Verkstjórinn 2006

Page 35

Verkstjórinn 2006 copy

18.11.2006

11:07

Page 35

karlaveiða og á þeirri tuttugust var síldinni breytt þar í gull. Þegar mest var umleikis störfuðu þar á milli 20 til 25 fyrirtæki við síldarsöltun og síldarbræðslur voru á Lógó JE Vélaverkstæðis hf. á þessum árum frá húsvegg við inngöngudyr. þremur og upp í fimm talsins. Á þessum velmektarárum Siglufjarðar þá lagði staðurinn landsmönnum til 20% af árlegum útflutningi þjóðarinnar. Þessi mikli uppgangur tók snöggan endi á sjöunda áratugnum þá síldin hvarf af miðunum. Atvinnulíf staðarins hrundi og var ekki úr dróma dregið fyrr en laust eftir 1970 með stofnun útgerðar Þormóði ramma hf., sem komið var á fót með tilstyrk íslenska ríkisins. Útgerð þessa fyrirtækis blómstraði og veitti íbúum bæjarins mikla vinnu við sjósókn og vinnslu aflans í landi. Í upphafi stóð þorskurinn undir rekstrinum en er undan þeim veiðunum fjaraði með þverrandi þorskstofni um 1990 þá tóku rækjuveiðar og rækjuvinnsla við. Það segir alla söguna um þróun atvinnumála á Siglufirði að um miðja tuttugustu öldina höfðu 3100 manns þar skráða búsetu en um síðustu aldamót var íbúatalan dottin niður í 1500 einstaklinga. Ljóst má vera að slík blóðtaka er hverju bæjarfélagi þungbær en á móti kemur að þeir sem héldu tryggð við staðinn er sá kjarni, sem ekki slær undan þó að á móti blási. Upp úr þessum jarðvegi er fyrirtækið JE. Vélaverkstæði hf. sprottið. Forsögu að stofnun þessa fyrirtækis má með góðum vilja rekja aftur til ársins 1957 þá Jón Dýrfjörð, vélvirkji hóf sjálfstæðan atvinnurekstur á Siglufirði í samstarfi við Rögnvald Gottskálksson, pípulagningarmann. Samstarf þeirra stóð með hléum í rúm fjögur ár. Árið 1962 stofnuðu þeir Jón Dýrfjörð og Ragnar Sveinsson, vélstjóri fyrirtækið Jón og Ragnar Túngötu 30, Siglufirði. Þegar Ragnar flutti búferlum frá Siglufirði árið 1965 seldi hann Erling Jónssyni, vélvirkjanema hlut sinn í fyrirtækinu. Samfara þessari sölu þá var nafni fyrirtækisins breytt í Jón og Erling Vélaverkstæði. Fyrirtækið hefur nú starfað óslitið í yfir 40 ár, sem verður að teljast afrek nú til dags þegar fyrirtæki virðast oft stofnuð til þess eins að lognast út af. Húsakostur var ekki burðugur fyrstu árin. Til ráðstöfunar var 100 m2 gólfflötur neðri hæðar Túngötu 30. Frá þessu höfuðbóli var þó rekin margs konar þjónusta

svo sem vélaviðgerðir, pípulagnir og blikksmíði. Til marks um þrengslin á verkstæðinu má geta þess að smíði á þakrennum, sem framleiddar voru í kílómetratali, varð að framkvæma utan hefðbundins vinnutíma. Húsnæðið rúmaði einfaldlega ekki nema þá tvo, sem að verkinu unnu. Strax á áttunda áratugnum var farið að huga að nýju húsnæði enda starfsmenn komnir á annan tuginn. Fyrirtækið tók því Vélaverkstæði Rauðku á leigu árið 1975 og var þar til húsa í þrjú ár. Með vaxandi umsvifum var ljóst að leiguhúsnæði var ekki sá grunnur, sem eigendur vildu byggja afkomu sína á. Fjárfest var í efni til byggingar á verk-

Guðni Sigtryggsson, framkvæmdastjóri JE Vélaverkstæðis hf. og Siglufjarðar Seigs hf.

Pálína Pálsdóttir, skrifstofustjóri og Svala Lúðvíksdóttir, lagerstjóri á góðri stund.

Guðbrandur Gústafsson, verkstjóri við smíði á innréttingum í bát frá Siglufjarðar Seig hf. VERKSTJÓRINN – 35


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.