Kauphallarblaðið

Page 20

20

K auphallarblaði ð

maí 2013

Útlendingar í Kauphöllinni

Þ

ó að NASDAQ OMX Iceland sé að mestu íslensk kauphöll og fyrir íslensk fyrirtæki þá hafa um lengri og skemmri tíma verið skráð þar nokkur færeysk félög og þegar mest var voru þau fjögur talsins; Føroya Banki, Eik Banki, Atlantic Airways og Atlantic Petroleum. Atlantic Petroleum reið á vaðið með skráningu árið 2005 og hin þrjú fylgdu í kjölfarið árið 2007. Félögin fjögur eru öll skráð tvíhliða, þ.e. á markaði hérna heima og svo einnig í kauphöllina í Danmörku. Færeysku félögin í íslensku Kauphöllinni eru undanþegin gjaldeyrishöftunum en skilaskylda er á söluandvirði þeirra. Einnig eru tveir skuldabréfaútgefendur skráðir. Føroya Banki eða BankNordik eins og hann kallast í dag var skráður í íslensku kauphöllina árið 2007. Eik banki var einnig skráður í kauphöllina en hann varð illa út úr bankakreppunni. Atlantic Airways er minnst færeysku félaganna í Kauphöll Íslands en hefur haft athyglisverðan rekstur í Færeyjum þar sem það hefur náð góðum árangri.

Velta með hlutabréf í færeysku félögunum hefur verið með minnsta móti og fátítt er að hlutabréf í félögunum sé að finna í íslenskum hlutabréfasjóðum.

Janus Petersen og Páll Harðarson.

Því miður er það svo að áhugi fjárfesta á færeysku félögunum er lítill í samanburði við áhuga á ís-

lensku félögunum. Velta með hlutabréf í færeysku félögunum hefur verið með minnsta móti og fátítt

er að hlutabréf í félögunum sé að finna í íslenskum hlutabréfasjóðum. Mest viðskipti hafa verið með

Sterk liðsheild öflugra fyrirtækja

bréf BankNordic en þó aðeins brot í samanburði við íslensku félögin. Líklega eru það nokkrir samverkandi þættir sem gera það að verkum að áhugi á færeysku félögunum hefur ekki verið meiri en raun ber vitni. Þrátt fyrir sérstaka undanþágu sem viðskipti með bréfin njóta á eftirmarkaði þá hefur virst sem gjaldeyrishöftin hafi hamlandi áhrif á viðskipti með bréf þeirra. Þrátt fyrir að regluverkið hafi verið sniðið þannig að það ætti ekki að spilla fyrir hefur það ekki dugað. Einnig virðast íslenskir fjárfestar horfa síður til þeirra og seta sig minna inn í starfsemi þeirra og möguleika. Þetta er auðviað miður því færeysk félög eru mörg hver sterk og hafa forvitnileg tækifæri, ekki síður en íslensk félög.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.