Flokkun til framtíðar í Grýtubakkahreppi

Page 1

FLOKKUN TIL FRAMTÍÐAR í Grýtubakkahreppi


Til íhugunar •

91% Íslendinga flokka úrgang til endur- vinnslu: 19% gera það alltaf. 37% gera það oft. 35% gera það stundum eða sjaldan. (Úr könnun Capacent Gallup fyrir úrvinnslusjóð í september 2008)

• Endurnýting umbúða skal vera 60% til 85% á árunum 2012-2020. (Úr lands- áætlun Umhverfisstofnunar) • Í samræmi við mengunarbótareglu, skal kostnaður úrgangsstjórnunar greiddur af þeim sem framleiðir úrgang eða þeim sem eru núverandi eða fyrrverandi úrgangshafar. (Ný rammatilskipun Evrópusambandsins um úrgang) • Fyrir hvert kíló af harðplasti sem er endurunnið sparast eitt kíló af olíu. • 2

Jólapappír Breta um síðustu jól hefði þakið alla Guernsey (Ermasundseyja) sem er 82 km2 að stærð! Hve stóra eyju skyldi jólapappír Íslendinga geta þakið?

• Endurvinnsla á 20 tveggja lítra gos- drykkjarflöskum úr plasti dugar til fram- leiðslu á einni meðalflíspeysu. •

Urðun á hverju tonni af pappír krefst þriggja rúmmetra rýmis á urðunarstað og veldur myndun á miklum gróður- húsalofttegundum.

Endurvinnsla á hverju tonni af pappír sparar u.þ.b. 4000 kWh af raforku mið- að við venjulega framleiðslu pappírs. Þetta er álíka mikið og meðalheimili í Grýtubakkahreppi notar af rafmagni á 5–6 árum.

Það er umhverfisvænna að safna pappa og plasti frá íbúðarhúsnæði en að láta fólk skila því á grenndarstöðvar. (Vistferilsgreining fyrir plast- og pappa- umbúðir í heimilissorpi á vegum Úr- vinnslusjóðs, apríl 2006)

• Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel. (Aristóteles)


Ávarp Sveitarstjóra

Framfaraskref í endurnýtingu á sorpi í Grýtubakkahreppi Ágætu sveitungar. Á hverjum degi fellur ýmislegt til á heimilinu sem endar í ruslafötunni og í því umbúðaþjóðfélagi sem við búum í í dag eykst sífellt það sem ruslatunnan hirðir. Sumt af því er aðeins hægt að urða en stóran hluta er hægt að endurvinna og gera verðmæti úr. Í raun er okkur skylt að ganga þannig um að við endurnýtum sem mest og göngum sem best um auðlindir heimsins sem ekki eru óþrjótandi. Það er góður tímapunktur að fara í þessar breytingar núna þar sem nú er verið að gera ýmsar breytingar í úrgangsmálum. Um þessar mundir er meðal annars verið að loka urðunarstaðnum á Glerárdal, en í staðinn þarf að flytja sorpið í Stekkjarvík sem er skammt fyrir norðan Blönduós. Stutt er síðan að opnuð var jarðgerðarstöð á Þveráreyrum í Eyjafjarðarsveit þar sem mestallur lífrænn úrgangur er jarðgerður. Síðast en ekki síst er Gámaþjónusta

Norðurlands nú komin með bíl sem er tvískiptur, þ.e. getur tekið í sömu ferðinni almennt sorp sem fer vestur í Húnavatnssýslu og lífrænan úrgang sem fer í Moltu í Eyjafjarðarsveit. Þessi breyting hefur í för með sér meiri kostnað og því þarf að hækka sorphirðugjöldin. T.d er verulega dýrara að urða í Stekkjarvík en á Glerárdal. Með því að hirða sorpið sjaldnar má draga úr kostnaði og þar af leiðandi þarf ekki að hækka sorphirðugjöldin eins mikið en þau nægja fyrir um 55% af kostnaðinum. Með þessum breytingum eru stigin skref til betra umhverfis og til hagsbóta fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. Sameiginlega getum við gert gott umhverfi betra. Til hamingju með umhverfisvænni tilhögun sorphirðu í Grýtubakkahreppi. Guðný Sverrisdóttir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps 3


Endurvinnslutunnan.is

7 flokkar í sömu tunnu! Pappi

Fernur Rafhlöður

Pappír

Málmar

Dagblöð/ tímarit

Plastumbúðir

Norðurlands þurfa að hafa greiðan aðgang að tunnunum og best er að hafa þær sem næst lóðarmörkum við götu. Sérstakar festingar fyrir tunnur verða til sölu hjá Gámaþjónustu Norðurlands. Moka þarf snjó frá tunnum ef þörf krefur. Mikilvægt er að flokkunin takist vel en með henni næst mikill umhverfislegur ávinningur. Sjá leiðbeiningar hér að neðan:

Sett laust og beint í tunnuna Dagblöð og tímarit.

Skrifstofupappír, bæklingar, um­ slög og ruslpóstur.

