BLAÐ GEÐHJÁLPAR OKTÓBER
„ Það mikilvægasta í heiminum finnst mér vera að það sé einhver sem sýni að honum er ekki sama. “ FLOSI ÞORGEIRSSON
Stefna Geðhjálpar 2022—2024 HLUTVERK Að standa vörð um og rækta geðheilsu Íslendinga GILDI
MANNVIRÐING Samtökin standa með notendum og aðstandendum, þeim sé ávallt sýnd virðing og séu hvorki beittir nauðung né ofbeldi
HUGREKKI Samtökin taka forystu í umfjöllun um geðheilbrigðismál og í umræðum um erfið og viðkvæm málefni
SAMHYGÐ Samtökin setja sig í spor ólíkra einstaklinga í þágu almannaheilla FRAMTÍÐARSÝN Með því að stuðla að mannréttindum, efla fræðslu og veita vandaða ráðgjöf af virðingu höfum við ræktað geðheilsu Íslendinga
LEIKÁÆTLUN
STÖÐUG FRAMSÆKNI Við ætlum að þróa snjallar aðferðir sem styðja við þjónustu, fræðslu og hagsmunagæslu í samráði við notendur og aðstandendur. 1
Styðjast við stafræna miðlun, tækni og samfélag til að auka sýnileika og ná til breiðari hóps notenda.
2 Eiga samtal við börn og ungmenni um geðrækt til að ná fram þeirra áherslum og þróa fræðsluefni fyrir börn, ungt fólk og aðstandendur þeirra. 3 Styrkja samstarf og samráð við önnur samtök sem starfa á vettvangi geðheilbrigðismála. 4 Standa reglulega fyrir viðburðum og málþingum sem varða geðheilbrigðismál. 5 Verðlauna einstaklinga, vinnustaði eða stofnanir fyrir að stuðla að bættri geðheilsu.
ÖFLUG GEÐRÆKT Við erum þjónandi í geðheilbrigðismálum Íslendinga og stöndum að gerð geðræktarefnis fyrir alla aldurshópa, notendur og aðstandendur. 1
Efla enn frekar vitund almennings um mikilvægi geðheilsu.
2 Veita aðstandendum stuðning í formi fræðslu og ráðgjafar. 3 Vinna stöðugt að því að draga úr fordómum og mismunun. 4 Koma í veg fyrir ofbeldi í garð notenda. 5 Halda umræðu um geðrækt á lofti í samfélaginu með áherslu á heilsueflingu, forvarnir og snemmskoðun.
MANNRÉTTINDI TRYGGÐ Við stöndum vörð um réttindi notenda og beitum okkur í þágu þeirra og aðstandenda. 1
Beita okkur fyrir ráðningu notenda með notendareynslu.
2 Tryggja að notendamiðuð nálgun sé ætíð höfð að leiðarljósi þegar kemur að endurskoðun þjónustu þannig að hún sé ætíð gerð út frá forsendum þeirra. 3 Stuðla að vitundarvakningu um réttindi sjúklinga. 4 Auka tækifæri vanvirkra á vinnumarkaði án fjárhagslegra skerðinga. 5 Standa vörð um fullnægjandi innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra eftir að samningurinn hefur verið lögfestur.
BLAÐ GEÐHJÁLPAR 2023 LEIÐARI
HÖLDUM ÁFRAM
Þ
egar litið er á stöðu í geðheilbrigðismálum er óhætt að segja að þörf sé á uppstokkun og endurskoðun. Til þess þurfum við að staldra við og skoða hvað við erum að gera í dag, hvað virkar vel og hvað ekki. Það þarf ekki að líta langt um öxl til að sjá að aðferðir og meðferðir á fólki sem hefur glímt við geðrænar áskoranir hafa í gegnum tíðina vægt til orða tekið verið ómannúðlegar. Við höfum gert fjöldann allan af því sem ég kýs að kalla tilraunir á þeim hópi fólks án þess að hugsa út í hvort þær séu skaðlegar eða ekki fyrir einstaklinginn og hvort við séum að brjóta á mannréttindum. Það má jafnvel ganga svo langt að segja að fjöldi fólks hafi verið fórnarlömb geðlækninga, bæði notendur og aðstandendur. Á þeim tíma hafði þessi hópur ekki rödd og lítið var hlustað á reynslu þeirra og upplifun. Því miður getum við ekki breytt fortíðinni í geðlækningum en við getum lært af henni.
STÖÐUG FRAMSÆKNI
Það er óhætt að segja að geðheilbrigðiskerfið sé enn litað af fortíðardraugum, hugarfari sem litast því miður af fordómum og stimplun. Það sem gerist þegar við stimplum fólk þá hættum við að hlusta á það og við hlustum á fyrir fram ákveðnar hugmyndir okkar sem byggjast á fáfræði. Stór hluti af réttindabaráttu fólks sem glímir við geðrænar áskoranir fer í að vinna bug á þessari stimplun og fordómum. Baráttan er hins vegar mikilvæg því um leið og það dregur úr for dómunum fær hópurinn rödd og með því náum við fram jákvæðum breytingum. Það felur í sér alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið ef geðheilbrigðiskerfið er veikt og það snertir okkur öll. Við þurfum kerfi sem er aðgengilegt, áfallamiðað og stöðugt. Við þurfum að byggja samfélag sem er með sterkar forvarnir og aðgengilega þjónustu sem býður upp á fjölbreyttar leiðir að bættri geðheilsu. Um langt árabil hefur geðheilbrigðiskerfið verið fjársvelt og samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar má ætla að umfang geð heilbrigðismála sé 25% af heilbrigðismálum í heild en fjármagnið aðeins 5%. Þetta bitnar á starfinu og má sjá afleiðingar þess í mikilli starfsmannaveltu, skorti á menntuðu starfsfólki og aðbúnaði fyrir notendur og starfsfólk. Geðhjálp eru landssamtök þeirra sem láta sig geðheilbrigðismál varða, þar á meðal er stór hluti þeirra notendur og aðstandendur. Það er mikil gjöf fyrir samfélagið að slík samtök séu starfandi því að kunnáttan og hugmyndirnar frá þeim hópi eru gífurlega mikilvægar til að bæta geð heilbrigðiskerfið. Landssamtökin Geðhjálp hafa um árabil barist fyrir breyttri hugmyndafræði í geðheilbrigðiskerfinu. Við viljum draga úr nauðung og þvingun og um leið vinna okkur að nýjum leiðum og nálgunum. Lykilatriði í þeirri baráttu er að raddir notenda og aðstandenda fái að heyrast.
MANNRÉTTINDI Í baráttunni fyrir bættu samfélagi er mikilvægt að líta til baka og sjá allt sem hefur áunnist. Við TRYGGÐ eigum hins vegar enn langt í land og mun Geðhjálp halda áfram sinni mikilvægu baráttu við að
bæta geðheilbrigðiskerfið og verja mannréttindi þeirra sem búa við geðrænar áskoranir um styttri eða lengri tíma ævi sinnar. Sigríður Gísladóttir formaður
Útgefandi: Landssamtökin Geðhjálp Guðrúnartúni 1 105 Reykjavík Sími: 570 1700 www.gedhjalp.is gedhjalp@gedhjalp.is
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Grímur Atlason Textar: Svava Jónsdóttir, Grímur Atlason og Guðný Guðmundsdóttir Útgáfustjórn, prófarkalestur, ljósmyndir og hönnun tímarits og umbrot: Birtíngur útgáfufélag. Sími: 515 5500. www.birtingur.is. Hönnun á kápu: Arnar Geir Ómarsson. Helsinki.is Prentun: Prentmet, Svansvottuð framleiðsla
AN SV
S MERK
IÐ
GEDH Prentgripur 1041 0986
EFNISYFIRLIT 2 STEFNA GEÐHJÁLPAR 4 LEIÐARI Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, skrifar. 6 BATASKÓLI ÍSLANDS „Sérstaða Bataskóla Íslands er að hann byggir á batahugmyndafræði og er kjarninn í henni að þeir sem glíma við geðrænar áskoranir eigi að stýra því hvernig þjónustu gagnvart þeim er háttað,“ segir Helga Arnardóttir, verkefnastjóri hjá skólanum. 9 FRÆÐSLUDAGSKRÁ GEÐHJÁLPAR
ÖFLUG GEÐRÆKT
10 GRÓFIN GEÐRÆKT Lögð er áhersla á valdeflingu, bata og jafningjastuðning hjá Grófinni geðrækt á Akureyri. Pálína Sigrún Halldórsdóttir, iðjuþjálfi og framkvæmdastjóri Grófarinnar, segir frá Grófinni auk þess sem tveir notendur segja frá sinni reynslu, annars vegar Dröfn Árnadóttir og hins vegar Elín Ósk Arnarsdóttir. 14 HVAÐ SEGIR TÖLFRÆÐIN? Grímur Atlason skrifar. 18 HAM HJÁLPAR MÉR SVAKALEGA Flosi Þorgeirsson segir frá reynslu sinni af geðrænum áskorunum og hvað hefur hjálpað honum. 24 ÉG HEF OFURTRÚ Á ÞVÍ AÐ HREYFING GERI KRAFTAVERK Ólafur Sveinsson hefur glímt við þunglyndi í áratugi og segir frá því hvað göngur hjálpa honum mikið til að líða betur. 26 ÞÖRF FYRIR SAMFÉLAGS BREYTINGAR? NÝJAR LEIÐIR Í GEÐHEILBRIGÐISMÁLUM 28 HLAÐVÖRP
STJÓRN
STJÓRN GEÐHJÁLPAR 2023 TIL 2024 Sigríður Gísladóttir, formaður Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Kristinn Tryggvi Gunnarsson, gjaldkeri Elín Atim Sigrún Sigurðardóttir Sigmar Þór Ármannsson Sveinn Rúnar Hauksson Í varastjórn Guðrún Þórsdóttir Sigríður Ólafsdóttir
29 NOKKRAR ATHYGLISVERÐAR BÆKUR 30 ÞAKKIR
HJALP.IS
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík Opið mán - fim: 9 - 15 og fös: 9 - 12 Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
HLUTI AF GILDUM BATASKÓLA ER AÐ ALA Á VON Lögð er áhersla á batamiðað nám tengt geðheilsu og bættum lífsgæðum í Bataskóla Íslands. „Sérstaða Bataskóla Íslands er að hann byggir á bata hugmyndafræði og er kjarninn í henni að þeir sem glíma við geðrænar áskoranir eigi að stýra því hvernig þjónustu gagnvart þeim er háttað,“ segir Helga Arnardóttir, verkefnastjóri hjá skólanum.
T
ilurðin að Bataskóla Íslands er að Geðhjálp og velferðar svið Reykjavíkurborgar ákváðu að fara í samstarf um að opna bataskóla á Íslandi og var árið 2016 farið í vettvangsferð til Bretlands til þess að kynnast þar starfsemi nokkurra bataskóla til að kanna hvaða skóli gæti verið fyrirmyndin að íslenska bataskólanum og varð Nottingham Recovery College fyrir valinu. Haustið 2017 var haft samband við mig og ég spurð hvort ég vildi koma með í vinnuferð til Nottingham Recovery College og vera með í stofnun skólans og verða hugsanlegur kennari hjá skólanum,“ segir Helga Arnardóttir, verkefnastjóri hjá skólanum sem þá starfaði við fræðslu um geðrækt og jákvæða sálfræði, meðal annars hjá Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu. „Þetta var um 15 manna hópur sem fór þá út og samanstóð meðal annars af fulltrúum frá Geðhjálp, Reykjavíkurborg, Rauða Krossinum og Námsflokkunum ásamt einstaklingum með notendareynslu af geðheilbrigðiskerfinu.“ Hópurinn kynntist í þessari ferð fyrrnefnd um skóla betur. „Við lærðum hvernig á að byggja upp svona skóla og fræddumst um leiðir til að semja námskeiðin en ákveðn um reglum er fylgt þegar námskeið eru samin fyrir bataskóla. Þetta er samvinna á milli einstaklinga með reynslu af geðræn um áskorunum og sérfræðinga í efni hvers námskeiðs.“ Fyrstu námskeiðin voru samin sumarið 2017 og kennsla hófst svo um haustið. „Það gekk mjög vel, áhuginn á skólanum var mikill og margir skráðu sig í nám. Við vorum með tvo bekki þannig að kennd voru tvö námskeið í einu og kennt þrjá daga vikunnar eftir hádegi.“
STÖÐUG FRAMSÆKNI
6
HVAÐ EINKENNIR HELST BATASKÓLA? •
Skóli fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir og aðstandendur.
•
Fjölbreytt úrval námskeiða sem öll snúast um bata og geðheilsu frá mörgum sjónarhornum.
Texti: Svava Jónsdóttir
MANNRÉTTINDI • TRYGGÐ
Reynsla einstaklinga með geðrænar áskoranir er mikils metin við gerð og kennslu námskeiða ásamt þekkingu sérfræðinga sem miðla gagnreyndum aðferðum og vísindalegri þekkingu.
•
Nemendur fá tækifæri til að miðla af eigin reynslu og þekkingu í tímum og fá tækifæri til að móta starfsemi skólans.
•
Virðing er borin fyrir sjálfræði hvers einstaklings í eigin batavinnu.
GEDH
BATAHUGMYNDAFRÆÐI Helga segir að batahugmyndafræði sé mikilvægur hluti af skólanum. „Námskeið tengd geðheilsu og leiðum til að hlúa að geðheilsu eru kennd á fleiri stöðum en sér staða Bataskóla Íslands er að hann byggir á batahugmyndafræði og er kjarninn í henni að þeir sem glíma við geðrænar áskoranir eigi að stýra því hvernig þjónustu gagnvart þeim er háttað og stýra eigin bataferli í samræmi við eigin vilja og lífsgildi. Bata hugmyndafræðin varð í rauninni til þegar notendur tóku sig saman sem voru ósáttir við geðheilbrigðiskerfið og fannst eins og þeim væri þar ekki sýnd mikil virðing sem notendur kerfisins og að vilji þeirra væri ekki virtur þegar kom að því hvernig þeir sáu fyrir sér bataferli sitt. Það var eins og þeir sjálfir hefðu lítið um það að segja heldur réði þar frekar forræðishyggja og stjórnsemi af hálfu heilbrigðisstarfsfólks. Þannig að upphaf bata hugmyndafræðinnar fólst að miklu leyti í að flytja völdin og valið yfir til notenda kerfisins. Svo birtist batahugmyndafræðin kannski með ólíkum hætti á mismunandi stöðum þannig að batahugmyndafræðin í Bataskóla Íslands er kannski ekki nákvæmlega eins og annars staðar en það er samt þessi kjarni sem er heiðraður þar sem batahugmyndafræði er notuð; það er að notandinn ræður för. Þetta er bataferli hans og hann hefur val um hvað hann vill læra. Í skólanum er fjölbreytt nám skeiðsúrval og svo velur hver og einn hvað hentar sér.“ Helga segir að gildi bataskóla víða um heim sé að virða sjálfræði einstaklingsins. „Og gildi þeirra er líka að ala á von. Margir upplifa í geðheilbrigðiskerfinu að það sé svolítið verið að taka vonina frá fólki; það er jafnvel sagt að nú sé viðkomandi með alvarlegan geðsjúkdóm og muni aldrei ná bata. Margir upplifa að þeir hafi fengið neikvæð skilaboð um lífsgæði sín til frambúðar. Þannig að hluti af gildum bataskóla er að ala á von; að það geti allir öðlast betri lífsgæði og hver og einn þarf að skilgreina fyrir sjálfum sér í hverju bati felst fyrir honum. Bati er ekki endilega að losna við einkenni geðrænna áskorana. Stundum er það ekki hægt og stundum er það ekki einu sinni það sem manneskjan vill. Þannig að bati getur verið að viðkomandi bæti lífsgæði sín út frá því sem skiptir hann máli. Það er þessi von að allir geti unnið í sínum bata; það séu aldrei neinar dyr lokaðar. Og bati getur líka falist í því að batna af geðsjúkdómi; það er alltaf von um það líka, hvaða geðsjúkdómur sem það er. Hver og einn verður að ákveða þetta fyrir sjálfan sig hvert hans markmið er í bataferlinu og hvað hann vill fá út úr því.“ Helga segir að hvað batahugmyndafræð ina varðar sé einnig lögð áhersla á að hjálpa
HJALP.IS
fólki að byggja upp sjálfsmynd sem hefur ekkert með sjúkdóminn að gera. „Margir fara svolítið að skilgreina sig út frá áskorununum sem þeir eru greindir með. Það er svolítið verið að vinna með það í skólanum að það eru alls konar hlutir sem einkenna hver við erum og byggja upp sjálfsmyndina; til dæmis áhugamál, lífsgildi og ólík hlutverk í lífinu. Það er verið að hjálpa fólki að sjá sjálft sig í víðara samhengi; að skilgreina sig ekki of mikið út frá einhverri greiningu. Valdefling er líka mikilvæg í batahugmyndafræðinni; að við einblínum á styrkleika einstaklinga. Við erum ekki að einblína mikið á hvað fólk getur ekki gert og hverjar takmarkanir fólks eru heldur að horfa á hvað það getur gert, hvaða styrkleikar eru til staðar, hvað gefur lífinu gildi og hvað skiptir fólk máli.“
BATI HVAÐ ER BATI SAMKVÆMT
BATAHUGMYNDAFRÆÐI? ÖFLUG • Hér er bati skilgreindur á víðari GEÐRÆKT hátt en vanalega, hann snýst ekki endilega um að losna við sjúkdómseinkenni heldur frekar um að auka lífsgæði á eigin forsendum.
