

Margt smátt gerir eitt stórt!
Kosningabarátta Höllu Hrundar er að langmestu leyti rekin af sjálfboðaliðum og stuðningsfólki á öllum aldri og um allt land, sem trúir á þau gildi sem Halla Hrund stendur fyrir.
Baráttunni fylgir engu að síður töluverður kostnaður. Við viljum að sem flestir landsmenn fái tækifæri til að eiga samtal við Höllu Hrund og kynnast hennar sýn á forsetaembættið. Þess vegna leitum við eftir fjárframlögum frá öllum sem vilja leggja hönd á plóg. Um er að ræða frjáls framlög, þar sem margt smátt gerir eitt stórt. Ef þú vilt styðja kosningabaráttu Höllu Hrundar getur þú lagt inn á reikning framboðsins:
Kennitala: 500424-1090
Reikningsnúmer: 0133-26-016668
Saman getum við allt — fyrir framtíðina! styrkja.hallahrund.is
Hvar á ég að kjósa?
Hægt er að sækja þær upplýsingar auðveldlega á www.kosning.is
Viltu hjálp við að komast á kjörstað?
Hafðu samband í síma 780 0471, netfangi adstod@hallahrund.is eða með því að fylla inn upplýsingar á eftirfarandi slóð www.hallahrund.is/adstod
Útgefandi: Stuðningsfólk Höllu Hrundar Logadóttir Ábyrgðarmaður: Helga Lára Haarde Netfang: hallahrund@hallahrund.is


Með þjóðinni í liði – fyrir framtíðina
Á ferð minni um Ísland hefur verið einstakt að finna drifkraftinn og lífsgleðina sem býr í fólki um allt land. Það er ljóst að við sem þjóð höfum alla burði til að takast á við framtíðina með krafti og samtakamætti.

Saga Íslands sýnir hvernig þessi kraftur hefur mótað samfélagið okkar. Við börðumst fyrir sjálfstæði, mynduðum tengsl við önnur ríki og urðum þjóð meðal þjóða. Saman byggðum við upp bæi landsins, ungmennafélög, brýr og atvinnuvegi. Við unnum raforku úr vatnsföllum og nýttum jarðhitann fyrir húsin okkar. Við börðumst fyrir jafnrétti, jöfnum tækifærum, mannréttindum og náttúruvernd, byggðum leikhús, skóla og söfn og ræktuðum íslenska tungu.
Heimurinn er á fleygiferð. Loftslagsbreytingar og framfarir á sviði tækni og gervigreindar munu í náinni framtíð leiða til fjölda áskorana fyrir okkur sem þjóð. Í áskorunum felast líka tækifæri. Þá
skiptir máli að þétta raðirnar, sækja fram í sköpun og tækni og hlúa að fólkinu okkar, menningu, tungu og auðlindum. Þar gegnir embætti forseta Íslands veigamiklu hlutverki.

Ég mun tala fyrir langtímahugsun og almannahagsmunum þegar kemur að nýtingu auðlinda og landgæða, sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á gagnvart komandi kynslóðum. Ég mun vera málsvari barna og ungmenna og standa vörð um réttindi þeirra, velferð og andlega líðan. Það sama gildir um okkar eldri borgara. Það er ábyrgðarhluti að efla rödd þeirra sem byggt hafa upp landið og sýna þeim verðskuldaða væntumþykju og virðingu.




