Læknaneminn 2013 (fagaðilar)

Page 72

72

Melbourne group trial comparing quality of coffee

NIÐURSTÖÐUR Meðaltal IMCS-VII stiga hvers kaffisýnis má sjá á mynd II. Nokkrar umsagnir viðfanga, valdar af handahófi, eru í töflu I.

Meðaltal IMCS-VII

Viðfang nr. 16 prófar lyfleysu – af svipnum að dæma.

Lyfleysa

13E

Almenningur

Hringskonur

Eirberg

Kaffitár

B6

Mynd II: Meðaltal IMCS-VII stiga kaffisýna auk staðalfrávika.

LYFLEYSA

– Eins og mold á bragðið - heitt kók. Er verið að byrla mér eitur? – Minnir á kókið sem ég fékk mér í sumar sem hafði legið í bílnum í sólinni. – Ekki kaffi fremur en D-dimer.

13E

– Pseudomonassýkt. – Þunnt, smá ónot af að drekka. Ekki gott. – Ljósbrúnt og þunnt. Óþægilegt í nefi, eitthvað undarlegt við það. Þunnt, bragðvont. Viðbjóður.

ALMENNINGUR

– Þetta þarf að fara aftur í fasa II rannsókn fyrir almenningsneyslu – Dökkbrúnt, þunnfljótandi. Sæt málningar- og plastlykt í nefi. Bleksterkur viðbjóður, líklega úr botni kaffibrúsa og búið að standa lengi. Þarf mikla mjólk. – Ágætt miðað við spítalakaffi, eilítið limabragð.

HRINGSKONUR

– Heldur bragðlítið, sem er þó helsti kostur þessa kaffis. – Þunnt, bragðlaust. No-no, eins og að sofa hjá frænku sinni. – Greinilega einhverju verið bætt út í kaffið, næ þó ekki að festa fingur á hvað það er.

EIRBERG

– Þunnfljótandi, brúnt. Léttristað í nefi. Byrjar milt en vinnur á. Þægilegt eftirbragð. Líklega nýuppáhellt, áberandi sýra. – Maður sættir sig við þetta ókeypis. – Beiskt, lítilfjörlegt. Gæti verið í lagi með súkkulaði (innskot höfunda: adjuvant).

KAFFITÁR

– Fínasta kaffi. Reynist örugglega vel á þreytandi röntgenfundum þar sem svefnhöfgi svífur yfir vötnum. – Myndi hæfa deildarlækni. – Rennur vel niður. Gott á kvöldvöktum.

B6

– Ágæt blanda. Sótsvart og rótsterkt eins og kaffi á að vera. – Vel lagað, þétt bragð og sannarlega hægt að mæla með á morgunfundi. – Eins og að drekka blóðið úr landlækni.

Viðföngum raðað upp á leið til slátrunar.

Viðföng með misgóð aðföng.

Viðfang nr. 76 með sýni 7436Z.

Tafla I. Umsagnir viðfanga við smökkun kaffisýna.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.