Íbúum Grýtubakkahrepps er boðið upp á sérstaka endurvinnslutunnu með grænu loki en í hana má setja 7 flokka af endurvinnanlegum efnum. Það er full ástæða til að hvetja íbúa hreppsins til þess að nýta sér þessa lausn og stuðla þannig að aukinni endurvinnslu í sveitarfélaginu. Losunaráætlun endurvinnslutunnunar í Grýtubakkahreppi er á gamar.is/ grytubakkahreppur og á grenivik.is. Gámaþjónusta Norðurlands ábyrgist að allt innihald endurvinnslutunnunnar fari til endurnýtingar og urðun sparast. Hafa ber í huga að starfsmenn Gámaþjónustu 4

Sléttur pappi/bylgjupappi s.s. hreinir pizzukassar og morgun­ kornspakkar.

Sett í poka (helst glæra), hver flokkur fyrir sig Málmar s.s. niðursuðudósir og lok af glerkrukkum.

Fernur.

Plastumbúðir s.s. sjampóbrúsar, plastdósir og plastpokar.

Rafhlöður í sérmerktum bláum plastpokum.


Tökum þátt í lífrænni söfnun!

pokana fylgir til nota við söfnunina í eldhúsinu. Við viljum benda á að það er óæskilegt að setja fljótandi matarleifar t.d. súpur og þunna mjólkurafganga í pokana. Vekjum athygli á að íbúar sjá sjálfir um þrif á ílátum. Í gráu tunnuna og hólfið má setja eftirfarandi:

Óflokkað til urðunar

Mál tunnu: Breidd: 61 cm • Dýpt: 71 cm • Hæð: 108 cm

Ný tilhögun sorphirðu frá heimilum er að hefjast í Grýtubakkahreppi. Sérbýli fá eina tunnu með gráu loki með sérstöku hólfi fyrir lífræna úrganginn auk Endurvinnslutunnunnar. Fjölbýli fá tvær gerðir sérmerktra íláta auk Endurvinnslutunnunnar eftir því sem við á. Það er áríðandi að allur lífræni eldhúsúrgangurinn fari í sérstaka poka, úr maís/ kartöflusterkju, og bundið sé fyrir áður en þeir eru settir í hólfið í tunnunni sem ætlað er fyrir lífræna úrganginn eða í sérstakar tunnur. Þessir pokar eru umhverfisvænir og brotna niður í jarðgerðarferlinu ásamt innihaldinu. Hvert heimili fær 150 poka á ári sem eingöngu á að nota undir lífrænan eldhúsúrgang. Lítil handhæg karfa fyrir

• Bleiur og dömubindi • Úrgangur frá gæludýrahaldi • Fataefni, léreft og sterkar þurrkur svo sem Tork • Matarmengaðar umbúðir • Tannkrems- og áleggstúpur • Ryksugupokar • Sígarettustubbar • Sælgætis- og snakkumbúðir

Lífrænt til moltugerðar • Ávextir og ávaxtahýði • Grænmeti og grænmetishýði • Egg og eggjaskurn • Kjöt- og fiskafgangar + bein • Mjöl, grjón, pizza og pasta • Brauðmeti, kex og kökur • Kaffikorgur og kaffipokar • Teblöð og tepokar • Mjólkurvörur og grautar • Pottaplöntur og blóm • Kámugar pappírsþurrkur 5


Gámavöllur Grýtubakkahrepps Áformað er að girða af núverandi gámavöll við Grenivíkurhóla vorið 2011 og verður opnunartími auglýstur í framhaldi af því. Þá skapast aðstaða og forsendur fyrir góðri flokkun. Gert er ráð fyrir að íbúar fari á Gámavöll með allan stærri og grófari úrgang sem fylgir heimilishaldi. Rúmmálsfrekum pappa sem ekki rúmast í Endurvinnslutunnu má koma í gám við Jónsabúð. 6

Eftir opnun Gámavallar má sjá upplýsingar um opnunartíma á www.gamar.is/grytubakkahreppur og á www.grenivik.is.

Móttaka skilagjaldsumbúða: Íþróttafélagið Magni safnar reglulega skilagjaldsumbúðum (flöskum og dósum) til fjáröflunar fyrir starfið.


Flokkum til framtíðar! Ábyrg, örugg endurvinnsla eru einkunnar­orð Gámaþjónustunnar og dótturfélaga hennar um allt land. Við notum þau til að fullvissa viðskiptavini okkar um áreiðanleika við afsetningu endurvinnsluefna og ábyrgjumst að flokkað efni frá heimilum og fyrirtækjum fari í réttan farveg til endurvinnslu. Til dæmis er innihald Endurvinnslutunnunnar hand-

flokkað á færi­bandi og hver flokkur fyrir sig síðan pressaður í bagga og settur í gám til útflutnings. Þaðan fara efnin síðan til endurvinnslufyrirtækja sem nýta þau í ýmiss konar framleiðslu. Ekki leikur nokkur vafi á því að kröfur um flokkun eiga enn eftir að aukast á næstu árum. Verum í fararbroddi með Gámaþjónustu Norðurlands í þeirri þróun.

Bætt umhverfi - Betri framtíð! 7


maggi@12og3.is/Ljósmyndir: Maria Guðnadóttir, Bjarni Gunnarsson/Prentun: Litlaprent

Setjum umhverfið í fyrsta sæti!

Grýtubakkahreppur • Sími: 463 3159 Fax: 463 3269 • Netfang: sveitarstjori@grenivik.is www.grenivik.is

Fjölnisgötu 4a • 603 Akureyri Sími: 414 0200 • nordurland@gamar.is www.gamar.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.