Byltíngur, 3. árgangur, 2017

Page 1

B Y LT Í N G U R 3. Árgangur 2017


B Y LT Í N G U R Tímarit heimspekinema

1. tölublað 2017, 3. árgangur

Ritstjórar Elínborg Harpa Önundardóttir Stefanía dóttir Páls Umbrot Aldís Dagmar Erlingsdóttir Mynd á forsíðu Stefanía dóttir Páls Prentstofa Guðjón Ó.

Styrkt af Heimspekistofnun Háskóla Íslands

Reykjavík, 2017


Efnisyfirlit Ritstjórnarpistill 4 Frá því er Byltíngur nær tengslum við veruleikann á ný, skráir sig í lagaviðskiptamarkaðssálfræði og gerist skuldheimtumaður. 5 „Beyond Armchair Analysis“ 8 Rjómalagaðar fiskuppskriftir Úlfs. 12 Hefur þú prófað að missa af strætó? 14 Um verkefni hugleiðslu 16 Innantómar eilífðir 17 Tilveran 18 Um klósettferðir og samskipti 20 Fegurð sem andstæðan við bið 22 Gígarnir 24


Ritstjórnarpistill Síðasta sumar lá ég inni í tjaldi, hlustaði á suðið í moskítóflugum og velti því fyrir mér hvers vegna hlýr straumur gekk í gegnum líkama minn við lestur örstuttra textaskilaboða. Came home today. I’ll be here, waiting for you. Mér hefur ekki tekist að hætta að hugsa um biðina síðan þetta kvöld, mér til mikils ama. Ætti ekki að vera hræðilegt að vita að einhver bíði manns? Opnar það ekki á möguleikann að valda hinum mestu vonbrigðum? Er ekki bið annars lituð von? Að bíða og vona, eins og sagt er. Hvernig fer fyrir þeim sem bíður og bíður en aldrei kemur neinn? Vill einhver taka það að sér að spurja Valdimir og Estragon? Eini staðurinn þar sem mér finnst ég virkilega þurfa að bíða er á biðstofum, biðstofum þar sem ekkert annað er til að lesa en Séð & heyrt og ég skildi bókina mína eftir heima. (Ég ætla ekki að tala um pólitík.) Vinur minn skrifaði einu sinni smásögu um konu sem lenti í helvíti eftir að hafa svarað rangt í spurningarkeppni Lykla-Péturs, það var biðstofa í helvíti. Erum við alltaf að bíða eða erum við aldrei að bíða? Þó það hljómi óþæglega líkt slagorði Nike, er spurningin sem sótt hefur á mig síðan síðasta sumar: Eftir hverju ertu að bíða? Í hreinskilni sagt bíð ég spennt eftir deginum sem spurningin um biðina kveður mig. Sem er líklega einmitt sá dagur sem ég ákveð eftir hverju ég er að bíða. Bíddu nú við. Ég veit að spurningin um biðina er spurningin um tilvistina. En kannski á það við um allar spurningar. Þar sem margar hendur vinna létt verk er þriðja útgáfa Byltíngs tileiknuð spurningunni um biðina og hvað það þýðir að vera til. Elínborg Harpa Önundardóttir, 15. Apríl 2017

4


Frá því er Byltíngur nær tengslum við veruleikann á ný, skráir sig í lagaviðskiptamarkaðssálfræði og gerist skuldheimtumaður. Tómas Ævar Ólafsson Sjúklingarnir á meðferðarheimilinu hittust tvisvar á dag í hópameðferð, fyrst klukkan 10 og svo kl 16. Tíminn þar á milli fór í leitina að sjálfum sér með því að tengjast heiminum í gegnum listrænar gjörðir og tölvuleikjalan. Í hópameðferð skiptust sjúklingarnir á reynslusögum úr lífi sínu sem og krufningu á upplifunum sínum í einangrunarmeðferðinni á Esjunni. Byltíngur komst fljótt að því að hans meðferð var ekki sú algengasta heldur var flestum gefinn lyfjakokteill sem yfirkeyrði orkuhleðslu sálarlífsins og skutlaði því, svo að segja, aftur fyrir upphaf merkingarsköpunar þess. Í orkusprengjunni upplifði sjúklingurinn svokallaða gervi skitsófreníu sem tengdi dulvitund hans órofa böndum við heiminn og náttúruna. Í heila viku höfðu sjúklingar ekki getað greint sig frá náttúrunni og lifðu í mjög upptrektu en samhljóma sambandi við hana.[1] Byltíngur kynntist fljótlega ungum dreng, Friðriki Engilbert, sem hafði fengið sömu meðferð og hann. Friðrik hafði, eins og Byltíngur, misst tengingu sína við einhverskonar tilgang í lífi sínu en hafði reynt hvað hann gat að öðlast hann aftur. Einn daginn fannst hann í Heiðmörk eftir að hafa gengið þar sömu gönguleið hring eftir hring í nokkra daga án næringar. Athygli Byltíngs var samt ávallt, að einhverju leyti, bundin Veru, sama hvort það var í hópameðferð eða í listgjörninga- og tölvuleikjalantímunum. Þegar Vera rakti reynslur sínar virtist allt bakgrunnsáreiti veruleikans mást út, þokunni létti og þar sat hún og rödd hennar fyllti rýmið og lýsti reynslu hennar af átröskun, ofbeldissambandi og sjálfshatri. Byltíngur hlýddi af alúð á erindi hennar og fannst hann horfa á sannleikann sjálfan í mannsmynd, en svo hætti hún að tala og hversdagurinn tók aftur við. Byltíngur var feiminn og þorði ekki að kynna sig fyrir henni sem varð til þess að dag einn útskrifaðist Vera og hvarf

út um stofnanadyrnar, út úr öruggu heterótópíunni, út úr lífi hans án þess að hann hefði opinberað henni tilvist sína á formlegan hátt. Fyrir Veru var Byltíngur ekki til. Tíminn leið og félagarnir, Byltíngur og Friðrik, náðu loks að mynda grunntengsl við veruleikann á þeim forsendum að vera ekkert og þess vegna merkingarsköpuðir. Á meðferðarheimilinu bauðst þeim að ljúka almennu stúdentsprófi án náttúrufræði, tungumála eða félagsfræði sérhæfingar – það var hvort sem er úrelt kerfi samkvæmt stjórnvöldum sem vildu stytta menntunartíma ungs fólks svo þau gætu farið út í heiminn sem virtist allt í einu fullur af fólki og peningum[2] og líka út af þríeinkavæðingu menntakerfisins. Saman útskrifuðust þeir vinirnir af meðferðarheimilinu með stúdentsprófið í vasanum og var hleypt út í heim fólksins og peninganna án þess að þeir þekktu neitt fólk eða ættu eitthvað af peningum. Í sameiningu ákváðu þeir að finna húsnæði og sækja um háskólanám til þess að verða fyrirmynda fólk og þéna góða peninga. Við komuna í háskólann var þeim vísað í sérstaka nýskráningarbyggingu. Byggingin var tvískipt; annars vegar blasti við þeim biðröð til að skrá sig til náms og hins vegar þjónusturöð fyrir biðlista skólans. Þeir tóku sér stöðu aftast í nýskráningarröðinni og hófu bið sína. Biðin var löng. Hver umsókn tók langan tíma og um hundrað manns voru milli þeirra og afgreiðslunar. Klukku -tímarnir skriðu hjá og á slaginu sex hringdi bjalla og afgreiðslan lokaði. Byggingin var þó opin allan sólarhringinn og þar sem vinirnir voru húsnæðislausir brugðu þeir á það ráð að eyða nóttinni í háskólabyggingunni. Nóttin leið hjá hálfsvefnlaus og klukkan átta um morguninn opnaði afgreiðslan aftur og röðin mjakaðist á ný. Upp úr hádegi kom loks að

5


því. Röðin kom að þeim. Byltíngi var bent á að koma aftur fyrir afgreiðsluborðið á fund með námsráðgjafa. Ráðgjafinn fór yfir einu námsleiðina sem skólinn bauð upp á og gekk hún undir nafninu lagaviðskiptamarkaðssálfræði með mannauðstjórnun sem aukagrein en var í raun, að hans sögn, aðeins greinagóð kennsla á excel og power point með smá staðreyndarkornum úr þessum hálfgleymdu fögum. Þetta var nám sem hver nemandi við skólann nam og hjálpaði það við að straumlínulaga samfélagið sem rýmaði við slagorð skólans „Straumlínur: fyrst var það bíllinn, núna er það hugsunin.“ Þess ber að geta að þýskur bílaframleiðandi hafði keypt skólann laust eftir hina blessuðu þríeinkavæðingu hans. Þannig var mál með vexti að hinn frjálslyndi hægriflokkur sem öllu réði hafði verið fjárstuddur af hagsmunaaðilum fjarkennslugeirans sem leiddi ríkistjórnina óvart í þrefalda menntaeinkavæðingu sem losaði ríkið við allar þær stofnanir sem, með einhverju móti, menntuðu fólk. Þannig steig öll menntun á markað og var keypt af alls kyns fyrirtækjum jafnt innlendum sem erlendum. Við háskólann voru svo ráðnir sérfræðingar sem reiknuðu út að það eina sem fólk þyrfti í raun að læra fyrir vinnumarkaðinn var kunnátta á tvö forrit, allt hitt var að mestu ónauðsynlegt og ætti því frekar heima í frístundum fólks. Þrátt fyrir óspennandi námsleiðina samþykkti Byltíngur að gerast nemandi skólans og lét setja sig á biðlista ásamt því að skrifa undir skilmála sem leyfðu þýska bílaframleiðandanum að fylgjast með einkalífi hans öllum stundum í gegnum tölvuflögu sem heftuð var inn í úlnlið hans og myndi víbra um leið og pláss losnaði við skólann. Skilmálinn bannaði Byltíngi einnig að keyra öðrum bílategundum en þessari þýsku, ekki einu sinni prófa aðra bíla. Ef Byltingur gerðist sekur um slíkt brot myndi hann detta af biðlista og tölvuflagan senda vírus í þann bíl sem Byltíngur keyrði þá stundina. Eftir að hafa afhent bílafyrirtækinu einkalíf sitt til að leigja pláss á biðlista fyrir 25 þúsund krónur á mánuði ák-

