Page 1

HAUSTMISSERI 2021

1


ÁVARP HAUST 2021

Jóhanna Rútsdóttir náms- og þróunarstjóri

Undanfarið ár hefur einkennst af

Í bæklingnum er svo að finna

miklum umbrotum í samfélaginu og

skemmtilegt viðtal við Emilíu

hjá mörgum er Covid þreytan farin

Borgþórsdóttur um starf hennar sem

að segja rækilega til sín. Það gleður

iðnhönnuður og hvernig við getum

okkur því hjá Endurmenntun að geta

gert heimilið að notalegum griðastað

boðið upp á frábært úrval námskeiða á

með haustinu. Við fengum líka nokkra

haustmisseri sem eru einmitt til þess

af okkar frábæru kennurum til að gefa

gerð að létta lundina, næra hugann og

góðar ráðleggingar um lítil skref sem

gefa okkur stundarfrið frá áhyggjum

við getum tekið á hverjum degi í átt að

hversdagsins.

betri heilsu og vellíðan. Rannveig Eir Helgadóttir, geðhjúkrunarfræðingur

Á dagskránni í haust ættu allir að geta

og Rannveig Björk Gylfadóttir,

fundið eitthvað við sitt hæfi hvort

sérfræðingur í krabbameinshjúkrun

sem það er að læra hugleiðslu og

settu fram fimm leiðir til að takast á

jógaheimspeki eða láta langþráðan

við streitu í lífi og starfi en þær kenna

draum um að skrifa skáldverk rætast.

námskeiðið Jákvæð heilsa sem snýst

Haustið er líka kjörinn tími til að læra

um hvernig við getum náð stjórn á eigin

nýtt tungumál og fara í ferðalag í

heilsu í krefjandi áreiti nútímans.

kennslustofunni um framandi slóðir. Sumir vilja einfaldlega gleyma sér í

Sjaldan hefur verið betri ástæða til

góðri sögu og menningarnámskeið

að leyfa sér að taka skrefið og læra

misserisins eru ekki af verri endanum

eitthvað nýtt og við bíðum spennt eftir

en þar má finna Fóstbræðra sögu,

að taka á móti fróðleiksfúsum gestum

Kvikmyndin – Sögu Borgarættarinnar,

á Dunhagann í haust.

námskeið um Krossferðirnar, Silkileiðina og margt margt fleira.

Ritstjórn: Þorbjörg Pétursdóttir og Þórunn Arnaldsdóttir Ábyrgð: Sæunn Stefánsdóttir starfandi endurmenntunarstjóri Prentun: Svansprent Umbrot: Sigrún K. Árnadóttir Innihald blaðsins er birt með fyrirvara um breytingar

2


EINSTAKT ÚRVAL HJÁ ENDURMENNTUN Námskeiðsúrvalið hjá Endurmenntun á sér enga hliðstæðu á

Á síðastliðnum árum hefur úrval fjarnámskeiða stórlega

íslenskum mennta- og fræðslumarkaði. Á hverju misseri eru

aukist og gefst því fleirum tækifæri til að sækja sér aukna

á dagskrá upp undir 200 námskeið í fjölmörgum flokkum sem

fræðslu úr besta sætinu heima fyrir. Hvort sem þátttakendur

henta bæði þeim sem eru að leitast eftir að efla sig í starfi,

sitja heima í stofu eða koma í hús Endurmenntunar fá þeir

styrkja sjálfið og heilsuna eða vilja einfaldlega læra eitthvað

hlýjar móttökur frá starfsfólki og kennurum og kappkostað er

nýtt og skemmtilegt. Námskeiðin eru opin öllum að því leyti

að gera reynslu þátttakenda af námskeiðum okkar sem allra

að ekki eru gerðar kröfur um fyrri menntun og það er auðvelt

besta. Við tökum vel á móti þér!

og fljótlegt að skrá sig á námskeið á heimasíðunni, ehi.is.

3


FJÁRMÁLIN ÞÍN

FJÁRMÁL VIÐ STARFSLOK

PERSÓNULEG FJÁRMÁL

Á námskeiðinu er fjallað á einföldu og skýru máli um reglur vegna skerðinga Tryggingastofnunar, skatta á sparnað, lagalegt öryggi bankareikninga og ríkisskuldabréfa og fleira sem fróðlegt er að vita þegar komið er á lífeyrisaldur.

Það borgar sig að huga vel að fjármálum. Á þessu námskeiði verður rætt um ýmsar hliðar persónulegra fjármála, frá skuldum og eignum að daglegum útgjöldum og undirbúningi fyrir kostnaðarsöm tímabil á lífsleiðinni.

Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka Staðnámskeið: Þri. 14. sept. kl. 16:15 - 19:15 Snemmskráningu lýkur: 4. sept. Fjarnámskeið: Þri. 9. nóv. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 30. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.100 kr./17.300 kr.

Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka Staðnámskeið: Mið. 20. okt. kl. 16:30 - 19:30 Snemmskráningu lýkur: 10. okt. Fjarnámskeið: Fim. 25. nóv. 16:15-19:15 Snemmskráningu lýkur: 15. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.100 kr./17.300 kr.

FASTEIGNAKAUP Á MANNAMÁLI Markmið þessa námskeiðs er að væntanlegir kaupendur og seljendur hafi grunnskilning á söluferli fasteigna og þeim helstu meginreglum sem þar gilda sem og praktískum atriðum sem vert er að hafa í huga við kaup og sölu fasteigna. Kennsla: Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali Staðnámskeið: Mið. 22. sept. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 12. sept. Fjarnámskeið: Þri. 2. nóv. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 23. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.100 kr./17.300 kr.

ENDURFJÁRMÖGNUN ÍBÚÐALÁNA

ÁHÆTTUSTÝRING Í HEIMILISBÓKHALDI Aukin áhættuvitund í fjármálum getur létt fjárhagslegar skuldbindingar síðar meir. Markmiðið með námskeiðinu er að draga fram helstu áhættuþætti í fjármálum einstaklinga og efla áhættumeðvitund þátttakenda.

Ertu að huga að endurfjármögnun íbúðalána? Viltu vita hvaða lánamöguleikar eru í boði? Viltu læra um kosti og galla verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Viltu auka eignamyndun í þínu húsnæði? Þetta er gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa í huga við endurfjármögnun íbúðalána.

Kennsla: Eggert Þ. Þórarinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands Staðnámskeið: Þri. 19. okt. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 9. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 21.900 kr./19.900 kr.

Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka Fjarnámskeið: Mán. 6. des. kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 26. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.900 kr./13.500 kr.

4


HEIMILIÐ OG FJÖLSKYLDAN

HEIMILI OG HÖNNUN

ELDHÚSIÐ - HJARTA HEIMILISINS

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði hönnunar innan heimilisins s.s.uppröðun húsgagna, hvernig hengja á upp myndir og litaskema. Hvernig má láta húsgögn, persónulega muni, myndir, liti og lýsingu spila saman til að mynda góða heild á heimilinu?

Á námskeiðinu verður farið yfir skipulag og fyrirkomulag eldhússins og hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar farið er í stórar eða smáar framkvæmdir. Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja gera einfaldar breytingar en stórar útlitslega sem og þá sem vilja gjörbreyta eldhúsinu og ætla í viðamiklar aðgerðir.

Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður Fjarnámskeið: Mán. 13. og 20. sept. kl. 19:30 - 21:30 Almennt verð: 21.900 kr.

Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður Fjarnámskeið: Mán. 18. okt. kl. 19:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 8. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.100 kr./17.300 kr.

AÐ HLEYPA HEIMDRAGANUM - FLUTT TIL SPÁNAR

GRÆNN LÍFSSTÍLL – OKKAR FRAMLAG SKIPTIR MÁLI

Hefur þig dreymt um að prófa að búa á Spáni? Á þessu námskeiði er helstu spurningum svarað varðandi búferlaflutninga til Spánar og góð ráð gefin fyrir þá sem eru að íhuga þann möguleika.

Á námskeiðinu verður farið yfir einföld en mikilvæg skref í áttina að grænum lífsstíl. Við sýnum fram á hvað við getum gert sem einstaklingar og hvert skref í rétta átt skiptir máli.

Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru Staðnámskeið: Mið. 13. okt. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 3. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.100 kr./17.300 kr.

Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður Staðnámskeið: Fim. 11. nóv. kl. 19:30 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 1. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.300 kr./13.800 kr.

ÍBÚÐASKIPTI - MEIRI UPPLIFUN, MINNI KOSTNAÐUR

LÖG UM FJÖLEIGNARHÚS – LÍF Í FJÖLBÝLI OG REKSTUR HÚSFÉLAGA

Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir hefur gert íbúðaskipti að hluta af lífsstíl sínum og ferðast árlega erlendis með fjölskyldu sína án þess að greiða fyrir gistingu. Á þessu námskeiði deilir hún reynslu sinni af íbúðaskiptum og veitir þátttakendum innblástur til gefandi og hagsýnni ferðalaga.

Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu atriði laga um fjöleignarhús og þær reglur sem gilda um ákvarðanatöku og fundarhald, mun á séreign og sameign, kostnaðarhlutdeild, nýtingu séreignar og sameignar ásamt helstu skyldum við rekstur húsfélaga.

Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru Staðnámskeið: Fim. 14. okt. kl. 16:45 - 19:15 Snemmskráningu lýkur: 4. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.200 kr./13.800 kr.

Kennsla: Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur og löggiltur fasteignasali Staðnámskeið: Fim. 18. nóv. kl. 18:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 8. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 23.000 kr./20.900 kr.

5


BLÓM GERA ALLT FALLEGRA Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður hefur um nokkurt skeið kennt skemmtileg námskeið hjá Endurmenntun um ýmis atriði tengd heimilinu, hvort sem það er að gera stofuna að notalegum griðastað eða hvernig hægt er að stilla upp útisvæðinu þannig að hægt sé að nýta það allan ársins hring. Covid setti ekki strik í reikninginn hjá Emilíu heldur þvert á móti enda hefur sjaldan verið meiri áhugi fyrir endurbótum á heimilinu. Það

er

nóg

gera

hjá

Emilíu

Borgþórsdóttur en utan þess að kenna

Emilía Borgþórsdóttir

námskeið hjá Endurmenntun er hún sjálfstætt starfandi iðnhönnuður og

eða heima í fjarvinnu. En hvernig lítur

teikna og tek fundi í gegnum Zoom og

innanhúsráðgjafi fyrir heimili og fyrirtæki.

hefðbundinn dagur út hjá Emilíu? „Daginn

síma. Oft fer ég á flakk vegna vinnunnar

Að auki er hún menntaður sjúkraþjálfari

byrja ég yfirleitt kl. 6 í Crossfit sem hefur

en ég reyni að safna útréttingum saman

og spilar það stórt hlutverk í starfi

verið ómissandi þáttur þar sem ég vinn

til að spara tíma auk þess sem það er

hennar þar sem hún ráðleggur fólki

mikið ein og byrjunin á deginum slær

hagstæðara fyrir umhverfið að vera

hvernig best er að haga vinnuaðstöðunni

tóninn. Annars er ég með stúdíó heima

ekki alltaf að skjótast á stutta fundi út

sinni, hvort sem það er á skrifstofunni

þar sem ég vinn langmest við tölvuna,

um allt. Reyndar er ég núna komin í fullt nám við HÍ í umhverfis- og auðlindafræði og er svo heppin að námið raðast á þrjá daga.“ Þegar Covid-19 skall á vorið 2020 flykktust margir á atvinnumarkaðnum heim í fjarvinnu og þurftu að búa til skrifstofupláss inni á heimilinu. En í raun gilda svipaðar reglur sama hvar fólk gerir sér vinnuaðstöðu og aðalmálið er að sitja ekki of lengi við. „Góð lýsing skiptir öllu, góður skjár sem og góður stóll. Sem menntaður sjúkraþjálfari þá vil ég taka fram að næsta staða er besta staðan sem þýðir að við eigum að vera dugleg að skipta um stöðu og standa upp. Blóm gleðja og þá lifandi blóm, ferskt loft skiptir líka miklu máli og að geta stjórnað

6


birtuskilyrðum ef unnið er við glugga.“

Ný námskeið í takt við breytta tíma Eitt vinsælasta námskeið Emilíu sem dregur alltaf að fjölda þátttakenda er Heimili og hönnun þar sem farið er í grunnatriði hönnunar innan heimilisins eins

og

uppröðun

húsgagna

og

litaskema. Í haust verða einnig á dagskrá Eldhúsið – hjarta heimilisins og Grænn lífstíll – okkar framlag skiptir máli sem er glænýtt námskeið ætlað þeim sem vilja minnka kolefnisspor sitt og feta sig í átt að vistvænni hegðun. Þar verða gefin góð ráð um hvernig er best að nota minna, endurnýta og endurvinna sem er þula sem við ættum öll að geta tileinkað okkur. Eftir áramót verða svo á dagskrá Stofan á heimilinu og Aðkoman og útisvæðið sem er frábært námskeið fyrir þá sem vilja hressa upp á útisvæðið hjá sér með vorinu. Eins og flestir vita gerði Covid það að verkum að fólk hélt sig meira heima við og í staðinn fyrir að ferðast um fékk það að kynnast heimilinu upp á nýtt: „Covid kom með aðra sýn og þarfir á heimilið, til dæmis eru málningarverslanir búnar að vera í brjálaðri vertíð. Covid gaf fólki færi á að kjarna sig betur og takast á við það sem uppá vantaði á heimilinu og eitthvað

sem það hefur kannski verið lengi með

tíma: „Mildir jarðtónar eru búnir að vera

á listanum en aldrei verið heima til að

vinsælir og halda áfram inn í haustið

framkvæma.“ En hvernig hafði ástandið

en með svolitlu af sterkum hreinum

áhrif á starf Emilíu sjálfrar? „Starfið mitt

grunnlitum með í litlu magni. Húsgögn

breyttist ekki mikið þar sem ég vinn

með mjúkum línum og góðum radíus

mikið ein heima en fundunum fækkaði og

sem eru svolítið eins og skúlptúr verða

„Covid gaf fólki færi á að kjarna sig betur og takast á við það sem uppá vantaði á heimilinu og eitthvað sem það hefur kannski verið lengi með á listanum en aldrei verið heima til að framkvæma.“