•
Að lifa góðu lífi með eða án sjúkdómseinkenna.
•
Persónulegur, hver og einn skilgreinir bata fyrir sér.
•
Snýst um hvað þú getur gert en ekki um hvað þú getur ekki gert.
Í yfirlitsgrein Leamy og Slade frá 2011, þar sem teknar voru saman 1100 batasögur einstaklinga sem glímt höfðu við geðrænar áskoranir, kom í ljós að þeir mátu eftirfarandi fimm atriði mikilvægust í bataferli sínu. Bataskólinn reynir að ýta undir þessa fimm þætti í starfsemi sinni.
Tengsl: Að búa við góð félagsleg tengsl. Von: Hafa von og trú á því að lífið geti orðið betra. Sjálfsmynd: Byggja upp sjálfsmynd sem samanstendur af fjölbreyttum þáttum, ekki bara á því að vera með ákveðinn sjúkdóm. Tilgangur: Að hafa tilgang í lífinu sem hver og einn skilgreinir fyrir sjálfum sér. Valdefling: Beina athygli að styrk leikum sínum og hafa einhverja stjórn á eigin lífi.
FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ Nokkur grunnnámskeið voru samin í upphafi og síðustu ár hefur námskeiðunum fjölgað og hefur meðal annars verið leitað til nemenda til að athuga hvar áhugi þeirra liggur. „Það er mikið verið að reyna að sækja í notendurna; hvað þeim finnst vera gagnlegt og hvað þeir myndu vilja sjá. Þetta er samstarfsverkefni; Reykjavíkurborg og Geðhjálp eru aðalaðil arnir á bak við skólann en svo var líka samið við Háskólann í Reykjavík,
7
BATASKÓLINN
8
Háskóla Íslands og Landspítalann um að vera samstarfsaðilar í þessu verkefni, meðal annars með því að útvega sérfræðinga til kennslu.“ Helga segir að námskeiðin skiptist í grófum dráttum í tvo meginflokka. Það eru annars vegar námskeið sem fjalla um mismunandi tegundir af geðrænum áskorunum og hins vegar námskeið sem fjalla á fjölbreyttan hátt um leiðir til að bæta lífsgæði og efla geð heilsuna. „Við erum til dæmis með námskeið um kvíða, þunglyndi, geðklofa, geðhvörf, geðrof og ADHD. Þetta eru námskeið sem fjalla um ýmsar tegundir af geðrænum áskor unum og fá nemendur fræðslu um einkenni, bjargráð og bataleiðir.“ Hins vegar eru það svo námskeið þar sem áhersla er lögð á að bæta lífsgæðin á ýmsan hátt. „Það er til dæmis námskeið sem kallast „Vellíðan og heilsa“ og er þar fjallað um mis munandi leiðir til að hlúa að geðheilsunni svo sem hreyfingu, svefn og hugleiðslu. Alls konar svona þættir geta haft jákvæð áhrif á geðheilsuna hjá öllum hvort sem fólk er með geðrænar áskoranir eða ekki. Annað námskeið kallast „Sköpun í listum og lífi“ þar sem áhersla er lögð á sköpunargleðina. Við erum öll skap andi hvort sem við erum í listsköpun eða einhverju öðru. Það er svolítið verið að tengja saman hvernig maður getur notað sköpun argleðina til að efla lífsgæði sín og öðlast innihaldsríkara líf. Eitt námskeiðið kallast „Virkni í samfélaginu“ og er sérfræðingurinn þar starfsmaður hjá
Vinnumálastofnun og jafninginn sem kennir með honum hefur reynslu af því að glíma við mikið þunglyndi og var mjög vanvirkur í lífinu á tímabili en er núna mjög virkur og notaði virkni markvisst í sínu bataferli. Það námskeið fjallar um hvernig við getum aukið virknina og hvernig aukin virkni getur ýtt undir bata.“ Þess má geta að eitt af námskeiðunum í Bataskólanum fjallar um fyrrnefnda bata hugmyndafræði og er meðal annars fjallað um sögu hennar, hvernig hún kom til, hvernig hún birtist á mismunandi stöðum og hvernig hún birtist í Bataskólanum. „Fleiri skemmtileg námskeið hjá okkur fjalla meðal annars um húmor og bata, sjálfstraust og samskipti, góðar svefnvenjur, áhrif um hverfis á andlega líðan og um aðferðir til að styðja við nám.“ Covid-heimsfaraldur inn hafði áhrif á margt svo sem að vegna samkomutakmarkana var hefðbundin kennsla lögð niður en í stað hennar tekin upp fjarkennsla. Í ljós kom að slík kennsla hentar fjölda fólks, svo sem því sem býr utan höfuðborgarinnar. Ákveðið var að kenna bæði í staðnámi og einnig í fjarnámi núna á haustönn. „Að lokum langar mig að benda á að það eru ekki svo skýr mörk milli þess hverjir glíma við geðrænar áskoranir og hverjir ekki. Það er misjafnt hvers eðlis áskoranirnar eru en geðheilsan getur reynst okkur öllum erfið á köflum og þess vegna þurfum við öll að hlúa vel að geðheilsunni og finna hvaða leiðir henta okkur best til þess.”
HVAÐ EINKENNIR GOTT GEÐRÆKTANDI SAMFÉLAG? ANDRI SNÆR MAGNASON Gott samfélag gengur ekki á möguleika komandi kynslóða með gjörnýtingu á auðlindum jarðar, gott samfélag grefur ekki undan framtíðinni með því að mismuna möguleikum og menntun barna, gott samfélag er hannað þannig að hver og einn upplifir fjölbreytni þess í öllu skipulagi, gott samfélag á auðvelt með að taka á móti fólki og gera því kleift að taka þátt, gott samfélag skiptir auðlindum sínum og tækifærum jafnt á milli íbúa, gott samfélag gerir öllum kleift að gefa til samfélagsins með þátttöku á öllum sviðum, gott samfélag gerir ráð fyrir fólk sé ólíkt hvað varðar aldur, getu og heilsu en gerir ráð fyrir þátttöku allra, gott samfélag gerir ráð fyrir að því að allir muni þurfa á stuðningi þess að halda og veitir þennan stuðning, gott samfélag hefur gott og víðtækt net sjálfboðaliða í æskulýðsstarfi, skólum, samfélagsþjónustu og víðar og gott samfélag er SAMfélag þar sem fólk á félagsskap við hvert annað, þar sem hópar eru ekki jaðarsettir, þaggaðir eða útilokaðir á neinn hátt, þar sem auðurinn liggur í fjölbreytninni og styrkurinn þar með.
STÖÐUG FRAMSÆKNI
SIGRÍÐUR HAGALÍN BJÖRNSDÓTTIR Gott samfélag er eins og góð fjölskylda. Það hugar að þörfum okkar, reynir að koma okkur til þroska, hjálpar okkur að virkja hæfileika okkar heildinni til hagsbóta og styður okkur þegar við getum ekki hjálpað okkur sjálf. Það samþykkir hvert okkar eins og við erum, virðir sjónarmið okkar, kennir okkur að takast á við bresti okkar og nýta styrkleikana. Það gerir ekki upp á milli okkar, er sífellt reiðubúið að taka við nýju fólki og nýjum hugmyndum, það er opið og nærandi og það veit að það getur aðeins eflst og styrkst með opnum faðmi og örlátu hjarta.
MANNRÉTTINDI TRYGGÐ ÞORSTEINN J
Margir upplifa að þeir hafi fengið neikvæð skilaboð um lífsgæði sín til frambúðar.“
Íslenskt samfélag er í sjálfu sér gott en það hafa það ekki allir gott. Það er mikil slagsíða á þjónustu í geðheilbrigðismálum og augljós skortur á skýrri samfélagsstefnu. Það á ekki að koma okkur sem samfélagi á óvart að við séum alls konar og ólík, með misjafnar þarfir og áskoranir. Það er eðlilegt. Gott samfélag á að vera gott fyrir alla því það er það sem við sem samfélag viljum. Allir eiga að hafa rödd og rétt á skilningi og GEDH stuðningi þegar þeir þurfa.
Fræðsludagskrá Geðhjálpar veturinn 2023—2024 19. september kl. 20:00 „Áfall, hvað svo?“ Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri 17. október kl. 20:00 Bataskóli Íslands: Þróun og starfsemi Helga Arnardóttir, verkefnastjóri Bataskólans, Sigrún Sigurðardóttir, starfsmaður og jafningjafræðari hjá Bataskólanum og Kristján Örn Friðjónsson, jafningjafræðari og fyrrum nemandi hjá Bataskólanum 21. nóvember kl. 20:00 Jafningjastuðningur í geðheilbrigðisgeiranum Nína Eck, teymisstjóri jafningja á Landspítala og IPS þjálfari 16. janúar kl. 20:00 TRE®: áhrifarík leið til að takast á við líkamlega og andlega streitu Svava Brooks, vottaður TRE® leiðbeinandi 20. febrúar kl. 20:00 Börn foreldra með geðrænan vanda Sigríður Gísladóttir, framkvæmdastjóri Okkar heims og formaður Geðhjálpar, Þórunn Edda Sigurjónsdóttir, félagsráðgjafi hjá Okkar heimi 19. mars kl. 20:00 Bati góðgerðarfélag kynnir Batahús og Breathwork Agnar Bragason og Guðrún Ebba Ólafsdóttir forstöðumenn Batahúsanna, Sverrir Borgþór Aðalbjörnsson öndunarleiðbeinandi 23. apríl kl. 20:00 Geðheilsa á Íslandi: Horft til framtíðar um öxl Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur og fyrrverandi formaður Geðhjálpar
Staðsetning:
Salur Hlutverkaseturs, Borgartúni 1, 105 Reykjavík
gedhjalp.is
BLAÐ GEÐHJÁLPAR 2023
Grófin geðrækt er starfrækt á Akureyri. „Áherslan hjá okkur er að Grófin sé staður sem fólk getur nýtt sér til að vinna í batanum og bæta lífsgæði sín,“ segir Pálína Sigrún Halldórsdóttir, iðjuþjálfi og framkvæmdastjóri Grófarinnar. Ýmiss konar dagskrá er í gangi og skiptir þar miklu máli að þátttakendur sjálfir komi með hugmyndir að hópum eða námskeiðum og taki þátt í framkvæmd.
stað í bataferlinu að það vilji bjóða upp á dagskrárlið eða einstaka viðburði eða hjálpa til við dagskrárlið þá getur það komið með það tilboð inn á kjarnafundinn líka. Við erum með ýmislegt á dagskránni bæði sem þátt takendur bjóða upp á en líka utanaðkomandi aðilar. Við erum til dæmis með „líkamsrækt í Eflingu“ en henni stýrir sjúkraþjálfari. Þetta er ókeypis fyrir okkar þátttakendur og með þessu móti fá þátttakendur tækifæri til að fá ráð hjá sjúkraþjálfara sem og að taka þátt í þrekhring með tilsögn og hvatningu þjálfara. Í slíkum hópi myndast oft góð stemmning sem gerir hreyfi nguna skemmtilega. Einnig höfum við verið með sönghóp sem er annar utanaðkomandi dagskrárliður en þar er spilað á gítar og sungin íslensk lög. Sem dæmi um dagskrárliði sem komnir eru frá þátttakendum eru til dæmis jóga, kínaskák, umhyggjufundur, spilakvöld, spænka, English talk circle, hreyfing og tónlistarhópur. Þetta er dagskrá sem verður til út frá hugmyndum notenda og kröftum þeirra sem eru komnir á þann stað að þeir geta og vilja bjóða fram sína krafta í að hjálpa öðrum en það er í senn gefandi og valdeflandi.“ Sumir koma í Grófina til að spjalla við aðra og sækja hóptíma til að bæta sína líðan og lífsgæði en svo eru aðrir sem vilja auka virkni sína og sjá um ákveðin verk efni, jafnvel ákveða tíma sem þeir velja að vinna í sjálfboðavinnu og stundum hefur það leitt til næsta skrefs hjá fólki í endur hæfingu sem stefnir á vinnumarkað sem er vinnusamningur gegnum VMST í hlutastarfi. „Það er þá fólk sem kemur í Grófina í þeim tilangi að ná ákveðnum stað hvað varðar úthald, félagslega og vinnugetu með því að sinna einhverjum störfum innan Grófarinnar. Til að nýta Grófina þarf að taka ábyrgð á eigin bata, það er enginn sem ákveður fyrir fólk hvernig það eigi að vinna í sínum málum. Þetta gengur svolítið út á að fólk finni hjá sér hvað það er sem vantar og leiti eftir því. Við sem hér störfum dagsdaglega reynum að aðstoða og finna leiðir til þess að fólk geti fengið það sem það er að leita eftir. Það skiptir miklu máli að þeir sem hér starfa hafi reynslu til að miðla af og því er mikilvægt að ná að halda í fólk sem hefur það og er komið langt í bataferli og líka er gott þegar það fer saman að fólk hafi menntun á heilbrigðis- eða félagssviði, reynslu af slíkum störfum en einnig lifaða reynslu af andlegum veikindum og bataferli. Þetta er þá fólk sem er komið á þann stað að treysta sér til að skuldbinda sig til að mæta til vinnu og sinna vinnunni og er jafnframt tilbúið að miðla af reynslu sinni á jafningjagrundvelli. Fólkið sem kemur í Grófina er oftast að leita að jafn
STÖÐUG FRAMSÆKNI Grófin geðrækt
VALDEFLING, BATI OG JAFNINGJASTUÐNINGUR
10
G
rófin geðrækt er afrakstur grasrótarhóps sem vann að undirbúningi að stofnun Grófarinnar á árunum 2011-2013. Starfið þróaðist í svipaða átt og Hugarafl hafði verið að vinna og fengu stofnaðilar aðstoð og efni frá þeim til að byrja með, svo segja má að í upphafi hafi Grófin þróast sem nokkurs konar systursamtök Hugarafls. Grófin geð verndarmiðstöð var stofnuð 10. október 2013 en nafninu var síðar breytt í Grófina geðrækt í takt við þróun starfsins og áherslur,“ segir Pálína Sigrún Halldórsdóttir, iðjuþjálfi og framkvæmdastjóri Grófarinnar. „Grasrótarhópurinn samanstóð af fólki með reynslu af andlegum erfiðleikum sem hafði nýtt sér heilbrigðiskerfið vegna þess, aðstandendum þeirra og fagaðilum. Á meðal stofnfélaga var meðal annars fólk úr Geðverndarfélagi Akureyrar. Þetta var fólk sem trúði því að það þyrfti svona stað í okkar samfélag. Það er skortur á opnum úrræðum sem fólk getur nýtt sér þegar því finnst þörf vera á og gengið inn í hvenær sem er og fengið þar stuðning jafningja. Það var það sem fólk vildi. Það vildi líka skapa samfélag þar sem það gæti tengst öðrum sem hafa svipaða reynslu og að staðurinn gæti verið vettvangur fyrir aðra til að koma og vera með fræðslu eða annað tengt geð vanda eða geðrænum málum. Við höfum sótt í að fá fólk til okkar og hafa verið opnir
fyrirlestrar frá ýmsum fagaðilum eftir því sem þátttakendur Grófarinnar hafa óskað eftir. Einnig eru ADHD samtökin dæmi um fræðslu sem var um nokkurra ára skeið í Grófinni og fengu þau aðgang að salnum okkar. Hugmyndin með stofnun Grófarinnar er þó aðallega að hérna verði til samfélag fólks með reynslu sem getur deilt til annarra og miðlað í þeim tilgangi að auka lífsgæði sín og vinna í bataferli sínu. Það hefur verið rauði þráðurinn í starfi og Grófin hefur svo byggt ofan á þann grunn.“
Sjálfboðavinna Grófin er notendastýrt úrræði og þar er níu manna stjórn. „Ég er ekki í stjórn og hef því ekki atkvæðarétt en ég sit stjórnarfundi og kem með málefni inn á fund eftir þörfum. Um er að ræða aðalstjórn og varastjórn og eru allir lykilmenn í aðalstjórn notendur eða fyrrum notendur Grófarinnar. Þannig að allar grundvallarákvarðanir er varða Grófina og stefnumótun, svo sem hvar og hvernig Grófin starfar, fyrir hvaða hóp hún er, fjár mögnun og annað slíkt fer fyrir stjórnina. Dagleg starfsemi er unnin gegnum vikulega kjarnafundi og dagskrárgerðardaga sem haldnir eru þrisvar til fjórum sinnum á ári. Allir sem sækja Grófina geta komið með tillögur um hópastarf, einstaka viðburði, fræðslu erindi eða annað slíkt sem þau myndu vilja sjá í Grófarstarfinu. Sé fólk búið að stunda Grófina um nokkurt skeið og komið á þann
Texti: Svava Jónsdóttir
MANNRÉTTINDI TRYGGÐ
GEDH
Allir sem sækja Grófina geta komið með tillögur um hópastarf, einstaka viðburði, fræðsluerindi eða annað slíkt sem þau myndu vilja sjá í Grófarstarfinu.“ ingjastuðningi en mörgum gagnast líka mjög vel að geta fengið faglega aðstoð hjá þeim sem hafa jafnframt menntunina og geta veitt slíka aðstoð.“ Svo er margt fólk sem sækir Grófina en vinnur þar ekki hlutastörf en deilir samt reynslu sinni af því hvað hefur gagnast því í bataferlinu sem þá gagnast öðrum. „Það gerir það markvisst og tekur þá að sér að stýra einhverjum hópi eða vera með ein hverja fræðslu innan einhvers hópsins eins og í geðrækt. Áherslan hjá okkur er hvernig fólk getur nýtt Grófina til að bæta lífsgæði sín og til þess að vinna í batanum, til þess að valdefla sig og komast á þann stað sem það vill vera á í lífinu. Hugmyndafræðin sem leiðir starfið er: Valdefling, bati og jafningja stuðningur. Það er fókusinn. Og það var ákveðið í upphafi að þetta yrði fókusinn og svoleiðis verður það áfram. Starfsemin hefur þróast í gegnum árin en formið hvað varðar ákvarðanatöku er alltaf það sama og þar er þessi hugmyndafræði leiðandi.“
Vinna gegn fordómum