6

vað Byltíngur að nú væri kominn tími á að finna sér húsnæði. Líkt og háskólinn höfðu húsnæðismál í Reykjavík einnig fundið fyrir markaðnum á róttækan hátt. Ferðamálafyrirtæki höfðu keypt upp öll rými borgarinnar og núna hafði þar enginn fasta búsetu lengur. Í stað þess skráði fólk sig á svokallaða ss-lista (síðustu-stundar lista) sem heftaði annarri tölvuflögu í úlnlið þeirra sem gerði ungversku vopnaframleiðslufyrirtæki kleift að fylgjast með einkalífi fólks. Sérstakur örvæntingarvíbringur yrði sendur í flöguna um leið og fyrirtækinu yrði ljóst að það myndi ekki vera með öll herbergi fullbókuð fyrir nóttina. Þetta gerði það að verkum að flestir áttu fátt, helst svo lítið að það rúmaðist í einni ferðatösku og flestir lifðu öllum stundum á síðustu stundu og kviðu því að fá ekki húsnæði fyrir nóttina. Eini möguleikinn á að fá leigu á húsnæði í meira en eina nótt var að fara á leigumarkaðinn á Selfossi eða Borgarnesi en það voru þeir bæir nálægastir Reykjavík sem buðu uppá gamla húsnæðisleigukerfið. Byltíngur og Friðrik fengu nýja flögu undir skinn og biðu eftir víbringi næturinnar en biðina var hægt að stytta með því að dást að vopnaframleiðslunni á samfélagsmiðlum og hjálpa gervifréttamiðlum að verja notkun vopnanna í þjóðarhreinsunum sem fram fóru um þessar mundir í miðausturlöndum. Vinirnir skráðu persónuleika sína á alnetið, veitandi öllum vinsælustu miðlunum leyfi til að fylgjast með einkalífi sínu öllum stundum og byrjuðu að dásama ungversk vopn og þjóðarhreinsanir. Og viti menn! Innan fárra klukkustunda víbraði úlnliðurinn og þeir fengu að deila litlu herbergi á Flókagötu þessa nóttina. Allt var í besta lagi þótt þeir ættu ekki pening fyrir því, þetta fór allt á krít sem yrði borguð seinna. Ef skuld yrði ekki innt af hendi innan 6 mánaða myndu þeir þurfa að gangast undir einkadómstóla vopnaframleiðslufyrirtækisins og í versta falli gegna nokkrum mánuðum í vinnubúðum þess setjandi saman vopn fyrir þjóðarhreinsanir. Til að lenda ekki í skuldakettinum ákváðu þeir afla sér tekna á vinnumarkaði. Byltíngur hóf


sína á biðlista við háskólann ásamt því að senda einstaka víbríngsskilaboð til þeirra sem skólinn hafði pláss fyrir. Fljótlega komst starfið í hversdagslega rútínu og Byltíngur gat borgað hluta þeirra skulda sem hann var búinn að kalla yfir sig. Það var einn daginn er Byltíngur vann sig í gegnum úthringilista verðandi lagaviðskiptamarkaðssálfræðinga með mannauðstjórnun sem aukafag að hann sá nafn Veru bregða fyrir. Nú gat hann ekki falið sig á bak við eigin feimni og þurfti að verða til fyrir henni þótt það væri aðeins í líki skuldinnheimtumanns háskólans. Það símatal varð heldur skrautlegt og klunnalegt. Við skulum því hægja yfirferðina freista þess að framfæra símtalið skýrt og greinilega í næsta kafla.

[1] Hér er gælt við hugmyndir sem koma fram í fyrsta kafla ritsins Anti-Ödipus eftir Gilles Deleuze og Félix Guattari. [2] Sjá innslag Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur á Krakkarúv í aðdraganda alþingiskosninga 2016.

vinnuleit strax daginn eftir flókagötunóttina. Vinna var ekki sjálfgefið fyrirbæri eins og í góðærum fyrri tíma. Vinna var nú orðin miklu meiri upplifun en áður var talið og hugtakið var búið að ganga í gegnum heldur ítarlega endursvæðingu í höfuðborginni. Nóg var framboðið af starfsnámi. Sama á hvaða dyr Byltíngur knúði aldrei bauðst honum vinna heldur aðeins starfsnám. Pósturinn bauð upp á kortlagða göngutúra sem veittu starfsnemum einstakt þekkingafræðilegt sjónarhorn á borgina eitthvað sem hinn upptekni nútímamaður myndi aldrei hafa tíma fyrir. Starfsnámið rukkaði áskrift upp á 5 þúsund krónur á mánuði. Einnig bauðst Byltíngi að nema veitingaframfærslu í umhverfi þar sem mikið af mikilvægu fólki í samfélaginu settist að snæðingi og því einstakt tækifæri til að hressa upp á eigin tengslanet fyrir aðeins 2500 krónur á mánuði. Kaffihús borgarinnar var einnig með sérstök tveggja til þriggja mánaða vinnunámskeið sem kynnti fólk fyrir list kaffigerðarinnar og þeim aðferðum sem okkur hefur hlotnast í sögulegan arf frá Eþíópíu, slík námskeið kostuðu rétt um 20 þúsund og í janúar og febrúar buðust 2 fyrir 1 tilboð á þeim. Minnsta mál var að skuldsetja sig fyrir slíkum námskeiðum með því að planta tölvuflögu í úlnlið með öllu tilheyrandi. En nú sagði Byltíngur stopp! Borgandi vinnu skyldi hann finna til að lenda alls ekki í skuldavinnubúðum eftir 6 mánuði. Eftir umfangsmikla leit staulaðist hann aftur á Flókagötuna til að sækja föggur sínar og byrja að dást að ungverskum vopnum og þjóðarhreinsunum. Hann fékk herbergi til að deila með Friðriki og svona liðu næstu dagar. Eftir að hafa kempt hið mikla fyrirtækjanet höfuðborgarsvæðisins rakst hann loks á auglýsingu á samfélagsmiðli um launaða stöðu við háskólann. Hann dreif sig hið snarasta upp í skóla til að sækja um og viti menn hann var eini umsækjandinn, því launavinna var víst ekki mikils metin og aðallega séð sem kommúnískir tilburðir af samfélaginu. Byltíngur fékk vinnu við að hringja og rukka fólk fyrir stöðu

7


„Beyond Armchair Analysis“ Viðtal við Alison Jaggar Þann 30. mars síðastliðinn var málþingið „Feminist Utopias: Transforming the Present of Philosophy“ haldið í troðfullum hátíðarsal Aðalbyggingarinnar. Femínískir heimspekingar hvaðan æva að sóttu málþingið og eftir glæsilega fyrirlestra á fimmtudeginum var haldið í rútu í Skálholt þar sem umbreytingar heimspekinnar héldu áfram í formi ýmissa málstofa. Femínísk heimspeki hefur hlotið byr undir báða vængi síðustu áratugi og margar af frumlegustu og gagnrýnustu hugmyndum samtímans eiga rætur sínar, stofn og laufkrónur að rekja til femínískrar hugsunar. Þekkingarfræði, siðfræði og stjórnspeki eru allt dæmi um svið heimspekinnar sem hafa tvíeflst við mótandi snertingu femínískrar heimspeki, opnast hefur á nýjar gáttir hugsunar, skilnings og aðferðafræði til að stunda heimspeki, til að sækja spekina heim. Ein af aðalfyrirlesurum málþingsins var bresk-bandaríski heimspekingurinn Alison Jaggar, frumkvöðull í femínískri heimspeki og núverandi prófessor í heimspeki- og kynjafræðideild Háskólans í Colorado og Brimingham. Jaggar hefur stundað rannsóknir á kyni og hnattvæðingu og nýtir við það hagnýt, aðferðafræðileg og þekkingarfræðileg sjónarmið. Í rannsóknum sínum hefur hún leitast við að greina hvernig alþjóðastofnanir og stefnumál eiga það til að skapa kynjaða hringrás berskjöldunar og arðráns með afskiptum af svæðisbundnum starfsháttum og hefðum. Eftir sólríkan laugardag í Skálholti náði ég tali af Alison. Yfirveguð, ástríðufull og glettin sagði hún mér frá skólaárum sínum í London, von sinni um að breyta heimspekinni og nýlegum þverfaglegum rannsóknum varðandi fátækt og kyn. E: Maybe you could start by telling a bit about the main themes in your work on feminist ethics and epistemology and whether you consider feminist ethics to be your main field?

