og þetta græna í grasinu í maí. Ég sé vængjatökin þegar suðrið nálgast, heyri nýjan óm í þyt stráanna. Ég sé þetta
rauða í kinnum barnanna á vorin þegar þau eru búin að
vera úti að leika allan daginn. Ég sé haustveðrin í andlitum
fólksins þegar það er búið að loka svipnum. Ég finn lykt ina af vetrinum þegar hún stígur af hafi seint á haustin og
dauðinn breiðist yfir veröldina. Ég hef séð ást vakna í augum og deyja í athöfnum. Ég hef séð yfirgefið barn hætta að gráta. Ég hef séð menn drukkna og drengi hengja sig. Ég hef séð þungaða konu myrta og grafna.
Ég er löngu dauður. Ég ætti að vera fyrir löngu slokkn
aður og kannski er ég það líka en hef bara ekki áttað mig á því enn. Ég er bara vitund. Ég kem af hafi og fer inn eftir
eyri og bráðum verð ég horfinn með þokunni. Ég er síðdegis golan og ég vitja fólksins um hálffimmleytið á daginn og fýk
svo eitthvað burt klukkutíma síðar til míns heima sem er í
því liðna; það er í grasinu sem bærðist áðan, það er í fræjum biðukollunnar sem líða á nýjan stað, það er í fellingum kjóls ins hennar Kötu sem hjólar hér niður eftir Strandgötunni á leiðinni niður í Samkomuhús.
7