Elín G. Jóhannsdóttir myndlistarmaður

Page 1

2013 El铆n G. J贸hannsd贸ttir

Myndlist El铆nar G. 4/8/2013


Elín G. Jóhannsdóttir

Fjóluvöllum 6, 221 Hafnarfjörður Sími: 659 4904, netfang: eling@internet.is

Heimasíða:

http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/72

2


Nám: 2008-09 Háskóli Íslands. Diploma, Adjunct Professor. Universiti of Iceland. 1993-96 Listaháskóli Íslands. BA. Academi of the Arts 1993

Leyfi til að nota starfsheiti framhaldsskólakennari. License to use the title secondary school teacher.

1992-93 Fornámsdeild MHÍ. Preliminaryin for Academi of Visual Arts 1991-92 Háskóli Íslands. viðbótarnám í myndlist. KHÍ, supplemental education in Arts. 1980-81 Statens lærerhøgskole i forming, Oslo. HiOA, University of Oslo and Akershus. Diploma for teaching in the upper secondary level, Adjunct Professor. Pedagogy in the arts and further Education in arts. Government Teacher Training College in forming, Oslo. The school was in 1994 merged with Oslo University College. 1976-79 Háskóli Íslands, valgrein textíl B.Ed. Valgreinin textíll var 7/12 hluti af þriggja ára námi. University of Iceland, optional subject of textile. The optional subject of textil was 7/12

part of a three years of study. University of Education

Iceland. 1972-75 Strúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Graduated from MR, of Mathematics and arts. Einkasýningar: 2013 Pixlar Listasalur Mosfellsbæjar 2012 Menningarnótt í Reykjavík 2011 Menningarnótt í Reykjavík 2010 Borið á borð Gallerí Fold 2009 Ljósin í bænum Menningarnótt í Reykjavík 2006 Þingvallamyndir Gjábakki 2005 Í blóma Ófeigur gullsmiðja og listmunahús 2004 Sker Gallerí Fold 2003 Listkynning Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins 2002 Jakar Kringlan, verslunar- og þjónustumiðstöð 2001 Upp með ánni. Gallerí Fold 2000 Sprænur Listasalurinn Man 1999 Gjótufólkið er komið á kreik Listastofan Sans 1997 Sprekker Norge 1997 Gjár og gjótufólk Samningar 2005 Gullkistan Laugarvatn


2002 Sköpun

Gerðarsafn

2000 Margt smátt Gallerí Fold Úr djúpinu

Ásmundarsalur

Meðlimur félaga:

FÍM - Félag íslenskra myndlistarmanna SÍM - Samband

íslenskra myndlistarmanna KÍ - Kennarasamband Íslands

Viðtal við Elínu G. Hver er bakgrunnur þinn og hvers vegna lagðir þú myndlist fyrir þig? Ég er alin upp í Reykjavík og hef að baki 10 ára listnám. Málarinn kviknaði í mér þegar ég var um 10 ára þegar ég horfði á afa minn mála á vinnustofu sinni á Þingvöllum. Þá sá ég galdurinn, leyndardóm listarinnar verða til. Ég byrjaði að mála þar sem áhuginn hafði kviknað á Þingvöllum. Amma mín sat fyrir framan eina gjótumyndina á sýningu hjá mér og grét. „Þarna hafði hún setið einu sinni fyrir austan“ Þetta er myndin ..Amma grét... Ég er borgarbarn og nærtækast var að fást við umhverfið mitt. Ég geri það í dag. Elliðaárnar heilluðu mig og sýningin Sprænur varð til.

Amma grét 130 x 170 sm

Úr klakaböndum 125 x 80 sm

Gjótukelling 29 x 20 sm

Hvernig listaverk gerir þú? Ég byrjaði minn feril á gjótum. Það var mín gjóta, djúp og gegnsæ með mörgum lögum af akríllit og grófum grunni. Eins og vatnið var hugur minn tær og djúpur. Náttúran var oft kveikjan að verkunum. Innri náttúra mannsins tók við og túlkaði hugmyndina með náttúruformum, litum og myndlíkingum. Niðurstaða verksins varð stemning. Ég tekst sífellt á við nýja tækni og ný viðfangsefni. Sem dæmi má taka bút úr blaðaviðtali Morgunblaðsins fyrir sýninguna Borið á borð 2010 : „Ég er að fara að sýna kyrralífsmyndir þar sem ég ber hluti á

4


borð samkvæmt hefðinni en síðan hef ég landslag í bakgrunni sem er nýstárlegt því kyrralífsmyndir voru alltaf uppstillingar innandyra.“ Hugmyndin var að vinna kyrralífsmyndir á nýstárlegan máta. Út frá einni mynd má lesa pólitík, annarri einkalíf, þriðju súpu-

Freystandi og framandi

125 x 80 sm

uppskrift og svo framvegis. Blæbrigðin hafa alltaf verið mér kær og ég vinn með þau af festu og aðdáun á fjölbreytileikanum.