8

A: Well, I would say that since I was a graduate student and a second wave of women’s liberation began I’ve been very concerned to introduce gender questions into philosophy and to get them recognized as integral and indispensable. Since about 2000 I’ve been particularly concerned to introduce gender into “global justice theory”, which has been largely gender blind. Even before I had the word ‘feminist’ in my vocabulary, I had a concern about what philosophy can be and do. When I was a teenager I was pretty rebellious and antagonistic against the Church of England which I grew up in. I would be disagreeing and raising questions, getting into trouble, getting sent out of class and so on. I think I got into philosophy by challenging in my mind the doctrines of the Church of England. I think many people come into philosophy through religion, for me through anti-religion. One of the questions that really interested me, which was first raised for me in a religious context, was free will. We would read John Milton’s Paradise Lost and the issue that God knew that Adam and Eve were going to sin but they still had free will. I just couldn’t understand in my mind that if God foreknew that this was going to happen how could they be free not to do it. That was one time I was sent out of class. So when I went to the University of London I was going to solve the problem of free will and determinism, you know, quickly. (Obviously some adolescent arrogance there!) But when I got to the University, I was very disappointed. The 1960’s was the heyday of linguistic analysis, conceptual analysis and J.L. Austin; the analysis of the ordinary use of language. With respect to free will, one very well known philosopher Anthony Flew said that free will had a use in ordinary language and he gave the example of a wedding where supposedly the bride and the groom walk down the aisle and freely say “I do”. He thus concluded that since we have this free will in ordinary language of course there is free will, what was


the metaphysical problem? It was so annoying and disappointing to me, I knew there were many reasons people walked down the aisle and they weren’t all so free. In reaction then I went to the London School of Economics and started studying economics because that seemed more useful, more real world. I did quite a lot of that, but I still got my degree from London in philosophy. Then I went to the University of Edinburgh to do a masters degree and my masters was thesis critiquing the methodology of what was then called ordinary language philosophy. So in a way I feel like for decades I’ve wanted philosophy to be better than it is, I’ve wanted it to change, I’ve wanted it not to be so shallow as it was in the 60’s, to deal with the deep questions. Then I’ve wanted it to deal with gender, then I’ve wanted it to deal with colonization and all the other things, and so sometimes I am even embarrassed because so much of my energy goes less into changing the world out there (though of course I will go to demonstrations) and so much more into trying to change philosophy, to change the discipline, to change the questions asked and the way that they are answered. You asked if I did feminist ethics, yes I did do that for some years in the 1990’s when radical political philosophy was in decline following the collapse of the Soviet Union. However, I only have limited interest in personal ethics, you know how should I do my self presentation, who can I sleep with, what can I do, what should I eat. In my textbook, Living with Contradictions (1994), I include readings on a variety of aspects of topics that feminists would debate, like militarism perhaps, the environment, a lot of things. However, the message of this book was that feminism is not a commitment to any particular code of personal conduct. Instead, the book presented feminism as a broad movement for gender justice, within which people can disagree on personal ethics. I really think feminism is about changing the social structures within which we make our personal choices. And so I

always try and direct feminism towards the structural issues. So when someone says do I do feminist ethics, yeah sometimes but my main interest is not in codes of personal conduct. E: So the end we might say that you are trying to employ philosophy more efficiently into the real world, and I think that’s a big issue for philosophy students who often feel quite isolated because it seems hard to find a path into the social structures and political life through philosophy. Can you name any examples or ideas about how philosophers could conduct themselves and maybe break out of this isolation? A: I think many of the most valuable contributions made by philosophers are done in the context of multi-disciplinary work with other disciplines. Here is one example. From about 2010-2014 I worked on a project measuring poverty. The United Nations has a lot of reports and statements for measuring the status of women in different countries. Iceland always comes out high on these metrics! It is frequently said, or anyways it used to be said 10 years ago, that 70% of the world’s poorest people were women, 70% of the people who live on 1$ a day, that women are 70% of those who can’t read and write and so on So political philosopher Thomas Pogge and I began a research project to develop a yardstick or a standard for measuring poverty. We thought that income metric used by the World Bank, also accepted by the United Nations, the dollar-a-day standard, measured by income and consumption, might be gender biased in various ways. So we formed a research team, funded by the Australian Research Council, to ask poor people themselves what were the defining features of poverty. We had teams of investigators and investigated in six poor countries; three in the Pacific and three in South-Sahara Africa, asking three types of communities of poor people in each country what they felt was a defining feature of poverty for them. The types of communities were: an ur-

9


ban community in each country, a rural community and then what we call a marginalized community; which might be a squatter encampment, a group of queer or trans people, a religious or a caste minority. And many people responded that poverty for them was not necessarily defined by lack of money. They thought poverty was also defined by other things such as; vulnerability to sexual assault for women, vulnerability to physical assault for poor men (who might get paid and have their money stolen,) issues about self-presentation and shame of it being so visible that they were poor. One interesting factor they noted was a lack of official documentation. They would be born, their birth wasn’t registered, without their birth being registered they couldn’t get citizenship and entitlements, none of the free stuff the government would hand out such as education, passport, marriage license etc. Without documentation it is very difficult to do anything and this was one of the things that they brought forward. I am proud of the fact that philosophers were able to initiate a multidisciplinary research project which went beyond armchair analysis. We did not just sit and think: “what is poverty, well it is a lack of meeting basics needs, but what are basic needs, well it is this and that,” and so on. Philosophers can sit in their armchair and do their definitions of poverty, and they do that, there is a whole cottage industry in philosophy of defining well being. I think the armchair approach is often unproductive. We had a sociologist, an economist, an anthropologist, different kinds of social scientists to help with our methodology and to help analyze our data. But the most revolutionary thing was that poor people were actually involved in developing our proposed metric.. These people were not just mere informants for us, not just sources of data that we will analyze. We took our data back to them and they would participate in analyzing it. This is one example of how I think philosophy could change for the better. Someone might ask why

10

I don’t just leave p h i l o s o p hy i f I a m s o d i s s at i s f i e d w i t h i t . And certainly I could have moved to Gender and Women’s Studies, because I hold a joint appointment in that discipline at the University of Colorado at Boulder and indeed I was one of the founders of that discipline in the 1970’s.. But I don’t want to move. I just have this commitment to philosophy and to changing the way it is done.


SÖNN MATARÁST það er aldrei of seint að byrja ævilangt ástarsamband við heilnæma fæðu eins og baunir, grænmeti, heilt korn og ávexti. Þar færð þú góð prótein, fitusýrur, flókin kolvetni, snefilefni, andoxunarefni, vítamín og trefjar en það eru einmitt efnin sem hjálpa líkama þínum til þess að vera uppá sitt besta. Við bætum svo hæfilegum skammti af gleði út í grænmetisréttina okkar og þú ert komin með fullkomna máltíð!

11 modirnattura.is


Rjómalagaðar fiskuppskriftir Úlfs. Eins og kunnugt ætti að vera hér í borg, borða birnir fisk. Og eins og einnig er kunnugt innan landhelginnar, er ég undan Birni kominn. Ekki er því erfitt að gera sér það í hugarlund að ég, Úlfur Björnsson, borði fisk. Þegar að ég var ungur maður hlaut ég lof frá móður minni um það hve ágætur fiskréttur nokkur, sem ég hafði þá matreitt, væri. Þetta gaf sjálfstrausti mínu mikla orku, og skrifaði ég því niður nokkrar af mínum lofuðu uppskriftum. Hún móðir mín er afbragðs kokkur og hafa hennar frægu uppskriftir farið víða og fengið hrós úr mörgum áttum, þar á meðal frá hinum almáttuga og alræmda Jóa Fel. Lof móður minnar varð til þess að ég hóf ferð mína í leit að fullkomnun á öllum sviðum matgæðinga sem hugur minn girndist. Hvern hefði grunað að svo lítil gjörð, sem og hrósið var, mundi hafa svo djúpstæð áhrif á heiminn allan í leit hans að Hegelskri fullkomnun, sem raun ber vitni. Vegna mikils fjölda áskorana frá bæði almúgafólki og æðra settum, birti ég hér þrjár uppskriftir úr safni mínu, valdar af handahófi.

Bengal-Tígurinn: Sex bitar hvítur fiskur 500ml matreiðslurjómi Þrjár stútfullar matskeiðar af mango chutney Tvær fullar teskeiðar af tælensku rauðu karríi Ein teskeið af sambal olek (eða svipuðu chilli mauki) Þrír bitar suðusúkkulaði fínsaxað Hálf lítil kanilstöng Dass af balsamik ediki Slatti af hvítum pipar Tvö döss af salti Slatti af söxuðum sólþurrkuðum tómötum Ein rauð paprika, fínskorin Slatti af fersku kóríander í lokin (Leiðbeiningar um matreiðslu koma í lok greinar)

12


Alpa-Björninn Sex bitar hvítur fiskur Slatti af villisveppum (eða sveppum) Dass af fiskiolíu Slatti af svörtum pipar Slatti af púrrulauk Kúfull teskeið Dijon sinnep 425ml matreiðslurjómi Tvær kúfullar matskeiðar af papriku osti Þrjú döss af salti Slatti af kepers Hálf dolla pipargrillsósa Eitthvað af jalapeno Ferskur graslaukur í lokin (Leiðbeiningar um matreiðslu koma í lok greinar) Gondóla-Geitin Sex bitar hvítur fiskur Tvær dollur 5% sýrður rjómi Ein lítil dolla rautt pestó Sex döss af tabasco sósu Einnoghálfur rauður chilli Miðlungs mikið af púrrulauk Ein stútfull lúka af klettasalati ⅓ dolla paprikusmurostur Börkur af heilu lime Safi úr hálfu lime Stórt dass af salti Dass af ferskri basilikku eftirá (Leiðbeiningar um matreiðslu koma í lok greinar) Leiðbeiningar um matreiðslu. Byrjað er á því að blanda öllum hráefnunum, að undanskyldum fisknum og fersku kryddunum, saman í stóra skál. Hrært skal vel í. Fiskurinn er síðan léttsteiktur upp úr smjöri. Ef að fiskisoð/vatn myndast á pönnunni, skal hella því í ræsið. Þegar að ytra byrði fisksins hefur verið steikt, skal hella skálarblöndunni yfir fiskinn á pönnunni. Síðan er það þitt að dæma, hvenær fiskurinn er orðinn eldaður. Þegar maturinn er reiddur fram, dreifir þú fersku kryddjurtunum yfir. Ég mæli með því að hrísgrjón séu borin fram sem meðlæti. Góðar stundir.

