hálfu ríkisvaldsins. Markaðinn þarf hinsvegar að bera saman við raunhæfan valkost, fremur en fræðilegt hámark, ella sitjum við uppi með Levíaþan.

S Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

kömmu eftir að hagfræðinemar læra um ágæti markaðsskipulagsins er hugmyndin um markaðsbrest kynnt til sögunnar. Hann er, í stuttu máli, ástand þar sem sú ráðstöfun gæða sem leiðir af markaðsskipulagi er óhagkvæm, eða með öðrum orðum, til er ráðstöfun sem hugsanlega er betri. Betri í þeim skilningi að einn eða fleiri einstaklingar eru betur settir án þess að hlutur annarra sé skertur. Markaðsbrestir eru af mörgu tagi. Í sumum tilvikum eru upplýsingar á markaði ósamhverfar, til dæmis þegar bifvélavirki hefur völ á því að tilkynna falska bilun, „laga“ hana og rukka fyrir án þess að þörf hafi verið á. Í öðrum tilvikum er varan þeim eiginleikum gædd að ekki er hægt að rukka sérstaklega fyrir hana og framleiðslan verður því minni en ella, eins og gildir um flugeldasýningar. Af nægu er að taka en þegar markaðsbrestur verður er það stundum sett þannig fram að hann réttlæti einn og sér inngrip af hálfu ríkisvaldsins, hvort sem um ræðir reglugerðir, lög eða þjóðnýtingu. Það er hinsvegar ekki hægt að tala um markaðsbresti án þess að taka svokallaða ríkisbresti með í reikninginn því ekki ætti að bera markaðinn saman við fræðilegt hámark heldur raunhæfa valkosti. Almannavalsfræðin, einn angi hagfræðinnar, fæst við að greina útkomur í stjórnmálanna með því að svipta þau rómantíkinni og gera þátttakendum þeirra upp sömu hvatir og á markaði: að þeir leitist við að hámarka eigin hag. Í þessari grein verður farið yfir nokkur hugtök almannavalsfræðinnar og leitað lengra til að skýra kunnugleg

fyrirbæri sem einkenna ríkisvald og stofnanir, sér í lagi hvers vegna þau þenjast út.

Skrifræðisvandinn

Á hverjum ári virðast margar ríkisstofnanir fjársveltar og eru fjölmiðlar gjarnan notaðir til að gefa í skyn yfirvofandi neyð. Þetta viðvarandi ástand vekur litla furðu ef litið er á embættismenn sem skynsama einstaklinga sem vilja hámarka eigin velferð. Hagfræðingurinn William Niskanen var brautryðjandi í að smíða líkön um ríkisstofnanir og varpa þannig ljósi á skrifræðisvandann. Í vandanum felst að embættismaður hefur enga hvata til að ráðstafa fjármagni og aðföngum með skilvirkum hætti vegna þess að hann innbyrðir ekki ábatann sjálfur, ólíkt eiganda fyrirtækis. Hvatarnir vísa raunar í gagnstæða átt, hann hefur hag af því að auka umsvif stofnunarinnar sem leiðir til meiri áhrifa og betri launakjara. Tveir valkostir eru í stöðunni. Hann getur reynt að sannfæra yfirvöld um samfélagslegt mikilvægi þess að auka umsvifin. Hann getur líka notað óskilvirkar framleiðsluaðferðir, nýtt fjármagn og aðföng til hins ýtrasta, og rökstutt þannig þörf fyrir auknar fjárveitingar á næsta ári. Óskilvirkni stofnunar kemur ekki fram í hlutabréfaverði og leiðir ekki til gjaldþrots. Yfirvöld eiga erfitt með að sinna eftirliti með fjárútlátum stofnana vegna þess að því fylgir mikill kostnaður. Þar að auki búa stofnanir yfir sér sértækum upplýsingum sem þær geta ýmist falið, til að verja tilvist sína, eða sett fram, til að rökstyðja

fjárþörf. Í nokkur ár hefur verið bent á að ÁTVR geri ekki greinarmun á sölu tóbaks og áfengis í ársreikningum sínum og hafa verið leiddar að því líkur að tóbakið niðurgreiði áfengið. Þrátt fyrir umræðuna hefur ÁTVR ekki breytt um kúrs.

Rentusókn

Þegar ríkisvaldið setur ákveðnar reglugerðir og aðgangshindranir myndast renta sem sérhagsmunahópar sækjast eftir. Innflutningstollar gera innlendum framleiðendum kleift að rukka hærra verð heldur en ef milliríkjaviðskipti væru frjáls, einkaleyfi á lyfjum hafa sömu áhrif og svo mætti lengi telja. Þá sjá sérhagsmunahópar hag sinn í því að eyða fjármunum, ýmist til að viðhalda aðgangshindrunum eða koma þeim á. Aðgangshindranir fela þannig í sér tvöfalt tap. Í fyrsta lagi minnkar samfélagsleg velferð þegar fyrirtækin draga úr framboði og hækka verð. Í öðru lagi eyða fyrirtækin fjármunum í rentusókn, sem annars hefðu verið settir í afkastameiri farveg. Kostnaðurinn við rentusókn eykst síðan eftir því sem fleiri fyrirtæki keppast um að fanga rentuna fyrir sig og þá er ótalinn allur kostnaðurinn við pólitíska ferlið sem þurfti til að koma reglugerðinni í gegn. Það sem gerir rentusókn sérstaklega hvimleiða er að kostnaðurinn dreifist á mikinn fjölda en ábatinn er samanlagður. Skattgreiðendur hafa lítinn sem engan hvata til að skipuleggja sig og sporna við rentusókninni vegna þess að kostnaðurinn á hvern og einn er of lítill. Fyrir lyfjafyrirtæki er hinsvegar mikill

ávinningur fólginn í að viðhalda einkaleyfum.

Skattur eða reglugerð?

Með skrifræðisvandann og rentusókn í huga skulum við ímynda okkur að stjórnvöld vilji draga úr mengun sem stafar af tiltekinni framleiðslu og að valmöguleikarnir séu skattur á hverja framleidda einingu eða reglugerð sem setur þak á framleitt magn. Hagfræðingar eru almennt á því máli að skattar á mengun séu undir flestum kringumstæðum hagkvæmari kostur en reglugerðir. Það er meðal annars vegna þess að framfylgd reglugerða, þ.e. að sjá til þess að fyrirtæki fari eftir þeim, er kostnaðarsöm en fyrirtæki laga rekstur sinn sjálfkrafa að skattheimtu. Svarið er augljóst frá bæjardyrum hagfræðinnar séð en hver ætli endanleg niðurstaða verði? Eins og áður sagði hafa neytendur og skattgreiðendur engan hvata til að taka sig saman um að beita sér fyrir skattheimtu í stað reglugerða vegna þess að kostnaðurinn dreifist á svo marga. Fyrirtækin vilja fremur þak á framleitt magn en skatt til að skapa rentu og gera nýliðun á markaði erfiðari. Embættismenn eru einnig hlynntir reglugerðum vegna þess að þær krefjast meiri skriffinnsku og umsvifa. Embættismenn og fyrirtæki eru þröngir hópar sem munu líklega reyna að hafa áhrif á útkomuna og þegar ekkert mótvægi kemur frá neytendum er ákvörðunin auðveld fyrir stjórnmálamenn sem stefna á endurkjör. Það er sem sagt innbyggt í pólitíska ferlið að óhagkvæmar lausnir fái brautargengi. Eitt skólabókardæmi úr íslensk-


Hjálmar 9

Febrúar 2017

um samtíma er frá árinu 2013 þegar fyrirtæki í framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti skrifaði drög að lagafrumvarpi sem fjallaði um hlut þess konar eldsneytis í samgöngum. Þar var meðal annars kveðið á um skattaívilnanir og blöndun í bensín. Drögin voru send á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og samþykkt á Alþingi nokkrum mánuðum síðar, að mestu óbreytt, og í kjölfarið var skapað stöðugildi hjá Orkustofnun til að sjá um framfylgd og eftirlit. Neytendur áttu hinsvegar erfitt með að tengja kostnaðinn, sem var fólginn í minna orkuinnihaldi bensíns og gjaldeyrissóun, við lögin ef þeir vissu þá af þeim yfirhöfuð.

Vanmetinn kostnaður

Á 20. öldinni jukust ríkisútgjöld á Vesturlöndum að jafnaði, stundum ört, stundum hægt og stundum með flökti. Eflaust má rekja hluta þess til fyrrgreindra ástæðna en fleiri þættir spila inn í. Einn þeirra er að skattgreiðendur vanmeta heildarkostnaðinn við verkefni og áætlanir ríkisvaldsins. Skattkerfið er flókið og eru fæstir tilbúnir að fórna tíma sínum til að skilja það betur ef þeir geta síðan ekki haft marktæk áhrif. Suma skattheimtu er jafnvel ekki hægt að greina í fljótu bragði, sérstaklega þegar hún er falin í verði á vöru eða þjónustu. Annar þáttur er skuldablekkingin sem verður þegar einstaklingar skynja ekki kostnaðinn við ríkisútgjöld sem eru fjármögnuð með

skuldsetningu í stað tafarlausrar skattheimtu því lántaka bítur ekki í núinu. Þegar ríkisvaldið ræðst í framkvæmdir ættu þær að byggja á kostnaðar- og ábatagreiningu en líklegt er að jaðarkostnaður við skattheimtu sé stórlega vanmetinn. Ef ríkið tekur ekki allan kostnaðinn inn í greininguna og ofmetur þannig nettó ábatann, þá ræðst ríkið í stærri og fleiri framkvæmdir en hagkvæmt væri. Velferðartapið sem verður til þegar einstaklingar breyta hegðun sinni og verða af ábata fyrir tilstilli skattheimtunnar er ekki tekið með í reikninginn og ekki heldur eftirfarandi kostnaðarliðir: ÎÎ Stjórnunarkostnaður, sem er kostnaður embættis ríkisskattstjóra við að innheimta skattinn. ÎÎ Hlýðnikostnaður, kostnaður einstaklinga við að fara eftir skattalögum, t.d. að fylla út skattaskýrslur og eyðublöð, útbúa nauðsynleg gögn og svo framvegis. ÎÎ Rentusóknarkostnaður, kostnaðurinn sem hlýst af því þegar einstaklingar og fyrirtæki eyða fjármunum í að hafa áhrif á skattalög. ÎÎ Undanskotskostnaður, kostnaður við að reyna að komast hjá eða svíkja undan skatti. Payne (1993) mat það svo að jaðarkostnaður við að innheimta hundrað Bandaríkjadali væri um

65,01 dalur. Ef eitthvað er að marka rannsókn Paynes er ríflegur hluti kostnaðarins kominn til áður en ríkið eyðir skattpeningunum sjálfum í framkvæmdir.

ábata menntunar og niðurgreiðum hana um of þá horfum við fram á að mennta fleiri en hagkvæmt er. Á blaði er það er engu skárra en að mennta of fáa.

Reiknivandi

Haltu fast í veskið!

Fyrsti markaðsbresturinn sem ég man eftir að hafa lært um tengist menntun. Rökfærslan var á þá leið að menntun hefði samfélagslegan ábata í för með sér, til dæmis upplýstari og virkari kjósendur, sem væri ekki innifalinn í markaðsverðinu og þar af leiðandi myndu færri ganga menntaveginn en hagkvæmt væri. Ein tillaga var að ríkið ætti að reka menntastofnanir og setja lágt verð til að fjöldi nemenda væri samfélagslega hagkvæmur. Það fylgdi hinsvegar ekki sögunni hvernig ætti að reikna nettó samfélagslegan ábata menntunar sem ræður því hve mikil niðurgreiðslan eigi að vera. Til að bera saman valmöguleikana, einkarekstur og ríkisrekstur, þyrftum við að hafa ógrynni upplýsinga, meðal annars um velferðartap og heildarkostnað skattsins sem fer í að reka ríkisskólana og til að meta velferðartapið þyrftum við að þekkja nytjaföll og framleiðsluföll þeirra sem skatturinn fellur á. Þar að auki er nær ómögulegt að rekja samfélagslegan ábata beggja tilvika út í ystu æsar til að bera hann saman og fjölmargt annað þyrfti að taka með í jöfnuna eins og skrifræðisvandann. Við búum einfaldlega ekki yfir nægri þekkingu og upplýsingum. Ef við endum á því að ofmeta

NÚ GETUR ÞÚ SPARAÐ ERLENDIS

Hagfræðingurinn James Buchanan­ líkti ríkisvaldinu við Levíaþan (risaskrímslið sem kemur fyrir í Gamla testamentinu) vegna þess að kerfið er þannig byggt að skattgreiðendur og neytendur hafa enga stjórn á því. Þegar einhver talar um að ríkið þurfi að leiðrétta markaðsbrest skulum við halda fast í veskið og muna að sönnunarbyrðin er á þeim sem vilja grípa inn í sjálfsprottið skipulag. Til að réttlæta inngrip stjórnvalda þarf að átta sig á vandanum sem glímt er við, hafa nægar upplýsingar og þekkingu til að taka á honum og sýna fram á að hið pólitíska ferli muni leiða til betri útkomu en markaðsferlið. Þá þarf að hafa skrifræðisvandann, kostnað við skattheimtu og rentusókn í huga, svo fátt sé nefnt.

Heimildir

Cullis, J. G., & Jones, P. R. (2009). Public finance and public choice: analytical perspectives. New York: Oxford University Press. Hyman, David N. Public Finance: A Contemporary Application of Theory to Policy. Fort Worth: Dryden, 1998. Print. Payne, J.L. (1993). Costly Returns: The Burdens of the U.S. Tax System. San Francisco, ICS Press, p. 72.

VÍB getur aðstoðað þig við kaup á erlendum verðbréfum VÍB hefur áratugalanga reynslu af verðbréfaviðskiptum á erlendum mörkuðum og er í samstarfi við stærstu eignastýringaraðila heims. Hjá okkur er einnig hægt að kaupa beint í sjóðnum Einkasafn-Erlent sem fjárfestir erlendis.

Kynntu þér málið betur á vib.is eða í síma 440 4900.

