Hagur 1.tbl 37.árgangur 2015

Page 1

Karlar launahærri en konur 1. tbl. 37. árgangur 2015

Nýútskrifaðir karlar eru með 550.000 krónur í laun en konur 415.000 krónur. Í flestum tilfellum eru karlar launahærri en munurinn er hverfandi hjá þeim sem lokið hafa MBA námi.

Meðaltal launa 860.000 krónur Samkvæmt nýrri kjarakönnun FVH er meðaltal heildarlauna viðskipta- og hagfræðinga 860.000 krónur og miðgildið 777.000 krónur. Meðaltal grunnlauna er 766.000 krónur.

Flestir njóta hlunninda Um 80% fá styrk vegna síma eða símakostnaðar og 66% fá styrk til heilsueflingar. Fátítt er að viðskiptafræðingar og hagfræðingar njóti ekki hlunninda í störfum sínum.


2

Leiðari

Gagnleg viðmið

Þ

að er fátt sem vekur jafn mikla forvitni eins og launatölur, óháð aldri og atvinnugreinum. Þegar við sækjum um starf eftir skóla er erfitt að leggja mat á hversu mikið virði okkar er og hvað er eðlilegt að miða sig við. Eins vilja flestir sjá til þess að launin haldist í takt við launaþróun í atvinnugreininni eða á vinnustaðnum. Þótt enginn þykist hafa áhuga á þessu þá rjúka út tímarit og blöð eins og heitar lummur einu sinni á ári þar sem tekjur þúsunda Íslendinga eru upplýstar. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga lætur gera kjarakönnun annað hvert ár þar sem fram kemur meðaltal launa eftir menntunarstigum og starfsaldri. Margt áhugavert er á að líta í niður­ stöðunum í ár. Könnunin hefur reynst mjög gagnleg í gegnum tíðina og getur hjálpað nýútskrifuðum jafnt sem reynsluboltum í atvinnulífinu til að nota sem viðmiðun. Þegar laun voru skoðuð hjá körlum og konum var niðurstöðurnar áhugaverðar. Í flestum tilfellum eru karlar með hærri laun sem kemur ekki mikið á óvart miðað við umræðuna í samfélaginu. Áhugavert er þó að sjá að nýútskrifaðar konur eru með byrjunarlaun upp á 415.000 krónur en karlar með 550.000. Hjá þeim sem hafa lokið MBA námi er munurinn minni og enginn í sumum

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) – fagfélagið þitt! Ágæti viðskiptafræðingur/hagfræðingur

tilfellum.­ Það er því áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna konur eru með lægri laun en karlar þegar þær stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu og í raun varla hægt að segja að fólk sé hokið­ af reynslu nema í undantekningartilfellum. Edda Hermannsdóttir, formaður ritnefndar FVH

/is www.pwc.com

- og a t p i k s ð i v r Kjö a 2015 g n i ð æ r f g a h

Við hvetjum þig til að taka þátt í öflugri starfsemi FVH með því að greiða greiðsluseðil. Jafnframt viljum við benda á að fyrirtæki hafa í vaxandi mæli tekið að sér að greiða félagsgjaldið þar sem atvinnurekendur sjá sér hag í því að starfsmenn þeirra eigi kost á öllu því sem er í boði hjá FVH. Aðild að FVH borgar sig!

Ávinningur þess að vera félagsmaður FVH: •

• • • • • • • • • •

Kjarakönnun FVH. Hvar stendur þú í samanburði við markaðinn? Hvergi er unnin sambærileg könnun á kjörum viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagsmenn geta skoðað niðurstöður könnunarinnar á innra neti félagsins. Hagur, vandað tímarit FVH, gefið út tvisvar á ári, með greinum er varða starfið og stéttina Hagstæðari kjör á athyglisverða fundi og ráðstefnur 50% afsláttur á Íslenska þekkingardaginn 40% afsláttur á morgun- og hádegisverðarfundi félagsins Frítt á vinnustofur Efling tengslanets í atvinnulífinu Hagstæðari kjör á fjölbreyttri endurmenntun og á ýmsa viðburði Boð í fyrirtækjaheimsóknir Golfmót FVH ... og margt fleira

FVH býður nýja félaga hjartanlega velkomna í félagið! Ertu örugglega skráður á póstlista FVH? Færðu reglulega póst frá félaginu um það sem er á döfinni? Ef ekki: Skráning á www.fvh.is eða með því að senda póst á fvh@fvh.is Skoðar þú erindi og kjarakannanir FVH á netinu? Ef ekki getur þú nýskráð þig á www.fvh.is Ef einhverjar spurningar vakna getur þú sent póst á fvh@fvh.is

Ertu örugglega skráður á póstlista FVH?

Færðu reglulega póst frá félaginu um það sem er á döfinni? Ef ekki:

Skráning á www.fvh.is eða með því að senda póst á fvh@fvh.is Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) er framsækið og virt fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskipta- og hagfræða og má rekja sögu félagsins allt aftur til ársins 1938. Viðskipta- og hagfræðingar á Íslandi eru stór hópur fólks, sem getur haft mikinn slagkraft en félagið er farvegur fyrir hagsmunamál þessa hóps. Meðal þess sem FVH sinnir er að viðhalda fagþekkingu með ýmiss konar fræðslu og endurmenntun, hlúa að kjörum viðskipta- og hagfræðinga með árlegri kjarakönnun og bjóða upp á vettvang til að efla tengsl félagsmanna. Ritstjóri: Edda Hermannsdóttir Ábyrgðarmaður: Dögg Hjaltalín Prentun: Landsprent

Kjarakönnun FVH Kjarakönnun FVH á sér langa sögu, en hún var fyrst gerð árið 1997. Var hún framkvæmd annað hvert ár fram til ársins 2007, en síðan á hverju ári fram til ársins 2011. Við hjá PwC sjáum nú um framkvæmd könnunarinnar í annað sinn og hófst samstarf FVH og PwC árið 2013. Það er okkur sönn ánægja að leggja FVH lið í þessu mikilvæga verkefni.