Sem forseti mun ég nýta stöðu mína til að hvetja til uppbyggilegs samtals þvert á landshluta. Ég vil skapa farveg fyrir alla í fjölbreyttu samfélagi okkar svo úr verði öflug heild. Þar skiptir máli að nýir Íslendingar fái grundvöll til að blómstra og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þannig siglum við verkefnunum í höfn, samstaða eykst og kærleikur og samkennd vex.
Ég mun tala fyrir hagsmunum þjóðarinnar á alþjóðavettvangi, fyrir friði, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindum. Ég mun nýta tengsl mín og þekkingu á málefnum norðurslóða til að gæta hagsmuna Íslands á krefjandi tímum þar sem margs konar breytingar á sviði umhverfis- og öryggismála eru fyrirsjáanlegar.
Forseti Íslands á að bera virðingu fyrir Alþingi og ekki vera stöðugt í pólitískum dansi. En hann þarf jafnframt að geta staðið keikur með þjóðinni ef á móti blæs. Komi upp sérstakar aðstæður þar sem langtíma hagsmunir þjóðarinnar eru undir getur þjóðin treyst því að ég mun stíga inn.
Við höfum alla burði til að skara fram úr í breyttum heimi. Með samvinnu og þátttöku að leiðarljósi höfum við Íslendingar náð ótrúlegum árangri. Ríkidæmi okkar býr í náttúrunni, hugviti og hæfileikum þjóðarinnar. Með samstöðu hefur okkur tekist að rækta þessar mikilvægu auðlindir. Þannig verðum við að vinna áfram, með almannahagsmuni að leiðarljósi, samfélaginu öllu til heilla.


Þú getur treyst því að ég verð með þjóðinni í liði, því saman getum við allt - fyrir framtíðina. Ég bið um þinn stuðning þann 1. júní næstkomandi í embætti forseta Íslands.




Almannahagsmunir í forgrunni
Halla Hrund Logadóttir hefur undanfarna tvo áratugi byggt upp víðtæka þekkingu á málefnum sem skipta sköpum fyrir framtíð Íslands. Hún hefur sterkan bakgrunn í auðlinda-, umhverfis- og jafnréttismálum sem og í menningar- og menntamálum.
Hún vill nýta krafta sína til að efla íslenskt samfélag.
Fulltrúi fólksins
Halla Hrund er fulltrúi almennings, fólksins í landinu. Hún hefur aldrei starfað fyrir eða innan stjórnmálaflokka og trúir því að hagsmunir almennings eigi að vera í forgrunni framfara.
Halla Hrund er alin upp í samheldinni fjölskyldu í Árbæjarhverfi og í sveit austur á Síðu. Hún er fædd í Reykjavík 12. mars árið 1981. Eiginmaður hennar er Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins 50skills. Þau eiga tvær dætur, Hildi Kristínu, 11 ára, og Sögu Friðgerði, 4 ára.

Ísland og auðlindirnar okkar
Halla Hrund hefur einstaka þekkingu á sviði auðlindamála sem skiptir máli fyrir framtíð Íslands. Hún var skipuð orkumálastjóri árið 2021, fyrst kvenna. Samhliða því hefur hún starfað sem aðjúnkt við Harvard háskóla þar sem hún kennir á meistarastigi. Hún gegndi einnig stöðu framkvæmdastjóra Iceland School of Energy við Háskólann í Reykjavík og forstöðumanns alþjóðaþróunar við sama skóla.
Halla Hrund dvaldi um tíma í Tógó í Vestur-Afríku þar sem hún tók þátt í kennsluverkefni í höfuðborg landsins, Lomé. Þá vann hún að verkefni á vegum OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, um hlutverk innviða í efnahagsþróun ríkja.

Alþjóðleg menntun og reynsla
Halla Hrund hefur dvalið við nám og störf í sex löndum samtals í yfir áratug og öðlast umfangsmikla alþjóðlega reynslu. Hún er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál frá The Fletcher School við Tufts háskóla, og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál.
Norðurslóðir og hagsmunir Íslands
Áður en Halla Hrund tók við starfi orkumálastjóra stóð hún, ásamt öðrum, að stofnun miðstöðvar rannsókna og þekkingar á sviði norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard Kennedy School. Þar vann hún með þéttum hópi fólks að málefnum norðurslóða á ýmsum sviðum. Má þar nefna auðlindamál, umhverfis- og loftslagsmál, málefni hafsins, öryggismál og fleira er varðar hagsmuni Íslands í síbreytilegum heimi.
Menning, listir og nýsköpun
Halla Hrund þekkir sérstöðu Íslands, náttúru, menningu og sögu vel. Hún hefur beina reynslu af því að kynna og vinna að útflutningi á íslenskri menningu en Halla Hrund leiddi stórt verkefni á erlendri grundu sem fjölmargir listamenn komu að. Verkefnið var m.a. unnið í samvinnu við Þjóðleikhúsið, Íslenska dansflokkinn, Iceland
Airwaves og Listasafn Reykjavíkur og vakti athygli milljóna manna.
Á árunum 2015 til 2021 vann Halla Hrund að nýsköpunarverkefninu Arctic Innovation Lab. Verkefnið, sem unnið var í samstarfi við fjölda háskóla á norðurslóðum, hefur frá þeim tíma verið leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarverkefnum. Í dag kennir Halla Hrund nýsköpunarnámskeiðið Policy and Social Innovation for the Changing Arctic á meistarastigi við Harvard Kennedy School.
Jafnréttismál um víða veröld
Halla Hrund er ein átta kvenna sem stóðu að stofnun alþjóðlega jafnréttisverkefnisins Stelpur styðja stelpur (e. Project Girls for Girls). Verkefnið miðar að því að efla færni og styrkja tengsl ungra kvenna um allan heim og styður nú við þúsundir kvenna í yfir 20 ríkjum.
Ef þú vilt forseta sem …