skilað þeim betri lífsgæðum. Þetta snýst líka um að skora á hólm innri fordóma og prufa að mæta, labba inn og gefa þessu starfi sem fram fer í Grófinni tækifæri.“ Geðfræðsluteymi Grófarinnar hefur verið með fræðslu um geðheilsu, geðræn veik indi, batavinnu og bjargráð í grunnskólum og framhaldsskólum. ,,Það er eitt mikil vægasta verkefnið sem Grófin vinnur að sem samfélagsúrræði en jafnframt mjög vandasamt. Fólkið sem fer í skólana þarf að vera búið að vinna í sínum bata og komið á ákveðinn stað þannig að það geti sagt frá því hvernig það hafi náð bata og hvaða bjargráð það nýti til að takast á við vanlíðan og erfiðar tilfinningar. Það er mikilvægt að hægt sé að svarað spurningum frá krökkunum út frá reynslunni og þar af leiðandi að hafa verið á þeim stað sem einhver ungmenni munu lenda í eða eru á þegar í 9. bekk. Markmiðið er að vinna gegn fordómum, opna augu krakkanna um afleiðingar ýmissa erfiðleika á tilfinningalífið og hvernig hægt sé að takast á við þær en líka vinna forvörnina; koma sér upp bjargráðum og kunnáttu til að rækta geðheilsunna rétt eins og líkamann. Það þarf að auka skilning á þessu málefni en krakkarnir tengja ekki enn mikið við orðið geðrækt og þátt geðræktar í heil brigði. Þannig að við erum meðal annars að vinna gegn fordómum í þessu í gegn um geðfræðsluna og að þau viti hvar og hvernig hjálp er að finna í samfélaginu. Undanfarin tvö ár hefur Grófin einnig nýtt samfélagsmiðlana meira til þess að vinna gegn fordómum, sérstaklega Instagram.“ Pálína segir að þau hjá Grófinni vilji vinna meira í vitundarvakningu; vinna gegn for dómum. „Fordómarnir koma alltaf aftur og aftur upp. Grófin verður 10 ára 10. október næstkomandi og þá verður afmælisvika með ýmsum viðburðum. Eitt af því sem okkur langar að gera er að halda málþing um hvernig við getum unnið með innri fordóma fólks. Við höfum leitað til Háskólans á Akureyri um samstarf og vonandi kemur eitthvað spennandi út úr því. Ég hef svo margoft heyrt um og hitt fólk sem kemur hingað og sem hafði verið að hugsa um að koma í Grófina af og til í nokkur ár en hélt að Grófin væri ekkert fyrir það; sumir halda að þeir þurfi að passa inn í ákveðið mót, hafa ákveðnar greiningar og þess háttar til að koma. Fólk er líka hrætt við stimplun, að það fréttist af því að það sé hér og það er auðvitað af því að fólk þekkir ekki Grófina og heldur að hún sé nokkurs konar endastöð sem er alls ekki. Við þurfum að vera dugleg að láta vita af Grófinni, að hún sé fyrir marga góð leið í bataferlinu. Sú rödd þarf að heyrast meira.“
ÖFLUG GEÐRÆKT
Pálína segir að Grófin sé núna í góðum tengslum við göngudeild geðdeildar á sjúkrahúsinu á Akureyri. „Á göngudeildinni hefur undanfarið verið unnið markvisst með batahugmyndafræðina í uppsetningu innra starfs og í þeirri vinnu var leitað eftir því að setja Grófina á dagskrá göngudeild arinnar sem val einu sinni í viku síðasta vetur. Það hefur gengið vel og mjög margir mætt hingað og allmargir einstaklingar hafa svo haldið áfram að stunda Grófina í framhald inu. Hér í Grófinni er tekið á móti þeim og þau taka þátt í því sem er í gangi í húsinu í hópastarfinu eða spjalla við þá sem hér eru. Út frá þessu samstarfi hefur það þróast svo að nú er hér hópur sem hittist einu sinni í viku og spilar kínaskák og er sá hópur í umsjón þátttakenda sem komu með þá tillögu að setja hann á dagskrá. Sá hópur er opinn öllum sem langar til að læra kínaskák og vera með að sjálfsögðu. Nú þegar hefur verið haldið eitt opið kínaskákmót sem alfarið var skipulagt og framkvæmt af aðilum úr þessum hópi. Það er valdefling í verki sem er akkúrat það sem Grófarstarfið gengur út á. En við finnum að það þarf oft svolítið til þess að fólk vilji gefa stað eins og Grófinni tækifæri og tíma til að sjá hvort sú þátttaka hefur jákvæð áhrif á líf viðkomandi. Þannig að við þurfum alltaf að vera á tánum til að allir viti af okkur og heyri af því hversu fjölbreyttar leiðir eru innan Grófarinnar til að nýta í bataferlinu. Þá er að sjálfsögðu mikilvægt að heyra raddir þeirra sem hafa nýtt Grófina og hvernig sú reynsla hefur HJALP.IS
Pálína vill að allir viti af Grófinni geðrækt og sams konar úrræðum. „Það getur komið fyrir alla að veikjast andlega. Ég vil ekki að fólk líti á það sem ósigur að koma á svona stað, hvort sem það er í kjölfar innlagnar eða vegna vanlíðanar og óvirkni. Við þurfum einhvern veginn að vinna í þessu og við vitum að einvera og vanvirkni er engum holl. Við þurfum að horfa til framtíðar og vinna saman sem heild. Við erum til að mynda að vinna í því að auka samstarf við úrræði eins og VIRK, Vinnumálastofnun og Starfsendurhæfingu Norðurlands sem og velferðarsvið Akureyrarbæjar. Við þurfum að skoða hvort við getum ekki betur nýtt það sem er til staðar í samfélaginu, unnið saman í að búa til sem fjölbreyttust tilboð í batavinnu út frá þörfum þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. Við viljum gjarnan geta nýtt krafta okkar til að hjálpa fólki að nýta Grófina sem part af sínum endurhæfingaáætlunum fremur en að vera í því að gera endurhæfingarsamn inga með fólki. Þannig sjáum við fyrir okkur hópa sem höfða þá til þess fólks en til að það geti orðið þurfum við að gera þetta að formlegum samningum á milli Grófarinnar og viðkomandi úrræðis sem vísar til okkar.“ Pálína segir að þó að mestu skipti auðvitað að Grófin sé hlýlegt og gott samfélag sem gott sé að koma inn í sé það líka mikilvægt að geta boðið upp á einstaklingsaðstoð þegar þess er þörf og hreinlega nauðsynlegt oft og tíðum og það sé vissulega gert en gæti verið meira og markvissara. „Það er nokkuð sem okkur langar að geta gert enn betur í framtíðinni og þá þurfum við að bæta við stöðugildi og okkur langar líka til að geta bætt húsakost okkar og erum reyndar byrjuð að vinna að því. Akkúrat núna erum við með þrjú stöðugildi og það er það mesta sem við höfum nokkurn tímann haft en stöðugildin verða 2,5 í upphafi vetrar. Það er svolítill barningur að ná í fjármagn eins og þekkt er í þriðja geiranum en auðvitað þarf fjármagn til þess að svona starfsemi nái að þróast áfram svo það þarf að breytast. Grófin geðrækt hefur vaxið og dafnað í þau 10 ár sem hún hefur verið starfandi þökk sé mörgu góðu fólki, ekki síst öflugum frumkvöðlum með fallega hugsjón. Í Grófinni verða áfram fjölbreytt verkefni sem í senn reynast Grófarfólki valdeflandi og nærandi og áfram mun byggt á lýðræðislegum grunni í starfseminni. Aðsókn í Grófina hefur aldrei verið meiri en síðustu tvö árin og verkefnið er að leita leiða til að það fólk sem hingað sækir fái sem mest út úr því að gerast Grófarfélagi og taka þátt í því góða starfi sem fer fram.“
11
Ég hef tekið góð bakslög en það er út af krefjandi aðstæðum.“
GRÓFIN GEÐRÆKT
ÞAÐ VARÐ STÓR BREYTING Á MÍNU LÍFI Dröfn Árnadóttir er með nokkrar grein ingar og hefur þurft að nýta sér þjónustu geðdeildarinnar á Akureyri í gegnum tíðina. Hún fór að mæta í Grófina í fyrra og segir að stór breyting hafi orðið á lífi sínu í kjölfarið. „Hlutverk Grófarinnar er að auka virkni og rjúfa einangrun, að finna að maður er ekki einn í heiminum. Ég er búin að missa töluna á hve marga vini ég hef eignast á þessum vettvangi, vini sem skilja hvað maður er að tala um og skilja baráttuna á bak við orðin. Við hvetjum hvert annað, sýnum samkennd, hlæjum saman og leikum okkur saman.“
S 12
aga mín er löng og ströng og hefur heldur betur verið upp og niður eins og fylgir oft baráttunni við geðraskanir; ég sjálf er að kljást við alvarlegan geðheilsuvanda. Ég er búin að vera inn og út af geðdeild í mörg ár; sérstaklega undanfarin ár,“ segir Dröfn Árnadóttir. „Í baráttu minni við geðraskanir hef ég verið svo heppin að eiga greiðan aðgang að þjónustu legu- og göngudeild geðdeildar, eitthvað sem ekki allir hafa. En mig vantaði lengi vel úrræði sem tæki við af göngudeild. Við erum með legudeildina sem grípur mann í alvarlegum veikindum og svo erum við með prógramm á göngudeild geðdeildar sem er í höndum iðjuþjálfa sem tekur oft við af legudeild, eins konar virkniþjálfun. Og verð ég að taka fram hve ótrú legan fjársjóð við eigum í starfsfólki þessara deilda. En eins og ég sagði þá vantaði mig framhaldið. Mig vantaði eitthvað sem gripi mig við útskrift vegna þess að eitt af því sem fylgir þessum endalausu vítahringjum geðraskana er einangrun. Einangrun kallaði á veikindi og veikindi á legu- og göngudeild geðdeildar og í þessum vítahring var ég farin að spóla.“ Dröfn segir að starfsfólk göngudeildar hafi verið duglegt að ýta á fólk að fara í Grófina og kynna sér starfsemina „Það tók mig hins vegar tíma að gefa Grófinni tækifæri. Það var í rauninni á síðasta ári sem ég ákvað að
taka verulega ábyrgð á mínum veikindum og vinna út frá því að það er bara ég sem gæti í raun komið mér í bata, allt annað væri bara hækja. Því fylgdi að ég varð að kljást við eigin fordóma og gefa Grófinni alvöru tækifæri. Ég skuldbatt mig til að mæta minnst tvisvar í viku og taka þátt. Og við það varð stór breyting á mínu lífi. Ég gaf Grófinni tækifæri, tók þátt og skuldbatt mig í litlum skrefum. Það er eiginlega þetta þrennt sem er lykillinn. Ég fór smátt og smátt að kynnast öðru fólki sem var að glíma við svipaða hluti og þá gat maður farið að tjá sig um það sem maður var að glíma við. Ég upplifði samkennd, skilningi og útrás. Þetta þrennt er mjög mikilvægt í lífi allra. Það kom mér líka á óvart að þetta var ekki bara valdeflandi hlýlegt félagsheimili heldur er boðið upp á hellings batavinnu. Ég er ekki að segja að veikindin hafi horfið en það varð lengra á milli stríða og vítahring irnir áttu það til að brotna við það eitt að mæta og taka þátt í eldhúsumræðum eða bara hlusta.“
hlæjum saman og leikum okkur saman. Ég hef tekið góð bakslög en það er út af krefjandi aðstæðum. En ef ég hefði ekki haft Grófina þá hefði ég ekki komist eins hratt upp úr þeim eins og ég hef gert undanfarna mánuði; eitthvað sem mér tókst ekki áður. Það er eiginlega ekki nóg að samfélagið bjóði upp á legudeild og göngudeild eins og ég talaði um áður. Við erum oft að tala um krónísk veikindi, langtímaveikindi, þannig að það þarf að vera eitthvað sem tekur við af göngudeildinni þrátt fyrir að það sé verið að vinna frábært starf á legu- og göngu deildinni. Það þarf eitthvað úrræði eins og Grófina til að taka við því annars erum við bara að tala um að fólk fer hring eftir hring í kerfinu sem er bæði tíma- og peningaþjófur í allar áttir. Það vantar að fólk horfi á stóru myndina og hvað er líka fjárhagslega hagstætt fyrir þjófélagið. Er ekki markmiðið að koma fólki aftur af stað út í þjóðfélagið þannig að það þori og hafi þol í það? Hvenær ætlum við að fara að horfa á þetta sem langtímaplan, að fólk fái langtímahjálp við langtímaveikindum svo það lendi á fótunum og komist skref fyrir skref út í þjóðfélagið?“
STÖÐUG FRAMSÆKNI
Rjúfa einangrun Dröfn segir að í fyrstu hafi hún byrjað í ein faldri virkni hjá Grófinni. „Svo fór maður að prufa meira eftir því sem félagslegt þol jókst. Ég var farin að taka þátt í að byggja upp verkefni, prófa nýja virkni og taka ábyrgð. Þannig rúllaði þetta hægt og rólega af stað. Og ég á ennþá langt í land. Það er fullt af verkefnum sem ég get tekið þátt í eða tekið ábyrgð á en ég tek þetta á mínum hraða. Stundum koma bakslög og þá tekur maður eitt til tvö skref aftur á bak. Stundum þegar mig langar ekki en mætir samt þá rífur það mann úr þessari rennibraut niður á við; einangrun, kvíða og þunglyndi. Ég mæli með því fyrir alla notendur sem eru eða ætla að prófa Grófina að gefa sjálfum sér þetta loforð að skuldbinda sig að mæta einu sinni eða tvisvar í viku. Það er svo auðvelt að loka sig af ef fólk er að glíma við geðheilsuvandamál. Ég er búin að heyra í mörgum sem eru að glíma við þessi vandamál að eitt af fyrstu einkenn unum er að loka sig af. Ég þori að fullyrða að einangrun er okkar stærsti óvinur.“
ÖRUGGT UMHVERFI TIL AÐ HJÁLPA FÓLKI MEIRA ÚT Í LÍFIÐ Elín Ósk Arnarsdóttir segist hafa fengið átröskun í kjölfar kjálkaskurðaðgerðar fyrir áratug. Veikindin hafa haft mikil áhrif á líf hennar og hefur hún farið í fjölda meðferða og legið á sjúkrahúsi. Hún kynntist Grófinni fyrir nokkrum árum sem hefur átt stóran þátt í bataferlinu. „Í Grófinni hef ég tekið þátt í ýmsu og það hefur hjálpað mér ótrúlega mikið við að finna tilgang. Þarna fæ ég tækifæri til að efla mig, auka álagsþolið og mynda tengsl við annað fólk.“
É
MANNRÉTTINDI Mikil samkennd TRYGGÐ Dröfn sagði að stór breyting hafi orðið á lífi sínu eftir að hún fór að mæta í Grófina og líðanin fór batnandi. „Hlutverk Grófarinnar er að auka virkni og rjúfa einangrun, að finna að maður er ekki einn í heiminum. Ég er búin að missa töluna á hvað ég er búin að eignast marga vini á þessum vettvangi, vini sem skilja hvað maður er að tala um, skilja baráttuna á bak við orðin. Við hvetjum hvert annað, sýnum samkennd,
g er búin að vera að glíma við átröskun í 10 ár og hefur gengið mjög hægt að ná bata,“ segir Elín Ósk Arnarsdóttir. „Ég sagði oft þegar ég var unglingur að ég fengi aldrei átröskun; mér fyndist svo gott að borða. Ég fór svo í kjálkaskurðaðgerð þegar ég var 17 ára sem hafði náttúrlega áhrif á matinn. Ég vil meina að þá hafi líkaminn farið í hálfgert sveltiástand af því að ég gat einfaldlega ekki borðað. Nú hef ég lært að ef maður nærir sig ekki almennilega fara lífeðlisfræðileg ferli GEDH
Nú hef ég lært það að batinn mun ekki koma nema ég vinni sjálf í honum.“ af stað sem hafa áhrif á hugsun og hegðun. Það gerðist hjá mér og í kjölfar aðgerðarinnar byrjaði ég að veikjast,“ segir Elín Ósk og bætir við að hún viti um fleiri sem hafi þróað með sér átröskun eftir sams konar kjálkaaðgerð. „Fólkið í kringum mig var mjög fljótt að taka eftir þessu og ég var greind fljótlega með átröskun“. Nokkrum mánuðum eftir greiningu flutti Elín suður til að fara í meðferð hjá átrösk unarteymi Landspítalans. „Ég man að ég sagðist ætla í þessa meðferð og kæmi svo aftur í skólann eftir mánuð; ég ætlaði bara að klára þetta á mánuði. En það var nú ekki svo einfalt.“ Eftir fimm mánaða með ferð í Reykjavík var hún útskrifuð og fór beint í vinnu. Það gekk ekki nógu vel og næstu árin var hún í ákveðnu „jójóástandi“ þar sem hún skiptist á að vinna, vera í skóla eða leggjast inn á sjúkrahús vegna veikinda. „Þetta var ákveðinn vítahringur þar sem ég varð aðeins hraustari eftir meðferð en svo fór mér fljótlega að hraka þegar vinnan eða skólinn tók við.“ Elín Ósk segir að veikindi sín lýsi sér þannig að hún hafi sett sér strangar reglur varðandi mat en svo hafi hún líka farið að þróa með sér áráttu í kringum hreyfingu. „Það versta er að samfélagið hvetur mann næstum til að eiga í óheilbrigðu sambandi við mat og hreyfingu.“ Hún segir að bataferlið hafi sannarlega ekki verið auðvelt þegar annar hver maður er á sérstöku mataræði fyrir þyngdarstjórnun eða hamist í ræktinni til að brenna hitaeiningum. „Ég tek náttúrulega svo vel eftir þessu og er ótrúlegt hvað búið er að heilaþvo samfélagið. Núna eru megranir kannski ekki jafnalgengar en hins vegar eru mjög margir að taka sig á eða borða hreint eða borða hollan mat,“ segir Elín Ósk og minnir á að matur sé ekki hollur eða óhollur. Hann sé bara misnæringarríkur en það sé pláss fyrir allan mat í fjölbreyttu fæði eins og næringarfræðingar Elínar hafa sagt henni árum saman.
innlögnina tók við margra mánaða eftirmeðferð á sjúkrahúsinu þar sem viðveran var tröppuð hægt og bítandi út,“ segir Elín og greinir frá miklu þakklæti fyrir þessari löngu meðferð. En því minni tíma sem hún varði á sjúkrahúsinu því meiri frítími myndaðist sem freistandi var að nota í hreyfingu. „Þá fór ég að nota svolítið Grófina á móti þar sem mikil einvera er skaðleg fyrir mig. Fyrir þá sem ekki vita er Grófin geðrækt vettvangur til að vinna í sjálfum sér, rjúfa félagslega einangrun en líka tækifæri til að taka að sér ýmis verkefni. Ég bauð til dæmis upp á jógakennslu þar sem ég er með slík réttindi og svo tók ég þátt í geðfræðsluteymi Grófarinnar. Það teymi fer með fræðslur í grunnskóla um geðheilbrigði og var ótrúlega gefandi að vera með en það hvatti mig áfram til að vinna í eigin bata. Þess utan hef ég tekið þátt í ýmsum viðburðum Grófarinnar og má til dæmis nefna jólahlaðborð, bingó, spilakvöld, vorferð og sund. Í Grófinni hef ég því tekið þátt í ýmsu og það hefur hjálpað mér ótrúlega mikið við að finna tilgang. Þarna fæ ég tækifæri til að efla mig, auka álagsþolið og mynda tengsl við annað fólk.“ Elín Ósk segist vera komin með vinnusamning hjá Grófinni og er þar í 30% vinnu. Hún hefur umsjón með geðfræðsluverkefninu, tekur þátt í daglegu starfi Grófarinnar og að auki er hún í stjórn Grófarinnar. „Það má segja að ég sé alveg búin að nýta mér Grófina í botn.“
ÖFLUG GEÐRÆKT
Ákveðin kaflaskil
Síðasta sumar lenti Elín enn einu sinni á botninum og þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku. Eftir margra ára vannæringu og ofhreyfingu var líkaminn farinn að kvarta með tilheyrandi verkjum og meiðslum. „Ég var lögð aftur inn á sjúkrahús en eftir sjálfa HJALP.IS
Grófin stór þáttur í bataferlinu Öll þessi þátttaka og vinna hjá Grófinni hefur hjálpað Elínu Ósk mikið í sínu bataferli. Hún hefur ekki náð alveg fullri heilsu og starfsgetu en hefur hins vegar aldrei náð jafnmiklum ár angri áður varðandi batann. „Ég er sannfærð um að þessi blanda af heil brigðiskerfinu annars vegar og geðræktin í Grófinni hins vegar sé það sem hefur hjálpað mér að komast svona langt. Í geðrænum veik indum er svo mikilvægt að taka ábyrgð á eigin bata af því að heilbrigðisstarfsfólkið getur ekki læknað mann. Þau geta hjálpað okkur að ná tökum á veikindum okkar en við þurfum alltaf að vinna vinnuna. Það er einmitt lögð mikil áherslu á það í Grófinni og er valdefling, hæfnin að öðlast þetta innra vald, algjört lykilhugtak. Einnig er alltaf horft á fagaðila og notendur sem jafningja í Grófinni og það hjálpar manni enn fremur að taka virkan þátt í eigin bata ferli. Ég áttaði mig nefnilega á því að ég hef ekki verið að gera það í öll þessi ár þar sem ég lagðist inn á sjúkrahús og vildi að aðrir myndu láta mér batna. Nú hef ég lært það að batinn mun ekki koma nema ég vinni sjálf í honum og það er ég að gera í dag með hjálp Grófarinnar.“
HVAÐ EINKENNIR GOTT GEÐRÆKTANDI SAMFÉLAG? BIRGIR JÓNSSON: Ég vil búa í samfélagi sem tekur betur utan um fólk sem þarf að leita sér aðstoðar vegna geðrænna sjúkdóma en við erum ennþá skammarlega langt á eftir öðrum þjóðum í þeim málum. Ungt fólk ætti að eiga greiðari leið til lækna og sálfræðinga og geta fengið nauðsynlegar meðferðir, greiningar og lyf með auðveldari hætti og á styttri tíma en nú er. Það eru of margir sem eiga um sárt að binda en fá litla sem enga aðstoð eða ungt fólk sem fær ekki greiningar eða lyf sem síðan hamlar því í námi og starfi með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og óhamingju. Sérstaklega held ég að við ættum að gera betur í geð hjálp í fangelsum. Það er ekki lausn að loka veikt fólk inni í búri og ef við hjálpum ekki unga fólkinu þá munu mörg þeirra leiðast út í neyslu og glæpi og enda í fjársveltu fangelsiskerfinu. Þetta er sár og ónauð synlegur vítahringur og allt of dýr fyrir litla þjóð sem þarf á öllu góðu fólki að halda í atvinnulífi og samfélagi. Talandi um að þurfa gott fólk þá er merki um gott samfélag hvernig það tekur á móti flóttafólki og innflytjendum; þar er okkar samfélag og kerfi ekki að eiga gott mót yfir það heila. Það er fullt af flottu fólki sem vill koma til landsins og taka þátt í samfélaginu og krydda það með sínum bakgrunni, reynslu og menningu. Við eigum að vera opin fyrir því og ekki hræðast það; ég vil ekki skammast mín aftur fyrir að vera Íslendingur fyrir hvernig við komum fram við þetta fólk eins og ég því miður hef gert allt of oft hingað til.
LILJA ALFREÐSDÓTTIR:
Undirstaða góðs samfélags er sameiginlegur skilningur á grunngildum þess. Eitt slíkt gildi er að virðing sé borin fyrir hverjum og einum, þannig eigi hvert okkar að geta notið sín og fundið hamingju. Gott samfélag tryggir að allir njóti sömu tækifæra óháð félagslegri stöðu viðkomandi vegna þeirrar virðingar sem er í heiðri höfð. Annað farsælt gildi er traust. Gott samfélag felur í sér samheldni og samvinnu en grundvöllur þess er traust. Þessi gildi stuðla að heilbrigðara og réttlátara samfélagi.
ARNA LÁRA JÓNSDÓTTIR:
Lykillinn að góðu samfélagi er samkennd, umburðarlyndi og gagnkvæm virðing. Í góðu samfélagi fær fjölbreytt mannlíf að dafna sem byggir á góðum og opnum samskiptum.
13
STÖÐUG FRAMSÆKNI
14
HVAÐ SEGIR TÖLFRÆÐIN? Í apríl sl. hélt Geðhjálp í samstarfi við samtökin International Peer Support ráðstefnuna „Þörf fyrir samfélagsbreytingar – nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum“. Meðal fyrirlesara var fræðimaðurinn James Davies sem hefur skrifað bækur og ótal greina um samfélagslegar hliðar geðheilbrigðiskerfisins. Davies er meðal annars höf undur bókanna Cracked: Why psychiatry is doing more harm than good og Sedated: How modern capitalism created our mental crisis og þar heldur hann því meðal annars fram að allt of mikil áhersla sé lögð á lyfjanotkun en síður sé leitað að rót vandans. Í viðtali við Morgun blaðið þann 7. maí 2023 hafði Davies þetta að segja í tengslum við lyfjanotkun Íslendinga:
MANNRÉTTINDI TRYGGÐ
Texti: Grímur Atlason
GEDH
Í
slendingar eiga met í notkun geðlyfja á heimsvísu miðað við höfða tölu. Samfélagshugsunin hér, sem er hentug fyrir lyfjafyrirtækin, er þannig að hægt sé að leysa vanda fólks með pillu. Þetta er einfalt; það er eitthvað að þér í höfðinu og ef þú tekur pillu sem lagfærir það sem er að í höfðinu, hverfur vandinn. […] Félagslegur og sálrænn stuðningur er ekki veittur hér nema að litlu marki. Því þarf að breyta.“ Landssamtökin Geðhjálp hafa á undanförnum árum bent á einhæfa og lyfjamiðaða nálgun þegar kemur að geðheilbrigðiskerfinu. Í stað þess að meðhöndla einkenni og nær undantekninglaust með lyfjum þá eigi að vinna með rót vandans og með fjölbreyttari aðferðum en þeim lyfjamiðuðu. „Hvað kom fyrir þig?“ er lykilspurningin sem ætti að vera leiðarljósið þegar kemur að meðferð við geðrænum áskorunum í stað þess að spyrja: „Hvað er að þér?“
Tölfræði Þegar tölfræði er skoðuð yfir notkun geðlyfja á Íslandi yfir 10 ára tímabil, í aldurshópunum 6 til 17 ára annars vegar og 18 til 44 ára hins vegar, koma áhugaverðar og margt sláandi niðurstöður í ljós. Þær ríma við það sem James Davies sagði um geðlyfjanotkun Íslendinga.
Samanburður við Norðurlöndin byggir á árinu 2021 og tekur til aldurshópsins 0 til 14 ára en gagnagrunnur Norrænu ráðherranefndarinnar notast við annan aldur en gagnagrunnur embættis landlæknis. Þegar gögn ráðherranefndarinnar eru skoðuð að þá sker Ísland sig algjörlega úr og er munurinn í raun sláandi. Í aldurshópnum 0 til 14 ára notuðu 3,5% þunglyndislyf árið 2021 á Íslandi. Í Færeyjum var hlutfallið 0,1%, í Danmörku 0,19%, 0,14% í Noregi og 0,73% í Svíþjóð. Þunglyndislyfjanotkun í þessum aldurshópi var þannig rúmlega 18 sinnum meiri á Íslandi en í Danmörku og 25 sinnum meiri en í Noregi. Árið 2013 var hlutfall þeirra sem notuðu þunglyndislyf í aldurshópnum 18 til 44 ára 11,8% (sjá mynd 2). Árið 2022 var hlutfallið komið í 16,9% og notuðu 22,9% kvenna þunglyndislyf í þessum aldurshópi eða samtals 15.958 konur. Aukningin var heilt yfir 43% en meðal kvenna tæp 51%.
ÖFLUG GEÐRÆKT
Tölurnar eru fengnar í lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins og sýna fjölda einstaklinga með skráðar lyfjaafgreiðslur á hverja 1000 íbúa. Þegar hlutfalli er breytt í fjölda einstaklinga er notast við upplýsingar um mann fjölda sem tekin var saman af Hagstofunni og er miðað við 1. desember 2022.
Þunglyndislyf á Íslandi 6 til 17 ára 8.0%
6,8%
7,0%
7.0%
5,8%
6.0% 5.0% 4.0%
4,3%
4,0%
ADHD-lyf
2,8%
3.0%
Árið 2013 notuðu 6% barna á aldrinum 6 til 17 ára ADHD-lyf. 8,6% drengja notuðu þessi lyf en 3,6% stúlkna (sjá mynd 3). Árið 2022 var hlutfall þeirra sem tóku ADHD-lyf komið í 11,9%. Aukningin á þessum tíma var því alls 97%, mest hjá stúlkum eða 163% og 72% hjá drengjum. Árið 2022 tóku 6.750 börn á Íslandi á aldrinum 6 til 17 ára ADHD-lyf.
2.0% 1.0% 0.0%
Stúlkur
Drengir 2013
Alls
2022
Mynd 1 - Þunglyndislyf 6 til 17 ára
Þunglyndislyfjanotkun Árið 2013 tóku 4% einstaklinga á aldrinum 6 til 17 ára þunglyndislyf (sjá mynd 1). Árið 2022 var hlutfallið komið í 6,8% sem þýðir 69% aukning á tímabilinu. Aukningin var mest hjá drengjum eða 106% en aukn ingin hjá stúlkum var 62%. Samtals notuðu 3.880 börn á þessum aldri þunglyndislyf árið 2022.
Þunglyndislyf 18 til 44 ára 25.0%
22,9% 16,9%
14,7% 11,9%
12.0% 10.0%
8,6%
11,4%
11,8%
9,0%
8,6%
8.0%
6,0%
6.0%
5.0%
4.0%
3,4%
2.0%
0.0%
HJALP.IS
ADHD lyf 6 til 17 ára
14.0%
15,2%
10.0%
Tölur frá Norrænu ráðherranefndinni yfir ADHD-lyfjanotkun voru ekki réttar hvað Ísland snerti og hafa því verið fjarlægðar úr gagna grunninum. Gögnin voru rétt hvað önnur lönd snertir og kom þar fram að árið 2021 notuðu 3% barna á aldrinum 10 til 14 ára ADHD-lyf í Danmörku, 5,1% í Svíþjóð, 3,4% í Noregi og 3,8% í Finnlandi. Það má ætla að hlutfall þeirra sem taka ADHD-lyf á Íslandi sé hærra í aldurshópnum
16.0%
20.0% 15.0%
Aftur þarf að notast við önnur aldursviðmið á ártal þegar bera skal saman lyfjanotkun á Norðurlöndunum. Á aldursbilinu 15 til 24 ára er hlutfall þeirra sem notuðu þunglyndislyf á Íslandi 16,2% og 17,4% í aldurshópnum 25 til 44 ára. Í Færeyjum er hlutfallið 3,2% í yngri hópn um og 6,6% í þeim eldri. Í Danmörku 4% í þeim yngri og 7,3% í þeim eldri. Hlutfallið er 3,9% og 7,1% í Noregi en í Svíþjóð 7,8% og 11,4%. Ísland virðist skera sig úr hér eins og annars staðar.
Konur
Karlar 2013
Alls
2022
Mynd 2 - Þunglyndislyf 18 til 44 ára
0.0%
Konur
Karlar 2013
Alls
2022
Mynd 3 - ADHD lyf 6 til 17 ára
15
TÖLFRÆÐI
SAMANTEKT OG AÐRAR LEIÐIR
ADHD lyf 18 til 44 ára 9.0% 7,7%
80%
7,0%
7.0%
6,3%
6.0% 5.0% 4.0% 3.0% 1.0%
2,6%
2,4%
2,5%
0.0% 0.0%
Konur
Karlar 2013
Alls
2022
Mynd 4 - ADHD lyf 18 til 44 ára
10 til 14 ára en í 6 til 9 ára hópnum en sé heildartalan 11,9% (6 til 17 ára) notuð þá er notkunin tvisvar til þrisvar sinnum meiri á Íslandi en í áðurnefndum löndum. Aftur verður að taka tölunum með nokkrum fyrirvara þar sem gögnin eru ekki lengur aðgengileg.
Svefn- og róandi lyf Árið 2013 tóku alls 1,6% svefn- og/eða róandi lyf í aldurshópnum 6 til 17 ára (sjá mynd 5). Árið 2022 var þetta hlutfall komið í 6,5% og var aukn ingin 305%. Mest var aukningin meðal stúlkna eða 427% en 268% hjá drengjum. Alls tóku því 3.687 börn á aldrinum 6 til 17 ára svefn- og/eða róandi lyf á Íslandi árið 2022.
Svefn-og róandi lyf 6 til 17 ára 80%
7,2%
6,5%
7.0%
6,5%
6.0% 4.0%
2.0% 1.0%
2,0%
Hvers vegna er ekki lögð meiri áhersla á að stytta það tímabil sem fólk vegna efnahagslegrar stöðu sinnar þarf að vista börn á leikskólum? Hvers vegna er skólakerfinu ekki breytt þannig að það aðlagist þeirri staðreynd að yfir 20% barna vegnar til dæmis betur í minni einingum, í styttri lotum, við myndrænt uppbrot stundatöflu, í einföldu skipulagi, við meiri útiveru, við meiri hreyfingu og þegar meiri áhersla er lögð á listrænar greinar? Hvers vegna er ekki meiri áhersla lögð á geðrækt á öllum stigum skólakerfisins? Hvers vegna er ekki lögð meiri áhersla á gagnreyndar samtalsmeðferðir og hvers vegna eru þær ekki niðurgreiddar af ríkinu? Hvers vegna er geðheilbrigðiskerfið fast í lyfjahug myndafræði í stað fjölbreyttari lausna eins og opnu samtali (open dialogue), samfélagsgeðþjónustu og jafningjanálgun þar sem nauðung og þvingun heyrir til undantekninga?
5.0%
3.0%
Hvers vegna er ekki lögð meiri áhersla á fyrstu tvö
árin í lífi barna í stað þess að þrýsta foreldrum út á STÖÐUG vinnumarkaðinn sem fyrst? FRAMSÆKNI
Þegar aldurshópurinn 18 til 44 ára er skoðaður kemur í ljós að árið 2013 notuðu alls 2,5% ADHD-lyf (sjá mynd 4). Árið 2022 var þetta hlutfall komið í 7,5% og var aukningin 180%. Aukningin var mest hjá konum eða 226% en aukning hjá körlum var 141% á þessu 10 ára tímabili. Alls tóku 4.877 einstaklingar ADHD-lyf í þessum aldurshópi.
16
Það er alveg ljóst að geðlyfjanotkun barna og ungs fólks á Íslandi hefur aukist mikið á því 10 ára tímabili sem hér var skoðað. Það er einnig ljóst að Ísland sker sig úr þegar geðlyfjanotkun í þessum aldurshópum er borin saman á Norðurlöndunum. Við skulum samt hafa það í huga að geðlyf hafa reynst mörgum vel, bætt þeirra lífsgæði og fjölskyldna þeirra og jafnvel bjargað mannslífum. Vandinn er hins vegar sá að það er ekki boðið upp á aðrar leiðir í geðheilbrigðiskerfinu.
1,6%
1,2%
0.0%
Stúlkur
Drengir 2013
Alls
2022
Hvers vegna spyrjum við ekki „hvað kom fyrir þig ?“ í stað þess að spyrja stöðugt „hvað er að þér“?
MANNRÉTTINDI TRYGGÐ Hvers vegna eru geðdeildir í jafn úr sér gengnu Mynd 5 - Svefn- og róandi lyf
Hvað kom fyrir þig?“ er lykilspurningin sem ætti að vera leiðarljósið þegar kemur að meðferð við geðrænum áskorunum í stað þess að spyrja: „Hvað er að þér?“
húsnæði og raun ber vitni sem bæði bitnar á notendum þjónustunnar og starfsfólki?
Hvers vegna eru geðheilbrigðismál jafn aftarlega í forgangsröðinni og raun ber vitni?
Af hverju er ekki stöðugt að störfum hópur notenda, sérfræðinga og aðstandenda við það að leita leiða til að bæta geðheilbrigðismál á Íslandi? GEDH
Að lokum Þó Ísland vermi toppsætið á heimsvísu í geðlyfjanotkun þá er þróunin um allan heim á þá vegu að geðlyfjanotkun er að aukast. James Davies hefur í bókum sínum reynt að varpa ljósi á ástæður þess að þetta hefur þróast með þeim hætti sem raun ber vitni. Í bókinni Sedated sem kom út árið 2021 tengir Davies þróunina í geðlyfjanotkun og þá hugmyndafræði sem beitt er við meðferð geðrænna áskoranna við nýfrjálshyggju sem ruddi sér til rúms snemma á 9. áratugnum. Hann bendir á að við upphaf 8. áratugarins hafi geðrænar áskoranir í DMS greiningarhandbókinni verið 106 en í dag séu þær rétt um 400. Hann bendir einnig á að árið 1988 hafi 2% fullorðinna Bandaríkjamanna tekið geðlyf af einhverjum toga en árið 2017 hafi sú tala verið komin í 12,7%. Sömu sögu er að segja frá fjölmörgum ríkjum sem tilheyra hinum vestræna heimi. Davies bendir jafnframt á í bókum sínum og fyrirlestrum að samfélags gerðin hafi á þessum tíma horfið frá samkennd í átt að meiri einstaklings hyggju. Hann segir að einstaklingar, sem passi ekki í fyrir fram gerð mót samfélagsins, verði að breyta sér til þess að geta þrifist. Þrýstingurinn kemur úr öllum áttum. Stöðugt fjölgi í þeim hópi sem ekki finnur sig innan rammans og er mikil áhersla lögð á að greina vandann út frá einkenn um fremur en orsökum. Þessi nálgun sé bein afurð einfaldra og skjótra lausna sem drifin er áfram af því markaðshagkerfi sem við búum við. Geðlyfjaiðnaðurinn í heiminum veltir í kringum 100 þúsund milljörðum á ári og það er ekki í hans þágu að fólk leiti annarra leiða eða að greininga rviðmiðum í DSM-handbókinni fækki. Þvert á móti er það hagur iðnað arins að fleiri og fleiri taki lyf og haldist sem lengst á þeim og að fleiri séu haldin einhvers konar röskun sem þau þurfi aðstoð við að lifa með.
ÖFLUG GEÐRÆKT
Geðlyfjaiðnaðurinn í heiminum veltir í kringum 100 þúsund milljörðum á ári.“
Í viðtalinu við Morgunblaðið sagði Davies þetta: „Við þurfum nýja sýn, því eins mikið og þinn sársauki getur verið erfiður, þá er það ekki endilega vegna þess að þú ert veik manneskja. Kannski er sársaukinn þinn leið til að segja þér að það er eitthvað að þínum lífsstíl. Það getur verið ofbeldissamband sem þú ert í, of mikil vera á samfélagsmiðlum, vinnan þín eða félagsleg mismunun. Við þurfum að kenna fólki að gera breytingar á lífi sínu. Lausnin er ekki þunglyndislyf heldur frekar að setjast niður með fagmanni og komast að rót vandans. Við höfum öll geð og við göngum öll í gegnum geðræna erfiðleika á lífsleiðinni sem við þurfum aðstoð við að komast í gegnum. Sumir þessara erfiðleika geta verið flóknir og kalla á aðkomu fagfólks. Aðrir eru þess eðlis að samkennd, vinátta og tengsl koma okkur í gegnum þá. Þannig hefur það verið frá örófi alda og verður svo lengi sem við lifum sem manneskjur á þessari jörð. Það er eðlilegur gangur lífsins. Stöldrum því aðeins við núna og veltum því fyrir okkur hvort við séum farin að sjúkdómsgera tilfinningar og láta markaðsdrifna hugmyndafræði ákveða lausnina fyrir okkur.“
HJALP.IS
17
STÖÐUG FRAMSÆKNI
MANNRÉTTINDI TRYGGÐ
GEDH
HJALP.IS
ÖFLUG GEÐRÆKT
HJÁLPAR MÉR SVAKALEGA Flosi Þorgeirsson missti föður sinn átta ára gamall sem hafði mikil áhrif. Hann fór að drekka 12 ára gamall, misnotaði áfengi og önnur vímuefni um árabil og hélt alltaf að andleg vanlíðan væri drykkjunni að kenna. Sjálfsvísgshugsanir gerðu vart við sig og hann skaðaði sjálfan sig. Svo kom að því að hann fór á geðdeild árið 2009. Það breytti öllu. Hann hélt svo áfram í hugrænni atferlismeðferð og þrátt fyrir um fjögur árleg þunglyndistímabil síðustu ár, sem standa yfirleitt yfir í nokkrar vikur, líður honum almennt vel og horfir á framtíðina björtum augum. Texti: Svava Jónsdóttir Myndir: Alda Valentína Rós
VIÐTAL
Hann fæddist árið sem Hey Jude með Bítlunum sló í gegn sem og (Sittin’ On) The Dock of the Bay með Otis Redding og ólst upp í Kópavogi.
P 20
abbi dó af slysförum þegar ég var bara átta ára og ólst ég upp hjá einstæðri móður. Svo á ég hálf systkini sem eru öll töluvert eldri en þau hafa öll sinnt mér vel og sambandið er gott.“ Faðir Flosa Þorgeirssonar vann hjá Vegagerðinni. „Hann keyrði þunga vinnuvél og vegurinn gaf sig undir Ólafs víkurrenni.“ Flosi segist stundum hafa farið með föður sínum í vinnuferðir og svo var í þetta skipti; hann varð þó ekki vitni að slysinu og var sagt að pabbi hans hafi meitt sig aðeins og hafi þurft að fara á spítala. Flosi segir að það hafi orðið það mikil breyting á sér eftir að faðir hans dó að ákveðið hafi verið að senda hann til sálfræðings. „Ég hafði verið ofsalega líflegt og skemmtilegt barn; systkini mín hafa sagt að ég hafi alltaf verið hress og kátur og fljótur að læra að lesa og góður í að læra utan að og ég fór með alls konar vísur og sagði sögur og var áhugasamur um ýmislegt. Þetta breyttist. Ég hætti að tala og fór inn í sjálfan mig. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þetta hafi ýtt undir þung lyndið en það þarf ekkert að vera. Það getur vel verið að ég hefði hvort sem er orðið þunglyndur. Mér finnst það ekkert vera ólíklegt miðað við hvað þunglyndi er algengt. Þetta hjálpaði allavega ekki til.“ Hann segist hafa komist að mestu út úr skelinni en hann varð hins vegar mjög myrkfælinn. Flosi var lagður í einelti í skólanum. „Það var kannski út af því að ég var skrýtinn og afskiptur. Ég var stundum með allt of sítt hár og var oft illa lyktandi og í sömu fötunum. Sumum krökkum var ekki sama og einn strákur kom reglulega og fylgdi mér í skólann af því að ég vildi ekki fara í skólann. Minnihlutinn tók þátt í eineltinu. Meirihlutinn gerði ekki neitt. Mér leið hræðilega út af eineltinu og brást við með ofbeldi og sló til baka; einu sinni sló ég strák sem gekk alltaf hart fram í einelti gegn mér það illa að hann fékk blóðnasir og þá kom kennari og þá var allt mér að kenna. Eineltið hætti svo smám saman.“ Flosi segir að hann hafi síðar farið sjálfur að leggja í einelti. „Mér líður miklu verr með að hafa lagt í einelti heldur en að hafa verið lagður í einelti.“ Hann segist hafa staðið sig vel í skóla og tónlistin heillaði. Hann átti sér samt enga drauma. Segist telja að það tengist áfallinu. Föðurmissinum. „Ég gat aldrei svarað þeirri spurningu hvað mig langaði til að verða þegar ég yrði stór. Ég Ég gat aldrei svarað fór að leita mikið í músík og fór þeirri spurningu hún að verða rosalegt haldreipi hvað mig langaði til þegar ég var 10 - 11 ára. Ég vildi að verða þegar ég verða eins og gæjarnir í Smokie yrði stór. Ég fór að og Slade og margar konur leita mikið í músík höfðu líka áhrif eins og til dæmis Suzi Quatro sem mér fannst og fór hún að verða vera flott en hún var í rauðum rosalegt haldreipi leðursamfestingi með bassa. þegar ég var 10 - 11 Þetta fólk virtist vera svo fullt af ára.“ sjálfsöryggi.“
Sjálfur segist hann hafa verið mjög týndur á þessum tíma og skort sjálfsöryggi. „Músíkin breytti því þó dálítið. Hún er mikið haldreipi. Mamma studdi mig í þessu og ég fékk gítar 13 ára gamall og svo gaf hún mér líka rafmagnsbassa þegar ég var 15 ára. Þannig að þetta er mikið henni að þakka.“ Flosi lærði á gítar hjá Ólafi Gauki og svo var hann í Tónlistarskóla Kópavogs.
