Eystrahorn 29. tbl. 2013

Page 2

2

Fimmtudagur 5. september 2013

Vígsla kaþólsku kapellunnar á Höfn í Hornafirði Kæru vinir. Fyrir einu ári opnaði biskupinn okkar, msgr. Pétur Bürcher, húsið okkar á Höfn í Hornafirði við hátíðlega athöfn. Öllum er nú boðið í vígslu kapellunnar, sem hefst laugardaginn 7. september 2013 kl. 20:00 með samkomu, rósakransbæn og tilbeiðslustund til kl. 21:00. Við viljum sameinast við páfa okkar Frans og allt gott fólk sem er að biðja fyrir friði í Sýrlandi og Mið-Austurlöndum og koma í messu kl. 13:00 8. september 2013. Biskupinn okkar mun blessa kapelluna hátíðlega og gefa henni nafnið Kapella heilagrar fjölskyldu og heilags Jean Marie Vianney. Eftir messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar. Þið eruð öll hjartanlega velkomin.

Líkamsrækt Leikfimi í Ekrusal byrjar þriðjudaginn 10. september kl.16:30 Vatnsleikfimi í sundlauginni byrjar fimmtudaginn 12. september kl.15:00 Umsjónamaður: Sigurborg Jóna Björnsdóttir Félag eldri Honfirðinga

ATVINNA

Eystrahorn

Andlát

Gunnar Hersir Benediktsson Gunnar Hersir var fæddur 1. september 1990, en hann fórst við störf á Skinney SF 20 þann 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Benedikt Gunnarsson f. 11.09 1963 sonur hjónanna Stefaníu Jónsdóttur og Gunnars Sighvatssonar sem eru búsett á Höfn, og Halldóra Katrín Guðmundsdóttir f.19. 05. 1966 dóttir Guðmundar Illugasonar d. 1989 og Sigurbjargar Kristinsdóttur, búsett í Hafnarfirði. Systir Gunnars er Sigurbjörg Sara f. 06.08 1989, nemi í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Hersir ólst upp á Höfn, gekk þar í grunnskóla og byrjaði í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu en fór síðan í Tækniskólann þar sem hann var í vélstjórnarnámi. Meðfram námi var hann til sjós og hafði verið öll sumur frá 14 ára aldri en þá byrjaði hann að róa á trillu með pabba sínum. Gunnar var búinn að vera til sjós á nokkrum bátum, aðallega frá Höfn en einnig frá Grindavík og undanfarin sumur átti hann sitt fasta pláss á Skinney SF 20. Gunnar Hersir og Sara systir hans voru náin og miklir félagar auk þess sem frænkur hans í báðar ættir skipuðu stóran sess í vinahópi hans enda var Gunnar Hersir vinamargur og voru félagarnir sjaldan langt undan og oft gestkvæmt á neðrihæðinni í Hagatúni 15. Hann átti mörg áhugamál, eins og stangveiði, golf, fjórhjólaferðir og á veturna var farið á snjóbretti og með félögunum í fótbolta í hverri viku. Útför Gunnars Hersis fer fram frá Hafnarkirkju föstudaginn 6. september kl. 14:00. Hægt verður að fylgjast með útförinni á sjónvarpsskjá á Hótel Höfn. Þeir sem vilja minnast Gunnars Hersis láti Björgunarfélag Hornafjarðar njóta þess.

Við leitum að sjálfstæðum og skipulögðum starfsmanni með ríka þjónustulund í sölu- og afgreiðslustarf. Starfið felst í ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra. Vinnutíminn er frá kl. 13:00 til kl. 17:00/18:00 virka daga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir Hanný Pétursdóttir lyfjafræðingur í síma 478-1224 eða netfang: hanny@lyfja.is

Frá Ferðafélaginu

Berjaferð í Álftafjörð Laugardaginn 7. september verður farið í berjaferð inn í Starmýradal í Álftafirði. Ekið verður hjá Starmýri 1 upp á Lónsheiði. Leiðin er aðeins fær fjórhjóladrifs bílum. Lagt verður af stað frá þjónustumiðstöð SKG (tjaldstæði) kl. 10:00. Munið berjatínur, ílát undir berin, hlýjan fatnað og nestisbita.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Íbúð til leigu

Til leigu 55 fm. studíóíbúð á Höfn . Íbúðin getur verið fullbúin húsgögnum og eldhúsbúnaði ef þess er óskað. Laus strax, Upplýsingar í síma 894-4391.

Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins. Þátttökugjald er 500- kr. fyrir 16 ára og eldri. Þeir sem koma ekki á bíl muna eftir bensínpening. Börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Komi hundar með í ferðir eru þeir á ábyrgð eigenda og skulu vera í taumi. Nánari upplýsingar veitir Elsa í síma 849-6635


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 29. tbl. 2013 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu