ÍR Handbolti er málið fyrsta tölublað 2011

Page 1

Fyrsta tölublað 2011

3.10.2011

Handknattleiksdeild ÍR

Handbolti er málið Auka-aðalfundur handknattleiksdeildar.

Frábær árangur hjá yngri flokkum ÍR Handbolta á Reykjavíkurmótinu.

Fundartími: Miðvikudaginn 5. október kl 20:00 Fundarstaður: Skógarsel 12, Reykjavík

Handknattleiksráð Reykjavíkur stendur fyrir Reykjavíkurmótinu í handbolta ár hvert og markar það upphaf keppnistímabils hjá yngri flokkunum.

meðal annars keppnisferðalög til Akureyrar og Vestmannaeyja á dagskrá og margt annað spennandi framundan hjá þeim.

1. Kosning formanns 2. Kosning stjórnarmanns (tekur mið af niðurstöðu liðar 1) 3. Kosning vara-manna (tekur mið af niðurstöðu liðar 1 og 2)

Öll liðin okkar stóðu sig mjög vel og náðu mörg lið á verðlaunapall. Gull , silfur og brons skiluðu sér í hús í mörgum flokkum og voru þessir krakkar félagi sínu og hverfi til sóma.

Ef við höldum áfram á sömu braut og bætum okkar leik bæði í vörn og sókn þá er ekkert sem stoppar okkur í næstu mótum.

“Tvísmellið á hlekki í þessu blaði til að skoða efni nánar”

Það fór ekkert á milli mála að efniviðurinn er greinilega til staðar hjá ÍR og framtíðin björt þegar allir leggja sig fram og gera sitt besta með bros á vör jafnt í sigur- sem tap leikjum.

Dagskrá:

Í þessu tölublaði 5 fll. karla eldra ár náði silfri

2

5 fl. kvenna náði bronsi

2

Bæði lið 4 flokks náðu bronsi

2

Strákarnir í 6 fl. Yngri 3 Reykjavíkurmeistarar Strákarnir í 6 fl. Eldra 3 náðu bronsi Strákranir í 2. fl náðu 3 silfri Samstarfssamningur 3 við Þína verslun Viltu auglýsa hjá okkur á netinu?

4

Bláa höndin bakland ÍR handbolta

4

Meistarinn verður ekki til í leik hann verður til á æfingum og með góðri ástundun Til að verða góður er ekki nóg að ætla að æfa maður verður að mæta og taka þátt

Núna eru krakkarnir á fullu að undirbúa næstu mót og eru

Strákarnir í 5 flokk karla yngra ár eru Reykjavíkurmeistarar 2011 5. flokkur yngra ár eru Reykjavíkurmeistar í handbolta og náðu þeir að komast taplausir í gegnum mótið. Til hamingju með þetta strákar frábær árangur hjá ykkur. http://irstrakar5fl.blogspot.com Fleiri myndir á Picasa myndaalbúmi 5 flokks


Handbolti er málið

5 flokkur karla eldra ár náði silfri á Reykjavíkurmóti Eldra árið í 5 flokk vann alla leiki sína í undanriðil en tapaði eftir spennandi úrslitaleik á móti Val. Til hamingju með þetta strákar frábær árangur hjá ykkur. Við höfum fært okkur um set á Facebook og sett upp nýtt svæði sem heitir “ÍR Handboltinn” undir fyrirtækjum. Finnið okkur á nýja staðnum og “Like” Eða tvísmellið á mynd hér að ofan til að fara á svæðið.

Fleiri myndir á heimasíðu flokks http://irstrakar5fl.blogspot.com “Frábær árangur hjá 5 flokk karla í handbolta að ná gulli og silfri á þessu sterka móti í eldra og yngra árgang.”

5 flokkur kvenna náði bronsi á Reykjavíkurmóti Frábær árangur hjá yngra ári 5 flokks kvenna sem náði 3 sæti í Reykjarvíkurmótinu.