IS Einkasafn-Erlent er fjárfestingarsjóður samkvæmt lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Íslandssjóðir hf. Fjárfestingu í sjóðum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir, sem leitt geta til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóðum. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði telst því almennt vera áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði. Umfjöllun þessi veitir einungis takmarkaðar upplýsingar og eru fjárfestar hvattir til að kynna sér vel útboðslýsingu sjóðsins, sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti, fjárfestingarstefnu og vikmörk. Útboðslýsing og lykilupplýsingar fyrir fjárfesta eru aðgengilegar á heimasíðu Íslandssjóða hf., www.islandssjodir.is

VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka Sími 440 4900 | vib@vib.is |

facebook.com/VIB.stofan |

@vibstofan


10 Hjálmar

Febrúar 2017

Klístruð kjör

Má bjóða þér hlutabréfavísitölutengt húsnæðislán? Á Ásgrímur Gunnarsson skrifar

rið 1979 var verðtrygging fyrst kynnt til sögunnar á Íslandi. Hún var viðbragð við óðaverðbólgu áranna á undan, sem étið hafði upp sparnað landsmanna. Allar götur síðan hefur verið deilt um ágæti hennar og eiginleika. Náðu þær deilur líklega hámarki í kjölfar síðustu efnahagskreppu. Með hagstæðri efnahagsþróun og lágri verðbólgu hefur þessi umræða þó fjarað út. Í þögninni hefur hagfræðinema gefist tækifæri til umhugsunar um málið. Núgildandi lög um vexti og verðtryggingu segja í stuttu máli að verðtryggja megi sparifé og lánsfé, sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar lögum samkvæmt. Áhrif þessa þekkja vonandi flestir sem ætla sér inn á íslenskan húsnæðismarkað. Meirihluti nýrra húsnæðislána eru jú verðtryggður. Mikilvægt er að lántakendur skilji undir hvað þeir skrifa. Fæstir þeirra vita þó, að í sömu lögum segir: „Í lánssamningi er þó heimilt að miða við hlutabréfavísitölu, innlenda eða erlenda, eða safn slíkra vísitalna sem ekki mæla breytingar á almennu verðlagi.“ Eins galið og það hljómar, þá er leyfilegt að tengja lán við hlutabréfavísitölu. Ekki er hlaupið að því að finna hag-

fræðileg rök fyrir ákvæðinu. Eflaust er það vegna þess að þau eru ekki til. Og því eðlilegt að slík lán tíðkist ekki á Íslandi.

Afnám fækkar valkostum

Af þessu má draga lærdóm. Upplýstir lántakendur gangast ekki við hvaða samningum sem er. Einfaldar ástæður eru fyrir því að þeir taka verðtryggð lán. Óvissa um verðbólgu framtíðarinnar veldur áhættuálagi á óverðtryggða raunvexti. Þess vegna eru verðtryggðir raunvextir að jafnaði lægri og kjörin af þeim almennt betri. Þetta er ágætt að hafa í huga þegar næsta hrina verðhækkana fer af stað. Óháð því hvort hún verði hluti af kreppu eða ekki, er þetta öruggt. Fjöldi stjórnmálamanna og álitsgjafa mun berjast fyrir „afnámi“ verðtryggingar. Sem á íslensku þýðir bann, fækkun valkosta fyrir neytendur og verri kjör þeirra. Aðrir munu stinga upp á opinberum niðurgreiðslum, þaksetningu vaxta eða álíka afturhvarfi til fortíðar. Þeir sem leggja slíkt til eru ekki umbótamenn, heldur fúskarar. Ekkert af þessu mun leysa vandann, því einfaldar íhlutanir stjórnvalda á mörkuðum eru sjaldnast skilvirkar. Þær virka best þegar leiðrétta þarf markaðsbresti, ólöglega mismunun o.s.frv.

Og jafnvel þá getur verið vandasamt að finna góðar lausnir.

Óteljandi möguleikar

Raunverulegar umbætur eiga sér oftar en ekki stað þegar stjórnvöld gefa markaðsaðilum frelsi innan skynsamlegs lagaramma. Því ætti að rýmka heimildir til vísitölutengingar lána. Þá gæti einhver hannað þaksetta neysluverðsvísitölu. Hún myndi fylgja hinni hefðbundnu vísitölu, en mætti aldrei hækka um

meira en t.d. 6 prósent á ári. Lán tengt þessari vísitölu bæri vexti sem yrðu vissulega að endurspegla áhættuna á verðbólgu umfram þakið. Þeir yrðu þ.a.l. hærri en af venjulegu Íslandsláni. En við verðbólguskot gæti eiginfjárstaða og greiðsluhæfi lántakenda aldrei versnað jafn hratt og í síðustu kreppu. Útlánatap lánveitenda yrði minna. Þetta er bara einn möguleiki. Ein hugmynd af mörgum. Hvers vegna látum við ekki á þetta reyna?


Herdís Gunnarsdóttir, Egill Jóhannsson,

forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

forstjóri Brimborgar

Ingvar Már Gíslason, Guðrún Eva Gunnarsdóttir,

markaðsstjóri Norðlenska

fjármálastjóri Haga

TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA Kannanir hafa sýnt að brautskráðir MBA-nemendur frá HÍ telja sig ná betri árangri í starfi að námi loknu.

MBA-námið við Háskóla Íslands er tveggja ára hagnýtt meistaranám með vinnu, ætlað þeim sem hafa reynslu af stjórnunarstörfum og vilja auka þekkingu sína og hæfni til að takast betur á við núverandi og framtíðar forystuhlutverk í viðskiptalífinu.

Einstaklingar með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands starfa nú á flestum sviðum viðskiptalífsins, ýmist sem æðstu stjórnendur, millistjórnendur, sérfræðingar og frumkvöðlar.

Alþjóðleg vottun MBA-námið við Háskóla Íslands hefur öðlast alþjóðlega vottun frá Association of MBA's (AMBA) en aðeins um 200 háskólar hafa náð þeim áfanga að undangengnu umfangsmiklu mati á gæðum námsins þar sem horft er m.a. til skipulags, umgjarðar og gæða kennslu.

www.mba.is


12 Hjálmar

Febrúar 2017

Frumskógur atferlisins Ó Friðrik Þór Gunnarsson skrifar

sýnilega höndin. Hver hefur ekki heyrt um hina margrómuðu ósýnilegu hönd? Fyrir suma er hugmyndin jafn sjálfsögð og sólarupprás í austri. Fyrir aðra er hún einungis nærsýnt þvaður úr fílabeinsturninum. Þessi byltingarkennda hugmynd er af langflestum talin eiga uppruna sinn hjá skoska heimspekingnum Adam Smith á 18. öld. Fyrir framlag sitt hefur Adam jafnframt verið kallaður „faðir hagfræðinnar“. Í sinni einföldustu mynd er hugmyndin sú að ef allir hegða sér með sína eigin hagsmuni að leiðarljósi muni frjáls viðskipti leiða til samfélagslega hagkvæmrar niðurstöðu, líkt og ósýnileg hönd skerist í leikinn og ýti okkur þangað. Þessi einfalda hugmynd markaði upphafsspor kerfisbundinnar skoðunar á gangi efnahagslífsins og hegðun mannsins í heimi takmarkaðra gæða – fræðigreinar sem við köllum í dag hagfræði. Hugmyndin um ágæti frjálsra viðskipta hefur allar götur síðan verið þróuð, prófuð, betrumbætt, skýrð og túlkuð.

The Rational Economic Man

Fræðigreinin hefur varpað ljósi í dimm horn og gefið okkur skýr svör við fjölda erfiðra spurninga. Það er þó þannig að efnahagsmál geta verið flókin og torskiljanleg. Oft er nauðsynlegt að einfalda raunveruleikann, í því skyni að finna vísbendingar sem beina okkur í rétta átt. Ein slík einföldun er forsendan um að maðurinn sé ávallt hagsýnn og rökréttur í hegðun. Sú forsenda hefur í langan tíma verið allsráðandi í fræðilegri hagfræði. Forsendan hefur fært hagfræðingum í hendur öflug tól til þess að greina efnahagslífið og er fjarri því óraunveruleg, í hinu stærra samhengi. Það er þó mikilvægt að átta sig á takmörkunum forsendunnar og hvenær hin hefðbundna (nýklassíska) hagfræðilega greining á ekki endilega við í raunheimi. Í nýlegri bók Michael Lewis, The

Undoing Project, er meistaralega fjallað um tvo ísraelska sálfræðinga og vinnu þeirra. Annar þeirra eyddi æskunni á hlaupum undan nasistum í Frakklandi á tímum seinni heimsstyrjaldar. Hinn fæddist í Haifa. Báðir voru þeir komnir af rabbínum, en báðir voru yfirlýstir trúleysingjar. Báðir voru þeir djúpt markaðir af reynslu sinni sem hermenn í ísraelska hernum og báðir höfðu þeir einskæra ástríðu fyrir undrum mannlegrar hegðunar. Þar enduðu þó líkindin. Daniel Kahneman var þögull, inn í sig og fullur efasemda. Amos Tversky var rafmagnaður orkubolti sem geislaði af sjálfstrausti. Þessir tveir sálfræðingar áttu þó eftir að mynda ótrúlegt teymi og hefur sameiginleg vinna þeirra, ásamt vinnu annarra fræðimanna á borð við Richard Thaler, hróflað við grunnforsendum félagsvísinda og opnað nýja og spennandi vídd.

Ertu eitthvað bilaður, maður?

Meginstef þessarar vinnu er að maðurinn er ekki ávallt rökréttur. Heilinn virðist oft á tíðum nota einskonar „þumalputtareglur“ (e. heuristics) til þess að taka ákvarðanir. Skyldi engan undra – oft er flækjustig heimsins hátt og tíminn takmarkaður. Þumalputtareglur þessar eru til þess fallnar að einfalda líf okkar og eru til staðar einmitt vegna þess að þær virka yfirleitt. Stundum gera þær það þó ekki, sem getur leitt til alvarlegra mistaka. Ímyndaðu þér að þú sért í samkvæmi. Þú tekur í höndina á taugaóstyrkum og illa hirtum manni með gleraugu. Maður þessi passar kannski við þína steríótýpu af tölvunarfræðingi og þú ályktar þ.a.l. að þetta hljóti að vera tölvunarfræðingur. Þetta er auðvitað burtséð frá því að flestir eru ekki tölvunarfræðingar, sama hversu „líkir“ þeir kunna að vera einum slíkum. Þetta er dæmi um það sem nefnist samsvörunarreglan (e. representativeness heuristic)

– þ.e. tilhneiging okkar til þess að meta hluti út frá hversu líkir þeir eru einhverju huglægu líkani okkar af táknmynd þess hlutar. En það er ekki aðeins það. Ímyndaðu þér nú að einstaklingurinn reynist ekki vera tölvunarfræðingur, heldur knattspyrnumaður. Þetta kemur þér verulega á óvart. Næst þegar þú rekst á mann sem minnir þig á þennan knattspyrnumann, manstu vel eftir fyrra atvikinu. Þú ert nú líklegri til þess að ofmeta líkurnar á því að svipaður einstaklingur sé knattspyrnumaður. Þetta er dæmi um það sem nefnist tiltækireglan (e. availability bias) – þ.e. tilhneiging okkar til þess að ofmeta líkurnar á einhverju ef það er auðvelt að framkalla minningu um eitthvað svipað sem henti í fortíðinni. Hvers vegna virðist það svo vera þannig að þeir sem geisla af sjálfstrausti virðast alltaf vera svo fjandi hæfir til verka, jafnvel óstöðvandi? Það gæti verið vegna „the halo effect“ – þ.e. tilhneigingar okkar til þess að sjá aðeins styrkleika einhvers (jafnvel þá sem eru ekki til staðar) þegar við hugsum um einhvern einn tiltekinn styrkleika. Þeir sem hafa orðið ástfangnir (eða lent í ástarsorg) kunna að tengja hér. Þetta eru kannski heldur „abstract“ dæmi, en þegar við áttum okkur á þeim möguleika að allir hugsi svona fer mikilvægið að skýrast. Þegar hlutabréf byrja að falla, þá kann það að líkjast huglægu líkani fjárfesta af efnahagshruni (e. representativeness heuristic) og markaðsaðilar ofmeta því líkurnar á því að hagkerfið sé á leiðinni í klósettið, sem hraðar aðeins ferð þess ofan í skólpið. Þegar þú lest eitthvað eftir hagfræðing, þá manstu svo auðveldlega eftir því að hagfræðingar „spáðu ekki fyrir um hrunið“ og ályktar því að hagfræðingurinn viti ekkert, og illu heilli hunsar ráðleggingarnar (e. availability bias). Hver hefur svo ekki verið blekktur í einhver misgáfuleg kaup af hæfum

sölumanni sem hefur áralanga reynslu af því að framkalla „the halo effect“? Hægt væri að fylla mun meira af pappírsplássi í að ræða allar þær leiðir þar sem mannsheilinn virkar ekki alveg í samræmi við fullkomna rökhugsun. „Anchoring“, „loss aversion“, „gamblers fallacy“ eru fleiri dæmi, en hugsanavillurnar eru nær óteljandi.

Áfram, hærra

Það sem er mikilvægt að tileinka sér er meðvitund um hvernig ákvarðanir eru teknar í raun og veru. Dæmi um spennandi afurð slíkrar meðvitundar liggur í því sem nefnist „framreiknaðar væntingar“ (e. extrapolative expectations) – þ.e. að fólk skapi væntingar sínar um hluti með því að nota nýlega stefnu þess hlutar og einfaldlega framreikna fram í tímann. Einfalt dæmi er aðili sem sér að húsnæðisverð hefur tvöfaldast á seinustu tveim árum og myndar væntingar sínar með því að framreikna þá aukningu yfir á næstu tvö ár. Kenningin hefur verið notuð til þess að skoða bólumyndanir á húsnæðismarkaðnum1, hlutabréfamörkuðum2 og almennt til þess að skoða hagsveifluna3. Óvíst er hvort þessi tiltekna kenning festi rætur en það er með því að hugsa svona, út fyrir kassann, sem hinar raunverulegu framfarir eiga sér stað í vísindunum. Efnahagskerfin og mannverurnar sem skapa þau eru undursamlega margbrotnar. Félagsvísindi gefa ógrynni af vísbendingum í rétta átt. En í heimi þar sem sannleikurinn virðist skipta æ minna máli, upplýsingaflæðið er gríðarlegt og svonefnd „alternative facts“ eru á hverju strái er nauðsynlegt að þekkja sinn eigin hug nógu vel til þess að treysta honum ekki. 1) nber.org/papers/w20426.pdf 2) faculty.som.yale.edu/jameschoi/ extrapolative.pdf 3) users.cla.umn.edu/~jianfeng/Extrapolative_Production.pdf


Framtíðin opnar námsmönnum nýja möguleika Framtíðin er námslánasjóður sem opnar möguleika fyrir efnilega nema á öllum aldri sem vilja fjárfesta í fyrsta flokks menntun á Íslandi eða erlendis. Kynntu þér Framtíðina á www.framtidin.is


14 Hjálmar

Febrúar 2017

Úr hagfræði í plötuútgáfu H

eiða Dóra Jónsdóttir lauk meistaragráðu í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands fyrir sjö árum og starfar nú sem hugbúnaðarprófari hjá Tempo. Í þokkabót semur hún tónlist og eftir að hafa átt nokkur lög sem hafa náð toppsætum á vinsældalistum ákvað hún að safna afrakstrinum saman í plötu sem kemur út á næstu dögum. Þú laukst fyrst grunnnámi í sálfræði og fórst síðan í framhaldsnám í hagfræði. Hvað tók við eftir hagfræðina? „Ég fór að vinna hjá Risk Medical Solutions sem þróaði hugbúnað sem reiknar út hversu oft er æskilegt fyrir sykursýkissjúklinga að koma í skimun fyrir sjónukvilla (e. retinopathy). Ég gerði kostnaðar- og nytjagreiningu á aðferðinni sem meistaraverkefni. Að því loknu fór ég að vinna í því að fá CE-vottun fyrir fyrirtækið. Hluti af þeirri vinnu fól í sér að innleiða gæðakerfi, þannig að ég gerði það. Í kjölfarið fór ég að vinna í gæðamálum fyrir hugbúnaðarfyrirtæki og hef verið að gera það allar götur síðan.“ Hvað heitir platan? „Þetta eru í raun tvær

Bara Heiða, So Do I Hægt er að nálgast tónlist Heiðu Dóru á heimasíðunni baraheida.com.

