Grímur kokkur vörulisti

Page 1

VÖRULISTI


Nánari upplýsingar um vörur okkar,næringargildi og innihaldslýsingu er að finna á www.grimurkokkur.is Einnig er hægt að panta beint í gegnum heimasíðuna eða hringja í síma 481 2665 Þjónusta / skrifstofa er opin virka daga frá 7 til 15 Ef hringt er utan þjónustutíma - sími 693 3903 Við sendum vörur okkar með Flytjanda daglega og þær vörur sem eru pantaðar fyrir kl.10 á morgnana eru afgreiddar í Reykjavík morguninn eftir. En auðvitað léttir það okkur vinnuna að fá pöntunina með fyrirvara.

Mötuneyti og stóreldhús

Kíkið inn á grimurkokkur.is og skoðið úrvalið Vöruframboð í listanum er ekki tæmandi auk þess sem framleiðslu einstakra vara getur verið hætt eða henni breytt án fyrirvara.

2


Grímur kokkur er fjölskyldufyrirtæki í fremstu röð í framleiðslu á tilbúnum sjávarréttum og grænmetisréttum Markmið Gríms kokks er að framleiða aðeins fyrsta flokks vöru úr fyrsta flokks hráefni sem er bæði holl, bragðgóð og fljótlegt að framreiða. Þar sem við höfum aðgang að ferskasta fiski í heimi, höfum við lagt megináherslu á tilbúna fiskrétti úr úrvals hráefni. Einnig framleiðum við grænmetisrétti og nýlega hófum við samstarf við höfund bókanna Heilsuréttir fjölskyldunnar. Nokkrir af réttum sem eru í þessum bæklingi framleiðum við og seljum eftir þeirra uppskrift. Við notum ekki MSG eða sykur í matvöru okkar. Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og í fiskborðum stórmarkaða. Mötuneyti, bæði stór og smá, geta pantað og fengið þessa gæðavöru senda á staðinn. Endilega kynntu þér þá fjölbreyttu rétti sem við höfum hér upp á að bjóða.

Kær kveðja Grímur kokkur

3


sÍgilt

Fiskibollur

Gríms fiskibollur eru ljúffengar og bragðgóðar og margir viðskiptavinir Gríms kokks hafa sagt að þær minni helst á fiskibollurnar hennar mömmu. Þetta er gamall íslenskur réttur sem er þó alltaf jafn vinsæll meðal landsmanna. Prófaðu þessar frábæru fiskibollur og þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Bollurnar eru lausfrystar í 5 kg kössum. Þær eru fulleldaðar og aðeins þarf að hita þær upp í ofni eða á pönnu. Hægt er að fá 40 g eða 55 g bollur

Næringargóðar bollur með viðbættu bragðlausu Omega 3 og D vítamíni. Enginn efast um heilsusamleg áhrif Omega 3 á mannslíkamann. Sagt er að Omega 3 sé m.a. gott fyrir hjarta og æðarkerfið, heila og taugakerfið,hug og geð,ofnæmiskerfið og hafi mjög jákvæð áhrif á meðgöngu og fóstur.

hollt

Skólabollur með viðbættu Omega 3

Ýmsar fræðigreinar má finna á internetinu um jákvæð áhrif Omega 3. Bollurnar eru ekki eins þéttar og hefðbundnar fiskibollur og þær hafa verið sérstaklega vinsælar í skólamötuneytunum. Bollurnar eru lausfrystar í 5 kg kössum. Þær eru fulleldaðar, aðeins þarf að hita þær upp í ofni eða á pönnu. Bollurnar eru 40 g

flott fyrir krakka

Smáfiskibollur Smáar fiskibollur, um 18 gr stykkið, girnilegar og ljúffengar bollur sem eru góðar með hvaða sósu sem er. Vinsælar meðal barna og fullorðninna. Bollurnar eru fulleldaðar og þarf aðeins að hita upp. Eru lausfrystar í 5 kg kössum.