Sem forseti Íslands mun Halla Hrund…
stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi auðlinda okkar og náttúru
opna dyr og mynda tengsl fyrir nýsköpun, menningu og listir
tala fyrir hagsmunum Íslands og gildum mannréttinda, friðar og sjálfbærni á
alþjóðavettvangi
auka þekkingu á áskorunum eldri borgara og efla virðingu fyrir reynslu og visku þeirra
hefur víðtæka þekkingu á auðlindamálum, nýsköpun, jafnrétti og menningu
er ótengdur stjórnmálaflokkum setur almannahagsmuni í forgang er trúverðugur á alþjóðavettvangi hlúir að þeim sem minna mega sín þjónar öllu landinu jafnt gætir trúnaðar við ólíka hópa samfélagsins vinnur af heilindum og alúð í þágu þjóðarinnar
… þá er Halla Hrund Logadóttir þinn forseti.
vera öflugur liðsmaður ungs fólks og vinna með þeim að ólíkum tækifærum
vekja athygli á vanda fólks með fíknisjúkdóma og aðstandenda þeirra
stuðla að jöfnum tækifærum fatlaðs fólks
í okkar samfélagi
styðja við skapandi leiðir í því að efla íslenskukunnáttu og þátttöku aðfluttra Íslendinga
nýta tækni og samfélagsmiðla til að gera forsetaembættið aðgengilegra
stuðla að aukinni samkennd, lífsgleði, bjartsýni og hlýju meðal þjóðarinnar

Gylfi Ólafsson
Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar

Tótla Sæmundsdóttir
Framkvæmdastjóri Barnaheilla

Guðni Már Haraldson
Prestur

Kristín Þóra Haraldsdóttir Leikkona

Vilborg Arna Gissurardóttir
Ævintýrakona og ráðgjafi

Magnús Þór Sigmundsson
Tónlistarmaður

Sigrún Helgadóttir
Líffræðingur, rithöfundur

Ólafur S. Andrésson
Lífefnafræðingur og fyrrverandi háskólaprófessor

Omar Salama
Skákkennari á Laufásborg og eigandi ferðaskrifstofunnar Kleopatara Tours
Tómas Þór Þórðarson
Ritstjóri enska boltans á Síminn
Sport


Sirrý Arnardóttir
Stjórnendaþjálfari, háskólakennari og rithöfundur

Anna Valgerður Káradóttir
Þjálfari

Greipur Gíslason
Ráðgjafi

Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Leikari

Stefán Hilmarsson
Tónlistarmaður

Viggó Ásgeirsson
Forstöðumaður viðskiptaþróunar Landsbankans

Sverrir Steinn Sverrisson
Sölu & Markaðsstjóri GODO

Melkorka Ólafsdóttir
Dagskrárgerðarkona
Forsetakjör 2024

„Forseti Íslands á ávallt að standa með þjóðinni.
Hann er óhræddur við að hlusta og beita dómgreind sinni og þekkingu til að grípa inn í ef á þarf að halda. Þess vegna þarf hann að standa utan við pólitískar deilur og hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi.”
hallahrund.is #xhallahrund