“Vertu vinur okkar á Facebook og fáðu allar fréttirnar frá ÍR Handbolta beint”

Þetta er mjög öflugur hópur sem meðal annars varð Íslandsmeistari í vor þegar þær voru í 6 flokk. Þetta er því mjög efnilegur hópur sem vert er að fylgjast vel með. Til hamingju með þetta stelpur, áfram ÍR. http://irstelpur5fl.blogspot.com

Bæði lið 4. flokks kvenna unnu til bronsverðlauna! Stelpurnar sem fóru til Svíþjóðar á Partille Cup í sumar náðu góðum árangri í Reykjarvíkurmótinu í ár.

Tölfræði: Skoðun á Bloggsíðum ÍR handbolta eru nú nálægt 5000 á viku, sem gerir nálægt 20.000 á mánuði. Samkvæmt Google Analytics

Lið A og lið B 4. flokks kvenna urðu bæði í þriðja sæti og lönduðu þar með bronsi. Bæði liðin stóðu sig frábærlega á mótinu. Lið A vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli, en markatala réð því að liðið spilaði ekki um fyrsta sætið. http://irstelpur5fl.blogspot.com/

Blaðsíða 2


Fyrsta tölublað 2011

Strákarnir í 6. flokk yngri eru Reykjavíkurmeistarar 2011 Strákarnir í 6. flokk karla á ynga ári urðu Reykjavíkurmeistarar 2011 eftir sigur í úrslitaleik við KR, 11-7. Til hamingju með gullið strákar!

Fyrir utan YouTube Rásir okkar, þá stýrir Barna– og unglingaráð 18 vefsvæðum sem tengjast ÍR handbolta á einn eða annan hátt.

Flottir strákar með Ella þjálfara sínum á mynd hér til hliðar. Fleiri myndir eru síðan komnar inn á Picasa albúmi flokks Til hamingju með þetta strákar, áfram ÍR http://irstrakar6fly.blogspot.com YouTube video af meisturunum

Strákarnir í 6. fl. eldra urðu í þriðja sæti á Reykjavíkurmótinu Brons í hús hjá ÍR1 í - flottir ÍR peyjar með þjálfurunum sínum og stuðningsmanni nr. 1 á mynd sem send var til okkar..

Tölfræði: Skoðun á póstum frá nýrri Facebook síðu ÍR handbolta er nú nálægt 17.000 á mánuði samkvæmt Facebook Analysis.

“Skráið netfang ykkar á bloggsíðum flokka til þess að fá fréttir frá þjálfurum og foreldararáði beint í pósthólfið ykkar”

Flottir strákar með þjálfurum sínum Ella, Berg og Boga á mynd hér til hliðar að loknum úrslitaleik. Til hamingju með þetta strákar, áfram ÍR http://irstrakar6fl.blogspot.com

Strákarnir í 2. flokk unnu silfur!

Þín Verslun og handknattleiksdeild ÍR undirrita samstarfssamning

2. flokkur karla varð í 2 sæti á Reykjavíkurmótinu

Þín Verslun seljabraut og barna- og unglingaráð f.h. yngri flokka handknattleiksdeildar ÍR hafa undirritað samstarfssamning sín á milli þar sem ÍR auglýsir Þína Verslun á búningum yngri flokkanna og Þín Verslun veitir yngri flokkunum í handknattleiksdeild ÍR styrk sem barna- og unglingaráð veitir viðtöku.

Flottur árangur hjá strákunum okkar sem æfa og spila flestir með meistaraflokk ÍR í fyrstu deild. Við vonumst til að fá myndir inn í albúm flokks fljótlega. http://irstrakar2fl.blogspot.com/

Þökkum við Símoni hjá Þinni Verslun stuðninginn.

Hvetjum ykkur einnig til þess að fara á Facebook síður hjá okkar styrktaraðilum og “Líka við” þær. http://ir.is/Deildir/Handbolti/

Blaðsíða 3

Siggeir formaður barna- og og unglingaráðs og Símon eigandi Þín Verslun seljabraut handsala samstarfið.