4


vinsÆlt

Gríms plokkfiskur Vinsælasti réttur Gríms kokks, hvort sem er fyrir mötuneyti, heimili, skóla eða leikskóla. Þessi vara hefur slegið í gegn hjá okkur og alls staðar fengið frábærar viðtökur enda ekki að ástæðulausu. Gríms plokkfiskurinn er einn af þessum gömlu góðu íslensku fiskréttum sem hefur verið þróaður þannig að í dag er hann með bestu fiskréttum sem fáanlegir eru. Plokkfiskinn er hægt að fá ferskan í 5kg eða 1kg lofttæmdum pökkum eða frosinn í 3 kg álformi.

Plokkfiskur í sparifötunum...

nÝt

t

Hérna er búið að setja yfir plokkfiskinn bearnaisesósu sem setur algjörlega punktinn yfir frábæran rétt. Snilldargott er orðið yfir þessa blöndu. Plokkfiskinn í sparifötum er hægt að fá frosinn í 3 kg álformi.

5


hollt

Gratíneruð ýsa með broccoli Girnilegur fiskréttur í ætt við plokkfiskinn, nema með broccolisósu og broccoli í bland við fiskinn og kartöflurnar. Fólk er orðið mjög meðvitað um hollustu broccolis og þessari vöru hefur verið tekið mjög vel. Broccoli-ýsuna er hægt að fá ferska í 5 kg eða 1 kg lofttæmdum pökkum eða frosna í 3 kg álformi.

Ýsurúlla með

paprikuostafyllingu

Hérna erum við með brauðaða ýsurúllu og inni í rúllunni er girnileg paprikuostafylling. Rúllurnar eru einstaklega bragðgóðar og skemmtilegt að hafa fyllingu í miðjunni. Þegar skorið er í rúlluna lekur ljúfeng fyllingin út. Ýsurúllunar eru lausfrystar í 1 kg og 5 kg einingum.

girnilegt

Ýsurúlla með

hollandaisefyllingu

Um er að ræða brauðaða ýsurúllu með girnilegri holladaisesósu inni í. Einstaklega bragðgóðar og skemmtilegt að hafa sósuna í miðjunni á rúllunni því þegar skorið er í hana lekur sósan út. Ýsurúllunar eru lausfrystar í 1 kg og 5 kg einingum.

6


Forsteikt ýsa í raspi Í áratugi hefur ýsa í raspi verið á matborðum landsmanna og að sjálfsögðu er Grímur kokkur með sína aðferð við að framreiða þennan vinsæla rétt. Þar hefur vel tekist til. Við mælum með að þið prófið. Öll stykkin eru jafn stór svo þau þurfa sama upphitunartíma í ofni til að þau verði bragðgóð og safarík. Ýsa í raspi er lausfryst í 1 kg og 5 kg einingum.

framandi

Forsteikt ýsa í karrý-kólosraspi

Hér er Grímur kokkur bæði með hefðbundna forsteikta ýsu í raspi og svo hins vegar í karrýkókosraspi. Öll stykkin eru jafn stór svo þau þurfa sama upphitunartíma í ofni til að verða bragðgóð og safarík. Ýsa í raspi er lausfryst í 1 kg og 5 kg einingum.

flott fyrir krakka

Fiskistangir Forsteiktar fiskistangir (fish fingers) er vara sem slegið hefur í gegn hjá bæði fullorðnum og börnum. Þetta er glæný ýsa hjúpuð með raspi. Stangirnar eru sérlega ljúffengar þegar raspurinn er orðinn stökkur eftir eldun. Fiskistangirnar eru lausfrystar í 1 kg og 5 kg einingu

7


Fiskibuff Grímur kokkur notar glænýja ýsu í fiskibuffin sín og kryddar þau aðeins meira til en fiskibollurnar. Buffin eru þægileg í upphitun og bæði börn og fullorðnir eru hrifnir af þeim. Henta sérlega vel með gómsætri sósu, salati og kartöflum. Fiskibuffin eru laustfryst í 5 kg einingum.