ÓKNYTTASTRÁKUR
Ólga kraumaði undir niðri. STÖÐUG „Ég var farinn að koma mér í meiri og meiri vandræði. Ég var að FRAMSÆKNI verða óknyttastrákur. Ég var farinn að leggja aðra í einelti eins og ég sagði og var kominn í hálfgert gengi þegar ég var 12 ára. Þetta var pönkaragengi sem allir krakkar í Kópavogi voru skíthræddir við.“ Flosi er spurður hvers vegna hann hafi verið í þessu gengi. „Einhvern veginn æxlaðist þetta. Það voru einhver vandamál hjá langflestum vinum mínum. Ég held við höfum rottað okkur saman; við vorum ekki frá fullkomnum fjölskyldum.“ Hann segist halda að hann hafi verið með innri sár eftir föðurmissinn sem átti eftir að taka á. „Það voru smá þjófnaðir og skemmdarverk og á endanum var ég rekinn úr skólanum en átti það kannski ekki skilið af því að aðrir í þessu gengi höfðu brotist inn í skólann og unnið þar einhver skemmdarverk. Ég var ekki með í því. Svo var lögreglan farin að hafa afskipti af mér og eitt sinn þegar löggan keyrði mig heim voru öll systkini mín mætt og sögðu að þetta gengi ekki. Þau eru frábær. Þau eru alltaf til staðar. Það mikilvægasta í heiminum finnst mér vera að það sé einhver sem sýni að honum er ekki sama.“ 12 ára í gengi sem krakkar voru hræddir við. Hvernig leið Flosa á þessum tíma? „Mér leið ögn skár. Ég átti allavega vini. Við vorum ofsalega áhugasamir um tónlist og ég tengdi rosalega við pönkið. Ég fór fljótlega að leita í þannig tónlist sem var dálítið hörð og grimm og sem hreyfði dálítið við manni. Ég held að þetta tengist innri sársauka og svona tónlist vill bara koma í staðinn. Að sama skapi fann ég að hryllingsmyndir höfðu sömu áhrif. Þær slógu á deyfðina í mér og sköpuðu samkennd með fólki sem var á flótta undan brjálæðingum með keðjusagir. Mér finnst í dag hörð og grimmileg músík alveg frábær og róandi ef eitthvað er. Ég er sannfærður um að þetta geti slegið á einhverja innri vanlíðan.“ Hann segist eiginlega hafa verið sama um allt á þessum tíma og ekki verið með neinn metnað. „Mér stóð þó ekki á sama þegar ég var á lögreglustöðinni 12 ára og þeir voru að taka af okkur fingraför og sögðu að nú værum við komnir á lista yfir glæpamenn og að þetta væri ömurleg leið sem við værum á. Ég held þeir hafi verið að hræða okkur. Það virkaði svo sem á okkur. Mér leist ekkert á þetta. Ég hafði séð fingraför tekin í Andrésblöðum og í bíómyndum.“
MANNRÉTTINDI TRYGGÐ VÍMAN
Flosi byrjaði að reykja og drekka 12 ára gamall. „Við stálum vodka frá pabba vinar míns,“ segir hann um fyrsta sopann. „Mér fannst það frábært þegar ég fór að finna áhrifin. Þetta var málið; það komu allt í einu einhver áhrif og allt var í lagi. Það var engin vanlíðan. Allt var
GEDH
æðislegt og ég var frábær. Allir voru svo fyndnir og skemmtilegir. Þetta vildi ég! Allir alkóhólistar þekkja þetta.“ Hann segir að móðir sín hafi ekki haft neina stjórn á sér og að ákveðið hafi verið að hann byggi hjá einum bróður sínum sem bjó úti á landi. Flosi var þá 13 ára og þar var hann í eitt og hálft ár auk þess sem hann var um tíma líka hjá systur sinni sem bjó á Akureyri. „Hann vissi að það þurfti að aga mig og byrjaði strax á því að neyða mann til að gera skelfilega hluti eins og að ganga frá disknum mínum eftir matinn og jafnvel hjálpa til við að vaska upp.“ Svo vildi Flosi fara aftur suður og hann segir að móðir sín hafi líka viljað að hann kæmi suður. Hann segir að hann hafi þó ekki verið erfiður á þeim tíma sem hann bjó hjá systkinum sínum. „Ég fór aftur dálítið í rugl og vitleysu og fór að hanga á Hlemmi með krökkum sem áttu við einhver vandamál að stríða.“ Flosi segir að ef eitthvað annað en áfengi var í boði þá hafi hann klárlega prófað það. „Á þessum tíma, í kringum 1981 - 1982, var litið á hass eins og litið er á heróín í dag. Ég kunni aldrei sérstaklega að meta það - ég kunni aldrei að meta hass eða maríjúana og mér fannst það ekki virka - en við sniffuðum líka lím. Mér fannst samt áfengi eiginlega duga. Þessi vímuefni slá á einhverja vanlíðan en það hefur alltaf verið rauður þráður í minni neyslu.“ Hann segist hafa verið mjög týndur á aldrinum frá tvítugu og upp í þrítugt. „Ég vissi ekkert hvað ég vildi í þessu lífi. Ég hafði flosnað upp úr skóla en vissi að ég var ágætlega gefinn og mér gekk ekki illa í skóla. Það vantaði að hafa markmið til að stefna að. Ég vissi um krakka sem gekk verr en ég en þeir höfðu markmið og stuðning. Bakland. Ég hætti í skóla 18 ára og sá eftir því síðar. Það var mikill persónulegur sigur þegar ég fór í háskólann orðinn rúmlega fertugur,“ segir Flosi sem er ekki með stúdentspróf en komst inn í Háskóla Íslands til að læra dönsku, en hann hafði búið í Danmörku, og eftir fyrsta árið skráði hann sig í sagnfræði. Hann lauk BA-náminu og tók öll námskeið í meistaranáminu í sagnfræði en skrifaði aldrei meistararitgerðina en er nú í meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun ásamt því að vera með hlaðvarpið Drauga fortíðar. „Ég kynntist konu þegar ég var 22 ára. Við tókum saman og eignuð umst síðan tvö börn en hún átti eitt barn fyrir. Ég ákvað að hætta að drekka 24 ára og reyna að vera fjölskyldufaðir. Það var alveg fínt og fluttum við svo til Danmerkur. Mér leið mjög vel fyrst eftir að ég hætti að drekka en smátt og smátt fór allt að verða litað af þunglyndinu. Allt varð grárra, tilgangslausara og ég varð týndari. Mér leið eins og svellið undir fótum mínum væri að minnka. Það fór að braka meira í því; það var einhvern veginn sú tilfinning.“
Flosi er spurður hvaða heimi hann hafi kynnst þegar hann vann á geðdeildunum. „Ég kynntist rosalega mikilli eymd. Það er það fyrsta sem mér Það er alltaf von en dettur í hug. Ég vissi varla að maður þarf virkilega svona mikil eymd gæti verið til. að vilja þetta og Ég hætti að vorkenna sjálfum viðurkenna og bara mér þegar ég kynntist svona sætta sig við að það frábæru fólki sem átti svona ofboðslega erfitt. Ég held ég hafi er eitthvað til staðar ómeðvitað farið að hugsa þá um sem er að angra að það væri einhver brotalöm í mann og sem þarf geðheilbrigðiskerfinu á Íslandi og að taka á.“ ég styrktist endanlega í þeirri trú þegar ég kláraði sjúkraliðanámið og fór að vinna á geðdeild í Danmörku. Ég vann á geðdeild á Íslandi á árunum 2002 - 2005 en þá gat ég ekki verið þar lengur; mér fannst svo ofsaleg viðbrigði að koma af geðdeildinni í Danmörku. Munurinn var svo ofboðslega mikill. Mér fannst ég einhvern veginn taka mörg skref aftur á bak. Það er til dæmis ófaglært starfsfólk að vinna á geðdeildum á Íslandi,“ segir Flosi sem var jú einu sinni í þeim sporum sjálfum. Hann er spurður hvort honum hafi fundist hann eiga eitthvað sameiginlegt með sjúklingunum á geðdeildunum. „Jú, reyndar fór ég að sjá það. Ég vann fyrst á áfengisgeðdeild og svo fór ég að fatta að ég gat sýnt samkennd og talað við fólk og ég skildi það. Ég þekkti það að vera þungur og finnast allt vera tilgangslaust. Og þá átti ég oft auðveldara með að tala við fólk. Maður þarf að opna sig sjálfur til að aðrir opni sig fyrir manni. Það hjálpar alltaf.“
ÖFLUG GEÐRÆKT
ÞUNGLYNDISGREINING
Flosi fór til sálfræðings í Danmörku og var greindur með þunglyndi. „Þá var ég ekki búinn að drekka í mörg ár og ég hélt ég væri bara alkóhólisti; það var alveg nóg. Það eru fá vandamál sem áfengi gerir ekki verra. Geðsjúkdómar og áfengi eru ómöguleg blanda.“ Hann tók þunglyndislyf en fannst þau ekki virka. Flosi fór í skóla í Danmörku og rúmlega þrítugur útskrifaðist hann sem sjúkraliði og vann hann á geðdeildum þar en þess má geta að hann hafði unnið á geðdeild Landspítalans áður en hann flutti til Danmerkur og svo fór hann aftur að vinna þar eftir að hann flutti aftur til Íslands. „Ég fékk innsýn inn í geðsjúkdóma og ég held að það hafi hjálpað mér mikið.“ Flosi var 23 ára þegar hann sótti fyrst um vinnu á geðdeild Landspítalans. „Það var af því að ég hafði svo mikinn áhuga á þessu. Kannski af því að ég er geðveikur sjálfur! Þetta var bara eitthvað öðruvísi og þetta var svo ofboðslega mikið tabú.“ HJALP.IS
EINS OG FROST Í HEILANUM Hann segir að árin á mili þrítugs og fertugs hafi verið losaraleg. „Ég skipti oft um vinnu af því að þunglyndi er svo lamandi. Ég gat ekki gert neitt þegar það lagðist yfir mig. Og hvað þá mætt í vinnu. Og ef ég mætti í vinnu þá var ég bara mjög lélegur og ekki hjálpaði til að ég var oft illa haldinn af mígreni; það er annar sjúkdómur sem hefur plagað mig. Þetta var mikil vanlíðan og ég var allavega búinn að læra það að það að drekka var ekkert að hjálpa. Ég var að reyna að halda mér frá því en það gekk misvel.“
21
VIÐTAL Eitt árið þar sem hann lá uppi í rúmi og leið illa gerði Flosi sér ekki grein fyrir því að hávaðinn úti tengdist því að það var gamlarskvöld og að fólk var að sprengja rakettur og flugelda. „Jólin höfðu farið fram hjá mér. Margir halda að þunglyndi sé depurð en depurð er falleg, lýrísk og ljóðræn tilfinning sem ljóðskáld hafa leikið sér með. En þunglyndi er eins og frost í heilanum. Maður getur ekkert gert.“ Flosi hugsaði ekki út í það að vanlíðanin sem hann fann fyrir í mörg ár gæti einmitt verið þunglyndi - þrátt fyrir að sálfræðingur í Danmörku hafði sagt að hann væri þunglyndur. „Ég held að það hafi enn verið dálítið lokað fyrir mér. Ég hélt alltaf að fíknin væri aðal vandamálið. Ég held ég hafi ekki alveg skilið þennan sjúkdóm.“ Hann segist ekki hafa mætt undir áhrifum þegar hann vann á geðdeild eftir að hann fór aftur í neyslu rúmlega þrítugur. „Neyslan var minni framan af. Ég var í sambandi sem mig langaði virkilega til að halda góðu. Hún sá að það var heilmikið vandamál og var alltaf að hvetja mig til að taka á þessu. Ég sagði alltaf að ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera, ég væri búinn að fara til sálfræðings og geðlækna en ekkert lagað ist. Svo endaði það samband. Þá var ég aftur einn og ekki með neitt haldreipi. Það var ljómandi fínt; það var það sem þurfti til. Það var 2009. Þá var ég 41 árs.“ Og það ár lagðist Flosi inn á geðdeild. Hann er spurður um tilurð þess að hann var lagður inn. „Samband mitt og konunnar endaði þegar við bjuggum á Húsavík og eiginlega um leið og það endaði þá var ég kominn í miklu meiri neyslu en ég hafði verið að halda aftur af henni. Og á Húsavík var ég strax búinn að verða mér úti um amfetamín og róandi efni og farinn líka að drekka. Þá kom kvíðinn ofsalega sterkt inn og hann varð lamandi. Ég gat ekki farið út. Hendin á mér vildi bara ekkert grípa í húninn. Það var ótrúleg tilfinning hvað kvíði getur verið svakalegur. Ég man eftir að hafa hugsað hvað væri að gerast en þetta tók alveg yfir. Mér hraus hugur við því að fara út í göngutúr. Ég fór einn að sjá Harry Potter þegar ég var á geðdeildinni á Akureyri og ég man hvað ég var ofboðslega kvíðinn að ganga inn í salinn. Kvíði er svo furðulegur; alveg órökrænn. Gjörsamlega. Þegar ljósin slokknuðu í salnum þá var mér svo létt.“ Flosi var á þessum tíma kominn með miklar sjálfsvígshugsanir og farinn að skaða sig en sjálfsvígshugsanir höfðu farið að gera vart við sig eftir að hann flutti til Íslands. „Ég var í svakalegri vanlíðan heima og mundi þá eftir stúlku sem ég var oft að líta eftir á geðdeildinni í Danmörku en við náðum vel saman. Hún endaði á því að taka eigið líf. Ég man að hún hafði skorið sig mjög illa og ég fylgdi henni upp á slysadeild. Ég spurði af hverju hún hefði gert þetta. Hún sagði að þetta linaði svo andlega sársaukann. Ég man að ég velti því fyrir mér hvort þetta gæti verið rétt hjá henni. Og ég ákvað að prófa þetta. Þetta er alveg rétt. Þetta segir eitthvað um það hvað þessi andlegi sársauki getur verið svakalegur,“ segir Flosi og brettir upp aðra ermina og þá sést langt ör á handleggnum. Í dag myndi Flosi aldrei gera þetta. Aldrei. Enda andlega líðanin miklu betri eftir viðeigandi aðstoð. „Ég skar mig með dúkahníf. Ég hafði legið í sófanum í tvo daga með ekkasog og prófaði þetta.“ Flosi hringdi svo í lækni sem vildi leggja hann inn á geðdeild. Vinur hans kom síðan og sótti hann og ók honum á geðdeildina við Fjórð ungssjúkrahúsið á Akureyri en Flosi lagðist ekki inn en það gerði hann í annarri tilraun. Honum fannst þetta vera niðurlægjandi. „Ég hugsaði eins og meginþorri þjóðarinnar sem er með fordóma gagnvart geðsjúkdómum; þrátt fyrir að ég taldi mig ekki vera með fordóma þá geta þeir verið svo djúpir. Ég hugsaði með mér hvort ég væri virkilega kominn á þennan stað. Svo liðu tveir til þrír dagar og þá hringdi ég aftur í vin minn. Þetta var ekkert að virka; þetta varð verra og verra. Það er svo mikilvægt að viðurkenna að maður þurfi aðstoð og geri það sem manni er bent á að gera.“
STÖÐUG FRAMSÆKNI
22
Og vinur Flosa náði í hann og ók honum aftur á geðdeildina á Akureyri. „Ég lá fyrstu vikuna í fósturstellingu og með ekkasog uppi í rúmi og vildi ekki fara út. Ég var með rosakvíða.“ Og þarna var Flosi í þrjár vikur og fékk viðeigandi aðstoð. „Starfsfólkið var svo frábært og þetta var allt fagmenntað fólk. Ég fór svo suður og hélt áfram í hugrænni atferlismeðferð. Það hjálpaði mikið. Þarna lögðu geðlæknarnir mikla áherslu á að ég yrði að hætta að drekka og að ég næði ella engum árangri. Þarna var ég farinn að sjá að neyslan var bara fylgifiskur; það hefur eitthvað annað verið þarna fyrir. Hún var afleiðing. Ekki orsök.“
ÞAÐ ER ALLTAF VON
Svo hætti Flosi að drekka í nóvember 2009 og hefur ekki drukkið síðan. „Hlutirnir fóru að lagast ótrúlega fljótt. Þarna var ég svo ofsa lega meðvitaður um að kvíðinn og þunglyndið var það sem þyrfti að taka á. Hugræna atferlis meðferðin er bara galdrar. Hún er alveg frábær. Ég vil gefa henni rosalega mikið kredit. Ég var búinn að vera með niður rifshugsanir í um áratug og það safnaðist alltaf meira kjöt Margir halda að á þær og á endanum voru þær þunglyndi sé orðnar svo sterkar og stór hluti depurð en depurð af hugarfarinu. Og það þurfti að er falleg, lýrísk og vinda ofan af þessu. Þar finnst ljóðræn tilfinning mér hugræna atferlismeðferðin, HAM, hjálpa svo svakalega.“ sem ljóðskáld hafa Þess má geta að Flosi hefur leikið sér með. En um árabil verið gítarleikari þunglyndi er eins hljómsveitarinnar HAM. „Það og frost í heilanum. passar svo vel í tvöföldum Maður getur ekkert skilningi. HAM hjálpar mér gert.“ svakalega,“ segir hann en tón GEDH
MANNRÉTTINDI TRYGGÐ
ÖFLUG GEÐRÆKT
listin hefur líka hjálpað mikið í gegnum árin. „Maður er ómögulegur og vonlaus en það er þessi heimspeki á bak við hugrænu atferlis meðferðina: Þú ert með þessa kjarnahugsun sem er ráðandi þannig að manni finnst maður vera einskis virði og vonlaus. Og þá þarf að grípa þessar hugsanir og ráðast á þær með skynsemi. Skynsemin er beittasta sverðið.“ Flosi er enn á þunglyndislyfjum. Hann segist oft hætta á þeim en finnur þá að þau hjálpa mikið. „Mér líður miklu betur.“ Hann fór í AA-samtökin, ákveðinn í að nýta sér þau. „Mér finnst þau vera frábær. Ég held að 12 spora-spekin passi vel við hugræna atferlismeðferð; að viðurkenna vandann og taka þetta í skrefum. Að ráðast á þessar hugsanir með skynsemi.“ Svo var sjálfstraustið lítið sem ekkert í gegnum árin. „Það var í núlli. Ég held að þetta séu allt samverkandi þættir - föðurmissirinn, misnotkun vímuefna og þunglyndi og kvíði; sérstaklega þunglyndi. Og vera alltaf í svona lausu lofti: Hvað vill ég? Þessar hugsanir urðu íþyngjandi um að ég gæti aldrei klárað neitt, að ég væri einskis virði og heimskur. Það bættist alltaf í sarpinn. Eftir að hafa krufið þessar hugsanir þá finnur maður að þær eiga ekki alveg við rök að styðjast. Einn sálfræðingurinn benti mér á að áður en ég fer að sofa eigi ég að hugsa um hvort ég hafi ekki gert eitthvað jákvætt þann daginn hvort sem ég hringdi í einhvern, brosti til afgreiðslufólks, hrósaði einhverjum eða setti í þvottavélina. Minnstu hlutir geta verið uppbyggjandi. Eins og fyrir algjöra galdra fór ég allt í einu að geta gert allt sem mig langaði til að gera. Mig langaði að fara aftur í skóla en mér fannst alltaf fúlt að hafa ekki haldið áfram. Ég er ekki einu sinni með stúdentspróf en ég kom mér samt inn í háskólann sem er eiginlega ótrúlegt afrek.“ Hvernig er lífið og líðanin í dag? „Alveg frábær. Ég á mjög gott líf,“ segir Flosi og nefnir sérstaklega hlaðvarpsþáttinn Drauga fortíðar sem hann segir að njóti sívaxandi vinsælda. Þátturinn á að vera sagnfræðilegs eðlis en þáttastjórarnir tveir, Flosi og Baldur Ragnarsson, eru þar opnir um reynslu sína af þunglyndi og ADHD. „Við höfum alltaf talað mjög opinskátt um þetta HJALP.IS