Fjölbreytt námskeið framundan KPMG heldur námskeið sem henta vel fjármálastjórum, starfsfólki í reikningshaldsdeildum, stjórnarmönnum, nefndarmönnum í endurskoðunarnefndum, sem og ytri og innri endurskoðendum. Námskeiðin eru öllum opin.

Skatta- og félagaréttur Útreikningur tekjuskattsstofns, skattskuldbinding og samsköttun 12. nóv | kl. 9-12 | 16.900 kr. Úttektir hluthafa úr félögum 4. des | kl. 9-11 | 11.900 kr.

Reikningsskil IFRS 15 - Tekjur af samningum við viðskiptavini 6. nóv | kl. 9-12 | 16.900 kr. IFRS 9 fyrir önnur fyrirtæki en fjármálafyrirtæki 1. des | kl. 9-11 | 11.900 kr. Grunnnámskeið um alþjóðlega reikningsskilastaðla 7. des | kl. 9-12 | 16.900 kr.

Endurskoðun Endurskoðunarferillinn 8. des | kl. 13-16 | 16.900 kr. Innra eftirlit og rauntímaeftirlit 9. des | kl. 13-16 | 16.900 kr. Námskeiðin veita löggiltum endurskoðendum endurmenntunareiningar Skráning og nánari upplýsingar á kpmg.is


4

Miðgildi heildarlauna eru 777.000 samkvæmt nýrri kjarakönnun

Meðaltal launa 860.000 krónur Í

nýrri kjarakönnun kemur fram að meðaltal launa viðskipta- og hagfræðinga eru 860.000 en miðgildi 777.000 krónur. Meðaltal heildarlauna viðskipta- og hagfræðinga var 860.000 krónur en miðgildi 777.000 krónur. Þetta kemur fram í nýrri kjarakönnun sem Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga lét gera á dögunum. Þessi munur sýnir að dreifing launa er pósitíft skekkt sem þýðir að nokkrir mjög háir launaháir einstaklingar draga meðaltal launa upp. Staðalfrávik heildarlauna var 390.000 krónur sem sýnir að mikil dreifing er á heildarlaunum meðal viðskiptaog hagfræðinga. Miðgildi grunnlauna var 684.000 krónur og meðaltalið var 766.000 krónur. Staðalfrávik grunnlauna var 370.000 krónur. Minnihluti, eða 19%, fékk yfirvinnu greidda í febrúar og er því miðgildi yfirvinnulauna 0 krónur. Meðaltalið var 36.000 krónur og staðalfrávikið 110.000 krónur. Þetta sýnir að meginlína í launafyrirkomulagi viðskipta- og hagfræðinga eru föst mánaðarlaun. Mest launahækkun hjá neðstu menntunarstigunum Heildarlaun hækka með aukinni menntun eins og búast mátti við. Undantekningin er að þeir sem eru með mastersgráðu voru með lægri laun en þeir sem hafa Cand.oecon. gráðu. Skýringin­ liggur meðal annars í því að Cand.oecon. hópurinn er eldri og með meiri starfsaldur en hópurinn með masterspróf. Launahækkun frá 2013 var 8-11% hjá

þremur neðstu menntunarstigunum, 4% hjá þeim sem hafa doktorsgráðu og 2% hjá þeim sem hafa lokið MBA námi.

Minnsti og mesti starfsaldur hækka mest Tekjur hækka einnig með auknum starfsaldri. Þetta má sjá betur á mynd 2. Þeir sem eru með 11-20 ára starfsaldur standa nánast í stað í launum, en í öðrum starfsaldurshópum hafa laun hækkað frá 2013. Mesta hækkun­ in er hjá þeim sem hafa 0-2 ára starfsaldur (20%) og hjá þeim sem hafa hæsta starfsaldurinn (20%). Mikill munur er á launum þeirra sem eru með 6-10 ára starfsaldur og 11-20 ára starfsaldur, eða um 161.000 krónur. Meira en helmingur starfsmanna með 11-20 ára starfsaldur er í stjórnunarstöðum. Við 21-29 ára starfsaldur er þriðjungur í stöðu æðstu stjórnenda. 7

Undantekningin er að þeir sem eru með mastersgráðu voru með lægri laun en þeir sem hafa Cand. Oecon gráðu. Skýringin liggur meðal annars í því að Cand. Oecon hópurinn er eldri og með meiri starfsaldur en hópurinn með masterspróf.


Gæðakerfi - gæðahandbók

einfalt vinnferli við útgáfu gæðahandbóka og skjala

Vefkerfi sem auðveldar allt aðgengi að handbókum og gæðaskjölum, hvort sem er á innri- eða ytri vef fyrirtækja og stofnana.

Getur sent skjöl í rýni til gæðatengla eða annarra til samþykktar eða yfirlesturs.

með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi.

NS K

ELJUM ÍS L -V

One býður hagkvæmar lausnir

OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is

UM LJ

T

Þróunarstefna OneSystems styður Moreq2, kröfur evrópulanda um gagnsæi, rekjaleika og öryggi.

SK LEN T -VE ÍS

Auðveldar gerð og útgáfu gæðaskjala.

OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitarfélögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir geta afgreitt sig sjálfa á OneRecords sjálfvirkan máta með er öflug lausn sem innsendingu auðveldar fyrirtækjum umsókna og og sveitar- félögum halda utan erinda á um mál sem eru í gangi á hverjum vef. tíma. Stjórnendur hafa yfirsýn yfir gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yfir þau mál sem þeir bera ábyrgð á. ÍSLE

VE ST - LJUM EN

Hentar fyrir allar gerðir handbóka svo sem stjórnunar-, rekstrar-, skipulags-, starfsmanna-, notenda-, gæða-, umhverfis-, neyðar- og öryggishandbóka.

Self-Service


6

Laun hafa hækkað um 7,3% á tveimur árum

Karlar með um 30% hærri laun við útskrift Í

flestum tilfellum eru karlar með hærri laun en konur en launin eru nokkuð jöfn hjá þeim einstaklingum sem lokið hafa MBA námi. Konur sem lokið hafa grunnnámi í viðskipta- eða hagfræði eru með 415.000 krónur í heildarlaun að meðaltali á meðan karlar eru með 550.000 krónur. Borin voru saman laun karla og kvenna innan þeirra menntunar- og starfaldurshópa þar sem að minnsta kosti fimm einstaklingar voru í hverjum hópi. Í ljós kemur að laun karla eru hærri í þrettán tilvikum og laun kvenna eru hærri í þremur­tilvikum. •• Með hækkandi starfsaldri •og aukinni menntun eru •• karlar áfram með hærri laun • í flestum flokkum en laun eru •• nokkuð jöfn hjá þeim sem • lokið hafa MBA námi. Fram kemur í niðurstöðu PWC í •• kjarakönnuninni að áhuga•vert væri að skoða stöðu inn•• an fyrirtækja samtímis, en til •þess þyrfti tvöfaldan fjölda •• svara í könnuninni. Í töfl• unni má sjá hver munurinn er á launum karla og kvenna eftir kyni, menntun og starfsaldri. Hjá körlum eru launahæstu hóparnir eftirfarandi:

Hjá konum eru launahæstu hóparnir eftirfarandi:

»» Mastersnám og lengri en 30 ára starfsaldur (1.104.000 krónur)

»» Mastersnám og 21-29 ára starfsaldur (1.001.000 krónur)

»» MBA nám og 21-29 ára starfsaldur (1.100.000 krónur)

»» MBA nám og 21-29 ára starfsaldur (1.000.000 krónur)

»» Mastersnám og 21-29 starfsaldur (970.000 krónur)

»» Cand.oecon. nám og lengri en 30 ára starfsaldur (985.000 krónur)

10 10 10

Laun hækkað um 7,3% á tveimur árum Laun viðskipta- og hagfræðinga hafa hækkuð um 7,3% frá 2013, sem nemur rúmlega 3,6% hækkun. Árleg hækkun á miðgildum launa karla og kvenna er sú sama, eða 3,3%. Í kjarakönnun FVH voru gögn vigtuð fyrst árið 2011 og síðan árið 2013. Eins og áður hefur verið fjallað um voru gögnin vigtuð einnig núna árið 2015. En í umfjöllun um launaþróun voru gögnin ekki vigtuð til að gæta samræmis.

Fram kemur í niðurstöðu PWC í kjarakönnuninni að áhugavert væri að skoða stöðu innan fyrirtækja samtímis, en til þess þyrfti tvöfaldan fjölda svara í könnuninni.


Nýsköpun SPRETTUR ÚR SAMSTARFI

Marel tengir saman það sem matvælaiðnaðurinn gerir best og það sem við gerum best. Sameinaðir kraftar skila samfélaginu öllu auknum verðmætum. Horfum saman til framtíðar

marel.is


8

Flestir fá styrk vegna símakostnaðar

Flestir njóta hlunninda F

átítt er að viðskipta- og hagfræðingar njóti engra hlunninda í störfum sínum. Flestir fá styrk vegna síma og líkamsræktar. Rúmur helmingur viðskipta- og hagfræðinga fær ekki greidda yfirvinnu og hjá 6% er engin yfirvinna í boði. Fjórðungur fær svokallaða fasta yfirvinnu greidda óháð vinnuskyldu – m.ö.o. yfirvinna

er innifalin í mánaðarlaunum þeirra. Aðeins 10% fá greidda yfirvinnu samkvæmt unnum tímum. Tæp 40% viðskipta- og hagfræðinga fá engar af þeim aukagreiðslum sem nefndar voru í könnuninni. Algengast er að aukagreiðslur séu í formi ökutækjastyrks eða fæðishlunninda. 81% fá styrk vegna símakaupa og símkostnaðar, 66% fá

styrk vegna líkamsræktar og 59% fá styrk vegna fartölvukaupa eða er úthlutað fartölvu. Þá eru 28% sem eru með ökutækjastyrk og 25% með fæðishlunnindi. Samkvæmt þessum niðurstöðum eru 16% viðskipta- og hagfræðinga með kaupauka. Fatastyrkur er mjög sjaldgæfur. Afar fátítt er að viðskipta og hagfræðingar njóti engra hlunninda.

81% fá styrk vegna símakaupa og símkostnaðar, 66% fá styrk vegna líkamsræktar og 59% fá styrk vegna fartölvukaupa eða er úthlutað fartölvu.

Tæp 40% viðskipta- og hagfræðinga fá engar af þeim aukagreiðslum sem nefndar voru í könnuninni.


NM70779 ENNEMM / SÍA /

VIÐ TÓKUM ÁKVÖRÐUN: AÐ VEITA BESTU BANKAÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI ... ... svo þú eigir auðveldara með að taka þínar ákvarðanir Sumar ákvarðanir um fjármál eru hversdagslegar, aðrar með þeim mikilvægustu á lífsleiðinni. Okkar hlutverk er að veita þér bestu ráðgjöf, fræðslu og þjónustu sem völ er á til að auðvelda þér að taka þínar ákvarðanir. Við tökum vel á móti þér í næsta útibúi og á islandsbanki.is

2014

2015


10

7

Hæstu launin eru í verslun og iðnaði

Bókarar og launafulltrúar lægstir V

iðskipta- og hagfræðingar starfa í fjölbreyttum atvinnugreinum og starfsgreinum þar sem miðgildi heildarlauna er dreift. Hæsta miðgildi heildarlauna viðskipta- og hagfræðinga mælist hjá þeim sem starfa við verslun. Þetta kemur fram í kjarakönnun þegar litið er til atvinnugreina. Miðgildi heildarlauna þeirra mælist 983.000 en voru 900.000 krónur árið 2013. Þegar horft er til starfsgreina eru æðstu stjórnendur í fyrirtækjum með að minnsta kosti 20 starfsmenn launahæstir með 1.125.000 krónur í mánaðarlaun, framkvæmdastjórar sviða koma næstir með 1.100.000 krónur og þar næst forstöðumenn með 1.050.000 krónur. Launahæstu sérfræðingarnir eru löggiltir endurskoðendur með 977.000 krónur. Næst koma fjármálasérfræðingar með 825.000 krónur og í þriðja sæti eru kennarar með 730.000 krónur. Bókarar og launafulltrúar eru launalægstir af þeim hópum sem hér eru til

Af 10 launahæstu hópunum árið 2015 eru 7 þeirra stjórnendur. Þeir stjórnendur sem eru í neðri helmingnum eru skrifstofustjórar, markaðsog sölustjórar og viðskipta- og vörustjórar. umfjöllunar, en laun þeirra eru 431.000 krónur. Af 10 launahæstu hópunum árið 2015 eru 7 þeirra stjórnendur. Þeir stjórnendur sem eru í neðri helmingnum eru skrifstofustjórar, markaðs- og sölustjórar og viðskipta- og vörustjórar.

