Læknaneminn 2020 (fagaðilar)

Page 84

Eru bara konur í læknisfræði?

Þessi umsnúningur á kynjahlutföllum sést þó ekki meðal kennara við læknadeild. Karlar eru þar í meirihluta en hlutföllin hafa jafnast allmikið undanfarin ár. Þrátt fyrir að meiri hluti kennara okkar séu karlar hefur sú staðreynd ekki komið okkur nemunum sérstaklega á óvart. Það má velta fyrir sér af hverju kynjahlutfall nemenda hefur vakið svona mikla athygli á meðal lækna, sérstaklega þegar litið er til þess að sama hlutfall er þeirra á meðal, nema í öfugri mynd. Af hverju er fólk ekki að spyrja sig: „Eru bara karlar í læknadeild?”

60% 50% 40% 30% 20%

Karlar

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2008

2008

2007

2006

2005

2004

2003

2002

2001

2000

1999

1998

1997

1996

1995

1994

1993

1992

10% 1991

Konur

Mynd 1: Kynjahlutföll nemenda sem eru skráðir í læknisfræði í Háskóla Íslands hvert ár.

100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20%

Karlar Mynd 2: Kynjahlutfall kennara sem kenna við læknadeild, þ.e. allar námsleiðir læknadeildar.

2019

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2008

2008

2007

2007

2006

2005

2004

2003

2002

10% 2001

En hlutfall kvenna við deildina hefur ekki farið síhækkandi. Kynjahlutfall nemenda í læknisfræði við Háskóla Íslands hefur nær staðið í stað síðan 2002 eða síðastliðin 18 ár. Um 60% konur og 40% karlar. Ætla mætti að starfsfólk Landspítalans og sjúklingar væru orðin vön breyttri samsetningu nemendahópsins. Hvað ætli skýri þessa hægu breytingu á hugsunarhætti? Á þessum sama tíma, eða síðastliðin tuttugu ár, hefur umhverfi okkar tekið fjölmörgum breytingum og tækninni fleygt fram, jafnt í okkar daglega lífi og innan læknisfræðinnar. Google varð til að mynda stofnað árið 1998 og eflaust fáir læknanemar sem gætu ímyndað sér lífið án þess að hafa allar upplýsingar heimsins í vasanum. Við höfum aðlagað okkur að þessum breytingum á stuttum tíma en hátt hlutfall kvenna í læknisfræði virðist enn æpa á fólk sem eitthvað óvenjulegt og nýstárlegt.

réttindi kvenna samhliða hugarfarsbreytingu í samfélaginu gætu skýrt aukinn fjölda kvenna í læknanámi en útskýra kannski ekki alveg þessa kúvendingu á kynjahlutföllum um aldamótin né heldur hvers vegna þau hafa haldist eins síðan.

70%

2000

Skemmtiefni og pistlar

84

Spurningin sem er á allra vörum: „Eru bara konur í læknisfræði í dag?” Þegar við hófum verklegt nám við læknadeild heyrðum við þessa spurningu á einhverju formi á hverjum einasta degi. Allt frá góðlátlegum athugasemdum upp í mikla reiði og ótta yfir breytingunum. Fyrstu dagana kipptum við stelpurnar okkur ekki mikið upp við þetta en eftir því sem vikurnar liðu fór þetta sífellt meira í taugarnar á okkur, meira að segja kurteislegu spurningarnar um kynjahlutfallið í bekknum. Við fórum að spyrja okkur: Af hverju kemur þetta fólki svona mikið á óvart? Af hverju tekur það svona mikið eftir þessu? Af hverju þessi ótti við síhækkandi hlutfall kvenna í læknisfræði?

1990

Þórdís Ylfa Viðarsdóttir Fimmta árs læknanemi 2019-2020

1997

Sigrún Jónsdóttir Fimmta árs læknanemi 2019-2020

Áhugavert er að líta yfir þróun kynjahlutfalls meðal læknanema síðustu þrjá áratugi. Eins og fram hefur komið hafa konur verið um 60% stúdenta og karlar um 40% síðastliðin 18 ár. Fyrir þann tíma var þessu öfugt farið og urðu skilin ansi snörp frá því að karlar voru í meirihluta yfir í það að konur urðu að meirihluta. Á um fjórum árum varð breyting sem höfundum þykir ansi áhugaverð. Eflaust eru margir samverkandi þættir að baki breytts kynjahlutfalls en gaman getur verið að velta fyrir sér hvort einn þáttur hafi haft meiri áhrif en annar. Til að mynda mætti velta fyrir sér hvort sterkar og valdeflandi fyrirmyndir hafi spilað inn í. Flestar þeirra kvenna sem hófu nám um miðjan tíunda áratuginn fengu að sjá fyrsta kvenforsetann kjörinn og þekktu varla annað fram á fullorðinsár. Þessi kynslóð kvenna ólst upp við þá hugmynd að konur gætu unnið við hvað sem þær vildu. Aukin

Konur


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.