EP-plötur, ein hvorum megin á vínylplötunni. Bróðir minn Daníel Jón sem er mjög hæfur lagasmiður og söngvari á aðra hliðina og ég hina. Hann skírði sína hlið Danimal says hi og ég mína Bara Heiða, so do I.“ Hvernig myndirðu lýsa tónlistinni sem þú semur? „Ég er ekki alveg viss. Sumir kalla þetta „acoustic“, aðrir kalla þetta „singer/songwriter“ og enn aðrir „pop“ eða „indie pop“.“ Hver var kveikjan að því að gefa út plötu? „Ég er svo heppin að lögin sem ég hef sent á útvarpsstöðv-

arnar hafa fengið mjög góðar viðtökur. Árið 2014 tók ég upp lagið I got your back og það fór í sjöunda sæti vinsældalista Rásar 2. Því næst gaf ég út lagið Þynnkublús sem rataði í níunda sæti listans. Þriðja lagið mitt, Stormtrooper, lenti í öðru sæti vinsældalista Rásar 2. Myndbandið fór víða á netinu, fékk umfjöllun á ýmsum erlendum miðlum og lagið var meðal annars spilað í þýskum og færeyskum útvarpsþáttum. Það var síðan bróðir minn sem kom með hugmyndina að því að gefa út vínylplötu saman og mér fannst það frábær hugmynd. Við héld-

um söfnun á Karolina Fund fyrir framleiðslunni og gáfum hluta af ágóðanum í rannsóknarsjóð fyrir CFC-heilkennið sem Breki litli bróðir okkar er með.“ Hefur hagfræðin haft áhrif á lagasmíðarnar hjá þér? „Reyndar samdi ég lag nýverið sem heitir Equilibrium og þá var ég að skoða hvernig framboðs- og eftirspurnarkúrvurnar líta út ef þær eiga við um samskipti. Lagið heitir Equilibrium af því að þar skerast kúrvurnar. Í þeim punkti er eftirspurn eftir nákvæmlega því magni sem er verið að bjóða.“ Hvernig horfir hagfræðinámið

við þér þegar þú lítur til baka? „Við það að læra hagfræði öðlast maður nýja sýn á hlutina. Sá hugsunarháttur fylgir mér þó ég vinni ekki við hagfræði í dag. Eftir að hafa lært hagfræði hugsar maður öðruvísi um tengsl virði, tíma, peninga og hegðunar. Það er nánast eins og það að læra hagfræði hafi opnað fyrir mér aðra vídd. En það sem er mér helst minnisstætt við hagfræðinámið eru þeir miklu snillingar sem ég kynntist í náminu, bæði kennarar og samnemendur, sem ég hitti of sjaldan en hugsa reglulega til með hlýju.“

timamot.is

Á tímamótum er gott að huga að tryggingum

tm.is

tm@tm.is \ 515 2000


Árangur þinn er okkar markmið!

Stefnumótun og innleiðing

Samtímaeftirlit

Verkefnastjórnun og samvinna

Viðskiptagreind

expectus | Vegmúli 2 | 108 Reykjavík | www.expectus.is | Sími 444 9800

Áætlunargerð


16 Hjálmar

Febrúar 2017

Það borgar sig að vera bjartsýnn Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, hefur mörg járn í eldinum. Hann fer fyrir eigin fjárfestingarfélagi og gegnir stjórnarformennsku hjá Vodafone og olíuleitarfyrirtækinu Eykon Energy. Heiðar hefur sterkar skoðanir á íslensku krónunni og telur hana fremur þjóna embættismönnum en almenningi. Blaðamaður Hjálmars settist niður með Heiðari til að ræða peningamál, framhaldsnám og framtíðarhorfur, svo fátt eitt sé nefnt. T EXT I : ÞO RST E I NN FR IÐR IK HAL L DÓ R SSO N

Þ

ú laukst grunnnámi í hagfræði við Háskóla Íslands og snerir aldrei aftur á skólabekk. Var einhvern tímann inni í myndinni að fara í framhaldsnám? „Ég var kominn með skóla­ styrk til að fara í framhaldsnám

MYND IR: K RISTRÚN ÁSTA ARN F IN N SDÓTTIR

til Washington í Bandaríkjunum en ákvað að þiggja hann ekki og fara út á vinnumarkaðinn. Með náminu vann ég hjá ferða­ félaginu Útivist og var fararstjóri þar en á ákveðnum tímamótum þurfti að breyta rekstrinum, endurselja til birgja o.s.frv.

Ég lærði helling af því og var framkvæmdastjóri í eitt ár. Síðan fór ég til Svíþjóðar, vann hjá viðskiptaráðinu í Gautaborg og kom síðan heim til Íslands til að vinna hjá Fjárvangi. Þar með var ég kominn í fjármálabransann og eftir það var ekki aftur snúið.“

Á Íslandi og almennt á Vesturlöndum hefur verið þung áhersla á að nemendur fari í framhaldsnám. Hvernig horfir það við þér? „Fólk þarf að vilja ná í þessa framhaldsgráðu til þess að taka ákvörðun um svo dýrt nám. Ekki

aðeins er mikill kostnaður við uppihald og skólagöngu heldur er líka tekjumissir við að vinna ekki. Þetta er ekki léttvægt og getur verið dýrt spaug þannig að ég myndi frekar eyða peningun­ um í annað. Ég hef lært miklu meira af því að vinna með fólki


Hjálmar 17

Febrúar 2017

sem hefur reynslu og sérfræði­ kunnáttu en af akademísku námi.“ Þú starfaðir lengi í fjármálageiranum, bæði innanlands og erlendis. Er fjármálaumhverfið breytt og ef svo er, hvernig þá? „Fjármálabólan í heiminum er sprungin, það verður aldrei aftur jafnspennandi að vinna í banka og á þessu tímabili frá byrjun níunda áratugarins til fjármálahrunsins 2008. Þeir sem halda að það verði aftur jafnspennandi munu verða fyrir vonbrigðum. Tölvurnar eru að taka þetta yfir og ef maður skoð­ ar vogunarsjóði sem eru reknir af mönnum en ekki tölvum með „high frequency trading“ algóritma þá tapa þeir alltaf. Þetta mun koma til Íslands með tíð og tíma. Ég var í kvöldverði með nokkrum yfirmönnum stærstu vogunarsjóða í heimi og þeir eru allir logandi hræddir við það að starf þeirra sé í hættu. Þetta eru aðilar á mínum aldri með tveggja áratuga reynslu en nú eru að koma nýir yfirmenn, sér­ fræðingar í tölvum sem aldrei hafa unnið beint á fjármála­

markaði og taka af þeim störfin. Þetta tímabil með auðveldu að­ gengi að lánsfé þar sem sniðugir menn gátu grætt óhemjumikið fé við að kaupa og selja á mark­ aði kemur ekki aftur.“ Eykon Energy var eitt af þremur fyrirtækjum sem fengu leyfi til að leita að olíu á Drekasvæðinu. Hvernig stendur leitin í dag? „Við höfum fundið gríðar­ stóran strúktúr sem er yfir 800 ferkílómetrar, sem sagt mörg­ um sinnum stærri en stærstu strúktúrar sem hafa fundist í kringum Noreg eða Bretland. Ef það reynist vera olía eða gas í þessum strúktúr þá gæti það verið gríðarstór lind, allt að 10 milljarðar tunna, en þegar við fórum af stað með verkefnið gerðum við ráð fyrir möguleik­ anum á að finna strúktúr sem rúmaði milljarða tunna. Tekjur ríkisins af lind sem væri 1 millj­ arður tunna er á að giska um 80% af þjóðarframleiðslu.“ Árið 2014 hríðlækkaði heimsmarkaðsverð á olíu. Síðan þá hefur það hækkað stigvaxandi en ekki náð fyrri hæðum. Setti það strik í reikninginn?

„Þegar lindin er svona stór þá er verkefnið hagkvæmt. Fasti kostnaðurinn deilist á svo margar tunnur þannig að heimsmarkaðsverð olíu skiptir ekki öllu máli. Í olíuleit þarf líka að hugsa langt fram í tímann. Þegar við fórum fyrst af stað árið 2008 gerðum við ráð fyrir að fyrst væri hægt að vinna olíu 15 árum síðar. Við horfum til þess hvert olíuverðið verður eftir 15 ár og flöktið í millitíðinni hefur ekki afgerandi áhrif. Í fyrra var minnsta olíuleit á heimsvísu frá því í heimsstyrjöldinni síðari þegar nánast ekkert var leitað og það gefur fyrirheit um minna framboð til lengri tíma litið. Olíulindir endast í um það bil 25 ár, þannig að ef ekkert finnst minnkar framboð um 4% á ári. Mörg slík ár breyta því miklu, enda eykst eftirspurnin alltaf ár frá ári.“ Þrír þingflokkar, þar á meðal einn í ríkisstjórn, hafa tekið harða afstöðu gegn olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Fylgir verkefninu pólitísk áhætta? „Pólitísk áhætta er lágmörk­ uð vegna þess að þetta byggir á samstarfssamningi við Noreg sem var gerður árið 1981. Síðan byggja fjárfestingar samstarfs­ aðila okkar, sem eru kínverska ríkisolíufélagið og norska ríkis­ olíufélagið, á milliríkjasamn­ ingum við Ísland þannig að ef menn ætla að svíkja samninga í kringum Drekasvæðið þá eru þeir að svíkja milliríkjasamn­ inga, bæði um hvernig á að vinna á svæðinu og samninga við Noreg og Kína. Það er hægara sagt en gert og ég er ekki viss um að menn geri sér grein fyrir eftirköstunum ef þeir svíkja alþjóðlega milli­ ríkjasamninga því þá lendirðu í ónáð hjá Alþjóðaviðskiptamála­ stofnuninni WTO, endalaus­ um málaferlum og þá lokast meira eða minna á viðskipti við Ísland.“ Það er sem sagt enginn uggur í ykkur? „Nei, alls ekki. Það er blessun að finna olíu og allt tal um auð­ lindabölvun er tóm firra. Menn voru að tala um það 1960–70 að samfélög sem finna olíu myndu aldrei þróast en það eru engar hagrannsóknir sem sýna fram á það, þetta eru bara tilfinningar. Þetta sést best á Noregi sem var fátækasta Skandinavíulandið þegar það byrjaði að vinna olíu árið 1970 og hefur síðan vegnað ævintýralega vel. Og ef menn vilja ekki peningana sem koma við olíuvinnslu þá getum við alltaf gefið þá til þróunarland­ anna.“ Þú hefur oft vakið máls á þeim tækifærum sem felast í norðurslóðum, sérstaklega með bráðnun ísþekjunnar. Hvernig getur Ísland nýtt sér staðsetningu sína með betri hætti? „Ég held að það verði milljón manns sem búi á Íslandi eftir nokkra áratugi vegna þess að fólksfjölgun í heiminum er umtalsverð. Þrátt fyrir að hún sé byrjuð að hægjast þá verða væntanlega 10 milljarðar manna á jörðinni kringum 2040–2050. Flutningar munu aukast gríðarlega, bæði í lofti og á sjó, og þá liggur Ísland mjög vel við. Reykjavík er nyrsta höf­ uðborg heims og golfstraumur­ inn gerir Reykjanesið meira og minna snjólaust. Við erum

Athafnasemi Heiðar gaf út bókina Norðurslóðasókn - Ísland og tækifærin, árið 2013 sem endaði á metsölulista Eymundsson.

