16 minute read

Kviðslitsbelti

Kviðslitsbelti – ANI-MA2088

• Kviðslit

• Eftir brjósthols- og kviðarholsaðgerðir

• Rifbrot

• Áverkar á brjóstkassa

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands

• ISO 06 04 06 (04 12 09)

Einfalt kviðslitsbelti úr teygjuefni með riflás.

Veitir þrýsting og stuðning við kvið.

Notað við kviðsliti og eftir kviðarholsaðgerðir.

Riflás festing að framan.

Hæð á belti er 25 cm

DorsoTrain - BAU-110845

• Beinþynning í hrygg

• Stífni í hrygg

• Álút staða hryggs

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 03 09

Samfestingur með góðum stuðning við bak sem hjálpar til við að rétta stöðu hryggjar.

Í bakhluta samfestingsins er 35 cm teinn sem liggur þétt að hryggnum. Hægt er að aðlaga teininn að einstaklingnum og bönd á hliðum er hægt að stilla. Auðveldur í ásetningu með rennilás og smellum að framan.

Samfestingurinn kemur í tveimur lengdum:

Short: fyrir þá sem eru lægri en 170 cm á hæð.

Long: fyrir þá sem eru hærri en 170 cm á hæð.

Hyperextension orthosis T39 – TRU-T39

• Beinþynning

• Brot í hryggjarliðum T6-L1

• Eftir aðgerð í brjóstbaki

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 03 09

Þriggja punkta extensionbelti. Stillanlegur mjaðmapúði. Stillanleg mjaðmaspöng. Hindrar hreyfingar í hrygg.

Hyperextension brace T34 – TRU-T34

• Beinþynning

• Brot í hryggarliðum T6-L1

• Eftir aðgerð í brjóstbaki

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 03 09

Þriggja punkta extensionbelti. Stillanlegur pubis púði. Stillanleg hæð og breidd. Hindrar hreyfingar í hrygg.

Hyperextension orthrosis T37 – TRU-T37

• Beinþynning

• Brot í hryggjarliðum T6-L1

• Eftir aðgerð í brjóstbaki

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 03 09

Þriggja punkta extensionbelti. Stillanlegur mjaðmapúði. Hæðarstillanlegt. Hindrar hreyfingar í hrygg.

Fast Wrap thoracolumbar support 00780

– TRU-00780

• Slitgigt

• Væg beinþynning

• Slæm líkamsstaða á hrygg

• Verkir í hrygg

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 03 09

Bakspelka sem hindrar hreyfingar og gefur stöðugleika í brjósthrygg, mjóhrygg, spjaldhrygg og kvið. Bætir líkamsstöðu.

CAMP XXI Thoracolumbar support

– TRU-00437

• Tognun í baki

• Slitgigt

• Væg beinþynning

• Slæm líkamsstaða á hrygg

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 03 09

Þrýstingur og stuðningur við brjóstbol, bak, mjaðmir og kvið. Krosslaga strappar sem dreifa álaginu með álspelkum sem eru aðlagaðir að líkamanum sem veita auka stuðning.

RhizoLoc – BAU-120533

• Liðagigt

• Slitgigt í CMC og MCP lið þumals

• Tognun á lateral liðböndum 1. MCP liðar (Skier’s thumb)

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 06 03

Þumalspelka sem styður við CMC og MCP liði þumals. Inni í spelkunni er H-laga álspöng sem veitir möguleika á að laga spelkuna að notandanum. Hægt að stýra hversu mikil hreyfing er leyfð í MCP og PIP liðum. Auðveld í ásetningu og að taka af. Þægileg spelka úr efni sem andar vel.

