1 minute read

Gefur lífinu tilgang að hafa hlutverk

Ástóru heimili þarf að vinna mörg verk til að hlutirnir gangi upp og það er í Ási eins og annarsstaðar að þegar margir hjálpast að ganga hlutirnir betur. Heimilisfólkið leggur sitt af mörkum og margir eru með sín föstu verkefni sem þarf að inna reglulega af hendi.

Grétar og Vera tóku saman reglulega göngutúra í sumar

Advertisement

Sér um stólana í matsalnum

Í Ási hefur Grétar Aðalsteinsson tekið að sér að stóla í matsalnum áður er gólfið er skúrað og hann setur svo stólana aftur niður þegar búið er að skúra. Þetta hefur Grétar gert í átta ár og segir það gefa lífinu tilgang að fá að sinna þessu verkefni. Grétar setti sér það markmið í sumar að hreyfa sig meira. Hann bauð Veru iðjuþjálfa að koma með sér, þannig að einu sinni í viku fóru þau saman í göngutúr, Grétar réð hvert ferðinni er heitið hverju sinni og Vera eltir. „Þetta eru góðar stundir“, segir Grétar.

Sendist fyrir þá sem ekki komast í búðina

Smári Guðlaugsson hefur sinnt samskonar starfi í Ásbyrgi síðastliðin fjórtán ár og gert það með sóma, hann hefur á þessum 14 árum einu sinni verið frá vegna veikinda og geri aðrir betur. Smári sér einnig um að fara með kaffibrauðið í vinnustofuna í Ásbyrgi og hann hefur tekið að sér að skjótast í sjoppuna fyrir þá sem ekki komast sjálfir.

Grétar í vinnunni sem hann segir að gefi lífinu tilgang Heimilispósturinn

Smári hefur bara einu sinni orðið veikur á 14 árum

This article is from: