Umhverfisvitund í byggingariðnaði
Við veitum ráðgjöf og aðstoðum þig við val á réttum efnum til umhverfisvænni framkvæmda. Hafðu samband og ég aðstoða þig!
Jóna Guðrún Kristinsdóttir jona@byko.is
BREEAM
og stuðlar að því að byggingar verði umhverfisvænni og hagkvæmari í rekstri.
Við hjá BYKO höfum á undanförnum mánuðum kynnt okkur vottanir og unnið að því að auðvelda okkar viðskiptavinum að nálgast upplýsingar og þau fylgiskjöl sem þarf þegar byggja á samkvæmt vottunarkerfinu.
Svanurinn
er eitt elsta og þekktasta vistvottunarkerfi í heimi fyrir byggingar en þetta er breskt vottunarkerfi sem hefur verið aðlagað að alþjóðlegu umhverfi, það tekur á fjölmörgum þáttum er varða umhverfi og sjálfbærni
Við hjá BYKO höfum tekið þátt í spennandi samstarfsverkefnum sem hafa veitt okkur dýrmæta reynslu þegar kemur að byggingu Svansvottaðra bygginga ásamt því að kynna okkur vel þær kröfur sem gerðar eru til byggingarefna í slíkum verkefnum. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og var stofnað af norrænu ráðherranefndinni
árið 1989. Svanurinn er þekktasta umhverfismerki Norðurlandanna og með skrifstofu í hverju landi fyrir sig sem sér um vottanir í sínu landi. Á Íslandi er skrifstofa Svansins hýst hjá Umhverfisstofnun. Árið 2020 voru samtals um 30 þúsund íbúðir ýmist vottaðar eða í vottunarferli. Á Íslandi má nefna nokkrar Svansvottaðar byggingar eins og visthús.is, IKEA blokkin, Suðurlandsbraut 24 sem dæmi og á dagskrá eru bygging fyrsta Svansvottaða grunnskóla á Íslandi sem er Kársnesskóli, íbúakjarni í Reykjavík og a.m.k. 40 aðrar íbúðir.
Munurinn á vottunaraðferðum og aðgengilegar upplýsingar er matskerfi sem gefur mismunandi stig í gegnum vottunarferlið. Framkvæmdaraðili hefur nokkuð frjálsræði innan ákveðins ramma en krefst fagþekkingar og mikilla upplýsinga. Svanurinn byggir hins vegar á því að það verður að uppfylla allar kröfur staðalsins og byggingar eru annaðhvort vottaðar eða ekki. Svanurinn hentar því betur í verkefni eins og íbúðarhús á meðan er meira notað í aðrar tegundir húsnæðis og eru viðurkenndir ráðgjafar og matsfólk sem þurfa að ákveða stig vottunar á hönnunartíma og sannreyna gögn. Á vefsíðu BYKO má finna vörur sem eru nothæfar í Svans- og
vottuð verkefni.
Undir flokknum „Byggingavörur” er búið að raða saman öllum vottuðum vörum undir heitið „Grænni byggingar”. Þegar smellt er á vöruna má finna nánari upplýsingar um hvort varan sé vottuð, rekjanleg og beri önnur gögn sem nýtast í vistvottunarferlið. Þar má ýmist finna Svansmerkið, merki sem tiltekur hvort vara sé leyfileg í svansvottaða byggingu og einnig EPD yfirlýsingu, VOC vottun eða FSC vottun.
Önnur umhverfismerki
Leyfilegt í Svansvottað hús
Ábyrgðarmaður: Eggert Kristinsson. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.