Eystrahorn 7. tbl. 2011

Page 3

Eystrahorn

Fimmtudagur 17. febrúar 2011

Heimamarkaðurinn

3

Skráning menningarminja

verður í Pakkhúsinu á laugardag frá 13-16. Á boðstólnum verður kjöt, fiskur, kartöflur, sauðaostur, reyktur makríll og fleira. Nemendur í 6. bekk verða ásamt foreldrum með kaffisölu í fjáröflun fyrir skíðaferð. Hvetjum alla til líta við á laugardaginn.

Aðalfundur Kvenfélagsins Vöku verður haldinn í Mánagarði þriðjudaginn 22.febrúar kl 20.30.

Dagskrá: 1. Fundargerð 2. Skýrsla formanns 3. Reikningar félagsins 4. Kosningar 5. Önnur mál Nýir félagar velkomnir

Stjórn Kvenfélagsins Vöku

Arnar Hauksson

dr. med. kvensjúkdómalæknir verður með stofu 28. feb. - 1. mars n.k. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

Opinn fundur með nýjum stjórnendum Landsbankans Höfn í Hornafirði Nýheimar Í kvöld 17. febrúar kl. 20.00

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Um þessar mundir stendur yfir verkefni í Öræfum sem nefnist Skráning menningarminja í Öræfasveit. Að verkefninu standa Guðlaug M. Jakobsdóttir frá Skaftafelli og Halldóra Oddsdóttir á Hofi í Öræfum. Margar ritaðar heimildir eru til um búskaparhætti og lífið í Öræfum og eru munir úr Öræfum í vörslu Byggðasafnsins á Höfn í Hornafirði. Mikið er þó til af munum sem enn eru í eigu Öræfinga sjálfra sem mikilvægt er að skrásetja, taka af myndir og fá upplýsingar um frá fólki sem enn hefur einhverja þekkingu á uppruna þeirra og notagildi. Lögð verður áhersla á að skrásetja hluti sem búnir voru til í sveitinni, ýmis áhöld og verkfæri sem notuð voru í búskap, matargerð, í sel- og lundaveiðar, fatnaður, hannyrðir og húsgögn. Aðstandendur verkefnisins hafa áhuga á að safna saman sem mestu af munnlegum og skriflegum heimildum um þá hluti sem til eru og sérstaklega endurminningar tengdar notkun þeirra og auglýsa hér með eftir slíkum heimildum frá brottfluttum

Öræfingum eða sveitabörnum. Endurminningar þurfa þó ekki að vera tengdar einstaka hlutum heldur eru allar frásagnir um líf og störf í Öræfunum á árum áður vel þegnar í skriflegu eða munnlegu formi. Verkefnið hóf göngu sína sumarið 2010 og hefur þó nokkuð hefur verið skrásett af hlutum frá Hæðum í Skaftafelli, Efri-bæ á Fagurhólsmýri, Hnappavöllum og vinna er hafin við skrásetningu á Kvískerjum. Það hefur fengið styrk frá hollvinasamtökunum Vinir Vatnajökuls en það er einnig unnið með stuðningi og ráðgjöf frá Byggðasafninu á Höfn, Skaftfellingafélaginu, Vatnajökulsþjóðgarði og ReykjavíkurAkademíunni. Að verkefni loknu er fyrirhugað að setja upp sýningu í Öræfunum afrakstri verkefnisins. Öll aðstoð við verkefnið er vel þegin hvort sem um er að ræða ábendingar um muni eða sögu þeirra. Guðlaug M. Jakobsdóttur, sími 6946919, netfang gullyjak@ gmail.com og Halldóra Oddsdóttir, sími 8643067, netfang gunnilh@internet.is.

Listræn málmsuða Spennandi grunnnámskeið fyrir alla sem vilja bjarga sér í einfaldri málmsuðu í gerð skrautmuna eða listrænni hönnun. Kennd undirstöðuatriði og smíðaðir 2 hlutir. Staður og tími:

Hornafirði, Verkmenntastofa FAS, 22., 24., og 28. febrúar og 2. mars kl. 19:00 - 21:00

Leiðbeinandi:

Ágúst Már Ágústsson


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.