Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir 2018

Page 1

2.-6.

ÁGÚST

2018

Hér eru allar upplýsingar um daga hátíðarinnar

2018

Verið velkomin á fjölskylduhátíðina Eina með öllu og Íslensku sumarleikana á Akureyri um verslunarmannahelgina.

Hlökkum til að sjá ykkur. einmedollu.is #versloAK –af lífi & sál–

#rauttAK


8 1 0 2 I R Y E R U K A Á N I VERSLUNARMANNAHELG 2.-6.

ÁGÚST

2018

Fimmtudagurinn 2. ágúst

Iðnaðarsafnið á Akureyri – Opið alla daga 10:00-17:00. Listasumar 16:00-17:00: Leiðsögn um Menningarhúsið Hof, enska kl.16, ísl. kl. 17, aðgangseyrir 1.000 kr. 20:00: Tónleikar í Hofi, Íslenskir dægurlagamolar í bauk, aðgangseyrir 2.500 kr.

Krakkadagskrá á Glerártorgi kl. 16:00-18:00 Leikhópurinn Lotta – Hoppukastali og leikjaland – Blaðrarinn gefur blöðrufígúrur.

Kvöldopnun á Glerártorgi – opið frá kl. 20:00-22:00 Fram koma: Jóhanna Guðrún, GRINGLO, Kristín Tómas, Sirkus Íslands, Birkir Blær.

Lystigarðurinn kl. 18:00 Leikhópurinn Lotta með sýninguna „Gosi“. Miðasala á staðnum.

2018 –af lífi & sál–


EIN M EÐ

Föstudagurinn 3. ágúst

Iðnaðarsafnið á Akureyri – Opið alla daga 10:00-17:00. Listasafnið á Akureyri – Ketilhús 10:00-17:00: Sýningin Bleikur og grænn.

ÖLLU

Deiglan - Color me happy - Myndlistarsýning - Minningarsýning um Maureen Patricia Clark - Opnun á föstudagskvöld kl. 20:00.

Glerártorg 14:00: Blaðrarinn verður með vinnustofu fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára í Leikjalandsbilinu, vilt þú læra að gera fígúrur úr blöðrum? Miðasala á tix.is

Samkomuhúsflötin Sirkus Íslands – 17:00: Fjölskyldusýning „Áratugur af sirkus“ 21:00: Fullorðinssýning „Skinnsemi“.

Listasumar 21:00: Bíósýning ListaSumarsKvikYndis í Ketilhúsinu.The Mirror, aðgangur ókeypis.

Akureyrarkirkja kl. 20:00 – Óskalagatónleikar Enn eina ferðina ætla Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson að syngja og spila óskalög tónleikagesta í Akureyrarkirkju. Þessa tónleika hafa þeir haldið á föstudagskvöldi um verslunarmannahelgi í mörg ár við frábærar undirtektir bæjarbúa. Tónleikagestir fá lagalista með nokkur hundruð lögum og biðja um óskalög á staðnum. Miðasala er við innganginn og húsið opnað kl. 19:00. Gott getur verið að vera tímanlega því yfirleitt komast færri að en vilja.

Miðbærinn

20:00-22:00: Föstudagsfílingur í miðbænum í boði Fram koma: - Dúndurfréttir

- Hamrabandið - Anton - Marína og Mikael - Kristín Tómas - Gréta Salóme. Sigyn Blöndal verður kynnir kvöldsins. Tívolí – Tívolí á planinu við Skipagötu er opið til kl. 24:00 - Flott leiktæki.

Boltafjör – Boltafjör með vatnakúlum við Ráðhústorg. Tívolí á planinu fyrir neðan Hof.


8 1 0 2 I R Y E R U K A Á N I G VERSLUNARMANNAHEL 2.-6.