„Tekjur ríkisins af lind sem væri 1 milljarður tunna er á að giska um 80% af þjóðar­ framleiðslu.“ því með nyrsta almennilega flugvöll í heimi, enda undirlendi nægt. Síðan eru íslenskar hafnir íslausar allt árið um kring. Um 90% mannskyns búa norðan miðbaugs þannig að stysta leiðin til að tengja fólk milli heimsálfa er að fljúga yfir norð­ urheimskautið sem setur Ísland í einstaka stöðu. Síðan eru að opnast nýjar siglingaleiðir og menn munu sigla norðausturleiðina, norður fyrir Rússland, í hverri einustu viku allt árið um kring frá og með þessu ári vegna þess að það á að opna Yamal-gasvinnsl­ una í Síberíu. Þá munu skipin sigla þaðan til Rotterdam og Sjanghæ. Siglingin norður fyrir Rússland, en ekki um Súes­ skurðinn, styttir siglinguna um nálægt helming.“ Fyrir hálfu öðru ári komst þú að stofnun fjárfestingarfélags með þann yfirlýsta tilgang að fjárfesta í fyrirtækjum sem koma að viðhaldi eða uppbyggingu á innviðum samfélagsins. Hvernig sérðu innviðafjárfestingar næstu ára fyrir þér? „Það er búið að vera stjórn­ laust á Íslandi síðan þetta Wintris-mál kom upp en nú hef­ ur verið skipuð stjórn sem setur innviðafjárfestingar sérstaklega í forgrunn. Það skipti miklu máli að við náum að uppfæra inn­ viðina því ef við eigum að geta þjónustað okkur sjálf og aðra þurfum við að gera gangskör í vegamálum, hafnamálum, flug­ vallamálum. Það finna allir sem þurfa að ferðast um flugvöllinn að hann er sprunginn. Almenni­ legir innviðir eru forsenda þess að við getum nýtt þau miklu tækifæri sem eru hér.“

Hafa ríkisvaldið og sveitarfélög brugðist þegar kemur að innviðafjárfestingum? „Síðastliðin ár hefur verið mjög þröngt um vik hjá hinu opinbera en það hefði getað fengið fleiri einkaaðila til að vinna með sér. Besta vegafram­ kvæmd síðari ára, sem þjóðin klofnaði samt í afstöðu til, eru Hvalfjarðargöng. Þau voru opnuð fyrir 20 árum og þar gekk allt eftir. Einhver lélegasta vegafram­ kvæmd síðari ára eru hinsvegar Vaðlaheiðargöng sem eru 100% á vegum hins opinbera og hafa ekki enn verið opnuð eftir fjölda ára. Flugvellirnir í kringum okkur eru oft reknir saman af einka­ aðilum og opinberum aðilum eða algjörlega einkareknir eins og CPH í Kaupmannahöfn. Sá flugvöllur hefur aldeilis vaxið og dafnað. Það þarf nýtt fjármagn í flugvöllinn okkar og þá er spurn­ ingin, á ríkið að leggja til það fjármagn? Og á ríkið að standa í alþjóðlegum samkeppnisrekstri? Rekstur flugvalla er alþjóðlegur samkeppnisrekstur og er ekki betra að sérfræðingar í þess kon­ ar rekstri standi í honum heldur en hið opinbera? Það finnst mér augljóst.“ Í tengslum við umræðuna um norðurslóðir, er einkarekstur á innviðum betur til þess fallinn að bregðast við nýjum tækifærum, til dæmis í hafnargerð? „Allar innviðafjárfestingar þarf að hugsa til mjög langs tíma vegna þess að þú þarft að vera viss um að þær falli að einhverju langtímaskipulagi sem ríkið hefur en aðalgallinn á Íslandi er að það er ekki til neitt langtímaskipulag. Ef þú þú vilt stækka höfnina á Grundartanga þá þarftu að spyrja þig hvort það sé í samræmi við langtíma­ skipulag sveitarfélaganna eða hvort skyndilega verði kippt undan þér fótunum. Það þarf að vera heildarsýn 30 til 40 ár fram í tímann um það hvar hafnirnar eiga að vera, hvar flugvellirnir eiga að vera, hvernig vega­ kerfið á að tengja það saman, hvernig vegakerfið á að tengja það við borgirnar o.s.frv. Bretar byggðu flugvöll í Reykjavík og það tók borgina ekki nema 50 ár að umlykja flugvöllinn og


18 Hjálmar

breyta staðsetningu hans frá því að vera ákjósanleg í að vera vandamál.“ Um áramótin var létt á gjaldeyrishöftunum og útlit er fyrir að þeirri stefnu verði haldið áfram með tíð og tíma. Hvernig sérðu fyrir þér skammtímaþróun á Íslandi í þessu ljósi? „Ég get ekki spáð fyrir um aðgerðir Seðlabankans, ég skil ekki Seðlabankann og veit ekkert hvað þeir ætla að gera. Seðlabankinn er vandamál og hefur alltaf verið vandamál. Hjá honum er uppruni hafta vegna þess að ef þú hefðir alþjóðlega mynt þá væru engin fjármagns­ höft og þá er þetta spurning um hvort menn vilji fórna frelsinu til þess að reka eigin seðlabanka, og þá fyrir hvern. Fyrir starfs­ fólkið sem vinnur þar sem eru kannski 100 manns? Á þá að fórna frelsi allra í samfélaginu fyrir það? Og hver er bættari? Það er gríðarlegur kostnaður sem fylgir þessu.“ Að því gefnu að við höfum seðlabanka og sjálfstæða mynt, hefur Seðlabanki Íslands verið að rækja hlutverk sitt? „Hans hlutverk er fyrst og fremst að gæta að verðstöðug­ leika og það er vandasamt þegar þú ert að reyna að reka smæstu mynt heims í alþjóðlegu um­ hverfi. Þess vegna er leitnin hjá honum að setja á meiri og meiri höft því það einfaldar vinnuna en það bitnar á öllum í samfé­ laginu. Þannig að það er bara hafta­pólitík sem kemur þaðan.“

Febrúar 2017

„Ég skil ekki hvernig þeir fóru að því að endurráða Má Guðmundsson sem seðlabankastjóra ...“ Telur þú að annmarkar séu á peningastefnunni sem ræður för í Seðlabankanum? „Seðlabankinn á ekki að ráða henni sjálfur, það eiga að vera alþingismenn sem ákveða hana. Ég skil ekki hvernig þeir fóru að því að endurráða Má Guðmundsson sem seðla­ bankastjóra þegar í ljós kom að hann varð uppvís að því að hafa farið í mál við bankann út af eigin launum, uppvís að því að siga lögreglunni á saklaust fólk, fara í húsleitir, senda út falskar fréttatilkynningar. Það er kannski meira aðkallandi að koma honum og þessum valdníðingum frá og síðan þarf að endurskoða peningastefnuna vegna þess að hún getur ekki funkerað. Í Bretlandi eru þeir sem vinna fyrir hið opinbera kallaðir „public servants“, þeir eru í almannaþjónustu, en á Íslandi hagar fólkið í Seðlabank­ anum sér eins og hefnigjarnir harðstjórar.“

Þú hefur tala fyrir einhliða upptöku gjaldmiðils, til dæmis Kanadadollars. Á þetta úrræði enn við í dag? „Já, það á alltaf við. Það er alltaf betra að vera með alþjóðlegan gjaldmiðil, að eiga eitthvað sem allir vilja heldur en að eiga eitthvað sem enginn vill. Það er aldrei of seint eða snemmt að skipta út myntinni. Við þurfum að viðurkenna það að krónan er til fyrir stjórnmála­ menn og embættismenn, hún er ekki til fyrir almenning. Að taka upp erlenda mynt gerir líf þeirra erfiðara en líf almenn­ ings betra og það eru mjög góð skipti.“ Ertu bjartsýnismaður? „Já, það er svo leiðinlegt að vera svartsýnn. Maður hefur prófað að vera svartsýnn eins og rétt fyrir hrun, þegar maður sá hvert stefndi og reyndi að vara við því. Svo kemur hrunið og þá er ekki hægt að gleðjast yfir því að hafa haft rétt fyrir sér. Þannig að það er glatað að vera svartsýnismaður, þú tapar alltaf. Ef maður skoðar söguna, hvern­ ig þróun lífskjara hefur verið í heiminum, hvernig efnahagur hefur verið að þróast, hvernig tækifæri hafa verið að þróast fyrir allt mannkyn, þá er engin ástæða til annars en að vera gríðarlega bjartsýnn. Í gamla daga þegar ég var í menntaskóla þá var spurt: Viltu vera hamingjusamt svín eða svartsýnn Sókrates? Hvort er betra? Ég myndi frekar vilja

vera hamingjusamt svín en ef Sókrates hefði farið fram í tímann og séð þróun sögunnar væri hann auðvitað bjartsýnn. Það borgar sig að vera bjart­ sýnn.“ Síðustu ár hefur verið mikill uppgangur í efnahag landsins og hagtölur eru grænglóandi. Hvað er frábrugðið við ástandið í dag miðað við ástandið fyrir tíu árum? „Hagkerfið er allt öðruvísi, það byggist á eigin fé en ekki lántöku. Það byggist á innflæði, við erum með viðskiptaaf­ gang en ekki viðskiptahalla. Hér er umframeftirspurn eftir eignum og bankakerfið er að minnka ef eitthvað er, það er ekki útþanið. Auðvitað er alltaf hætta á eldfjallaeyju og alls konar náttúruvár sem geta komið upp en það er jákvætt að ferðaþjónustan sé orðin sterk stoð í útflutningsiðnaðinum, að hann byggi ekki bara á fiski og orku í formi áls heldur líka alvöru þjónustu.“ Hvaða prinsipp ræður för? „Það sem hefur alltaf haldið mér á floti er í raun einfalt: Aldrei taka áhættu sem þú hefur ekki efni á að tapa. Með öðrum orðum, alltaf að vera sáttur við tapsáhættuna áður en afdrifarík ákvörðun er tekin. Of margir líta bara á hagnaðarmöguleikann, sem er freistandi, en taka ekki að sama skapi inn í hvað gerist ef allt fer á versta veg. Með þessu er ég ekki að tala niður áhættutöku,

en hún þarf að vera ábyrg og upplýst. Áhættutaka er upp­ runi allrar verðmætasköpunar.“ Að lokum, hvaða ráð viltu gefa hagfræðinemum sem útskrifast í vor eða á næstu árum? „Mitt ráð til þeirra er að gera það sem þeim finnst áhugavert. Ekki að fara í framhaldsnám vegna þess að einhver fór í framhaldsnám og gekk vel heldur vegna þess að þú vilt virkilega borga fyrir það. Ég hef aldrei ráðið manneskju út frá því að hún hafði framhalds­ menntun frekar en grunn­ menntun, það snýst miklu frekar um hvað viðkomandi hefur fram að færa. Núna er ekki hægt að ætla sér að verða ríkur á því að fara í bankabransann, það var einhver formúla sem gekk upp fyrir 20 árum síðan. Nú eru breyttir tímar, ef menn ætla að ná ein­ hverjum framgangi efnahags­ lega þá þurfa þeir að gera það í takti við það sem er að gerast í framtíðinni en ekki það sem gerðist í fortíðinni. Ég fór ekki í fjármálabransann til að reyna að verða ríkur, ég fór í hann vegna þess að ég hafði áhuga á því. Síðan verður fólk að vera óhrætt við að gera eitthvað sjálft. Auðvitað er gott að gera byrjendamistök á kostnað einhvers annars, að vinna hjá einhverjum og læra á kostnað hans, en svo þegar viðkomandi er kominn með þokkalega þekkingu þá er um að gera að starfa á eigin forsendum.“


Finndu ré a kortið fyrir þig

5206

VALID THRU

5206

VALID THRU

Fagleg ráðgjöf og góð þjónusta Kreditkort gefur út MasterCard og American Express kort beint til viðskiptavina og við gerum okkur vel grein fyrir því að sama kortið hentar ekki öllum. Það er þess vegna sem við bjóðum upp á svona marga ólíka valkosti og þess vegna er það hjá okkur sem þú finnur rétta kortið fyrir þig.

Kynntu þér kostina á kreditkort.is

Kreditkort

Ármúla 28

108 Reykjavík

550 1500

kreditkort@kreditkort.is

kreditkort.is


20 Hjálmar

Febrúar 2017

Bestu rannsóknarritgerðirnar H

agfræðisamtök Bandaríkjanna (AEA) standa fyrir árlegri verðlaunaafhendingu fyrir bestu rannsóknarritgerðir ársins og hafa birt úrslit fyrir árið 2016 þar sem fjórar ritgerðir urðu fyrir valinu. Þó skal hafa í huga að verðlaunum er úthlutað um mitt ár og því endurspegla þau ekki allt árið 2016. Rannsóknirnar eru af ýmsum toga. Ein tekur á glæpatíðni meðal ólöglegra innflytjenda, önnur á samkeppni milli sjúkrahúsa, þriðja á tilkynningum frá seðlabönkum og sú fjórða á magnsölum einokara. Í Legal Status and the Criminal Activity of Immigrants skoða Giovanni Mastrobuoni og Paolo Pinotti áhrifin af því þegar ítölskum föngum var sleppt úr fangelsi í stórum stíl árið 2006. Það átti sér stað sam-

hliða útvíkkun hjá Evrópusambandinu sem veitti ólöglegum innflytjendum frá Rúmeníu og Búlgaríu löglega stöðu. Þeir komust að því að innflytjendur sem urðu löglegir voru ólíklegri til að hverfa aftur í sama glæpahorf, sem bendir til þess að skortur á löglegum atvinnutækifærum skýri að hluta til glæpi meðal innflytjenda. Í Death by Market Power: Reform, Competition and Patient Outcomes in the National Health Service skoða Martin Gaynor, Rodrigo Moreno-Serra og Carol Propper framtak hjá Ensku þjóðarheilbrigðisstofnuninni (NHS) sem var hannað til að hvetja til samkeppni með því að leyfa sjúklingum að velja á milli fimm sjúkrahúsa fyrir umönnun sína en áður var sjúklingum úthlutað sjúkrahúsi án þess að þeir hefðu eitthvað

að um málið að segja. Niðurstaðan var sú að samkeppnisöflin knúðu sjúkrahúsin til að bæta þjónustustig sem dró úr dánartíðni og biðtíma án merkjanlegrar aukningar í kostnaði.

Í Monetary Policy Surprises, Credit Costs and Economic Activity greina Mark Gertler og Peter Karadi áhrif tilkynninga um peningastefnu frá seðlabönkum á skammtímavaxtastig og síðan lánskostnað eins og vexti á

húsnæðislánum. Þeir komust að því að óvæntar tilkynningar frá seðlabanka hefðu óeðlilega mikil áhrif á lánskostnað sem bendir til þess að núningur (e. friction) á fjármálamörkuðum sé meiri en áður var talið. Í Nonlinear Pricing of Storable Goods skoða Igal Hendel, Alessandro Lizzeri og Nikita Roketskiy hvata fyrirtækja sem bjóða magnafslætti á vörum með þannig eiginleika að neytendur geta birgt sig upp af þeim, til að mynda tannkremi og klósettpappír. Niðurstaðan var sú að einkasali á markaði fái meiri ágóða með því að stunda stórar en fátíðar magnsölur til að koma í veg fyrir að neytendur sleppi næstu sölu eftir að hafa birgt sig upp til langs tíma. Þannig nái fyrirtækið að fanga meiri hagnað en ella. Heimild: www.aeaweb.org

Textabútar úr The Use of Knowledge in Society eftir Friedrich Hayek Þ Ý ÐI N G : Þ O RST E INN FR IÐR IK HAL L DÓ R SSO N

A

usturríski hagfræðingurinn Friedrich Hayek birti grein sína The Use of Knowledge in Society árið 1945 til að svara skrifum kollega síns Oskar R. Lange sem hélt uppi vörnum fyrir hugmyndinni um miðstýrt hagkerfi. Í greininni færir Hayek rök fyrir því að miðstýrt hagkerfi geti aldrei jafnast á við dreifstýrt hagkerfi vegna þess að þekkingin sem þarf til að skipuleggja efnahagslíf með hagkvæmum hætti er dreifð um allt samfélagið. Það ógrynni upplýsinga sem þarf til verður aldrei gefið einni miðstjórn. Þar að auki virkar verðkerfið á frjálsum markaði með þeim hætti að nauðsynlegum upplýsingum er sjálfkrafa miðlað til fólks sem byggir síðan ákvarðanir sínar á þeim og þekkingu sinni.