ManuTrain – BAU-11051503

• Slitgigt

• Liðagigt

• Sinaskeiðabólga

• Eftir áverka t.d. tognanir eða úlnliðsbrot

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 06 12

Stuðningshlíf og spelka fyrir úlnlið. Virkur stuðningur við úlnliðinn sem dregur úr bólgu og bjúgsöfnun og örvar stöðuskynjun. Inni í hlífinni er spelka sem styður við úlnliðinn þannig að hann leiti í neutral stöðu. Þessa spelku má fjarlægja við bata í meðferð. Gelpúðar koma í veg fyrir þrýsting á taugar og æðar í úlnlið og veita nudd sem örva blóðflæði og flýta fyrir gróanda. Með spelkunni fylgir strappi með riflás sem eykur stuðning hlífarinnar. Teygjanlegt efni sem andar vel.

ManuTrain - uppfærð - BAU-11051504

• Slitgigt

• Liðagigt

• Sinaskeiðabólga

• Eftir áverka t.d. tognanir eða úlnliðsbrot

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 06 12

Stuðningshlíf fyrir úlnlið. Virkur stuðningur við úlnliðinn sem dregur úr bólgu og bjúgsöfnun og örvar stöðuskynjun. Gelpúði á utanverðum úlnlið kemur í veg fyrir þrýsting á taugar og æðar í úlnlið og veita nudd sem örva blóðflæði og flýta fyrir gróanda. Einn strappi fylgir með sem hægt er að skipta í tvennt og eykur stuðning hlífarinnar.. Langur strappi fyrir mikinn stuðning og styttri strappi fyrir miðlungs stuðning. Teygjanlegt efni sem andar vel.

ManuLoc – BAU-12053402

• Áverkar á úlnliðssvæði

• Eftir aðgerðir

• Slitgigt og liðagigt

• Sinaskeiðabólga

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 06 12

Stöðug spelka fyrir úlnlið sem hamlar beygju (flexion), réttu (extension) og hliðarhreyfingar.

Inni í spelkunni eru álspangir sem hægt er að aðlaga að notandanum. Spelkan er hönnuð þannig að hún gefi möguleika á góðu gripi. Hægt er að nota sömu spelku fyrir hægri og vinstri hönd. Spelkan er úr efni sem andar vel og er hún auðveld í ásetningu.

ManuLoc Long – BAU-12053402082

• Áverkar á úlnliðssvæði

• Eftir aðgerðir

• Slitgigt og liðagigt

• Sinaskeiðabólga

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 06 12

Stöðug spelka fyrir úlnlið sem hamlar beygju (flexion), réttu (extension) og hliðarhreyfingar.

Inni í spelkunni eru álspangir sem hægt er að aðlaga að notandanum. Spelkan er hönnuð þannig að hún gefi möguleika á góðu gripi. Hægt er að nota sömu spelku fyrir hægri og vinstri hönd. Spelkan er úr efni sem andar vel og er hún auðveld í ásetningu.

ManuLoc Long Plus - BAU-1285341

• Áverkar á úlnliðs- og fingursvæði

• Fyrir og/eða eftir aðgerðir

• Slitgigt og liðagigt

• Sinaskeiðabólga

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 06 12

Stöðug spelka fyrir úlnlið sem hamlar beygju (flexion), réttu (extension) og hliðarhreyfingar. Fingurspelkan heldur lófanum og fingrunum í neutral stöðu eða þeirri stöðu sem þú vilt hafa hana í. Hægt er að taka fingurspelkuna af úlnliðsspelkunni.

Inni í spelkunni eru álspangir sem hægt er að aðlaga að notandanum. Spelkan er hönnuð þannig að hún gefi möguleika á góðu gripi. Hægt er að nota sömu spelku fyrir hægri og vinstri hönd. Spelkan er úr efni sem andar vel og er hún auðveld í ásetningu.

• Fyrir og eftir aðgerðir

• Áverkar

• Slitgigt eða liðagigt

• Sinaskeiðabólga

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 06 13

Stöðug spelka sem er samsett úlnliðs- og þumalspelka. Hamlar úlnliðshreyfingar og hreyfingar í grunnliði þumals. Inni í spelkunni eru álspangir sem hægt er að aðlaga notandanum. Hægt er að fjarlægja þumalhlutann og nota úlnliðsspelkuna sér. Spelkan er úr efni sem andar vel og er hún auðveld í ásetningu.

