Horgarsveit

Page 1

FLOKKUN TIL FRAMTÍÐAR í Hörgársveit


Til íhugunar • Um 91% Íslendinga flokka úrgang til endurvinnslu 19% flokka alltaf 37% flokka oft 35% flokka stundum eða sjaldan (Úr könnun Capacent Gallup fyrir úrvinnslusjóð í sept 2008)

• Endurnýting umbúða skal vera 60% til 85% á árunum 2012-2020 (Úr landsáætlun Umhverfisstofnunar)

• Jólapappír Breta um síðustu jól hefði þakið alla Guernsey (Ermasundseyja) sem er 82 km2 að stærð! Hve stóra eyju skyldi jólapappír Íslendinga geta þakið? • Endurvinnsla á 20 tveggja lítra gosdrykkjarflöskum úr plasti dugar til framleiðslu á einni meðalflíspeysu • Urðun á hverju tonni af pappír krefst þriggja rúmmetra rýmis á urðunarstað og veldur miklum gróðurhúsalofttegundum • Endurvinnsla á hverju tonni af pappír sparar u.þ.b. 4000 kWh af raforku miðað við venjulega framleiðslu pappírs. Þetta er álíka mikið og meðalheimili í Hörgársveit notar af rafmagni á hverju ári • Það er umhverfisvænna að safna pappa

og plasti frá íbúðarhúsnæði en að láta fólk skila því á grenndarstöðvar

(Vistferilsgreining fyrir plast- og pappaumbúðir í heimilissorpi á vegum Úrvinnslusjóðs, apríl 2006)

• Útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá úrgangi má að mestu leyti rekja til þess að hauggas frá loftfirrtu niðurbroti lífræns úrgangs losnar út í andrúmsloftið við urðun. Að auki losnar koldíoxíð við brennslu úrgangs. Helstu leiðir við að minnka þetta útstreymi eru þær að draga úr myndun úrgangs, minnka urðun og auka þess í stað m.a. endurvinnslu og jarðgerð. Þessar aðgerðir geta dregið úr útstreymi um allt að 9% (Úr skýrslu Umhverfisráðuneytis árið 2009 sem nefnist: “Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, niðurstöður sérfræðinganefndar“)

• Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel (Aristóteles)


Framfaraskref í endurvinnslu og endurnýtingu á sorpi Haustið 2009 var samið við Gámaþjónustu Norðurlands ehf. um nýtt fyrirkomulag í sorphirðu á heimilum í Hörgárbyggð. A.m.k. í fyrstu hefur sameining Hörgárbyggðar við Arnarneshrepp ekki áhrif á samninginn. Í Arnar- neshreppi er í gildi sambærilegur samningur við annað fyrirtæki.

Nýja fyrirkomulagið tekur gildi 1. júlí 2010. Allt frá því að formleg sorphirða hófst á því svæði, sem Hörgárbyggð nær yfir, hefur allur óflokkaður úrgangur frá svæðinu verið urðaður á Glerárdal. Þeim urðunarstað verður lokað á árinu 2011 og eftir það verður hinn óflokkaði úrgangur úr Hörgárbyggð fluttur á nýjan urðunarstað í landi Sölvabakka, stutt frá Blönduósi. Á undanförnum árum hafa opnast sífellt fleiri möguleikar á endurvinnslu á þeim úrgangi sem fellur til á Eyjafjarðarsvæðinu. Með því að flokka sem allra mest af úrganginum til endurvinnslu er minnkuð sú mikla auðlindasóun á sem felst í urðun hans og auk þess sem þá sparast miklir fjármunir þegar flytja þarf úrganginn um langan veg til urðunar. Mjög mikilvægt er að sorphirða frá heimilum taki mið af þessum nýjum aðstæðum. Í ljósi þess eru meginmarkmiðin með nýja fyrirkomulaginu að • draga úr fyrirsjáanlega miklum kostnaðar hækkunum í úrgangsmálum

• draga úr auðlindasóun með því að auka endurvinnslu úrgangs

Tunnur í stað kara Á hverju heimili verður: • Ein eða tvær 240 lítra tunnur (svartar með svörtu loki) fyrir óflokkaðan heimilis úrgang • Ein 240 lítra endurvinnslutunna (svört með grænu loki). Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að samtals verði að hámarki rúm fyrir 720 lítra af úrgangi á hverju heimili. Tunnurnar koma í stað kara þar sem þau hafa verið. Á nokkrum stöðum hafa körin verið stærri en sem nemur þessu hámarksmagni, en vonast er til að það komi ekki að sök. Komi upp vandamál þessu tengt verður skoðað hvernig unnt er að bregðast við þeim.

Losun á tunnunum verður svona:

• Tunnur fyrir óflokkaðan úrgang verða losaðar á tveggja vikna fresti • Endurvinnslutunnan verður losuð á fjögurra vikna fresti

Sorphirðualmanak Miðað er við að losun fari ætíð fram á sama vikudegi verði því við komið. Útbúið verður almanak þar sem sorphirðudagar eru til- greindir. Því verður dreift á hvert heimili og það verður einnig aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.


Endurvinnslutunnan.is Í Endurvinnslutunnuna má setja eftir­farandi flokka: Sett laust og beint í tunnuna Dagblöð og tímarit.

Skrifstofupappír, bæklingar, um­slög og ruslpóstur. Sléttur pappi/bylgjupappi s.s. hreinir pizzukassar og morgun­ kornspakkar.

Sett í poka (helst glæra), hver flokkur fyrir sig Málmar s.s. niðursuðudósir og lok af glerkrukkum.

Fernur, skolaðar og samanbrotnar.

Plastumbúðir s.s. sjampóbrúsar, plastdósir og plastpokar.

