Asv líú sa kjarasamningur mv 1 maí 2017 netútgáfa

Page 77

Frátafir frá veiðum vegna veðurs falla inn í umrædd hafnarfrí allt að tveimur hafnarfríum í einu. Hafnarfrí telst þó ekki hafa verið veitt, nema skipstjóri hafi tilkynnt um það fyrirfram fyrir hverjar 24 klst. Ef bátur hefur stöðvast frá veiðum allt að viku, koma umrædd hafnarfrí ekki til framkvæmda þann mánuð. Ef um skemmri tíma stöðvun er að ræða, sem helgi fellur inn í, skal helgarfríið falla niður. c)

Á rækjuveiðiskipum er heimilt með fullu samkomulagi allrar áhafnar og útgerðar að fella niður hafnarfrí á tímabilinu 1. maí til 30.

sept.

48

klst.

helgarfrí

skal

þó

ávallt

tekið

um

sjómannadagshelgina og 72 klst. um verslunarmannahelgina. Sunnudagur og mánudagur teljast innan þeirra tímamarka. d)

Þegar skipverji ætlar að taka frí, skal hann bera fram ósk sína við skipstjóra a.m.k. þrem dögum áður en skipið kemur til hafnar og þá taka fram hve lengi hann hyggst vera frá störfum.

e)

Leyfilegt er að flytja eitt hafnarfrí á milli mánaða en noti útgerðarmaður sér þennan rétt, skal fríinu skilað í fyrstu inniveru næsta mánaðar á eftir, ásamt fyrsta hafnarfríi þess mánaðar. 6.07 Frávik frá 24 klst. hafnarfríi eftir hverja veiðiferð:

Komi ósk frá skipverjum til stéttarfélaga þeirra um að hafnarfrí verði tekin með öðrum hætti en að framan greinir og í stað þess tekin samtals fjögurra sólarhringa hafnarfrí fyrir hverja 30 daga úthaldsins, skulu stéttarfélögin í sameiningu láta fara fram leynilega atkvæðagreiðslu um slíka tilhögun á hafnarfríunum meðal þeirra skipverja sem ráðnir eru á skipið. 77


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.