Himinbjargar saga - MyndAK 22

Page 1





Himinbjargar

saga

Heiðdís Buzgò

Útgefandi: Akyreyri 2022 Endurritun: Heiðdís Buzgò Myndahöfundur: Heiðdís Buzgò Umbrot: Heiðdís Buzgò Prentun:

ISBN -



Endur fyrir löngu voru konungur og drottning í ríki sínu. Þau áttu einn son sem hét Sigurður. Hann var afskaplega góður og duglegur strákur og hvers manns hugljúfi. Elskuðu konungshjónin son sinn meira en nokkuð annað. Sigurður óx úr grasi í höll foreldra sinna og aldrei dvínaði ást þeirra á honum.

5


Þá gerðist það eitt sinn að drottingin tók sótt sem að lokum leiddi hana til bana. Allt konungsríkið grét en mest grétu þó konungurinn og Sigurður sonur þeirra. Þeir syrgðu svo sáran að þeir gátu hvorki glaðst né skemmt sér. Vitrir menn vitjuðu þeirra í tilraun til að hugga þá og með ráðum og fortölum tókst þeim um síðir að sefa grát konungsins sem þá tók gleði sína á ný og skemmti sér við söng og leiki. En Sigurður kóngsson var ósefandi og hélt uppteknum hætti um harma sína. Hann lá einmana löngum stundum úti um nætur á leiði móður sinnar og enginn gat fengið hann þaðan. Einn daginn hélt konungur út á velli utan borgarinnar til leikja með hirð sinni. Veðrið var gott og heiður himinn. Þá sáu menn að upp dróst skýjaflóki skammt frá. Skýjaflókinn leið til þeirra nokkuð hratt og undarlega og steig svo út úr honum væn og vel búin kona öllum til mikillar furðu. 6


Konan gekk til konungsins og heilsaði honum kurteislega. Konungur heilsaði henni á móti og spurði hana til nafns sem hún sagði vera Himinbjörg. Hún spurði þá hvort hún mætti ekki slást í för með konunginum. Margir úr hirðinni mæltu því í mót að hún kæmi með og sögðust sjá eitthvað gruggugt við konuna sem hafði stigið út úr skýinu til þeirra. Þrátt fyrir aðvaranir hirðmanna sinna leist honum svo vel á Himinbjörgu að hún fór með þeim.

7


Himinjörg fylgdi konunginum og þá kom á daginn hversu almennileg og góð hún var við alla sem hún hitti. Þegar leið á varð konungurinn að lokum ástfanginn af henni og bað hana að giftast sér og verða drottning sín. Þetta þótti öllum í ríki hans góðar fréttir og senn leið að brúðkaupi. Haldið var glæsilegt brúðkaup og stóð veislan vel og lengi. Þá náði konungur að láta af öllum harmi eftir fyrri drottningu sína og varð öll hirðin ánægð við það. En Sigurður kóngsson var ekki sama sinnis. Hann gat enn ekki hætt að hugsa um fráfall móður sinnar og fór enn sem áður margar nætur út á leiði hennar til að syrgja. Konungurinn og hans menn höfðu miklar áhyggjur af Sigurði og sorg hans en þeim tókst aldrei að tala hann til né hugga.

8


Eina nóttina lá Sigurður úti á leiði móður sinnar en þegar líða tók á nóttina sofnaði hann þar. Þá dreymdi hann að móðir hans kom til sín öskuill.

“Hér liggur þú, Sigurður, eins og kjáni.” skammaðist hún. “Þú hefur komið þér í óefni með þessu og fólk heldur að þú sért orðinn undarlegur þar sem þú liggur hér hverja nótt í óþökk með víli og harmi og ónáðar mig. Nú skaltu fá nokkuð að launum fyrir ónæðið. Ég legg það á þig að þú munir enga ró eftir þinn dag hafa nema að þú getir komið einni konungsdóttur úr álögum, en hún er í dag í líki ægilegs trölls.”

9


Við þessi orð vaknaði Sigurður og leit upp og fannst honum þá eins og enn móti fyrir móður hans við leiðið. Hann varð svo hræddur og sár að hann hljóp inn í höllina og beint í rúmið og hágrét. Margir fóru að vitja hans en Sigurður gat með engu móti hætt að gráta.