• Fyrir og eftir aðgerðir

• Áverkar

• Slitgigt eða liðagigt

• Sinaskeiðabólga

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 06 13 Stöðug spelka sem er samsett úlnliðs- og þumalspelka. Hamlar úlnliðshreyfingar og hreyfingar í grunnliði þumals. Inni í spelkunni eru álspangir sem hægt er að aðlaga notandanum. Hægt er að fjarlægja þumalhlutann og nota úlnliðsspelkuna sér. Spelkan er úr efni sem andar vel og er hún auðveld í ásetningu.

ManuLoc Rhizo Long Plus – BAU-1285347

• Fyrir og eftir aðgerðir

• Áverkar

• Slitgigt eða liðagigt

• Sinaskeiðabólga

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 06 13

Stöðug spelka sem er samsett úlnliðs- og þumalspelka.

Fingurspelkan heldur lófanum og fingrunum í neutral stöðu eða þeirri stöðu sem þú vilt hafa hana í. Hægt er að taka fingurspelkuna af. Hamlar úlnliðshreyfingar og hreyfingar í grunnliði þumals. Inni í spelkunni eru álspangir sem hægt er að aðlaga notandanum. Hægt er að fjarlægja þumalhlutann og nota úlnliðsspelkuna sér. Spelkan er úr efni sem andar vel og er hún auðveld í ásetningu.

EpiPoint - BAU-12063501

• Tennisolnbogi

• Eymsli í vöðvum og sinum kringum utanverðan olnbogann

Stuðningshlíf fyrir framhandlegg sem gefur þrýsting á sinar og sinafestingar á utanverðum framhandlegg. Hægt að snúa gelpúðanum þannig að hægt er að nota hlífina bæði á hægri og vinstri handlegg.

EpiTrain - BAU-11061603

• Slitgigt í olnboga

• Tennisolnbogi

• Golfolnbogi

• Eftir áverka á olnboga (td. tognun)

• Eftir aðgerð á olnboga

• Langvinn bólga og bjúgur

Stuðningshlíf fyrir olnboga. Gelpúðar á innan og utanverðum olnboga sem draga úr bólgu og bjúg í kringum olnbogann.

OmoTrain - BAU-110717020

• Slitgigt í öxl

• Eftir aðgerðir á öxl

• Eftir áverka á öxl

Stuðningur við axlarliðinn. Gelpúði sem er festur í hlífina að ofanverðu með frönskum rennilás, örvar proprioception, virkir vöðvana og veitir nudd á þá sem getur dregið úr verkjum. Góðir strappar sem auðvelt er að stilla til að hlífin veiti sem bestan stuðning. Hentar hvort sem er fyrir hægri eða vinstri.

OmoTrain S - Sérpöntun - BAU-11071710

• Slitgigt í öxl

• Eftir aðgerðir á öxl

• Eftir áverka á öxl

Stuðningur við axlarliðinn. Gelpúði sem er festur í hlífina að ofanverðu með frönskum rennilás, örvar proprioception, virkir vöðvana og veitir nudd á þá sem getur dregið úr verkjum. Nettur strappi sem auðvelt er að stilla.

SecuTec Omo – BAU-12175050

• Eftir áverka á öxl

• Rotator cuff slit

• „SLAP lesion“

• Eftir aðgerð ( t.d. liðskiptiaðgerð )

• Liðhlaup

• Brot

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 06 21

Spelka sem heldur handlegg stöðugum svo engin hreyfing verði við axlarlið. Hægt er að stilla fráfærslu (abduction) upp í 60°. Auðvelt er að stilla inn- og útsnúning með einum takka. Rammi og strappi utan um bol stilltur eftir einstaklingnum.