Mannaforráðum fylgja auknar tekjur Ljóst er að með auknum mannaforráðum fara laun hækkandi. Á mynd 4 má sjá að þeir sem hafa mannaforráð yfir 20 starfsmönnum eða fleiri eru með


11

8

1.048.000 krónur í mánaðarlaun en árið 2013 voru launin 950.000 krónur. Einnig sést að

við það að hafa forráð yfir 1-2 starfsmönnum hækka launin um 132.000 krónur.

Hæstu launin í verslun og iðnaði Á eftir verslun mælast hæstu launin í iðnaði, 927.000. Næst kemur orka/stóriðja með 900.000 og í fjórða sæti er fjármálageirinn með 853.000. Lægstu launin voru í menntastofnunum þar sem launin mældust 613.000 krónur og í fjarskiptum, 668.000 krónur. Við mat á launum innan einstakra atvinnugreina þarf að taka tillit til þess hversu margir í úrtakinu voru í stjórnunarstöðum og hve margir voru í sérfræðistörfum innan hverrar atvinnugreinar. Í endurskoðun eru 86% í sérfræðistörfum en fimm hæstu launin eru í endur­ skoðun. Í orku/stóriðju eru 69% í sérfræðistörfum og enginn í stöðu æðsta stjórnanda, en þriðju hæstu launin voru í þessari grein. Hæstu laun sérfræðinga eru í endurskoðun og orku/stóriðju. Hæstu laun æðstu stjórnenda voru í flutningastarfsemi og því næst í útgerð/ fiskiðnaði. Hæstu laun annarra stjórnenda voru í verslun og þar næst í ráðgjöf. Af þeim sem störfuðu við verslun voru 34% æðstu stjórnendur og 36% í öðrum stjórnunarstöðum. Hlutfall æðstu stjórnenda er þó hæst í rekstrarþjónustu eða 48%, en launin eru ekki í takt við það. Athuga ber að einungis 10 eru í rekstrarþjónustu og erfitt að draga miklar ályktanir út frá þeim fjölda.

FHBS ¢Þ UFnJS Ó LMVLLVUÓNB OPUBS̲V KBGO NJLMB PSLV PH TLÈLLMVLLB ¢BSG UJM B̲ HBOHB Ó O TUVN ÈS Það er kraftur í þér. Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar við Ljósafoss varpar ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Verið velkomin.

Opnunartíma og leiðarlýsingar má finna á landsvirkjun.is/heimsoknir


12

Kjör og fríðindi mikilvægust við val á stéttarfélagi

Fjórðungur utan stéttarfélaga F

lestir telja kjarasamninga, kjör og fríðindi mikilvægasta þáttinn þegar kemur að vali stéttarfélaga samkvæmt kjarakönnun FVH og settu 46% svarenda það í fyrsta sæti. Næstmikilvægasti þátturinn var góðar sjúkratryggingar og völdu 28% svarenda þann þátt sem mikilvægastan. Fræðslustyrkir, lág stéttarfélagsgjöld og aðgangur að orlofshúsum voru svo talin mikilvægustu þættirnir hjá 7-10% svarenda.

Fjórðungur utan stéttarfélaga Aðspurðir um stéttarfélög voru 27% í BHM/KVH og sama hlutfall í VR. Það voru 24% utan stéttarfélaga, eða nærri fjórðungur þátttakenda. Athuga ber að í niðurstöðum fyrir þessa spurningu voru felldir brott þeir sem voru hættir störfum eða á eftirlaunum og þeir sem bjuggu erlendis. Stofnun nýs stéttarfélags Það voru skiptar skoðanir hjá viðskipta- og hagfræðingum varðandi það að ganga í stéttar­ félag FVH ef það yrði stofnað. Alls töldu 36% vera miklar líkur á því en 26% sögðu það ólíklegt. Þá eru 38% sem sögðu það hvorki líklegt né ólíklegt. Velja að standa utan stéttarfélaga Borin var fram opin spurning til þátttakenda um hvers vegna þeir væru aðilar að því stéttarfélagi sem þeir greiða til. Einnig voru þeir sem áttu ekki aðild að neinu stéttarfélagi spurðir hví þeir væru ekki í stéttarfélagi.

Algengustu svör þeirra sem standa utan stéttarfélaga voru á þá leið að viðkomandi væri stjórnandi eða sjálfstætt starfandi og því ekki í stéttar­félagi. Of mikill kostn-

aður og áhætta af verkföllum var einnig nefnt. Margir nefndu einnig að ávinningurinn væri ekki mikill og að þeir sæju ekki hag í því að vera í stéttarfélagi.

17

Fræðslustyrkir, lág stéttarfélagsgjöld og aðgangur að orlofshúsum voru svo talin mikilvægustu þættirnir hjá 7-10% svarenda.

17


Nám við einn af 300 bestu háskólum heims

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands býður upp á fjölbreytt, krefjandi og metnaðarfullt framhaldsnám. Þú getur valið um 10 námsleiðir í framhaldsnámi: MA í skattarétti og reikningsskilum

MS í mannauðsstjórnun

MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum

MS í viðskiptafræði

MS í stjórnun og stefnumótun

MS í fjármálum fyrirtækja

M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun

MS í nýsköpun og viðskiptaþróun

MBA í viðskiptafræði

PhD í viðskiptafræði

Umsóknarfrestur í meistaranám er til og með 15. apríl. Hægt er að sækja um rafrænt á www.vidskipti.hi.is. Umsóknarfrestur í MBA nám er til og með 20. maí, sjá nánar á www.mba.is.

VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD www.hi.is


14

11% leita að öðru starfi

30% í ferðaþjónustu leita að öðru starfi

16

Þ

átttakendur í könnun­ inni voru spurðir um hvort þeir hugi að breytingum á starfsvettvangi. Hér er eingöngu tekið mið af þeim sem voru á vinnu­ markaði hérlendis. Alls eru 11% að leita að öðru starfi og 20% sem gætu hugsað sér að skipta um starf. Alls er því 31% sem gæti fært sig til í starfi, en 29% hafa ekki hug á að skipta um starf. Loks eru 37% sem myndu skoða spennandi tækifæri ef þau byðust. Þegar viðhorf til breytinga á starfsvettvangi er skoðað eftir atvinnugreinum kemur í ljós að í fjórum atvinnugrein­ um er hlutfall þeirra sem gætu hugsað sér að skipta um starf eða eru að leita að öðru starfi hærra en 40%. Þetta er starfsfólk í félagasamtökum, flutningastarfsemi, ferðaþjón­ ustu og framleiðslu. Orka og stóriðja sker sig algjörlega úr meðal atvinnugreina, en þar hlutfallið sem er að leita/gæti hugsað sér að skipta um starf eingöngu 6%. Þegar litið er eingöngu á hlutfall þeirra sem eru að leita að öðru starfi er lang­ hæsta hlutfallið í ferðaþjón­ ustu, eða 30%. Þar á eftir eru 20% í fjarskiptum og 18% í upplýsingatækni.

Þegar viðhorf til breytinga á starfsvettvangi er skoðað eftir atvinnugreinum kemur í ljós að í fjórum atvinnugreinum er hlutfall þeirra sem gætu hugsað sér að skipta um starf eða eru að leita að öðru starfi hærra en 40%.


Sömu laun fyrir sömu vinnu Til hamingju með gullmerkið 2015

Til að hljóta gullmerki jafnlaunaúttektar PwC þarf launamunur að vera minni en 3,5%. Gullmerkið er staðfesting á framúrskarandi árangri handhafa þess í launamálum kynjanna og framlagi í þágu launajafnréttis.

PwC ráðgjöf – sérfræðingar í launum Hafðu samband við PwC | Skógarhlíð 12 | 105 Reykjavík | Sími 550 5300 | www.pwc.is


16

Flestir sækja grunnnám í HR en í heild útskrifast flestir frá HÍ

40% frá Háskóla Íslands F

lestir svarenda sóttu grunnnám í Háskólanum í Reykjavík en heilt yfir hafa flestir sótt nám í Háskóla Íslands. Langflestir viðskipta- og hagfræðingar koma úr Háskóla Íslands samkvæmt kjarakönnun FVH eða 40%. Rúmlega fjórðungur kemur úr Háskóla Reykjavíkur. Athygli vekur að 18% stunduðu nám í erlendum skóla. Mun færri voru við nám í Bifröst (8%) og Háskólanum á Akureyri (7%). Í könnuninni var spurt um menntun viðskipta- og hagfræðinga. Rúm 36% þeirra hafa BS/BA gráðu og 33% hafa lokið meistaranámi. Það eru 18% sem hafa Cand. oecon. gráðu og 11% sem hafa lokið MBA námi. Lítil breyting er á því úr hvaða skólum viðskipta- og hagfræðingar koma. Nemendum úr Háskóla Íslands hefur fækkað milli ára, eða um rösk 3%, og dreifast þeir jafnt á aðra skóla hérlendis. Nemendum úr erlendum skólum hefur fækkað lítillega. Litlar breytingar eru á því hvaða prófgráður viðskipta- og hagfræðingar hafa. Það fækkar lítillega í hópi þeirra sem eru með Cand.oecon. gráðu og MBA nám og fjölgar aðeins þeim sem eru með mastersgráðu. Flestir sækja grunnnám í Háskólann í Reykjavík Þegar prófgráður eru skoðaðar eftir skólum, þá kemur í ljós að flestir þeirra sem hafa BS/BA

gráðu koma frá Háskólanum í Reykjavík, eða um 39%. Næstflestir (21%) hafa útskrifast frá

14

14

Háskóla Íslands með BS/BA gráðu. Innan við 20% hafa BS/ BA gráðu frá Háskólanum á Akureyri­eða Bifröst. Hvað viðskipta- og hagfræðinga með mastersgráðu varðar, þá er rúmlega þriðjungur þeirra frá Háskóla Íslands og tæplega fjórðungur frá Háskólanum í Reykjavík. Athygli vekur einnig að þriðjungur viðskipta- og hagfræðinga með mastersgráðu hefur hlotið hana í erlendum skóla. Flestir sem lokið hafa MBA námi gerðu það erlendis, eða rúmlega 41%. Næstflestir (32%) frá Háskólanum í Reykjavík og síðan 27% frá Háskóla Íslands. Það eru einungis 9 með doktorsgráðu í könnuninni, en allir þeirra nema einn hafa lokið doktorsnámi erlendis.

Rúm 36% þeirra hafa BS/ BA gráðu og 33% hafa lokið meistaranámi. Það eru 18% sem hafa Cand. oecon. gráðu og 11% sem hafa lokið MBA námi.


Með því að ljúka meistaranámi frá HR sérhæfir þú þig og nærð forskoti á vinnumarkaði. Nám við HR er í sífelldri þróun og ávallt í takt við þarfir atvinnulífsins.

Viðskiptadeild Deildin tekur virkan þátt í að mennta stjórnendur framtíðarinnar og leggur í starfi sínu áherslu á samfélagslega ábyrgð, nýsköpun og alþjóðlega sýn. Tvær námsbrautir við deildina hafa alþjóðlega gæðavottun. Námsleiðir

VILTU NÁ FORSKOTI?