Faðir hans biður þá Himinbjörgu að líta til með syni sínum og vita hvort hún gæti ekki með nokkru móti hjálpað til. Hún fór þá og talaði við Sigurð og með blíðu sinni og kænsku tókst henni að fá upp úr Sigurði hvað hafði komið fyrir og sagði hann henni þá frá því þegar gamla drottningin vitjaði hans á leiði sínu og lagði á hann skelfileg álög. 10


Himinbjörgu þótti þetta stórtíðindi. “Það sannast hér með það sem sagt er,” sagði hún, “að fátt er rammara en forneskjan. Við getum ekkert unnið á þessum vanda en ég á góða fóstru sem gæti hjálpað. Ef hún getur ekki hjálpað þér þá getur það enginn.” Hún sótti nokkra muni og rétti honum og sagði: “Þú mátt alls engum segja en ég vil senda þig til hennar. Taktu þennan hníf og þetta belti og gefðu henni þetta tvennt til sönnunar um ráð mín ef þú vilt vera öruggur um að hún hjálpi þér. Og hafðu þennan hnykil og láttu hann rúlla á undan þér því þá vísar hann þér í rétta átt, en haltu fast í garnendann og ekki missa takið af honum. Taktu líka þennan nestispoka. Hann er fullur af nesti en hvað sem þú borðar úr honum mun hann ekki tæmast. Gættu þess mjög að koma vel fram við allt og alla sem gætu orðið á vegi þínum. Það mun verða þér endurlaunað margfallt.

11


Mig grunar þó að þegar þú ferð muni hirðin og jafn vel faðir þinn, konungurinn sjálfur, muni snúast gegn mér. Allir munu halda að ég hafi orsakað hvarf þitt og kannski verð ég jafn vel dæmd til dauða ef þér tekst ekki að rjúfa álögin.” “Ég vil alls ekki bregðast þér elsku stjúpa mín.” svaraði Sigurður þá og þakkaði henni fyrir aðstoðina. Þau kvöddust innilega og óskuðu hvoru öðru velfarnaðar áður en Sigurður kóngsson tók saman pinkla sína og lét sig hverfa boðalaust.

12


Sigurður ferðaðist vítt og breitt yfir fjöll og gegn um eyðiskóga. Sama hversu lengi hann gekk varð hann aldrei örmagna því nestispoki Himinbjargar stóð fyrir sínu. Eins valt hnykillinn áfram og sigurður hélt fast í garnendann og ellti.

13


Einn dag kom Sigurður að sjávarströndu og hann fylgdi hnyklinum eftir henni þar til hann kom að stórum hömrum við sjóinn. Þar sá Sigurður marga hrafna sem hann taldi og voru þeir fimmtíu talsins. Þeir flugust allir á og réðust hver á annan, og reittu og tættu vængi og stél. Sigurði þótti þetta allt mjög undarlegt og fylgist ögn með því sem gerðist. Hann tók eftir því að hrafnarnir slógust um sillurnar í bjarginu sem þeir vildu allir sitja á. Þá mundi hann eftir ráðum stjúpu 14


sinnar sem hafði beðið hann um að vera góður öllum og öllu því sem hann mætti á ferðum sínum. Þá tók Sigurður sig til og hjó fleiri sillur í bergið uns allir hrafnarnir höfðu fengið gott sæti að hægja sér í og síðan gaf hann öllum hröfnunum mat úr pokanum sínum þar til þeir urðu allir sáttir og kátir. Þegar Sigurður hélt aftur af stað kölluðu hrafnarnir á eftir honum: “Kallaðu til okkar ef þig vantar nokkurn tímann hjálp.” Hann þáði það og þakkaði vel fyrir sig. 15


Sigurður hafði ekki gengið lengi þegar hann kom að öðru háu bjargi þar sem fimmtíu mávar flugust á yfir sillunum í bjarginu. Þar gerði hann eins og áður, hjó út fleiri sillur fyrir fuglana og gaf þeim af nesti sínu. “Kallaðu til okkar ef þig vantar nokkurn tímann hjálp.” kölluðu mávarnir á eftir honum. Hann þáði það og þakkaði pennt og vel fyrir sig.

