Funkishúsin á Íslandi

Page 1

Funkishúsin á Íslandi Verkefni, styrkt af Húsafriðunarnefnd Höfundur: Einar Hlér Einarsson


10 Funkishús Inngangur Skýrsla þessi er hluti af verkefninu Funkishúsin á Íslandi, rannsóknar- og mælingaverkefni sem var unnið sumarið og haustið 2013, en verkefnið hlaut styrk frá Húsafriðunarnefnd. Markið verkefnisins var að skrásetja vel farin funkishús í Reykjavík, kanna sérstaklega deililausnir og þá aðallega timbur og sérsmíði, s.s. járn og innréttingar. Einnig var verið að leita eftir vel heppnuðum breytingum, þar sem t.d. gler hefur verið tvöfaldað, án þess að skipt sé um allan gluggaumbúnað o.s.frv. Langtíma markmiðið er svo að getað flokkað deilin eftir t.d. arkitektum eða ártali, ná saman heildrænum gagnabanka og gera hann loks aðgengilegan almenningi og hönnuðum, á bókarformi og/eða sem viðbót (plugin) fyrir teikniforrit. Áður en hafist var handa við mælingar, var efnið þrengt niður í að rannsaka einungis fimm arkitekta, sem allir voru fyrirferðamiklir í innleiðingu funkisstefnunnar á Íslandi og að velja tvö hús eftir hvern arkitekt. Í skýrslunni eru því 10 húsum gerð skil. Arkitektarnir sem urðu fyrir valinu eru: Einar Sveinnson, Gunnlaugur Halldórsson, Sigurður Guðmundsson, Þorleifur Eyjólfsson og Þórir Baldvinsson. Framkvæmd Byrjað var á því að hafa samband við eigendur húsanna og þeir beðnir leyfis fyrir uppmælingu sem þeir allir góðfúslega veittu. Öll deili voru mæld á staðnum með hefðbundnum mælitækjum; málbandi, skífumáli og leir í sumum tilfellum og þau teiknuð upp í tölvu í framhaldinu. Athyglinni var eingöngu beint að því sem var greinilega upprunalegt, öllum seinni tíma breytingum eða því sem ekki tilheyrði tímabilinu, var algjörlega sleppt, fyrir utan þær breytingar sem vöktu sérstaka athygli og hægt væri að taka til fyrirmyndar. Einnig var gerð tilraun til að finna ljósmyndir frá tímabilinu, þá sérstaklega innimyndir, þar sem útimyndum hafa nýlega verið gerð góð skil í bókinni og ritgerðinni Arkitektúr á fyrri hluta 20. aldar, eftir Atla Selow. Byrjað var á að leita á Ljósmyndasafni Reykjavíkur en leitin bara ekki árangur.

Húsin sem mæld voru eru: Eftir Einar Sveinsson Bárugata 3 - 1933 Freyjugata 43 - 1933

Eftir Gunnlaug Halldórsson Hávallagata 21 - 1937 Laufásvegur 24 - 1934

Eftir Sigurð Guðmundsson Smáragata 11 - 1934 Sóleyjargata 29 - 1932

Eftir Þorleif Eyjólfsson Sjafnargata 2 - 1930 Smáragata 2 - 1934

Eftir Þóri Baldvinsson Bræðraborgarstígur 52 - 1933 Ingólfsstræti 14 - 1934


Bárugata 3 Byggt eftir teikningum Einars Sveinssonar frá árinu 1933 Húsið hýsir í dag Fornleifastofnun Íslands. Einhverjar breytingar hafa átt sér stað innanhúss frá byggingu og skipt hefur verið um ramma í gluggum a.m.k. einu sinni, um aldamótin 2000. Nýir rammar tóku mið af þeim sem fyrir voru, en karmar og póstar virðast upprunalegir.


