Eystrahorn 42. tbl. 2010

Page 1

Eystrahorn 42. tbl. 28. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 18. nóvember 2010

Glæsilegur árangur Grunnskóli Hornafjarðar hefur náð einstökum árangri í hinni árlegu First Lego League keppni. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem lið skólans sigrar þessa keppni og fer erlendis til að keppa fyrir hönd Íslands. Öll þessi þrjú lið eru ennþá í skólanum auk þess sem fjórða liðið var í 2. sæti í fyrra. Árangurinn er ekki síst athyglisverður vegna þess að skólinn sendir alltaf nýtt lið sjöundubekkinga sem eru jafnvel að keppa við 16 ára nemendur. Hér er greinilega ekki um neina

Von í Óvon

tilviljun að ræða og í þessu sambandi má bæta við frábærum árangri nemenda Eiríks Hanssonar í nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Keppnin í ár var haldin í Keili í Keflavík sl. laugardag. Lið Hornfirðinganna skipuðu tíu nemendur úr 7. bekk og kölluðu sig Frumurnar. Eiríkur Hansson kennari hefur séð um undirbúning og þjálfun krakkanna og á hann mestan heiður að þessum glæsilega árangri. Keppnin er fjölþætt og reynir á krakkana á marga vegu.

Meðal annars þá hönnuðu þau, smíðuðu og forrituðu róbót sem leysti flóknar þrautir á borði. Þema keppninnar í ár var BODY FORWARD (líkaminn lifi). Keppendur áttu að fjalla um eitthvað sem gæti hjálpað líkamanum þegar sjúkdóma eða slys ber að höndum. Frumurnar fjölluðu um brunasár og meðferð þeirra. Þau kynntu nýja uppfinningu sína sem heitir KÆLIBINDIÐ, en það er ný útfærsla af kælipoka til að kæla brunasár. Frumurnar

„Já, ég reyni alltaf að koma við á Hornafirði þegar ég er að túra með hljómsveitum. Ég er stoltur af ættartengslum mínum á Hornafirði en afi minn og amma voru Eymundur og Lukka í Vallanesi. Okkur hefur alltaf verið vel tekið á Hornafirði og það er einstaklega skemmtilegt að spila fyrir fólkið þar“ sagði Ómar Guðjónsson sem verður með tónleika ásamt hljómsveit á Hótel Höfn laugardaginn 20. nóvember. „Að þessu sinni er ég að kynna nýjan hljómdisk Von í Óvon sem innheldur tíu lög eftir mig. Með mér eru toppkarlar, Helgi Svavar Helgason og Matthías MD Hemstock á trommur og Ingi Björn Ingason á bassa. Þeir eru svolítið ólíkir en ég er mjög ánægður með hvernig þeir koma út. Tónlistin er mitt á milli jazz, popps og rokks og þetta er þriðja sólóplata mín.“ Spurður frekar um ferilinn sagði

Frumurnar ásamt Eiríki kennara.

munu keppa fyrir hönd Íslands á Evrópumóti í Hollandi í vor. Krakkarnir á myndinni eru úr liðunum þessi fjögur ár. Í samtali við blaðamann kváðu þau einum rómi að það hafi verið frábært að taka þátt í keppnunum bæði skemmtilegt og lærdómsríkt. Þau hrósuðu Eiríki mikið og vildu koma á framfæri sérstöku þakklæti til hans svo og annara sem gerðu þeim kleift að vera þátttakendur í keppnunum.

Ómar; „Ég er búinn að vera starfandi tónlistarmaður síðustu 12 ár og leikið með mörgum af fremstu tónlistarmönnum og hljómsveitum landsins. Ég er m.a. fastur meðlimur í Jagúar, ADHD, Latinsveit Tómasar R. Einarssonar og big bandi Samma. Ég fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu plötu ársins í jazzflokki síðustu tvö ár - 2009 fyrir "fram af" með tríóinu mínu og núna 2010 fyrir ADHD með samnefndri hljómsveit. Fyrsti sólóhljómdiskurinn minn heitir Varma Land og kom út 2003. Hann fékk tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna. Einnig hef ég samið verk fyrir sjónvarp og útvarp t.d lagið fyrir sjónvarpsþáttinn Landinn. Við Óskar bróðir minn sömdum alla músíkina fyrir leikverkið Sölku Völku sem var tilnefnd sem besta frumsamda músíkin á Grímunni, leiklistarverðlaunahátíðinni.

Ég hlakka til, eins og alltaf, að koma „heim“ og spila fyrir Hornfirðinga og vonast til að sjá sem flesta á tónleikunum sem verða á Hótel Höfn á laugardaginn kemur kl. 21:00.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.