ÁGÚST

2018

Laugardagurinn 4. ágúst Iðnaðarsafnið á Akureyri – Opið alla daga 10:00-17:00. Listasafnið á Akureyri – Ketilhús 10:00-17:00: Sýningin Bleikur og grænn. 15:00-15.45: Leiðsögn um fullveldið. Guðmundur Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður leiðsegir um sýninguna. Deiglan - Color me happy - Myndlistarsýning - Minningarsýning um Maureen Patricia Clark Opið kl. 14:00- 17:00.

Ráðhústorg Markaðsstemning á Ráðhústorgi 13:00-18:00: Markaður laugardag og sunnudag. Hefur þú eitthvað að selja? Handverk, listmunir, nýjar vörur, eitthvað úr geymslunni, búsáhöld, leikföng, skór, fatnaður eða bara það sem þér dettur í hug! Hafðu samband við Valdísi í netfangið valdislara@gmail.com eða í síma 843 4499 og bókaðu þitt pláss.

Miðbær tónleikasvið 14:00-16:00: Hátíðardagskrá í miðbænum Börnin í bæinn í boði Fram koma: Sigyn Blöndal – Danssýning frá Steps Dancecenter – Zumba Kids – Dagur Guðna – KÁ/AKÁ – Gutti og Selma - Sirkus Íslands Allir krakkar fá mynd af sér með stjörnunum strax eftir sýningu.

Samkomuhúsflötin Sirkus Íslands 16:00: Fjölskyldusýning „Áratugur af sirkus“. 21:00: Fullorðinssýning „Skinnsemi“.

Lystigarður Mömmur og möffins laugardaginn 4. ágúst milli kl 15:00 og 17:00 Við ætlum að hittast og eiga notalega stund í Lystigarðinum með ljúffengum möffins kökum og tónlist. Öll innkoma viðburðarins rennur líkt og áður til Fæðingardeildarinnar á Akureyri en þar er verið að safna fyrir nýjum vöggum fyrir litlu krílin, ásamt betri stólum inn í fæðingarherbergin. Tökum með okkur teppi, góða skapið og pening (því enginn er posinn)!

2018 –af lífi & sál–


EIN M EÐ

ÖLLU

Glerártorg – Leikjaland

13:00-17:00: Glerártorg ætlar að bjóða öllum sem vilja að spreyta sig á leikjum eins og parís, húlla með húllahringjum, sippa, fara í snú-snú, myllu og jöfnuspil. Risaskákborð og hoppukastali verða líka í boði. Nú er um að gera að skella sér á Glerártorg og leika sér, jafnt börn sem fullorðnir. Tónlist verður á staðnum frá kl. 15:30 -17:00 en fram koma: Club dub, Anton og Beebee and the bluebirds.

Miðbær – tónleikasvið 20:30-23:00: Hátíðardagskrá í Miðbænum í boði

og

Fram koma: Birkir Blær – Omotrack – Beebee and the bluebirds – GRINGLO - Stefán Elí - Birnir - Flóni.

Önnur afþreying: Tívolí – Tívolí við Skipagötu er opið til kl. 24:00.

Boltafjör – Boltafjör við Ráðhústorg. Tívolí á planinu fyrir neðan Hof.


8 1 0 2 I R Y E R U K A Á N I VERSLUNARMANNAHELG LLU 2.-6.

ÁGÚST

2018

Sunnudagurinn 5. ágúst

Ö Ð E EIN M

Iðnaðarsafnið á Akureyri – Opið alla daga 10:00-17:00. Listasafnið á Akureyri – Ketilhús – 10:00-17:00: Sýningin Bleikur og grænn. Deiglan - Color me happy - Myndlistarsýning - Minningarsýning um Maureen Patricia ClarkOpnið sun kl. 14:00- 17:00.

Ráðhústorg Markaðsstemning á Ráðhústorgi 13:00-18:00: Markaður laugardag og sunnudag. Hefur þú eitthvað að selja? Handverk, listmunir, nýjar vörur, eitthvað úr geymslunni, búsáhöld, leikföng, skór, fatnaður eða bara það sem þér dettur í hug! Hafðu samband við Valdísi í netfangið valdislara@gmail.com eða í síma 843 4499 og bókaðu þitt pláss.

