
1 minute read
Hjálpast að við garðverkin
Það var fallegt blómskrúðið í kringum Grund í sumar. Og það er ekki bara starfsfólkið sem sá um að reyta arfa, vökva og hlúa að gróðrinum. Heimiliskonan Kolbrún Pálsdóttir var liðtæk við arfann og svo pössuðu Jón Ólafur Þorsteinsson og Eyjólfur Veturliði Jónsson upp á að það væri ekkert óþarfa rusl eða lauf að flækjast fyrir í portinu.

Advertisement