Æskan og skógurinn

Page 21

STARFAÐ AÐ SKÓGRÆKT

ÆSKAN OG SKÓGURINN

fjögurra ára. Rétt er að minnast þess þegar horft er yfir þessar breiður af ungum trjáplöntum að þeim er líkt farið og ungum börnum. Þær eru viðkvæmari fyrir hnjaski en fullvaxin tré. Skógarplöntur í uppeldi nema nú um einni og hálfri milljón á ári. Margar hendur þarf því til að planta þessu magni á sem skemmstum tíma þar sem íslenska sumarið er svo stutt.

Jarðvinnsla Jarðvegur í gróðrarstöð þarf að vera myldinn, hæfilega rakur og nokkuð sandborinn. Vinna þarf jarðveginn vel en til þess eru nú notuð ýmis vélknúin jarðvinnslutæki.

Sáning Trjáfræi er ýmist dreifsáð eða raðsáð í beð. Fræið er misjafnt að stærð og gæðum og því er ekki alltaf sáð sama magni í hvern fermetra. Fara verður gætilega með það og gæta þess að spilla því ekki í meðförum. Trjáfræ er dýrt og oft komið langan veg. Skógrækt rikisins fær m. a. fræ frá Alaska, Norður-Noregi og Rússlandi svo að nokkur helstu löndin séu nefnd.

Hirðing Fjarlægja verður allt illgresi jafnóðum og það vex og sporna við sjúkdómum eftir mætti.

Vökvun Vatn er nauðsynlegt öllum plöntum svo sem fyrr greinir. Því þarf að gæta þess vel að hvorki fræ né plöntur þorni um of í beðum, því að þá er dauðinn vís. Hættast er við ofþornun þegar sólfar er mikið og hlýindi. Þarf þá stundum að vökva daglega.

Dreifsetning Plönturnar eru að jafnaði látnar standa tvö ár í sáðbeði. Snemma vors eru þær teknar upp, greitt gætilega úr rótum þeirra, þeim raðað í kassa og rakur mosi lagður yfir ræturnar. Úr kössunum eru plönturnar dreifsettar, en þá er þeim plantað í beð með fimm til tíu sentimetra millibili svo að þær fái nægilegt vaxtarrými. Í þessum beðum standa þær í tvö eða þrjú ár en þá eru þær orðnar svo stórar að þær eru hæfar til plöntunar.

9


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.