Smáfiskibollur

með rjómaostafyllingu

Smáar fiskibollur sem eru fylltar með rjómaosti í miðju bollunnar. Gómsæt vara sem hentar sem aðalréttur og einnig vinsæl sem pinnamatur. Bollurnar eru lausfrystar í 5 kg einingum.

Smáfiskibollur

með sveppa-,hvítlauks og chillifyllingu

Smáar fiskibollur sem eru fylltar með girnilegri fyllingu í miðju bollunnar. Gómsæt vara sem hentar sem aðalréttur og einnig vinsæl sem pinnamatur. Bollurnar eru lausfrystar í 5 kg einingum.

8


hollt

Gulrótabuff Gómsætt grænmetisbuff sem fljótlegt er að hita upp og er ríkt af bæði próteinum og hollum flóknum kolvetnum. Góð vara fyrir þá sem hugsa um heilsuna og hvað þeir borða. Buffin eru lausfryst í 5 kg einingum.

hollt

Kjúklingabaunabuff með sólþurrkuðum tómötum Gómsætt grænmetisbuff sem fljótlegt er að hita upp og er ríkt af bæði próteinum og hollum flóknum kolvetnum. Inniheldur m.a. Kjúklingabaunir, broccolí, sólþurrkaða tómata og hrísgrjón Góð vara fyrir þá sem hugsa um heilsuna og hvað þeir borða. Sérlega ljúffeng. Buffin eru lausfryst í 5 kg einingum.

hollt

Hvítlauks og hvítbaunabuff Gómsætt grænmetisbuff sem fljótlegt er að hita upp og er ríkt af bæði próteinum og hollum flóknum kolvetnum. Inniheldur m.a. hvítar baunir, hrísgrjón og lauk. Góð vara fyrir þá sem hugsa um heilsuna og hvað þeir borða. Sérlega ljúffeng. Buffin eru lausfryst í 5 kg einingum

9


Í veisluna

Reykt bleikjupaté Árstíðabundin vara sem hefur verið mjög vinsæl fyrir jól og áramót. Mörg af þekktari veitingastöðum og hótelum hafa verið með þetta paté á jólahlaðborðum sínum. Selt í lofttæmdum umbúðum, 500 gr í einingu.

hlaÐborÐ

Sjávaréttapaté með rækjum

Árstíðabundin vara sem hefur verið mjög vinsæl fyrir jól og áramót. Mörg af þekktari veitingastöðum og hótelum hafa verið með þetta paté á jólahlaðborðum sínum. Selt í lofttæmdum umbúðum, 500 gr í einingu.

Í gott a un l s i e v

Smábollur eru tilvaldar í pinnamatinn • Smábollur með rjómaostafyllingu • Smábollur með sveppafyllingu

10


sÍgilt

Humarsúpa Með metnaðarfyllstu vörutegundum okkar. Einstaklega bragðgóð fyrir sælkera. Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp. Krafturinn er soðinn úr humarklóm og úr því gerð kraftmikil humarsúpa sem hvaða veitingarstaður sem er væri stoltur af. Grímur kokkur mælir með að steiktir séu humarhalar eða öðru sjávarfangi bætt út í súpuna. Selt í 4 lítra fötum og 420 ml umbúðum.

Valið stórt skelbrot Erum með lausfrysta humarhala - valið stórt skelbrot.

11


sÍgilt

Saltfiskur Úrvals saltfiskur sem hægt er að fá útvatnaðan til suðu og útvatnaðan til steikingar. Seldur eftir þyngd, frosinn í lofttæmdum umbúðum.

Þorskhnakkar með roði Besti hluti þorsksins í lofttæmdum umbúðum. Snöggfrystir um leið og búið er að flaka glænýjan þorskinn.

Þorskhnakkar án roðs Besti hluti þorsksins í lofttæmdum umbúðum. Snöggfrystir um leið og búið er að flaka glænýjan þorskinn.

