Eystrahorn 3. tbl. 2014

Page 2

2

Fimmtudagur 23. janúar 2014

Eystrahorn

Endurbætur í Ekrunni

Kaþólska kirkjan Laugardagur 25. janúar

Vinsamlega hafið samband við prest varðandi húsblessanir (koleda) Sunnudagur 26. janúar

Skírnar Drottins stórhátíð Börnin hittast kl. 11:00 Messa byrjar kl. 12:00 Eftir messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar

Allir hjartanlega velkomir Í tilefni af 90 ára afmæli mínu sunnudaginn 26. janúar nk. býð ég ættingjum, vinum og samferðafólki í afmælisveislu kl. 14:00 - 17:00 á Hótel Höfn. Gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar, en mér þætti vænt um að sjá sem flesta gleðjast með mér og fjölskyldu minni á þessum tímamótum Guðmundur Jónsson og fjölskylda

Í tilefni bóndadagsins fáið þið skemmileg kortaveski, frá veski.is, á 9.900.kr hjá okkur.

Nú eru að hefjast framkvæmdir á fyrstu hæð í Ekrunni þar sem félagsstarf eldri íbúa og dagdvöl aldraðra er með starfsemi. Framkvæmdir felast í því að setja loftræstingu í rýmið en fram að þessu hefur ekki verið loftræsting í húsnæðinu. Einnig verður aðstaða fyrir dagdvöl aldraðra bætt, það verður útbúið sérstakt hvíldarherbergi, lýsingin verður bætt og fleira. Framkvæmdirnar fela í sér töluvert rask fyrir íbúa Ekrunnar sem og fyrir þá sem hafa nýtt sér þá þjónustu og aðstöðu í húsnæðinu því engin starfsemi mun rúmast þar á meðan á framkvæmdum stendur. Dagdvöl aldraðra hefur fengið leigt húsnæði í Slysavarnarhúsinu og þar verður einnig hægt að fá heitan mat í hádeginu líkt og verið hefur í Ekrunni. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í lok mars og mun þá starfsemin færast í eðlilegt horf á ný. Við biðlum til íbúa og þjónustuþega að sýna framkvæmdum skilning og vonum að ónæði sem skapast verði í lágmarki. Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSSA

Unga fólkið á landsliðsæfingar

Sömuleiðis mikið úrval af fallegum gjafavörum. Úrval af góðum rúmum og dýnum í öllum stærðum og gerðum.

Húsgagnaval

Eystrahorn Bíll til sölu Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Forsíðumynd:..... Runólfur Hauksson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Pikkup KING CAP. Árg. 1990. Ekinn 148.000 km. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 894-9272.

Nú í vetur hefur verið nóg að gera hjá ungu knattspyrnufólki. Í nóvember skrifuðu 3. flokkarnir hjá okkur undir afrekssamninga. Afrekshópurinn kemur til með að læra á það hvernig afreksmenn og konur hugsa um sig og hvað þarf að gera til að ná árangri, einnig koma krakkarnir til með að æfa aukalega og eru byrjaðir að æfa einu sinni í viku aukalega á morgnana. Knattspyrnudeildin bindur miklar vonir við þetta verkefni og eru nú þegar hugmyndir um að kynna þetta hjá örðum deildum Sindra. Það hefur vakið nokkra athygli hversu margir leikmenn frá Sindra hafa verið að mæta á landsliðsæfingar KSÍ í vetur. María Selma Haseta hefur náð að festa sig inni í u-19 kvenna og fer reglulega á landsliðsæfingar. Hún hefur verið að spila vinstri bakvörð þar og staðið sig gríðarlega vel. Mirza Hasecic hefur farið æfingar hjá u-19 karla. Ívar Valgeirsson hefur verið að æfa reglulega með u-17 karla í vetur. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir og Sigrún Salka Hermannsdóttir hafa allar verið að mæta hjá u-17 kvenna. Ólöf María Arnarsdóttir mætti svo á u-15 kvenna æfingu í nóvember og stóð sig vel þar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.