áberandi. Náttúruefni eru það heitasta eins og skinn sem og vegan leður. Blóm eru áfram tískuvara sem gleður mig óendanlega þar sem þau hafa svo jákvæð áhrif á okkur og gera allt fallegra. Það er meira um nytjahluti og skrautmuni og þá stórum keramik skúlpturum og hlutum sem láta mikið fyrir sér fara. Þetta er ef til vill afleiðing af Covid. Við erum meira heima og þurfum að umkringja okkur með einhverju mjúku sem kemur á móti frekar kuldalegu viðmóti tækja og tóla.“

þeir færðust á netið. Friðurinn varð hins

Emilía bætir við að góð kaffivél sé gulls

vegar ekki sá sami þar sem maðurinn

ígildi og ætti að vera til á hverju heimili

minn deildi með mér rýminu og ég fattaði

en að lokum hvetur hún fólk til að láta

hvað mér þykir gott að geta verið alveg

nýjustu tísku ekki ráða ferðinni: „Heimilið

út af fyrir mig. Það er eitthvað sem ég

á að endurspegla þá sem þar búa, þjóna

hélt að ég mæti ekki svona mikils.“

íbúum heimilisins en ekki að eltast

Mikilvægt að gera heimilið að sínu Líkt og í tískuheiminum koma sífellt nýjar bylgjur og stefnur í innanhúshönnun og af nógu er að taka þegar litið er til komandi

7

við tískustrauma þó það sé gaman að fylgjast aðeins með.“


HEILSA OG VELLÍÐAN Staðnámskeið: Mán. og fim. 15. - 22. nóv. 16:15 - 19:15 (3x) Snemmskráningu lýkur: 5. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 53.500 kr./48.600 kr.

HUGLEIÐSLA OG JÓGAHEIMSPEKI Á námskeiðinu er kafað í frumhugmyndafræði jóga. Kennd er hugleiðsla og gjörhygli, jógaheimspeki og grunnurinn að þessum fornu fræðum. Þetta er skemmtilegt og fræðandi námskeið og hentar bæði þeim sem vilja kafa djúpt í fræðin og þeim sem vilja hefja ástundun eða efla heimaástundun sína enn frekar. Kennsla: Kristbjörg Kristmundsdóttir, jógakennari Staðnámskeið: Þri. 14. sept. - 5. okt. kl. 18:00 - 20:30 (4x) Almennt verð: 47.200 kr.

BYRJAÐU Í GOLFI – FYRIR BYRJENDUR OG LENGRA KOMNA Í samstarfi við Hissa, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um golf. Golf er vinsæl íþrótt meðal allra aldurshópa og það er hægt að byrja að spila golf hvenær sem er á lífsleiðinni. Á námskeiðinu verður farið í alla þá grunnþætti sem nauðsynlegir eru fyrir fyrstu skrefin á golfvellinum. Kennsla: Magnús Birgisson, PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi Staðnámskeið: Mán. og mið. 6. - 13. sept. kl. 20:00 - 22:00. Snemmskráningu lýkur: 9. okt. Almennt verð: 21.900 kr.

ÖFLUGT SJÁLFSTRAUST

JÓGA NIDRA

Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem því hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, hvernig við setjum markmið, tökum ákvarðanir og vinnum undir álagi. Kenndar verða aðferðir til að efla sjálfstraust og ákveðni og skoðað hvað einkennir einstaklinga með hátt/lágt sjálfsmat. Fjallað verður um áhrif hugarfars, viðhorfa og hugsunar á hegðun og líðan, sjálfsstjórn og sjálfsstyrkingu.

Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynnast sjálfum sér betur, bæta líðan sína og heilsu, draga úr streitu og spennu í líkamanum, stýra hugsunum og sofa betur. Kennsla: Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum, löggiltur sjúkranuddari, Amrit Jóga Nidra leiðbeinandi, höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari og Rajadhiraja yogakennari Staðnámskeið: Fim. 16. sept. - 7. okt. kl. 18:00 - 19:15 (4x) Snemmskráningu lýkur: 6. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 31.200 kr./28.300 kr.

Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur Fjarnámskeið: Fim. 23. sept. kl. 9:00 - 17:00 Snemmskráningu lýkur: 13. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 47.500 kr./43.100 kr.

8


NÚVITUND Í UPPELDI BARNA Núvitund hjálpar börnum og fullorðnum við að takast á við áskoranir daglegs lífs og öðlast meiri hugarró og vellíðan. Á þessu stutta en hagnýta námskeiði færðu innsýn í hvað núvitund er og kynnist leiðum og æfingum sem stutt geta við núvitund barna og um leið hvernig þú getur aukið eigin núvitund og styrkt þig sem uppalanda. Kennsla: Bryndís Jóna Jónsdóttir, diplóma í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöfi Staðnámskeið: Mið. 10. nóv. kl. 19:30 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 31. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.200 kr./13.800 kr.

HEILAHEILSA OG ÞJÁLFUN HUGANS

JÁKVÆÐ HEILSA – AÐ TAKAST Á VIÐ ÁSKORANIR DAGLEGS LÍFS

Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur (a) öðlist þekkingu á hugrænum þáttum og hvaða hlutverki þeir gegna í okkar daglega lífi, (b) öðlist betri innsýn í eigin hugrænu styrkleika og veikleika, (c) læri leiðir til að þjálfa hugann.

Á námskeiðinu verða kynntar á yfirgripsmikinn hátt gagnlegar leiðir til þess að varna gegn streitu og afleiðingum langvarandi streitueinkenna í áreiti og kröfum nútíma þjóðfélags. Það er gert m.a. með umfjöllun um valdeflingu, jafnvægi, vellíðan, heilsu og viðnámsþrótt.

Kennsla: Ólína G. Viðarsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum við HÍ Staðnámskeið: Mán. 15. og 22. nóv. kl. 17:15 - 20:15 Snemmskráningu lýkur: 5. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.800 kr./29.800 kr.

Kennsla: Rannveig Eir Helgadóttir geðhjúkrunarfræðingur og Rannveig Björk Gylfadóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun Fjarnámskeið: Mán. 18. okt. - 8. nóv. kl. 17:00 - 20:00 (4x) Snemmskráningu lýkur: 8. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 67.000 kr./60.900 kr.

JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI OG STYRKLEIKAÞJÁLFUN (COACHING) – NÝTTU STYRKLEIKA ÞÍNA Á NÝJAN HÁTT Á námskeiðinu verður farið yfir rannsóknir á styrkleikum, bjartsýni og hamingju og fjallað um gildi jákvæðni fyrir sköpun og árangur. Einnig verður fjallað um kosti styrkleikaþjálfunar og hvernig hægt er að nýta sér verkfæri úr styrkleikaþjálfun í daglegu lífi. Kennsla: Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi og gestakennari á námskeiðinu er Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur, kennari og ritstjóri Staðnámskeið: Þri. 21. sept. - 19. okt. kl. 19:30 - 22:00 (5x) Snemmskráningu lýkur: 11. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 51.600 kr./46.900 kr.