12


Reykt ýsa Grímur kokkur hefur sína aðferð þegar hann reykir ýsuna. Hann notar minna salt og léttreykir hana. Geggjað góð vara sem flottustu veitingahús og hótel hafa haft á matseðli hjá sér. Varan er snöggfryst þegar hún kemur úr reyk og pökkun. Selt eftir þyngd í lofttæmdum umbúðum.

Nætursöltuð ýsa Glæný ýsa sem hefur verið nætusöltuð og tilbúin í pottinn þinn. Ýsan er hraðfryst eftir að hún hefur verið nætursöltuð. Selt eftir þyngd í lofttæmdum umbúðum.

sÍgilt

Ný ýsuflök Glæný ýsuflök sem eru snöggfryst um leið og búið er að flaka ýsuna. Selt eftir þyngd í lofttæmdum umbúðum.

13


Vörur okkar án eggja: Broccolí ýsa, Fiskistangir, Gulrótarbuff, Humarsúpa, Hvítabaunabuff, Indversk grænmetisbuff, Kjúklingabaunabuff, Ný ýsuflök, Nætursöltuð ýsa, Plokkfiskur, Reykt bleikjupaté, Reykt ýsa, Saltfiskur, Sjávarréttapaté, Ýsurúllur með papriku, Þorskhnakkar með roði, Þorskhnakkar roðlausir.

Vörur án glútens: Gulrótarbuff, Hvítbaunabuff, Indversk grænmetisbuff, Ný ýsuflök, Nætursöltuð ýsa, Reykt bleikjupaté, Reykt ýsa, Saltfiskur, Sjávarréttapaté, Þorskhnakkar án roðs, Þorskhnakkar með roði.

Vörur án mjólkur: Fiskibollur, Fiskistangir, Gulrótabuff, Humarsúpa, Hvítabaunabuff, Indversk grænmetisbuff, Ýsa í karrý-kókosraspi, Kjúklingabaunabuff, Ný ýsuflök, Nætursöltuð ýsa, Reykt ýsa, Saltfiskur, Skólabollur, Ýsa í raspi, Þorskhnakkar án roðs, Þorskhnakkar með roði.

Án eggja, glútens og mjólkur: Gulrótabuff , Hvítabaunabuff, Indversk grænmetisbuff, Ný ýsuflök, Nætursöltuð ýsa, Reykt ýsa, Saltfiskur, Þorskhnakkar án roðs, Þorskhnakkar með roði, sérframleiddar fiskibollur.

14


Grímur kokkur er lítið fjölskyldufyrirtæki með stóra drauma. Fjölskyldan hefur starfað við fiskveiðar mann fram að manni margar kynslóðir aftur. Við erum staðsett við fengsælustu fiskimið landsins og því höfum við lagt megináherslu á fiskrétti auk þess sem við höfum farið einnig inn á grænmetisréttalínuna á undanförnum árum, vegna vaxandi vinsælda slíkrar vöru. Okkur langar að vaxa og dafna og um leið leggja okkar af mörkum til að auka neyslu á góðum og næringarríkum mat sem fljótlegt er að framreiða. Við leggjum mikla áherslu á hollustu í vörum okkar og vöruþróun. Okkur er umhugað um heilsuna og gerum okkur grein fyrir mikilvægi holls matarræðis og okkar þátt í því að fá þjóðina, sérstaklega unga fólkið, til að borða meira af fiski. Við trúum því að fiskmeti sé sérstklega mikilvægt fyrir heilsuna. Því eru allar vörur okkar án msg og einnig án rotvarnarefna. Við hraðkælum eða hraðfrystum vörur okkar strax eftir að hafa fulleldað þær og notumst þess vegna ekki við rotvarnarefni til að ná geymsluþoli. Við höfum unnið mikið með Matís að stórum verkefnum þar sem meginmarkmið okkar er að gera fiskinn okkar enn hollari. Nýverið kláruðum við stórt verkefni með Matís sem miðar að því að vera með viðbætt Omega og D-vítamín í fisknum án þess að neytandinn finni nokkurn mun á bragði. Þetta verkefni var mjög spennandi og niðurstöðunar algjörlega frábærar. Við munum kynna þær mjög fljótlega og um leið kynna nýjar vörur með viðbættu Omega og D-vítamíni. Það er einlæg ósk mín að við eigum eftir að eiga gott samstarf í framtíðinni. Kær kveðja, Grímur kokkur, starfsfólk og fjölskyldur.