Ein stærð hentar flestum

GenuPoint - BAU-120424

• Jumper‘s knee

• Osgood-Schlatter

• Verkir framanvert í hné

• Verkir út frá patellar sin

Einfalt hnéband með gelpúða sem styður við hnéskeljarsin við átak. Tvöfaldur franskur rennilás að aftan gerir bandið einfalt í ásetningu.

GenuTrain - BAU-11041206

• Verkir í hné

• Álagsverkir í sinum og liðböndum

• Vandamál tengd liðþófum

• Óstöðugleiki í hné

• Væg slitgigt

• Liðagigt

• Osgood-Schlatter

• Eftir meiðsli t.d tognanir og áverka

• Eftir aðgerðir á hné t.d liðþófaaðgerðir

Gelpúðinn kringum hnéskelina minnkar þrýsting á hnéskelina og dreifir honum á aðliggjandi vefi. Við hreyfingu nuddar gelpúðinn mjúkvefina kringum hnéskelina. Þrýstingurinn frá hlífinni og nuddið sem gelpúðinn gefur, draga í sameiningu úr bjúg og bólgum.

GenuTrain P3 - Sérpöntun - BAU-11041402

• Verkir í hnéskel

• Verkir framan til í hné

• Verkir vegna þess að hnéskelin er staðsett of utarlega á hnénu

• Bólga í sinum hnéskeljar

• Vægur óstöðugleiki

• Patellofemoral Pain syndrome

• Eftir aðgerð til að leiðrétta staðsetningu hnéskeljar

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 09

Gelhringur sem heldur vel við hnéskelina og kemur í veg fyrir að hnéskelin liggi of utarlega á hnénu. Ofantil á utanverðri spelkunni er V-laga púði sem gefur nudd á vöðva á utanverðu lærinu.

GenuTrain A3 - Sérpöntun - BAU-11041251

• Slitgigt á innanverðu hné

• Álagseinkenni

• Vægur óstöðugleiki

• Hnéskel sem liggur of utarlega

• Jumper´s knee

Þéttur stuðningur með gelpúða sem liggur í kringum hnéskelina og inn í liðbilið innanvert á fætinum. Gelpúðinn styður við hnéskelina auk þess sem hann veitir intermittent nudd á liðbönd og vöðvafestingar og örvar þannig vöðvavinnu og vefjaviðgerð. Efnið í hlífinni gefur þrýsting kringum liðinn og dregur með því úr bólgu og bjúgsöfnun.

GenuTrain S - BAU-11041304

• Vægur óstöðugleiki í hné

• Slitgigt

• Önnur gigt t.d liðagigt

• Áverkar á liðbönd

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 09

Spelka með liðamótum sem minnkar verulega álag á hnéð og eykur stöðugleika. Gelpúðinn kringum hnéskelina minnkar þrýsting á hnéskelina og dreifir honum á aðliggjandi vefi. Við hreyfingu nuddar gelpúðinn mjúkvefina kringum hnéskelina. Þrýstingurinn frá hlífinni og nuddið sem gelpúðinn gefur draga í sameiningu úr bjúg og bólgu.

GenuTrain S Pro - Sérpöntun - BAU-1104135

• Óstöguleiki í hné

• Slitgigt

• Liðagigt

• Áverkar á liðþófa

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 09

Liðuð hnéspelka með stillanlegum liðum og stuðningshlíf sem veitir virkan stuðning. Hægt að festa flexion (beygju) í 30°, 60° og 90° og extension (réttu) í 20°. Hringlaga gelpúði liggur utan um hnéskelina. Púðinn veitir stuðning og eykur stöðuskyn. Auk þess veitir hann nudd á liðbönd og vöðvafestingar og örvar þannig vöðvavinnu og vefjaviðgerð. Efnið í hlífinni gefur þrýsting kringum liðinn og dregur með því úr bólgu og bjúgsöfnun. Handföng sem auðvelda ásetningu.