Svaladyr Lóðrétt deili 1:5

Snið 1:20

Útlit að innan 1:20

Grunnmynd 1:20

Lárétt deili 1:5

Bárugata 3 - Einar Sveinsson - 1933


Kjallara- og horngluggi

Snið 1:20

Útlit að innan 1:20

Grunnmynd 1:20

Gluggapóstur 1:1

Snið 1:20

Lárétt deili 1:5

Lóðrétt deili 1:5

Lárétt deili 1:5 Grunnmynd 1:20 Bárugata 3 - Einar Sveinsson - 1933


Suðurgluggi að garði Snið 1:20

Útlit að innan 1:20

Grunnmynd 1:20

Bárugata 3 - Einar Sveinsson - 1933


Útidyrahurð og innihurð Snið 1:20

Útlit að utan 1:20

Snið 1:20

Útlit 1:20

Grunnmynd 1:20

Grunnmynd 1:20

Lárétt deili 1:5

Strik í innihurð 1:1 Lárétt deili 1:5

Lóðrétt deili 1:5

Lóðrétt deili 1:5

Bárugata 3 - Einar Sveinsson - 1933


Hurðir í kjallara Snið 1:20

Útlit 1:20

Snið 1:20

Útlit 1:20

Grunnmynd 1:20

Grunnmynd 1:20

Lárétt deili 1:5

Strik í innihurð 1:1

Lárétt deili 1:5

Lóðrétt deili 1:5 Lóðrétt deili 1:5 Bárugata 3 - Einar Sveinsson - 1933


Freyjugata 43 Byggt eftir teikningum Einars Sveinssonar frá árinu 1933 Bæði Einars Sveinssonar húsin í rannsókninni, eru mjög lík. Þau eru hönnuð sama árið, stuttu eftir að Einar kemur heim úr námi. Sérstaða hússins kemur fram í mjög fallegum inngangi frá götu og einnig að ekki skuli vera jöfn skipting í horngluggum, heldur ein rúðan breið og hin mjó og með opnanlegu fagi. Í húsinu er margt heilt og upprunalegt, þrátt fyrir talsverðar breytingar innanhúss. Einnig fannst upprunalegur kyndingarofn í kjallara.


Útidyrahurð Snið 1:20

Útlit 1:20

Lóðrétt deili 1:5

Lárétt deili 1:5

Grunnmynd 1:20 Freyjugata 43 - Einar Sveinsson - 1933


Horngluggi og eldhúsgluggi

Útlit að innan og snið 1:20

Útlit að innan 1:20

Grunnmynd 1:20 Grunnmynd 1:20

Lóðrétt deili 1:5

Lárétt deili 1:5

Freyjugata 43 - Einar Sveinsson - 1933


Hávallagata 21 Byggt eftir teikningum Gunnlaugs Halldórssonar frá árinu 1937 Húsið stendur við endann á langri götumynd, með sams konar húsum eftir sama arkitekt. Minniháttar breytingar hafa verið gerðar innanhúss og margt heilt er að finna í húsinu, Föls í gluggum hafa verið dýpkuð, en sérstaka athyggli vakti járnrammi í opnanlegum fögum sem hafði verið búinn tvöföldu gleri og kíttað í. Þetta er dæmi um það hvernig hægt er að halda í upprunalegt útlit, eða því sem næst, án þess að fórna nútíma kröfum um gæði og notkun. Deili í húsinu, og þá sérstaklega gerekti, eiga sér nokkra fyrirmynd í hollensku húsi frá sama tímabili: The Sonneweld House.

The Sonneweld House


Horngluggi Lóðrétt deili 1:5

Útlit og snið 1:20

Útlit og snið 1:20

Grunnmynd 1:20

Lárétt deili 1:5 Hávallagata 21 - Gunnlaugur Halldórsson - 1936


Útidyrahurð og innihurðir Snið 1:20

Útlit 1:20

Grunnmynd 1:20

Snið 1:20

Útlit 1:20

Grunnmynd 1:20

Útlit að innan 1:20

Grunnmynd 1:20

Hávallagata 21 - Gunnlaugur Halldórsson - 1936


Laufásvegur 24 Byggt eftir teikningum Gunnlaugs Halldórssonar frá árinu 1934 Húsið var upphaflega byggt sem læknastofa og heimili læknisins. Á framhliðinni má sjá þrjá innganga: Inngang læknastofunnar og heimilisins sitt hvorum megin við miðju hússins annars vegar og loks inngang þjónustufólks sem bjó í kjallaranum. Í húsinu fundust mjög mörg upprunaleg deili, gler var enn allt einfalt, járnrammar í opnanlegum fögum, sem og allar hurðir, úti sem inni, allar upprunalegar. Verið var að endurnýja húsið á meðan á uppmælingum stóð, svo að flest allir innviðir voru mældir þar sem þeim hafði verið komið fyrir í geymslu í risinu en gluggar og hurðir voru mældar á sínum stað.


Horngluggi Lárétt deili 1:5

Lóðrétt deili 1:5

Snið og útlit 1:20

Grunnmynd 1:20 Laufásvegur 24 - Gunnlaugur Halldórsson - 1933


Svaladyr Snið 1:20

Útlit að innan 1:20

Lóðrétt deili 1:5

Grunnmynd 1:20 Lárétt deili 1:5

Laufásvegur 24 - Gunnlaugur Halldórsson - 1933


Gluggi að götu Útlit að innan 1:20

Snið 1:20

Útlit að utan 1:20 Lárétt deili 1:5

Lóðrétt deili 1:5

Grunnmynd 1:20

Gluggapóstur 1:1

Laufásvegur 24 - Gunnlaugur Halldórsson - 1933


Útidyrahurð Snið 1:20

Útlit að utan 1:20

Lóðrétt deili 1:5

Grunnmynd 1:20

Lárétt deili 1:5 Laufásvegur 24 - Gunnlaugur Halldórsson - 1933


Gluggaumbúnaðir, innihurðir, listar og handlisti

Handlisti og teinn 1:1

Upprunalegur gluggafrágangur 1:1

Útlit, snið og grunnm. 1:20 Loftalisti 1:1

Gólflisti 1:1 Laufásvegur 24 - Gunnlaugur Halldórsson - 1933


Smáragata 11 Byggt eftir teikningum Sigurðar Guðmundssonar frá árinu 1934 Húsið er nær upprunalegt að innan sem að utan. Sett hefur verið tvöfallt gler í alla glugga með því að dýpka fölsin. Einnig var búið að bora gat í gegnum undirkarm frá vatnsbakka í öllum gluggum sem skoðaðir voru. Fyrir ofan palldyr, er að finna upprunalegan járnglugga.


Stofugluggi Lóðrétt deili 1:5

Snið 1:20

Útlit að innan 1:20 Þverpóstur 1:1

Grunnmynd 1:20

Gluggapóstur 1:1

Lárétt deili 1:5 Smáragata 11 - Sigurður Guðmundsson - 1934


Gluggi á stigapalli Grunnmynd 1:20

Gluggapóstur 1:1

Þverpóstur 1:1

Útlit að innan 1:20

Snið 1:20 Handlisti 1:1

Smáragata 11 - Sigurður Guðmundsson - 1934


Svaladyr Snið 1:20

Útlit að innan 1:20

Grunnmynd 1:20

Lóðrétt deili 1:5

Lárétt deili 1:5

Smáragata 11 - Sigurður Guðmundsson - 1934


Innihurð og útidyrahurð Snið 1:20

Útlit að innan 1:20

Grunnmynd 1:20 Grunnmynd 1:20

Lárétt deili 1:5 Lárétt deili 1:5

Lóðrétt deili 1:5

Smáragata 11 - Sigurður Guðmundsson - 1934


Sóleyjargata 29 Byggt eftir teikningum Sigurðar Guðmundssonar frá árinu 1932 Húsið var byggt sem íbúðarhús á þremur hæðum með kjallara. Í öllum þeim upprunalegu gluggum sem skoðaðir voru, fundust mjög sérstakir járnprófílar sem gegndu bæði hlutverki karms og ramma. Meðal upprunalegra glugga má nefna alla kjallaraglugga, hringglugga í skála á efstu hæð, sem og salernisglugga á fyrstu hæð og í stórum glugga á ganginum á annari hæð. Í risi fundust einnig upprunalegar svaladyr.