• • • • • • • • • •

Alþjóðaviðskipti og markaðsfræði Fjármál fyrirtækja Klínísk sálfræði Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði Markaðsfræði MBA (Master of Business Administration) Reikningshald og endurskoðun Upplýsingastjórnun Viðskiptafræði með vali Stjórnunarreikningsskil og viðskiptagreind

Meistaranám við viðskiptadeild HR

„Mig langaði að takast á við nýjar áskoranir í stjórnun og opna fyrir möguleika í öðrum atvinnugreinum. Ég er þakklát fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun því námið hefur klárlega gefið mér ný tækifæri og gert mig að betri leiðtoga.“

Sigríður Olgeirsdóttir MBA frá HR 2005 Framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka


18

Vel heppnað golfmót Eftir tveggja ár bið var loks komið að golfmóti Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem haldið var í lok ágúst. Golfmótið var haldið á Húsatóftarvelli í Grindavík og tókst vel þrátt fyrir góðan blástur. Mótið var opið öllum viðskiptafræðingum og hagfræðingum sem gátu boðið með sér gestum. Þetta var léttleikandi mót þar sem bæði lág- og hágjafarmenn gátu spilað. Mótið var punktakeppni með forgjöf, keppt var í karla-, kvenna- og B flokki (forgj. 20+, en hámarksforgjöf er 28).


MBA TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA MBA-námið við Háskóla Íslands er tveggja ára meistaranám með vinnu. Námið er hugsað fyrir þá sem hafa reynslu af stjórnunarstörfum og vilja auka þekkingu sína og færni í stjórnun og rekstri til þess að geta betur tekist á við forystuhlutverk í atvinnulífinu. Mikið er lagt upp úr að styrkja nemendur og leggja grunn að starfsframa þeirra.

MBA-námið við Háskóla Íslands hefur öðlast alþjóðlega vottun frá Association of MBA's (AMBA) en aðeins um 200 háskólar hafa náð þeim áfanga að undangengnu umfangsmiklu mati á gæðum námsins.

www.mba.is

PIPAR \ TBWA • SÍA

ALÞJÓÐLEG VOTTUN


20

FVH hélt fund um fjárfestingatækifæri í atvinnuhúsnæði

Tækifæri á opinbera markaðnum F

jallað var um fjárfestingatækifæri í atvinnuhúsnæði á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í október. Hinn 1. október 2015 hélt Félag viðskipta- og hagfræðinga hádegisfund undir yfirskriftinni „Hvar leynast fjárfestingatækifæri í atvinnuhúsnæði, staðan og horfur á markaðnum“. Fundurinn var afar vel sóttur og frábær byrjun á hauststarfi félagsins. Á fundinum fluttu erindi Magnús Árni Skúlason hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, Gunnar Valur Gíslason framkvæmdastjóri hjá byggingarfélaginu Eykt og Helgi S. Gunnarsson forstjóri fasteignafélagsins Regins. Fundarstjórn var í höndum Helgu Hlínar Hákonardóttur lögmanns. Helga Hlín hóf fundinn á að velta upp spurningunni um hvort partí væri að byrja á fasteignamarkaði, eða hófleg samkunda sem endist vel og lengi. Magnús Árni Skúlason reið

á vaðið og lýsti stöðu atvinnuhúsnæðismarkaðarins á árunum eftir hrun. Þá voru um 24% af heildarfermetrum skrifstofuhúsnæðis auð, þar af mikið af uppsteyptu en ókláruðu

húsnæði. Einnig var mikið af tómu verslunar- og lagerhúsnæði. Mikið af þessu húsnæði hafði endað í eigu bankanna sem höfðu tekið til sín fjölda fasteignafélaga sem ekki gátu

Þá voru um 24% af heildarfermetrum skrifstofuhúsnæðis auð, þar af mikið af uppsteyptu en ókláruðu húsnæði.


21

Frá árinu 2013 hefur Reginn bætt við sig um 150.000 fermetrum. Stækkun eignasafns Regins leiðir af sér að stjórnunar- og rekstrarkostnaður lækkar hlutfallslega og hagstæðari fjármögnun býðst. Leigutekjur og rekstrarhagnaður hafa aukist í samræmi.

staðið við skuldbindingar sínar eftir hrun. Hækkunarmöguleikar fyrir hendi Nú sé hins vegar staðan að breyt­ ast, velta fasteignafélaganna hefur aukist mikið og nýting atvinnuhúsnæðis batnað til muna. Að mati Magnúsar eru líkur á aukinni ávöxtun eigna hjá fasteignafélögunum í ljósi þess að nú eru margir skammtímaleigusamningar sem voru algengir stuttu eftir hrun að renna út og því hækkunarmöguleikar fyrir hendi. Í erindi Magnúsar kom fram að raunverð iðnaðar-, verslunarog skrifstofuhúsnæðis hefur vaxið síðastliðin ár. Síðasta árið hefur verðið t.a.m. hækkað um 20%. Eins hefur byggingarkostnaður aukist, sem ætti að skila sér í fasteignaverði. Velta í kaupsamningum hefur aukist stöðugt síðan 2010, sérstaklega í iðnaðar- og sérhæfðu húsnæði og í vörugeymslum en einnig í verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Veltan hefur nú loks farið yfir ársfjórðungslegt meðaltal síðustu 10 ára. Magnús benti einnig á þá áhugaverðu staðreynd að höfuð­ borgarsvæðið væri margkjarna, með fjóra meginkjarna. Slíkt lýsi sér þannig að í stað þess að fermetraverð lækki línulega eftir fjarlægð frá einum miðlægum kjarna, þá hækki það í nágrenni allra kjarnanna. Hæsta fermetraverðið væri í miðbænum, lækki svo og aukist næst við Kringlu og Borgartún, næst við Smára­ lind og að lokum við Hafnarfjörð. Þetta valdi því að fleiri en eitt verðmætt svæði séu til staðar. Nauðsynlegt að hafa heildarsýn Gunnar Valur lýsti sjónarmiði verktakans. Í máli hans kom fram að við ákvarðanatöku við fjárfestingu í atvinnuhúsnæði væri mikilvægt að meta hvort fjárfestingin væri arðbær og einnig að hægt væri að leggja mat á virði þeirrar nýju rekstrar­