Þegar Sigurður kom loks að þriðju björgunum voru þar fimmtíu dúfur og fór allt á sömu leið. “Kallaðu til okkar ef þig vantar nokkurn tímann hjálp.” kölluðu dúfurnar á eftir honum. Hann þáði það og þakkaði pennt og vel fyrir sig. 16


Segir ekki meira af ferðum Sigurðar fyrr en hann kom að litlu koti. Útihurðin var aðeins í hálfa gátt og þar loksins stansaði hnykillinn. Þá skildi hann að þetta var bærinn sem honum hafði verið vísað til þar sem fóstra Himinbjargar bjó. Hann barði að dyrum og í gættina kom gömul kona. Sigurður spurði hana að nafni og hún sagðist heita Blákápa. Hann bað hana þá um gistingu en hún tók ekki vel í þá beiðni. “Það er ekkert pláss fyrir þig í litla húsinu mínu og ég var ekki að búast við neinum gestagangi.” muldraði hún. “Enda veit ég ekkert hvaða drengur þú ert.”

17


“Himinbjörg sendi mig.” útskýrði hann þá. “Ég vona að hún hafi það sem allra best.” Það lifnaði ögn yfir gömlu konunni. “Hvernig þekkir þú til hennar?” “Ég hef hitt hana og hún sendi mig hingað í leit að liðveislu hjá þér.” Sigurður rétti þá fram hnífinn og beltið frá Himinbjörgu. Blákápa lét þá af allri sinni þrjósku. “Sannarlega kemur þetta frá henni Himinbjörgu minni. Það skiptir hana greinilega miklu máli að ég liðsinni þér. Þá vil ég fyrst endilega bjóða þér að gista hér.” Blákápa bauð Sigurð velkominn og gaf honum vel að borða og bjó um hann. Þá spurði gamla konan kóngsson um hagi sína og hann sagði henni allt af létta og útskýrði hvers vegna hann væri til hennar kominn. Blákápa þagði um stund heldur áhyggjufull á svip. “Mikil eru vandræði þín, Sigurður,” sagði hún þá, “hvernig sem á það er litið. Ég skil vel að þér hafi verið vísað hingað. Fyrir nokkru, ekki svo fjarri héðan, var stórt og voldugt ríki sem var stýrt af góðum konungi. Hann átti eina dóttur með drottningu sinni sem hét Ingigerður kóngsdóttir og hún hélt ávallt til í gullskemmu þar ásamt átján þjónustumeyjum sem allar 18


voru dætur tigna manna. Svo bar til að drottningin andaðist. Skömmu eftir andlát hennar kom til ríkisins gullfalleg kona sem í raun faldi bak við fegurð sína hið versta tröll. Enginn vissi hvaðan hún kom en tóku henni vel. Konunginum þótti hún svo glæsileg að hann tók hana sér til drottningar og var Ingigerði kóngsdóttur því mjög í mót. Ingigerður gaf sig lítt að stjúpu sinni og fyrir það lagði stjúpan á hana mikinn fjandskap. Ingigerður forðaðist að mæta stjúpu sinni og hélt sig í skemmu sinni hvenær sem hún mátti.

19


Þá gerðist það eitt sinn að nýja drottningin kemur að skemmu Ingigerðar og ber að dyrum. Þegar Ingigerður sjálf kemur til dyra leggur drottningin á að kóngsdóttir og allar hennar þernur yrðu sjálfar að ægilegum tröllskessum, dræpu konunginn og eyddu öllu hans ríki. Eftir það sneri hún á brott og hefur enginn spurt til hennar síðan.

En svo römm voru álögin á kóngsdóttur og skemmumeyjar hennar að þau rættust öll eftir. Eru þær allar hin versu tröll í dag en kóngsdóttirin þó það hræðilegasta. Hún hefur drepið föður sinn og frændur ogeyðinlagt allt hans ríki, svo að þar er engum manni vært, og þar hefur hún aðsetur sitt með meyjunum átján. 20