Ævintýri í Reykjavík 124 x 80 sm Venus 130 x 170 sm

Í myndunum frá sýningunni Pixlum var hver pensilstroka sjálfstæð með mikla þýðingu fyrir heildina. Þegar gengið var í ákveðna fjarlægð sást ein heild. Það má bera þetta saman við pixla í ljósmynd. Þegar þú ferð nálægt eða inní myndina sérðu pixla hennar, hreina fleti, og í nálægð verður myndin afstrakt, eins og lífið sjálft. Skírskotun til þess að við þurfum að sjá heildarmyndina, öll litbrigði lífsins. Sýningin Pixlar fjallaði um þetta efni ásamt því að sýna glettni, gleði.

Samhljómur 70 x 40 sm


Hverjir eru helstu áhrifavaldar í list þinni? Það eru impressionistarnir og heimsóknir á listasöfnin út um allan heim. Það er mikil reynsla að skoða listaverkabækur og sjá svo orginalinn á safni. Ég hef gert svolítið af því að leita uppi fræg verk. Þessir eru eftirminnanlegir; Edvard Munch 1863-1944, Munch var mín fyrsta meistara-verka-upplifun. Safnið hans í Osló er frábært, Toulouse- Lautrec 1864-1901, ég fór að sjá rauðu Milluna til Parísar á slóðir Lautrec og sá þá að Millan er enn notuð fyrir kabarett. Samnefnd kvikmynd hefur einnig frábæra sviðsmynd frá Millunni, en Lutrec málaði þar meðal annars gleðikonurnar sem módel meðan þær biðu eftir viðskiptavinum. Musée d‘Orsay safnið í París var með mikið safn af Toulouse-Lautrec. Skemmtilegt safn sem er gömul lestrarstöð. Vincent van Gogh 1853-1890, fór á safnið hans í Amsterdam, frábærar sjálfsmyndir hans komu mér á óvart, sérstaklega hvað þær voru margar og fjölbreyttar allar í sömu stærð og frá sama sjónarhorni. Egon Shiele 1890-1918, ég fór til Vínar í Austurríki að sjá þennan frábæra teiknara. Á öðru safni þar í borg var kossinn hans Klimt og fleiri frábær verk í Vín. Claude Monet 1840-26, ég upplifði garðinn hans á heimili hans í París þar sem vatnaliljuseríurnar urðu til stórkostleg upplifun. Síðar sá ég stóru vatnalilju-myndirnar í New York á MoMA safninu. Í New York var líka stórt safn af Impressionistum á The Metropolitan Museum of Art. Það stæðsta og flottasta safn af impressionistum. British Museum. Mona Lisa Louvre museum Paris.

Hvað finnst þér mest spennandi við myndlistarsköpun? Það er fjölbreytileikinn. Hann veitir mér frelsi. Óvissuferðin, sköpunarkrafturinn og tilfinningarnar sem flæða um strigann,sem framkalla galdurinn, listaverkið fyrir mér.

Getur þú lýst myndlist þinni í orðum? Myndlistin mín lýsir stemningu og skrásetur þau umhugsunarefni sem ég er að fást við hverju sinni. Þau fjalla um manninn og náttúru hans.

6


Ég mála og nota til þess náttúruna, dýr, trúða og gjótufólk. Hún er kraftmikil og skýr. Umfram allt er hún unnin af mikilli fagmennsku samhliða miklum tilfinningum og flóðgátt af hugmyndum, sem Straumur 170 x 130 sm streyma um í öllu sköpunarferlinu.

Finnst þér mikilvægt að halda sýningar á

verkum þínum? Já. Þá verður

þetta samspil til milli myndar og manns sem gerir verkið sérstakt. Upplifun verkanna verður einstök fyrir hvern og einn. Listgildi hvers verks fellst í því að njótandi sýni viðbrögð, jákvæð eða neikvæð. Þannig verður njótandinn meðskapandi nýs verks, sem er verkið eins og það er upplifað. Þetta er nýr fagurhlutur (aesthetic object), sem er árangur af virku starfi njótandans. Það þýðir, að í raun og veru er verkið eins og það er skilið af hverjum og einum. Það verður þá til sem árangur af starfi njótandans. Í þeim skilningi eru til jafnmörg verk og njótendur eru margir. Það er mjög gaman að sjá myndirnar sínar á nýjum stað, allar saman eins og ljóðabók sem fjallar um lífið og tilveruna, ástir og sorgir. Ég hef alltaf haft gaman að fantaserað með myndirnar eftir að þeim Leikur 170 x 130 sm er lokið. Það verða kaflaskipti þegar sýningu líkur.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.