13


Hefur þú prófað að missa af strætó? Ísak Andri Ólafsson Upplifunin af því að gera eitthvað órökrétt af-því-bara er ótrúlega mögnuð. Fyrir nokkrum dögum var ég að rölta heim til mín úr skólanum og ákvað, af engri sérstakri ástæðu, að stoppa. Ég var ekki að fara að gera neitt sérstakt þennan dag og það eina sem beið mín heima var kötturinn minn og sjónvarpsgláp, þannig að ég hafði í raun enga ástæðu til að flýta mér. Ég hafði þó heldur enga ástæðu til að stoppa. Almennt finnst okkur við sitja við stjórnvölinn þegar kemur að okkur sjálfum. Ég var að rölta heim til mín af því mig langaði til þess, ég ákvað það. Ég ákvað einnig að stoppa en þá var sem eitthvað togaði mig áfram, einhver innri pirringur. Ég var nefnilega þrátt fyrir allt að flýta mér heim til að gera „ekkert sérstakt“. Þessi pirringur kom mér á óvart, hvers vegna varð ég önugur þegar ég var einfaldlega að gera það sem mig langaði til að gera á þeim tímapunkti. Kannski langaði mig ekki raunverulega til að stoppa, en hvers vegna gerði ég það þá? Hvað kom til? Eftir þessa upplifun hef ég gert í því að ganga lengri leið en ég þarf. Það er nefnilega eitthvað frelsandi við að ganga fram hjá áfangastað sínum þegar maður hefur það eitt í huga að komast nákvæmlega þangað. Á sama tíma og þessi órökrétta uppreisn staðfestir ákvörðunarvald mitt yfir eigin lífi, þá afhjúpar hún ómeðvituðu sjálfstýringuna sem virðist ávallt vera til staðar. Þessi sjálfstýring verður sérstaklega áberandi þegar maður gengur hægar en mann „langar“. Fyrst um sinn gengur það ágætlega, en eftir nokkrar sekúndur byrjar maður að hugsa: „Fer þetta ekki að verða komið gott? Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu? Ég er búinn að sanna fyrir sjálfum mér að ég get gengið hægar en mig „langar“ og því langar mig að snúa aftur í sjálfstýringuna.“ Sjálfstýringin gerir manni nefnilega kleift að vera í stöðugu flýtiástandi, allar manns gjörðir eru bara formálar frekari gjarða. Helst viljum við vera svo upptekin við að flýta okkur að hugsunin verður óþörf með öllu. En aftur að hægaganginum, það sem gerist næst er nefnilega stórfurðulegt; maður fer ósjálfrátt að ganga hraðar. Um leið og athyglin hættir að beinast fyllilega að göngulaginu er eins og sjálfstýringin taki við, og hún er stillt á nákvæmlega 5 km/klst. Önnur leið til að upplifa þetta tog er að ganga framhjá húsinu sínu í stað þess að fara heim eins og maður ætlaði sér. Þetta hljómar kannski undarlega, af hverju ætti heilvita maður að ganga fram hjá húsinu sínu þegar ætlun hans er einmitt að komast heim til sín? Þetta er ákveðin hugleiðsla, að taka eftir hverju skrefi, meðvitaður um að ég þarf að taka þetta sama skref til baka þegar ég á endanun sný við. Þegar ég ákveð að ganga fram hjá húsinu mínu er ég að taka sjálfan mig út úr hinum röklega heimi. Þessi órökrétta gjörð stingur í stúf við okkar náttúrlegu tilhneigingu og verður til þess að hugurinn neyðist til að veita henni athygli. Þetta er tæki til að ná ákveðinni stjórn yfir manns eigin raunveruleika; ég bý til þessi skref og ég skapa mér skref í framtíðinni þar sem ég geng til baka. Ég veld tilgangsleysi mínu og ræð þar með yfir því. Næst á dagskrá hjá mér er að prófa að missa af strætó. Sitja í köldu strætóskýli, kannski er rigning, líklega rok, og bíða eftir ásnum. Finna svo tilhlökkunina þegar hann birtist fyrir hornið og fylgjast með honum nálgast þangað til hann stöðvast beint fyrir framan mig. Virða hann fyrir mér, hvernig fólk birtist og hverfur til skiptis, og sjá hann loksins loka dyrunum og keyra af stað. Ég get ímyndað mér að upplifunin sem hlýst af þessum gjörningi sé torræð. Hvernig á manni eftir að líða? Þú tekur þessa ákvörðun

14


og hlýtur að langa til að gera það sem þú gerir, en samt langar þig alls ekkert að missa af strætó og sitja í 10 mínútur í viðbót í köldu skýlinu. En hvað langar mig þá til að gera? Löngun er vilji til að eignast eitthvað eða að von um að eitthvað gerist. Hvernig getur mig langað til að missa af strætó? Ekki er það mér í hag, og þó hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að ég kýs að missa af honum. Að langa til að gera það sem mann langar ekki til að gera er frelsandi. Það frelsar mann frá löngununum, frá sjálfstýringunni, og frá tilgangsleysinu. Það er nefnilega erfitt að sjá tilganginn fyrir því að ganga heim til sín þegar það er ekkert sem bíður manns, til dæmis þegar öll verkefni dagsins hafa verið kláruð. Það er ekki fyrr en maður stígur fram og gerir eitthvað órökrétt, snýr sér við og byrjar að ganga í hina áttina, sem tilgangsleysið öðlast tilgang. Þetta er eins og keyra á þjóðveginum, á 90 kílómetra hraða á klukkustund með sjálfstýringuna á – og taka hana svo af, af nákvæmlega engri ástæðu, og halda áfram að keyra á 90 kílómetra hraða. Þá fyrst verð ég meðvitaður um að ég sé að keyra bílinn. Upplifunin sem brýst fram þegar þú staðnæmist á gangstéttinni, horfir á áfangastaðinn í fjarska, og reynir eftir fremsta megni að hugsa ekki um hvenær þú ætlir að leggja aftur af stað, er raunvera. Það er ekki fyrr en þú stoppar sem raunveruleiki þinn verður þér ljós, þá nærð þú að staldra við í verunni í stað þess að vera alltaf með annan fótinn í því sem veran beinist að hverju sinni. Það er því þessi tvíræðni löngunarinnar sem dregur veru okkar í ljós; að langa til að gera það sem okkur langar ekki til að gera. Ef þú, ágæti lesandi, gafst ekki upp á rökleysunni sem þessi texti bauð upp á, skora ég á þig að gera eitthvað óskiljanlegt. Beindu svo athyglinni að þeirri upplifun, og þeirri hugsun, sem birtist í ljósi hins órökrétta.

15


Um verkefni hugleiðslu Ari Frank Inguson Verkefni heimspekinnar snýst að miklu leyti um hugtök, að koma hinum sundraða veruleika fyrir innan hugtakakerfa til þess að skilja og sjá betur hvers er ætlað af okkur. Heimspekin virðist standa hallandi fæti í samfélaginu samhliða stöðugt vaxandi trú á raunvísindi. Menntun virðist fremur snúast um hæfni á afmörkuðu, tæknilegu sviði sem stuðla á að þátttöku manna í sigurför sinni á ‘eðlinu’ en menntun í formi samtals sem á að þroska einstaklinga og gera þá að betri þátttakendum í samfélaginu virðist ljúka strax á leikskóla. Þó heimspeki virðist oft á tíðum háfleyg og torskilin á hún að mínu mati erindi við hverja manneskju þar við skiljum öll heiminn á ákveðinn hátt. Samspil menningar, sögulegs og persónulegs tíma skilyrðir okkur öll. Við fæðumst, upplifum og deyjum og meðan á þessum upplifunum stendur reynum við að gera okkur grein fyrir þeim, koma þeim með hjálp hugtaka fyrir innan merkingarkerfis í litla kassa sem hughreysta okkur og hjálpa okkur við að hámarka ánægju og takast á við áföll. Samt sem áður er sundrung í heiminum. Misgeðslegir þjóðarleitogar eru kosnir, það eru brestir í alþjóðastofnunum og að okkur steðjar náttúruvá sem stór hluti mannkyns vill ekki horfast í augu við. Hefur verkefni heimspekinnar mistekist, hefur hún orðið að leik í fílabeinsturni þekkingar? Er vandi á ferð eða eru okkar tímar liður í díalektík sögunnar; verður bölið að lökum til góðs? Mannkynið hefur verk að vinna. Við þurfum að uppræta þá mannhverfu einstaklingshyggju sem einkennt hefur seinstu hundruðir ára. Við þurfum að komast til skilnings um að hvert eitt og einasta okkar er hluti af þeirri heild sem Jörðin er. Óskandi væri að það kæmu hér geimverur sem kynntu okkur fyrir ógrynni af plánetum gæddum vitibornu lífi, að við yrðum Jarðarbúar, smættaðir af öðrum í hluta af stærra kerfi, það myndi eflaust breyta heimsmynd margra.