SORG EFTIR SJÁLFSVÍG -SJÁLFSVÍGSATFERLI OG LEIÐIR TIL AÐ TAKAST Á VIÐ ÁFALLIÐ Sorg eftir sjálfsvíg er flókið ferli og margir tala um ærandi þögn og einmanaleika í kjölfarið. Námskeiðinu er ætlað að auka þekkingu og yfirsýn á sjálfsvígsatferlinu og kynna leiðir til að takast á við sorgina.

DRAUMAR – SPEGILL SÁLARINNAR Á námskeiðinu færðu tækifæri til að kynnast betur hugmyndum um eðli og gildi drauma í tilfinningalífinu og hvernig hægt er að túlka drauma og nýta sér þá til andlegrar uppbyggingar.

Kennsla: Wilhelm Norðfjörð sálfræðingur og Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur Staðnámskeið: Þri. 28. og fim. 30. sept. kl. 17:00 - 19:00 Snemmskráningu lýkur: 18. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 28.500 kr./25.900 kr.

Kennsla: Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju Staðnámskeið: Mán. 25. okt. kl. 19:30 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 15. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.200 kr./13.800 kr.

9


10


Fimm skref að betri líðan Nöfnurnar Rannveig Eir Helgadóttir geðhjúkrunarfræðingur og Rannveig Björk Gylfadóttir sérfræðingur í krabbameinshjúkrun, hafa kennt námskeiðið Jákvæð heilsa – að takast á við áskoranir daglegs lífs við góðar undirtektir síðustu misseri. Hér gefa þær lesendum fimm ráð sem gott er að hafa í huga í daglegu amstri til að minnka streitu og auka vellíðan.

1. Mundu að minna er meira! a. b. c. d.

Settu þér lítil afmörkuð skref sem þú veist að getur uppfyllt og aukið svo við síðar. Ekki gefast upp, lífið er langhlaup! Farðu út að ganga á hverjum degi í stuttan tíma, t.d. 10 mínútur. Slepptu einni uppáhalds fæðutegund (t.d. sem inniheldur sykur) sem þú veist að er óholl fyrir þig. Farðu klukkutíma fyrr að sofa til að uppfylla svefnþörf þína. Taktu einn meðvitaðan andardrátt áður en þú stendur upp úr rúminu að morgni.

2. Leyfðu þér að taka betur eftir því sem er, með vakandi athygli/ núvitund, með því eykur þú m.a. innri ró, vellíðan og sátt. a. Staldraðu við í næsta göngutúr úti í náttúrunni; andaðu meðvitað, taktu eftir líkamsskynjun (finndu jarðtenginguna), skynjaðu, horfðu, hlustaðu, lyktaðu. Upplifðu líðan þína hér og nú; líkami, hugsanir, tilfinningar.

Rannveig Eir Helgadóttir

3. Sýndu þér meiri kærleika (samkennd) og góðvild í eigin garð.

Mikilvægt er að læra að þykja vænt um sig sjálfa/n, vera sín besta vinkona/ vinur, til að sættast við sjálfa/n sig og aðra og auka þannig vellíðan sína. a. Settu tvær hendur á hjartastað og andaðu nokkrum sinnum dýpra, viðurkenndu ef e-ð er þér erfitt, mundu að þú ert ekki ein/einn (það er sammannlegt að líða stundum illa) og sýndu þér kærleika, góðvild og hlýju.

4. Ástundaðu þakklæti og gerðu fleiri góðverk, það eykur hamingju þína. a. Prófaðu á hverju kvöldi að þakka fyrir e-ð þrennt sem gerðist yfir daginn og þína hlutdeild í því. b. Gerðu fleiri góðverk, t.d. opnað dyr, hleypt fram fyrir í röðinni, þakkað fyrir og hrósað.

5. Þekktu betur og efldu eigin styrk og styrkleika, það eykur sjálfstraust, valdeflingu og seiglu. Dæmi um hvernig ég finn styrkleikana mína: a. Taktu styrkleikapróf á vefsíðunni; https://www.viacharacter.org/survey/ account/register b. Spyrðu fólk í kringum þig hvaða styrkleikar einkenna þig. c. Rifjaðu upp dæmi um það þegar þú tókst á við áskoranir í lífinu og hvaða styrk og styrkleika þú sýndir við það.

Munum að heilbrigði snýr að lífinu í heild sinni, og að njóta þess sem er, þó það sé ekki fullkomið 11

Rannveig Björk Gylfadóttir


MENNING OG SAGA SAGNALANDIÐ – FRÁ REYKHOLTI Í BREIÐHOLT

Staðnámskeið 1: Þri. 28. sept. - 16. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (8x) Snemmskráningu lýkur: 18. sept. Staðnámskeið 2: Mið. 29. sept. - . 17. nóv. kl. 10:00 - 12:00 (8x) Snemmskráningu lýkur: 19. sept. Fjarnámskeið: Námskeiðið hefst fös. 1. okt. en þá fá þátttakendur senda upptöku með fyrsta fyrirlestri námskeiðsins. Upptökur af fyrirlestrum verða svo sendar áfram, hvern föstudag, til 19. nóv. (8x). Almennt verð/snemmskráningarverð: 46.700 kr./40.400 kr.

Þetta námskeið er einstæð bókmenntaleg hringferð um Ísland. Sagt verður frá fimmtán stöðum um allt land, í máli og myndum og tengslum þeirra við bókmenntir okkar. Þátttakendur munu vonandi sjá bæði staði og verk í nýju ljósi að hringferð lokinni. Kennsla: Halldór Guðmundsson, rithöfundur og bókmenntafræðingur Staðnámskeið: Mán. 6. - 27. sept. kl. 19:30 – 21:30 (4x) Almennt verð: 31.800 kr.

KVIKMYNDIN - SAGA BORGARÆTTARINNAR Hundrað ára afmæli fyrstu kvikmyndarinnar sem tekin var upp á Íslandi verður fagnað með frumsýningu á vandaðri endurgerð í háskerpu með nýrri tónlist Þórðar Magnússonar haustið 2021. Á námskeiðinu verður farið yfir skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, gerð myndarinnar, vinnu við endurgerð og kvikmyndatónlist. Kennsla: Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, hefur umsjón með námskeiðinu og fær til sín gestafyrirlesara. Staðnámskeið: Mán. 20. og 27. sept. kl. 19:30 - 22:00, auk sýningar í Bíó Paradís sun. 3. okt kl. 16:00 (3x) Snemmskráningu lýkur: 10. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 29.600 kr./26.900 kr.

TEXTÍLAR Á JAÐRINUM Á námskeiðinu fara þátttakendur í eins konar ferðalag um heiminn og skoða textíla í svokölluðum jaðarbyggðum. Hópurinn ferðast vítt og breitt um heiminn og staldrað verður við á vel völdum stöðum til að kynnast textílum og tækni. Litið verður til þess hvað er líkt með textílum sem við þekkjum í okkar menningarheimi og fjarlægum stöðum og fjallað verður um sögu og þróun.

FÓSTBRÆÐRASAGA Komdu í ferðalag til fortíðar með Ásdísi Egilsdóttur og fáðu nýja sýn á forna sögu. Fóstbræðra saga er talin vera frá lokum 13. aldar. Hún lýsir sambandi gjörólíkra persónuleika, fóstbræðranna Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðar Kolbrúnarskálds.

