Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu: Í álögum, fyrsta íslenska óperettan. (2022)

Page 1

DR. HELGI RAFN INGVARSSON

Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu: Í álögum, fyrsta íslenska óperettan.

(2022)


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

EFNISYFIRLIT INNGANGUR ................................................................................................................................. 3 SAGAN ............................................................................................................................................ 6 PERSÓNUR ..................................................................................................................................... 6 SÖGU ÚTDRÁTTUR .......................................................................................................................... 7 ÞJÓÐERNISKENNDAR ÞEMUR .......................................................................................................... 9 Frelsisþrá ................................................................................................................................. 9 Einokunin .............................................................................................................................. 11 Álfar ....................................................................................................................................... 13 ÓVENJULEGA ALVARLEGT UMFJÖLLUNAREFNI.............................................................................. 17 TÓNLISTIN .................................................................................................................................. 20 FORMÁLI AÐ TÓNLISTARGREININGU ............................................................................................. 20 HINN ÞYNGRI TÓNN...................................................................................................................... 21 Álfastefin ................................................................................................................................ 21 Álfadansar ............................................................................................................................. 25 HIÐ KÁTA OG LJETTA .................................................................................................................... 29 AÐ LEIKSLOKUM: ÞJÓÐLEGUR STÍLL? .............................................................................. 32 VIÐAUKI: TÓNLISTARFÉLAGIÐ OG HLJÓMSVEIT REYKJAVÍKUR.............................. 35 TILVITNANIR.............................................................................................................................. 37

2


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

INNGANGUR Fyrsta íslenska óperettan var Í álögum með tónlist eftir Sigurð Þórðarson og handrit eftir Dagfinn Sveinbjörnsson, frumflutt í Iðnó, Reykjavík, 25.apríl 1944. Í álögum er þar með ekki aðeins fyrsta íslenska óperettan heldur einnig fyrsta íslenska óperíska verkið samið og flutt á Íslandi, af Íslendingum, fyrir Íslendinga. Einnig er tímasetningin merkileg. Óperettan var samin og frumflutt á einum stærsta vendipunkti í sögu Íslands; við urðum sjálfstæð þjóð eftir að hafa verið undir yfirráðum Danmerkur síðan á 14.öld. Það þarf ekki að rista djúpt til að sjá að óperettan, bæði saga og tónlist, virðist bera merki sterkra samfélagslegra strauma sjálfstæðis og þjóðernishyggju sem lifðu í þjóðfélaginu á fyrri hluta 20.aldar, en mikill fjöldi þjóðlegra þemu finnast í verkinu. Verkið virðist litað af þessum tímamótum og er á marga vegu einkar íslenskt og undirstrikar sjálfstæðis baráttu þjóðarinnar sem náði hámarki þetta ár. Efni þessarar fyrstu íslensku óperettu er sótt nánast þrjár aldir aftur í þjóðlífið, þegar einokun og önnur óáran hafði þjáð þjóðina og lamað orku hennar, en fyrstu glætu viðreisnar og vakningar bregður fyrir. Í sögunni spilar einokunarverslun Danmerkur og dulræn náttúra fjandsamleg hlutverk þar sem fulltrúi danskra verslunarmanna, hulduvættir og konunglegir álfar setja fjötur á líf ungra ástfanginna Íslendinga. Frelsið og ástin sigrar þó að lokum. Tónskáldið Sigurður Þórðarson nýtir sér áhrif úr íslenskum þjóðlaga arfi sem gerir tónlistina þyngri á köflum en venjulega gengur og gerist í óperettum. Ísland fór ekki að þróa með sér óperíska tónlistarmenningu fyrr en á fjórða áratug tuttugustu aldar. Leikfélag Reykjavíkur býður upp á fyrstu óperettuna á Íslandi með verkinu Lagleg stúlka gefins eftir Cornelius og Neubach árið 1931 (Sveinn Einarsson, 1920-1960, bls.166) og árið 1934 er svo singspiel verkið Meyjarskemman eða Das Dreimäderlhaus með tónlist eftir Schubert flutt, einnig í Reykjavík. (Melsted, 2016) Hér var þjóðin að grípa seint í skottið á þessu tónlistarformi, mun seinna en margar aðrar þjóðir, því á þessum árum (1930-40) var óperettan að detta úr tísku á heimsvísu og söngleikurinn að verða vinsælli. (Traubner, 2003) Það var svo ekki fyrr en vorið 1950 sem gegnumsamin ópera er flutt á Íslandi í fyrsta sinn og var það Brúðkaup Fígarós eftir Mozart. Söngvararnir komu frá Konunglegu óperunni í Stokkhólmi en nýstofnuð Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði undir. Það var svo árið eftir, vorið 1951, sem Íslendingar sjálfir fluttu óperu í fullri lengd, þ.e. þar sem allir söngvarar, hljóðfæraleikarar og aðrir kraftar voru íslenskir, með einungis tveimur undantekningum. (Andrésson, 2008) (Matthíasson, 1951) (J.Þ., 1950) Árið 1974 er fyrsta íslenska óperan frumflutt í Þjóðleikhúsinu, Þrymskviða eftir Jón Ásgeirsson. (Jónsdóttir, 2018) 3


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

Þessi umfjöllun um Í álögum birtist í Útvarpstíðindum 1.maí 1944: „Efni þessarar fyrstu íslenzku óperettu er sótt tvær aldir aftur í þjóðlífið, þegar einokun og önnur óáran hafa þjáð þjóðina og lamað orku hennar, en fyrstu glætu viðreisnar og vakningar bregður fyrir. Inn í söguþráð leiksins er ofið ýmsum þjóðsögum og fyrirbrigðum liðinna tíða, [...] má telja það táknrænt um baráttu þjóðarinnar við hin illu öfl og sigur hennar [...]. Dagfinnur hefur samið leikinn og gert flest ljóðin, þó eru nokkrar gamlar þjóðvísur teknar upp, þar sem vel þótti fara [...] og mun Sigurður hafa samið tónverkið frá haustinu 1942 til haustsins 1943, en þá tók Tónlistarfélagið við verkinu...“

1

(Tveir starfsmenn Ríkisútvarpsins semja fyrstu

íslenzku óperettuna, 1944)

1: Sigurður Þórðarson (vinstri) og Dagfinnur Sveinbjörnsson (hægri).

Sigurður Grímsson ritaði einnig umfjöllun um verkið sem birtist í Morgunblaðinu 28. apríl 1944: „Nú [...] gefst oss kostur að sjá fyrstu íslensku óperettuna á leiksviði höfuðborgarinnar. [...] Og víst er um það, að hvernig, sem mönnum kann að falla hún í geð, mun það ávalt verða talinn merkisviðburður í leik- og hljómlistasögu Íslendinga, er hún var sýnd hjer

1

Ekki er ástæða til að skrifa nánar um höfundana hér því þeim hefur nú þegar verið gerð góð skil annarsstaðar. Sigurði Þórðarsyni m.a. í Tónlistarsögu Reykjavíkur eftir Baldur Andrésson (Andrésson, 2008) og Dagfinni Sveinbjörnssyni m.a. í Íslendingaþáttum Tímans. (Minning: Dagfinnur Sveinbjörnsson, 1974). Nánari upplýsingar um einsöngvara og aðra listræna stjórnendur er að finna í grein Sigurðar Grímssonar. (Grímsson, 1944)

4


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

í fyrsta sinni, - síðastliðið þriðjudagskvöld - á vegum Tónlistarfjelagsins. [...] Hver sá, sem sjer óperettuna Í álögum, verður þess fljótlega var, að hjer er ekki um óperettu að ræða, í þeim skilningi, sem vjer eigum að venjast. Til þess er hún of þung og alvarleg, - of efnismikil [...] enda er oss Íslendingum lítt eiginlegur gáski sá og glaðværð, er einkennir óperettur þeirra þjóða, er best kunna með þær að fara. Höfundur textans, Dagfinnur Sveinbjörnsson, hefur sótt efnið í líf þjóðarinnar á þeim tímum sem þjóðin var fjötruð af erlendri kúgun og margskonar böli [...] - var sem í álögum. Inn í söguþráð leiksins hefir höfundurinn [Dagfinnur Sveinbjörnsson] ofið þjóðtrú vora og þjóðsagnir [...] enda er þjóðerniskennd höfundarins sem þungur undirstraumur þeirra orða og athafna, sem fara fram á sviðinu. Ádeila hans á hin illu öfl, innanlands og utan, er verst ljeku þjóð vora á þessum niðurlægingartímum, er allhvöss, en í leikslok er álagahamnum svift af þjóðinni fyrir ótrauða baráttu góðra manna2, og höfundurinn sjer framundan roða af nýjum og betri degi. [...] um brautryðjendaverk [er] að ræða og enga stoð hægt að sækja í íslenskar fyrirmyndir. (Grímsson, 1944)

2: Morgunblaðið, 93.tölublað, 28. apríl 1944, bls.5. Grein Sigurðar Grímssonar um í álögum.

2

Eða réttara sagt, fyrir ótrauða baráttu Rannveigar og Skúla og vina þeirra.

5


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

SAGAN Í álögum, eins og áður sagði, inniheldur aragrúa af íslenskum þemum í bæði orði og tónum. Hér verða þessar þemur greindar, en fyrst skulum við líta yfir persónur verksins og útdrátt af söguþræðinum.3 PERSÓNUR -

Skúli, ungur menntamaður - tenór

-

Rannveig, dóttir lögmannsins í Dal - sópran

-

Lögmaðurinn, faðir Rannveigar - tenór

-

Lögmannsfrúin, móðir Rannveigar - mezzo

-

Ari, umboðsmaður dönsku verslunarinnar - baritón

-

Vala, vinnukona hjá lögmanni - mezzo

-

Jón hómópati - baritón

-

Jón stúdent, vinur Skúla - baritón

-

Sigríður og Sólveig, vinstúlkur Rannveigar - sópranar

-

Álfakóngur - talað hlutverk

-

Dóttir álfakonungs („álfkona“) - sópran

-

Álfkona í bláum kirtli (verndari Skúla og Rannveigar) - talað hlutverk

-

Veran / álfkona - sópran

-

Álfakór

3

Eina sögu samantektin sem fannst við upphaf þessarar rannsóknar var samantekt á ensku, m.a. gefin út á bakhlið 45snúninga hljómplötu sem kom út 1957, en sú sögu samantekt er ekki nógu nákvæm til að styðjast við hér. Sumt virðist týnast í þýðingunni úr íslensku yfir á ensku og aðrir liðir eru hreinlega ekki réttir, sé vandlega að gáð. Ég set því fram hér mína eigin samantekt á framvindu sögunnar í óperettunni, ásamt uppfærðum lista yfir hlutverk og persónur. Hvergi er að finna samantekt tónskálds á raddtýpum hlutverkanna og eru því þær raddtýpur sem eru ritaðar hér byggðar á mínu mati.