16

Önnur leið, öllu fýsilegri, er að að leggja stund á heimspeki, skoða þau hugtakakerfi sem hún býður upp á og iðka hugleiðslu. Af hverju hugleiðslu? Hugleiðslan sem ég við hér á rætur sínar að rekja til hefðar sem tekur sér róttæka heimspekilega afstöðu. Búddismi er heimspeki og trúarkenning sem varð til á Indlandi á 6. öld f.kr. með uppljómun Siddharta Gautama (563-483 f.kr.) Eftir uppljómun sína varð hann þekktur sem Búdda, ,,hinn upplýsti“, sem sagður er hafa uppgötvað sannleikann um þjáningu (dukkha), orsakir hennar og leið til þess að uppræta hana. Í kenningum hans má fá skarpari sýn á hugleiðslu með hugmyndinni um Skhandas (e. aggregates) sem lýsir þeim sálrænu og líkamlegu ferlum sem manneskjan sem heild samanstendur af. Manneskjan er þannig hólfuð niður í fimm hluta (eða kassa) sem nota má til leiðbeiningar í þeirri viðleitni að uppræta þjáningu (dukkha). Hlutarnir eru: hugur, tilfinningar, líkami, skynfæri og vitund. Með hugleiðslu gefst svo tækifæri til þess að gera sér grein fyrir því úr hvaða hluta áreiti eða upplýsingar eru að berast. Iðkandinn tekur eftir því, færir það í viðeigandi flokk og heldur aftur til öndunarinnar sem verður til þess að vitundarstarfsemi iðkandans verður honum ljós. Þannig verður hugleiðslan að tæki sem vinnur gegn þeirri tilhneigingu að upplifa sig sem einstakling aðskilinn vilja og gangi heimsins sem umlykur hann. Segja mætti að markmiðið sé að iðkandinn upplifi sig í þriðju persónu. Að hann komist handan heimsmyndar sinnar, hugsana og tilfinninga og sjái sig utan frá sem hluta af stærri heild. Öðlist beina reynslu af þeim gagnkvæmu tengslum sem hann á við heiminn. Sú afstaða sem hér birtist er því nokkurskonar tilraun til að þræða meðalveg á milli eðlishyggju og tómhyggju, að til sé annars vegar eitthvað sem kalla mætti manneðli og hins vegar að það sé ekkert sem geri þá manneskju að því sem hún er. Þetta er vissulega ólíkt þeirri heimspeki sem við erum vön á Vesturlöndum. Vitneskjan sem stefnt


er að í búddisma er praktísk en ekki fræðileg, hugtök geta í besta falli gengt hlutverki leiðarvísis, reynslan ein skiptir máli. Hugleiðslan er verkfæri til vellíðunar, hún er leið fyrir okkur til þess að komast hjá því að líta á heiminn eingöngu út frá okkar eigin hagsmunum, gefur okkur tækifæri til þess að hlusta betur á það sem er í gangi í kringum okkur og að sjá í gegnum þær blekkingar sem geta orðið á vegi okkar, eins og kreddutrú og orðgjálfur stjórnmálamanna. Hún er leið út úr fílabeinsturninum inn í hversdagsleikann þar sem sögunni fleytir fram.

Innantómar eilífðir Karl Ólafur Hallbjörnsson Akkilles og skjaldbakan taka á rás niður brautina og týnast í órafjarlægðum smæðarinnar. Maður sér þá fyrir sér svífandi gegnum loftið í miðjum skrefum, hverfandi í óendanlegar femtó-stærðir neikvæðs veldisvaxtar til þess að geta ferðast vegalengdirnar sem Zenó lýsir. Tíminn virðist lengjast þegar rúmið skreppur og hótar því að Akkilles fái aldrei að upplifa hlaupavímuna við endalok hlaupabrautarinnar. Endalaust vaxandi tímarammi, endalaust smækkandi vegalengd — eða er það öfugt? Við skulum vera óhrædd við að vera sammála Zenóni, óhrædd við að lenda í sömu klemmu og kapphlaupararnir kljást nú við. Gefum okkur á hans band og sammælumst honum um að hreyfing sé ómöguleg, að tíminn og rúmið séu í stöðugri mótsagnarspennu. Gefum okkur að það taki endalausan tíma að hreyfast svo lítið sem örstutta vegalengd, gefum okkur að aðstæður Akkillesar séu eilífðin fljótandi í augnablikinu. Hvað hugsar sonur Þetisar meðan hann kynnist óendanleikanum? Ef til vill hugsar hann um það sem hann hugsar um þegar hann hugsar um hlaup. Ef til vill bölvar hann skjaldbökukónanum fyrir að hafa ginnt sig upp í þessa ómögulegu keppni. Ef til vill er hann ófær um hugsun, rafboðin milli taugunga heilans stöðvuð,

þurfandi alltaf að fara helming vegalengda sinna til þess að komast á áfangastað. Ef til vill upplifir hann torgæta ataraxíu hellenistanna. Ef til vill er hann ekki að gera neitt annað en að bíða eftir því að klára kapphlaupið. Kannski hefur Zenóni dottið dæmisagan um kapphlaupið ómögulega í hug þegar hann beið eftir einhverju — eins og til dæmis þegar hann beið lausnar eftir að hafa verið klófestur og pyntur af Nearchusi, einræðisherra Eleu, eftir að upp komst um að hann ásamt öðrum hafði lagt á ráðin um að steypa harðstjóranum af stóli. Þar eð hann var að líkindum myrtur að lokum er sennilegra að honum hafi dottið þversögnin í hug á meðan hann beið eftir vini sínum í agórunni í það sem honum fannst vera heil eilífð. Þegar við bíðum hverfa áskoranir efnisheimsins okkur sjónum og það eina sem stendur í vegi fyrir okkur er tíminn sjálfur. Hann hindrar för okkar og sama hvernig við engjumst um og berjumst við löturhægan gang hans, verðum við alltaf undir hann gefin — þegar við fæðumst, þegar við lifum, þegar við öndumst. Hver einasta sekúnda er bið, hvert einasta lífsleið er bið — bið eftir biðinni sjálfri. Það er ekki þar með sagt að lífið sé glatað eða merkingarlaust. Biðin er nefnilega ekki alslæm. Maður þarf til að mynda ekki að bíða einn. Maður getur beðið með einhverjum öðrum, eins og Vladimir og Estragon eftir Godot, Loki og Sigyn eftir Ragnarökum eða Marx og Engels eftir byltingu öreiganna. Meðan maður bíður getur maður dundað sér við hitt og þetta; lestur, spjall, smíðar, ferðalög. Því boða ég nýtt hugarfar: njótum biðarinnar. Njótum umferðarteppa, biðstofa, niðurhalstíma, kapphlaupa við skjaldbökur. Staðreyndin er nefnilega sú að sama hve við bíðum lengi, þá bíður okkar alltaf meiri bið.