Þýðing

Ef við getum sammælst um að hinn hagræni vandi samfélagsins snúist aðallega um hraða aðlögun að breytingum sem verða á tilteknum kringumstæðum, þá fylgir því að endanleg ákvörðun verði falin fólki sem er kunnugt þessum kringumstæðum, fólki sem þekkir breytingarnar með beinum hætti og þau úrræði sem eru tiltæk án tafar. Við getum ekki gert ráð fyrir að vandinn verði leystur með því að miðla öllum þessum upplýsingum til miðstjórnar sem, eftir að hafa samþætt alla þekkingu, gefur út tilskipanir. Við verðum að leysa hann með einhvers konar dreifstýringu. En hún leysir aðeins hluta vandans. Við þurfum á dreifstýringu að halda því einungis þannig getum við tryggt að þekking á tilteknum kringumstæðum verði nýtt tafarlaust. En „maðurinn á svæðinu“ getur ekki tekið ákvörðun sem grundvallast einungis á þeirri takmörkuðu en jafnframt nánu þekkingu sem hann hefur á veruleika nærum-

hverfisins. Enn er óleystur sá vandi að miðla honum eins miklum upplýsingum og hann þarf til að geta sniðið ákvarðanir eftir heildarmynstri breytinga í gjörvöllu hagkerfinu. Hve mikilli þekkingu þarf hann að búa yfir til að það takist? Hvaða atburðir, sem eiga sér stað utan þekkingarsviðsins, skipta máli fyrir staðbundnar ákvarðanir hans og hve mikið þarf hann að vita um þá? Það er varla neinn atburður neins staðar í heiminum sem ekki gæti haft áhrif á ákvörðunina sem hann ætti að taka. En hann þarf hvorki að vita af atburðunum sem slíkum, né um áhrif þeirra í heild sinni. Það skiptir hann ekki máli hvers vegna það er meiri spurn eftir einni gerð af skrúfum en annarri á vissri stundu, hvers vegna bréfpokar fást í meiri mæli en strigapokar, eða hvers vegna það er orðið erfiðara að verða sér úti um faglært vinnuafl, eða ákveðin vélaverkfæri. Það sem skiptir hann öllu máli er hversu auðveldara eða erfiðara er orðið að afla þeirra í samanburði við aðra hluti sem hann varða, eða hversu eftirsóttir aðrir hlutir sem hann framleiðir og neytir eru. Þetta er alltaf spurning um hlutfallslegt mikilvægi þeirra tilteknu hluta sem hann varða, og orsakirnar fyrir því að mikilvægið breytist koma honum ekki við nema að svo miklu leyti sem þau hafa áhrif á þessa áþreifanlegu hluti í hans eigin umhverfi.  Í grundvallaratriðum, í kerfi þar sem þekking á staðreyndum sem skipta máli er dreifð meðal margra, getur verð orðið til að samhæfa aðskildar gjörðir ólíkra einstaklinga á sama hátt og huglæg gildi hjálpa einstaklingi að samhæfa mismunandi þætti í

áætlunum sínum. Það er vert að hugleiða í stutta stund einfalt og hversdagslegt dæmi um virkni verðkerfisins til að átta sig á hverju það fær áorkað. Gerum ráð fyrir að einhvers staðar í heiminum komi fram nýr möguleiki á notkun á tilteknu hráefni, til dæmis tini, eða að einni af tinnámunum sé lokað. Það skiptir ekki máli hvað okkur varðar – og það er mjög mikilvægt að það skiptir ekki máli – hvor ástæðan hafi leitt til skorts á tini. Allt sem notendur tins þurfa að vita er að hluti af því sem þeir notuðu áður er nú nýttur á arðbærari hátt eftir öðrum leiðum og þar af leiðandi verða þeir að ráðstafa tini sparlegar. Það er jafnvel ekki nauðsynlegt að mikill meirihluti þeirra viti hvar þörfin er brýnust, eða í þágu hvaða þarfa þeir ættu að treina

birgðirnar. Ef aðeins sumir þeirra þekkja nýju eftirspurnina, og færa bolmagnið þangað, og ef fólkið sem er meðvitað um skarðið sem þannig myndast reynir í staðinn að fylla í það með öðrum leiðum, dreifist verkunin með hraði gegnum hagkerfið eins og það leggur sig og hefur ekki einungis áhrif á notendur tins heldur einnig þá sem nota staðkvæmdarvörur þess, og staðkvæmdarvörur þeirra, framboð allra hluta sem gerðir eru úr tini, og staðkvæmdir þeirra, og svo framvegis; og allt gerist þetta án þess að mikill meirihluti þeirra sem taka þátt í þessum breytingum viti eitthvað um upphafs­ orsökina. Heildin hegðar sér eins og einn markaður, ekki vegna þess að þátttakendur hafi yfirsýn yfir allt heldur vegna þess að takmörkuð sjónsvið þeirra skarast

nægilega þannig að viðeigandi upplýsingum er miðlað til allra í gegnum marga milliliði. Aðeins sú staðreynd að það sé eitt verð fyrir hverja verslunarvöru – eða öllu heldur að staðbundin verð tengist með hætti sem ræðst af flutningskostnaði, o.s.frv. – leiðir til lausnarinnar sem einn mannshugur með allar upplýsingar á reiðu hefði getað komist að (það er einungis hugmyndalegur möguleiki), en upplýsingarnar eru í raun dreifðar meðal allra sem taka þátt í ferlinu.

Heimild

Hayek, F. (1945). The Use of Knowledge in Society. American Economic Review, 519-530. http://www.econlib.org/library/ Essays/hykKnw1.html


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Fullgilt greiðslumat á þremur mínútum Nú geta allir fengið nákvæma mynd af greiðslugetu sinni með nokkrum smellum á arionbanki.is. Kynntu þér þessa spennandi nýjung


22 Hjálmar

Febrúar 2017

Stiklað á tímalínu hagfræðinnar Saga hagfræðikenninga er áhugaverð fyrir þær sakir að sumar urðu að lokum úreltar, aðrar stangast á og nokkrar standast enn tímans tönn Hér verða þær raktar í stuttu máli. T EXT I: Þ O R STE INN FR IÐR IK HAL L DÓ RSSON

Kaupauðgisstefnan

Jaðarnytjabyltingin

1500–1800

1850–1900

Kaupauðgisstefna (e. mercantilism) var ríkjandi efnahagsstefna í Vestur-Evrópu um langt skeið. Í henni fólst að beita virkri efnahagsstjórn til að draga úr innflutningi og efla útflutning. Markmiðið var að stuðla að ríkidæmi, völdum og sjálfbærni, þ.e. að tryggja að þjóðríkið væri óháð innflutningi frá öðrum löndum. Því var náð með eftirfarandi hætti:

Fram að jaðarnytjabyltingunni hafði sú kenning verið ráðandi meðal hagfræðinga að virði hluta væri fólgið í þeirri vinnu sem lögð er í að skapa þá. David Ricardo, Adam Smith, Karl Marx og búauðungar voru allir meira eða minna á þessu máli þó að tilbrigða gætti. En kenningin gat ekki skýrt hvers vegna demantur er dýrari en vatn, eitthvað vantaði. William Jevons setti fyrst fram hugmyndina um að virði gæða væri háð því hvaða not eða gagnsemi þau hefðu í huga kaupandans. Carl Menger útvíkkaði hugmyndina og mótaði lögmálið um minnkandi jaðarnytjar. Það skýrir meðal annars hvers vegna fólk hefur meiri greiðsluvilja fyrir fyrsta glasið af kóki en fyrir hið þriðja. Nú var hægt að leiða út framboðs- og eftirspurnarferla og jaðarnytjabyltingin lagði þar með grunninn að nýklassískri hagfræði.

ÎÎ Háir tollar á innfluttar, fullunnar vörur en lágir sem engir tollar á innfluttar hrávörur. ÎÎ Lágir sem engir skattar á útflutning fullunninna vara en háir skattar á útflutning hrávara. ÎÎ Markaðssókn erlendis til að finna kaupendur og skapa eftirspurn fyrir innlenda framleiðslu. Stefnan hafði jafnan í för með sér mikinn afgang af milliríkjaviðskiptum þannig að gullsjóðir ríkisins gildnuðu. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes hafði á orði að kaupauðgisstefnan og sú uppsöfnun gullsjóða sem af henni leiddi gæti hafa þjónað mikilvægum tilgangi með því að bæta lausafjárstöðu ríkja fyrir tilkomu þjóðargjaldmiðla.

Búauðgisstefnan síðari hluti 18. aldar Búauðgisstefnan (e. physiocracy) á rætur sínar að rekja til Frakklands á upplýsingaröldinni þar sem hópur hagfræðinga smíðaði kenningar um að ríkidæmi þjóðar væri fólgið í landbúnaði og jarðabótum. Þaðan kæmi gildisaukinn, ekki úr verksmiðjubúskap. Helstu málsvarar stefnunnar, svokallaðir búauðungar, voru François Quesnay og Anne-Robert-Jacques Turgot. Þeir börðust fyrir frelsi bændastéttarinnar og afnámi bændaánauðar. Turgot var einn af þeim fyrstu, ef ekki sá fyrsti, til að koma hugmyndinni um minnkandi jaðarafköst framleiðslu í orð.

Fjármagnið 1867 Í bókinni Fjármagnið gerði Karl Marx tilraun til að renna fræðilegum stoðum undir hugmyndafræði kommúnismans sem hann mótaði í Kommúnistaávarpinu árið 1948. Bókin er heljarinnar verk, gefin út í þremur bindum og tekur á hagfræði, félagsfræði og sögu. Meginþemað er að auðvaldið arðræni verklýðinn og að verkalýðurinn muni að lokum rísa upp gegn ranglætinu. Hann sagði að auðvaldið, þ.e. þeir sem eiga framleiðsluþættina, hirti gildisauka framleiðslunnar sem verkamenn skapa í formi hagnaðar. Samkeppni á markaði og tækniþróun myndi síðan leiða til þess að laun lækkuðu í sífellu þangað til verkalýðurinn tæki sig saman og gerði uppreisn.

Nýklassísk hagfræði 1850–2017 Enn í dag ræður nýklassísk hagfræði ríkjum í rekstrarhagfræði og myndar meginstrauminn ásamt keynesískri þjóðhagfræði. Hún nær yfir vítt svið en í aðalatriðum er hún nálgun sem tengir framboð og eftirspurn við skynsama valröðun og hagnaðarhámörkun hjá bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Hún snýst í grófum dráttum um þrjár meginforsendur: Fólk hefur skynsama valröðun milli mismunandi valkosta. Einstaklingar hámarka nytjar og fyrirtæki hámarka hagnað. Ákvarðanir eru óháðar á grundvelli fullkominna upplýsinga. Af forsendunum leiða síðan ýmsar hagfræðikenningar en kjarninn í nýklassískri hagfræði er markaðsjafnvægið sem verður til við hámörkun. Kenningasmiðir af þessum skóla eru fjölmargir, til að mynda Knut Wicksell, Alfred Marshall og Irving Fisher.

Klassísk hagfræði 1776–1870 Auðlegð þjóðanna eftir Adam Smith sem var gefin út árið 1776 markaði upphaf nýrrar hugmyndafræði. Boðskapur Smiths fór þvert gegn kaupauðgisstefnunni sem snerist um að safna í sjóði með virkri hagstjórn. Hann sagði að auðlegð þjóða fælist ekki í sjóðum heldur frjálsum viðskiptum sem grundvölluðust á gagnkvæmum ábata. Smith smíðaði hugtakið „ósýnilega höndin“ til að varpa ljósi á að þegar fólki er leyft að þjóna eiginhagsmunum sínum leiði það iðulega til þess að velferð samfélagsins í heild aukist. Önnur grundvallarsetning í klassískri hagfræði, einnig ættuð frá Smith, er að verkaskipting vinnuafls leiði til hagvaxtar. Fólk eigi að velja hæfileikum sínum farveg eftir eigin höfði og skipta afrakstrinum sín á milli. Aðrir kenningasmiðir klassísku hagfræðinnar eru Jean-Baptiste Say, David Ricardo, Thomas Malthus and John Stuart Mill. Ricardo setti fram kenninguna um „hlutfallslega yfirburði“ í viðskiptum sem segir að þjóðir eigi að sérhæfa sig í því sem þær kunna best og stunda viðskipti hver við aðra. Þannig, eins og með verkaskiptingu vinnuafls, aukist hagur allra.


Hjálmar 23

Febrúar 2017

The Use of Knowledge in Society

Keynesísk hagfræði eftir Keynes

1945

John Maynard Keynes lifði aðeins í tíu ár eftir útgáfu Almennu kenningarinnar. Síðan hafa margir fylgismenn haldið kenningum hans á lofti en útfærslurnar eru af ýmsum toga. Fyrstu áratugina eftir stríðslok var unnið að því að blanda keynesískri og nýklassískri hagfræði saman til að búa til heildarjafnvægislíkön fyrir atvinnustig og framleiðslu, sem grundvölluðust á því að laun væru tregbreytileg. John Hicks setti fram IS/LM-líkanið sem varð næstum því jafnáhrifamikið og kenningar sjálfs Keynes. Þessi líkön áttu sviðið fram að áttunda áratugnum þegar hin svokallaða kreppuverðbólga (e. stagflation) fór þvert á allar spár og kallaði á gagngera endurskoðun. Í dag kalla sumir sig nýkeynesverja meðan aðrir kalla sig póstkeynesverja og felst munurinn til dæmis í sýn á hlutverk peninga í líkönum, mikilvægi launatregðu og svo framvegis.