6


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

SÖGU ÚTDRÁTTUR

1.þáttur Leikurinn gerist seint á 18.öld. Lögmannssetrið í Dal. Dagstofa í júlí. Lögmannsfrúin, móðir Rannveigar, vill að Rannveig sinni náminu og verkunum betur, en Rannveig, dóttir lögmannsins í Dal, um tvítugt, þolir ekki að vera innilukt öllum stundum. Vala og Rannveig ræða um álfa. Rannveig er ekki sannfærð um að þeir séu til, en Vala segist hafa séð þá með eigin augum. Skúli syngur ástarsöng fyrir utan glugga Rannveigar, „Þú situr sem glóey í garði.“ Rannveig tekur undir. Lögmaðurinn, faðir hennar, tilkynnir Rannveigu að það þurfi að koma henni í hjónaband, en hún vill sjá um það sjálf. Hann hefur fundið fyrir hana vonbiðil, Ara, sem sé umboðsmaður Dana og meðal valdamestu manna landsins. Við komumst að því að Skúli hefur verið að flytja inn vörur fyrir Lögmanninn, í óþökk einokunarverslunar Danmerkur og Skúli hefur orðið Lögmanni úti um myndarlegan afslátt. Skúli fer. Ari umboðsmaður mætir á svæðið og biður um hönd Rannveigar. Ari vill fá svar undireins, en Lögmaður vill fá umhugsunarfrest.

2.þáttur Nokkrum dögum seinna. Grasi vaxin hlíð með stórum klettum. Fjöll og jöklar í fjarlægð. Skúli, Jón stúdent, Rannveig, og vinkonur Rannveigar, Sólveig og Sigríður, daðra og gantast. Rannveig segir Skúla frá giftingar áformum Ara og að gegn Skúla sé hafin „vægðarlaus ofsókn“. Hópurinn kemst að því að skip og vörur Skúla hafa verið gerð upptæk. Opnast skyndilega fyrir þeim kletturinn. Þar kemur út ung álfkona sem varar þau við að menn séu á leið til fundar við þau. Hún segir þeim að hverfa til vöruskemmunnar niður við sjó og veita þeim viðtöku. Eins og hendi sé veifað eru ungmennin stödd í vöruskemmunni. Sendimaður kemur inn og tilkynnir Skúla að það sé búið að kyrrsetja skipið hans. Ari ryðst inn í hermannabúning með sverð í belti ásamt fylgdarliði. Stúlkurnar koma aftur inn ásamt Jóni stúdent sem er nú í kvennmanns gervi. Þau trufla Ara svo Skúli geti laumast í burtu. Ari uppgvötvar að Skúli er horfinn og ræsir út liðsmenn sína. 7


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

3.þáttur Uppi á fjöllum, viku síðar.

Rannveig og Skúli hafa flúið til fjalla. Ung álfkona, klædd í skrautlegan bláan kirtil, stendur skyndilega við hlið Rannveigar. Álfkonan veit hvað er í vændum og vill hjálpa Rannveigu og Skúla. Hún varar Rannveigu við að ef hún dvelur hér stundinni lengur eru henni búin hin hörmulegustu örlög. Með göldrum hverfa þær báðar. Skúli kemur og sér að Rannveig er horfin en í hennar stað stendur hjá honum tígurleg stúlka. Hún reynir að lokka Skúla með sér inn í hamarinn, blæs í augu honum og leggur hann í álög. Minni hans tekur að sljóvgast. Hún leiðir hann til föður síns, álfakonungsins, sem í glæstum skrúða situr fyrir gafli salar í hásæti. Konungur gefur þau saman. Skúli kemur til sjálfs síns, brýtur af sér álagafjötrana og vill burt. Álfkonan grætur missi eiginmanns síns en leyfir honum að fara. Álfakonungur er ekki eins sáttfús og leggur á Skúla þau álög að hann skuli í óminnisástandi búa mönnum fjarri „en hverja jólanótt verða hinn fegursti riddari í gervi fornkonunga, ólmast þá með álfum og angra byggðalíð.“

4.þáttur Lögmannsstofan í Dal, jól. Brúðkaupsveisla Rannveigar og Ara mun hefjast strax eftir aftansönginn, en Rannveig ætlar ekki með í messuna. Hún segist ætla að vera eftir og passa upp á bæinn: „Það fæst enginn annar heimamanna til þess ótilneyddur vegna þeirra atburða, sem oft hafa orðið hér á jólanótt undanfarin ár.“ Áður en Vala fer teiknar hún verndar hring í kringum Rannveigu og segir henni að „út fyrir þennan hring sem ég hef rist hér í kringum þig, máttu þig hvergi hræra, hvað sem á gengur.“ Hulduvera birtist Rannveigu og segir henni að í nótt sé Skúli á ferð í álögum með illþýði og álfum. Veran gefur Rannveigu bókfelli þar sem svör við gátum hulduvættana er að finna.4 Þetta kvöld stenst Rannveig

4

Það er erfitt að átta sig á þeim álfakonum sem birtast ungmennunum í verkinu; Það er ekki alveg ljóst hvort um sé að ræða sömu persónuna í hvert sinn. Í inngang að handritinu skrifar Dagfinnur upp persónur sögunnar en þar kemur aðeins fram ein álfkona og það er „dóttir álfakonungs“ en ekkert er minnst á neina „veru“ né „álfakonu í bláum kirtli“, né „álfamær“, en allar þessar persónur koma fram undir þessum titlum í annaðhvort handritinu og/eða söngskránni. Eftir vangaveltur ákvað ég að skrifa samantektina með það að leiðarljósi að þetta væru allt mismunandi álfar, en við enda dags er það undir þeim komið

8


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

allskyns þrautir og freistingar frá álfum og tröllum sem ryðjast inn í herbergið með látum. Meðal þeirra er hinn fegursti riddari sem reynir að lokka hana inn í töfraveröld með ýmsum framandi tilboðum. Hún afþakkar. Að lokum leggur hann fyrir hana gátuna „Hvað fær lífsins angist eytt?“. Rannveig svarar rétt, þökk sé bókfellinu frá verunni: „elskan getur dauðan deytt“. Álagahamurinn fellur af honum og eftir situr ringlaður Skúli. Þau fallast í faðma. Lögmaður, frú, Ari og gestir koma inn. Ari er æstur. Rannveig setur ljós í gluggan, merki til Jóns stúdents um að koma. Jón stúdent og nokkrir aðrir ryðjast inn. Það kemur hik á Ara, en Lögmaður færist í aukana þegar hann sér að þeim hefur borist liðsauki. Hann lætur handtaka Ara. ÞJÓÐERNISKENNDAR ÞEMUR Hinar þjóðlegu þemur sem koma fram í sögu Í álögum eru ýmsar. Sumar úr þjóðsögum og íslenskri náttúru, aðrar úr bókmenntum og stjórnmálum. Helst eru þó þrjár sem standa uppúr og verður fjallað sérstaklega um hér: Frelsisþrá, einokunin og álfar. FRELSISÞRÁ Í stórum dráttum er hægt að túlka Rannveigu og Skúla sem tvær ólíkar persónugervingar á íslensku sjálfstæði. Rannveig er hin hráa, hreina frelsisþrá og þjóðerniskennd. Í 1. þætti syngur Rannveig „Ég er ímynd Fjallkonunnar frjálsa anda, / sem fjötrar engir ná að granda, / langar ei til fjarlægra furðustranda, / finst (sic) allt best hér heima: / heiðar nætur, norðurljósa geima.“ Ari, umboðsmaður konungs og danskrar verslunar, vill giftast henni, en hún vill ekkert með hann hafa. Seinna bætir hún við: „Ég blessa mína bernskugrund / og bind við hana tryggð, / hin tignu fjöll við firði´ og sund, / sem frjórri skýla byggð. Hún geymir feðra frægðarorð, / þeir frelsi um‘ og dáð. Mín aldna, fagra Ísastorð / skal aldrei hædd né smáð, / mín aldna, fagra Ísastorð / skal aldrei hædd né smáð.“

sem setur verkið á svið næst að ákveða hvernig skal skipuleggja þessar hulduvættir í hlutverk. Að lokum er vert að minnast á að sá sem ég hef kosið að kalla „hinn fegursta riddara“ í samantektinni minni í 4.þætti er ýmist kallaður „tröll“, „komumaður“ og „útilegumaður“ í handriti og söngskrá. Álfakonungur segist breyta honum í „hinn fegursta riddara“ og þess vegna held ég mig við þann titil.

9


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

3: Blaðsíða úr laginu „Ég er ímynd fallkonunnar“, 1.þætti.

Hún vill vera frjáls og lifa sínu lífi eins og hún vill. Hún vill vera með Skúla, sem er líka frjáls í anda og frelsissinni, þó hann sé ekki yfir það hafinn að leita tækifæra utan landssteinanna. Í dúettnum „Með góðum vin“ í 1.þætti syngur Skúli „Eg bráðlega héðan burtu fer / blíðasta vina, fylgdu mér. / Suður mót sól og degi, / suður mót sól og degi / um Sjafnar ögrandi vegi.“ Rannveig svarar þá: „Til framandi landa þú fara vilt, / það furðu gegnir um slíkan pilt / að una sér ekki heima. / Mig engu þú mátt leyna.“ Skúli: „Eg friðlaus er á frónskri grund, / í fjarlægð dvelja enn um stund, / því einokun allsráðandi / því einokun allsráðandi / er enn í þessu landi.“ Hann er þó ekki tilbúinn að fara af landi brott án þess að heitast Rannveigu: „Eg festi þessa færi þér, / það fátækleg er gjöf frá mér. / Minn hugur mun dvelja heima, / minn hugur mun dvelja heima / hjá þér / hjá þér, / mitt yndið eina.“ Hægt er að ímynda sér að hér sé ekki aðeins Skúli að segja að hann muni sakna Rannveigar er næst hann fer af landi brott (sem varð svo ekkert úr á endanum) heldur séu hér Íslendingar að heita hollustu við Fjallkonuna, við landið. 10


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

Og ef einhver efaðist um ást Skúla á föðurlandi sínu, þá ýtir hann þeim efasemdum algerlega til hliðar við upphaf 2.þáttar er hann syngur og hyllir hin stórbrotnu íslensku veðrabrigði sem fyrir mörgum er mikilvægur þáttur í íslenskri samkennd: „Gleði mér vekur foldin feðra, / fegursti blettur jörðu á. / Heillandi fögur höllin veðra, / eg hugfanginn þetta líta má. / Ógnþrungin rís hér röstin víða reginefld, tryllt í feigðardans. / Svo kemur kyrrðin, bjarta, blíða / blikandi fagur stjarnafans.“ Rannveig og Skúli tengjast ákveðinni þema í íslenskum bókmenntum og eru sem ritsmíð þannig í takt við sinn samtíma, fyrri hluta 20.aldar. Þema, sem tengd er þjóðernishyggju og hefur m.a. með ást og stolt okkar Íslendinga á náttúrunni okkar að gera. Því til stuðnings má líta til ritverka Halldórs Laxness, en Halldór Guðmundsson - ævisöguritari Laxness - lýsir ákveðnu stílbragði skáldsins sem hefur göngu sína í verkum hans á árunum 1919-1929. Það samanstendur af þremur persónu frumgerðum í „ástarþríhyrning“. Þessar þrjár persónur birtast í ýmsum útfærslum í verkum Laxness, en í grundvallaratriðum er þríhyrningurinn ávallt sá sami: „Fágaður menntamaður sem dvalið hefur erlendis, en er kannski veikur karakter, íslensk stúlka sem er nátengd náttúrunni og viljasterk og loks - en þeim aðila sleppir Halldór oft úr hinn vitsmunalega veikari en siðferilega sterkari þriðji aðili [...] Bæði í Vefaranum mikla og Sölku Völku eru reikull menntamaður og sterk stúlka í forgrunni, en það má sjá allan þríhyrninginn, til dæmis í Atómstöðinni, að breyttu breytanda [sic] í Kristnihald undir jökli og að hluta umsnúinn í Íslandsklukkunni.“ (Guðmundsson, 2004, bls. 332-3) Í handriti Dagfinns er Skúli hinn „fágaði menntamaður“ sem dvalið hefur erlendis - og þó hann sé ekki endilega fágaður í orðsins fyllstu merkingu þá er hann allavega víðförull - Rannveig er hin íslenska stúlka sem er nátengd náttúrunni og viljasterk, en hver hinn „vitsmunalega veikari en siðferðislega sterkari þriðji aðili“ er, það er erfiðara að segja. EINOKUNIN Á hinn boginn er Ari persónugervingur þeirra hafta sem héldu þjóðinni aftur í aldaraðir, m.a. einokunarverslunin. Kaupmannastéttin og einokunarverslun Danaveldis hafði sín áhrif á lífið í landinu á sínum tíma. Baldur Andrésson segir í Tónlistarsögu Reykjavíkur: „Reykjavík var frá því hún fékk kaupstaðar réttindi [18.ágúst 1786] og fram yfir miðja 19.öld aðallega danskur kaupstaður. Kaupmannsstéttin var að vísu fámenn, en átti þó mest undir sér, og í augum alþýðunnar var hún „auðvaldið“ í bænum. Ríkustu kaupmennirnir voru af dönsku bergi brotnir [...] tæplega var ízlenskt orð talað óbjagað 11


