leifur_heppni_verkb

Page 15

Handverk og listir Belti Þórgunnu Á Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt mjög sérstakt listaverk sem kom úr Skálholtskirkju. Það var áður fyrr nefnt „belti Þórgunnu“ en hún var ástkona Leifs heppna. Þetta er borði sem gæti hafa verið notaður á brún altaris. Hann er úr lérefti og gullofið band saumað á jaðrana. Á hann hefur verið sett kögur síðar. Í Eyrbyggja sögu er sagt að Þórgunna hafi komið til Íslands á leið sinni til Grænlands með son sinn Þorgils. Hún hafði með sér margt fágætra listmuna sem voru handunnir. Örlög hennar urðu þau að hún veiktist hér og dó á bænum Fróðá á Snæfellsnesi. Hún hafði beðið um að lík sitt yrði flutt í Skálholt og grafið þar. Var það gert og listmunir hennar gefnir kennimönnum þar. (Í bókinni um Leif er sonur Leifs og Þórgunnu nefndur Þorkell) Heimild: Hundrað ár í Þjóðminjasafni

Fróðleiksmolar: Að smíða úr járni Járnsmiðir höfðu mikilvægt hlutverk á landnámsöld. Smiðja var við flesta bæi og þar smíðuðu þeir verkfæri, áhöld og vopn. Í fornum gröfum hafa fundist verkfæri sem járnsmiðir notuðu. Þau sýna að þeir hafa hitað járnið þar til það var rauðglóandi og svo höggvið það til og mótað í smíðisgripi sína.

Keröld Ein var sú iðn sem barst hingað með landnámsmönnum en það var að smíða alls konar keröld eða sái. Þetta voru ílát meðal annars fyrir mjólk og skyr. Stórir sáir voru oft grafnir niður í gólf og þá nefnd jarðkeröld. Öll voru þau sett saman úr stöfum sem gjarðir héldu saman. Sum voru með gati niður við botn svo auðvelt væri að tæma úr þeim vökva. Alls konar ílát voru smíðuð á bæjunum eins og kemur fram í vísu Stefáns Ólafssonar:

14

Búrið hefur býsna margt, bæði ker og annað þarft, aska, diska, öskjurnar, ámur, trog og skjólurnar, kirnur líka og kæsisdallar kúra þar.

Verkefni: Upplýsingaleit Flettu upp í orðabók heitum ílátanna í vísunni og teiknaðu þau eftir lýsingum sem þar koma fram.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
leifur_heppni_verkb by Festi hf. - Issuu