GOLF.IS
41
Íslandsmót golfklúbba – Nýtt nafn á Sveitakeppni GSÍ
Tæplega 200 tillögur bárust um nýtt nafn á á Sveitakeppni Golfsambands Íslands. Íslandsmót golfklúbba varð fyrir valinu hjá dómnefnd í nafnasamkeppninni. Alls voru sex einstaklingar sem sendu inn tillögu að þessu glæsilega nafni.
Verðlaunagripurinn í karlaflokki á Íslandsmóti golfklúbba.
Mótið á sér rúmlega hálfrar aldar sögu en fyrst var keppt árið 1961 í karlaflokki og árið 1982 í kvenna flokki. Í þessu móti keppa golf klúbbar landsins sín á milli í holukeppni þar til einn klúbbur stendur uppi sem sigurvegari. Í dag eru fimm deildir í karlaflokki og tvær í kvennaflokki. Eins og greint var frá í leikreglum samkeppninnar var ákveðið að sá sem fyrstur kæmi með vinnings nafnið hlyti verðlaunin. Kristín Helgadóttir Ísfeld, kylfingur úr GKG, fær heiðurinn af að eiga hugmyndina
að nýja nafninu, Íslandsmót golf klúbba. Golfsamband Íslands þakkar öllum þeim sem tóku þátt og fagnar nýju glæsilegu nafni á þessu frábæra móti sem fram fer dagana 24.-26. júní n.k. 1. deild karla fer fram á Grafar holtsvelli hjá Golfklúbbi Reykja víkur og 1. deild kvenna fer fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. GR er sigursælasti klúbburinn í karlaflokki með 24 titla og einnig í kvennaflokki með 17 titla.
Kristín Helgadóttir og Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.
Fjöldi titla í karlaflokki:
Fjöldi titla í kvennaflokki:
Golfklúbbur Reykjavíkur (24)
Golfklúbbur Reykjavíkur (17)
Golfklúbburinn Keilir (13)
Golfklúbburinn Keilir (13)
Golfklúbbur Akureyrar (8)
Golfklúbburinn Kjölur (3)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (4)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1)
Golfklúbbur Suðurnesja (3) Golfklúbburinn Kjölur (2) Golfklúbbur Mosfellsbæjar (1)