FRIÐÞJÓFUR HELGASON Laugardaginn 22. mars kl. 14.00 opnar Friðþjófur Helgason ljósmyndasýninguna Sement í Populus tremula. Friðþjófur er löngu landsþekktur ljósmyndari og kvikmyndatökumaður. Eftir hann liggja fjölmargar ljósmyndabækur og sýningar. Á þessari sýningu eru nýjar myndir sem allar eru teknar í semenstverksmiðjunni á Akranesi, sem hefur verið aflögð. Á opnun mun söngvaskáldið Aðalsteinn Svanur Sigfússon flytja nokkur lög og kvæði. Sýningin er einnig opin sunndudaginn 23. mars kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.