Kennsla: Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur, textílkona og textílforvörður Staðnámskeið: Mán. 18. og 25. okt. og 1. og 8. nóv. kl. 20:00 – 22:00 (4x) Snemmskráningu lýkur: 8. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.800 kr./29.800 kr.

Kennsla: Ásdís Egilsdóttir, prófessor emeritus í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands

12


PÚNVERJASTRÍÐIN - HANNIBAL OG SCIPIO

Hvenær: Mán. 1. - 15. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (3x). Snemmskráningu lýkur: 22. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.800 kr./29.800 kr..

Púnverjastríðin eru epísk að stærðargráðu og eru yfirfull af spennu og skemmtilegum sögum þar sem Karþagó og Róm háðu baráttu upp á líf og dauða. Á námskeiðinu verður farið yfir söguna, fólkið, stríðin og örlög þessara þjóða. Þetta er fyrsta námskeiðið í flokknum sígildar orrustur þar sem tekin verða fyrir frægustu orrustur mannkynssögunnar. Kennsla: Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður Staðnámskeið: Fim. 21. og 28. okt kl. 20:00 - 22:00. Snemmskráningu lýkur: 11. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 21.800 kr./19.800 kr.

KROSSFERÐIRNAR, KRISTNIR RIDDARAR GEGN MÚSLIMUM Árið 1095 hófst fyrsta krossferðin, sem fólst í að kristnir riddarar frá Evrópu réðust inn í Miðausturlönd til að frelsa sögustaði Jesúa frá Nasaret úr höndum múslima. Við tók blóðug og ævintýraleg barátta sem stóð öldum saman.

VESTUR-ÍSLENDINGAR - SAGA OG SAMSKIPTI Viltu efla tengsl við vestur-íslenska ættingja? Hyggur þú á ferð um Íslendingaslóðir vestan hafs? Á námskeiðinu verður fjallað um vesturferðirnar, helstu Íslendingabyggðir og gagnlegar aðferðir til að rekja ættir eða leita upplýsinga á netinu.

Kennsla: Illugi Jökulsson rithöfundur Staðnámskeið: Fim. 4. - 25. nóv. kl. 20:00 - 22:00 (4x) Snemmskráningu lýkur: 25. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.800 kr./29.800 kr.

Kennsla: Stefán Halldórsson, félagsfræðingur og Almar Grímsson, fyrrverandi formaður Þjóðræknisfélagsins Staðnámskeið: Mið. 3. nóv. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 24. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.100 kr./17.300 kr.

KDRAMA - MARGSLUNGINN TILFINNINGARÚSSÍBANI! Kdrama er sjónvarpsefni frá Suður-Kóreu sem spilar á allan tilfinningaskalann á snilldarlegan hátt. Við kynnumst einkennum þessa sjónvarpsefnis og hvernig það hefur öðlast vinsældir um allan heim í gegnum streymisveitur á borð við Netflix og m.a. náð til okkar á Íslandi og opnað nýjan glugga inn í annan menningarheim.

FRAMÚRSKARANDI VINKONA - HRÍFANDI SAGA UM STORMASAMA VINÁTTU Í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Þegar Elena Greco fær símtal um að æskuvinkona hennar, Lila, hafi horfið sporlaust hefst hún handa við að rekja sögu flókinnar vináttu þeirra. Framúrskarandi vinkona segir frá vinkonunum Elenu og Lilu og spannar tímabil þegar heimurinn er að taka stakkaskiptum. Þetta er saga um vináttu, harða lífsbaráttu og umbreytingar.

Kennsla: Guðrún Ólafsdóttir, áhugamanneskja um kóreska menningu með meiru Staðnámskeið: Fim. 18. nóv. kl. 19:00 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 8. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 16.000 kr./14.500 kr.

Kennsla: Fyrirlesarar eru Hrafnhildur Hagalín dramatúrg og Guðrún Vilmundardóttir útgefandi. Staðnámskeið: Þri. 23. nóv. kl. 20:00 - 22:00, EHÍ Dunhaga 7 Þri. 30. nóv. kl. 13:00 - 15:00, heimsókn á æfingu Mið. 22. des. kl. 20:00, forsýning í Þjóðleikhúsinu Snemmskráningu lýkur: 13. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.900/13.500 kr.

ÆTTFRÆÐIGRÚSK - FJÖLSKYLDUSAGA ÞÍN Á NETINU Lærðu að nýta þér gagnagrunna og skjalasöfn á netinu til að afla upplýsinga um sögu fjölskyldu þinnar allt að 200 ár aftur í tímann. Sérfróðir gestir á sviði sagnfræði og ættfræði koma í heimsókn á námskeiðið. Þátttakendur fá æfingaverkefni og leiðbeiningar með sér heim og geta sótt ítarefni á sérstakri vefsíðu námskeiðsins. Kennsla: Stefán Halldórsson, félagsfræðingur, rekstrarhagfræðingur og ættfræðigrúskari

13


ÚT Í HEIM

ÆVINTÝRAEYJAN TENERIFE - INNBLÁSTUR AÐ ÖÐRUVÍSI TENERIFEFERÐ Tenerife hefur upp á svo miklu meira að bjóða en bara sólskin, strendur og sundlaugarbakka. Margir ferðamenn missa af hinni ævintýralegu hlið eyjunnar sem hefur meðal annars að geyma regnskóga, pýramída, náttúrulaugar og frábærar gönguleiðir. Snæfríður Ingadóttir deilir hér úr reynslubanka sínum og gefur innblástur að öðruvísi Tenerifeferð. Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru Staðnámskeið: Fim. 14. okt. kl. 19:30 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 4. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 18.200 kr./16.500 kr.

SILKILEIÐIN

PARÍS - LÍF OG LYSTISEMDIR

Ein elstu kynni Austurs og Vesturs fóru um Silkileiðina, löngu fyrir Krists burð og öldum saman var þessi langa og torfarna leið um eyðimerkur, háfjöll og gróðurvinjar ein mikilvægasta viðskiptabraut mannkynssögunnar. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur þessari sögufrægu leið sem ferðalöngum þykir í dag afar spennandi.

Farið verður í sögu Parísar og skoðaðar myndir og kort sem koma þátttakendum að góðum notum í eiginlegri Parísarferð. Þátttakendur munu fá glögga mynd af ólíkum hverfum borgarinnar og upplifa líf og lystisemdir hennar gegnum líflega frásögn Gérard Lemarquis.

Kennsla: Jón Björnsson, rithöfundur og ferðalangur Staðnámskeið: Mán. og mið. 8. - 17. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (4x) Snemmskráningu lýkur: 29. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.800 kr./29.800 kr.

Kennsla: Gérard Lemarquis, stundakennari við Hugvísindasvið HÍ Staðnámskeið: Mán. 18. og 25. okt. kl. 20:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 8. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 21.800 kr./19.800 kr.

14


AÐ HLEYPA HEIMDRAGANUM - FLUTT TIL SPÁNAR Hefur þig dreymt um að prófa að búa á Spáni? Á þessu námskeiði er helstu spurningum svarað varðandi búferlaflutninga til Spánar og góð ráð gefin fyrir þá sem eru að íhuga þann möguleika. Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru Staðnámskeið: Mið. 13. okt. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 3. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.100 kr./17.300 kr.

