Golf á Íslandi - 5. tbl. 2016

Page 86

Sterk liðsheild – Bandaríska Ryder-liðið snéri taflinu sér í vil á Hazeltine

Davis Love III fyrirliði bandaríska liðsins fagnar sigrinum í Ryderbikarnum. Mynd/golfsupport.nl

Bandaríska liðið hafði fyrir Ryder-keppnina 2016 tapað átta af síðustu 10 keppnum. Fyrir loka­keppnis­daginn á Hazeltine National í Minnesota voru heima­menn með þriggja stiga forskot á Evrópuliðið og sá munur varð meiri og meiri eftir því sem leið á lokahringinn. Davis Love III var fyrirliði bandaríska liðsins og Darren Clarke fyrirliði Evrópuliðsins en þeir voru í fyrsta sinn í þessu hlutverki.

Patrick Reed var stjarna bandaríska liðsins. Mynd/Golfsupport.nl

86

GOLF.IS

Clarke setti flesta af sínum sterkustu liðsmönnum út í fyrstu leikina á loka­ deginum, staðráðinn í því að landa góðum sigrum og gefa öðrum leikmönnum aukið sjálfstraust. Þessi áætlun virtist ætla að skila árangri því Evrópa var yfir í fimm fyrstu leikjunum eftir 9 holur, og munurinn var aðeins eitt stig þegar Evrópa náði að vinna þrjá af fyrstu fjórum leikjunum í tvímenningnum. Þetta var aðeins tálsýn því lokaspretturinn varð aldrei spennandi og bandaríska liðið mun sterkara. Ryan Moore og Brandt Snedeker skiluðu mikilvægum stigum í hús og bandaríska liðið vann fimm af síðustu sex leikjunum. 17-11 sigur bandaríska úrvalsliðsins var sannfærandi og sá fyrsti frá árinu 2008 og aðeins þriðji sigur bandaríska liðsins í keppninni á síðustu ellefu árum. Næsta keppni fer fram í Frakklandi árið 2018 skammt frá París.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.