Austurríski hagfræðingurinn Friedrich Hayek birti sína frægu grein í riti Hagfræðisamtaka Bandaríkjanna. Aðalrökin voru að miðstýrður áætlunar­búskapur gæti aldrei jafnast á við markaðs­skipulag þegar kemur að skilvirkni vegna þess að þekking eins aðila er aðeins brotabrot af samanlagðri þekkingu allra í samfélaginu. Hann skrifaði: „Undrið er að í tilfellum eins og skorti á hrávöru, án þess að nein skipun sé gefin, án þess að flestir viðkomendur þekki tilganginn, þá sjá tugir þúsunda manna, sem ekki væri hægt að finna með mánaðalöngum rannsóknum, hag sinn í að vera sparsamari í ráðstöfun á vörunni; það er, þeir hreyfast í rétta átt.“

Um eðli fyrirtækja 1937 Hagfræðingurinn Ronald Coase lagði grunninn að nýrri undirgrein sem kallast nýja stofnanahagfræðin. Hann gaf út ritgerðina Um eðli fyrirtækja árið 1937 sem felur í sér hagfræðilega útskýringu á því hvers vegna einstaklingar koma saman til að stofna fyrirtæki og önnur félagaform í stað þess að athafna sig einir og sér á markaði. Ritgerð hans The Problem of Social Cost (1960) var enn áhrifameiri en í henni setti hann fram Coase-setninguna. Setningin segir að ef viðskiptakostnaður er enginn og eignarréttur er vel skilgreindur þá muni fólk og fyrirtæki semja sín á milli til að leysa deilur, innbyrða hvers kyns ytri áhrif frá framleiðslu og enda í hagkvæmri ráðstöfun. Nýja stofnanahagfræðin fæst við stofnanirnar sem mynda og liggja að baki markaðinum, til dæmis félagslegar og lagalegar venjur í samfélagi.

Almenna kenningin um atvinnu, vexti og peninga

1946–2017

Almanna­valsfræðin nær fótfestu 1962 Kenningar um almannaval leitast við að útskýra ákvarðanir og útkomur í pólitísku ferli með greiningartækjum hagfræðinnar. Samskonar tilraunir ná lengra aftur, jafnvel til Machiavellis, en með útgáfu Calculus of Consent árið 1962 eftir James Buchanan og Gordon Tullock var almannavalsfræðin fest í sessi sem undirgrein hagfræðinnar. Sjálfur lýsti Buchanan kenningunum sem „stjórnmálum án rómantíkur“. Samkvæmt almannavalsfræðinni eru kjósendur, stjórnmálamenn og embættismenn í hagnaðarhámörkun, rétt eins og neytendur og fyrirtæki. Hagnaðurinn er bara ekki jafnaugljós. Stjórnmálamenn hámarka völd á meðan embættismenn hámarka stofnanaumsvif sem hafa síðan afleiddan, peningalegan ábata í för með sér.

1936 Þegar Bretinn John Maynard Keynes gaf út bókina Almenna kenningin um atvinnu, vexti og peninga urðu þáttaskil í hagfræðinni. Þjóðhagfræðin sem við þekkjum í dag er að stórum hluta komin frá kenningum Keynes sem aðrir hafa síðan byggt á og útfært nánar. Keynes dró í efa ýmsar hugmyndir frá klassíska skólanum, sérstaklega þá að markaðurinn lagaði sig hæglega að niðursveiflu. Að hans mati hafði ríkisvaldið hlutverki að gegna til að örva markaðinn með auknum útgjöldum og minnka þannig atvinnuleysi þegar illa árar. Kjarninn í bókinni er að atvinnustig ákvarðist ekki af verði vinnuafls, launum, heldur af heildareftirspurn í hagkerfinu. Rúmum mánuði fyrir útgáfu skrifaði hann bréf til írska leikskáldsins og vinar síns George Bernard Shaw þar sem stóð: „Ég hef fulla trú á að kenningar mínar muni að miklu leyti bylta – ekki á einu bretti heldur á næstu 10 árum – því hvernig heimurinn lítur hagfræðileg vandamál.“ Það reyndist satt.

Ávarp Friedmans 1967 Í forsetaávarpi sínu á samkomu Hagfræðisamtaka Bandaríkjanna (AEA) færði Milton Friedman rök fyrir því að það væru engin fórnarskipti milli atvinnuleysis og verðbólgu til lengri tíma. Í mörg ár höfðu hagfræðingar notast við Phillips-kúrfuna sem sýnir neikvætt samband milli verðbólgu og atvinnuleysis en Friedman fullyrti að fólk myndi á endanum byggja væntingar sínar á viðvarandi verðbólgu og þannig draga úr mætti hennar til að stemma stigu við atvinnuleysi. Milton Friedman er einn áhrifamesti hagfræðingur sögunnar og árið 1976 fékk hann Nóbelsverðlaunin fyrir fjölþætt og mikilfenglegt framlag sitt til fagsins.

Elinor Ostrom 2009 Árið 2009 varð Elinor Ostrom fyrsta og eina konan til að hljóta Nóbelsverðlaunin í hagfræði. Þau fékk hún meðal annars fyrir fyrir að greina og sýna fram á hvernig hópur fólks gæti undir vissum kringumstæðum komið sér saman um ráðstöfun samgæða án aðkomu ríkisvalds. Átta forsendur þurfa að halda til að slíkt sé mögulegt, þeirra á meðal er að til sé ódýrt ferli (e. mechanism) til að leysa þær deilur sem spretta upp í tengslum við samgæðin.

Atferlishagfræði 1979–2017 Atferlishagfræðin er tiltölulega nýr angi. Hún tekst á við að skýra hvernig við tökum ákvarðanir á markaði og hvaða áhrif það hefur á markaðsverð, ávöxtun og fleira. Hún fær lánað frá öðrum greinum, til dæmis sálfræði og taugavísindum, til að varpa ljósi á það hvernig ákvarðanir okkar eru háðar alls kyns hugrænum bjögunum. Ein uppgötvunin var að þúsund króna tap bítur meira en ánægjan er af þúsund króna ávinningi, við erum sem sagt tapfælin að eðlisfari. Ritgerðin Prospect Theory: An Analysis of Decision under Risk (1979) eftir Daniel Kahneman og Amos Tversky ruddi brautina og sýndi hvernig ákvarðanir okkar eru oft ekki í samræmi við nýklassískar kenningar.

Nýja klassíska þjóðhagfræðin 1970–2017 Nýja klassíska þjóðhagfræðin byggir á nýklassísku stefnunni og felur þannig í sér ítarlegan rekstrarhagfræðilegan grundvöll með sérstaka áherslu á hagnaðarhámörkun og ræðar vændir (e. rational expectations). Gert er ráð fyrir að á hverjum tímapunkti hafi hagkerfið einstakt jafnvægi, hvað varðar atvinnustig og framleiðslu, sem næst með aðlögun verðs og launa. Hún tók við keflinu af keynesískri hagfræði sem ríkjandi þjóðhagfræðikenning um skeið eftir að kreppuverðbólgan á áttunda áratugnum kallaði á gagngera endurskoðun. Hagfræðingurinn Robert Lucas fór fyrir þessum nýja skóla. Hann gagnrýndi keynes­ verjana af hörku og sagði að það væri einfeldningslegt að reyna að spá fyrir um áhrif efnahagsaðgerða með því að greina hagræn tengsl í sögulegum gögnum, sér í lagi þegar gögnin væru mjög samanlögð (e. aggregated).

The Market for Lemons 1970 Segja má að ritgerðin The Market for Lemons eftir George Akerlof sé ein sú vinsælasta meðal hagfræðinga ef vinsældir eru mældar með fjölda tilvísana. Hún fjallar um ósamhverfar upplýsingar og hvernig ósamhverfan getur leitt til lítt ákjósanlegrar niðurstöðu. Akerlof notaði dæmi um markað fyrir notaða bíla sem eru misjafnir að gæðum. Ef kaupandi getur ekki greint gæðin til fulls og byggir því greiðsluvilja sinn á væntingum þá munu góðir bílar hverfa af markaðinum vegna þess að seljendur þeirra fá ekki fullt verð.


24 Hjálmar

Febrúar 2017

Hafa námslán áhrif á námsval? Námslánafrumvarpið sem strandaði á þingi hefði valdið fækkun nemenda í kennslugreinum og hjúkrunarfræði. Núverandi kerfi er hinsvegar kostnaðarsamt og er þörf á vel ígrunduðum breytingum.

Í Heiða Vigdís Sigfúsdóttir skrifar

áraraðir hafa hagsmunafélög íslenskra stúdenta barist fyrir bættu námslánakerfi. Á seinasta ári var loks lagt fram frumvarp til laga á Alþingi um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna, LÍN. Frumvarpið varð um leið afar umdeilt þar sem m.a. var bent á að meirihluti námsmanna myndi hagnast á kostnað þeirra sem mest þyrftu á námslánum að halda. Minna var fjallað um þau áhrif sem breytingarnar gætu haft á námsval einstaklinga og langtímaáhrif á vinnumarkaðinn. Breytingarnar gætu haft þau áhrif að framtíðartekjur kandídata myndu skipta mun meira máli í námsvali þeirra. Það gæti leitt til skorts á vinnuafli í láglaunaatvinnugreinum sem vinna að almannaheill og jafnframt dregið úr aðsókn að hvers konar námi sem krefst skólagjalda, s.s. námi í erlendum háskólum og hvers konar listnámi.

Áhætta fjárfestingar í menntun

Gríðarleg áhætta er fólgin í fjárfestingu í menntun. Við upphaf náms getur verið erfitt fyrir nemanda að sjá fyrir framtíðarlaun og enn erfiðara er fyrir utanaðkomandi fjárfesti að sjá slíkt fyrir. Óvíst er hve mikla hæfni og áhuga nemandi hefur á námi og hversu mikinn metnað hann kýs að leggja í það. Auk þess skiptir máli hvar hann stendur miðað við samnemendur sína og þá sem kunna að sækjast eftir sömu störfum að námi loknu. Vinnumarkaðurinn er einnig í stöðugri breytingu og aðstæður geta verið gjörbreyttar frá upphafi náms og þar til nemandi fer út á vinnumarkaðinn. Í núverandi regluverki LÍN fellur mest áhætta á ríkissjóð en í staðinn er áhætta nemenda – eða lánþega – lágmörkuð.

Geta námslán stuðlað að fjölbreyttum vinnumarkaði?

Tekjutengdar afborganir námslána lágmarka áhættu nemenda þar sem þær eru tengdar við tíma en ekki upphæð lánsins. Það leiðir til þess að afborganir eru lægstar á fyrstu árum lánþega á vinnumarkaði þegar laun hans eru lægst en hæstar á árunum áður en lánþegi fer á eftirlaun þegar tekjur hans hafa náð hámarki. Víðs vegar í heiminum hafa tekjutengd námslán verið tekin upp til að stuðla að jöfnum réttindum til náms óháð efnahag. Jafnframt til að stuðla að fjölbreyttum vinnumarkaði en tekjutengd námslán voru til að mynda tekin upp í Bandaríkjunum árið 1993 til að koma í veg fyrir skort í atvinnugreinum sem stuðla að almannaheill með minni tekjumöguleika, s.s. kennslu og hjúkrun.

Þörf á vel hönnuðu lánakerfi

Ástralski hagfræðingurinn Bruce Chapman hefur verið mikill talsmaður tekjutengdra námslána. Hann hefur bent á að til þess að slík námslán gefi besta niðurstöðu, bæði fyrir ríkissjóð og námsmenn, þurfi regluverkið að vera mjög vel hannað. Það að afborganir séu tengdar við tíma en ekki upphæð lánsins getur leitt til svokallaðs freistnivanda. Hann lýsir sér þannig að lánþegar geta hagnast á því að taka gríðarlega há lán þar sem þeir sjá ekki fram á að greiðslubyrði þeirra muni aukast og sjá jafnvel fram á að greiða lánið aldrei til baka að fullu. Í regluverki LÍN er ekkert þak á lánsupphæð nemenda. Freistnivandinn hefur því leitt til þess að mikill hluti af námsstyrk ríkisins hefur farið í afföll lána sem sitja eftir við andlát lánþega. Það hefur orðið til þess að um 74% af námsstyrkjum hafa farið til 20% skuldsettustu námsmannanna. Niðurgreiðsla ríkisins felst einnig í greiðslu á vaxtamun sem dreifist á alla

lánþega. Námslán eru lánuð út með 1% vöxtum sem byrja að teljast þegar nemandi útskrifast. Lánasjóðurinn greiðir hins vegar 3,69% vexti fyrir fjármögnun sína (miðað við 2015) og greiðir því niður þennan vaxtamun.

Námsval myndi takmarkast

Í frumvarpinu er lagt til að dreifa námsstyrkjunum á jafnari hátt með beinum fjárstyrkjum á námsmenn alla upp á 65.000 kr. á mánuði, níu mánuði ársins. Í staðinn yrðu lánin með hærri vöxtum og með jöfnum afborgunum til 40 ára. Það myndi leiða til þess að sá hópur sem ekki þarf á námslánum að halda hagnast. Þeir sem ekki þurfa á háum námslánum að halda hagnast einnig og geta komist hjá skuldsetningu. Hins vegar hefðu breytingarnar mikil áhrif á þann hóp nemenda sem þarf á hærri námslánum að halda en 65.000 kr. á mánuði. Breytingarnar myndu því aðallega hafa áhrif á námsval þeirra. Miðað við seinustu ár er um helmingur námsmanna sem tekur námslán hjá LÍN. Ef breytingarnar sem lagðar voru til myndu ganga í gegn má ætla að minni hluti námsmanna tæki námslán. Það myndi skilja eftir hóp lánþega sem virkilega þarf á námslánum að halda til að stunda háskólanám. Það er til að mynda þeir nemendur sem ekki fá stuðning við búsetu, þurfa að greiða skólagjöld eða eru með börn á framfæri. Námsval þeirra myndi takmarkast við greinar sem gefa góða tekjumöguleika en gæti líka komið í veg fyrir að hópur nemenda hefði færi á að sækja háskólanám yfirhöfuð. Breytingarnar myndu hámarka áhættu þessa námsmanna en lágmarka áhættu ríkisins – eða LÍN.

Djúpstæð áhrif á íslenskt velferðarkerfi

Breytingarnar gætu leitt til þess að færri myndu sækja greinar

sem gefa litla tekjumöguleika, t.d. kennslugreinar og hjúkrunarfræði. Á Íslandi hefur nú þegar byrjað að myndast skortur í þeim greinum og gætu breytingarnar því haft djúpstæð áhrif á íslenskt velferðarkerfi. Þær gætu einnig haft mikil áhrif á fjölbreytni í íslensku atvinnulífi þar sem færri hefðu kost á því að sækja nám erlendis, til að mynda í framúrskarandi háskólum erlendis sem krefjast skólagjalda. Auk þess eru ýmsar námsleiðir á Íslandi sem krefjast skólagjalda á borð við hvers konar listnám. Námslánin myndu safna upp vöxtum meðan á námi stendur með fyrstu afborgunum ári eftir útskrift. Fyrstu árin á vinnumarkaðnum gætu því reynst lánþegum fjárhagslega erfið þar sem hlutfallslega hár hluti launa þeirra færi í afborganir námslána. Í staðinn myndi hlutfall afborgana af launum fara lækkandi með árunum og jafnvel verða lítill hluti launa við eftirlaunaaldur.

