Hljóðkerfi og orðhlutakerfi íslensku

Page 56

setningin gefur til kynna) má skipta þeim milli atkvæðanna eins og lab.ba og vin.na á mynd 36.

Mynd 36: Skipting nokkurra tvíkvæðra orða í atkvæði Í 5.4 var sagt að sérhljóð væru að jafnaði stutt á undan samhljóðaklasa. En ákveðin samhljóðasambönd eru þó undantekning frá þessari meginreglu, og taka langt sérhljóð á undan sér; þetta eru sambönd þar sem /p, t, k, s/ fer á undan /v, j, r/. Reyndar koma ekki öll hugsanleg sambönd fyrir, en sem dæmi má nefna lepja [lɛːpja], kleprar [kʰlɛːprar], setja [sɛːtja], glitra [klɪːtra], vökva [vœːkva], bekri [pɛːkrɪ], tvisvar [tʰvɪːsvar], dysja [tɪːsja], lausra [lœiːsra] – öll með löngu stofnsérhljóði. Þessa undantekningu má skýra út frá atkvæðagerð. Allir þessir klasar (nema reyndar sr) geta staðið í upphafi orðs og þar af leiðandi myndað stuðul. Þeir skiptast því ekki milli atkvæða heldur standa allir í seinna atkvæðinu. Þar með er sérhljóðið eitt í kjarna fyrra atkvæðisins og verður þá sjálfkrafa langt. Þótt atkvæðagerð og atkvæðaskiptingu hafi hér verið lýst út frá einstökum orðum er hún í raun óháð orðaskilum. Í samfelldu tali getur atkvæði tekið til hljóða úr fleiri en einu orði. Það má líkja atkvæðagerðinni við sniðmát sem hljóðastrengurinn er lagður yfir og reynt að fella hann að því. Þetta kemur m.a. fram í hegðun lengdarreglunnar í samsettum orðum. Hún virðist þar stundum miðast við orðin í heild, en stundum við einstaka hluta þeirra. Ísland er t.d. ýmist borið fram [iːslant]með löngu [iː] eða [istlant] með stuttu [i] – og innskotshljóði, [t], sem kemur jafnan milli [s] og [l] í ósamsettum orðum. Þegar innskotshljóðið kemur til verður það að fara í hala fyrra atkvæðis – getur ekki verið í stuðli þess síðara, því að klasinn *tl- er ekki til í framstöðu. Í halanum getur aðeins verið eitt hljóð þannig að [s] verður að fara inn í kjarnann og þar með styttist sérhljóðið. Erfitt er að gefa nokkrar reglur um lengd í samsettum orðum; þar dugir ekki annað en treysta á eigin heyrn og hljóðskynjun.

54


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.