Kjallara- og baðherbergisgluggi

Snið 1:20 Útlit að innan

Járngluggi 1;1 Grunnmynd 1:20

Útlit að utan Lóðrétt deili 1:5

Lárétt deili 1:5

Snið 1:20

Lárétt deili 1:5

Sóleyjargata 29 - Sigurður Guðmundsson - 1932


Útidyrahurð og kjallaradyr Snið 1:20

Snið 1:20

Útlit að utan 1:20

Grunnmynd 1:20

Lárétt deili 1:5

Útlit að innan 1:20

Grunnmynd 1:20

Lóðrétt deili 1:5

Lárétt deili 1:5

Lóðrétt deili 1:5

Sóleyjargata 29 - Sigurður Guðmundsson - 1932


Hringgluggi Útlit að innan 1:20

Snið 1:20

Lóðrétt deili 1:5

Deili 1:1

Sóleyjargata 29 - Sigurður Guðmundsson - 1932


Svaladyr Snið 1:20

Útlit að innan

Grunnmynd 1:20 Lóðrétt deili 1:5

Lárétt deili 1:5 Sóleyjargata 29 - Sigurður Guðmundsson - 1932


Gluggi á gangi og handrið Snið 1:20

Snið 1:20

Útlit 1:20

Útlit að innan

Grunnmynd 1:20

Lárétt deili 1:5 Lóðrétt deili 1:5

Járnprófílar 1:1

Sóleyjargata 29 - Sigurður Guðmundsson - 1932


Pallur í garði Grunnmynd 1:20

Útlit 1:20

Sóleyjargata 29 - Sigurður Guðmundsson - 1932


Sjafnargata 2 Byggt eftir teikningum Þorleifs Eyjólfssonar frá árinu 1930 Húsið er elst þeirra húsa sem rannsóknin nær til og hefur þess vegna mikla sérstöðu. Það er byggt á tímamótum og í því er hægt að sjá fyrstu funkisáhrifin koma fram. Húsið er að miklu leiti heilt frá byggingu þess og hafa breytingar tekið tillit til stíls og sögu hússins.


Innihurð Strik í innihurð 1:1

Snið 1:20

Útlit 1:20

Grunnmynd 1:20

Lárétt deili 1:5

Lóðrétt deili 1:5 Sjafnargata 2 - Þorleifur Eyjólfsson - 1930


Stofugluggi Snið 1:20

Útlit að innan 1:20

Grunnmynd 1:20 Lóðrétt deili 1:5

Lárétt deili 1:5

Gluggapóstur og rammastykki 1:1

Sprossi 1:1 Sjafnargata 2 - Þorleifur Eyjólfsson - 1930


Tröppur Loftalisti 1:5

Útlit 1:20

Handlisti 1:1

Pílarar 1:5

Sjafnargata 2 - Þorleifur Eyjólfsson - 1930


Smáragata 2 Byggt eftir teikningum Þorleifs Eyjólfssonar frá árinu 1934, breytt 1949 Húsið var valið sem hluti af þessari rannsókn, ekki endilega vegna þess hvernig það er í dag, heldur hvernig það var upphaflega hannað. Mjög sterk höfundareinkenni prýddu húsið eftir byggingu, en því var síðar breytt mikið af Þorleifi sjálfum, um einum og hálfum áratug seinna. Það sem talið var vera upprunalegt og tilheyra gamla húsinu á einhvern hátt, var mælt upp, sem var þó ekki ýkja mikið.