GenuLoc – BAU-12043200070000

• Tímabundin stífing á hnélið vegna aðgerða/áverka/sýkinga

• Við sárameðferð

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 09

Hnéspelka sem hamlar alla hreyfingu í hnélið. Ál og plastteinar í spelkunni veita góðan stöðugleika. Riflás-strappar. Óbreytt er spelkan stillt í 20° flexion (beygju) en hægt er að breyta stöðunni á hnénu eftir því sem við á. Þægilegt efni sem andar vel.

Ein stærð.

GenuTrain OA – BAU-12141650

• Áverkar á liðþófa

• Óskurðtækt hné

• Liðagigt/slitgigt

• Mikill óstöðugleiki

• Áverkar og slit á ACL,PCL,MCL,LCL

• Varus/ Valgus skekkja

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 09

Hægt er að þrengja og losa spelkuna auðveldlega með BOA® Fit tækni.

Spelkan heldur hnénu í réttri stöðu þrátt fyrir snöggar hreyfingar. Hægt er að velja spelku sem léttir á innanverðu hnénu eða spelku sem léttir á utanverðu hnénu.

Stuðningurinn umlykur hnéð í svokölluðu 8 laga formi og með því að herða spelkuna með Boa®Fit, færist spelkan og púðarnir þéttar að hnéliðnum sem veitir þannig mikinn stuðning og léttir álagið af liðnum.

Ekki er þörf á neinum verkfærum til að stilla spelkuna eftir hverjum og einum, hún er sérstaklega þægileg í notkun og andar vel.

Hægt er að velja á milli:

1) Hægri innanvert/vinstri utanvert (fyrir innanverðan stuðning á hægra hné eða utanverðan stuðning á vinstra hné)

2) Vinstri innanvert/hægri utanvert (fyrir innaverðan stuðning á vinstra hné eða utanverðan stuðning á hægra hné)

SecuTec Genu – BAU-1214614

• Krossbandaslit, ACL og PCL

• Liðbandaáverkar, MCL og LCL

• Mikill óstöðugleiki í hné

• Eftir liðbandaaðgerð

• Fjöláverkar á hné

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 09

Til að hamla tímabundið hreyfingu í hné eftir áverka eða aðgerðir Öflug ROM spelka með miklum stöðugleika. Sérstaklega létt en öflug spelka sem fest er á fótinn framan frá svo ekki þarf að hreyfa liðinn við ásetningu. Hægt að hamla hreyfingu, bæði beygju og réttu með 10° millibili. Álspelka með mjúkri fóðringu.

SecuTec OA – BAU-121469

• Áverkar og slit á ACL,PCL, MCL,LCL

• Liðagigt/slitgigt

• Eftir aðgerð á hné

• Mikill óstöðugleiki

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 09

Hægt að stilla flex. og ext. með 25° millibili

Hlífin er úr áli og með mjúkri fóðringu og velcro festingum.

Hægt að púsla saman stærðum frá 1-7 fyrir læri og legg.

MOS Genu short – BAU-12146604051

• Eftir aðgerð á liðböndum og liðþófa

• Eftir aðgerð á sköflungsbeini

• Eftir yfirréttu áverka í hnélið

• Brot við hnélið

• Mikill óstöðugleiki

• Slitgigt

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 09 Öflug spelka við áverkum og sliti á PCL, MCL, LCL. Álrammi sem hægt er að aðlaga að einstaklingnum. Hægt að frá framlengingu að ofan og neðan sem auðvelt er að fjarlægja þegar ekki er lengur þörf á. Mjúkir púðar að innanverðu sem anda vel og liggja vel á húðinni og hægt að aðlaga með festingum úr riflás. Hamlar yfirréttu, hægt að stilla gráður í beygju með 10° millibili. Hliðarpúðar í mismunandi þykktum sem minnka bólgur í lið. Stillanlegur strappi við hnésbót sem hamlar yfirréttu.