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

í Reykjavík í þá daga [...] Þeir [dönsku] fyrirlitu íslenzkt mál og menningu og yfirleitt allt, sem ízlenskt var. 5 Þeir voru hér ekki til annars en að græða fé, og hurfu héðan jafnskjótt og þeir höfðu auðgast nægilega mikið...“ 6 (Andrésson, 2008) Dönsku kaupmennirnir auðguðust svona á Íslandi vegna þeirrar einokunar stefnu sem var ríkjandi á landinu og lýsti hún sér helst í því að aðeins kaupmönnum búsettum í Kaupmannahöfn var leyft að versla á Íslandi. (Gunnarsson, 1987) Þetta er ástæðan fyrir því afhverju Skúli lendir uppá kannt við yfirvöld í óperettunni, en hann flytur inn vörur frá Englandi þvert á þessi lög. Ari, umboðsmaður danskrar verslunar, hefur því umboð til að leggja hald á skip hans og vörur. Einokunartímabilið hófst árið 1602 og stóð til ársloka 1787 þar til svokölluð „fríhöndlun“ tók við. Þó var þar ekki um „fríverslun“ að ræða í nútímaskilningi og enn allnokkur höft við lýð. (ibid) Lífsgæði og stundum hreinlega lífið sjálft lá undir þessum höftum. Gísli Gunnarsson segir svo frá í riti sínu „Upp er boðið Ísaland“: „...margir Íslendingar dóu þá úr hungurssóttum og samkvæmt tiltækum heimildum gerðist það í ríkum mæli sérhvert ár 1694-1702. Því hefur verið haldið fram, að alls hafi 9000 manns þá dáið úr hungri, sem hefur sennilega numið um sjötta hluta heildarmannfjöldans. [...] Mannfjöldi Íslands á 18.öld virðist aldrei hafa náð tölunni 50.000 eftir 1703, sem gefur ótvírætt til kynna, að Íslendingar hafi almennt verið færri á 18.öldinni en þeir voru á seinni helmingi 17.aldar. Þetta er mjög greinileg vísbending um þá miklu erfiðleika, sem hrjáðu íslenskt efnahagslíf á 18.öld. [...] obbinn af íslenskum embættismönnum og lærdómsmönnum á seinni hluta 18.aldar [...] [taldi] að einokunarverslunin eins og hún væri rekin væri ein ástæðan fyrir slæmu ástandi landsins.“ (Gunnarsson, 1987, bls. 20) Til samanburðar var mannfjöldi á Íslandi 1.janúar 2021, samkvæmt Hagstofu Íslands, 368.792.

5

Þetta stangast á við það sem stendur í fyrstu leyfisskrá einokunarverslunarinnar frá 1602 en þar var að finna ákvæði um að allir þátttakendur í versluninni skyldu virða lög og reglur landsins, „enda héldu kaupmenn íslensk lög og íslenskar venjur mjög í heiðri“ segir Gísli Gunnarsson. (Gunnarsson, 1987) Ef til vill hefur þessi lögbundna virðing ekki enst 18.öldina. 6 Gísli Gunnarsson gefur okkur ástæðu fyrir þessu: „Kaupmenn áttu aðeins að dveljast á Íslandi um hásumarið og þeim var ekki leyft að taka þátt í íslenskum atvinnuvegum í nokkrum verulegum mæli.“ (Gunnarsson, 1987)

12


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

Í „Í konungsins nafni“ í 1.þætti syngur Ari: „Í konungsins nafni við fjötrum nú fantinn [Skúla] / og farminn og skipið eg óðara tek. / Svo fer þeim, sem ei vilja auðmjúkir hlýða, / já, alla, sem þrjóskast / frá völdum eg rek.“ Hann hættir ekki þar heldur ógnar Lögmanninum hreinlega beint út með sverði: „Og lögmaður, þér verður hollast að hlýða / því hér hef eg vopnið sem bíta mun þig. / Nú skuluð þið allir að fótum mér falla / því fært er ei neinum að etja við mig.“ Lögmaður maldar í móinn: „Með fólsku og ofstopa uppi þú veður / og æðir um sveitir sem grenjandi ljón, / en þér skal ei auðnast að buga og beygja / borgara landsins og konungsins þjón.“ ÁLFAR

4: Álfahöllin. Mynd birt á forsíðu fálkans 20.tölublað 19.05.1944.

Í þriðja lagi er hægt að túlka álfana (Álfakonung, Álfakonu og Álfakór) í Í álögum sem persónugervingu ógurlegrar íslenskrar náttúru sem getur oft verið vægðarlaus. Í ritgerð sinni „Saga, landslag og þjóðleg auðkenni“ leggur Anna Heiða Pálsdóttir til að í landslagi sem er stjórnað af jarðskjálftum, snjóflóðum og eldfjöllum er engin furða að hinir innfæddu hafi gefið náttúrunni yfirnáttúrulegt og hulið líf. Það hljóta að vera einhver óséð öfl á bak við slíkan óáreiðanleika, slíkt miskunnarleysi. (Pálsdóttir, 2002, bls. 206)

13


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

Álfar eru íslensk þjóðtrú og samkvæmt Valdimar Tr. Hafstein, þjóðfræðing við Háskóla Íslands, eru íslenskir álfar ólíkir þeim sem finnast í enskum og skandinavískum sögum. Sögurnar lýsa álfunum sem verum sem lifa í öðrum heimi samhliða mannfólkinu og líkjast þeim á flestan hátt. Þeir eru svipaðir í útliti og ganga til svipaðra verka: þeir halda búfé, rækta hey, róa bátum og tína ber. Þeir eru fjarlægir og ókunnir en þó í nágrenni heimkynna okkar. Þeir búa handan akursins við bóndabæinn en í öðrum heimi. Álfar standa fyrir náttúruna í miðri menningunni, fyrir öræfin, óbyggðina í miðri uppbyggingunni. Heimili þeirra - klettar, holt og tjarnir - eru bannhelgir staðir. Það má ekki hreyfa við þeim á nokkurn hátt. (Hafstein, 2000) Jón Árnason þjóðsagnasafnari (1819-1888) segir að álfar „hafa verið álitnir svo voldugar verur að menn hafa bæði borið virðingu fyrir þeim og óttazt þá. [...] Þessi trú um álfabyggðir í hólum er ævagömul og eldri miklu en kristni [...] Eins og álfar eru líkir mönnum að skapnaði eru þeir og líkir þeim í háttsemi allri: þeir fæðast eins og menn og deyja eins og þeir, en sagt er að álfar séu miklu langlífari. Álfar éta og drekka og skemmta sér með samsætum, dansi og hljóðfæraslætti, en það er helzt um jólaleytið, og hafa þá oft sézt híbýli þeirra ljósum prýdd, en þó einnig endranær, og heyrzt ómurinn af söng þeirra og hljóðfærum.“ (Árnason, 1954, bls. 3-4) Innblástur Dagfinns og Sigurðar fyrir álfunum í Í álögum er því ekki úr lausu lofti gripinn. T.a.m. virðist álfkonan þeirra í blá kirtlinum eiga sér fyrirmynd í þjóðsögunum „Hjúin á Aðalbóli“ (ibid, bls.39) og „Meystelpan á Kirkjubóli.“ (ibid, bls.46) Jón heldur áfram: „Það var almenn trú að álfar væru tvenns konar, sumir góðir, en sumir illir. [...] Þeir eru einskonar andar sem menn fá ekki séð að óvilja þeirra nema skyggnir séu [...] Þeir eru eftir því sem sögur fara af gæddir margfalt meiri hæfileikum til sálar og líkama en menn og því mega þeir vinna mönnum bæði gagn og tjón eftir því sem þeir eru skapi farnir...“ (ibid, bls.5-6) Tjón álfana birtist m.a. í formi gylliboða. Gylliboð álfa geta verið af ýmsum toga en það er vissara að verða alls ekki við neinu sem þeir bjóða. Orðatiltækið „sjaldan hef ég flotinu neitað“ er þjóðþekkt. Á Vísindavefnum segir Guðrún Kvaran, prófessor við Háskóla Íslands, að orðatiltækið sé sótt í gamla þjóðtrú „og vísar í það hvernig skuli hegða sér í viðurvist álfa.“ (Kvaran, 2012) Í þjóðsögunni „Krossgötur“ segir meðal annars: „Þegar menn sitja á krossgötum [á jólanótt] þá koma álfar úr öllum áttum og þyrpast að manni og biðja hann að koma með sér, en maður má engu gegna; þá bera þeir manni alls konar gersimar, gull og silfur, klæði, mat og drykk, en maður má ekkert 14