einingar sem til yrði við uppbygginguna. Einnig væri nauðsynlegt að stjórnendur hefðu heildarsýn og trú á verkefninu og að fjármögnun væri tryggð að fullu, bæði á framkvæmdartíma og á rekstrartíma. Eykt lagði mikla áherslu á að byggja upp vörumerki þegar framkvæmdir við Höfðatorg hófust og leituðu meðal annars aðstoðar þýskra hönnuða og markaðsfólks. Hugmyndin var sú að byggja upp svæðið og auka þannig verðmæti rekstrar­ einingarinnar. Fram kom á fundinum að tækifæri væru á opinbera markaðnum, þar sem hægt væri að færa margar stofnanir sem eru á lykilsvæðum en þurfa ekki að vera miðsvæðis. Magnús benti á að möguleikar væru á að endur­ skipuleggja slík svæði í stað þess að byggja nýtt og Helgi tók undir það sjónarmið og benti á að opinberir aðilar gerðu oft allt að 20 ára langa leigusamninga á mjög góðum stöðum, sem væri hálf galið. Tækifæri í iðnaðar- og geymsluhúsnæði Helgi lagði áherslu á að vera með dreift eignasafn til þess að draga úr áhættu þar sem markaðssveiflur koma með ólíkum hætti niður á mismunandi tegundum húsnæðis. Tegundir, stærðir og staðsetning húsnæðis í safni Regins sé því í samræmi við „bestu samsetningu“. Magnús hafði komið inn á það sama fyrr á fundinum þegar

hann talaði um að margir kysu t.d. að kaupa fasteignir með innbyggðar gjaldeyrisvarnir, svo sem hótel. Helgi telur að fjárfestingar Regins undanfarin ár hafi stuðlað að jafnari dreifingu í eignasamsetningu Regins og minna vægis verslunarog þjónustuhúsnæðis í safninu á meðan hlutfall skrifstofu- og atvinnuhúsnæðis hafi haldist óbreytt. Félagið sjái tækifæri í flokki iðnaðar- og geymsluhúsnæðis sem rímar við tölur Magnúsar sem sýna aukna veltu í sama flokki. Samhliða kaupum hefur Reginn einnig selt eignir með það að markmiði að auka ávöxtun til framtíðar og bæta og styrkja ásýnd safnsins. Frá árinu 2013 hefur Reginn bætt við sig um 150.000 fermetrum. Stækkun eignasafns Regins leiðir af sér að stjórnunar- og rekstrarkostnaður lækkar hlutfallslega og hagstæðari fjármögnun býðst. Leigutekjur og rekstrarhagnaður hafa aukist í samræmi. Allir ræðumenn voru sammála um að vissulega væru tækifæri í fjárfestingu í atvinnuhúsnæði fyrir aðila sem til þess hefðu styrk, þekkingu og aðstöðu. Helgi lagði einnig áherslu á að tækifærin á fasteignamarkaði væru ekki einungis í kaupum heldur einnig í sölu. Markaðurinn væri að taka vel við sér eftir hrun, nýting hefði stórbatnað og aukin umsvif fyrirtækja kölluðu á atvinnuhúsnæði.­


22

Fundir FVH fyrir nýliða hafa verið vel sóttir

Hvernig næ ég draumadjobbinu? F

élag viðskipta- og hagfræðina hefur haldið úti öflugu fræðslustarfi á haustmánuðum og liður í því var að halda fundaseríu um hvernig best væri að fá draumastarfið. Fundirnir eru ætlaðir ungum eða nýútskrifuðum viðskiptafræðingum og hagfræðingum. Tveir fundir af þremur eru nú að baki og hafa tekist mjög vel. Hvernig geri ég ferilskrá Hinn 7. október hélt Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga vel heppnaðan fund um gerð ferilskráa á KEX Hostel. Fundurinn var ætlaður nýútskrifuðum viðskipta- og hagfræðingum sem og þeim sem ljúka námi á næstu misserum. Fundargestir voru rúmlega

50 talsins þegar mest lét en á fundinum fór Hjalti Rögnvaldsson markaðssérfræðingur yfir góð ráð við gerð ferilskráa. Þær stöllur Sigrún Ólafsdóttir, ráðningastjóri Íslandsbanka, og Berglind Björg Harðardóttir, deildarstjóri hjá Símanum, sögðu svo frá þeirra reynslu í mannauðsmálum og hverju þær leituðu eftir í ferilskrám. Hvernig bý ég mig undir starfsviðtal? Fjallað var um starfsviðtöl og hvernig best væri að bera sig að á fundi FVH í lok október. Hvernig spurningum má búast við í starfsviðtölum og hvernig undirbýr maður sig? Stór þáttur í slíkum viðtölum eru launin

og var fjallað um hvernig maður veit hvað á að biðja um. Mætingin fór langt fram úr væntingum en tæplega 150 manns mættu á fundinn. Elmar Hallgrímsson, lektor­ við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, fékk fólk til að velta fyrir sér draumastarfinu sínu og selja sessunautum sínum að þeir ættu að ráða þá í það starf. Hann velti upp launaspurningunni og réttu launaupphæðinni. Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Icelandair, fór yfir það hvernig Icelandair snýr sér í ráðningum og hvernig mætti best undirbúa sig fyrir starfsviðtöl. Icelandair berast um 200 almennar umsóknir í hverjum mánuði.

Hvernig spurningum má búast við í starfsviðtölum og hvernig undirbýr maður sig? Stór þáttur í slíkum viðtölum eru launin og var fjallað um hvernig maður veit hvað á að biðja um.


23

MBA nám HR byggir á sterkum grunni sem hefur lítið breyst

Þetta er svo ótrúlega gaman og það er það sem drífur okkur áfram hér í Háskólanum í Reykjavík ásamt því að reyna alltaf að gera betur til að tryggja að námið sé í stöðugri framþróun og batni frá ári til árs.