og jafnvel grínast með þetta. Við hættum því ekkert í þáttunum. Við tókum eftir því að þetta fór vel í fólk og ég fæ oft skilaboð þar sem fólk þakkar mér fyrir að ræða um reynslu mína. Þetta hefur bústað mitt egó en ég mætti alveg klappa sjálfum mér meira á öxlina.“ Þetta styrkir sjálfsagt sjálfstraust Flosa. „Já, ég hefði haldið að það ætti að gera það meira en ég er alltaf að draga úr því. Kannski er ég hræddur við að verða montinn og drýg indalegur.“ Hann viðurkennir þó að þunglyndið og niðurrifshugsanirnar hverfi aldrei. „Þær sitja um mann og gefast aldrei upp á að ná aftur yfirhönd inni. Þetta er eins og púkinn á fjósbitanum; ef þú færir púkanum sífellt fóður þá bara stækkar hann. Það er alveg eins með kvíðann. Ef þú gefur kvíðanum þá mun hann koma tvíefldur til baka.“ Flosi þekkir sig í dag. Hann þekkir það þegar þunglyndið læðist aftan að honum nokkrum sinnum á ári. „Þá tek ég á því og færist ekki of mikið í fang. Ég er heppinn þar sem ég er sjálfstætt starfandi og ég passa mig á að taka ekki of mörg námskeið í háskólanum. Þunglyndið hamlar allt. Maður verður bara að taka því. Ég passa mig á að setja markið ekki of hátt. Ég reyni að taka hvern dag fyrir í einu og fyrir mann eins og mig er það alveg nóg. Sumir eru með marga bolta á lofti. Ég ræð stundum ekki við nema tvo og stundum einn. Það verður bara að hafa það.“ Flosi er spurður hvað hann hafi lært af því að ganga þennan veg þunglyndis og kvíða. „Ætli það sé ekki fyrst og fremst hvað allar þessar hugsanir geta verið ofsalega raunverulegar og maður er svo sannfærður um að líf manns sé vonlaust. Þetta er oft ekki rétt hvort sem maður kallar þetta djöfla, röskun eða galla. Þetta er eitthvað sem er á ská, skakkt, og sem þarf að rétta af. Það er eins og þú sért að horfa á fallegt landslag í gegnum skítugt gler. Þú þarft bara að þrífa glerið. Og maður þarf að laga sjálfan sig. Rétta sjálfan sig af og fara að skoða sínar hugsanir þegar maður er kominn í lag og meta þetta þá. Það er alltaf von en maður þarf virkilega að vilja þetta og viðurkenna og bara sætta sig við að það er eitthvað til staðar sem er að angra mann og sem þarf að taka á.“
23
Hann var sá fyrsti sem áttaði sig á því að ég væri kannski bara veikur.“ Árin liðu og alltaf upplifði Ólafur svona andlegar lægðir en var góður þess á milli. Hann er lærður þjónn og vann lengi sem þjónn og svo vann hann sem ráðgjafi hjá SÁÁ. Hann hefur alla tíð hreyft sig reglulega svo sem í fótbolta, hann hefur synt og stundum hlaupið. Einn daginn þegar hann ætlaði að fara í vinnuna hjá SÁÁ komst hann ekki fram úr rúminu vegna þess hvað honum leið illa. Hann var þá um fimmtugt. „Ég upplifði eins og ég væri undir gólffjölunum; ekki undir sænginni. Ég var mjög „paranojaður“ og mig grunaði að fullt af fólki væri að njósna um mig. Ég hringdi í vinnuna og sagðist vera veikur. Ég svara ekki símanum þegar þetta gerist en það er eitt af mínum einkennum. Þannig var þetta í nokkra daga þangað til tvíburabróðir minn, sem var búinn að reyna að hringja í mig, kom og bankaði á dyrnar og gluggann og sagði mér að opna sem ég gerði.“ Bróðir Ólafs sagði að hann yrði að tala við lækni og úr varð að sá læknir pantaði tíma fyrir hann hjá geðlækni. Og Ólafur segir að geðlæknirinn hafi gripið sig. „Loksins. Það var mikill plús að fá að vita þetta,“ segir hann en þá fékk hann að vita að hann væri þunglyndur og með kvíða. „Ég upplifði alltaf að þetta væri aumingjaskapur eins og ég sagði. Ég vissi aldrei hvað þetta væri. Ég man að læknirinn taldi upp nokkra hluti sem ég mátti velja úr til að gera á hverjum degi. Það var meðal annars að fara út á meðal fólks og ég man að ég fór í sund, á bókasafn og kaffihús. Ég faldi mig á bak við dagblað á kaffihúsunum ef einhver sem ég þekkti kom inn. Þetta var svona erfitt. Stundum komst ég bara rétt út úr húsi og sneri svo við. Þetta tók um það bil mánuð. Svo var komið að því að mæta í vinnuna aftur og það fannst mér vera mjög erfitt.“ Hann talar um skömmina. „Mér finnst skömmin við þennan sjúkdóm hafa verið það versta. Þessi rosalega skömm sem helltist yfir mig því ég fann enga skýringu á líðaninni; ég vissi ekkert af hverju þetta kom allt í einu yfir mig. Það þyrmdi bara yfir mig. Ég lokaði mig af. Skildi þetta ekki. Mér þótti það vont.“ Svo snerist dæmið við þegar Ólafur fór að segja fólki í kringum sig frá þunglyndinu og kvíðanum. Hann segir það vera mjög frels andi. Og hann gætir þess líka að segja frá því þegar hann finnur að vanlíðan fer að hellast yfir sig. „Aðalmálið er að þegar ég vil ekki hitta fólk eða svara í síma þá veit ég að ég þarf að gera eitthvað. Og ég geri það.“
STÖÐUG FRAMSÆKNI
24
ÉG HEF OFURTRÚ Á ÞVÍ AÐ HREYFING GERI KRAFTAVERK Ólafur Sveinsson hefur upplifað þunglyndi og kvíða frá því á barnsaldri. Hann fékk viðeigandi aðstoð á fullorðinsárum og tók þá þunglyndislyf um tíma sem hjálpuðu en virkilega vellíðan fór hann að finna fyrir þegar hann byrjaði í göngum og það varð til þess að hann hætti að taka þunglyndislyf. Ólafur vann meira að segja um árabil sem leiðsögumaður á fjöllum.
É
MANNRÉTTINDI Texti: Svava Jónsdóttir Myndir: Alda Valentína Rós TRYGGÐ
g var kvíðinn sem barn og ungl ingur og ég átti erfitt með að gera ýmislegt. Ég þurfti stundum að loka mig af og það vissi eng inn hvað þetta var. Ég var bara skammaður. Ég átti erfitt með að hitta og tala við fólk og var óöruggur með mig. Þunglyndið hefur komið upp með reglulegu millibili og ég réð ekkert við þetta. Mér fannst þetta vera
aumingjaskapur. Mér gekk mjög illa í skóla meðal annars út af þessu.“ Ólafur Sveinsson vann í sumarvinnu 15 ára gamall sem sendill hjá Landsbankanum og einn daginn komst hann ekki í vinnuna vegna þess hvað honum leið illa andlega. „Það var svo góður maður að vinna hjá bankanum sem kom heim og talaði við mig og sagði að þetta væri allt í lagi og ég skyldi koma í vinnuna.
Út að ganga
Ólafur tók þunglyndislyf í um sex mánuði eftir að hann var greindur með þunglyndi og kvíða. Í dag tekur hann engin slík lyf og það er ástæða fyrir því. GEDH
„Ég geng mislangt og mismikið og ég finn það alltaf þegar ég kem heim hvað mér líður vel. Ég veit að þetta er það sem ég á að gera.“ „Þegar ég fór til geðlæknisins sagðist hann vita að ég hefði hreyft mig í gegnum tíðina og sagði að það besta fyrir mig væri að vera innan um fólk eins og ég sagði og svo að stunda hreyfingu. Hann mælti með því að ég færi út að ganga. Ég hef fundið það í gegnum tíðina þegar ég hef farið að hreyfa mig að þá er ég alltaf betri andlega þegar ég kem heim. Það er vitað mál að hreyfing er það sem skiptir máli og ég finn alveg mun þegar ég hreyfi mig ekki.“ Það er líka vitað að hreyfing hefur góð áhrif á hjartað. Ólafur fór í hjartaaðgerð á sínum tíma og tók í kjölfarið sjö hjartalyf en eftir að hann fór að ganga reglulega breyttist það og í dag tekur hann tvenns konar hjartalyf. Og svo hefur hreyfingin góð áhrif á lungun, blóðrásina og alla líkamsstarfsemina í heild sinni. Ólafur segir að um mánuði eftir að hann fór að ganga reglulega að læknisráði hafi sér farið að líða betur andlega og verið orðinn vinnufær á ný.
ég verða svo frjáls þegar ég geng en fyrst og fremst er það þessi vellíðan sem kemur. Ég hef farið út að ganga og liðið mjög illa og upplifað þetta svartnætti þanngi að mér finnst ég vera undir gólffjölunum og vil ekkert fara út en mér fer að líða betur þegar ég geng og þá hverfur þessi vanlíðan og svartnætti. Mér finnst ég ekki geta útskýrt hvað það er sem gerist í sjálfu sér en mér líður bara betur. Ég finn mun ef ég fer ekki út að ganga; ég verð ekki eins glaður. Það er reyndar mjög sjaldan sem ég geng ekki. Ég veit að þetta hefur mjög góð áhrif á mig; ég get farið út að ganga þegar mér líður illa og ég veit að mér mun líða betur þegar ég kem aftur heim. Þannig að ég hef ofurtrú á því að hreyfing geri kraftaverk fyrir geðheilsuna. Það er allt sem mælir með því. Verðlaunin við að hreyfa sig er að manni líður betur.“ Ferska loftið kemur til tals og að það þarf ekki að vera gott veður til að fara út að ganga hvort sem það er innanbæjar eða úti á landi.
ÖFLUG GEÐRÆKT
„Mér fannst fyrst vera erfitt að fara út úr íbúðinni. Mér fannst það vera svakalega erfitt. Og stundum tókst það ekki. En mér leið betur þegar ég fór út þótt ég legðist svo aftur undir sæng þegar ég kom heim. Gangan varð fastur punktur í lífi mínu.“ Göngurnar voru ekki alltaf langar en þær lengdust smám saman og nú gengur Ólafur á hverjum degi í hálftíma að lágmarki. Nokkrum dögum áður en viðtalið var tekið hafði hann gengið 19 kílómetra einn daginn sem var liður í æfingu fyrir hálfmaraþon sem hann ætlar að fara í Reykjarvíkurmaraþoninu og safna áheit um fyrir Alzheimersamtökin. „Ég geng mislangt og mismikið og ég finn það alltaf þegar ég kem heim hvað mér líður vel. Ég veit að þetta er það sem ég á að gera. Og ég þarf ekki alltaf að labba á fjöll. Ég þarf ekki alltaf að fara á Esjuna. Það er vitað mál að hreyfing er það sem skiptir máli. Ég er alveg sannfærður um að líðan mín dags daglega tengist því hvað ég hreyfi mig mikið. Mér finnst HJALP.IS
Það þarf bara að klæða sig eftir aðstæðum hverju sinni. „Ég hef til dæmis gengið í Kerl ingarfjöllum í 35 metrum á sekúndu. Það er ógleymanlegt.“ Hvað vill Ólafur segir um íslenska náttúru? „Náttúran er svo dásamleg. Hún er einstök.“ Ólafur hefur gengið víða um land. Hann fer reglulega á Helgafell í Hafnarfirði og á Esjuna og svo hefur hann meðal annars farið nokkrum sinnum á Hvannadalshnjúk og Snæfellsjökul sem og Bláfell á Kili, Hengilinn, Helgrindur, Stóru Súlu og Rjúpnafell. Sem betur fer er ennþá nóg eftir af fjöllum sem hann á eftir að klífa bæði hérlendis og erlendis.
Leiðsögumaður Ólafur sagðist hafa í fyrstu átt erfitt með að fara út úr dyrunum til að fara út að ganga. Hann tók eitt skref í einu og andleg vellíðan jókst með tímanum eins og þegar hefur komið fram. Það var svo árið 2013 sem Ólafur byrjaði að vinna sem leiðsögumaður hjá Ferðafélagi
Íslands meðfram sínu aðalstarfi sem þjónn. „Það var mjög skemmtilegt og það gaf mér mikið að vera með fólki og sjá hvað því fór fram. Það reyndi á andlega,“ segir Ólafur, „en verðlaunin voru svo frábær og þau vógu þyngra. Það er ómetanlegt að fá að kynna fjallamennsku fyrir fólki og fylgjast með því vaxa ásmegin og bæta líkamlega og andlega heilsu sína smátt og smátt. Það virðist líka eiginlega bara vera skemmtilegt fólk á fjöllum, hvort sem það er af því að skemmtilegt fólk ákveður að fara á fjöll eða hvort fólk verður skemmtilegt af því að stunda fjallgöngur, enda skiptir það engu máli. Aðalmálið er að hafa möguleika á að deila þessari mögnuðu reynslu með öðrum.“ Ólafur bætir því við að hann hafi séð sjálfan sig í mörgum þeim sem voru að taka sín fyrstu skref á fjöllum. „Mér finnst gott að geta deilt minni reynslu til hvatningar fyrir aðra. Að geta sagt með vissu að líðanin muni verða betri smám saman eftir Ólafur hefur gengið víða um land. Hann fer reglulega á Helgafell í Hafnarfirði og á Esjuna og svo hefur hann meðal annars farið nokkrum sinnum á Hvannadalshnjúk og Snæfellsjökul sem og Bláfell á Kili, Hengilinn, Helgrindur, Stóru Súlu og Rjúpnafell.
að hafa reynt það á eigin skinni.” Ólafur gekk Jakobsveginn í hittifyrra og fyrra - tók þetta í tveimur lotum - og í allt voru þetta um átta hundruð kílómetrar. „Þá var það hreyfingin og vera einn með sjálfum sér. Þetta var nokkurs konar heilun; ég fór í gegnum líf mitt. Ég hugsaði um kvíðann og hvað hann er. Og ég hugsaði um það hvernig ég var sem lítill strákur. Það er eitt af því sem mér finnst göngur líka hafa í för með sér; maður getur fundið ró einn með sjálfum sér og annaðhvort velti ég einhverju fyrir mér eða læt hugann reika.“ Ráðlagt er að hreyfa sig í 30 mínútur á dag. Í hálftíma. Ólafur ráðleggur þeim sem líður illa andlega og vilja feta í fótspor hans í þessum efnum að byrja rólega. Það er jafnvel nóg að fara fyrsta daginn bara út úr dyrunum og inn aftur ef þetta er erfitt og taka bara eitt skref í einu. Fjölga svo skrefunum og ganga kannski annan daginn í fimm mínútur, þann næsta í 10 mínútur; bara eftir því sem hver og einn treystir sér til. Svo má lengja göngurnar smátt og smátt.
25
ÞÖRF FYRIR SAMFÉLAGSBREYTINGAR? N ÝJ A R L E I Ð I R Í G E Ð H E I L B R I G Ð I S M Á L U M Geðhjálp stóð fyrir ráðstefnu og vinnustofum dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica þar sem ræddar voru nýjar leiðir í geðheilbrigðis málum og var gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í málaflokknum.
Y
26
fir 300 manns mættu þessa daga og var ánægjulegt að sjá hversu fjölbreyttur hópurinn var – notendur, aðstandendur, áhugafólk og fagaðilar. Líflegar um ræður sköpuðust en ráðstefnan var tekin upp og er hægt að sjá hana í heild sinni og einstök erindi á Youtube-rás Geðhjálpar. Ráðstefnan var samstarfsverkefni Geðhjálpar, Bevisst Likepersonsarbeid og Intentional Peer Support (IPS) en fyrirlesarar voru aðilar sem hafa beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum auk þess sem fólk með reynslu af tilfinningalegri vanlíðan og/eða fíkn leiddu vinnustofur. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru Robert Whitaker, Andrew Scull, James Davies, Magnus Hald, Chris Hansen, Lisa Archibald og Amanda Francis. Í erindi sínu fjallaði Dr. James Davies um þörfina á samfélagsbreytingu en hann segir notkun geðlyfja allt of mikla. James er höfundur metsölubókarinnar Cracked: Why Psychiatry is Doing More Harm Than Good og nýlegri bókar, Sedated: How Modern Capitalism Created our Mental Health Crisis. Hann starfar nú sem dósent í sálfræði hjá Roehampton-háskólanum. Magnus P. Hald geðlæknir sagði frá reynslu sinni af því að taka þátt í þróun lyfjalausrar deildar innan háskólasjúkrahússins í Troms-fylki í Norður-Noregi þar sem hann starfaði sem yfirlæknir og forstöðumaður fíknigeðdeildar í meira en tíu ár. Hann útskýrði af hverju lyfjalausa deildin var stofnuð og hvaða árangri var náð en hann starfar í dag sem ráðgjafi geðlækninga innan þeirrar deildar. Robert Whitaker hefur skrifað fimm bækur, þar af þrjár sem segja sögu geðlækninga. Hann er stofnandi www.madinamerica.com, vefsíðu sem leggur áherslu á fréttir af rann sóknum og bloggum alþjóðlegs hóps rithöfunda sem hafa áhuga á að „endurhugsa geðlækningar“. Andrew Scull sagði frá sögu geðlækninga í Bandaríkjunum en hann er virtur rannsóknar prófessor og höfundur meira en 15 bóka um sögu geðlækninga. Nýjasta bókin hans er Desperate Remedies: Psychiatry and the Mysteries of Mental Health sem gefin var út 2022. Lisa Archibald, Chris Hansen og Amanda Francis sögðu frá IPS, Intentional Peer Support, en Chris er meðstjórnandi samtakanna og hefur verið að kenna og þróa IPS í Bandaríkjunum og öðrum löndum með meðstjórnendum sínum, Shery Mead og nú Lisa Archibald, síðastliðin 17 ár. Amanda kynntist Intentional Peer Support þegar hún vann sem jafningi fyrir ungt fólk af lituðum uppruna á meðan á faraldrinum stóð.