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

þiggja. Þar koma álfakonur í líki móður og systur manns og biðja mann að koma, og allra bragða er leitað. En þegar dagur rennur þá á maður að standa upp og segja ‚Guði sé lof, nú er dagur um allt loft.‘ Þá hverfa allir álfar, en allur þessi álfaauður verður eftir og hann á þá maðurinn. - En svari maður eður þiggi boð álfa þá er maður heillaður og verður vitstola og aldrei síðan mönnum sinnandi. Því varð manni sem Fúsi hét og sat úti jólanótt og stóðst lengi þangað til ein álfkona kom með stóra flotskildi og bauð honum að bíta í. Þá leit Fúsi við og sagði það sem síðan er að orðtæki haft: ‚Sjaldan hef ég flotinu neitað;´ beit hann þá bita sinn úr flotskildinum og trylldist og varð vitlaus.“ (Árnason, 1954, bls. 118) Samskipti Skúla við álfana í Í álögum eru þó örlítið annars eðlis en segir í „Krossgötum“. Þau tæla hann í hjónaband við dóttir Álfakonungs og þegar hann þrjóskast við er hann hreinlega dáleiddur og neyddur til þess. Slíkt gerist í öðrum þjóðsögum: „Það er oft í sögnum haft hér á landi [...] að álfkonur hafi lagt ástarhug á mennska menn [...] Varúðarvert hefur það þótt að skorast undan fylgilagi við álfa, en þó öllu hættulegra að bregða heit sín við þá...“ (ibid, bls.58) Skúli verður fyrir álfunum í 3. þætti, þegar hann er lagður í álög og tekinn inn í klett: „Skúli: (æðir um, kallar) Rannveig! Hvar ertu elsku... Álfkona: Þú verður að gleyma líkama hennar. (Blæs í augu honum) Líkaminn er fangelsi andans. Í heimi andans býr fegurð og tign. Fylling tímans. Skúli: Þú beitir mig töfrum. Minni mitt tekur að sljóvgast (hann gerir tilraun til að hrista af sér mókið). Álfkona: Eg skipa þér að gleyma. Þú átt að vera konungur í álfheimum og eg drottning. Fylgd þú mér. Nú er faðir minn að koma til þings (Hún slær með sprota á hamarinn. Hann opnast og sér inn í skrautbúinn sal.).“ (Sveinbjörnsson D. , 1944, bls. 46) Þó svo Skúla sé boðinn konungdómur og ríkidæmi þá er það augljóstlega gegn vilja hans sjálfs. Stuttu seinna syngur hann: „Með töfrum illum tældur hef ég verið. / Myrkra valdsins ógnir að mér sækja. / Nei - geislar ljóss nú fylla hug og hjarta. / Kraftur ljóssins kemur mér til hjálpar. / Burt með ykkur skæðu skuggavaldar. / Skelfist, skelfist birtu nýrrar aldar.“ (ibid, bls. 49) 15


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

Hann bregst þar með heitum sínum. Honum er refsað og hann lagður í álög. Gengur hann eftir það um í móki og óminni, í gervi fagurs riddara, sem með álfum hryllir og tryllir mannfólkið um jól. Jón Árnason segir að það beri einna mest á álfum um og í kringum jól og nýár. Um jólin halda þeir samsæti og veislur, spila á hljóðfæri og dansa, ýmist í mannahíbýlum eða í álfabyggðum. (Árnason, 1954, bls. 100) Margar þjóðsögur eru til um að álfar ryðjist inn í mannabústaði á jólum, haldi þar veislu og reyni að pretta og leggja gylliboð fyrir það mannfólk sem þar fyrirfinnst. Ef viðkomandi tekur einhverju boðinu fer illa fyrir þeim, hann/hún deyr eða verður galin/n, rétt eins og Fúsi í sögunni hér á undan. Slíkt gerist í þjóðsögunum „Hildur álfadrottning“ (ibid, bls.105), „Álfarnir og Helga bóndadóttir“ og „Jólanóttin“ (ibid, bls.114) svo dæmi séu tekin. Rannveig tekst á við álfana í 4. þætti er hún er ein heima á jólanótt og freistar þess að leysa Skúla undan álögunum: „Mannamál, hlátur og músík heyrast í fjarska. Færist nær. Inn kemur fólk skrautbúið, það hefur meðferðir drykkjarföng og ýmiskonar skraut. Neytir drykkjarins, býður Rannveigu, hún þiggur ekkert og annsar engu, þegar talað er til hennar. Það tekur að dansa. Álfakór: „Hve gaman er á fjöllunum fögru að búa / að fylgja mér nú þangað eg býð þér strax í kvöld. [...] Þar dvelur nú sá ástvin, sem unni þér löngum / og ákaft þráir fund þinn hugumstóra mær.“ (Sveinbjörnsson D. , 1944, bls. 63-4) Rannveig stenst allar freistingar frá álfunum og eftir drjúga stund kallar hún uppyfir sig: „Dagur á lofti“ sem verður til þess að álfarnir ærast, dans þeirra verður viltur og þeir taka að ryðjast út. Þeir vilja ekki lenda í dagsbirtunni. Eftir stendur riddarinn (Skúli í álögum) og reynir að freista hennar enn frekar. Hann býður henni ríkidæmi, hásæti og höll: „Þessum skúta, sem þú hefur hér yfir höfði þínu mun eg svipta burtu, svo þú getir sjálf skynjað vald mitt og veldi, vil eg láta þig sjá hið glæsta hásæti og höll, sem þér er búin. (Álfahöllin sést eitt andartak. Dans og söngur.)“ Rannveig lætur sem ekkert sé og segir: „Heilög manndáð mun hljóta sigur yfir töfrum og táli.“ (ibid, bls.64-5) Þessi lýsing er lík því sem sést m.a. í þjóðsögunni „Jólanóttin“ þar sem vinnukona er látin vera ein heima um jól er allir aðrir fara til messu: 16


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

„Þá hún hafði litla stund setið kemur í bæinn margt fólk, karlmenn, kvenfólk og börn. Þetta fólk tók allt til að dansa með ýmislegum dansleikum; það talaði til stúlkunnar og biður hana að koma í hópinn og dansa með sér, en hún þegir og situr kyrr, lesandi í bókinni. [...] Þetta gekk einatt, að það var að dansa og biðja hana til sín að koma. En það tjáði ekki: hún sat kyrr þó það byði henni að gefa stórar gjafir; gekk þetta alla nóttina; en þá var að degi fór það á burt, en heimafólkið kom.“ (Árnason, 1954, bls. 114) Svo sterk er þessi þjóðtrú í þjóðarsál Íslendinga að hún lifir enn ágætu lífi í dag og hvort sem fólk trúi bókstaflega á álfa eða ekki þá eru margir sem viðhalda og/eða hafa gaman af þessum sögum og hefðum á okkar samtíma. Á síðari hluta 20.aldarinnar var það nokkuð reglulegur viðburður að heyra í munnmælum eða sjá í fréttum t.d. umfjöllun um byggingarverkefni sem höfðu farið úrskeiðis vegna afskipta álfa. Oft voru það vegaframkvæmdir sem um var að ræða, en einnig voru húsabyggingar, rafvæðing og viðbyggingar við verksmiðjur vinsæl skotmörk. Nútíma sögusagnir innihalda t.d. bilanir véla án augljósra ástæðna, furðuleg slys, viðvaranir í draumum eða allt áðurnefnt, túlkað sem verk álfa. Þetta hefur haft áhrif á aðkomu manna með því að sannfæra þá um að leggja vegi frekar í kringum heldur en í gegnum ákveðin svæði, hætta notkun á sprengiefni eða hreinlega hætta alfarið við að byggja á viðkomandi stað. (Hafstein, 2000) Sjálfur sit ég í Kópavoginum er ég skrifa þessi orð, með útsýni uppá Álfhól sem er sögusvið margra þessara nútíma álfasagna. ÓVENJULEGA ALVARLEGT UMFJÖLLUNAREFNI Samkvæmt The Oxford Companion to Music er ein skilgreiningin á óperettu að hún innihaldi venjulega talað mál í bland við söng. (Scholes, 1991) Í Í álögum finnast margar talaðar senur. Handritið er mjög langt, eða 72 blaðsíður af texta. Það hlítur að teljast í lengri kantinum og einungis er brot af þeim texta sett í tóna af Sigurði Þórðarsyni. Í álögum inniheldur þar af leiðandi mun meiri talaðan texta heldur en sunginn, en slíkt er ekki endilega óvenjulegt, en það er t.d. einnig svo í hinu fræga óperettuverki Kátu ekkjunni eftir Franz Lehár. Þrátt fyrir mikið af töluðum texta finnast þó í Í álögum einhver 38 sungin lög og þar er ekki með talin nokkrar framsagnir (talaður texti með tónlistar undirspili) og fjölmörg ósungin hljóðfæra númer eins og forspil, millispil og dansar.

17


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

Einnig segir í The Oxford Companion to Music að óperetta sé „svo gott sem samheiti fyrir tónrænan gamanleik.“ (ibid) Sagan í Í álögum er því samkvæmt því heilt á litið tiltölulega óvenjuleg fyrir óperettu en venjulega fer meira fyrir léttum umfjöllunarefnun, s.s skopstælingum,

försum

eða

háðslegri

gagnrýni.

Ari,

verandi

fulltrúi

danskrar

einokunarverslunar, ætti að vera auðvelt skotmark fyrir skopstælingar eða háðslega gagnrýni, en lítið fer fyrir því, allavega í tónlistar atriðum, fyrir utan í „Þú eigi skalt okkur fá“ í 2.þætti þegar Jón stúdent klæðir sig í kvennmannsföt til að trufla Ara svo Skúli geti flúið og komist undan handtöku. Í töluðu senunni áður en lagið hefst situr Ari að sumbli með unga fólkinu og þar fellur Ari algerlega fyrir þessu gríni og verður að atlægi. „Ari: (við Jón) Þú brosir svo yndislega. Jón st.: Finnst yður það? Ari: (Drekkur) Gefðu mér fyrsta kossinn (breiðir út faðminn). Ást mín til þín er eins og ólgandi haf. Jón st.: (Fær klígju) Hægan, hægan. Eg er að fá sjósótt. Við skulum drekka meira. (Þeir skála, Ari drekkur mikið).“ (Sveinbjörnsson D. , 1944, bls. 36) Það virðist vera helst Lögmaðurinn, faðir Rannveigar, sem fær kjánalega, trúðalega tónlist sem undirspil, en það dregur úr alvarleika hans. Sá stíll er oft í furðulegri mótsögn við þau alvarlegu efni sem hann syngur um. Í laginu „Það reyndist vandi“ heyrist furðulega léttúðug tónlist miðað við þann alvarlega tón sem heyrist í textanum: „Það reynist vandi að velja milli valdsins og þess sem réttast er“ syngur hann. Þetta er lag um siðferðislegar spurningar. Hann er að velta því fyrir sér hvernig hann eigi að bregðast við því að Skúli hafi mútað sér: „Enginn má lærðum manni múta til miskunnar nei, nei allra síst. Nú tek ég skip og alt þar á, af því mun hylli konungs fá.“ Tónlist lögmannsins teiknar hann oft upp sem hálfgerðan trúð. Stundum virkar þetta furðulega. Óperettu formið virðist fá að ráða einu og öllu um stíl tónlistarinnar hér. Margar af vinsælustu óperettum sögunnar velja sér léttara viðfangsefni en Í álögum. Franskþýska tónskáldið Jacques Offenbach (1819-1880) er af mörgum talinn upphafsmaður óperettunnar og liggja eftir hann um 100 slík verk: La belle Hélène (1864) er gamanverk og skopstæling á grísku göðsögunni um brotthlaup Helenu með Paris sem kemur Trójustríðinu af stað; La vie parisienne (1865) er byggt á gamanleikritunum Le Photographe og La Clé de Métella og dregur upp mynd af lífinu í París á þeim tíma; og La Périchole (1868) fjallar um tvo götusöngvara í Lima, Périchole og ástmann hennar Piquillo. Landstjóri Perú, hinn spænski Don Andrés de Ribiero sér Périchole og verður ástfanginn af henni. Úr verður furðulegur ástarþríhyrningur og röð farsakenndra atburða eiga sér stað. Chilpéric (1868) eftir Hevré (1825-1892) er byggð á franskri sögu um Chilpéric I konung, sem réð í gaulverska Frakklandi frá 561-584 en sagan verður farsakennd í meðhöndlun Hevré, þó undirtónninn sé dökkur. 18