Glerártorg 14:00-16:00: Hæfileikakeppni unga fólksins Ef þú ert 16 ára eða yngri þá er um að gera að skrá sig og taka þátt; söngur, rapp, dans, töfrabrögð, uppistand eða hvað sem er! Keppt verður í yngri flokk 8-12 ára og eldri flokk 13-16 ára. Flott verðlaun í boði og einnig fá sigurvegararnir í báðum flokkum að sýna atriðið á sparitónleikum Einnar með öllu um kvöldið. Upplýsingar um skráningu á bjarneyhall@gmail.com. Andlitsmálun í boði.

Samkomuhúsflötin: Sirkus Íslands – 14:00: Fjölskyldusýning „Áratugur af sirkus“.

Önnur afþreying: Tívolí – Tívolí á planinu við Skipagötu er opið til kl. 24:00. Boltafjör – Boltafjör með vatnakúlum við Ráðhústorg. Tívolí á planinu fyrir neðan Hof.

Skóga r í Kjar dagur naskó g kl. 12 :00-16 i :00

Leikhúsflötin kl. 21:00-24:00 – SPARITÓNLEIKAR á Samkomuhúsflötinni. Eikarbáturinn Húni II og hvalaskoðunarbátarnir frá Eldingu og Keli Sea Tours taka virkan þátt þetta kvöld ásamt smábátaeigendum og kveikja á rauðum blysum tiL að skapa skemmtilega stemningu á Pollinum. Endað með glæsilegri flugeldasýningu frá Björgunarsveitinni Súlum

2018


2.-6.

ÁGÚST

2018

VERSLUNARMANNAHELGIN Á AKUREYRI

RAUTT ÞEMA!

Rauða skra utið færðu hjá okkur. Skoðaðu o kkur á F Sendum sa mdægurs. B. Partýbúðin

Við skreytum bæinn okkar rauðan um verslunarmannahelgina á Akureyri. Við viljum biðja bæjarbúa að taka þátt í að klæða bæinn okkar í búning fyrir hátíðina. Okkur langar að bærinn verði rauður í samræmi við hjartað sem hefur sett svip sinn á bæinn. Því eru rauðar seríur, rautt skraut eða eitthvað rautt og fallegt það sem við biðjum ykkur kæru bæjarbúar að gera sýnilegt við híbýli ykkar frá 2.-6.ágúst næstkomandi. Setjum hjartað á réttan stað, tökum saman höndum og skreytum bæinn rauðan, sköpum stemmningu og sýnum að þetta er hátíð okkar allra.

Eldrauður og skemmtilegur skreytingarleikur

Verðlaun fyrir best skreyttu götuna og best skreytta húsið.

Verðlaunin eru ekki að verri endanum:

Best skreytta húsið á Akureyri:

Verðlaun 50.000.kr úttektarkort frá glæsilegt grill frá og grill matarkarfa frá að verðmæti 15.000.

Best skreytta gatan á Akureyri:

Verðlaun Grillkjötspakki að verðmæti 75.000 kr. í boði

Reglur:

Þú sendir inn mynd á Instagram af fallega skreyttu húsi eða götu í bænum og merkir hana #rauttAK dómnefnd velur svo fallegasta húsið eða fallegustu götuna og verðlaun verða veitt á Sparitónleikunum á flötinni fyrir neðan samkomuhúsið sunnudagskvöldið 5 ágúst.

Allar frekari upplýsingar eru inni á einmedollu.is

#rauttAK – taktu þátt með okkur frá byrjun.

2018


2.-6.