Í sérmerktum, bláum plastpokum Rafhlöður í sérmerktum bláum plastpokum.

Endurvinnslutunnan er losuð einu sinni í mánuði. Losunardaga má finna á www. www.horgarsveit.is og www.endurvinnslutunnan.is.

Eftirfarandi fylgir endur­vinnslu­tunnunni: Með Endurvinnslutunnunni fylgir kassi til söfnunar á pappír innanhúss, kassi og bláir pokar fyrir rafhlöður. Það er nauðsynlegt að rétt sé flokkað í tunnurnar svo að efnin skili sér ómenguð til endurvinnslu.


Óflokkað til urðunar Í tunnuna með gráa lokinu má setja: Allan heimilisúrgang, matarleifar, kaffikorg, matarsmitaðan pappír og plast, samsettar umbúðir (áleggsbréf, ostabox, tannkremstúpur og fleira). Einnig glerílát, ryksugupoka, bleiur og dömubindi, úrgang frá gæludýrahaldi. Almenna tunnan verður losuð á tveggja vikna fresti. Sjá losunaráætlun á www.horgarsveit.is og www.gamar.is/horgarsveit. Hafa ber í huga að staðsetja þarf tunnur á skjólgóðum stað svo starfsmenn Gámaþjónustu Norðurlands hafi greiðan aðgang að tunnunum og hægt sé að draga þær að bíl án hindrunar. Moka þarf snjó frá tunnum.

Óflokkað

sorp

Sími: 41 4 0200 • www.g ama a • www.g 4 0200 Sími: 41

mar.is

r.is


Körin geta orðið eftir Óski bændur eða aðrir eftir því að halda gamla karinu hjá sér, t.d. sem geymslu fyrir baggaplast eða annað, mun Gámaþjónusta Norðurlands lána þeim karið. Alls ekki má nota þessi ílát fyrir úrgang sem losaður er í reglulegri sorphirðu

Samráðsfundir Þar sem ör þróun er í endurvinnslumálum og úrgangsmálum almennt er í samningnum við Gámaþjónustuna ákvæði um reglulega samráðsfundi um efni samningsins. Hlutverk fundanna verður að leita leiða til að ná sem mestri hagkvæmni við framkvæmd samningsins, fyrst og fremst með því að auka magn endurvinnsluefna og þar með minnka óflokkan úrgang sem fer til urðunar.

Gámur við Mela Gámur fyrir grófan úrgang verður við Mela í Hörgárdal eins og undanfarin ár.

Gámur við Jónasarlund Á sumrin verður gámur fyrir grófan úrgang við Jónasarlund í Öxnadal.

Baggaplastið Söfnun á heyrúlluplasti (baggaplasti) frá bændum verður áfram með sama hætti og verið hefur undanfarin ár, þ.e. mánaðar-

lega á veturna, annan mánudag í mánuðifrá október og fram í júní. Í sömu ferð verða teknir hjólbarðar að undanskyldum stórum dráttarvélardekkjum.

Gámar fyrir járn og timbur Eins og undanfarin ár verða gámar fyrir járn og timbur til endurvinnslu við Hlíðabæ og Mela í nokkrar vikur í upphafi sumars. Það verður auglýst nánar síðar.

Flokkun ehf. Sveitarfélögin í Eyjafirði eiga sameiginlega fyrirtækið Flokkun Eyjafjarðar ehf. Það er samstarfsvettvangur þeirra í úrgangsmálum. Heimasíða fyrirtækisins er www.flokkun.is.

Jarðgerðarstöðin Molta Sveitarfélögin í Eyjafirði, ásamt nokkrum fyrirtækjum, eiga fyrirtækið Molta ehf., sem rekur jarðgerðarstöð í landi Þverár í Eyjafjarðarsveit. Jarðgerðarstöðin hóf starfsemi sína í lok ágúst 2009 og hefur fram að þessu aðallega unnið moltu úr sláturúrgangi, en í framtíðinni mun hún jafnframt taka við öllum lífrænum heimilisúrgangi af svæðinu, eftir því sem söfnunarkerfi fyrir hann verður komið upp. Gera má ráð fyrir að slíku kerfi verði komið upp í þéttbýlinu á Lónsbakka innan fárra ára.


Flokkum til framtíðar! Ábyrg og örugg endurvinnsla eru einkunnar­orð Gámaþjónustunnar og dótturfélaga hennar um allt land. Við notum þau til að fullvissa viðskiptavini okkar um áreiðanleika við afsetningu endurvinnsluefna og ábyrgjumst að flokkað efni frá heimilum og fyrirtækjum fari í réttan farveg til endurvinnslu. Til dæmis er innihald Endurvinnslutunnunnar handflokkað á færi­bandi og hver flokkur fyrir sig síðan pressaður í bagga og settur í gám til útflutnings. Þaðan fara efnin síðan til endurvinnslufyrirtækja sem nýta þau í ýmiss konar framleiðslu.

Ekki leikur nokkur vafi á því að kröfur um flokkun eiga enn eftir að aukast á næstu árum. Verum í fararbroddi með Gámaþjónustu Norðurlands í þeirri þróun.

BÆTT UMHVERFI - BETRI FRAMTÍÐ


Fernur Pappi

Rafhlöður

Pappír

Málmar

Dagblöð/ tímarit

Plastumbúðir

Fjölnisgötu 4a • 603 Akureyri Sími: 414 0200 • nordurland@gamar.is www.gamar.is

HÖRGÁRSVEIT

Endurvinnslutunnan.is

Skrifstofa Hörgársveitar sími 461 5474 • fax 461 5475 horgarsveit@horgarsveit.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.