Öklar, hásin og tær

AchilloTrain - BAU-11011013

• Hásinabólga

• Áverkar í hásin

• Slitin hásin - má nota sem viðhaldsmeðferð eftir

• gifsun eða aðgerð

Púðinn sem liggur langsöm eftir hásininni gefur þrýsting og nudd við hreyfingu. Það örvar efnaskipti á staðnum og dregur úr bjúg/bólgu.

6mm hækkun undir hælinn dregur úr álagi á hásinina við hreyfingu. Auka hæll fylgir með til að jafna út hæðarmismun.

AchilloTrain Pro - BAU-11011051

• Hásinabólga

• Áverkar ofarlega á hásin

• Slitin hásin – má nota sem viðhaldsmeðferð eftir

• gifsun eða aðgerð

Gelpúði sem nær frá hæl upp eftir allri hásininni. Púðinn er með nöbbum sem nudda hásinina, draga úr bjúg og bólgu auk þess sem þeir örva skynjun og bæta vöðvastjórn. Ef þörf er á að létta á álagi á hásinina er hægt að nota gel hæl með þessari hlíf (seldur sér).

MalleoTrain - BAU-110111020

• Ökklatognun

• Eftir aðgerð á liðböndum í ökkla

• Slitgigt

• Liðagigt

• Bólga og bjúgur við ökkla

• Óstöðugleiki í ökklalið

• Slök liðbönd t.d vegna endurtekinna tognana

Tveir gelpúðar sem liggja á utan og innanverðum ökklanum.

Púðinn gefur þrýsting og nudd sem örva gróanda og dregur úr bjúg og bólgu.

MalleoTrain S - BAU-110111120

• Ökklatognun

• Óstöðugleiki í ökklalið

• Slök liðbönd í ökklalið

• Fyrirbyggjandi fyrir þá sem hafa tilhneigingu

• til að togna á utanverðum ökkla

• Virkar svipað og teipun á ökkla

Stuðningshlíf og bönd sem liggja í kross yfir ökklaliðinn. Böndin er hægt að strekkja eftir þörfum þannig að notandi skynji betur staðsetningu ökklans án þess þó að þau hamli eðlilega hreyfingu. Hægt er að fá hlífina með opnum hæl sem veitir betra grip og hentar því vel í fimleika, dans og fleiri íþróttir.

MalleoTrain S open heel - BAU-1101115

• Ökklatognun

• Óstöðugleiki í ökklalið

• Slök liðbönd í ökklalið

• Fyrirbyggjandi fyrir þá sem hafa tilhneigingu

• til að togna á utanverðum ökkla

• Virkar svipað og teipun á ökkla

Stuðningshlíf og bönd sem liggja í kross yfir ökklaliðinn. Böndin er hægt að strekkja eftir þörfum þannig að notandi skynji betur staðsetningu ökklans án þess þó að þau hamli eðlilega hreyfingu. Hægt er að fá hlífina með opnum hæl sem veitir betra grip og hentar því vel í fimleika, dans og fleiri íþróttir.

MalleoTrain Plus - BAU-1101112008

• Gefur meiri stuðning en MalleoTrain

• Ökklatognun

• Óstöðugleiki í ökklalið

• Slök liðbönd í ökkla

• Fyrirbyggjandi fyrir þá sem hafa tilhneigingu

• til að togna á utanverðum ökkla

• Virkar svipað og teiping á ökkla

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 06

Stuðningshlíf með böndum sem liggja í áttu yfir ökklann. Tveir gelpúðar sem liggja á utan- og innanverðum ökklanum. Púðinn gefur þrýsting og nudd sem örvar gróanda og dregur úr bjúg og bólgu. Böndin er hægt að strekkja eftir þörfum þannig að notandinn skynji betur staðsetningu ökklans án þess þó að þau hamli eðlilega hreyfingu.