ÁGÚST

2018

SPARITÓNLEIKARNIR Á SAMKOMUHÚSFLÖTINNI

Leikhúsflötin kl. 21.00-24.00 í boði Eftirminnilegir tónleikar þar sem hjörtun slá í takt

Tökum lagið ásamt næsta manni, röltum um og ræðum við gesti og gangandi

2018

Við endum svo dagskrána á glæsilegri flugeldasýningu frá Björgunarsveitinni Súlum

–af lífi & sál–


Eikarbáturinn Húni ll og hvalaskoðunarbátarnir frá Eldingu og Keli Sea Tours taka virkan þátt þetta kvöld ásamt smábátaeigendum - kveikja á rauðum blysum til að skapa skemmtilega stemningu á pollinum

Fram koma: Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar flytur ávarp Verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið og götuna

Sigurvegarar úr hæfileikakeppni unga fólksins í flokkunum 8-12 ára og 13-16 ára

KÁ-AKÁ Dagur Sigurðsson Hera Björk Volta Úlfur Úlfur Emmsjé Gauti Páll Óskar Kynnir kvöldsins er Sigyn Blöndal

verður í beinni á staðnum


2.-6.

ÁGÚST

2018

Við ljúkum dagskránni á Einni með öllu

og Íslensku sumarleikunum með frábærri flugeldasýningu frá Björgunarsveitinni Súlum. Flugeldasýningin byrjar á miðnætti. Hvalaskoðunarbátarnir frá Eldingu og Keli Sea Tours taka virkan þátt þetta kvöld ásamt smábátaeigendum og kveikja á rauðum blysum til að skapa skemmtilega stemningu á Pollinum.

Við þökkum eftirtöldum aðilum fyrir stuðninginn við Flugeldasýninguna:

LEÓ FOSSBERG VERKTAKI

ÁSATÚN

5 0 45

Málarameistarinn þinn ehf

–af lífi & sál–

2018


2.-6.

ÁGÚST

2018

Ekki missa af... Markaðsstemningunni í miðbænum Laugardag og sunnudag kl. 13:00-18:00 Sirkus Íslands fara á kostum! Fjölskyldusýning og fullorðissýningin “Skinnsemi” Kirkjutröppuhlaupinu við Akureyrarkirkju þar sem gleðin ræður ríkjum Föstudagur kl. 16:00. Óskalagatónleikunum með Óskari Péturs og Eyþóri Inga í Akureyrarkirkju Föstudag kl. 20:00 Barnaskemmtuninni „Börnin í bæinn” í boði og Laugardag kl. 14:00-16:00 Hinum geysivinsæla fjáröflunarviðburði „Mömmur og möffins” í Lystigarðinum (ath. enginn posi á staðnum) Laugardag kl. 15:00-17:00 Hæfileikakeppni unga fólksins á Glerártorgi þar sem börn á aldrinum 8-16 ára sýna hvað í þeim býr Sunnudag kl. 14:00-16:00 Hinum magnaða Skógardegi í Kjarnaskógi Sunnudagur kl. 12:00-16:00

–af lífi & sál–

2018


2.-6.

8 1 0 2 I R Y E R U K A Á N I G L E H A N N A M R A N U L S R VE ÁGÚST

2018

Strandbla k Fimmtud í Kjarna agur kl. Skráning 17 á krakum ot@gma il.com

Föstudagurinn 3. ágúst Kirkjutröppur 16:00: Kirkjutröppuhlaup Hótel Kea & Hamborgarafabrikkunnar Keppt verður í fjórum aldursflokkum og fá fyrirtæki og félagasamtök einnig að taka þátt og eiga möguleikann á að vinna farandsbikar. Þátttakendur þurfa að skrá sig og allir mega endilega mæta í búning, til að gera hlaupið ennþá skemmtilegra. Það er nóg að mæta með skrautlegan hatt, skíðagleraugu eða eitthvað slíkt. Einnig getur andlitsmálun talist sem búningur. Skráning er á staðnum.