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

Chilpéric á að giftast Galswinthe prinsessu frá Spáni en hann á nú þegar í sambandi við hjákonu sína Frédégonde sem hann neyðist til að slíta samvistum við. Frédégonde ákveður að hverfa ekki hljóðalaust og sannfærir hirðmann um að kirkja Galswinthe í svefni þá nóttina, en á sama tíma eru aðrir að leggja á laun um morðið á Frédégonde og einnig skipar Chilpéric konungur lækninum sínum að eitra fyrir Brunehaut, systur Galswinthe princessu. Öll þessi launráð fara svo fram á sama tíma og þvælast hvort fyrir öðru og ekkert gengur upp. Die Fledermaus („Leðurblakan“) (1874) með tónlist eftir Johann Strauss II er byggð á farsa leikritinu Das Gefängnis („Fangelsið“) eftir þýska leikskáldið Julius Roderich Benedix frá 1851. Óperettan gerist á grímuballi á gamlárskvöld og fjallar um góðborgara í Vín sem villa á sér heimildir í dulargervi, drekka vín og hefna gamalla (léttúðugra) misferla. Die lustige Witwe (Káta ekkjan) frá 1905 eftir Franz Lehár er byggð á gamanleikritinu L'attaché d'ambassade (sem þýðist líklega sem „Sendiráðsritarinn“) og fjallar um kómíska misskilninga, ástir, framhjáhöld og „efnahagsörðugleika“ evrópskrar yfirstéttar. Þar er létt umfjöllunarefni - ástir og ástarprettir, samskipti kynjanna - í brennidepli. Svipað er uppi á teningunum í Ciboulette („Graslaukur“) eftir Reynaldo Hahn frá 1923 fjallar um áhugamanna hjúskaparmiðlarann Duparquet sem reynir að koma saman sveitastúlkunni Ciboulette og dekraða aðalsmanninum Antonin. Fyrrnefnd verk eru auðvitað ekki tæmandi listi og það leynast líklega einhverjar undantekningar frá þessari reglu einhverstaðar, en í svipinn virðist Í álögum ekki vera dæmigerð óperetta þegar kemur að sögu og dramatískum efnivið. En á sama tíma er hún þó ekki víðsfjarri. Mikið af samtölum og atburðum sem annars væri hægt að túlka sem alvörugefna eða þunga í handriti eru teiknaðir upplífgandi, lífsglöðum litum æskunnar í tónlistinni. Rannveig, Jón stúdent, Sigríður og Sólveig syngja og hlæja sig í gegnum erfiðleika með nánast barnalegu grandaleysi í m.a. „Inn milli fjallanna“, lokanúmer 2.þáttar. Þau horfa á eftir Skúla sem nær að flýja Ara á hesti yfir holt og hæðir og þau lýsa för hans: „Inn milli fjallanna liggur hans leið, / léttfættur hans fákur í hellinum beið. / Lífið er leikur og ljúfur vökudraumur. / Hann rennur yfir urðir, sem ör þjót‘af streng. / Ágætlega klárinn hentar kjarkmiklum dreng. / Lífið er leikur og ljúfur vökudraumur. / Á gráueggja grjóti, sézt gneista tendrast bál, / er glumrar við það skeifnanna tinnu harða stál. / Lífið er leikur og ljúfur vökudraumur. / Vættir flestar undrast þá örlagareið. / Og ógnþrunginn þær magna sinn trylltasta seið. / Lífið er leikur og ljúfur vökudraumur. / Örlaga nornirnar ólmar stíga dans, / þeirra ægivald mun ráða hvar liggja sporin hans.“ (Þórðarson, 1944, bls. 67-75) Erindi lagsins lýsa alvörugefnum aðstæðum en hið síendurtekna viðlag, ásamt glaðlegri tónlist, dregur úr þeim annars mögulega alvarlegu skilaboðum. Úr verður gáskalegt ævintýri frekar en barátta milli frelsishyggju og undirokunar. 19


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

TÓNLISTIN FORMÁLI AÐ TÓNLISTARGREININGU Í þessum kafla verður greind tónlist óperettunnar Í álögum. Þeim sem hafa lagt stund á tónfræði og hljómfræði munu að öllum líkindum vera greiðari aðgangur að textanum hér en reynt verður að hafa textan eins aðgengilegan og hægt er fyrir sem flesta og komast hjá of flóknu tæknimáli af fremsta megni. En ekki verður hægt að komast hjá því að tala m.a. um tónstiga og hljómasæti og notkun Sigurðar Þórðarsonar á þeim.7 Sigurður Þórðarson skrifar fyrir um 16 hljóðfæraleikarar, samkvæmt þeim hljóðfæra partitúrum sem undirskrifaður hefur undir hendi. En nær er ekki hægt að komast þeim útsetningum sem Sigurður Þ. skrifaði fyrir Hljómsveit Reykjavíkur því hljómsveitar raddskráin virðist tröllum gefin og finnst ekki þrátt fyrir ítrekaða leit. Öruggt er þó að verkið hafi verið útsett fyrir hljómsveit og styðja ritaðar heimildir og ljósmyndir frá 1944, ásamt upptökum frá 1957, við það. Tónlistargreining getur þó átt sér stað því greinarhöfundur, eftir langa leit, varð sér loks úti um söngskrá verksins - handskrifaða samantekt fyrir píanó og söngvara - ásamt vélrituðu handriti fyrir leiknar senur. 8 Upptökur frá 1957 fengust úr safni RÚV en þær innihalda ekki alla tónlistina í verkinu, eða 25 af 38 sönglögum. Á upptökunni syngur m.a. Guðrún Á. Símonar en hún söng einnig á fjögurra laga plötu með tónlist úr óperettunni sem var gerð sama ár. Hún lýsir ferlinu svona í endurminningum sínum: „Þá [1957] voru einnig tekin upp á plötu lög úr óperettunni Í álögum eftir Sigurð Þórðarson og Dagfinn Sveinbjörnsson. Þar sungu Guðmundur, Magnús, Þuríður og ég en dr. Urbancic stjórnaði. En ég get sagt þér alveg eins og er, að það var farið svo klaufalega með þessa plötu, að þegar hún kom til baka, var vitlaus hraði á henni, svo það var eins og búið væri að hengja okkur upp á snúrustaura. Svo var platan send út aftur og reynt að lagfæra hana, en hún hefur aldrei verið

7

Með því að þekkja eðli þeirra getur lesandinn hugsað í tónrænum litum, allavega upp að vissu marki, án þess að heyra tónlistina sjálfa. T.d. hefur hinn sjö tóna dúr tónstigi ákveðið eðli, ákveðinn lit. Í honum finnast hljómasætin I (fyrsta sæti dúr, nóturnar C-E-G), ii (annað sæti moll, nóturnar D-F-A), iii (þriðja sæti moll), IV (fjórða sæti dúr), V (fimmta sæti dúr), vi (sjötta sæti moll) og vii° (sjöunda sæti minnkað). Nú getur greinarhöfundur t.d. sagt um eitthvert lagið að það sé í hreinum dúr. Lesandinn getur þá ímyndað sér hvernig lit lagið hefur. Og ef greinarhöfundur segir að lagið sé í dúr, en með einstaka III (þriðja sæti dúr) - sem allajafna er talið óvenjulegt fyrir dúr skala - veit lesandinn að þar með er liturinn breyttur og önnur áferð komin á tónlistina. Með því að minnast á hljómasæti og tóna sem eiga heima eða eiga ekki heima í tónstigum er hægt að gefa vísbendingar um liti og áferðir í tónlistinni. 8 Við rannsókn verksins kom stundum upp sú staða að handrit og söngskrá stönguðust á. Sem dæmi má nefna lagið „Huga minn sundlar“ og „Eg fann þig áður fyrri hér“ í 3.þætti sem stangast ekki aðeins á við röð atburða í handriti heldur er einnig texta að finna í söngskránni sem kemur hreinlega ekki fram í handritinu. Greinarhöfundur ákvað að láta söngskrána eiga síðasta orðið þegar slíkt misræmi kom upp.

20


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

góð, og þegar ég heyri plötuna spilaða í útvarpið, þá langar mig mest til að brjóta hana.“ (Magnúss, 1973, bls. 130) Hvað sem upptöku gæðum líður dregur það ekki úr þeirri staðreynd að upptökurnar eru mjög dýrmæt heimild í dag. Aðrir söngvarar á upptökunum frá 1957 í safni RÚV voru Ketill Jensson, Þorsteinn Hannesson, Sigurveig Hjaltested, Svanhvít Egilsdóttir og Eygló Victorsdóttir. Að lokum vil ég benda á að ég notast við nótnakerfið sem nefnir hvítu nóturnar á píanóinu A B C D E F G, ekki A H C D E F G. Nótan fyrir neðan C er því hér kölluð B og þegar hún er lækkuð kalla ég hana Bes. HINN ÞYNGRI TÓNN

„Þess er getið hjer að framan að höfundur textans hafi ofið söguþráðinn íslenskri þjóðtrú og þjóðsögum. [...] Þetta hefir eðlilega gefið tónskáldinu tilefnitil þess að færa sjer í nyt ísl. þjóðlagastef og fljetta þau inn í músikkina. Hefir hann ýmist tekið þau óbreytt eða unnið úr þeim sjálfur eftir því sem honum hefir þótt best henta. Fer ágætlega á þessu. Það hefir gefið músikkinni þjóðlegan blæ, en fyrir það hefir hún óneitanlega orðið þyngri en menn eiga að venjast í óperettum.“ (Grímsson, 1944) Það eru allavega tólf skipti í óperettuni þar sem má heyra tónlist sem hægt væri að greina sem „þunga“ og/eða „þjóðlega“. Helst eru það tvö einkenni sem standa uppúr sem tiltölulega algeng í þeim tónlistar númerum: Gangandi fimmundir og ferundir annarsvegar og þrástef í bassa hinsvegar. Nær alltaf á sú tónlist við álfa eða álfaheim. Hér fara á eftir örfá dæmi. ÁLFASTEFIN Tvö endurtekin stef eru algeng í tengslum við álfaheim. Upprunaleg mynd hins fyrra einkennist af C moll og gangandi fimmundum og ferundum. Það kemur fyrst fram í keðjusöng í „Ríðum og ríðum“, sungið af álfakór í 3. þætti.9 Þetta er líklega stærsta kór augnablik verksins. Stefið

9

Vísan er ekki eftir Dagfinn, en hún finnst m.a. í þjóðsögunni „Tungustapi“. „Ríðum og ríðum, / það rökkvar í hlíðum; / ærum og færum / hinn arma af vegi, / svo að hannn eigi / sjái sól á degi, /sól á næsta degi.“ (Árnason, 1954, bls. 33)

21


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

fylgir álfakórnum (notað sem nokkurnskonar leitmotif) 10 og birtist stundum í breyttri mynd, þróað í aðrar samsetningar.11

5: „Ríðum og ríðum“ nr.28 í 4. þætti.