AirLoc - Sérpöntun - BAU-12013031

• Áverkar á liðbönd í ökkla

• Langvarandi óstöðugleiki í ökkla

• Endurhæfing eftir aðgerð á ökkla

• Fyrirbyggjandi fyrir þá sem hafa tilhneigingu

• til að togna á ökkla

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 06

Spelka sem hægt er að byrja að nota fljótlega eftir áverka. Gefur mikinn stuðning við ökkla bæði innan- og utanvert.

Plastskel með áföstum loftpúðum sem hægt er að blása upp þannig að spelkan passi notandanum sem best. Alltaf hægt að aðlaga spelkuna að fætinum þó svo að bólga sé mismikil.

Mestur stöðugleiki fæst þegar spelkan er notuð með skó.

MalleoLoc - BAU-12013013

• Áverkar á liðböndum að utan og ofarlega á ökkla

• Endurhæfing eftir aðgerð á ökkla

• Langvarandi óstöðugleiki í ökkla

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 06

Spelka sem hægt er að byrja að nota fljótlega eftir áverka. Kemur í veg fyrir álag á liðbönd utanvert á ökkla án þess að trufla eðlilega hreyfingu fótarins við göngu og hlaup. Mjög létt og þægileg í notkun. Hægt að nota með skóm.

MalleoLoc L - BAU-1201326180

• Liðbandaáverkar

• Óstöðugleiki

• Eftir aðgerð

• Fyrirbyggjandi fyrir ökklatognanir

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 06

Spelkan er flöt sem gerir það að verkum að hún passar vel í flesta skó. Hún er L-laga og situr fyrir utan malleola (“ökklakúlu”).

Tveir óteigjanlegir strappar festa hlífina, annar yfir neðri hluta fótar og hinn fer í 8 laga leið um fótinn. Kemur í veg fyrir álag á liðbönd utanvert á ökkla án þess að trufla eðlilega hreyfingu fótarins við göngu og hlaup.

Lite Ankle Brace – MUE-4554

• Óstöðugleiki í ökkla

• Liðbandsslit

• Slæma tognun

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 06

Létt spelka sem veitir stuðning við innan- og utan verðan ökklann. Plast, bólstrun og velcro strappar sem veita öflugan stöðugleika.

Ein stærð sem hentar flestum, hægt að þrengja með velcro ströppum

CaligaLoc – BAU-12013004080

• Liðbandsslit

• Eftir aðgerð

• Varanlegur óstöðugleiki

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 06

Hentug fyrir þá einstaklinga þar sem aðgerð er frábending. Strappar sem auðvelt er að stilla. Er úr plastskel með fóðringu og velcro festingar sem veita auka stuðning. Heftir flestar hreyfingar í ökklalið, en aðallega hliðarhreyfingar. Ver þig við óæskilegum hreyfingum bæði dags og nætur.

Ankle Brace Premium – MUE-4888X

• Stuðningur við tognuð eða slitin liðbönd

• Óstöðugleiki í ökkla

• Fyrirbyggjandi fyrir ökklameiðsl eða síendurteknar tognanir

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 06

Létt og þægileg ökklaspelka sem kemur í stað teipingar. Hægt að aðlaga stuðning eftir þörfum

Tau, reimar og velcro festing.

ValguLoc - BAU-12013102

• Hallus valgus – til að leiðrétta skekkju á stóru tá

• Meðferð eftir hallus valgus aðgerð

Spelka sem leiðréttir skekkju á stóru tánni og teygir á styttingum í mjúkvefjum og liðpoka. Hægt að nota eftir aðgerð til að viðhalda leiðréttingu á skekkjunni.

Matrix Max FH250 – TRU-FH250

• Droppfótur

• Lömun

• Kraftleysi

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 06

Stíf spelka. Stillanlegur stuðningur við sköflung.

Spelkan er úr koltrefjafjöður, plasti og fóðruðu plasti.