AÐ FERÐAST EIN UM HEIMINN - FRELSI, ÆVINTÝRI OG ÁSKORANIR Að ferðast ein eða einn er stórkostlegur ferðamáti. Það felur í sér mikið frelsi en á sama tíma nokkrar áskoranir. Á þessu námskeiði verður fjallað um hvað ber að hafa sérstaklega í huga þegar við erum ein á ferð úti í hinum stóra heimi og hvers konar ævintýri bíða þeirra sem þora.

COSTA BLANCA - „SUÐUR UM HÖFIN...“ Costa Blanca hefur undanfarna áratugi verið vinsæll áfangastaður fjölda fólks sem þar hefur dvalið um lengri eða skemmri tíma. Því mætir fjölskrúðugt og margbreytilegt mannlíf með rætur í áhugaverðri sögu og menningu. Á námskeiðinu gefst kjörið tækifæri til að kynnast þessum hluta Spánar nánar.

Kennsla: Guðrún Ólafsdóttir, reyndur ferðalangur Staðnámskeið: Fim. 4. nóv. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 25. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 21.900 kr./19.900 kr.

Kennsla: Þórarinn Sigurbergsson, tónlistarkennari og leiðsögumaður Staðnámskeið: Mið. 24. og fim. 25. nóv. kl. 19:00 - 21:00 Snemmskráningu lýkur: 14. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 21.800 kr./19.800 kr.

15


TEXTAGERÐ OG MIÐLUN EFNIS AÐ RITA ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR Á námskeiðinu verður fjallað um ævisögur og endurminningar frá ýmsum sjónarhornum. Helstu skólar í ævisagnaritun verða kynntir en líka aðferðir til þess að takast á við eigin minningar, fróðleik eða upplýsingar. Kennsla: Páll Valsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur Staðnámskeið: Mið. 29. sept. - 14. okt. kl. 19:30 - 21:30 (4x) Snemmskráningu lýkur: 19. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 45.000 kr./40.900 kr.

SKRIF...ANDI Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á að skrifa sér til gamans og opna fyrir flæði og hugmyndir. Notaðar eru fjölbreytilegar kveikjur og æfingar sem örva ímyndunarafl og sköpunargleði. Við munum skoða ólík sjónarhorn og frásagnaraðferðir og æfum okkur að skrifa alls konar texta, ljóð og lýsingar. Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir, leikkona og ritlistarkona Staðnámskeið: Fim. 23. sept. - 21. okt. kl. 19:30 - 21:30 (5x) Snemmskráningu lýkur: 13. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 46.100 kr./42.900 kr.

RÉTTARLÆKNISFRÆÐI FYRIR RITHÖFUNDA

SKÁLDLEG SKRIF Hér lærir þú hvernig þú berð þig að ef þig langar að skrifa. Þú lærir um þá grunnþætti sem ráða ferðinni þegar þú tekur fyrstu skrefin á ritvellinum. Hér er þér bókstaflega kennt að stýra hugmyndum þínum í farveg og koma þeim á rétta braut.

Hvernig metur réttarlæknir dánartíma? Hvernig rotna lík? Vaxa neglur eftir dauðann? Hvernig fer krufning fram? Slys eða manndráp? Um allt þetta og margt fleira verður fjallað á „öðruvísi“ námskeiði sem er sniðið að forvitni skrifandi og skapandi fólks.

Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Fjarnmáskeið: Fim. 7. okt. - 4. nóv. kl. 20:15 - 22:15 (5x) Snemmskráningu lýkur: 27. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 47.200 kr./43.900 kr.

Kennsla: Pétur Guðmann Guðmannsson réttarlæknir Staðnámskeið 1: Þri. 28. og fim. 30. sept. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 18. sept. Staðnámskeið 2: Þri. 26. og fim. 28. okt. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 16. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 31.500 kr./28.600 kr.

16


SMÁSAGNASKRIF Á námskeiðinu munu þátttakendur læra að skoða grunnþætti smásögunnar; hugtök, nauðsynlega afmörkun og nákvæmt skipulag. Farið verður í það með einföldum hætti hvernig við berum okkur að þegar við skrifum smásögu. Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Fjarnmáskeið: Þri. 9. nóv. - 7. des. kl. 20:00 - 22:00 (5x) Snemmskráningu lýkur: 30. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 48.300 kr./43.900 kr.

HLAÐVARPSGERÐ Á námskeiðinu verður fjallað um vöxt miðilsins, einkenni vinsælla hlaðvarpa og tekjumöguleika. Þá verður fjallað um aðferðir til að búa til hlaðvörp á einfaldan hátt, m.a. með ókeypis forritum og ódýrum upptökutækjum. Að lokum verður fjallað um leiðir til að koma hlaðvörpum á framfæri við hlustendur, m.a. í gegnum hlaðvarpsveitur og með markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Kennsla: Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar- og vefstjóri við HÍ Staðnámskeið: Þri. 19. og fim. 21. okt. kl. 20:00 – 22:00 Snemmskráningu lýkur: 9. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 23.000 kr./20.900 kr.

VÖNDUÐ ÍSLENSKA - TÖLVUPÓSTAR OG STUTTIR TEXTAR Farið verður í nokkur helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að semja stutta texta, t.d. tölvupósta, efni á innri vefi, heimasíður og fréttabréf. Kennsla: Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku við HÍ Staðnámskeið: Þri. 16. nóv. kl. 13:00 - 16:00 Snemmskráningu lýkur: 6. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.100 kr./17.300 kr.

AÐ SKRIFA TIL AÐ LIFA Á þessu námskeiði verður unnið með atburði úr eigin lífi, drauma og ómeðvitað hugsanamunstur. Þátttakendur skrifa um góðar og slæmar minningar, fara í ferðalag um undirmeðvitundina með æfingum sem slökkva á rödd skynseminnar en styrkja rödd hjartans og innsæisins. Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir, leikkona og ritlistarkona Staðnámskeið: Fim. 28. okt. - 25. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (5x) Snemmskráningu lýkur: 18. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 48.300 kr./43.900 kr.

17


TUNGUMÁL SPÆNSKA I

ÍTALSKA FYRIR BYRJENDUR I

Kennsla: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku Staðnámskeið: Mán. og fim. 6. - 23. sept. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Almennt verð/snemmskráningarverð: 42.700 kr./38.800 kr.

Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ Staðnámskeið: Mán. og mið. 13. - 29. sept. kl. 17:15 - 19:15 Almennt verð/snemmskráningarverð: 42.700 kr./38.800 kr.

SPÆNSKA II

ÍTALSKA FYRIR BYRJENDUR II

Kennsla: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku Staðnámskeið: Mán. og fim. 4. - 21. okt. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Snemmskráningu lýkur: 24. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 42.700 kr./38.800 kr.

Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ Staðnámskeið: Mán. og mið. 8. - 24. nóv. kl. 17:15 - 19:15 (6x) Snemmskráningu lýkur: 29. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 42.700 kr./38.800 kr.

RÚSSNESKA FYRIR BYRJENDUR Kennsla Irma Matchavariani, MA í rússneskri málfræði og bókmenntum og Ph.D. í þýðingafræði Staðnámskeið: Mið. 29. sept. - 17. nóv. kl. 17:15 - 19:15 (8x) Snemmskráningu lýkur: 19. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 49.300 kr./44.800 kr.

