
1 minute read
Fimmtán hafnfirskir nemendur í Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna
Tónleikar á degi tónlistarskólanna 7. febrúar
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna voru haldnir í Langholtskirkju sl. laugardag.
Advertisement
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna er samstarfsverkefni fjögurra tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, Tónlistarskóla Garðabæjar, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónskóla Sigursveins.
Markmiðið með starfi Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna er að veita þeim sem komnir eru áleiðis í tónlistarnámi þjálfun í að leika í fullskipaðri hljómsveit.
Árlega æfir hljómsveitin allar helgar í janúar og lýkur æfingaferlinu með tónleikum.
Í ár tóku 98 börn og ungmenni þátt í hljómsveitarstarfinu þar af 15 nemendur Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Dagur T Nlistarsk Lanna
Dagur tónlistarskólanna verður þriðjudaginn 7. febrúar. Skólinn hefur reynt að halda þennan dag í heiðri og oft með opnu húsi með hljóðfærakynningum og tónleikum. Að þessu sinni eru fyrirhugaðir tónleikar kl. 18 þar sem nemendur úr öllum deildum skólans koma fram en opið hús verður í marsmánuði.