Horngluggi í kjallara Lárétt deili 1:5

Útlit 1:20

Lóðrétt deili 1:5

Snið 1:20

Grunnmynd 1:20 Smáragata 2 - Þorleifur Eyjólfsson - 1934


Pallur í garði Grunnmynd 1:20

Útlit 1:20 Smáragata 2 - Þorleifur Eyjólfsson - 1934


Eldhúsgluggi í kjallara og þvottahúsdyr

Snið 1:20

Útlit að innan 1:20

Grunnmynd 1:20

Lóðrétt deili 1:5

Lárétt deili 1:5

Útlit að utan 1:20

Grunnmynd 1:20

Smáragata 2 - Þorleifur Eyjólfsson - 1934


Ingólfsstræti 14 Byggt eftir teikningum Þóris Baldvinssonar frá árinu 1934 Húsið var byggt sem læknastofa á jarðhæð með íbúðum á hæðunum fyrir ofan. Hurðir og ytri frágangur er mjög heill, en skipt hefur verið um pósta sums staðar í húsinu og þeir upprunalegu fjarlægðir. Annars staðar eru póstar heilir, en föls hafa verið dýpkuð.


Gluggi á stigapalli Snið 1:20

Útlit að innan 1:20

Grunnmynd 1:20

Lárétt deili 1:5

Lóðrétt deili 1:5

Gluggapóstur 1:1 Ingólfsstræti 14 - Þórir Baldvinsson - 1934


Gluggi út að götu Snið 1:20

Útlit að innan 1:20

Grunnmynd 1:20

Þverpóstur 1:1

Lárétt deili 1:5

Lóðrétt deili 1:5 Ingólfsstræti 14 - Þórir Baldvinsson - 1934


Útidyrahurð Snið 1:20

Útlit að utan 1:20

Grunnmynd 1:20

Lárétt deili 1:5

Lóðrétt deili 1:5 Ingólfsstræti 14 - Þórir Baldvinsson - 1934


Innihurð og svalardyr Snið 1:20

Útlit 1:20

Snið 1:20

Grunnmynd 1:20

Lárétt deili 1:5

Útlit 1:20

Grunnmynd 1:20

Lóðrétt deili 1:5

Lárétt deili 1:5

Lóðrétt deili 1:5 Ingólfsstræti 14 - Þórir Baldvinsson - 1934


Bræðraborgarstígur 52 Byggt eftir teikningum Þóris Baldvinssonar frá árinu 1933 Húsið er byggt fyrir Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur og er hluti af stóru hverfi, þar sem öll húsin eru eins, en þeim snúið sitt á hvað. Húsið hefur sérstöðu fyrir það að vera timburhús, þegar öll önnur hús sem rannsóknin náði til, eru byggð úr steypu. Upprunalega var húsið klætt forskalningu, en í dag hefur verið sett bárujárnsklæðning. Húsið er í gríðarlega góðu ástandi 80 árum eftir byggingu þess og nær allt sem í því er upprunalegt, þ.m.t. eldhúsinnréttingin. Aðrar inréttingar hafa undantekningalaust verið fjarlægðar í öllum þeim húsum sem rannsóknin náði til. Gluggar í húsinu er gerðir með tvöföldum römmum. Allir ytri rammarnir opnast út, svo að hægt sé að þrífa þá og síðan opnast nokkrir innri gluggar upp á loftun.


Horngluggi Gluggapóstur 1:1

Snið 1:20

Lóðrétt deili 1:5

Grunnmynd 1:20

Lárétt deili 1:5 Bræðraborgarstígur 52 - Þórir Baldvinsson - 1933


Innihurð Snið 1:20

Útlit 1:20 Lóðrétt deili 1:5

Grunnmynd 1:20

Lárétt deili 1:5

Bræðraborgarstígur 52 - Þórir Baldvinsson - 1933


Tröppur Snið 1:20

Grunnmynd 1:20

Bræðraborgarstígur 52 - Þórir Baldvinsson - 1933


Útidyrahurð Snið 1:20

Útlit 1:20

Grunnmynd 1:20

Lóðrétt deili 1:5

Lárétt deili 1:5

Bræðraborgarstígur 52 - Þórir Baldvinsson - 1933


Hluti af eldhúsinnréttingu Snið 1:20

Útlit 1:20

Grunnmynd 1:20

Bræðraborgarstígur 52 - Þórir Baldvinsson - 1933


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.