Matrix Max 2 FH260 – TRU-FH260

• Droppfótur

• Lömun

• Kraftleysi

• Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands - ISO 06 12 06

Stíf spelka. Stillanleg fótplata og stillanlegur stuðningur við sköflung.

Spelkan er úr koltrefjafjöður, plasti og fóðruðu plasti.

Performance compression sokkar - BAU-2928001

• Auka blóðflæði

• Hraðar endurheimt

Þrýstingssokkar með góðum þrýsting (Ccl1) sem fer minnkandi frá ökkla og upp kálfa. Eykur blóðflæði, dregur úr titring í vöðvum og hraðar endurheimt. Sokkarnir eru léttir og anda vel. Henta vel í göngur og hlaup.

Training compression sokkar

– BAU-2918005TRAIN

• Léttur þrýstingur

• Auka stöðugleika um ökkla

• Minnka álag á hásin

Sokkar með léttum þrýstingi sem fer minnkandi frá ökkla og upp kálfa. Aukin styrking um ökkla og upp kálfa. Henta vel fyrir boltaíþróttir þar sem mikið er um hraðar stefnubreytingar.

VT act Microfiber - BAU-2598003

• Léttir flugsokkar

Góðir flugsokkar eða sokka fyrir fólk sem stendur eða situr mikið. Léttur þrýstingur og fæst í 140 den. Seljum hnésokka og er úr microfiber sem gerir sokkana extra þægilega.

VT act Cotton - BAU-2608003

• Flugsokkar úr bómull

Bómullar flugsokkar með léttum þrýsting. Hentar mjög vel sem flugsokkar eða sokkar fyrir fólk sem stendur eða situr mikið. Fást sem hnésokkar í 280 den.

VT act Sheer Elegance - BAU-2578002

• Léttir flugsokkar

Góðir flugsokkar eða sokka fyrir fólk sem stendur eða situr mikið. Léttur þrýstingur og fæst í 140 den. Seljum hnésokka og sokkabuxur.

ViscoBalance - BAU-130174

• Mjúkt upphækkunar innlegg

Innlegg sem léttir álag á hásin og hjálpar til við að rétta úr líkamanum þegar einstaklingur er með misjafnlega langa fætur. Er úr hágæða sílíkoni sem er auðvelt að þrífa. Hægt að fá 3mm, 5mm og 10mm hækkun.

ViscoSpot - BAU-13017202

• Við hælspora

Innlegg með extra mjúku svæði undir hælnum þar sem hælspori myndast. Það deyfir högg sem koma upp í gegnum hælinn þegar stigið er niður. Minnkar álag á hásin og kálfavöðva.

ViscoHeel - BAU-13017022

• Hásinabólga

• Haglund’s deformity

Mjúkt gel innlegg sem minnkar álag á ökkla, hné og mjaðmir. Það deyfir högg sem koma upp í gegnum hælinn þegar stigið er niður. Bólga í hásin fer oft hraðar þegar notuð eru mjúk hælainnlegg.

ErgoPad Run and Walk - BAU-3785RUN

• Styður vel við langbogann

Lipurt og þægilegt innlegg sem örvar vöðva í fæti. Notað við verkjum í hæl, hásin og beinhimnubólgu. Gott fyrir hlaup og göngur.

ErgoPad Redux heel - BAU-31245050000

• Við hælspora

Heilt innlegg sem er með mjúku svæði undir hælum þar sem hælspori myndast. Léttir á álagi og sársauka í hæl og ökkla. Hægt að fá breið og mjó og passa í flesta skó.

Globotec comfort sport – Walk - BAU31310050000

• Styður við iljabogann

Innlegg sem styður við náttúrulega fótarúllu - hæll að tá. Tábergspúði sem jafnar álag á tábergi. Það er með góðum stuðning við iljabogann og er með mjúku yfirborði. Þetta er þunnt innlegg sem passar í flesta skó.