10

Tónstef sem fylgir ákveðinni persónu eftir. Oft notað í óperum. M.a. í 3. þætti í „Heill þér konungur“ (í undirspili), Heill þér, konungsefni“, „Hamrahallir skjálfa“ og í 4. þætti í „Hve gaman er á fjöllunum“. 11

22


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

Þessar gangandi ferundir og fimmundir ganga ekki samsíða eftir ströngustu reglum, en gangurinn er þó nægilega staðfastur til að liturinn komi sterklega í gegn. Kórinn syngur í keðjusöng. Bassi kemur fyrst inn á nótunni C í einn takt syngjandi „ríðum og ríðum það...“ áður en tenór kemur inn með sömu línu 5und ofar, á G. Einum takti seinna koma alt og sópran inn með sömu laglínu í gangandi ferundum. Útkoman er kórsöngur með íslenskum þjóðlaga brag þar sem bassi og tenór annarsvegar og sópran og alt hinsvegar skarast á í texta og tónum í marseringar takti sem hefur yfir sér ógnandi tón. Hér gengur á svið hópur vætta sem hefur með sér allt annað tónmál en við höfum átt að venjast hingað til í óperettunni og augljóst er að við höfum stigið inn í annan heim. Um miðbik lagsins „Huga minn sundlar“ í 3. þætti fær Álfakonan hratt, reitt tónefni í fimmundum er hún syngur „Ærið, ærið, þessa konukind“. 12 Hér er ekki um hið fyrrnefnda álfastef að ræða í beinum skilningi en hægri hendi í píanó spilar tveggja takta mótíf í 2/4 sem ferðast í fimmundum, frá A til E til B þar sem það er svo spilað í gangandi ferundum og seinna fimmundum.

6: Brot úr laginu „Huga minn sundlar“ í 3. Þætti.

12

Það er ekki víst afhverju hún syngur þetta - þessi texti finnst ekki á þessum stað í sögunni í handritinu - en hún hlítur að eiga við að það eigi að æra Rannveigu.

23


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

Þetta fimmundan stef í píanóinu í „Huga minn sundlar“ er keimlíkt því sem Vala syngur í „Kom ég upp í Kvíslaskarð“ í 1. þætti, en þar birtist stefið án þess að gefa af sér eins mikinn þjóðlaga lit og það er líklega vegna þess að þegar Vala syngur stefið hefur það fjórar mismunandi hendingar, en einungis fyrsta hendingin er notuð og endurtekin þegar það birtist í undirspili fyrir Álfkonuna. Hjá Völu verður tónlistin því mun lagrænni, mýkri og fjölbreyttari, en hjá Álfkonununni er hún grófari og harðgerðari.

7: Laglína Völu í fjórum hendingum úr „Kom ég uppí kvíslaskarð“ í 1. Þætti.

Mögulega er hér Sigurður Þórðarson að vísa til baksögu Völu sem hún segir frá í 1. þætti, en hún segist hafa oft séð og átt í samskiptum við álfa þegar hún var yngri: „...Blátt var pils á baugalín, / blóðrauð líka svuntan fín, / lifrauð treyja lindi grænn, / líka skautafaldur vænn. / Ekkert hafð‘ eg af henni tal, / undir sat hún sínum sal, / opið stóð þar bergið blátt, / beint var það í hálfa gátt. / Laufaskorðan leit þá við, / lengur hafði hún ei bið, / inn í steininn arka vann, aftur luktist sjálfur hann.“ Kannski er Sigurður Þórðarson að endurtaka þessa tónlist til að undirstrika þann möguleika að sú álfkona sem Vala sá í denn sé sú sama og leggur Skúla í álög.

24


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

Seinna álfastefið er að finna í „Ríðum og ríðum“ og er byggt á síendurteknum krómatískum gangi niður um ferund í fjórum sextándupörtum og tveimur áttundapörtum. Það er örsjaldan sungið en kemur lang oftast fram í undirspili. Undirspilið í píanóinu í „Ríðum og ríðum“ er byggt á þessu þrástefi 13 , síendurteknu C-i í áttundum í vinstri hendi með hið krómatíska álfastefi frá C niður á G í hægri hendi sem færist svo niður í vinstri hendi eftir þrjá takta. Köllum þetta „krómatískt álfastef“ (einnig notað sem leitmotif). Þetta stef skapar hughrif tengd grjóti og harðneskjulegum fjöllum er það er spilað á dýpri strengjahljóðfærin.14 ÁLFADANSAR Einsleit þrástef í bassa finnast víða er álfar koma fram. Stundum stíga álfarnir dans og fyrir þau tækifæri hefur Sigurður Þórðarson samið ýmsa tónlist fyrir hljómsveit sem fær titilinn „Dans“. Þegar Álfakonan hefur lokkað Skúla inn í höllina í klettinum í 3. þætti segir Álfakonungur: „Setjið hann [Skúla] í hásæti við hlið mér og dóttur mína til hægri handar. Látið hljómsveitina leika og dansmeyjarnar dansa, svo að skemmtun er nóg.“ (Sveinbjörnsson D. , 1944, bls. 47) Em hljómur endurtekinn sem bú-ba þrástef í 11 takta, krómantískir tengitónar og forslagsnótur í laglínu sem leiða meðal annars á hreint C sem hangir ómstrítt á móti Em hljómi í vinstri hendi.

8: Fyrstu 11 taktarnir úr „Dans“ í 3. Þætti.

13 14

Á ítölsku „ostinato“, sem þýðir bókstaflega „þrjóskur“. Á upptökunum frá 1957 má heyra þetta stef leikið á djúp strengjahljóðfæri.

25


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

Þetta er einstakur litur - heyrist aðeins í þessu tónlistar númeri - og setur uggvekjandi stemmingu. Auk þess má nefna nokkur afturkölluð Fís sem þá breytir Em tóntegundinni um stundarsakir í frígískan skala frá E. Eftir þessa 11 takta er svo tónflutt í gegnum D dúr hljóm í G dúr tóntegund þar sem kátína og gleði ríkir. Þessi tvö ólíku efni renna þó vel saman í höndum tónskáldsins. Annar álfadans heyrist í 4.þætti þegar álfar ryðjast inn í bæinn á jólanótt og halda þar veislu. „Mannamál, hlátur og músík heyrist í fjarska. Færist nær. Inn kemur fólk skrautbúið, það hefur meðferðis drykkjarföng og ýmiskonar skraut. Neytir drykkjarins, býður Rannveigu, hún þyggur ekkert og annsar engu, þegar það talar til hennar. Það tekur nú að dansa.“ (Sveinbjörnsson D. , 1944, bls. 63)

9: Dans - álfarnir koma inn (nr.44 4.þáttur).

Seinni álfadansinn inniheldur splunkunýjan kafla og tónrænu skilaboðin þar eru ekki lengur „gleði og kátína“. Hér á sér stað drungalegur dauðadans. Einstakt augnablik í óperettunni. Hér liggur nefnilega mikið undir, mögulega líf og limir Rannveigar og Skúla. Rannveig er ein heima og freistar þess að bjarga Skúla úr álögum á meðan hulduvættir dansa allt í kringum hana með drykkjarföng og freistingar. Í hinu 15 takta langa dauðadans stefi er tóntegundin nokkuð óræð, en virðist byrja á V sæti í A moll. Hún ferðast þaðan á i - #iv° - II - v á sex 26


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

töktum. Næsti frasi stekkur svo tiltölulega óundirbúið í B moll laghæfan skala og ef við lítum á þetta sem tónflutning í B moll er hljóma röðin sem þar verður til i - V - I - iv - V - iv - V - iv - III+ - iv - i. Forslags nótur leggja áherslu á lækkaðar 5undir, stórar 3undir í minnkuðum hljómum og litlar 6undir í dúr og moll hljómum. Í stuttu máli sagt er mikið um ómstríður, krómatískar tengingar og minnkaða hljóma sem ásamt þrískiptum takti leggja öll lóð á vogarskálarnar við að skapa drungalega vals stemmingu, sem er leidd áfram af greinilegri, þó síbreytilegri, laglínu. Eins og áður sagði eru það álfar sem fá bróðurpartinn af þessari „þungu“ tónlist. Þau eru þó ekki ein um að fá að syngja eitthvað þjóðlaga skotið í verkinu. Skúli fær t.a.m. að syngja einu tónlistina óperettunni sem er í óreglulegum takttegundum, lagið „Þessar klappir“ í 3. þætti. Þar heyrum við svipaða óreglulega taktskiptingu og finnst í þjóðlaginu „Dýravísum“, eða „Hani, krummi, hundur svín“ (ef við leyfum okkur að endurtúlka takttegundina í tónlist Sigurðar Þ. eilítið): Dýravísur: 4 slög (Hani, krummi) - 3 slög (hundur svín) - 4 slög (hestur, mús, tittl-) - 2 slög (-ingur) - 4 slög (galar, krunkar) - 3 slög (geltir, hrín) - 4 slög (hneggjar, tístir) - 8 slög (syngur). Þessar klappir: 4 slög (Þessar klappir) - 3 slög (átt‘eg fyr,) - 4 slög (þegar eg var) - 2 slög (ungur.) - 4 slög (Átt‘eg víða) - 3 slög (á þeim dyr,) - 4 slög (eru þar skápar) - 8 slög (falleg(-ir). Þetta stef endist aðeins í eina stutta blaðsíðu í söngskránni og sést svo aldrei aftur. Ljóðið er tekið úr þjóðsögunni „Sveinninn sem undi ekki með álfum.“ (Árnason, 1954, bls. 48)

27


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

10: „Þessar klappir“ úr 3. Þætti.

28


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

HIÐ KÁTA OG LJETTA „Ei ber þó að skilja þessi orð mín svo, að öll músikkin í þessari óperettu sje þunglamaleg. Því fer fjarri, því þau lög, sem tónskáldið hefir að öllu leiti frumsamið, eru ljett og leikandi og í ágætu samræmi við eðli „óperettunnar“, - hinn ljetta gleðileik. [...] Eru þetta alt lyrisk og falleg lög og sýna glögt, að því er mjer virðist, að fyrir tónskáldinu liggur þar hið káta og ljetta - og angurværa í tónlistinni, en hin sterka, dramatiska músikk.“ (Grímsson, 1944) Eitt af því sem stendur uppúr eftir yfirferð á tónlistinni, sem eitt af aðal einkennum óperettunnar Í álögum, eru laglínur tónskáldsins Sigurðar Þórðarsonar. Þær eru fjölmargar, fjölbreyttar, innihalda fimin stökk og ágætis tónbila breidd margar hverjar, oft um og yfir tíund. Í „Nú í háum hamrasal“ í 3. þætti syngur Skúli jafnvel yfir stærra svið en það, eða frá einstrikuðu D uppá tvístrikað A, sem er tólfund. Sigurður Þ. nýtir sér raddsvið söngvaranna sem hann er að vinna með, sem segir eitthvað til um eiginleika hans sem tónskálds. Laglínurnar eru einnig aðlaðandi að því leiti að þær eru margar nægilega aðgengilegar svo að flestir söngvarar ættu að geta lært þær, en það er líklega aðeins á færi reyndra og lærðra söngvarar að flytja þær eins og til var ætlast.

29


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

11: Blaðsíða úr „mig heilla fjarlæg fjöll“ í 1.þætti. Rannveig og Skúli syngja tilþrifamikinn dúet þar sem tónar og orð skarast á og renna saman á víxl. Það þarf gott tónlistarfólk til að flytja svona tónlist svo sómi sé að.