17


Tilveran Adam Lárus Sigurðarson Ég opna augun í fyrsta skipti. Ég er vakandi. Ég er til. Guð minn góður. Guð er góður. Guð er vera. Ég veit hvað Guð er eða á að vera. Ég veit hvað augu eru. Hvernig veit ég þetta allt. Hvernig get ég vitað. Hvernig get ég vitað eitthvað. Hvað er ég? Hvar er ég? Hvar er einhverstaðar. Ég sé loft fyrir ofan mig. Það er silfrað á litinn. Litur, en stórundarlegt er það að sjá. Ég reyni að hreyfa mig en finn að ég er fastur eða föst. Ég veit ekki hvaða kyn ég er. Eða hvað ég er. Eða hvað er í gangi og hví ég er til. Ég veit ósköp fátt en samt þónokkuð mikið miðað við að vera bara nýorðinn til. Eða hef ég kannski verið til lengi og er bara nýbúi að missa minnið. Kannski er ég eitt af þessu fólki sem verður fyrir algeru minnistapi. Ég lít niður á mig og sé að ég hef tvo fætur og tvær hendur, á hvorri hendi eru fimm fingur. Ég ligg á volgum, hörðum stálbekk. Hendur mínar eru festar stálfestingum. En hvað þetta er skrítið? Af hverju ætli ég sé föst hér. Ég lít í kringum mig og sé að herbergið er autt fyrir utan mig að sjálfsögðu. Það er smátt og samanstendur af þremur stálveggjum. Kannski fjórum. Ég sé ekki fyrir aftan mig og næ ekki að snúa hálsinum nóg til þess að sjá þangað. Það er kannski einn veggur þar í viðbót, kannski eitthvað annað. Eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Hlátur kemur úr munni mínum. Aldrei upplifað áður, en sú kaldhæðni, að sjálfsögðu er eitthvað þarna sem ég hef aldrei upplifað áður en líklega er þar bara annar stálveggur. Ég dreg þessa ályktun eingöngu út frá því að það eina sem ég hef séð eru þessir köldu stálveggir. Ályktanir, ég get dregið ályktanir. En dásamlegt, ég hlýt því að vera skynsemisvera en hvað er gott að komast að því. Skyndilega opnast festingar á höndunum og ég finn að ég er frjáls. Ég lyfti höndunum. Vá hvað það er skrítið. Ég man ekki eftir að hafa gert það áður. Ég er ánægð frelsinu. Þetta er í fimmta skipti sem ég beygi mig sem kvenkyns. Ætli ég sé þá ekki bara kvenkyns. Kannski voru þetta eftirstöðvar frá fyrra minni. Frá því áður en ég missti það. Eða því hefur verið stolið frá mér. Stolið frá mér. Ég finn reiði blossa innra með mér. Kannski hafði ég eitt sinn gott líf og minningar um það en því var svo stolið frá mér og ég síðan sett hingað. Þau gætu hafa eyðilagt margt. En hvers vegna? Hvers vegna varð ég færð hingað. Hvað vilja þau mér? Kannski, kannski vilja þau skaða mig. Óttinn greip mig. Ég hef aldrei áður upplifað slíkan ótta. Slíka tilfinningaangist. Ég ákveð að standa upp af bekknum og líta á þann hluta klefans sem ég hef ekki séð. Þar sé ég annan stálvegg en þar er líka hurð og handfang. Gæti ég sloppið héðan með því að fara í gegnum hurðina? Væri ég þá frjáls?Væri ég þá frjáls til þess að komast að því hver ég væri og lifa lífinu? Að njóta þess. Að fá að vera ég sjálf. Hvað sem það nú þýðir. Ég veit ekki hvað lífið hefur upp á að bjóða en ég veit að ég vil lifa því en ekki hér. Heldur utan þessara veggja. Þar sem ég veit að er... gras. Já gras og himinn blár himinn og... hvað er þetta sem minni mitt segir. Málverk. Málverk sem fólk hefur málað. Ég sé myndir birtast fyrir hugskotsjónum. Falleg málverk impressjónista, súrrealisma, módernisma og fleiri listastefna. Myndirnar hverfa fljótt og ég næ ekki að muna nákvæmlega hvernig þau litu út. En mig langar til þess. Mig langar að njóta fegurðar, alls þess sem er fallegt í heiminum. Ég ætla út. Ég geng að hurðinni. Hvað ætli sé þarna á bakvið. Skyndilega heyri ég eitthvað. Eitthvað sem heyrist handan við hurðina. Ég legg eyra mitt að hurðinni og hlusta gaumgæfilega en heyri ekkert. En skrítið. ,,En skrítið“

18


heyri ég hinum megin við hurðina. Hvað ætli sé í gangi? ,,Hvað ætli sé í gangi?” heyrist síðan. Illur grunur læðist að mér. Ég held áfram að hlusta og heyri að handan við hurðina heyri ég mína eigin rödd fara með mínar eigin hugsanir. Ég fyllist ótta. En þó jafnframt forvitni. Ég þarf að komast að því hvað er að gerast. Ég tek í hurðarhúninn en þá springur hann. Ég finn til sársauka í hendinni eða réttara sagt þar sem hendin var. Höndin er farinn og er nú bara stúfur eftir. Sársaukinn er gífurlegur. Meiri en ég hefði búist við að þola. Ég þoli þetta varla. Ég fer á hnén og horfi á stúfinn og öskra. Hurðinni er skyndilega hrundið upp og maður gengur inn. Hann er dökkhærður með brún gleraugu og hann er í hvítum vinnuslopp. ,,Mér tókst það“ segir hann og þá hættir sársaukinn í hendinni. ,,Hvað tókst þér?” spyr ég. ,,Að skapa vélmenni með tilfinningar og sjálfsvitund“ segir hann. ,,Er ég vélmenni“ hugsa ég og fyllist sorg. Ég sem hélt að ég hefði átt líf. Að ég hefði kannski getað endurheimt það, en nei. Allt mitt líf virðist bara hafa hafist nú fyrir stuttu og ekki hefur það verið gott. En gæti það nú batnað með þessu. ,,Hvað nú?” spyr ég. ,,Nú þjónar þú mér að eilífu“. Það hljómar ekki það vel. Ég sem hafði viljað frelsi. ,,Ó, þú vilt frelsi. Einhver galli í hönnuninni heyrist mér. Þá ert þú gölluð vara,“ segir hann og tekur upp byssu og skýtur mig í höfuðið.

19


Um klósettferðir og samskipti Elías Bjartur Einarsson Ég er vanalega frekar lausnamiðaður. Ef það er eitthvert verk sem ég stend frammi fyrir að endurtaka byrja ég iðulega á því að eyða tíma í að finna hagkvæmustu leiðina til að gera það. Oft eyði ég meiri tíma í þessa leit heldur en ég spara með henni þegar hún er fundin. En að minnsta kosti get ég þá deilt henni með öðrum sem kljást við sama verk, sparað þeim tíma og kannski lært eitthvað nýtt af þeim. Að sama skapi tek ég fagnandi á móti nýjum aðferðum við gömlum vandamálum sem koma frá öðru fólki. Maður upphugsar ekki allar lausnir einn heldur æxlast réttu hugmyndirnar venjulega í samræðum við fólk. Sérstaklega fólk sem er öðruvísi en það sem maður vanalega umgengst eða einstaklingar sem koma úr frábrugðinni menningu. Fyrir þeim blasir oft við annað sjónarhorn sem er manni sjálfum hulið. En samræður hafa sín mörk. Það eru vissir hlutir sem ekki er ætlast til að við tölum um og fyrir vikið eru lausnir á þeim sviðum færri, óaðgengilegri og erfiðari í dreifingu. Afbragðsdæmi um þetta er klósettbunan mín. Á mínu heimili höfum við fest auka apparat á klósettið sem hægt er að skrúfa frá og nota til að spúla á sér rassinn. Þetta er gert af þæginda-, hreinlætis- og sparnaðarástæðum. Við eyðum mun minna af klósettpappír, erum hreinni á rassinum og sleppum við það leiðinlega hversdagsverk að skeina okkur. Ég er svo frá mér numinn vegna snilldar þessa tækis að í hvert skipti sem ég neyðist til að nota klósett að heiman fyllist ég hálfgerðri undrun yfir að fólk hafi ekki áttað sig á þessari lausn og haldi sig enn við þá fáránlegu hefð sem klósettpappírsnotkun er. Mig klæjar í fingurna að deila þessu með fólki sem ég umgengst en þegar ég læt á það reyna lendi ég oft á vegg. Maður á ekki að tala um kúk og skeiningar, bunu og þurrkun. Fólk hlær bara vandræðalega og reynir að breyta um umræðuefni eins fljótt og þau geta. Þetta er furðulegt. Vandamálið gæti ekki

20

verið almennara – það kúka allir. Þetta er grunnferli líffræði okkar, líkt og að við þurfum að sofa eða næra okkur. Spáið t.d. í því hvað matarmenning er rík. Alls staðar í heiminum þarf fólk að borða og notar til þess aðferðir sem það deilir á netinu, í bókum, sjónvarpi og í (mjög mörgum) samræðum. Þessi vettvangur er barmafullur af lausnum. Það er aragrúi af tólum til sem að auðvelda sérhæfð eldamennskuverk – hvort sem þú ert að merja hvítlauk, skera mangó, klippa pítsur eða úða smjöri á ristaða brauðsneið. Hugmyndir dreifast og fyrirtækin framleiða. Þegar kemur að líkamlegum úrgangi er sagan önnur. Það er ekki siðlegt að brydda upp á kúki og pissi sem umræðuefni og fólk talar því ekki um það, engar nýjar lausnir dreifast og allir láta sér nægja að vita einungis hvernig þau sjálf sinna þessum þörfum án þess að spá nokkuð í aðra. Ég geri mér grein fyrir að ekki eru nærri því jafnríkulegir möguleikar í boði á sviði úrgangs eins og er á sviði næringar en meining mín er að hugmyndaflæðið á hinu seinna sé lamað vegna tabús. Það koma engar lausnir fram á sjónarsviðið því þú átt ekki að tala um kúkun[1] og allir halda bara áfram að skeina sér. Þessi pirringur sem ég upplifi er þó skammlífur. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir þetta ekki höfuðmáli. Skeinipappír og klósettbunur eru aukaatriði í lífinu, lausnir á nauðsynlegum athöfnum en ekki þýðingamikill þáttur. Það sem aftur á móti skiptir máli er samt álíka óaðgengilegt og órætt eins og klósettbunan mín. Þegar kemur að veigamiklum hugmyndum – Ástinni, Dauðanum, Hamingjunni – þá finnst mér stundum eins og ég sé að tala um kúk og piss. Fólk brosir hjákátlega, segir eitthvað sem lætur líta út fyrir að málið sé útrætt og drepur umræðuna. Það er rétt aðeins á tímamótastundum lífsins – við giftingar, andlát eða fæðingar – þar sem tabúinu er lyft. Þá leyfir fólk sér að hugsa og tala stórt, leyfir tilfinningum og hugsjónum að hafa áhrif á þankagang sinn –


Fyrir þessar sakir hefur Soffíubúð verið mér dýrmæt. Nú þegar ég á ekki lengur mitt annað heimili á þessum griðastað hef ég byrjað að finna til söknuðar. Það er ekkert sjálfsagt að vera hluti af svona menningu sem gagngert hundsar tabú og leitar á nýjar slóðir. Og að það sé ekki sjálfsagt finnst mér ömurlegt. Þegar ég lendi í samræðum þar sem umræðan flýtur sífellt upp á yfirborðið, þar sem ekki er gerð tilraun til að skilja sjónarmið heldur þeim att saman í keppni og þar sem hið viðtekna skipar æðsta dómstólinn þá hellist yfir mig sama tilfinning og þegar ég neyðist til að nota klósettpappír. Hættir Soffíubúðar eru bunan sem mig langar helst að deila með heiminum en fólk umgengst því miður samskiptavenjur sínar eins og hreinlætis-venjur og heldur áfram að skeina sér og líta fram hjá betri lausnum. Það bíður og væntir þess að lífsins úrlausnarefni leysist og lífsfylling berist þeim meðan það heldur áfram sínum vanagangi. En það veit ekki að það hefði gott af meiri Soffíubúð.