Mig grunar að Ingigerður sé kóngsdóttirin sem þér hefur verið vísað á en hún er stórhættuleg og enginn hefur snúið aftur sem hana hafa heimsótt. Þú þarft að vera mikill gæfumaður svo þú getir komið áætlunum þínum í kring.” Sigurði hryllti við sögunni og var við það að gefast upp en þá hóf Blákápa aftur upp raust sína: “En skelfileg álög hafa verið lögð á þig sjálfan sem úr þarf að bæta og því vil ég ekki letja þig til þessarar ferðar. Ég skal hjálpa þér á allan hátt sem ég má úr því líka að Himinbjörg biður svo fyrir því.” “En hvað geri ég þá nú?” spurði hann. “Ég vil að þú farir strax í dag til híbýla skessunnar. Þú skalt ákveðið ganga inn og setjast í ysta sæti. Þegar hún kemur inn skaltu svara djarflega máli hennar því ekki gagnast þér að skræfast við þær.”

21


Sigurður kvað svo vera skyldu. Eftir það fór hann að tilvísan Blákápu og kom loks til hallar skessunnar. Þar gekk hann beint inn því dyrnar voru opnar upp á gátt. Hann fór þar inn og settist í ysta sæti í hallarsalnum og beið átekta. Litlu síðar heyrir hann úti miklar og ógurlegar drunur og honum fannst sem höllin öll hristist. Þá gekk þar inn flagðkona, hræðilega stór og ófrýnileg og henni fylgdu átján aðrar flagðkonur og hver annarri illilegri. Sigurður hafði aldrei séð jafn ámátleg kvikindi áður en sú ljótasta var sú sem gekk fyrir hópnum. “Hver ert þú og hvert ferð þú?” spurði stærsta og ógurlegasta skessan. Sigurður herrti upp hugann og sagðist það varla vita. Hann sagðist hafa rambað inn í þessa fínu höll og þarna þætti honum gott að vera og þar vildi hann dvelja. “Hvað kanntu að vinna?” spyr þá skessan. “Það er harla fátt.” “Nokkuð munt þú þó þurfa að vinna ef þú vilt hafa grið hér með oss.”

22


23


Hún gekk þá að hásætinu í salnum. Þar tók hún ofan eitt tafl og sýndi Sigurði það. Þetta var gulltafl og hinn besti gripur. “Það skalltu vinna þér til griða að sækja mér annað tafl jafngott þessu á allan hátt.” “Það gæti orðið flókið.” svaraði Sigurður. “Hvert á ég að sækja þetta tafl?” “Þú skalt sjálfur fyrir því sjá, karlinn.” hló tröllið. “En hafðu það hugfast að ef þú færir mér ekki taflið fyrir hina þriðju sól mun höfuð þið liggja að veði.” “Þetta er allt klárt og skilið.” “Eins gott fyrir þig. Annars missir þú höfuðið.”

24


Sigurður kóngsson hélt eftir þetta aftur heim til Blákápu og sagði henni frá ferðum sínum og frá verkefninu sem tröllin höfðu lagt fyrir hann. Þá sagði Blákápa: “Það er ekki greitt að ganga að þessu verki. Ég veit hvergi um nokkuð svona tafl nema hjá dvergum tveimur en þeir hafa á því miklar mætur og geyma það vandlega. Við munum ekki ná taflinu af þeim fyrr en þeim verður ráðinn bani.” Hún hugsaði sig um dágóða stund. “Við skulum leggja í hann, Sigurður.” 25


Þau gengu niður að sjónum þar sem Blákápa átti til lítinn bát. Þau settust saman í bátinn og reru af stað frá landi uns þau komu að háum klett sem stóð upp úr sjónum, þar sem dvergarnir bjuggu. Þau reru nær klettinum og með klækjum og brellibrögðum tókst Blákápu að lokka út dvergana þar sem Sigurður náði til þeirra og drap þá báða. Síðan stökk Blákápa inn í klettinn, fann taflið og kom með það aftur út til Sigurðar. Þrátt fyrir allt sem þau höfðu unnið varð hann glaður að fá taflið í hendurnar.