STÖÐUG FRAMSÆKNI
MANNRÉTTINDI TRYGGÐ
GEDH
HJALP.IS
ÖFLUG GEÐRÆKT
27
Ráðstefnan var samstarfsverkefni Geðhjálpar, Bevisst Like personsarbeid og Intentional Peer Support (IPS)
Hlaðvörp Geðlestin Hlaðvarp Geðhjálpar Geðlestin er nýtt hlaðvarp frá Geðhjálp þar sem fjallað er um geðheilbrigðismál á breiðum grunni. Stjórnendur koma úr ýmsum áttum en hafa allir sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á málaflokknum og leita nýrra leiða. Hlaðvarpið er aðgengilegt á Spotify, Apple Podcasts, vef Geðhjálpar og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
The Mel Robbins Podcast Mel Robbins hjálpar fólki að breyta lífi sínu
28
Mel Robbins fór frá því að geta varla farið fram úr rúminu vegna kvíða yfir í að verða einn helsti sérfræðingur á sviði breytinga og hvatningamiðaðrar nálgunar í heiminum. Í hlaðvarpinu deilir Mel persónulegum sögum og ráðum sem byggja á vísindalegum grunni með það að markmiði að hjálpa fólki að skapa sér betra líf. Hlaðvarpið er aðgengilegt á Spotify, Apple Podcasts, YouTube og Amazon Music en nýir þættir koma inn á hverjum mánudegi og fimmtudegi.
The Trauma Therapist Með Guy Macpherson, PhD The Trauma Therapist er hlaðvarp sem fjallar um mannlegt eðli. Guy Macpherson ræðir við sérfræðinga á sviði áfalla, núvitundar, fíknar og jóga með það að markmiði að kynnast lífshlaupi fólks sem hefur gert það að atvinnu að hjálpa fólki við að vinna úr áföllum. Hann hefur meðal annars rætt við sérfræðingana Gabor Maté, Mark Epstein og Lori Gottlieb. Hlaðvarpið hóf göngu sína árið 2014 og síðan þá hafa komið út hundruð þátta. Hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Geðhijr ámleðp mæl
efla sjálfsöryggi, styrkja einbeitingu og upplifa meiri hamingju í lífinu. Í hverri viku er farið í gegnum ákveðið þema til þess að skilja betur það álag og streitu sem fyrirfinnst í daglegu lífi nútímamannsins. Á hverjum degi kemur inn stutt hugleiðsla fyrir fólk sem vill gefa sér leyfi og ráðrúm til þess að slaka á. Hlaðvarpið er aðgengilegt á Apple Podcasts, Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
STÖÐUG FRAMSÆKNI Með Glennon Doyle We Can Do Hard Things
Rithöfundurinn Glennon Doyle gaf út ævisöguna Untamed í upphafi heimsfaraldursins en margir lesendur tengdu við möntruna sem hún segir að hafi bjargað lífi sínu fyrir margt löngu síðan: „Við getum gert erfiða hluti.“ Glennon heldur því fram að lífið sé erfitt enda takist fólk á við ýmiss konar áskoranir á degi hverjum. Í hlaðvarpinu gerir hún það eina sem auðveldar henni lífið; hún ræðir þá erfiðleika af hreinskilni við eiginkonu sína, fyrrum fótboltastjörnuna Abby Wambach, og systur sína, Amanda Doyle, svo þær geti hjálpast að við að gera lífið bærilegra. Hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
On Purpose Með Jay Shetty Jay Shetty bjó sem munkur í þrjú ár þangað til hann ákvað að snúa aftur heim til þess að deila því sem hann hafði lært. Hann hefur til að mynda gefið út bókina Think like a monk þar sem hann fjallar um mikilvægi þakklætis, hugleiðslu, sjálfsaga, samkenndar og núvitundar. Markmið Jay er að gera tímalausa visku og atferlisfræði aðgengilegri fyrir hvern sem er. Í hlaðvarpinu spjallar Jay við áhugaverða gesti sem miðla fróðleik í viku hverri. Hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum en nýir þætti koma inn á mánudögum og föstudögum.*
MANNRÉTTINDI TRYGGÐ
Daily Meditation Podcast Með Mary Meckley Hugleiðslu- og jógakennarinn Mary Meckley heldur úti daglegu hlaðvarpi með það að markmiði að hjálpa fólki að sofa betur, draga úr kvíða,
GEDH
HJALP.IS
Nokkrar
athyglisverðar bækur The Myth of Normal Höfundar: Gabor Maté og Daniel Maté Í The Myth of Normal fjallar Gabor Maté um hvernig vestræn lönd, sem státa sig af öflugum heilbrigðiskerfum, séu engu að síður að takast við mikla aukningu á krón ískum verkjum og almennu heilsuleysi. Maté byggir á áratugareynslu sinni sem læknir þegar hann heldur því fram að hugmyndir okkar um hvað sé „eðlilegt“ séu rangar, enda hunsum við áhrifin sem daglegt líf okkar, áföll og streita hefur á líkama okkar og huga. Maté rannsakar hvað veldur heilsuleysi, sem reynist gagnrýni á það hvernig vestræn samfélög ala á sjúkdómum, og setur fram leiðbeiningar til aukinnar heilsu og vellíðanar. Bókina skrifar Gabor með syni sínum, Daniel Maté.
ÖFLUG GEÐRÆKT Lighter: Let Go of the Past, Connect with the Present, and Expand the Future Höfundur: Yung Pueblo Yung Pueblo fjallar um leið sína til betri heilsu og vellíðanar eftir áralanga notkun fíkniefna. Þegar hann hófst handa við að leita leiða til þess að komast eitthvað áleiðis með líf sitt uppgötvaði hann að þegar hann varð hreinskilinn við sjálfan sig varðandi þann kvíða og ótta sem hann hafði reynt að forðast, komst hann loks í kynni við sjálfan sig. Þyngslin sem hann hafði fundið fyrir minnkuðu með iðkun hugleiðslu og því að hann fór að treysta innsæinu betur sem var honum mikill léttir. Í lok Lighter ræðir hann um mikilvægi þess að fólk taki það sem það hefur lært í sjálfsvinnu og leggi sitt af mörkum til þess að hafa áhrif á fólk og veröldina alla til hins betra.
Peer Support in Mental Health Ritstjórar: Emma Watson og Sara Meddings Undanfarin ár hefur jafningjastuðningur og sjálfs hjálp farið frá því að vera á jaðrinum þegar kemur að geðheilbrigðismálum til þess að vera hluti af þeim leiðum sem hægt er að nýta þegar kemur að því
að styðja við bata og vellíðan. Peer Support in Mental Health veitir yfirsýn yfir helstu hugtök þessarar hugmyndafræði, kosti þeirra og galla, og hvernig þeim er beitt. Höfundar fara yfir þróun jafningjastuðnings og notkun þess í dag með því að styðjast við dæmi og persónulega reynslu af mismunandi leiðum til þess að nýta þessa aðferðafræði. Um er að ræða kennslubók sem gagnast geðheilbrigðisstarfsfólki, jafningjum, þeim sem nýta sér þjónustuna sem og þeim sem veita hana.
Your Consent is not Re quired: The Rise in Psychia tric Detentions, Forced Treatment, and Abusive Guardianships Höfundur: Rob Wipond Fleiri löghlýðnir Banda ríkjamenn eru í dag nauðungarvistaðir og meðhöndlaðir með valdi „með þeirra eigin hag í huga“ en nokkru sinni áður í sögunni. Þó svo að geðveikrahælum þar í landi hafi verið lokað er enn verið að notast við aðferðir þess tíma en vaxandi fjöldi fólks úr mörgum stétt um þjóðfélagsins er látinn sæta eftirliti, ótímabundnu varðhaldi gegn vilja sínum, gefið öflug róandi lyf, beitt nauðung, sett í einangrun og gefið raflost. Í bókinni, sem byggir á sönnum sögum og gögnum frá Bandaríkjunum og Kanada, veitir rann sóknarblaðamaðurinn Rob Wipond yfir gripsmikla sýn á geðfangelsi og þvinguð inngrip samtímans og sýnir fram á mikilvægi aukins gagnsæis, árvekni og breytinga í geðheilbrigðismálum.
The Colour of Madness: Mental Health and Race in Technicolour Höfundar: Samara Linton og Rianna Walcott The Colour of Madness inniheldur endurminningar, ritgerðir, ljóð, stutt skáld verk og listaverk eftir litaða einstaklinga sem hafa glímt við geðrænar áskoranir. Tölfræði gefur til kynna að litaðir einstaklingar og aðrir þjóðernishópar í Bretlandi sem tilheyra minnihlutahópum búa yfir verri geðheilsu samanborið við hvíta einstaklinga á sama reki og eru auk þess líklegri til þess að vera nauðungarvistaðir. The Colour of Madness veitir þeim rödd sem upplifa öráreiti og fordóma vegna trúarbragða sinna og menningar og sýnir fram á hversu miklu meira litaðir einstaklingar þurfa að berjast fyrir því að hlustað sé á þá og þeim veitt aðstoð.
29
GEÐHJÁLP ÞAKKAR EFTIRTÖLDUM STUÐNINGINN
30
AC-Raf ehf. Aðalmúr ehf. Akureyrarbær Akureyrarkirkja Atlantsflug ehf. Bifreiðaverkstæði Kópavogs ehf. Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf. Birtingaholt Bílahöllin-Bílaryðvörn hf. Bílar og vélar ehf. Bílrúðuþjónustan ehf. Bjarnar ehf. BK ehf Blikksmiðjan Vík ehf. Bolungarvíkurkaupstaður Bortækni ehf. Bókabúðin Hrund sf. Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf. BR flutningar ehf. Brim hf. Brunahönnun slf. Brunnhóll ehf. BSRB - bandalag starfsmanna ríkis og bæja Byggingafélag námsmanna ses. Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. CrankWheel ehf. Curvy ehf. Dalvíkurbyggð Dalvíkurkirkja Debet endurskoðun og ráðgjöf DS lausnir ehf. Dún og fiður ehf.
Dynkur ehf. Dögun ehf. EB ehf. Eðalbílar ehf. Eining-Iðja Einkabílar ehf. Einsi Kaldi Veisluþjónusta ehf. Endurhæfingarstöðin ehf. Endurskoðun Flókagötu 65 ehf. Endurskoðun Helga Númasonar ehf. Enor ehf. Farfuglar ses. Fasteignasalan Bær Fastus ehf. Ferðakompaníið ehf. Félag málmiðnaðarmanna Akureyri Félag skipsstjórnarmanna Fishhouse ehf. Fiskmarkaður Vestmannaeyja hf. Fínn garður ehf. Fjarðarmót ehf. Fjarðaveitingar ehf. Fjarðaþrif ehf. Fjölbrautaskólinn við Ármúla Foreldrahús ses. Fossar, tryggingar og ráðgjöf ehf. Framrás ehf. Gaflarar ehf. Garðabær Gasfélagið ehf. Geislatækni ehf, Gilbert úrsmiður slf. Gistihúsið Seljavellir ehf.
Gistihúsið við höfnina Gjögur hf. Grindavíkurbær Grjótavík ehf. Grýtubakkahreppur GTIce ehf. Hafnarfjarðarhöfn Hagi ehf. Hampiðjan hf. Hamraborg ehf. Handverkstæðið Ásgarður HANNA Verkfræðistofa ehf. HEF veitur ehf. Hefðir ehf. Heilsustofnun N.L.F.Í Henson ehf. HH Steinar ehf. Hlíð ferðaþjónusta ehf. Hótel Leifur Eiríksson ehf. Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. HS Veitur hf. Hurðalausnir ehf. Hús og skip ehf. Hvalur hf. Hvammshólar ehf. Hvuttakot ehf. Hyrningur ehf. Höfðakaffi ehf. Ison ehf. Í réttum ramma ehf. Íkon ehf. Íslandslyftur ehf. Íþróttafélag fatlaðra Reykjavík J.E. Skjanni, byggingaverktakar ehf. J.G.K. TECh ehf. Jarðböðin hf. Jarðvegur ehf. JÁVERK ehf. Jóhann Ólafsson & Co ehf. Jónar Transport hf. Kanslarinn
STÖÐUG FRAMSÆKNI
MANNRÉTTINDI TRYGGÐ
GEDH
Kast ehf. Kjöreign ehf. Kjörís ehf. Klausturkaffi ehf. KOM Almannatengsl Króm og hvítt ehf. K-Tak ehf. Kælitækni ehf. Lagnir og þjónusta ehf. Landnámssetur Íslands Landslag ehf. Landsnet hf. Landssamband lögreglumanna Launafl ehf. Leisti ehf. Líf og sál sálfræðistofa ehf. Línan ehf. Loft og raftæki ehf. Loftorka Reykjavík ehf. Logh ehf. Lyfsalinn ehf. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Marka ehf. Meitill GT Tækni ehf. Múr og menn ehf. Nesskip hf. Netorka hf. Norðurflug ehf. Norlandia ehf. Norm X ehf. Nýþrif ehf. One Systems Ísland ehf. Onno ehf. Orka ehf. Orkubú Vestfjarða ohf. Óskirnar þrjár ehf. Plastiðjan ehf. Premmi sf. Prentverk Selfoss ehf.
HJALP.IS
PricewaterhouseCoopers ehf. RAFMENNT ehf. Rafport ehf. Raftákn ehf. Rekstrarumsjón ehf. Rikki Chan ehf. Rima Apótek ehf. Rósaberg ehf. Ræstitækni ehf. S.Ó.S. Lagnir ehf. Saga Travel Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu Samtök starfsm. fjármálafyrirtækja - SSF Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupsstað Satúrnus ehf. Selvogsgata ehf. Silfurberg ehf. Sjávarborg ehf. Sjónarlind ehf. Sjúkrahúsið á Akureyri Sjúkraþjálfun Reykjavíkur og Garðabæjar ehf. Skagafjarðarveitur Skólar ehf. Sláturhús Kvh ehf. Smali ehf. Sparisjóður Austurlands hf. Stéttarfélagið Samstaða Stórholt ehf. Stracta Hella ehf. Straumrás hf. Súðavíkurhreppur Sveitarfélagið Hornafjörður Sveitarfélagið Ölfus Sýni ehf. Sæbjörg EA 184 ehf. T.ark Arkitektar ehf. Tannlæknastofa Árna Páls Tannlæknastofan Valhöll ehf. Tannlæknaþjónustan slf.
ÖFLUG GEÐRÆKT
Tap technology ehf. Teiknistofa Páls Zóphóníassonar ehf. Tengi ehf. THG Arkitektar ehf. Topptjöld og vagnar ehf. Transporter ehf. Trésmiðja GKS ehf. Trésmiðjan Rein ehf. Tríg ehf. Tungusilungur ehf. Tveir smiðir ehf. UMÍS Umhverfisráðgjöf Ísl ehf. Úthafsskip ehf. VA arkitektar ehf. Vagnar og þjónusta ehf. Valdimar L. Gíslason sf. Vatnaskil ehf. Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar ehf. Verktækni ehf. Vernd, fangahjálp Verslunartækni ehf. Verslunin Albína Verslunin Álfheimar ehf. Versus bílaréttingar og málun ehf. Vélsmiðja Suðurlands ehf. Vélsmiðjan Foss ehf. VGH-Mosfellsbæ ehf. VHE ehf. Viðhald og nýsmíði ehf. Vignir G. Jónsson ehf. Wurth á Íslandi ehf. Zonet ehf. Þemasnyrting ehf. Þorbjörn hf. Þorgeirsson & Girke ehf. Þór hf. Þúsund Fjalir ehf. Þörungaverksmiðjan hf. Öryggisgirðingar ehf.
31
STÖÐUG FRAMSÆKNI ÖFLUG GEÐRÆKT
MANNRÉTTINDI TRYGGÐ
GEDHJALP.IS