6
Fimmtudagur 18. ágúst 2011
Eystrahorn
Um 60 keppendur frá USÚ á Unglingalandsmóti Um verslunarmannahelgina fór fram 14. Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. Á setningarathöfninni var það tilkynnt að USÚ ætti að halda mótið 2013 hér á Höfn í okkar glæsilega íþrótta umhverfi. Frá USÚ fór flottur hópur ungmenna, hátt í 60 keppendur að etja kappi við jafnaldra í hinum ýmsu greinum íþrótta s.s. fótbolta, frjálsum íþróttum, sundi , körfubolta, golfi, mótorcrossi og fimleikum. Við fórum með fimm flokka á fótboltamótið sem stóðu sig allir vel þó þeir kæmust ekki á verlaunapall. Flestir leikirnir voru mjög spennandi og var yfirleitt aðeins eitt mark sem skildi liðin að í hverjum leik. Einnig áttum við leikmenn í öðrum liðum, í þeim flokkum sem ekki komu nógu margir að heiman til að mynda lið, en þar sem það er svo gaman að vera með þá komust þeir auðvitað inn í önnur lið og slógu í gegn. Helstu úrslit í frjálsum íþróttum eru þessi: Guðný Árnadóttir og Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir hlupu sig inn í úrslit í 60m spretthlaupi í flokki 11 ára stelpna. Þar endaði Guðný í 7.sæti á tímanum 10,23 og Guðrún Ása endaði í 11 sæti á tímanum 10,63. Áróra Dröfn Ívarsdóttir hljóp sig inn í úrslit í 80m spretthlaupi í flokki 12 ára stelpna á tímanum 11,82. Hún endaði svo í 2.sæti á tímanum 12,09. Ylfa Beatrix N. Stephensdóttir varð önnur í spjótkasti í flokki 11 ára, en hún kastaði 16,80. Ólöf María Arnarsdóttir varð þriðja í spjótkasti í flokki 12 ára, en hún kastaði 21,89.
Í 4x100m boðhlaupi, 11 ára stelpna, hampaði sveit USÚ gullinu. Sveitina skipuðu þær: Guðbjörg Halldóra Ingólfsdóttir, Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir, Ylfa Beatrix N. Stephensdóttir og Guðný Árnadóttir. Guðlaug Jóna Karlsdóttir varð önnur í kúluvarpi í flokki 16-17 ára og varpaði kúlunni 8,56
Sigrún Salka Hermannsdóttir varpaði kúlunni 9,34 og varð í 5.sæti í flokki 13 ára stelpna Guðný Árnadóttir varð í 2.sæti í 600m hlaupi í flokki 11 ára á tímanum 2:10,01. Siggerður Aðalsteinsdóttir varð í 1.sæti í 800m hlaupi í flokki 16-17 ára stelpna á tímanum 2:38,98. Einar Ásgeir Ásgeirsson varð í 1.sæti í 800m hlaupi í flokki 16-17 ára stráka á tímanum 2:07,40. Mörg persónuleg met féllu á þessu móti og flest allir keppendurnir okkar voru að narta í
hælana á þeim sem stóðu á pallinum! Þess má til gamans geta að flestir þessir keppendur voru að keppa í fleiri greinum, eins og t.d. fótbolta, körfubolta, sundi og fimleikum og oft var mikil hlaupagangur þegar verið var að þeytast af frjálsíþróttavellinum og yfir í Fellabæ á fótboltavöllinn. Í körfuboltanum vorum við með þrjú lið, eitt stráka og tvö stelpna. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og voru í 3ja sæti í sínum aldurflokki 13-14 ára. Í mótorcrossi voru þrír keppendur frá USÚ og varð Ragna Steinunn Arnarsdóttir í 2.sæti í sínum flokki. Þorgils Snorrason varð 4. og Sævar Örn Kristjánsson 6. í þeirra flokki. Það var keppt í fimleikum í fyrsta skipti og áttum við tvö lið. Stelpurnar í 5.flokki eða 1112 ára urðu í 3.sæti og stelpurnar í 4.flokki eða 12-15 ára urðu í 2.sæti . Keppt var einnig í golfi og okkar spilarar stóðu sig vel. Krakkarnir sem kepptu í sundi stóðu sig mjög vel þó að þau hafi ekki náð á pallinn. Ragna Steinunn var reyndar á palli í blönduðu boðsundsliði. Næsta Unglingalandsmót verður haldið á Selfossi og auðvitað stefnum við á að verða með enn stærri hóp keppenda þar. Skemmtileg stemning myndaðist í tjaldbúðum USÚ þar sem að óvenju margir voru saman komnir eða 17 vagnar og hýsi og mörg tjöld. Ákveðið var að vera með stórt tjald á næsta ári til að þjappa okkur enn betur saman. F.h. USÚ, Arna Ósk og Ólöf Þórhalla
Margir í boltanum Lið Knattspyrnuakademíu Hornafjarðar var stofnað síðastliðinn vetur. Það hefur tekið þátt í Launaflsbikarnum á Austurlandi í sumar sem haldin er á vegum ÚÍA. Fyrst var haldin sjö liða deildarkeppni þar sem fjögur efstu liðin komust í úrslitakeppnina. Strákarnir stóðu sig með prýði í deildinni þar sem þeir enduðu í 3. sæti og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Síðastliðinn sunnudag spiluðu þeir undanúrslitaleik á móti sameinuðu liði Breiðdælinga og Djúpavogsmanna sem jafnframt eru núverandi meistarar. Spilað var á Breiðdalsvík þar sem strákarnir fóru með sigur af hólmi 5 - 3. Næstkomandi sunnudag spila þeir úrslitaleik á móti Boltafélagi Norðfjarðar á Fellavelli á Egilsstöðum. Við óskum þeim góðs gengis.
Nú líður senn að útsölulokum
30-70% afsláttur Valdar gallabuxur 3.000,- kr
Nú er tækifæri til að gera góð kaup Verið velkomin
Haustútsalan byrjuð
Mikill afsláttur af völdum vörum
Verslun Dóru Athugð breyttan opnunartíma Opið kl. 11-12 og 13-18