Sundlaug Akureyrar 19.00-20.00: Aqua Zumba Frábær skemmtun og góð hreyfing í Akureyrarlaug undir fjörugri tónlist. Allir velkomnir, einungis þarf að greiða í laugina. Umsjón Þórunn Kristín, Aqua Zumba kennari.

Ráðhústorg 20:00: Hópkeyrsla Tíunnar Hópkeyrsla verður um verslunarmannahelgina. Tían hittist á Ráðhústorgi og tekur góðan hring um bæinn og endar á að raða hjólunum í göngugötunni.

Laugardagurinn 4. ágúst Hrafnagil 12:00: Þríþrautarkeppni. Keppt verður með sprettþrautasniði þar sem syntir verða 400 m, hjólaðir 10-12 km og loks hlaupnir 3 km. Skráning fer fram hjá axel@vidburdastofa.is. Við skráningu þarf að koma fram nafn, aldur og áætlaður sundtími í 400 m sundi.

Nerf stríð á Leikhúsflötinni Föstudag og laugardag kl. 13:00 - 22:00 Nerf stríð er byssuleikur með frauðplastsskotum fyrir yngri kynslóðina, svipað byggður upp og paint ball stríð. 1000 kr fyrir10 mínútur á vellinum.

2018 –af lífi & sál–


ÍSLENSKU SUMARLEIKA

Sunnudagurinn 5. ágúst

RNIR

Kjarnaskógur 13:00-19:00: Strandhandboltamót KA. Krakkaflokkur (2003-2009 módel) spilar frá kl.13-15:50. Þátttökugjald 2.000 kr. á keppanda. Pizzaveisla að móti loknu. Fullorðinsflokkur (2002 módel og eldri) keppir frá kl. 15:30 til 19:00. Þátttökugjald er 18.000 kr. á hvert lið, hámark 5 í hverju liði. Innifalið eru grillaðir hamborgarar og ískaldir drykkir. Skráning fer fram hjá siguroli@ka.is

Annað: Viljum minna fólk á að á Akureyri er allt til alls ef fólk hefur ekki áhuga á að keppa. Við eigum Pollinn og Eyjafjarðarána fyrir þá sem vilja sigla á kayak, við eigum öll fjöllin í kringum okkur ef einhverjir vilja ganga á fjöll og svo er aðstaðan í Kjarnaskógi alveg frábær fyrir alla. Strandblakvellir, fjallahjólabrautir, skokk- og göngubrautir ásamt fleiru og ekki má gleyma frisbeegolfvöllum bæjarins sem eru þrír í það minnsta.

Skógardagur í Kjarnaskógi, sunnudaginn 5.ágúst kl. 12:00 -16:00 12:00 -16:00 Skógardagur í Kjarnaskógi. Strandhandbolti,bogfimikennsla, ratleikur Nerf stríð ofl. Allir krakkar fá að tálga (þarf að koma með eigin hníf) og geta poppað yfir eldi og foreldrarnir geta svo fengið sér ketilkaffi sem hitað er yfir opnum eldi. Þar að auki eru svo auðvitað öll leiktækin sem fyrir eru í skóginum og markmiðið er að fjölskyldan geti komið, rölt um skóginn og átt glaðan dag saman. Fjölskyldujóga kl 13.00 – 13.30. - Í rjóðrinu við Aparóluna. Nerf stríð á skógardeginum í Kjarnaskógi á sunnudeginum kl:12:00 -16:00. Nerf stríð er byssuleikur með frauðplastskotum fyrir yngri kynslóðina sem er svipað byggður upp og paintball stríð. 1000kr fyrir 10mín á vellinum

Íþróttafélagið Akur býður fólki að prófa bogfimi í Kjarna á milli kl. 14:00-16:00.

Frekari upplýsingar á einmedollu.is


2.-6.

ÁGÚST

2018

SKEMMTANALÍFIÐ

UM VERSLÓ

Fimmtudagur 2. ágúst

Aurora, Icelandair Hotels – Happy hour frá 16:00-18:00 (50% af bjór á dælu, víni hússins, gosi,

kaffi og kokteil dagsins)

Café Amour - Rúnar Eff opið til 02:00 R5 Beer Lounge - Jazzdúettinn Marína & Mikael halda uppi ljúfri stemningu kl.21.00. Happy hour 18-20.

Götubarinn - Þægileg bar steming og jafnvel einhver spili á píanóið

Föstudagur 3. ágúst Græni Hatturinn - Dúndurfréttir Sjallinn - Stuð og Gleðisveitin Hamrabandið neglir í alvöru sveitaballastemningu. Sérstakur gestur Gréta Salóme 20 ára aldurstakmark. Opið til klukkan 4:00

Aurora, Icelandair Hotels – Happy hour frá 16:00-18:00 (50% af bjór á dælu, víni hússins, gosi,

kaffi og kokteil dagsins)

Café Amour - Stórleikur, Útvarp Akureyri opið til kl. 05:00 Pósthúsbarinn - Dj Fúsi opið til kl. 05:00 R5 Beer Lounge - Skemmtileg stemning Götubarinn - Þægileg barstemning

2018 –af lífi & sál–


Laugardagur 4. ágúst Græni Hatturinn - Hjálmar Menningarhúsið Hof - SPARI Dynheimaball.

Dynheimadrengirnir ásamt gestum mæta í sparifötunum. N3 plötusnúðar sjá um stemninguna laugardagskvöldið 4. ágúst fyrir 30 ára og eldri með SPARi Dynheimaballi eins og löngu er orðið vinsælt þessa stóru helgi. Ballið er nú þegar orðið fastí sessi sem eitt stærsta reunion fyrir heilu árgangana, þar sem „gamla” liðið hittist og skemmtir sér saman við partýtónlist. Ballið stendur til kl. 04:00.

Sjallinn - Birnir, Flóni, Club Dub og Veigar Gauti ásamt Dj Snorra Ástráðs! Opið til klukkan 05:00

Aurora, Icelandair Hotels – Happy hour frá 16:00-18:00 Café Amour - Dj Sveinbjörn opið til kl. 05:00 Pósthúsbarinn - Dj Fúzi opið til kl. 05:00 R5 Beer Lounge - Skemmtileg stemning Götubarinn - Þægileg barstemning

Sunnudagur 5. ágúst Græni Hatturinn - Hjálmar Menningarhúsið Hof - Páll Óskar

Páll Óskar sér um stemnninguna á sunnudagskvöldinu 5. ágúst og verður hvergi slegið af í glamúr og glæsileika til að gera þetta fyrsta Pallaball í Hofi að stórkostlegri upplifun. 22. ára aldurstakmark. Mætið í glamúrdressinu. Ballið stendur til kl. 04:00.

Sjallinn - Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Stefán Elí og KÁ/AKÁ Opið til klukkan 04:00 Aurora, Icelandair Hotels – Happy hour frá 16:00-18:00 Café Amour - Dj Sveinbjörn opið til kl. 04:00 Pósthúsbarinn - Dj Hennri opið til kl. 04:00 R5 Beer Lounge - Skemmtileg stemning Götubarinn - Þægileg barstemning


2.-6.

ÁGÚST

2018

Lokanir gatna og bílastæði á Einni með öllu og Sumarleikunum 2018 Sjá kort á einmedollu.is Hafnarstræti (Göngugata) Er lokuð frá fimmtudeginum 2. ágúst kl.10:00 til mánudagsins 6. ágúst kl. 12:00

Kaupvangsstræti (Listagilið) Er lokað á föstudeginum 3. ágúst frá kl. 14-18

Skipagata, Strandgata og Túngata Eru lokaðar að hluta frá föstudeginum 3. ágúst kl. 18:00 til sunnudagsins 5. ágúst kl. 17:00

Sunnudagurinn 5. ágúst – vegna Sparitónleika á Samkomuhúsflötinni Drottningarbraut (frá Kaupvangsstræti að Leiruvegi), Hafnarstræti (frá Bautanum að Suðurbrú) og Austurbrú eru lokaðar frá kl. 20:30-00:30

Hjáleið vegna lokunar á þjóðvegi 1 er um Þórunnarstræti og Miðhúsabraut

Bílastæði Bílastæði eru m.a. við Skipagötu, Hof, Strandgötu og Ráðhúsið. Á Sparitónleikunum verður hægt að leggja við Drottningarbraut frá Aðalstræti að Leirutjörn. Á Skógardeginum í Kjarnaskógi verða opnuð aukabílastæði. Sjá staðsetningu á einmedollu.is

2018


Á NÆSTUNNI: Fim. 2. ágúst // LÖGIN ÚR GULLKISTUNNI Guðrún G, Óskar P og Magni Lau. 4. ágúst // HJÁLMAR // kl. 22 Sun. 5. ágúst // HJÁLMAR // kl. 23

Akureyri

Aðalnúmer heilsugæslunnar er: 460 4600 Vaktsímanúmer er: 1700

Þór/KA - FH // Fös. 17. ágúst // kl. 18:00 Pepsídeild kvenna KA - FH // Sun. 8. ágúst // kl. 18:00 Pepsídeild karla Þór - Njarðvík // Mið. 1. ágúst // kl. 18:00 Inkassodeildin

LÖGREGLAN/NEYÐARSÍMI: 112 Hefur þú upplýsingar um fíkniefni? Hringdu þá í síma: 800-5005

SLÖKKVILIÐ/NEYÐARSÍMI: 112

28. apríl - 19. ágúst Fullveldið endurskoðað 19. maí - 16. september Aníta Hirlekar // Bleikur og grænn

Viðburðir í Hofi / Samkomuhúsinu:

SJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI

Aðalnúmer: 463 0100 www.sak.is

APÓTEK Á AKUREYRI:

APÓTEKIÐ í Hagkaupum Furuvöllum 17, sími: 461 3920 LYF & HEILSA Glerártorgi, sími: 461 5800 APÓTEKARINN Hafnarstræti 95, sími: 460 3452 AKUREYRARAPÓTEK Kaupangi, Mýrarvegi sími: 460 9999 APÓTEKARINN Hrísalundi, Hrísalundi 5 sími: 462 2444

mak.is

Fim. 2. ágúst // 17:00 // Leiðsögn um Hof Fim. 2. ágúst // 20:00 // Íslenskir dægurlagamolar í bauk Lau. 4. ágúst // 23:00 // SPARI DYNHEIMABALL Sun. 5. ágúst // 23:59 // PÁLL ÓSKAR Í HOFI Fim. 9. ágúst // 20:00 // Ég er nefnilega svo aldeilis yfirgengilega magnaður að lifa // Hamrar

AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI

Afgreiðslutími: Mánudaga til föstudaga: 10:00-19:00 Laugardaga og sunnudaga: Lokað ATH! Ertu á leið úr bænum og búið að loka bókasafninu? Þá er möguleiki að skila í Eymundsson, Akureyri

FRÉTTIR, FRÓÐLEIKUR & AUGLÝSINGAR

POLICE AND FIRE DEPARTMENT EMERGENCY LINE: 112

www.vikudagur.is GLERÁRLAUG Mánudaga til föstudaga: 6:45-21:00

Sumartími frá 4. júní - 28. ágúst

Mánudaga til föstudaga kl. 06:45-21:00 Laugardaga og sunnudaga kl. 08:00-19:30

Laugardaga: 9:00-14.30 – Sunnudaga: Lokað Virka daga: 06:30-22:00 Helgar: 10:00-20:00 ÞELAMÖRK Opið: Mánudaga til fimmtudaga: 11:00-22:00 Föstudaga, laugardaga og sunnudaga: 11:00-20:00

HRAFNAGIL Opið:


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.