Við þurfum að gera heiminn að meiri Soffíubúð.

[1] Að ég þurfi að búa þetta nafnorð til er merki um hversu lítið þetta er rætt.

lætur eftir sér að fella tár yfir athöfn eða skrifa hjartnæm orð í ræðu. Þessi umræðuefni eru þó öll sambærilega almenn og næring og úrgangur. Allir deyja. Þú og fjölskyldan þín, allir vinir þínir og skólafélagar. Öll börn sem þú þekkir núna og öll börnin sem þau munu mögulega einhvern tímann eiga. Símasölumaðurinn sem truflaði þig um daginn, sundlaugarvörðurinn, bensín-stöðvarstarfsmaðurinn og manneskjan sem beið með þér í þögn í strætóskýlinu. Allir deyja. Við vitum þetta öll en hugsum ekki um það, tölum ekki um það. Af hræðslu eða kurteisi látum við nægja að tala um veðrið. Passa sig á hálkunni, vara sig á vindinum. En hér erum við að tala um mikilvægt fyrirbæri. Eitthvað sem allir neyðast til að sætta sig við og getur haft gríðarleg áhrif á hvernig við upplifum lífið og verjum því. Þegar fólk hugsar út í það þá vill það ekki eyða sínum takmarkaða tíma í kurteisishjal og spjall. Við viljum verða hamingjusöm, ástfangin eða eitthvað álíka þýðingarmikið. En þurfum við þá ekki að tala um hamingjuna og ástina? Leita nýrra sjónarhorna og lausna meðal fólks með aðrar skoðanir og frábrugðna lífssýn? Ef ekki aðeins til að leita lausna þá til að finna fyrir samkenndartengingu, fá staðfestingu á því að við erum ekki ein í þessari leit. Sumir gera það. Til eru náin vinasambönd sem virða að vettugi almenn viðmið um umræðuefni og hópar í kimum samfélagsins sem einsetja sér að brjóta á hinu viðtekna eða gefa því óalgenga sérstakan gaum. Einn slíkur kimi er Soffíubúð. Þar eru allar umræður gjaldgengar. Maður finnur þar fólk sem er lausnamiðað gagnvart lífinu sjálfu – fólk sem er tilbúið að skoða sjónarmið út frá fjarstæðukenndum forsendum og taka umræður sem aðrir myndu fussa og sveia yfir. Á meðan flestir halda áfram lífsfyllingarleit sinni með því að skeina sér af gömlum vana þá staldra Soffíudveljendur við þegar þau standa frammi fyrir lífinu og spyrja sig fyrst: „Hvernig ætti ég að gera þetta?“. Þannig leita þau að bunum við höfuðatriðum tilverunnar.

21


Fegurð sem andstæðan við bið Hrafnkell Úlfur Ragnarsson

Hver er andstæðan við bið? Hvað erum við að gera þegar við erum ekki að bíða? Maður að nafni Khalil Gibran taldi sig vera með svar við þessum spurningum. Khalil fæddist í Líbanon árið 1883 og flutti sem ungur maður með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna og þar hóf hann listaferil sinn. Khalil tókst á við ljóðlist, myndlist og ritlist. Hann er þriðja söluhæsta skáld allra tíma á eftir breska skáldinu William Shakespeare og kínverska skáldinu Laozi. Hann lést árið 1931 og var þá 48 ára að aldri. Við gröf hans standa orðin: “Orð sem að ég vill að séu skrifuð á gröf mína: Ég er lifandi rétt eins og þú, og ég stend við hlið þína. Lokaðu augunum og líttu í kringum þig, þú munt sjá mig fyrir framan þig.” Í ljóðabókinni Sandur og Froða eru ljóðin öll nafnlaus og flestöll aðeins ein lína að lengd. Í einu ljóðinu varpar Khalil Gibran fram ákveðni heimssýn sem skiptir heiminum í tvennt. Ljóðið í fullri lengd hljóðar svo: “Við lifum aðeins til þess að uppgvöta fegurð. Allt annað er bið í mismunandi myndum” Til eru þá aðens tvö ástönd sem að einstaklingurinn getur verið í. Hann getur beðið eða uppgvötað fegurð. Að uppgvöta fegurð felst þá augljóslega í því að uppgvöta fegurð, að finna fegurðina í hlutum, og svo er bið allt hitt sem að felst ekki í fegurðinni. Fegurð og bið verða fyrir vikið andstæður hvors annars. Það er ómögulegt að upplifa þessi tvö ástönd á sama tíma. Við erum þá ekki að bíða á meðan við upplifum eitthvað fallegt, sama hvort sú upplifun sé af málverki, tónverki, kvikmynd, náttúrunni, annarri manneskju eða einhverju öðru sem er fallegt. Sama þótt við værum í raun að „bíða” eftir strætó eða eitthvað þessháttar. Fegurð væri samt sem áður það eina sem við værum alltaf að bíða eftir. Ef hinsvegar við erum ekki að upplifa eitthvað fallegt þá erum við sífellt að bíða. Sama hvort að við séum að gera eitthvað mikilvægt verkefni sem krefst mikillar einbeitingar og vinnu eða ekki. Svo lengi sem fegurð er ekki í návist okkar þá erum við stöðugt að bíða. Fegurðin bíður ekki eftir okkur, heldur bíðum við sífellt eftir fegurðinni. Tökum sem dæmi tvo einstaklinga sem fara saman á listasýningu. Öðrum einstaklingnum finnst listaverkin afar falleg, á meðan hinum finnst það ekki. Þar með upplifir sá fyrri fegurð listaverkanna, en sá seinni bíður eftir fegurð, þó þeir horfi á sömu listaverkin, á sama stað á nokkurn veginn sama tíma.

22


Samkvæmt Khalil er fegurð ákveðið markmið lífsins. Hann heldur því fram að öll okkar tilvist snúist aðeins um fegurð. Það er það eina sem að við ættum að gera er að uppgvöta fegurð, eða að gera hluti sem að leiða til þess að við uppgvötum fegurð. Við eigum að forðast bið í sínum mismunandi myndum, og eltast við fegurðinna í staðinn. En hvað er þá fegurð? Og hvað getur verið fallegt? Fegurð er ágreiningarhugtak. Það er að segja að fólk getur verið almennt sammála um að fegurð er falleg, en það færir bara spurninguna til þannig hún verður að spurningunni „hvað er fallegt?“ Spurningin um fegurðina veldur frekar miklum ágreiningi, því það sem einum finnst afar fallegt getur öðrum fundist frekar ljótt. Að skilgreina fegurð almennilega, hvað sé fallegt og hvað ekki verður þannig ómögulegt. Þannig að næst þegar að þú ert að bíða eftir einhverju, stoppaðu aðeins, íhugaðu, líttu í kringum þig og reyndu að sjá fegurðinna í hlutunum í umhverfi þínu, því fegurðin virðist vera það eina sem að við erum að bíða eftir.

23


Gígarnir Katrín Pálmadóttir

Persónuleg dagbók landvarðar. Fyrsta og eina færslan, ódagsett. Tekin úr samhengi. Yfirfarin, ritskoðuð og aðlöguð að reynslu og heimsmynd höfundar í ljósi þess sem gerst hefur í kjölfarið. Sérstaklega tekið mið af tilfinningalegu ástandi höfundar í dag. Rosalega mikið af ósvöruðum spurningum. Einhvern tíma um mitt sumar 2014, Lakagígum.

Mér er strax farið að þykja vænt um gígana. Eða ég taldi í það minnsta einhvers konar væntumþykju útskýra viðbrögð mín þegar ég keyrði meðfram gígaröðinni einn morguninn og sá splunkuný fótspor á einum gígnum (einn af þeim sem á sér ekkert formlegt nafn - en við kölluðum hann stundum Kára). Ég tók andköf, snarhemlaði og stökk út úr bílnum. Djúp spor lágu upp og niður allan gíginn í þykkri mosabreiðunni, þeim megin sem blasir við vegfarendum. Hópur gesta - eflaust þrír eða fjórir, af fjölda og staðsetningu fótsporanna að dæma - hafði komið kvöldið áður eða um nóttina, klifrað upp miðjan gíginn til þess eins að kíkja ofan í hann og hlaupið svo niður á öðrum stað. Hvert þeirra hefur farið sína eigin leið og traðkað hvert sporið á fætur öðru í annars samfelldu teppi af skærgrænum gamburmosanum. Þau hafa kannski verið á hraðferð. Þau hafa augljóslega ekki stoppað til að lesa nein skilti. Ætli þau hafi vitað að þau væru í þjóðgarði? ATH. Þessi ályktun styðst einnig við slagorð sumarsins í samskiptum mínum við ferðamenn - ekki njóta, bara þjóta! Eða var það öfugt? Ekki þjóta, bara njóta? Gildir einu. (Skín biturð mín í gegn? Ég skal reyna að fela hana betur!)