Þörf á kerfisbreytingum í menntamálum

Á seinustu áratugum hefur fjölgað mjög í þeim hóp sem sækir háskólamenntun á Íslandi. Hefur það orðið til þess að LÍN hefur með árunum orðið mun kostnaðarsamari fyrir ríkissjóð. Ljóst er að þörf er á miklum breytingum á regluverki LÍN. Þá er nauðsynlegt að huga að öllum þeim afleiðingum sem regluverk námslána geta haft. Vera má að í stað þess að umbylta kerfinu öllu sé hægt að finna betri leið fyrir tekjutengd námslán og bregðast á annan hátt við freistnivandanum sem myndast hefur. Jafnframt þarf að huga að því að því að hvatar námslánakerfisins þjóni markmiði sínum sem er lögum samkvæmt „að tryggja þeim sem falla undir lög þessi tækifæri til náms án tilliti til efnahags“.



26 Hjálmar

Febrúar 2017

Dreifstýrðir dómstólar Hagfræðin á bak við deilur

B David D. Friedman skrifar

andaríkjamaðurinn David D. Friedman er prófessor við lögfræðideild Santa Clara-háskólans í Kalíforníu. Hann er eðlisfræðingur að mennt með doktorsgráðu frá Chicagoháskólanum og hefur skrifað töluvert um réttarhagfræði, þar á meðal um sjálfsprottið lögskipulag á Íslandi á þjóðveldisöld. Áhuga á hagfræði á hann ekki langt að sækja en faðir hans Milton vann til Nóbelsverðlauna í hagfræði árið 1976. Friedman situr við skriftir þessa dagana og veitti Hjálmari leyfi til að birta eftirfarandi kafla úr óútgefinni bók sem fjallar um hagfræðina á bak við úrlausn deilna.

Feud Law

As we shall see, what usually happens in our early medieval sources is that, when one social group, usually a family or kindred but occasionally an institution such as a monastery, is wronged, it makes a great display of its anger, of the fact that it has been wronged and of the fact that it has the right to extract vengeance upon the wrongdoers. Pressure is thereby brought upon the original attackers to make reparation, either informally or through the local officers of the law, or sometimes through the mediation of the church. Where

1) Describing it as private raises the question of how one distinguishes between a government and private institutions to enforce rights, commonly regarded as a governmental function. For my answer see Friedman 2014, Chapter 52. 2) The feud systems we have looked at are saga period Iceland, northern Somalia, Commanche Indians, and

compensation is not paid, the aggrieved party sometimes carries out a retaliatory attack. If the correct procedures have been followed, a successful vengeance killing is held to be quite legal, and terminates the dispute. There is little conception that the recipients of the retaliatory attack have any right to feel aggrieved, or that they would be justified in responding violently to it. (Guy Halsall, “Reflections on Early Medieval Violence: The Example of the Blood Feud”) Most moderns take it for granted that law is, must be, enforced by the state. Criminal offenders are

Romani–different versions for Vlach Rom, Romanichal, and Kaale. Other feud systems I am aware of include the Bedouin system described in a paper by one of my students, webbed at http://www.daviddfriedman. com/Academic/Course_Pages/Legal_Systems_Very_ Different_13/LegalSysPapers2Discuss13/Bedouin_Law. htm, the Nuer described by Evans-Pritchard, and the

detected and arrested by police, prosecuted by government prosecutors, tried in government courts and punished by the government. Eighteenth-century England had a modified version of that system, with criminals, like tortfeasors in a modern system, detected and prosecuted privately but tried and punished by the state. We have now seen a number of societies in which law enforcement was private and decentralized. That pattern, although strange to us, is historically common. It seems likely that in many, perhaps most, societies it was the original form of law on top of which later legal systems were constructed.

northern Albanian system described in The Code of Lekë Dukagjini. 3) I am describing a feud system not a feudal system. The two words sound similar but are unrelated in both meaning and etymology. “Feudal” comes from medieval Latin “feodum,” meaning a fief or fee, from Frankish fehu (cattle, owndom, property, fee) possibly from proto-


Hjálmar 27

Febrúar 2017

„Failing to avenge wrongs to yourself costs status. Forcing the person responsible for a wrong to pay compensation gains status, even if the wrong was to someone else.“

„I call it feud law. Its logic is simple. If you wrong me, I hreaten to harm you unless you compensate me.“ I call it feud law. Its logic is simple. If you wrong me, I threaten to harm you unless you compensate me. In order to work, it must solve four different problems: 1. My threat to harm you must be more believable if you have wronged me than if you have not. 2. There must be ways of making it likely that I will carry out my threat despite the risks.

3. There must be ways of enforcing the rights not only of the strong but of the weak. 4. There must be ways of terminating feud, preventing the pattern of continued back and forth violence that the word suggests to the modern ear. All of these problems must be solved for feud to provide an adequate mechanism to enforce law. All have been solved in real world feud systems.

1. Right Makes Might

If my threat is equally effective whether or not you have actually wronged me, it works as well for extortion as for law enforcement. A feud system requires some mechanism that makes the threat more believable when you have wronged me than when you have not. Saga period Iceland shows one way of solving this

germanic “fehu” (cattle) from Indo-European *peḱu-, livestock. “Feud” comes from “fede” (“enmity, hatred, hostility”) ultimately from proto indo-European root *peig- “evil minded, hostile.” 4) Sutherland 1986. 5) p. 87: “The main aim is to bring together the opposing parties, and, through a compromise, to allow consensus to be reached. After the judges decide that a common position has been

problem. If I believe you have wronged me, I take you to court. The court gives a verdict—you owe me fifty ounces of silver. You pay or you do not pay. If you do not pay, the court outlaws you. Once you are outlawed, it is legal for me to kill you, illegal for anyone to feed you, shelter you, defend you. Friends who might want to defend you know that any clash will lead to further legal suits in which they will be on the losing side. If they refuse to pay damages, the kin of anyone they injure will be pulled into the coalition against them. The court system is the mechanism through which right, as defined by the existing law code, makes might. The Romanichal achieve the same objective in a less formal way. Instead of a law code there is a system of community norms. If you have wronged me as judged by those norms and fail

to compensate me, my friends will back me in the resulting clash, your friends will not back you. The legal system of Somaliland is somewhere between the two. Law is customary—unlike the Icelandic case, there is no legislature. The courts that settle disputes are ad hoc, formed for the dispute. But they have enough legitimacy, in the eyes of neighbors and potential allies of both sides, to give their verdict weight. When I first read about Gypsy law I interpreted the Romanichal’s legal system as a feud system, the Vlach Rom’s as a system of communal control operating through the kris. A more detailed account of the Vlach Rom in America, however, made it clear that they too had a feud system, with feuds fought out in large part by manipulating the gaje authorities to impose costs on one or the other of the opponents. The kris of the Vlach Rom is no more a government than the court of the Somali. Both are, like the Icelandic court, mechanisms for settling disputes in a feud system by involving members of the society not themselves party to the feud, using ad hoc judges rather than professionals. The details vary from one system to another but the basic logic is the same.

2. Commitment

When I threaten to harm you, you respond that if I do you will retaliate, making the exchange a loss for both of us. For the system to work, I need some way of committing myself, making it in my interest to carry out my threat despite the risk, in your interest to back down and compensate me. The simplest solution predates our species–territorial behavior. One member of a territorial species somehow marks the territory he is claiming. Doing so turns a metaphorical switch in his brain, commits him to fight more and more desperately against a trespasser the further into his

established to some extent, they hold consultations (they may also retire), formulate a decision in the case that is acceptable to everyone involved, and publicly declare it.” Marushiakova and Popov, p. 87, describing the kris in Eastern and Central Europe. 6) For a good webbed discussion, see http://people.eku. edu/ritchisong/birdterritories.html. Possibly Alcock, John. Animal Behavior: An Evolutionary Approach, Tenth Edition.

territory the trespasser comes. Unless the aggressor is much stronger than the defender, a fight to the death is a loss for both. So once the commitment is clear, it is in the interest of the trespasser to retreat. The corresponding mechanism in humans, used to defend a much broader set of claims, is vengefulness. When someone has wronged you, you very much want to get back at him, even at some risk to yourself. Considered ex post, after the fact, it looks like an irrational passion, one that can quite easily get you killed. Considered ex ante, it may well be a rational commitment strategy. The fact that you will revenge yourself against anyone who wrongs you, even at considerable cost to yourself, is a reason not to wrong you. Human societies provide other commitment strategies as well, most obviously reputation and status. Your failure to carry through on your threat, to revenge yourself on one who has wronged you and refused to pay compensation, marks you as a wimp. Being known to be a wimp lowers your status. It also marks you as a safe target for future wrongs. Failing to avenge wrongs to yourself costs status. Forcing the person responsible for a wrong to pay compensation gains status, even if the wrong was to someone else. That explains the volunteer enforcer, someone who faces down an aggressor on behalf of a victim too weak to do it himself, a pattern we observe in the Icelandic sagas and in accounts of conflicts among the Comanche Indians. What if the wrong you suffer leaves you dead, unable to either threaten or execute vengeance? To deter killing, you need a commitment strategy that lasts past death. Real-world feud systems provide it. Under Icelandic law, killing me gives my kin a claim against you, the right to collect money damages and, if not acceptably compensated in an out of court settlement, have you outlawed. The kin have a double incentive to enforce that claim. It may let them collect a considerable amount of money. It also gives anyone who might want to kill one of them a reason not to. The same mechanism, a claim for damages inherited by the living, exists in other feud systems such as the Somali.

3. Protecting the Weak

A fight to the death between two birds may be a loss for both but a fight to the death between an elderly man with no allies and an aggressor backed by half a dozen friends is likely to be a loss for only one. In order for feud to do an adequate job of protecting

Massachusetts: Sinauer Associates, Inc., 2013. 7) I discuss rights among humans, considered not as a moral or legal category but a description of behavior, as a more elaborate version of the same pattern of behavior in Friedman 1994 and Friedman 2014, Chapter 52. 8) Marushiakova, Elena and Popov p. 78, describing conflict settlement among the Romani.


28 Hjálmar rights, it needs some mechanism that works for weak as well as for strong. The Icelanders solved that problem by making claims for damages transferable. The elderly man who knows that if he tries to prosecute his claim himself he is likely to be beaten up on his way to the court transfers his claim to a friend or neighbor who can enforce it. If enforcing it is not too hard, they split the cash. And how­ever the compensation is divided, at least the aggressor has paid for his crime. The Somali had a different system. The individual is a member of a dia-paying group, a coalition formed in advance. If he is wronged, the other members of the group are entitled to part of the damages. Just as with the Icelandic kin group, that gives them a double incentive, cash and reputation, to make sure they are paid.

4. Terminating Feud

The simplest way of ending a feud is for one side to compensate the other for the damage done, ideally at the first step. One reason not to do so is the belief by the initial aggressor that he can get away with refusing, that the other will back down. Another is the belief that he does not owe anything, that he is in the right. If he is in the right and pays anyway that will mark him as a wimp, an easy target. Better to respond to force with force and hope the other party will back down instead. The Icelandic solution was arbitration. Find someone prominent, respected, power­ ful. Have both parties agree to accept his settlement of the dispute. Paying what he says you owe does not mark you as a wimp. Refusing to do so not only makes you look bad and makes settlement more difficult in any future dispute, it gets you a new and powerful enemy. A similar approach was used by at least some other feud societies, including the Romani. “When a problem arises, initially, attempts are made to resolve the problem on the spot in order to avoid convening the court. This is usually done when the parties engaged in a dispute approach some respected person (or several respected members of the community) for assistance, who then make their pronouncement on the spot.” The Somali system also offers a broader solution. When the amount of killing reaches an unacceptable level, raise the price–have the clans whose members have been feuding agree to increase dia, the damage payment for killing.

The First Legal System

No modern state uses a feud system to settle conflicts among its citizens, although some groups within modern states, such as the Romanichal

Febrúar 2017

or Kaale, continue to do so. But a number of existing legal systems show clear evidence of having been built on top of pre-existing feud systems. The clearest example is Anglo-American common law. It evolved out of Anglo-Saxon law. Anglo-Saxon law, at least prior to its final century, was essentially Icelandic law plus a king. The king claimed that some offenses were violations of the king’s peace, hence that offenders owed damages to both him and the victim. Expand that approach enough and eventually the exception swallows the rule, converting all crimes into offenses against the crown. For another example, consider Jewish law. The rules for killing put the job of executing a killer whose crime is ruled capital on the Avenger of Blood, the heir of the victim. They also give him the right to kill a killer whose crime is ruled not capital if he can intercept him on the way back to his city of refuge. Similarly, Islamic law assigns the job of prosecuting a killer to the victim’s kin, gives them the right to retaliation if the killing was capital and of collecting diya, wergeld, from a non-capital killer or a capital killer against whom they choose not to retaliate. Roman law, on which ­European civil law is ultimately based, is a less clear case. Its earliest known form, the Law of the Twelve Tables, has survived only in fragments deduced from other documents. It has features that suggest a pre-existing feud system, such as references to the circumstances under which a victim is entitled to kill someone who has committed a crime against him. Later Roman law preserved extensive elements of private action, obligating the plaintiff to bring the defendant to court, if necessary by force, and giving a successful plaintiff in some contexts the right to kill the defendant or sell him into slavery. Theft in early Roman law was treated as a tort, only later also as a crime.

Feud in the Modern World

Modern formal legal systems are based on centralized enforcement by the state but much informal enforcement follows the logic of feud law. Private norms of behavior are enforced by private action, at least some of which involves the threat of retaliation—true hostile gossip and sometimes more. Robert Ellickson, in his description of the system of norms of neighborly behavior in modern day Shasta County, California, gives an example. If a neighbor who repeatedly lets his cattle stray into another’s field and damage his crop fails to apologize and help undo the damage, the victim may respond by driving the cattle off his property and a fair distance down the road in the direction away from their owner’s farm.

9) D. Friedman, “Private Prosecution and Enforcement in Roman Law” in Roman Law and Economics, Giuseppe Dari-Mattiacci ed. 10) Ellickson 1994. 11) Black 1986. “Like the killings in traditional societies described

„Much of the crime in a modern society can be interpreted as private enforcement.“ Much of the crime in a modern society can be interpreted as private enforcement. A retaliatory killing in the course of a conflict among urban gangs is one example, a husband who discovers another man in bed with his wife and shoots him another. Donald Black has argued that “most intentional homicide in modern life is a response to conduct that the killer regards as deviant.”