26


Hann fór með gulltaflið hulið aftur með sér heim í höll skessunnar og settist aftur í ysta sæti eins og áður. Hann þurfti ekki að bíða hennar lengi þar inni og þegar ókindin ferlega kom litaðist hún um og varð heldur stóreyg. “Nú ertu hér kominn, karlinn, og muntu færa mér taflið.” “Ég á enga von á því.” svaraði Sigurður kokhraustur. “Ekki þar sem þú sagðir mér ekki hvar ég ætti þess nokkuð að leita.” Skessan ygldi sig og kallaði á allar stallsystur sínar og bað þær að slátra honum í spað. Þær hlupu þá allar inn að sækja söxin

sín

en

á

meðan

dró

Sigurður upp taflið og rétti skessunni. Henni brá heldur í brún þegar hún sá gripinn. Brátt komu hinar aftur inn með offorsi og hver þeirra hafði stórt sax í hendi. Skessa æddi þá á móti þeim, pústraði þær og rak þær út harðlega með verstu fúkyrðum.

27


Eftir það leit hún svekt aftur til Sigurðar. “Nú þykist þú hafa leyst þetta verk en það er ekki nóg karlinn. Þú verður að vinna þér meira inn til griða.” Hún leiddi þá Sigurð í stóran kastala

þar

skammt

frá.

Í

kastalanum var að finna háan glerhimin sem reistur var á fjórum

stólpum

úr

klárasta

gulli og allt var þetta uppbyggt af miklum hagleik. “Hér máttu nú sjá glerhimin þennan með fjórum gullstólpum en mér finnst vanta þann fimmta til. Nú skaltu vinna þér það til griða að finna mér fimmta stólpann og koma honum hér undir. Hann skal vera í sniðum og búinn að öllu eins og hinir fjórir og þú skalt reisa hann hér upp 28


því annars verður það þinn bráður bani og ljúktu nú þessu verki fyrir hina þriðju sól.” Sigurður spurði þá hvar hann gæti fundið slíkan stólpa en hún sagði honum sjálfum fyrir því að sjá og við það hélt hann aftur af stað. Hann fór þá til Blákápu og sagði henni tíðindin. “Ekki fækka enn vandræði þín, góði, og er þessi þraut hinni mikið torveldari.” En Blákápa vissi hvar stólpa sem þennan var að finna. Það var í konungshöll einni órafjærri og var langt að fara þangað. Þau hröðuðu sér þá af stað og komu loks nærri höllinni að kvöldi. Áður en þau komu til mannabyggða gaf Blákápa Sigurði

huliðshjálmsstein

og

hélt

sjálf

öðrum

slíkum. Síðan gengu þau í borgina og leyndust í ýmsum kimum fram á nótt og enginn varð þeirra var.

29


Þegar allir voru sofnaðir fóru þau að leita stólpans. Blákápa vísaði veginn áfram en Sigurður ellti og hvar sem þau komu að læstum dyrum tók gamla konan upp sprota sinn undan kápu sinni og laust á þær og luktust þær þá upp. Um síðir komu þau þangað sem stólpinn var. Blákápa bað þá Sigurð að reyna að kippa honum undan þakinu. Hann reyndi og reyndi en stólpinn bifaðist ekki. Þá tók hún upp magnaða glófa úr pyngju sinni og fór í þá, svipti síðan stólpanum sjálf undan og lagði á herðar sér. Sigurður hafði ekki þrek til að bera á bakinu stóra gullstólpann. Eftir þetta bras sneru þau aftur heileiðis og varð aldrei neinn var við þau allan leiðangurinn. Síðan fór Blákápa með Sigurði og kom með brögðum stólpanum fyrir eins og skessan hafði skipað fyrir en flýtti sér svo heim eftir það. Sigurður settist aftur í ysta sætið í höllinni og beið skessunnar.

30


Þegar skessan kom aftur heim spurði hún sigurð hvort verkið væri unnið, hann neitaði því og hún sendi hinar flennurnar að sækja söxin en við það hvaðst Sigurður hafa unnið verkið að fullu og steig hún þá upp á milli hans og hinna tröllanna með gauragangi og látum.