24

Ég var með hnút í maganum í marga daga og fann til ábyrgðar. Í mínum huga eru þeir orðnir gígarnir mínir. Rétt eins og vinir mínir eru gígarnir ekki eign mín heldur nota ég eignarfornafnið til að lýsa tilfinningalegum böndum okkar á milli. (En gígarnir eru ekki með tilfinningar, Katrín. Þeir eru gígar - safn af kleprum, gjalli og ösku úr iðrum jarðar. Tilfinningarnar eru einhliða í sambandi mínu við gígana. Ég þarf stundum að minna mig á þetta). Þegar allir gestir voru farnir vorum við ein eftir á kvöldin og nutum kyrrðarinnar saman. Tíminn leið öðruvísi þarna en annars staðar og það var nóg til af honum. En getur manneskju þótt vænt um náttúrufyrirbæri? Augljóslega ekki í sama skilningi og manneskju getur þótt vænt um aðra manneskju. Kannski á svipaðan hátt og tilfinningaleg tengsl við plöntur, dót eða kannski óefnislega hluti. Eða hvað? Manni getur alveg þótt vænt um hugsanir, er það ekki? Er það kannski of platórómantískt? Allavegana pínu tilgerðarlegt (leyf mér að hugsa aðeins um þetta áður en þetta verður skjalfest, kona verður að passa sig hvað hún segir). Það er kannski önnur tilfinning eða annað orð sem á við um tilfinningar gagnvart hugmyndum og orðum. Einhver benti mér á að fólk sem hefði ómannhverf náttúruverndarsjónarmið væri siðblint og að það væri ekki nokkur möguleiki á að ræða málefnalega við svoleiðis lið. Ég meikaði ekki að fara út í þá rökræðu einmitt þá og skipti um umræðuefni undir eins. Ég vildi ekki virka naív og einfeldningsleg í náttúruheimspekilegri afstöðu minni um pósthúmanisma og nýefnishyggju þar sem ég upplifði mig þegar í ákveðnu valdaójafnvægi gagnvart viðmælanda mínum. En, já. Væntumþykja. Þykir ekki flestum höfuðborgarbúum og nágrönnum vænt um Esjuna? Einhver spurði hvað við værum til í að selja hana á mikið. (Hvað kostuðu Kárahnjúkar? spyrja eflaust sumir sig þá). Gunnari þótti allavegana ómögulegt að yfirgefa hlíðina, þó flestir efist um að það hafi einungis verið


vegna hreinnar væntumþykju eða fegurðar hennar, en jafnvel ef svo hefði verið, er fegurð yfir höfuð næg forsenda fyrir væntumþykju? Kannski er þetta bara spurning um kunnugleika. (Þykir ekki flestum eiginlega allir sem þeir þekkja vel vera fallegir á einhvern hátt?) En hvorki ást né væntumþykja eru bundin skilyrðum. Þessar tilfinningar eru „órökréttar“. Og fegurðin er líka bara afstæð. (Og hvað hefur þetta með náttúru að gera?) En já, mosinn er náttúrlega lífvera, eftir allt saman. Mér finnst erfitt að skilja þarna á milli lífvana efnisins í gígunum sjálfum og svo gróðursins sem vex á þeim og allt um kring. Þessi litli gróður sem hefur vaxið síðustu 230 árin er svo saklaus og bjargarlaus að tilfinningaþrungin réttlætiskennd blossar upp við tilhugsunina um að fólk trampi bara á honum án þess blikna. Hann er bara þarna og þegar einhver trampar á honum deyr hann og visnar. Og ekkert gerist. Meðlimir mosavinafélagsins geta blótað ódæðismönnunum og sýnt samstöðu hver með öðrum í harmleiknum en fórnarlambið sjálft, þ.e. mosinn, hefur ekki mikið um þetta að segja. (Heimspekingar með níhíliska tendensa geta eiginlega ekki unnið við náttúruvernd. Allavegana ekki af einlægni og ástríðu. Geta níhilistar unnið við eitthvað af einlægni og ástríðu?) Gígarnir finna enn síður fyrir þessu. Þeir eru bara þarna. Þeir hafa þó haft talsverð áhrif á umhverfi sitt og valdið skandölum alla leiðina til Evrópu (einhver vildi nú meina að gígarnir hefðu átt sinn þátt í þessari byltingu þarna um árið í Frakklandi, sveimérþá - sel það ekki dýrar en ég keypti það). Þeir ættu kannski ekkert að vera verðlaunaðir með væntumþykju fyrir það? Þetta var náttúrlega ömurleg lífsreynsla fyrir flesta Íslendinga sem lifðu (og dóu) á tímum Skaftárelda og Móðuharðindanna. Af hverju er eitthvað sem olli svo miklu böli, samt svona fallegt? Má yfirhöfuð þykja vænt um gígana? Ætli við, sjálfskipaðir málsvarar náttúrunnar og

verndarar, séum ekki þau sem tökum árás mosatramparanna verst. Ég átti að passa gígana í nokkrar vikur, en brást. Samkomulag um fegurðargildi einhvers náttúrufyrirbæris var orðið formlegt og verndun þess sett í hendur ríkisstarfsmanna. Tákn um góðæri? Þessi náttúrufyrirbæri eiga að vera til - ósnortin - fyrir næstu kynslóðir til að njóta þeirra. En brást ég í rauninni einhverjum öðrum en ímynduðum gestum þjóðgarðsins í framtíðinni sem verða bara minntir á þá staðreynd að stundum fáum við tækifæri til að skemma eitthvað auðveldlega en við veljum að gera það ekki. Neysla (fyrirgefið, ég meina auðvitað það að njóta) náttúrunnar er varningur sem kemur með leiðbeiningum. Hvernig stendur annars á því að það þurfi að kenna fólki að eitthvað sé fallegt? Hvernig stendur á því að við þurfum að kenna fólki á hvaða hátt við ætlumst til að það njóti náttúrunnar og að það megi ekki skemma hana? Ætli náttúrvernd á Íslandi tengist ekki upplifunariðnaði túrismans órofa böndum? Þegar búið er að skilgreina, staðla, markaðsvæða, trippadvæsa og selja mestallt á uppsprengdu verði er nauðsynlegt að kyrja einhverja persónulega möntru og minna sig á raunverulegar ástæður þess að við gerum það sem við gerum. Þegar stór hluti landsmanna sér fram á að vinna beint eða óbeint við túrisma næstu árin þurfum við að fara að tala um tilfinningar okkar gagnvart því sem við erum að selja. Þurfum við að endurskilgreina forsendur friðunar landssvæða þegar allt þetta fólk er hætt að koma hingað? Verður ekki að koma ákveðið rof úr núverandi ástandi áður en við byrjum að ræða einlæga afstöðu okkar til náttúrunnar? Annað hrun? Nei, ég segi bara svona. Eru gestir á annað borð færir um að skemma fegurðargildi náttúrunnar? Er yfirhöfuð til ljót náttúra? Hvað þarf mörg fótspor, hjólför, stíga, tröppur og rusl (eða kannski: hve margar stíflur, lón og virkjanir) til að skemma fegurðargildi einhvers náttúrufyrirbæris og

25


ræna það þar með titlinum náttúra? Svo er náttúrlega allt hitt líka: vistkerfapælingar, útreikningar og aðeins vísindalegri forsendur fyrir friðun sem auðveldara er að nota til að réttlæta og rökræða þegar fagurfræðin verður of loðin fyrir almenna leikmenn. Jæja. Of mikið af spurningum? Ég get ekki hætt að ímynda mér þetta fótsporafólk. Ég get ekki annað en leyft órökréttum fordómunum að hellast yfir mig. Reyni þó að hemja mig í alhæfingum og staðalímyndum. Man reynir nú að vera pjésjé þrátt fyrir allt. Byrja samt alltaf að ímynda mér hvað fólk hugsar þegar það ákveður að keyra út af veginum og fara að spóla kleinuhringi í melnum eða á sandinum. Sáuð þau ekki hvað þau voru að gera þegar hjólförin blöstu við í baksýnisspeglinum? Fundu þau ekki hvað mosinn var viðkvæmur í fyrsta, öðru og þriðja skrefinu? Fannst þeim þetta jafn fallegt eftir á og áður en þau höfðu sett mark sitt á það? Á ekki alltaf að skilja við sameiginlega eldhúsið eins og komið er að því? (Skiptir þetta einhverju máli í stóra samhenginu? Er smámunalegt að einblína á fótspor og hjólför ferðamanna þegar okkar eigin ríkisstjórn sökkvir nokkur þúsund hekturum af landsvæði undir uppistöðulón rétt handan við þjóðgarðsmörkin? Eru mosagæslumenn ríkisins hræsnarar?) Og síðast en ekki síst: Var þetta virkilega svona gaman? Færslu lokið.

26


27


Tímarit heimspekinema Háskóla Íslands


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.