Í hinum kátu og léttu lögum hefur Sigurður Þ. gegnumgangandi hljómrænt stílbragð. Í dúr tóntegund notar hann reglulega m.a. II (annað sæti dúr) og III (þriðja sæti dúr) 15 til að undirstrika hughrif í ljóðum Dagfinns með bjartari tónlit. Slíkt má heyra og sjá í „Mig heilla fjarlæg fjöll“ þar sem II í G dúr er notaður til að lyfta „þar reist er hamrahöll“ og „við heyrum hörpuslátt“.

15

Bæði þessi sæti eru venjulega moll í dúr tóntegund: ii (D - F - A) og iii (E - G - B). SÞ notar sætin hinsvegar reglulega sem dúr: II (D - Fís - A) og III (E - Gís - B).

30


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

Í „Ég er ímynd fjallkonunnar“ 1.þætti syngur Rannveig „Ég blessa mína bernskugrund / og bind við hana tryggð, / hin tignu fjöll við firði´ og sund, / sem frjórri skýla byggð.“ Sigurður Þ. undirstrikar orðin „tignu“ með II og „frjórri“ með III í C dúr tóntegund. III heyrist einnig á orðinu „smáð“ í línunni „Mín aldna, fagra Ísastorð skal aldrei hædd né smáð.“ Þetta virðist vera mjög meðvituð hljómræn ákvörðun hjá tónskáldinu. Að setja annað og þriðja sæti dúr sem hljómrænt umhverfi þessara orða eikur á áhrifamátt og staðfestu Rannveigar. Orðinu „smáð“ er hreinlega ýtt upp og öll orð og tónar í frasanum á undan stefna áfram af sömu ákveðni og Rannveig sjálf gerir í gegnum alla óperettuna.

12: Fjórir taktar úr laginu „Ég er ímynd fjallkonunnar“ 1.þætti.

Fleiri dæmi um þessi dúr sæti finnast m.a. í „Gleði mér vekur foldin feðra“ í 2.þætti þar sem II er notaður á orðinu „hugfanginn“ er Skúli syngur „Gleði mér vekur foldin feðra, / fegursti blettur jörðu á. / Heillandi fögur höllin veðra, / ég hugfanginn þetta líta má.“ Eftir það tónflyst lagið snögglega úr Es dúr í G moll (I - iii ferðalag). Hér er mollinn notaður til að lita frásögn Skúla af ógnvæglegum sjó: „Ógnþrungin rís hér röstin víða / reginelfd tryllt í feigðardans“, en við enda þeirrar setningar ferðumst við aftur hefðbundið heim yfir í Es dúrinn, sem virðist eiga við textan sem kemur þar: „Svo kemur kyrrðin bjarta, blíða, / blikandi fagur stjarnafans.“ Í „Ég skenki vín í skál“ heyrist III (B dúr í G dúr tóntegund) á setningunni „Skelft oss enginn getur“ (sungið af Jóni stúdent) og í „Þú eigi skalt okkur fá“ fá Sigríður og Sólrún III er þær syngja „þú ert svo fjári ljótur“ og er III notaður hér til að undirstrika glettnina í þessum orðum sem þær beina að Ara. Skúli syngur „Í lundinum syngur fugl á grein um auðlegð og fegurð“ og áhrifaríkur III hjálpar til með því að birta yfir þessum skilaboðum hans. Seinni hluti þessa lags er rómantískur og þykir greinarhöfundi það áhugaverðari tónsmíð en margt í óperettunni. Falleg laglína, áhrifarík hljóma sambönd (C dúr: VII7 - VI - vi - VII7 - III) og fjölbreyttir litir. Upp í hugan koma hinar vinsælu lagasmíðar Sigfúsar Einarssonar (1877-1939), en Sigurður 31


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

Þórðarson lærði m.a. tónlist hjá Sigfúsi. (Tveir starfsmenn Ríkisútvarpsins semja fyrstu íslenzku óperettuna, 1944) Þetta er einnig eitt af fáum tónlistarnúmerum (og mögulega það eina) sem endar ekki á hreinu heimasæti. Það vekur upp ljúfsárar tilfinningar. Hið káta og létta virðist eiga vel við Sigurð Þórðarson. Hann tengir (oftast) vel saman dramatískar aðstæður og tónræna framvindu. Síðasta dæmið um slíkt er dúettinn „Með góðum vin“ í 1.þætti sem byrjar á tiltölulega ómarkverðan máta í C dúr. En Sigurður Þ. ferðast svo með okkur alls óvænt - stutta stund - á Es dúr svæði, sem er lækkað III sæti (IIIb) í C dúr. Þetta eru óvenjulega skörp tón-landamæri fyrir óperettuna þar sem C dúr og Es dúr skalar hafa aðeins fjórar nótur sameiginlegar af sjö. Oftar er Sigurður Þ. að tónflytja milli tóntegunda sem hafa 7, 6 eða 5 sameiginlegar nótur; því fleiri sameiginlegar nótur, því mýkra er ferðalagið þar á milli. Skúli syngur: „Eg bráðlega héðan burtu fer / blíðasta vina, fylgdu mér...“ og svo kemur tónræna ferðalagið á textanum „...suður mót sól og degi, / suður mót sól og degi / um Sjafnar ögrandi vegi.“ Skúli er að syngja um ferðaþrá sína og við getum þannig kallað ferðalagið úr C dúr í Es dúr hér „ferðaþrá Skúla“. Hin hefðbundna tónlist sem lagið byrjaði á er þá orðin að tónrænni myndlíkingu fyrir hin þægilegu heimkynni sem eru ekki nógu spennandi fyrir hann lengur. Jafn skjótt og við erum komin á þetta framandi svæði, eða eftir þrjá takta, þá hallast tónlist Skúla strax aftur að upphaflegu heima-tóntegundinni C dúr, eins og svo oft gerist í óperettunni (ABA form í tónflutningi), en í stað þess lendum við óvænt á C moll svæði. Moll tóntegund heyrist iðulega hjá álfum, en hérna er það Rannveig sem syngur, líklega nokkuð pirruð út í Skúla: „Til framandi landa þú fara vilt, / það furðu gegnir um slíkan pilt / að una sér ekki heima.“ Við erum þá komin í þá stöðu að hin „létta“ tónlist í C dúr þjónar áhugaverðu dramatísku hlutverki sem andstæða þess sem er framandi. Þetta dæmi er þó einsdæmi. Lang oftast er hin „létta tónlist“ í Í álögum bara einmitt það, „létt“.

AÐ LEIKSLOKUM: ÞJÓÐLEGUR STÍLL? „Að leikslokum voru höfundarnir, leikstjórinn og hljómsveitarstjórinn hyltir sjerstaklega af leikhúsgestum og leikendurnir kallaðir fram hvað eftir annað, og svo mikið blómaregn fjell yfir listamennina, að annað eins mun tæplega hafa sjest hjer áður. Þegar á alt er litið, verður ekki annað sagt, en að óperettan hafi tekist ágætlega, bæði frá hendi höfundanna og annara, er að henni standa og sje þeim til hins mesta sóma. [...] hún er skemtileg og útbúnaður allur hinn glæsilegasti.“ (Grímsson, 1944) 32


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

Það er margt merkilegt að finna í baksögu, handriti og tónlist óperettunnar Í álögum og óhætt er að segja að þar sé mikið um þjóðlegar þemur, í sögu og í tónlist. En hefði verið hægt að ganga lengra? Hvergi er hægt að sjá nein ummerki um t.d. rímur eða tvísöng, en þeir tónlistarstílar eru íslenskur tónlistararfur og eru hvor um sig á margan hátt einstök íslensk fyrirbrigði. Rímurnar voru um tíma umfangsmesta grein íslenskrar ljóðagerðar „og voru kveðnar, en að kveða rímu merkir að syngja með nokkuð sérstökum hætti að því er tekur til raddbeitingar og raddhreims.“ (Þórarinsson, 2012, bls. 171) Rímurnar, hin íslensku hetjuljóð, hafa verið taldar séríslensk tegund söguljóða. (ibid, 185) Tvísöngurinn er ekki síður merkilegur. Frægasta tvísöngslagið er Ísland, farsælda frón. Baldur segir að „lagið er ágætt sýnishorn af því, hve fögur, frumleg og svipmikil þessi lög eru og gjörólík þjóðlögum annarra þjóða.“ (Andrésson, 2008) Séra Bjarni Þorsteinsson tekur í svipaðan streng: „...alveg eins [stendur] á með [tvísönginn] eins og með hið norræna mál, sem vjer nú köllum íslenzku; hvorttveggja var almennt um öll Norðurlönd fyrir 1000 árum, hvorttveggja fluttist hingað með landnámsmönnum, hvorttveggja aflagaðist fyrst en hvarf svo síðan um öll Norðurlönd, en hvorttveggja varðveittist, furðanlega lítið breytt, á vorri afskekktu fósturjörð allt til þessa dags. Þess vegna höfum vjer hinn sama rjett að kalla tvísönginn íslenzkan og vora eiginlega eign, eins og að kalla málið, sem vjer ritum og tölum, íslenzku. [...] ...á Íslandi hefur kvintsöngurinn - tvísöngurinn - lifað í meira en 1000 ár, og lifir þar enn í dag góðu lífi, þótt ekki sje hann nærri því eins almennur og fyr.“ (Þorsteinsson, 1906, bls. 767-8) Áhugavert hefði verið ef þessir tónlistarstílar hefðu fundist í Í álögum, en höfundum óperettunnar til varnar þá var og er lítið sem ekkert vitað um hin fyrstu rímnalög (Þórarinsson, 2012, bls. 187) og endurkoma þessa frásagna stíls gerðist ekki fyrr en seinna með t.d. Steindóri Andersen, Hilmari Erni Hilmarssyni og Sigur Rós. En hægt er að áætla að sú tónlist sem var vinsæl á Íslandi á þeim tíma er Í álögum gerist (síðari hluta 18.aldar) hafi verið þjóðleg söngtónlist, s.s. rímur og tvísöngslög. Ein af ástæðunum fyrir því að Sigurður Þ. innleiddi ekki þessa þjóðlegu tónlistarstíla inn í tónlistina gæti verið sú að um miðja 19.öldina hefst „'viðreisnin' í söngnum með Pétri Guðjohnsen og eftirmönnum hans, Jónasi Helgasyni, Steingrími Johnsen o.fl. Þeir innleiða þau sönglög, sem þá eru sungin á Norðurlöndum og víðar. Með þeim kemur fjórraddaður söngur til sögunnar og allri söngþekkingu hjá þjóðinni fer mikið fram [...] Þannig eru tvennskonar straumar í sönglífinu á seinni helm. aldarinnar, en hinn 'nýi söngur' vinnur stöðugt á og er undir lok aldarinnar [19.öldin] orðinn einn um völdin [...] [Ísl. þjóðlög] voru smáð og fyrirlitin af leiðandi mönnum í sönglífi þjóðarinnar.“ (Andrésson, 2008) Þar sem Sigurður Þ. er að alast upp rétt fyrir þau aldamót hefur hann líklega ekki sloppið við 33