Handbolti er málið

Foreldrar hvetjið börnin til þess að vera með, oft þurfa þau ykkar hvatningu til þess að byrja. Foreldrar fylgist með æfingum og leikjum, við viljum hafa foreldrana með í ráðum hvernig starfið verður í vetur. Barna– og Unglingaráðið

Viltu auglýsa hjá okkur á vefsvæðum ÍR Handbolta ? Við bjóðum uppá mismunandi auglýsingapláss og lausnir á síðum okkar auk þess sem við skoðum aðrar herferðir ef slíkt óskast. Tölfræði: Auglýsingar á síðum sem við stjórnum eru nú að fá um 37.000 birtingar á mánuði samkvæmt Google Analytics- og Facebook greiningu. Hafið samband irhandboltinn@gmail.com

Handboltabloggið er á http://irhandboltinn.blogspot.com/ Við hvetjum ykkur til þess að tilnefna "Netstjóra" í hverjum flokk á foreldrafundum til þess að sjá um blogg flokks og myndasíðu. Barna- og unglingaráð ætlar að verða með námskeið/kynningu fyrir þá foreldra sem taka að sér "Netstjórn" í hverjum flokk , ásamt því að keyra einnig sama námskeið fyrir þjálfara okkar í yngri flokkum þegar allir foreldrafundir eru búnir. Kveðja Barna- og unglingaráð.

Bláa höndin styrktarfélagi handknattleiksdeildar 2. Dökk blár (3.000 krónur á mánuði) Kæri ÍR-ingur, Vel þarf að standa að rekstri félagsins og tryggja grundvöll hans. Því hefur félagið farið þess á leit við alla ÍR-inga nær og fjær að styðja við félagið með því að gerast félagsmenn í Bláu höndinni, styrktarfélagi handknattleiksdeildar. Blá höndin er styrktarfélag þar sem styrkur þess liggur í fjölda félagsmanna þar sem margt smátt gerir eina sterka hanknattleiksdeild. Ykkur, baklandi ÍR, verður boðið að standa við bakið á félaginu eftir þremur mismunandi leiðum: 1. Heiðblár (1.000 krónur á mánuði): - Innifalið er ársmiði á heimaleiki meistarflokks auk kaffiveitinga að leik loknum.

- Innifalið er ÍR keppnistreyja, ársmiði fyrir tvo á heimaleiki meistarflokks auk kaffiveitinga að leik loknum. 3. Kóngablár-fyrirtæki (10.000 kr. á mánuði) - Innifalið er auglýsingaskilti í Austurbergi, ársmiði fyrir tvo á heimaleiki meistarflokks auk kaffiveitinga að leik loknum. Núverandi félagsmenn Bláu handarinnar eru einnig beðnir um að skrá sig með þessum hætti til að auðvelda utanumhald félagsmanna á kerfisbundnari hátt. Veljir þú einhverja af þremur fyrstu leiðunum verða fjárhæðirnar gjaldfærðar mánaðarlega á kreditkort

þitt. Hjá handboltanum hjá ÍR hefur verið mótuð sú stefna að fjárfesta í efniviðnum og teljum að framtíðin liggi í þeim ungu stúlkum og drengjum sem alast upp hjá félaginu og ætlum að byggja meistaraflokka ÍR á þeim um ókomin ár. http://ir.is/Deildir/Handbolti/ Blaahondin/

Stuðningsmannaklúbbur ÍR " Eitt af markmiðum hans var að klúbblimir sæju sem flesta leiki og mynduðu þannig „áttunda manninn“ í liðinu með stuðningi sínum ofan af áhorfendapöllum. Ennfremur að leggja honum lið með ýmsum hætti. Um síðir hlaut þessi félagsskapur hið fróma nafn „Bláa höndin“. ( Heil öld til heilla - Saga ÍR í 100 ár )


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.