Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

Page 4

Gluggar og útihurðir Fyrir íslenskar aðstæður

BYKO framleiðir glugga og hurðir í ýmsum útfærslum, allt eftir þörfum viðskiptavina og veitir starfsfólk okkar ráðgjöf og upplýsingar vegna hönnunar og útfærslu sem hentar hverjum og einum. Afgreiðslutími sérsmíðaðra glugga og hurða er alla jafna 8-10 vikur frá staðfestri pöntun. Afgreiðslutími getur lengst á álagstímum, vinsamlegast leitið upplýsinga hjá sölumönnum.

BYKO-Lat gluggar og hurðir Við höfum í yfir 30 ár framleitt glugga og hurðir sem eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Gluggarnir eru framleiddir í verksmiðju BYKO-LAT og eru CE merktir. BYKO framleiðir bæði timburglugga og álklædda timburglugga ásamt hurðum í sama stíl. Gluggarnir eru sérsmíðaðir eftir teikningum. Staðlaður litur er hvítur RAL 9010 en hægt er að sérpanta nánast alla liti úr RAL litakerfinu. Gler er háeinangrandi og meðal U-gildi glersins 1.1 – 1.3. Hægt er að velja um sólvarnargler, öryggisgler, matt gler eða hljóðeinangrandi gler. Hægt er að velja á milli þess að hafa skrautfræsingu innan á körmum eða beinan prófíl ásamt því að fá raufar fyrir áfellur, sólbekki að innanverðu án aukakostnaðar. Framleiðsluábyrgð BYKO glugga er 5 ár.

BYKO l g uggar í

30

ár

BYKOsérlausnir BYKO sérlausnir 4 - Gluggar Grófvara& útihurðir

Linolie aldamótagluggar

Velux þakgluggar

BYKO býður upp á glugga sem líkjast hinum sígildu aldamótagluggum í eldri húsum á Íslandi. Þessir gluggar koma frá framleiðandanum Linolie í Danmörku og hafa verið settir í mörg falleg hús sem gerð hafa verið upp á síðustu árum.

VELUX þakglugga þekkja flestir enda einn virtasti þakgluggaframleiðandi heims í dag. Saga fyrirtækisins spannar tæp 80 ár og er það þekkt fyrir gæði og flottar tæknilausnir.

Svarre gluggalausnir Hönnun Svarre glugganna gerir þá einstaka á markaðnum. Að utan er einungis gler og eru þeir því viðhaldslitlir að utanverðu, einungis þarf að þrífa glerið. Gluggarnir koma með þreföldu 6 mm. hertu gleri samlitu við innri skífur. Hljóðeinangrun er 38 dB en hægt að auka einangrun upp í 42 dB. Svarre gluggi sem er 1230 x 1480 mm. hefur U-gildið 0,6 og eru gluggarnir hannaðir og prófaðir upp að 1800 paskal þrýstingi. Framleiðsluábyrgð er 5 ár og afgreiðslutími er um það bil 10 til 12 vikur frá staðfestri pöntun. Gluggarnir eru alltaf sérsmíðaðir eftir teikningum.

Við erum með allar stærðir hefðbundinna þakglugga á lager hjá okkur en einnig er hægt að sérpanta hjá okkur margar sérlausnir, t.d. sjálfvirka lokun glugga og margar tegundir gluggatjalda. BYKO hefur selt VELUX glugga í áratugi.

Bílskúrshurðir BYKO býður upp á endingargóðar bílskúrshurðir úr galvanhúðuðu stáli sem hafa fyrir löngu sannað sig í rysjóttu, íslensku veðurfari. Þykk einangrun, vandaður umbúnaður og traustur frágangur tryggir góða endingu með litlu viðhaldi og hægt er að panta þær í öllum litum og einnig með viðaráferð.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum by BYKO ehf - Issuu