Skessan og Sigurður gengu út að kastalanum þar sem hún undrandi sá verk hans feiknar vel af hendi unnið. “Undarlega miklu getur þú komið í kring, karlinn,” þusaði hún, “þótt þú sért þessi písl og vissulega ert þú ekki einn í leiknum. Ég hef sent marga menn í þetta verkefni og engum hefur tekist það. 31


En engu að síður skalt þú fá að vinna þér meira til griða ef þú vilt halda lífi. Ég á uxa einn í skógi. Þú skalt slátra honum á einum degi og ekki hafa nokkurn annan í verki með þér. Þú skalt láta blæða á borðdúk minn en síðan skalt þú þvo dúkinn og skila mér honum svo hvítum sem snjó. Húðina skaltu elta og skila mér henni svo mjúkri sem ull. Hornin skalt þú fægja og skila mér þeim svo fögrum sem gulli. Þetta allt skaltu vinna fyrir þriðju sól.” “Þetta getur enginn maður komist yfir.” mótmælti Sigurður þá harðlega. “Engu að síður skal höfuð þitt liggja hér við.”

32


Sigurður gekk enn heim til Blákápu og sagði henni svo búið. Henni uggaði við tíðindunum en sagði þá: “Mikið hefur hún ráðið þér bana. Þessi uxi sem skessan hefur talað um er hið ferlegasta blótneyti og ég óttast það helst að hann gleypi þig ef þið mætist og það þykir mér miður að nú megi ég ekki hjálpa þér. Ég skal þó leggja á ráðin með þér þótt ég komist hvergi með.

Þú skalt leita uxans og þegar þú finnur hann skaltu breiða dúkinn niður á jörðina.” útskýrði hún og rétti honum lítin poka fullan af mjöli. “Þessu skaltu sá á dúkinn og ef það svo vill til að nautið komi og doki þar við og hnusi af dúknum, þá skaltu hlaupa sem snarast á hrygg þess og leggja þar að með hnífi til hjartans ofan hjá herðablaðinu. Þar verður þú að sitja sem fastast hvað sem það hleypur og sparkar, alveg þar til það fellur niður dautt. Þú þarft á öllum þínum kröftum að halda til að halda þér á baki. Það gæti verið að þetta allt dugi til en þetta verður mjög hættuleg þrekraun.” 33


34


Þá sendi Blákápa hann af stað og bað fyrir honum heilla og lukku. Sigurður fór til skógar og þegar hann fann uxann breytti hann að öllu eftir ráðum Blákápu. Þótt verkið væri erfitt gat hann unnið blótneytið á þennan hátt. Hann fló uxann og tók af honum hornin en settist síðan niður og var mjög þrekaður. Þá velti hann því fyrir sér hvernig hann gæti leyst af höndum það sem enn var óunnið í þessari þraut. Hann kunni engin ráð til þess og fór að óttast mjög um dauða sinn. En þá mundi hann loksins eftir fuglunum sínum og hann sagði hátt og snjallt: “Aldrei hef ég þarfnast hrafna minna, máfa minna og dúfna minna fyrr en nú!” Í því bili sá hann mikinn fuglaflokk fljúga til sín. Það voru allir fuglarnir hans í þrem hópum. Hrafnarnir tóku frá honum dúkinn, máfarnir nautshúðina en dúfurnar flugu á brott með hornin. 35


Sigurður hélt aftur heim til Blákápu til að segja henni hvað hafði gerst. Hún fagnaði því mjög og síðan hvíldust þau eins og hægt var og söfnuðu kröftum fram á næsta dag. Daginn eftir þegar þau stigu út sáu þau að lá fullt fyrir dyrum allt það sem fuglarnir höfðu tekið með sér og þeir höfðu unnið það allt eins og skessan mælti fyrir. Hún tók góssið upp af jörðinni og rétti Sigurði. “Nú skaltu í dag færa skessunni þetta allt og grunar mig að henni bregði svo nokkuð við þegar hún sér verkið.” Þá rétti hún honum lítið horn úr pússi sínu. “Ef þig langar þá að hitta hennar rétta yfirbragð þá skaltu dreypa á kóngsdóttur og þær allar af þessu horni. Síðan getur þú valið þér hvað sem þú kýst úr höllinni sem þér þykir dýrmætast.” Sigurður kvaddi Blákápu gömlu vel og innilega og

36


þakkaði henni fyrir alla aðstoðina en eftir það hélt hann til hallar skessunnar og beið þar aftur í ysta sæti með sama hætti og fyrr. Senn kom skessan inn og þegar hún steig inn í salinn virtist hún svo ferleg að Sigurði stóðst varla að sjá hana. Hún spurði hann hvort verkinu væri lokið og hann sagði svo ekki vera því engin von væri á að hann né nokkur annar gæti leyst þessa þraut. Við það varð hún sem óð og bauð hinum flögðunum að koma og brytja hann nú þegar í spað. Þegar hinar skessurnar ruku fram að sækja söxin sín og komu aftur inn tók Sigurður upp gripina og rétti til skessunnar. Henni brá svo hryllilega að sló á hana logn og við það hnigu þær allar í ómegin. Féllu þá af þeim tröllshamirnir og kom í ljós að þær höfðu allar verið fagrar meyjar.