Heimsklassa kennarar og kennsla K

ristján Vigfússon hefur veitt MBA-náminu í Háskólanum í Reykjavík forstöðu undanfarin ár og hann segir viðskiptamódel HR einstakt þegar kemur að MBA kennslu en námið byggir á sterkum grunni sem lítið hefur breyst en sífellt sé þó verið að þróa og bæta námið. Gæði kennslunnar skipta langmestu máli og síðan að velja og setja saman „rétta“ nemendahópinn byggt á menntun og reynslu. Hvað kennsluna varðar þá nefnir hann í fyrsta lagi þá nálgun að vera með kennara frá bestu viðskiptaháskólum austan hafs og vestan. Kennararnir sem Kristján vísar til koma frá mörgum bestu viðskiptaháskólum heims eins og IESE í Barcelona, Richard Ivey og Rotham í Kanada, Boston University í Bandaríkjunum og London Business School í UK. Í dag er IESE talinn fimmti besti viðskiptaháskóli í heimi og London Business School sá ellefti besti. „Þessir kennarar koma með námskeiðin sín hingað og kenna þau með nákvæmlega sama hætti og þeir gera í sínum heimaskólum, gera sömu kröfur og halda uppi sömu gæðum.Við teljum því að okkar nemendur séu ekki bara „Nemendur okkar tala um námið sem kallað er á enskunni „life changing experiað fá bestu kennslu sem völ ence“ eða eitthvað sem fær fólk til að hugsa hlutina upp á nýtt, öðlast víðsýni er á heldur einnig strauma og og fá tækifæri til að vinna með ólíku fólki, þroskast og eflast,“ segir Kristján stefnur frá öllum heimshorn- Vigfússon. um,“ segir Kristján. Til viðbótar hefur MBA- skaplega stolt af þessari stað- ari samstarfsvettvang með fyrir­ námið í Háskólanum í Reykja- reynd,“ segir Kristján. tækjum landsins með það að vík farið í gegnum tveggja ára HR hefur einnig geta handval- markmiði að efla samkeppnis­ alþjóðlegt vottunarferli sem ið inn nemendur og hefur hafnað hæfni íslensks atvinnulífs en eingöngu allra bestu MBA nám 32% umsókna frá upphafi náms- skólinn er eins og allir vita skóli í heiminum komast í gegnum, ins og nú árið 2015 var 42% um- atvinnulífsins. Nýjasta samsvokallaða AMBA vottun. sókna hafnað. „Við höfum verið starfið af þessu tagi er við Samí einstakri stöðu, allir nemendur tök fyrirtækja í sjávarútvegi sem hjá okkur eru með BSc próf og í mun nýtast báðum aðilum og Jafnt hlutfall karla og kvenna nýjasta árganginum eru 18 nem- tengja námið enn betur við atog 42% umsókna hafnað Kristján segir að annað sem endur einnig með masterspróf,“ vinnulífið á næstu árum,“ segir Kristján. aðgreini námið í HR frá öðru segir Kristján. MBA nám er ekki bara gagnMBA námi sé að hlutfall legt fyrir þá sem vilja stjórna kvenna og karla í náminu sé Nemendur og kennarar eða stofna fyrirtæki, Kristján nánast jafn hátt eða 46% kon- sem vinna fyrir og með segir það líka vera einstaklega ur og 54% karlar frá upphafi íslensku atvinnulífi námsins en síðustu fjögur ár MBA-námið er nú orðið 16 ára skemmtilegt. „Nemendur okkar stendur þetta á jöfnu 50/50 kon- gamalt í HR og á þessum tíma tala um námið sem kallað er á ur og karlar. „Það þekkist ekki í hafa um 600 nemendur útskrif­ enskunni „life changing experiöðru MBA námi sem við berum ast og fundið sér störf í íslensk- ence“ eða eitthvað sem fær fólk okkur saman við en hefðbund- um og erlendum fyrirtækjum, til að hugsa hlutina upp á nýtt, ið hlutfall er 70% karlmenn hagmunasamtökum eða stofn- öðlast víðsýni og fá tækifæri til og 30% konur sem við teljum unum og eða stofnað sín eigin að vinna með ólíku fólki, þrosk­ ekki endurspegla þjóðfélagið fyrirtæki. „Við erum afskaplega ast og eflast. Þetta er svo ótrúlega eða atvinnulífið með réttum stolt af nemendunum okkar sem gaman og það er það sem drífur hætti. Allir virtustu MBA skól- eru allt frá því að vera miklir okkur áfram hér í Háskólanum ar heimsins eru að reyna að frumkvöðlar með eigin fyrir­ í Reykjavík ásamt því að reyna fylgja í þessi fótspor og fjölga tæki stór sem smá og í það að alltaf að gera betur til að tryggja konum í MBA námi en gengur stýra og stjórna mörgum stærstu að námið sé í stöðugri fram­ misvel. Við lítum á þetta sem fyrirtækjum landsins. Við höf- þróun og batni frá ári til árs,“ samkeppnisforskot og erum af- um áhuga á að skapa enn sterk- segir Kristján að lokum.


BDI &&&'"%&

Hkd Vaa^g [{^ h^ii### =Z^aWg^\i Z[cV]V\ha [ Wn\\^hi { \ Âj [a¨Â^ [_{gbV\ch# K^ hijÂajb V ]Z^aWg^\Âj Z[cV]V\ha [^ bZ Äk V \ZgV k^Âh`^ei^ Z^c[ aY! gj\\ d\ hVcc\_ gc# Ãk bZ^g^ k^Âh`^ei^ hZb Z^\V h g hiVÂ! Äk WZigV [ng^g Ä_ Â[ aV\^Â! [ng^gi¨`^ d\ cZniZcYjg# K^ ]_{aejb W{Âjb VÂ^ajb k^Âh`^eiVhVbWVcYh V Z^\V hVcc\_ gc k^Âh`^ei^ d\ Wn\\_V ÄVcc^\ jee aVc\i bV k^Âh`^eiVhVbW cY hZb h`VeV kZgÂb¨i^ [ng^g VaaV VÂ^aV#

Bdijh " hkd Vaa^g [{^ h^ii#

C^ÂjghiVÂVc Zg h VÂ ÄVÂ Zg VaagV ]V\jg VÂ [_{ghiZnb^ d\ k^Âh`^eiVa [^Â k^g`^ hZb WZhi# Jb ÄVÂ hcÅhi Bdijh

lll#bdijh#^h


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.