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

þau áhrif. Mögulega var vænlegra til vinsælda fyrir hann að semja tónlist byggða á nútímastraumum þess tíma heldur en að grípa meira til „gömlu laganna“ sem voru við það að hverfa. Í þýskalandi var óperan Der Freischütz (Galdraskyttan) - frumflutt 1821 í Berlín - tilraun tónskáldsins Carl Maria von Weber við að skapa í fyrsta sinn þýska óperu. Átti það að vera svar Weber við yfirráðum Ítala yfir hinum óperíska geira á þeim tíma. 16 (Frolova-Walker, 2014) Galdraskyttan er lík Í álögum að því leiti að hún vinnur með mikið af þjóðlegum þemum (í þessu tilfelli þýskum þemum) og hún lagði sitt af mörkum við að þróa og festa í sessi ákveðna þjóðlega samkennd þar í landi: samsetning þjóðsagna, hins náttúrulega (og þá sérstaklega hins þýska skóglendis) og hins yfirnáttúrulega var álitið sérstaklega þýskt. Auk þess kemur fram í Der Freischütz hinn þýski jäger (riffilmenn í prússneska hernum) sem varð að „þjóðrænni táknmynd. Karlmannleg hetja sem býr yfir ómótstæðilegu hugrekki og kynþokka.“ (FrolovaWalker, 2014) Seinna meir voru ekki allir sammála um hvort að um nægilega „þýska“ óperu væri að ræða í tilfelli Webers og lét m.a. tónskáldið Richard Wagner í sér heyra í þeirri umræðu. (Wagner, 1834) Þessi ritgerð ætlar sér ekki að skera endanlega úr um hvort að óperettan Í álögum sé að endingu þjóðlegt verk eða þá hvort hún búi til einhverskonar fyrirmynd að þjóðlegu, íslensku tónleikhúsverki. Þjóðlegur stíll, samkvæmt tónvísindamönnunum Marina Frolova-Walker og Carl Dahlhaus, gerir hug ákveðins hóps fólks áþreifanlegan og er álitinn sem tjáning ákveðinnar tilveru. Þjóðlegur stíll er ekki endilega eitthvað sem höfundar geta ættleitt í verkum sínum upp á sitt eindæmi. Frolova-Walker heldur áfram og bendir okkur á að aðeins hin breiða þjóðlega umræða geti skorið úr um hvort að ákveðið verk eða stíll teljist „þjóðlegur“. Tónskáld og handritshöfundar (og greinarhöfundar) geta aðeins reynt sitt besta til að komast að í þeirri umræðu með því að senda frá sér þjóðleg verk sem aðrir telja þess virði að ræða. (FrolovaWalker, 2014) Það er þjóðin sem á síðasta orðið. Höfundur er tónskáld, stjórnandi, söngvari og fræðimaður. Rannsókn og skrif þessi voru styrkt af Starfsmenntunarsjóði FÍH og Styrktarsjóði Vinafélags Íslensku Óperunnar.

16

Þó það sé venjulega talað um þetta verk sem óperu inniheldur hún óvenjulega margar talaðar senur fyrir slíkt tónverk og því leyfi ég mér að draga hana hingað til okkar í óperettu samhengið.

34


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

VIÐAUKI: TÓNLISTARFÉLAGIÐ OG HLJÓMSVEIT REYKJAVÍKUR Óperettu frumflutningur gerist ekki af sjálfu sér. Sterkt bakland þarf að vera til staðar til að slíkt eigi sér stað, ekki aðeins innblástur höfundanna og hæfileikar flytjendanna. Nokkur fjárhagsleg velmegun, áhugi og hvöt þarf að vera fyrir hendi hjá þeim sem flytja inn og fjármagna svona gjörninga. Sögulega hefur aðalsfólk með góð tengslanet við tónlistarfólk staðið fyrir slíkri nýsköpun á sínu yfirráðasvæði (Stein, 2014, bls. 843-4) en í tilfelli Í álögum voru það Tónlistarfélag Reykjavíkur og Hljómsveit Reykjavíkur sem lögðu til þetta bakland. Hljómsveit Reykjavíkur var stofnuð árið 1925 með hvatningu frá Leikfélagi Reykjavíkur sem vantaði hljómsveit fyrir eina af sýningum sínum. Fyrir það var engin slík hljómsveit á Íslandi.17 Sigfús Einarsson sá um að stjórna hljómsveitinni er hún tók til starfa 1925 og í henni vorum að meðaltali um 16-20 hljóðfæraleikarar. Mestmegnis voru það strengjaleikarar, en einnig nokkrir blásarar, píanó og harmóníum. Þetta var íslensk hljómsveit, blanda af áhugafólki og atvinnumönnum (eða hinum „lærðum“), en í hópinn bættust nokkrir erlendir tónlistarmenn sem léku á skemmtistöðum og veittu þeim liðsstyrk á tónleikum. (Melsted, 2016, bls. 25-6) Þegar kemur að því að Sigurður Þórðarson fer að skrifa tónlistina fyrir Í álögum, haustið 1942 til haustið 1943, þá útsetur hann fyrir flautu, óbó, klarinett í B, fagott, horn í B, trompet í B, slagverk, 1. fiðlu, 2. fiðlu, lágfiðlu, knéfiðlu og kontrabassa. Tónlistarlífið í Reykjavík hafði ekki verið fjölbreytt fram að þessu, en Baldur Andrésson segir að „fram að þessu var sönglagið vinsælast, en hér fór hljóðfæralist að verða vinsælli. Sveinbjörn Sveinbjörnsson var þó fyrir aldamót [1900] búinn að semja 'píanólög', 'fiðlulög' og hljómsveitarverk, sönglögin voru þó meiri hluti verka hans. Einnig var Jón Leifs búinn að skrifa sín hljómsveitarverk fyrir 1930. Þetta voru undantekningar.“ (Andrésson, 2008) Önnur tónskáld sem störfuðu á þessum tíma voru t.d. Sigfús Einarsson, Sigvaldi Kaldalóns og Páll Ísólfsson. Hljómsveit Reykjavíkur virðist hafa verið dugleg að frumflytja íslenska tónlist. Við upphaf áratugarins, árið 1940, hélt sveitin tónleika í Gamla Bíó þar sem m.a. voru frumflutt verkin Íslensk svíta eftir Árna Björnsson og svítan Á krossgötum eftir Karl O. Runólfsson. Stjórnandi var þá Victor Urbancic. Frá og með 1950 fær Hljómsveit Reykjavíkur reglulega

17

Hljómsveit Reykjavíkur hafði komið saman fyrir eitt tilefni áður, árið 1921 er Kristján X Danakonungur kom í heimsókn til Íslands, en hljómsveitin var ekki langlíf í það skiptið. (Melsted, 2016, bls. 16)

35


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

styrki frá ríkinu, hættir að vinna (nánast) kauplaust, og tekur upp nafnið Sinfóníuhljómsveit Íslands. (ibid) Fjármögnun Hljómsveitar Reykjavíkur var erfið fyrstu árin, en málin bötnuðu árið 1932 er tólf „tónlistarunnendur“ stofnuðu Tónlistarfélagið í Reykjavík. Tilgangur félagsins var að efla tónlist hér á landi og vinna að framför hennar. Tónlistarfélagið beitti sér m.a. fyrir uppfærslu á áðurnefndir óperettu Meyjarskemman árið 1934.

18

Tónlistarfélagið varð bakhjarl

tónlistarlífsins í Reykjavík. Allir voru meðlimir félagsins stöndugir athafnamenn í Reykjavík. (Melsted, 2016, bls. 40-1) Tekjur félagsins komu frá félagsmönnum, frá aðgangseyri af tónleikum og í formi allavega eins styrks frá Reykjavíkurborg og Ríkinu. (Sveinbjörnsson B. , 1998, bls. 29)

18

„Úr þessu má lesa hvílíkar framfarir höfðu orðið í músíklífi Reykjavíkur [...] Um aldamótin [1900] mátti telja á fingrum annarrar handar þá sem 'leikið gátu' á fiðlu...“ (Sveinbjörnsson B. , 1998, bls. 29-30)

36


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

TILVITNANIR Anna Heiða Pálsdóttir. (2002). History, Landscape and National Identity: A Comparative Study of Contemporary English and Icelandic Children's Literature. University of Coventry. Baldur Andrésson (2008). Tónlistarsaga Reykjavíkur: 1800-1950. Bjarki Sveinbjörnsson. (1998). Tónlist á Íslandi á 20.öld. Aalborg: Aalborg Universitet. Bjarni Þorsteinsson. (1906). Íslenzk Þjóðlög. Kaupmannahöfn. Dagfinnur Sveinbjörnsson. (1944). Í álögum: handritið. Frolova-Walker, M. (2014). The Language of National Style. Í H. M. Greenwald (Ritstj.), The Oxford Handbook of Opera. Oxford University Press. Gísli Gunnarsson. (1987). Upp er boðið Ísaland: einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787. Reykjavík: Örn og Örlygur. Guðmundur Matthíasson. (1951). Rigoletto og lit yfir þróun óperunnar. Líf og list: Tímarit um listir og menningarmál, 2(6), 7-9. Guðrún Kvaran. (10. apríl 2012). Hvaðan kemur orðatiltækið „sjaldan hef ég flotinu neitað“? Sótt 24. janúar 2022 frá Vísindavefurinn: http://visindavefur.is/svar.php?id=61989 Gunnar M. Magnúss. (1973). Eins og ég er klædd. Akureyri: Bókaforlag Odds Björnssonar. Halldór Guðmundsson. (2004). Halldór Laxness: Ævisaga. Reykjavík: JPV Útgáfa. J.Þ. (1950). Stokkhólmsóperan á sviði þjóðleikhússins. Alþýðublaðið, 31(132), 5. Jón Árnason. (1954). Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga. Jón Þórarinsson. (2012). Íslensk tónlistarsaga 1000-1800. Reykjavík: Tónlistarsafn Íslands. Minning: Dagfinnur Sveinbjörnsson. (9. mars 1974). Íslendingaþættir Tímans, 7(9), 10. Óðinn Melsted. (2016). Með nótur í farteskinu. Reykjavík: Sögufélagið.

37


Sjálfstæðisyfirlýsing þjóðar í óperettu - mánudagur, 28. febrúar 2022 Dr. Helgi R. Ingvarsson helgirafn@gmail.com http://helgiingvarsson.com/

Scholes, P. A. (1991). The Oxford Companion to Music. Oxford & New York: Oxford University Press. Sigurður Grímsson. (28. apríl 1944). Í álögum: Óperetta í 4 þáttum eftir S. Þórðarson og D. Sveinbjörnsson. Sótt 31. janúar 2022 frá Morgunblaðið: https://timarit.is/page/1251666#page/n3/mode/2up Sigurður Þórðarson. (1944). Í álögum: söngskrá. Stein, L. K. (2014). How opera traveled. Í H. M. Greenwald (Ritstj.), The Oxford Handbook of Opera (bls. 843-858). Oxford University Press. Traubner, R. (2003). Operetta: A Theatrical History. Routledge. Tveir starfsmenn Ríkisútvarpsins semja fyrstu íslenzku óperettuna. (1. 5 1944). Útvarpstíðindi, 6(19), bls. 321. Una Margrét Jónsdóttir. (12. desember 2018). Þrymskviða flutt á níræðisaldri tónskáldsins. Sótt 31. janúar 2022 frá RÚV: https://www.ruv.is/frett/thrymskvida-flutt-a-niraedisafmaeli-tonskaldsins Valdimar Hafstein. (2000). The Elves' Point of View: Cultural identity in contemporary Icelandic elf tradition. Fabula, 89-90. Wagner, R. (10. June 1834). Die deutsche Oper. bls. 34.

38


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.