Eystrahorn 1. tbl. 2011

Page 3

Eystrahorn

Fimmtudagur 6. janúar 2011

útsala

3

Frá Sparisjóði Vestmannaeyja

Útsala á jólavörum og völdum vörum Opið 13 - 18 virka daga 13 - 15 laugardaga

Húsgagnaval

OPIÐ HÚS Opið hús verður hjá Rauða krossinum að Víkurbraut 2 laugardaginn 8. janúar frá kl. 13 -15.

Þrettándagleði Ungmennafélagsins Mána

Hin árlega þrettándagleði U.M.F. Mána verður haldin á Laxárbökkum fimmtudaginn 6. janúar kl. 20:30, eða á sama stað og undanfarin ár. Björgunarfélagið verður með flugeldasýningu, Karlakórinn Jökull tekur lagið og Kvenfélagið Vaka býður upp á heitt kakó.

Allir velkomnir Stjórn U.M.F. Mána

Atvinna Heilsuleikskólinn Krakkakot Hefur þú gaman af að vinna með börnum? Hefur þú áhuga á hreyfingu og góðri heilsu? Heilsuleikskólinn Krakkakot auglýsir eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda í 50% stöðu e.h. Laun greidd samkvæmt kjarasamningum KÍ eða AFLs og Sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur rennur út 20.janúar 2011. Tekið er á móti umsóknum hjá leikskólastjóra á Krakkakoti og í síma 470 8481. Snæfríður Svavarsdóttir, leikskólastjóri.

Fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Vestmannaeyja er lokið. Samningur milli Sparisjóðsins og stærsta kröfuhafans, Seðlabanka Íslands var undirritaður 10. desember sl. Þá hafa aðrir kröfuhafar einnig samþykkt samninginn. Öll skilyrði samningsins eru nú uppfyllt af hálfu Sparisjóðs Vestmannaeyja og uppfyllir Sparisjóður Vestmannaeyja nú öll skilyrði Fjármálaeftirlitsins. Sparisjóður Vestmannaeyja varð fyrir miklu tjóni í bankahruninu, en strax var hafist handa við fjárhagslega endurskipulagningu Sparisjóðsins. Efnahagur og rekstur var endurskipulagður og m.a. var stofnfé aukið um 904 milljónir króna að nafnvirði. Stofnfé er í dag um 1.004 milljónir krónur. Allir lögðust á eitt, bæði kröfuhafar og stofnfjáreigendur við það að koma sjóðnum aftur á réttan kjöl og hefur það nú tekist

og uppfyllir Sparisjóðurinn öll lagaskilyrði fjármálastofnana. Við undirritun samningsins eignaðist Seðlabanki Íslands 55,3% af stofnfé Sparisjóðsins sem hefur verið framselt til Bankasýslu ríkisins sem er stærsti stofnfjáreigandi sjóðsins. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja fer með 14,2% hlut, Vestmannaeyjabær 10,1%, Vinnslustöðin hf. 5,0%, en aðrir stofnfjáreigendur samtals um 15% . Aðkoma þessara aðila sýnir sterkan vilja heimamanna að koma að endurreisninni og efla Sparisjóðinn til framtíðar. Aðalfundur vegna ársins 2009 var haldinn 21. desember sl. þar sem niðurstaða fjárhagslegrar endurskipulagningar var kynnt, en hún hafði áður verið samþykkt á fundi stofnfjáreigenda í júní sl. Stjórn og stjórnendur Sparisjóðs Vestmannaeyja horfa nú bjartsýn til framtíðar og eru þess fullviss að Sparisjóðurinn verður áfram sterkur bakhjarl á sínum starfssvæðum og í góðu samstarfi við aðra sparisjóði. Vestmannaeyjum, 23. desember 2010, Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja.

Tipphornið Þá er tipphornið byrjað aftur eftir jólafrí en í raun var lítið um frí á tippstofunni um jólin því bæði var seðill á nýársdag og annan í jólum. Einhverjir vinningar litu þó dagsins ljós. Tippstjórinn vill benda á að áskrift hefur gefið þó nokkra vinninga. Á síðasta seðli fyrir jól skoraði Martölvan á Póstinn sem gerði sér lítið fyrir sigraði 9-8 og því skorar Pósturinn á sparkspekingana hjá Þrastarhóli. Pósturinn 1. Scunthorpe -Everton 2 2. Blackburn-Q.P.R. 12 3. Brighton –Portsmouth 1x2 4. Coventry -Crystal Palace 1 5. Hull -Wigan 12 6. Reading -W.B.A. 1 7. Sheff.Utd -Aston Villa 1 8. Stoke -Cardiff 1 9. Burton Albion -Middlesbro 12 10. Doncaster-Wolves 1x2 11. Preston -Nott.For. 1x2 12. Southampton-Blackpool 1 13. West Ham -Barnsley 1

Þrastarhóll 2 1 1x2 1 1x2 1x2 2 1 2 1x 1x x2 1

Aðra helgi ætlum við svo að byrja á fyrirtækjaleiknum og vonumst við til að fá sem flesta vinnustaði í skemmtilegum leik.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.