Rautt er gott TÓ M ATA R – VAT N S M E LÓ N A – R A U Ð PA P R I K A – R A U T T G R E I P – G R A N AT E P L I – R AU T T C H I L I – J A R ÐA R B E R – H I N D B E R
Rauðir ávextir og grænmeti innihalda mikið af virkum plöntuefnum, ásamt því að vera rík að öðrum góðum næringarefnum. Þekktasta og líklega mest rannsakaða virka plöntuefnið er lýkópen, sem finnst í miklu magni í elduðum tómatafurðum og er efnið sem gefur tómötum sterka rauða litinn. Rannsóknir benda til þess að útbreiðsla ýmissa tegunda krabbameins sem og annarra lífsstílstengdra sjúkdóma sé minni í löndum þar sem neysla á tómatafurðum er mikil, svo sem í löndum við Miðjarðarhafið.42 Rannsóknir benda einnig til þess að lýkópen geti haft hamlandi áhrif á myndun og vöxt blöðruhálskirtilskrabbameins og dragi úr hækkun á prótíninu PSA. Hækkun á gildi PSA (e. prostate-specific antigen), nánar til tekið prótíns sem frumur blöðruhálskirtilsins framleiða, er skýrasta vísbendingin um myndun blöðruhálskirtilskrabbameins.43 Enn meiri virkni fæst síðan með því að blanda saman lýkópeni og virkum efnum úr sojaafurðum og mjólkurþistli. Rannsókn sem birtist í tímaritinu European Urology sýndi að með því að taka fyrrgreind efni inn í bætiefnaformi fór tvöföldun á PSA-gildi úr því að taka 445 daga upp í að taka 1150 daga.44 Af niðurstöðum fjölda rannsókna er ljóst að neysla tómatafurða sem og annarra fæðutegunda sem innihalda lýkópen er mikilvægur þáttur í góðri forvörn fyrir karlmenn gegn myndun krabbameins í blöðruhálskirtli. Rannsóknir á lýkópeni hafa einnig bent til hamlandi áhrifa þess á krabbamein í brjóstum, ristli og brisi og má því ætla að með auknum rannsóknum verði styrkari stoðum skotið undir þá vísbendingu.
En lýkópen er ekki eina virka plöntuefnið sem finnst í rauðum ávöxtum og grænmeti. Rauð ber innihalda mikið magn af virkum plöntuefnum sem kallast antósýanín og talin eru trufla framgang forstigskrabbameinsfruma. Ellagic-sýra er annað efni sem er að finna í rauðum berjum og rannsóknir benda til að geti hindrað framgang krabbameins í líkamanum. Resveratrol er enn annað efni í rauðum berjum, þá sér í lagi vínberjum, sem talið er geta styrkt varnir líkamans gegn framgangi krabbameinsfruma. Resveratrol er að finna í miklu magni í rauðvíni og vilja því margir meina að rauðvín í hæfilegum skömmtum geti gert okkur gott. Í rauðu grænmeti og ávöxtum er auk þess að finna mörg önnur virk plöntuefni sem rannsóknir benda til að hafi hamlandi áhrif á myndun og vöxt krabbameins, m.a. með því að hamla æðanýmyndun og ýta undir sjálfstýrðan frumudauða. 38 Granatepli er einn þessara ávaxta. Það inniheldur efni sem kallast ellagitannín og hafa rannsóknir á dýrum gefið vísbendingu um hamlandi áhrif þessara virku efna á hormónatengd brjóstakrabbamein og blöðruhálskirtilskrabbamein, sem og krabbamein í ristli. 39 Auk hinna virku plöntuefna eru granatepli afar trefja rík og því góð fyrir meltinguna en einnig sérlega C-vítamínrík og rík að öðrum andoxunarefnum. Granateplafræ eru frábær viðbót í salöt, út á grauta, til að strá yfir súpur og í safa og þeytinga. Þau gefa réttum bæði sætan og súran keim en einnig eru þau stökk, sem er eftirsóknarvert fyrir þá sem vilja að áferð máltíðarinnar sé fjölbreytt. 53