KÓRESKA I Kennsla: Somyeong Im, certified Korean language teacher Staðnámskeið: Þri. og fim. 5. - 28. okt. kl. 17:15 - 19:15 (8x) Snemmskráningu lýkur: 25. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 49.300 kr./44.800 kr.

18


HINDÍ FYRIR BYRJENDUR I Kennsla: Pranay Krishna Srivastava Staðnámskeið: Þri. og fim. 19. okt. - 25. nóv. kl. 16:40 - 18:10 (12x) Snemmskráningu lýkur: 9. okt. Almennt verð: 59.000 kr.

DANSKA - ÞJÁLFUN Í TALMÁLI Á LÉTTUM NÓTUM Kennsla: Casper Vilhelmssen dönskukennari Staðnámskeið: Þri. og fim. 19. okt. - 4. nóv. kl. 17:00 - 19:00 Snemmskráningu lýkur: 9. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 42.700 kr./38.800 kr.

HAGNÝT SÆNSKA FYRIR HEILBRIGÐISSTARFSFÓLK ÞÝSKA FYRIR BYRJENDUR II

Kennsla: Elísabet Brekkan, fil. cand, leikhúsfræðingur og kennari Staðnámskeið: Þri. og fim. 16. nóv. - 2. des. kl. 17:15 - 19:15 Snemmskráningu lýkur: 6. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 42.700 kr./38.800 kr.

Kennsla: Friederike Wiessner, sendikennari við HÍ Staðnámskeið: Þri. og fim. 19. okt. - 25. nóv. kl. 16:40 - 18:10 (12x) Snemmskráningu lýkur: 9. okt. Almennt verð: 59.000 kr.

PÓLSKA FYRIR BYRJENDUR I Kennsla: Katarzyna Rabeda Staðnámskeið: Þri. og fim. 19. okt. - 25. nóv. kl. 16:40 - 18:10 Snemmskráningu lýkur: 9. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 59.000 kr.

FRANSKA FYRIR BYRJENDUR II Kennsla: Ásta Ingibjartsdóttir. Staðnámskeið: Þri. og fim. 19. okt. - 25. nóv. kl. 16:40 - 18:10 Snemmskráningu lýkur: 9. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 59.000 kr.

19


STÖK NÁMSKEIÐ Í LEIÐSÖGUNÁMI ÍSLENSKT NÚTÍMASAMFÉLAG

Á haustmisseri opnar fyrir skráningar á fimm námskeið sem eru hluti af náminu Leiðsögunám – áfangastaðurinn Ísland. Námskeiðin eru kjörin fyrir þau sem vilja kynnast betur landi og þjóð og geta allir áhugasamir skráð sig á námskeiðin þar sem engar forkröfur eru gerðar. Öll námskeiðin er hægt að sækja í stað- og/eða fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur eftir að kennslustund lýkur.

Fjallað verður um íslenskt nútímasamfélag og þróun þess út frá ýmsum þáttum, svo sem lýðfræði, landfræði, félagsvísindum og heilsuvísindum. Megináherslan verður á þjóðfélagið eins og það er í dag, það sem er efst á baugi hverju sinni. Stað- og fjarnámskeið: Þri. og fim. 5. - 19. okt. kl. 17:00 - 19:55 (5x) Snemmskráning: 25. sept. Verð: 72.000 kr.

Þátttakendur geta óskað eftir að þreyta námsmat á námskeiðinu og gildir þá námsmatið sem hluti af Leiðsögunáminu. Námsmat byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum.

VEÐURFRÆÐI OG NÆTURHIMININN

LEIÐSÖGUMAÐURINN 1

Á námskeiðinu er fjallað um norðurljós og tilurð þeirra. Tæpt á sögulegum norðurljósaatburðum, fornum tilgátum og að lokum hvernig þekking á þeim jókst smám saman undir leiðarljósi vísindanna.

Á námskeiðinu verður farið í vinnulag og fyrirkomulag námskeiðsins. Námsumsjónarkerfið Canvas verður kynnt. Einnig verður farið yfir námstækni, heimildavinnu, pistlagerð og grunnur lagður að hagnýtum vinnubrögðum.

Stað- og fjarnámskeið: Fim. 21. okt. og þri. 26. okt. kl. 17:00 - 19:55 Snemmskráning: 11. okt. Verð: 45.000 kr.

Stað- og fjarnámskeið: Fim. og þri. 9. - 30. sept. kl. 17:00 - 19:55 (7x) Snemmskráning: 9. sept. Verð: 90.000 kr.

20


ÍSLANDSSAGA Meginatburðir í sögu Íslands verða skoðaðir, sjálfsmynd þjóðarinnar og samskipti við aðrar þjóðir. Lögð verður áhersla á að skilja söguna út frá fræðilegu sjónarhorni og öðlast gagnrýna sýn á hvers konar söguskoðun. Stað- og fjarnámskeið: Fim. og þri. 28. okt. - 18. nóv. kl. 17:00 - 19:55 (7x) Snemmskráning: 18. okt. Verð: 90.000 kr.

ÍSLENSK MENNING Þátttakendur munu fræðast um hversdagsmenningu þjóðarinnar í gegnum aldir, lifnaðarhætti hennar og efnismenningu og læra að skilja breytingarnar sem hafa átt sér stað. Stað- og fjarnámskeið: Þri. og fim. 23. nóv. - 14. des. kl. 17:00 - 19:55 (7x) Snemmskráning: 13. nóv. Verð: 81.000 kr.

21


STYRKTU ÞIG Í STARFI AÐ SKARA FRAM ÚR Í ATVINNULEIT

Fjarnámskeið: Mán. 27. sept. kl. 13:00 - 17:00 Snemmskráningu lýkur: 17. sept. Fjarnámskeið: Þri. 9. nóv. kl. 13:00 - 17:00 Snemmskráningu lýkur: 10. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 37.900 kr./34.400 kr.

Á námskeiðinu verður farið yfir allt það helsta sem hafa ber í huga við atvinnuleit: andlega hlutann, lífssögu þína, hvert stefnirðu og hvað hefurðu fram að færa. Kennsla: Einar Sigvaldason, MBA, stjórnendaþjálfi og ráðgjafi hjá Senza Partners Fjarnámskeið: Fim. 11. og fös. 12. nóv. kl. 9:00 - 11:00 Snemmskráningu lýkur: 1. nóv. Almennt verð: 27.400 kr.

KRAFTMIKLAR KYNNINGAR OG FRAMKOMA Á NETINU Hagnýtt námskeið þar sem þátttakendur efla sig í að miðla upplýsingum í gegnum fjarfundabúnað. Námskeið fyrir alla sem vilja ná betri tökum á samskiptum og kynningum í gegnum netið. Kennsla: Svava Björk Ólafsdóttir, MPM verkefnastjóri og annar stofnanda RATA Fjarnámskeið: Þri. 2. nóv. kl. 9:00 - 12:00 Snemmskráningu lýkur: 23. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 29.300 kr./26.600 kr.

FRÁ HUGMYND AÐ VIÐSKIPTATÆKIFÆRI Fyrstu skrefin að eigin viðskiptahugmynd geta verið snúin. Hvað þarf að hafa í huga varðandi þróun hugmyndarinnar og hvernig á að snúa sér við fjármögnun? Kraftmikið námskeið fyrir frumkvöðla, sjálfstætt starfandi og aðra sem eru að hefja rekstur.