Appendix: Hatfields and McCoys, The Feud that Mostly Wasn’t

According to a popular tale, the Hatfields and McCoys, two families of Appalachian hillbillies living on opposite sides of the Tug Fork, the border between Kentucky and West Virginia, started killing each other before the end of the Civil War and continued to do so through a long series of revenge killings, each inspiring the next, for some decades thereafter. The real history is shorter and less dramatic. Asa McCoy volunteered for the Union Army, was invalided out, returned to the Tug valley and was killed, a murder often claimed to have been the first in the feud. There is, however, no evidence that his death had anything to do with a family feud and who killed him was never discovered. Practically everyone in the Tug Valley other than Asa, both Hatfields and McCoys, was pro-Confederate, providing an obvious motive for his killing. The first definite conflict between Hatfields and McCoys occurred 13 years later, when Old Ranel, the patriarch of the McCoy clan, suspected that Floyd Hatfield had stolen one of his hogs. Instead of getting down his rifle and telling his boys to fetch theirs, however, Ranel took his suspicions to the nearest Justice of the Peace. Floyd Hatfield was tried and acquitted. A year and a half later, two of Ranel's nephews got in a fight with Bill Staton, a relative of both families who had been a witness for Floyd Hatfield's side in the trial, and killed him. They were arrested, tried, and acquitted on grounds of self-defense—on the Hatfield side of the river by a Hatfield judge. No revenge killings followed. The first violence fitting the pattern of a proper family feud occurred in 1882. In the course of an election day fight, Ellison Hatfield was badly wounded-

shot and stabbed–by three of the McCoys. The three were arrested and on their way to the Pikeville, Kentucky, jail when their party was intercepted by a larger group led by Anse Hatfield and the prisoners seized. The captors, uncertain whether Ellison's wounds were mortal, waited until he died and then, on the Kentucky side of the river, killed the three McCoys. That should, of course, have brought forth return violence from the McCoys. What actually happened was that they took the matter to a Kentucky court, which issued warrants for twenty-one of those involved in the killing but did nothing else. Five years passed with no further violence. At which point a new governor of Kentucky was elected who happened to be a friend of Perry Cline, a lawyer, friend and distant relative of Ranel McCoy who had lost out to Anse Hatfield in a lawsuit some years before. Cline persuaded the governor to announce rewards for Anse Hatfield and his fellow killers and begin extradition proceedings. Before the governor of West Virginia had replied to the request for extradition, a Kentucky posse crossed the state border into West Virginia and captured Selkirk McCoy, despite his name considered a Hatfield supporter. That set off the second instance of retaliatory killing. A group of Hatfield supporters attacked Ranel McCoy’s home, burned it, and killed two of his adult children. That was the point at which the conflict began to draw national attention, with newspapers describing it in dramatic and wildly exaggerated terms. Shortly thereafter further raids into West Virginia killed Vance Hatfield, Anse Hatfield’s uncle, and captured seven more Hatfield supporters while another voluntarily surrendered. The West Virginia court responded by issuing warrants for the arrest of the twenty members of the posse responsible for killing Vance Hatfield. Continued efforts by Kentucky bounty hunters, most of whom had no connection with the McCoys, led to a battle between a Kentucky posse and a West Virginia posse and the murder by the leader of the former of one member of the latter. At which point the conflict was over, at least for the two families. Not, however, for the lawyers. The governor of West Virginia demanded the return of citizens of his state who had been kidnapped to Kentucky to be tried in a Kentucky court. The case eventually reached the Supreme Court which held that although the kidnapping was illegal there was no recourse; once the nine were in Kentucky, the Kentucky court could try them. Two things are worth noting about the story. The first is that, by Waller’s account, only six

by anthropologists, then, most intentional homicide in modern society may be classified as social control, specifically as selfhelp, even if it is handled by legal officials as crime.” 12) Different sources vary in detail.

killings were directly due to conflict between the families– five revenge killings of McCoys, one the killing of Ellison Hatfield that inspired the first revenge. One Hatfield and one member of the West Virginia posse were killed by Kentucky posses and one Hatfield condemned to hang by a Kentucky court. The other is that, so far as we can tell, the feud would have ended with a total of only four killings—for five years had ended—had not the state government of Kentucky chosen to revive it.

References

Black, Donald, “Crime as Social Control,” American Sociological Review 1983, Vol. 48 (February:34-45) Ellickson, Robert, Order Without Law, Harvard University Press1994. Friedman, David, "A Positive Account of Property Rights," Social Philosophy and Policy 11 No. 2 (Summer 1994) pp. 1-16. Friedman, David, The Machinery of Freedom: Guide to a Radical Capitalism, 2014. Marushiakova, Elena and Popov, Vesselin, “The Gypsy Court in Eastern Europe,” In: Romani Studies. Vol. 17, 2007, 1: 67101. https://www.academia. edu/4351130/The_Gypsy_ Court_in_Eastern_Europe Rice, Otis K., The Hatfields and the McCoys, Lexington University Press of Kentucky, 1978. Sutherland, Anne, Gypsies: The Hidden Americans, Waveland Press 1986 reissue of 1975 original. Waller, Altina L., Feud: Hatfields, McCoys, and Social Change in Appalachia, 1860-1900, University of North Carolina Press, 1988. “Conversely, the Pactus Legis Salicae of c.511 penalized heavily attempts to conceal a killing. Its compilers envisaged a treble fine for those who hid a body or threw it down a well” Halsall p. 14 As noted, in sixth-century Gaul, the local count or judge had to decide in favour of a plaintiff before vengeance could be taken. Halsall p. 20 See S. WHITE, 'Feuding and Peace-Making in the Touraine around the year 1000', in Traditio, 42, 1986, pp. 195263; G. KOZIOL, 'Monks, feuds and the making of peace in eleventh-century Flanders', in T. HEAD & R. LANDES (ed.), The Peace of God. Social Violence and Religious Response in France around the Year 1000, Ithaca, Cornell University Press, 1992, pp.239-258. Early medieval faida. Halsall, Guy, “Reflections on Early Medieval Violence: The example of the "Blood Feud,”” in Memoria y Civilisacion, Vol. 2, No. 1, 1999, p. 7-29.

13) A good source on the details of the feud is Rice, …. . Waller provides a detailed account sympathetic to the Hatfields and setting the conflict in the context of economic and social changes occuring in the area at the time.


Við þökkum eftirtöldum aðilum stuðninginn

Styrktarlína

Faxaflóahafnir


30 Hjálmar

Febrúar 2017

Hvaða kröfu getum við gert til fasteignarinnar? Þ

Ri,t = αi + βiRtM + ϵi,t Ri,t er raunávöxtun bæjarfélags i á tíma t að áhættulausum vöxtum frádregnum. RtM er markaðsávöxtun á tíma t að áhættulausum vöxtum frádregnum. Í stuttu máli gengur CAPM (Capital Asset Pricing Model) líkanið út á að reikna út hvaða ávöxtunarkröfu er eðlilegt að gera til eignar með ákveðna eiginleika. Líkanið er alls ekki gallalaust, en það hefur einmitt verið gagnrýnt fyrir óraunhæfar forsendur. Í tilfelli fasteigna verða forsendurnar enn óraunhæfari, en þær eru: 1. Allir fjárfestar eru verðþegar. 2. Allir fjárfestar horfa jafnlangt fram í tímann. 3. Fjárfestar fjárfesta einungis í eignum sem ganga kaupum og sölum á markaði. 4. Hvorki eru til skattar né viðskiptakostnaður. 5. Það eina sem skiptir fjárfesta máli er hámörkun væntrar ávöxtunar og dreifni. 6. Vænting ávöxtunar, dreifni, samdreifni og annarra þátta er einsleit. Ekki einungis er gerð krafa um að á markaði séu aðeins „homines eokonomiki“ heldur gerir líkanið hvorki ráð fyrir sköttum né viðskiptakostnaði. Því er raunhæft að treysta á að sannleiksgildi líkansins bendi til þess að aðeins eitthvert samband sé milli ávöxtunar og áhættu á fasteignamarkaði skv. einsþátta líkani og varla meira en það. Rannsóknartímabilið er 25 ár, frá 1991 til 2015. Gögnin sem stuðst er við er meðalraunverð seldra eigna í 40 stærstu bæjarfélögum á Íslandi. Síðar er tekinn fyrsti mismunur af lógarithma meðalverðsins til að fá hlutfallslega raunávöxtun á fasteignamarkaði.

Fjórir hópar

Í meðfylgjandi töflu má sjá niðurstöður rannsóknarinnar, en í grófum dráttum mætti skipta bæjarfélögum upp í fjóra hópa eftir β-stuðli annars vegar og útskýringarmætti (R2) hins vegar. Fyrsti hópurinn samanstendur af bæjarfélögum með háan β-stuðul

TAFL A 1

Tölfræðileg samantekt

β og R2 eftir bæjarfélögum 1.5

Min Miðgildi Meðaltal Max

Ri;t -84.630 1.465

1.453 101.100

Rt -10.940 2.079

1.680 22.070

M

MYND 1

 Beta  R2

R2 0.002 0.192 0.295 0.957 β 0.080 0.825 0.825 1.442

og sterkan útskýringarmátt. Í þeim hópi er höfuðborgin eins og hún leggur sig, að viðbættum Selfossi, Hveragerði og Akranesi, og að Garðabæ undanskildum. Bæjarfélög höfuðborgarsvæðisins hafa eðlilega mestu áhrifin á stýribreytuna m.v. önnur bæjarfélög t.d. vegna mikillar veltu á húsnæðismarkaði og ytri bæjarfélögin verða fyrir áhrifum af því. Annar hópurinn samanstendur af bæjarfélögum með háan β-stuðul en veikan útskýringarmátt. Þessi hópur er fjölbreyttasti hópurinn, en hann samanstendur af bæjarfélögum víðs vegar um landið en tölfræðilega séð þarf ekki nema örfáar upp- eða niðursveiflur í takt við markaðinn til að mælast með hátt β. Bæjarfélögin sem falla undir þennan hóp eru m.a. Eyrarbakki, Reyðarfjörður, Bolungarvík og Búðarhreppur. Eyrarbakki trónir á toppi listans með hæsta β-gildið en niðursveiflan sem Eyrarbakki varð fyrir í kjölfar falls íslensku bankanna var krappari en niðursveifla markaðarins. Reyðarfjörður aftur á móti bjó við sérstaklega góða ávöxtun með tilkomu álversins á tímabilinu. Þriðji hópurinn samanstendur af bæjarfélögum með lágan β-stuðul og sterkan útskýringarmátt. Á

0.8

1.0

0.6 R2

skrifar

Beta

Jón Sigurður Snorri Bergsson

að sem fasteignaeigendum er efst í huga við kaup er eflaust staðsetning og eiginleikar eignarinnar, þ.e. stærð, fjöldi hæða, svalir (og hvort það sé ekki alveg örugglega fataherbergi og gufubað) og margt fleira. Það er að segja, framtíðarverðþróun markaðsverðs eignarinnar er ekki endilega það sem kaupendum er efst í huga við fasteignakaup. Þrátt fyrir allt eru fasteignir áhættusamar eignir jafnt og verðbréf. Í orði mætti því meta samband áhættu og ávöxtunar á fasteignamarkaði með eins þáttar CAPM-líkani, þar sem stýribreytan er summa vegins meðaltals ávöxtunar allra þeirra bæjarfélaga sem til athugunar eru. M.ö.o.

0.4 0.5 0.2

0.0 Vestmannaeyjar

0.0 Ólafsvík

Akureyri

Íslandi eru engin bæjarfélög sem falla undir þennan hóp. Fjórði og seinasti hópurinn samanstendur af bæjarfélögum með lágt β og veikan útskýringarmátt. Í botnsæti listans eru þau bæjarfélög sem falla undir þennan hóp en þau bæjarfélög eru síst í tengingu við stefnu og strauma íslenska húsnæðismarkaðarins.

Útskýrimáttur minni en í Svíþjóð

Vert er að nefna að 23 bæjarfélög af 40 mælast með marktæka stuðla í aðhvarfsgreiningunni, en ómarktækir stuðlar dreifast gjarnan á annan og fjórða hópinn. Þessi athugun er seint gerð til þess að varpa fram nytsamlegum upplýsingum, en mæling með aðeins einni stýribreytu er vissulega ekki nógu góð. Nær væri að mæla ávöxtun á

Selfoss

Eyrarbakki

húsnæðismarkaði með fjölþátta CAPM-líkani þar sem teknir væru með þættir á borð við fólksfjölgun, nýbyggingar, húsnæðisvexti og jafnvel fjarlægð frá þéttbýli. Hins vegar er ekki hægt að neita því að samband finnst milli ávöxtunar og áhættu, en meðal útskýringarmáttur er 29,5%. Í Bandaríkjunum og Svíþjóð hafa sambærilegar rannsóknir verið framkvæmdar og meðal útskýringarmáttur á bandarískum húsnæðismarkaði mældist 19,1% sem er veikara samband en hér heima. Á sænskum húsnæðismarkaði er meðal útskýringarmáttur aftur á móti 63,1%. En varðandi þá einstaklinga sem vilja kaupa fasteignir í þeim tilgangi að njóta uppsafnaðrar ávöxtunar um ævikvöldið, yrði fjölþátta líkan gagnlegra hjálpartæki.


HEIÐUR OG HVATNING Almenni var valinn besti lífeyrissjóður í Evrópu á almennum markaði af fagtímaritinu Investment & Pensions Europe. Almenni var einnig valinn besti lífeyrissjóður í Evrópu meðal þjóða með færri en milljón íbúa annað árið í röð. Nokkur ummæli dómnefndar: „Byltingarkenndur sjóðfélagavefur“ „Einstaklingsmiðuð þjónusta þar sem sjóðfélaginn ræður ferðinni“ „Góð samsetning lífeyrisréttinda með samtryggingu og séreign“ „Gott og einfalt aðgengi að upplýsingum og persónuleg þjónusta“

AWARDS 2016

Fagtímaritið European Pensions tilnefndi sjóðfélagavef Almenna meðal nýjunga ársins og fyrir bestu upplýsingamiðlun til sjóðfélaga í Evrópu þrjú ár í röð.

Almenni er stoltur af þessum viðurkenningum og lítur á þær sem heiður og hvatningu til að gera enn betur. Veldu Almenna lífeyrissjóðinn – þú átt gott skilið • www.almenni.is


Audi Q2

#ótaggandi

Spáflúnkunýr Audi Q2 gjörbreytir hugmyndum þínum um bíla og ögrar skilgreiningaáráttunni. Útbúinn eins og þú hugsar hann, mætir hann á malbikið eða mölina, fullur sjálfstrausts en #ótaggandi. Verð frá 4.990.000 kr.

HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is

#allravega? #blikkboli? #skarpur?


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.