37


Sigurður brást þá skjótt við og kynti mikið bál við hallardyrnar og bar þangað saman alla tröllshamina og lagði á bálið þar sem eldurinn eyddi þeim á augabragði. Þegar því var lokið tók hann upp hornið frá Blákápu og dreypti af því á allar meyjarnar. Þá rönkuðu þær við sér og reistu sig við ein af annarri.

Ingigerður kóngsdóttir, sem áður hafði verið herfilegasta skessan, leit rugluð til skemmumeyja sinna. “Hver er það sem hefur hjálpað okkur svona vel?” Sigurður steig til hennar og greindi henni frá. “Komdu sæl Ingigerður. Ég heiti Sigurður og er konungsson frá ríki fjarri héðan. Ég stakk af að heiman og kom hingað til að rjúfa álögin þín og með því vildi ég rjúfa mín eigin álög.” “Stóran velgjörning hefur þú unnið okkur og þó einkum mér.” sagði hún þá. “Þér get ég aldrei full38


launað fyrir þessa björgun en ég vil að þú veljir sjálfur hvaða laun úr höllu minni þú þiggur í staðinn og ég mun aldrei neita þeim, hvað sem þú kýst.” “Þetta er vel boðið,” svaraði hann þá, “en í þessari höll finnst mér ekkert dýrmætara en þú sjálf og ég vil gjarnan eiga þig fyrir drottningu.” “Ég vil gjarnan verða drottning þín og ég mun standa við allt það sem ég hef lofað.” sagði Ingigerður. “En fyrst legg ég til að þú farir aftur til konungsríkis föðurs þíns því víst mun hann og vinir þínir hafa áhyggjur af þér.” Sigurður féllst á það og bjó sem snarast ferð sína aftur heim og ætlaði Ingigerður að bíða hans á meðan.

39


Hann hélt svo aftur í ríki föður síns. Þegar Sigurður hafði horfið frá konungsríkinu þegar hann lagði í þrautaferð sína fór allt eftir því sem Himinbjörg gat fyrir um. Hún var haldin sek í hvarfi konungssonarins og fyrir það dæmd til dauða. Hún fékk þó frá konunginum nokkurn tímafrest ef ske kynni að nokkuð fréttist af Sigurði, en að þeim tíma liðnum skyldi hún brennast á báli og nálgaðist sú stund óðfluga. Búið var að kynda bálið og leiða hana til brennu þegar Sigurður loks kom. Brá þá öllum í brún og undraði alla er hann kom aftur heim og snerist þá allt í fögnuð. Sigurður útskýrði fyrir öllum allt um hagi sína og Himinbjörg viðurkenndi að hafa valdið þessu öllu til að frelsa Ingigerði kóngsdóttur. Þá kom í ljós að þær voru systur og að fuglarnir sem Sigurður hafði hjálpað væru frændfólk þeirra sem höfðu hneppst í álög. Allir glöddust við þessi tíðindi og var slegið upp miklum fögnuði en að honum loknum hélt Sigurður 40


aftur með föður sínum, Himinbjörgu drottningu og fögru föruneyti að vitja Ingigerðar sem enn beið í höll sinni. Þegar þau komu til Ingigerðar hafði hún rætt við skyldfólk sitt og þótti öllum besta ráð að þau Sigurður gengju í hjónaband.

41


Sigurður kóngsson og Ingigerður kóngsdóttir héldu stórt og mikið brúðkaup og unnust vel og lengi. Þau þóttu hin bestu konungshjón og ekki hefur spurst til að nokkuð hafi þeim síðar til rauna borið. Og þannig lýkur þeirri sögu. 42


43







Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.