ÁRANGURSRÍK SAMSKIPTI Viltu ná forskoti í samskiptafærni? Viltu auka árangur þinn og öryggi þegar kemur að samskiptum, jafnvel við krefjandi aðstæður? Stutt en hnitmiðað námskeið þar sem tekin verða fyrir þau lykilatriði sem gera fólki kleift að ná hámarksárangri í samskiptum.

Kennsla: Svava Björk Ólafsdóttir, stofnandi og leiðtogi nýsköpunar og viðskiptaþróunar RATA og Dóróthea Ármann, verkefna- og viðburðastjóri hjá RATA. Staðnámskeið: Mán. 11. og mið. 13. okt. kl. 9:00 - 12:00 Snemmskráningu lýkur: 1. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 51.400 kr./46.700 kr.

Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson, sálfræðingar Fjarnámskeið: Mið. 1. des. kl. 12:30 - 16:30 Snemmskráningu lýkur: 21. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 37.900 kr./34.400 kr.

VERKEFNASTJÓRNUN FYRIR SJÁLFSTÆTT STARFANDI ELDHUGA

ÁRANGURSRÍK TEYMISVINNA Hvernig er hægt að byggja upp árangursríka teymisvinnu þar sem allir fá að njóta sín? Hnitmiðað námskeið þar sem farið verður yfir lykilatriði árangursríkrar samvinnu teyma.

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig nýta má aðferðir verkefnastjórnunar við að skipuleggja eigin starfsemi svo hægt sé að hámarka árangur og virði.

Kennsla: Hafdís Huld Björnsdóttir og Svava Björk Ólafsdóttir, MPM verkefnastjórar og stofnendur RATA 22


Kennsla: Hafdís Huld Björnsdóttir og Svava Björk Ólafsdóttir, MPM verkefnastjórar og stofnendur RATA Fjarnámskeið: Mið. 27. okt. kl. 9:00 - 13:00 Snemmskráningu lýkur: 17. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 37.900 kr./34.400 kr.

Snemmskráningu lýkur: 31. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.900 kr./29.900 kr.

ÁRANGURSRÍK FRAMSÖGN OG TJÁNING Á þessu námskeiði verður byggð upp tækni til að ná frekari árangri í því að halda fyrirlestur og tala fyrir framan hóp.

ASANA- BETRA SKIPULAG VERKEFNA Í REKSTRI OG EINKALÍFI

Kennsla: Þórey Sigþórsdóttir er leikkona og raddkennari frá NGT the Voice Studio International Hvenær: Fim. 21. og 28. okt. kl. 16:30 - 19:30 Snemmskráningu lýkur: 11. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 35.700 kr./32.400 kr.

Vinnustofan fjallar um uppsetningu á einföldum verkefnum í verkefnastýringartólinu Asana og utanumhald þeirra, ásamt samskiptum og eftirfylgni. Hvort sem um er að ræða rekstrartengd verkefni eða sértæk verkefni úr einkalífinu. Kennsla: Soffía Haraldsdóttir, stjórnandi og rekstrarþjálfi hjá First Class Staðnámskeið: Þri. 21. sept. kl. 13:00 - 16:00 Snemmskráningu lýkur: 11. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 27.200 kr./24.700 kr.

VERKEFNASTÝRING MEÐ MICROSOFT ONENOTE OG OUTLOOK Á þessu námskeiði verður fjallað um hvernig er hægt að nota Outlook og OneNote til að halda utan um og skipuleggja verkefni. Kennsla: Hermann Jónsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og kennari Fjarnámskeið: Mið. 13. okt. kl. 13:00 - 16:00 Snemmskráningu lýkur: 3. okt. Staðnámskeið: Þri. 30. nóv. kl. 13:00 - 16:00 Snemmskráningu lýkur: 20. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 27.200 kr./24.700 kr.

FAGLEG HEGÐUN OG SAMSKIPTI Á VINNUSTAÐ Á þessu námskeiði verður fjallað um faglega hegðun á vinnustað (e. professional behaviour) og hvernig hægt er að tileinka sér samskipti sem stuðla að jákvæðri vinnustaðamenningu.

VERKEFNASTJÓRNUN - FYRSTU SKREFIN Á námskeiðinu verður farið í grunninn á verkefnastjórnun sem og hvað verkefnastjórnun er og hvar hún getur nýst.

Kennsla: Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Hildur Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands Staðnámskeið: Mið. 8. des. kl. 8:30 - 11:30 Snemmskráningu lýkur: 28. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 36.200 kr./32.900 kr.

Kennsla: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri hjá Isavia Fjarnámskeið: Mán. 13. sept. kl. 13:00 - 17:00 Staðnámskeið: Þri. 26. okt. kl. 13:00 - 17:00 Snemmskráningu lýkur: 16. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.900 kr./29.900 kr.

FYRIRMYNDAR SKJALASTJÓRN - AÐFERÐIR OG HAGNÝT RÁÐ

GOOGLE ANALYTICS OG LEITARVÉLABESTUN FYRIR BYRJENDUR

Á námskeiðinu verður fjallað um lagaumhverfi í skjalastjórn á Íslandi og hvernig skjalastjórn tengist mikilvægum málefnum á vinnustöðum eins og rekjanleika gagna og ákvarðana ásamt tengslum þekkingar og gæða og þekkingarstjórnunar.

Google Analytics er frítt vefgreiningartól frá Google og er vinsælasta vefgreiningartólið í heiminum. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja læra betur á Google Analytics og nota það til að ná betri árangri með vefsíðuna sína. Að námskeiðinu loknu munu þátttakendur kunna að lesa helstu gögn og tölur sem leynast í Google Analytics og skipta máli.

Kennsla: Þorgerður Magnúsdóttir, MIS í upplýsingafræði og CIP vottuð. Eva Ósk Ármannsdóttir, BA í upplýsingafræði og diplóma í jákvæðri sálfræði. Staðnámskeið: Mán. 1. og 8. nóv kl. 13:00 - 16:00 Snemmskráningu lýkur: 22. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 43.600 kr./39.600 kr.

Kennsla: Hannes Agnarsson Johnson, sérfræðingur í vefþróun og stafrænni markaðssetningu hjá CCP Staðnámskeið: Mið. 10. nóv. kl. 13:00 - 17:00 23


E N D U R M E N N T U N H Á S K Ó L A Í S L A N D S , D U N H A G A 7 , 1 0 7 R E Y K J AV Í K , S Í M I 5 2 5 4 4 4 4 , E N D U R M E N N T U N . I S 24

Profile for Endurmenntun Háskóla Íslands

Fróðleikur & skemmtun - haustmisseri 2021  

Skoðaðu glæsilegan bækling um það frábæra úrval námskeiða á sviði persónulegrar hæfni, menningar og tungumála sem er á dagskrá í haust. Nú e...

Fróðleikur & skemmtun - haustmisseri 2021  

Skoðaðu glæsilegan bækling um það frábæra úrval námskeiða á sviði persónulegrar hæfni, menningar og tungumála sem er á dagskrá í haust. Nú e...

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded