Eystrahorn
Fimmtudagurinn 8. desember 2016
Konukvöld
Nú höldum við okkar árlega konukvöld fimmtudaginn 8. desember kl. 20:00 Tilboð og afsláttur á völdum vörum Fullt af nýjum fallegum vörum Léttar veitingar Hlökkum til að sjá ykkur Ólöf og Eyrún
Húsgagnaval Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Hornafirði Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 1. desember 2016 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi austan Vesturbrautar - S3 og tillögu að breytingu á deiliskipulagi HSSA. Deiliskipulag austan Vesturbrautar – S3 Markmið skipulagsins er að gera ráð fyrir stækkun núverandi leikskóla við Lönguhóla og að núverandi leikskólahúsnæði Krakkakots við Víkurbraut 24 verði nýtt undir aðra samfélagsþjónustu með möguleika á stækkun hússins. Þá er gert ráð fyrir nýju raðhúsi fyrir aldraða við Víkurbraut 34. Ennfremur er gert ráð fyrir bættu umferðarflæði um svæðið.
Menningarverðlaun Hornafjarðar 2016 Óskað er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Hornafjarðar 2016. Þeir sem vilja tilnefna vinsamlegast sendið inn tillögur ásamt rökstuðningi í bréfaformi í móttöku Ráðhúss Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið bryndish@hornafjordur.is, einnig er hægt að hringja í síma 470-8050. Vinsamlegast sendið inn tilkynningar eigi síðar en 1. janúar 2017.
Handraðinn Opnum aftur að Hafnarbraut 34 fimmtudaginn 10. desember Opnunartímar í desember eru: mánu-þriðju-og miðvikudaga kl. 16:00-18:00 fimmtudagar kl. 16:00-20:00 föstudagar kl. 16:00-18:00 laugardagar kl. 13:00-16:00 þorláksmessa kl. 14:00-18:00 Stjórn Handraðans
Breyting á deiliskipulagi HSSA Markmið með gerð deiliskipulagsbreytingar er að þétta byggð og bjóða upp á fleiri byggingalóðir. Deiliskipulagsbreytingin felst í að ráð sé gert fyrir fimm nýjum íbúðarlóðum við norðurenda Júllatúns. Gatan Júllatún verður lengd til norðurs og gerð einstefnugata af henni á Víkurbraut, sunnan við Júllatún 8. Skipulagsmörk eru færð lítillega til suðurs. Gert er ráð fyrir gangstétt með nýjum götum og tengingu af þeim á stígakerfi norðan íbúðarsvæðisins. Deiliskipulagstillögur ásamt greinargerð verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn og á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur. is/stjórnsysla undir skipulag í kynningu, frá 8. desember 2016 til 23. janúar 2017. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. janúar 2017 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri
Umsóknir um styrki Atvinnu- og rannsóknarsjóðs 2017 Atvinnumálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknarsjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna sem efla byggð eða atvinnu í sveitarfélaginu án þess að skekkja samkeppnisstöðu starfandi fyrirtækja á svæðinu. Sjóðnum er ætlað að veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og rannsókna. Þeir sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og hafa þar fasta búsetu geta sótt um styrki til sjóðsins. Atvinnumálanefnd Hornafjarðar hefur umsjón með sjóðnum. Nánari upplýsingar eru veittar í ráðhúsi, Hafnarbraut 27 Höfn eða á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hornafjordur.is undir reglur og samþykktir. Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2017. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, undir stjórnsýsla. Árdís Erna Halldórsdóttir Atvinnu- og ferðamálafulltrúi
7