15


Heilsuréttir fjölskyldunnar Við erum voða stolt að vera í samstarfi með Berglindi og hennar fólki og kynnum við hér þrjár nýjar vörur sem við framleiðum undir merki Heilsurétta fjölskyldunnar. Til að fá að framleiða vörur undir merki Heilsurétta fjölskyldunnar þurfa þær að standast kröfur þeirra um hollustu, bragðgæði og næringargildi. Réttirnir eru framleiddir eftir uppskriftum úr metsölubókum Heilsurétta fjölskyldunnar sem slegið hefur í gegn og selst í yfir 17 þúsund eintökum. Í réttunum er úrvals hráefni til að standast kröfur um hreina og næringarríka vöru fyrir alla fjölskylduna.

RÉTTIRNIR INNIHALDA • ENGIN FYLLI- EÐA AUKAEFNI • ENGAN VIÐBÆTTAN SYKUR

• EKKERT GER • EKKERT HVÍTT HVEITI • EKKERT MSG

16

bar holl a t!


Indverskar grænmetisbollur frá Heilsuréttum fjölskyldunnar

Þessar bollur eru dásamlega góðar og fara vel í maga. Við mælum sérstaklega með að bera fram með bollunum döðlumauk og jógúrtsósu sem meðlæti. Gott er að bjóða upp á naan brauð með. Hægt er að finna uppskrift af döðlumaukinu og jógúrtsósunni í bókinni Nýir Heilsuréttir fjölskyldunnar. Einnig er hægt að panta með bollunum bæði döðlumauk og jógúrtsósu hjá okkur. Við notum hreina gríska jógúrt í jógúrsósuna. Hún er án sykurs og krydduð til með broddakúmeni. Döðlumaukið er gert úr döðlum og inniheldur engan viðbættan sykur eða önnur aukaefni. Bollurnar eru afgreiddar frosnar í 5 kg einingum og döðlumaukið og jógúrtsósan er afgreidd í því magni sem passar við þá einingu. Þvílík dásemd þessi samsetning á Indversku bollunum, döðlumaukinu og jógúrtsósunni.

Gulrótarbuff frá Heilsuréttum fjölskyldunnar Gómsæt gulrótarbuff sem eru sígild og góð lausn þegar breyta á um mataræði og bæta lífsstíl. Þau innihalda einungis ferskt hráefni: rauðar linsubaunir, gulrætur, lauk, appelsínuþykkni og timjan. Þessi samsetning er afar holl og ljúffeng og Heilsuréttir fjölskyldunnar mæla hiklaust með þeim. Buffin eru afar góð með fersku salati og hýðisgrjónum. Fyrir þá sem kjósa dressingu með mælum til dæmis við með jógúrtsósunni í Nýjum Heilsuréttum fjölskyldunnar. Gulrótarbuffin eru afgreidd frosinn í 5 kg einingu.

Grænmetislasagna frá Heilsuréttum fjölskyldunnar

Geggjað gott grænmetislasagna. Þessi girnilegi réttur er fullur af hollu grænmeti, m.a. sætum kartöflum, gulrótum, lauk og hvítlauk. Engin bindiefni eru í honum og við notum ekki hvítt hveiti í lagsagnablöðin. Þess í stað notum við heilhveiti. Þá inniheldur rétturinn einnig kókosmjólk. Lasagnað er himneskt gott í munni jafnt sem í maga og ekki þarf að glíma við samviskuna eftir máltíð. Heilsuréttir fjölskyldunnar mæla með því að bjóða upp á uppáhalds ferska salatið ykkar með. Lasagnað er afgreitt frosið í 3 kg einingum.

17


Grímur kokkur ehf • Vestmannaeyjum Sími: 481 2665 • www.grimurkokkur.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.